Lögberg - 11.11.1920, Side 6

Lögberg - 11.11.1920, Side 6
BLs. n LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1920. Launcelot of the Lake. Framh. Ðauði Sir Lancelots og Guenever drotningar. Þegar fréttirnar um svik Mordred, bárust til Sir Lancelots kallaði hann til sín aðalsmenn sína og riddara, og tók sig upp ásamt þeim, og létti ekki fyr en hann kom til Bretlands með þeim ásetningi að veita Arthur konungi lið. Hann lenti í Dover með liði sínu, og þar bárusí honum þær harma fréttir, að Arthur konungur héfði fall- íð fyrir hinum fláráða systursyni sínum, og fékk það honum ósegjanlega mikils harms. “Ó,” sagði hann “að eg skyldi lifa það að konungur minn skyldi vera yfirunninn af slík- um þorpara, að eg skyldi leggja að velli hina á- gætu riddara Sir Gareth, Sir Gatheris og Sir Ga- wain, en að slíkt illmenni skyldi hafa konaist undan! ’ ’ Síðan beiddi hann um að sér yrði fylgt að gröf Sir Gawain þar sem hann dvaldi um stund á bæn, og hrygð hans var mikil; svo kallaði hann til sín frændur sína og vini og mælti: “Eg þakka ykkur innilega fyrir alla ykkar velvild, og að þið skylduð fylgja mér hingað, að við skyddum verða of seinir er mótlæti sem ekki varð umflúið, þó eg harmi það eins lengi og eg lifi. Eg hefi ásett mér að fara héðan einsamall og leita að drotningunni Guenever, sem er ein- Jiverstaðar í vesturhluta landsins, því menn segja að hún hafi flúið þangað ; ef þið fréttið ekkert af mér bráðlega, þá haldið þið til heimila yðar og heimalands.” Að svo mæltu hélt Sir Lancelot einn af stað, og afþakkaði fylgd manna sinna, þó þeir byðu hana og grátbændu hann tun að láta þá fara með sér. * 1 sjö eða átta daga reið hann unz'hann kom að nunnuklaustri einu, þar sem hann sá margar- nunnur í klausturgarðinum sem þjónuðu konu einni fagurri, sem hann sá strax að var drotn- ing Guenever. Drotning kom strax auga á Sir Lancelot og fölnaði í framan svo nunnurnar óttuðust að hún hefði orðið skyndilega veik; en hún náði sér fljótt aftur og bað þær vísa vegfarendanum á fund sinn. Þegar Sir Lancelot kom á fund henn- ar mælti drotning:- “Hvað mér þykir vænt um að sjá þig Sir Lncelot einu sinni enn, svo að eg geti kvatt þig, því við mætumst aldrei framar í þessum heimi.” “Kæra drotning!” svaraði Sir Lancelot, “eg vonaðist eftir að þú mundir leyfa mér að fara með þig burt úr þesau landi, og til lands míns þar sem eg gæti verndað þig fyrir óvinun- um þínum.” “Nei, Sir Lancelot,” svaraði drotningin, ‘Það getur aldrei orðið; eg hefi ásett mér að eyða því sem eftir er lífdaga minna hér í bæn, og inna af hendi þau góðverk sem mér auðnast. En far þú heim til fólks þíns og lands og tak þér göf- uga konu, og skal eg biðja fyrir ykkur og blessa eins lengi og eg lifi.” “Guenever drotning, þú veist að það getur aldrei orðið,” svaraði Sir Lancelot. “Og þegar þú hefir ákvarðað að lifa lífi bænarinar, skal eg og gjöra það, ef eg get fundið einsetumann sem vill tjá mér húsaskjól, því þinn vilji hefir ávalt 'verið minn.” Lengi og alvarlega virti Sir Lancelot drotn- inguna fyrir sér, eins og honum fyndist að hann mundi aldrei framar sjá hana, svo gekk hann til hests síns og reið hægt í burtu. Þau Sir Lancelot og Guenever drotning hittu8t aldrei eftir þetta. Drotninginn hafðist við í Almesburg nunnuklaustrinu, þar sem Sir Lancelot hafði fundið hana, og var fljótlega gjörð að abbadís sökum heilags lífernis. En Sir Lancelot eftir að hann skildi við hana hélt leiðar sinnar unz hann fann Sir Bedivere, og sagði hann Sir Lancelot frá öllum atburðum stríðsins og eins frá dauða Arthurs. Þegar Sir Bedivere hafði lokið máli sínu, tók Sir Lancelot herklæði sín og .vopn og henti þeim frá sér, og bað Sir Bedivere sem þegar hafði gengið í helgan stein, að lofa sér að vera þar með honum. Við þeirri bón varð Sir Bedivere, og $ frá þeim degi lifði Sir Lancelot heilögu lífi. Þegar Sir Lancelot kom ekki aftur til Do- ver, fóru liðsmenn hans að leita að honum. Svo var það dag einn, að frændi hans Sir BorS kom þangað sem þeir Sir Lancelot og-Sir Bedivere höfðust við, og fór hann ekki lengra heldur ílengdist hjá þeim, og þegar hljóðbært varð hvar þessir ágætismenn væru niðurkomnir, söfnuðust til þeirra margir þeirra er þeim höfðu verið handgengnir, og höfðu verið ásamt þeim í Bound Table félagi Arthur og barst; orðstýr þessara göfugu og guðhræddu manna á ný út um allan heim. Þannig liðu sex ár, þá var það nótt eina, að maður vitraðist Sir Lancelot í draumi o% sagði við hann: “Flýt þér til Almesburg, Guenever drotning er önduð og þú átt að jarðsetja hana.” Sir Lancelot reis undir eins úr rekkju, og sagði félögum sínum frá vitraninni, og þeir bjuggu sig allir tafarlaust af stað, og kmnu til Almesburg eftir nálega tveggja daga ferð, og var þá Guenever drotning látin. Þeir bjuggu um líkið, og með mikilli viðhöfn var hún lögð til hvíldar í kirkjunni í Glastonburg, þar sem sumir segja að Arthur konungur hafi líka verið grafinnn. Drotninguna jarðsöng Sir Lancelot sjálfur. En með dauða Guenever, var lífsgleði og lífs- löngun Sir Lancelot lokið, undir eins eftir jarð- arför drotningarinnar, fór lífsþróttur hans að þverra, og líf hans smá fjaraði út unz hann sjálf- ur lézt að sex vikgm liðnum, en kveldið áður en j hann dó, kallaði hann félaga sína á fund sinn og ibað þá að jarða sig í Gleðigarðs-kastalanum, því hann væri ekki verðugur þess að fá að hvíla í Glastonburg kirkjunni, og var það gert. Þannig fór Sir Lancelot du Loc, burt úr heiminum, sá hugprúðasti, kurteisasti og við- kvæmasti riddari sem nokkru sinni hefir í honum verið, eða nokkurntíma mun í honum verða. Eftir dauða Sir Lancelots fór Sir Bors og hinir guðhræddu félagar hans til landsins helga, og létu þar líf sitt í stríði á móti Tyrkjum. ----------------------o-------- T öframaðurinn. Eiu sinni var í fyrndinni gmall töframaður, sem rændi tveim litlum börnum frá foreldrum þeirra. Það var piltur og stúlka. Töframaður- inn bjó í helli einum langt upp í fjöllum og fór hann með börnin þangað. Hann hafði lofað vondum anda, sem var fornvinur hans, að láta hann hafa sálir barnanna í staðinn fyrir stóra galdrabók, sem andinn hafði gefið honum. Á þessa bók hafði töframaðurinn lært al'la sína vondu vizku. Hann gekík æfinlega vandlega frá bókinni, þegar að hann fór eitthvað að heiman. — En einu sinni sá drengurinn, hvar töframaður- inn geymdi bókina, og þegar hann nú vissi, hvar hún var, las hann oft í henni. þegar karlinn var ekki heima, og lærði smámsaman marga^ af töfr- unum, sem kendir voru í henni, svo að hann varð talsvert fjölkunnugur. Mjög sjaldan bar það við, að töframaðurinn lofaði börnunum að fara út úr hellinum. Hann vildi alt af hafa þau heima, ef vondi andinn vin- ur hans kæmi að sækja þau. En eftir því sem hann lofaði þeim að vera minna úti, því meira þráðu þau að komast burt og verða frjáls. TÖluðu þau oft um það sín á milli, hvort ekki mundi veiti mögulegt fyrir þau að strjúka burt. Einu sinni bar svo við, að töframaðurinn fór fyr á fætur en hann var vanur og fór langt burt frá hellinum. Þegar hann ,var farinn, sagði drengurinn við systir sína: Góða systir! Nú er tækifæri -fyrir okkur að strjúka frá þessum vonda galdramanni, meðan hann er ekki heima; við skulum nú flýta okkur af sitað, og hlaupa eins hart og við getum”. Þau gerðu þetta og héldu áfram allan daginn til kvölds. Þegar degi tók að halla, kom töframaðurinn heim og saknaði barnanna. Opnaði hann þá í flýti galdrabókina, til að sjá, í hvaða átt börnin hefðu hlaupið og hvar þau væru nú stödd. — Sá hann skjótt hvar þau voru og hljóp af stað sem fætur toguðu að elta þau. Gat hann hlaupið svo mikið hraðara en börnin og dró því fljótt saman með þeim. Þegar hann átti lítið eftir að ná þeim heyrði stúlkan til hans, því hann másaði svo mik- ið, og sagði við bróður sinn: “Nú er úti um okk- ur, bróðir minn, því vondi maðurinn er nærri bú- inn að ná okkur.” Þá greip drengurinn til þess, sem hann hafði lært í galdrabókinni og tautaði einhver tpfraorð, svo að systir hans varð að fiski, en hann sjálfur að vatni, sem fiskurinn synti í. Þegar töframaðurinn kom að vatninu, sá hann strax að hann var gabbaður. Öskraði hann þá ógurlega: “Bíðið þið við, angamir ykkar! eg s'kal fljótt ná í ykkur aftur.”/ Hljóp hann síðan af stað heim í helli sinn, til að sækja net, sem hann ætlaði að veiða fiskinn í. Þegar töframaðurinn var snúinn við heim, varð vatnið að dregnum og fiskurinn að systur hans. Þau leituðu sér að fylgsni, logðust þar fyrir og sváfu um óttina. Vöknuðu þau óþreytt um morguninn, stóðu upp og héldu áfram ferð- inni alllan daginn. r Nú víkur sögunni til töframannsinis. Hann lagði af stað með netið úr helli sínum um morgun- inn. Þegar hann kom þangað, sem vatnið hfði verið kvoldið áður, var það horfið ásamt fiskin- um, en í stað þess var grænt engi, sem froskara- . ir voru að hoppa um, en um þá kærði hann sig ekki. Þegar kvöld var komið, heyrði litla stúlkan að töframaðurinn kom hvæsandi á eftir þeim. — “Nú erum við glötuð, bróðir minn, því eg heyri glögt til töframannsins á eftir okkur.” Dreng- urinn tautaði þá eitthvað á töframáli. Varð hann samstundis að bænahúsi og systir hans að altarismynd í því. Þegar töframaðurinn kom þangað, varð hann þess brátt vís, að hann var aft- ur gabbaður. Hljóp hann þá öskrandi fram og aftur fyrir utan bænahúsið, en inn í það þorði hann ekki að fara, því það var heilagt. En vegna sambandsins við vonda andann m^tti hann ekki stíga fæti sínum á helgan stað. “Þó eg geti ekki komist inn til ykkar! ’ ’ hrópaði hann með ógnandi rödd, “þá get eg þó brent ykkur til ösku, og það skal eg gera. Nú fer eg heim og sæki eld, og svo skuluð" þið sjá hvemig fer!” Hann hljóp síðan af stað heim til að sækja eldinn, og kom ekty: heim í hellirinn fyr en um miðnætti. En jafn- skjótt og hann var farinn heim frá bænahúsinu, varð það að drengnum og altarismyndin að syst- ur hans. Lögðust þau svo fyrir í fylgsni, sem þau fundu, og sváfu af um nóttina. Um morg- uninn héldu þau áfram ferð sinni. Þegar að töframaðurinn kom með eldinn á þann stað, þar sem bænahúsið liafði áður verið, hljóp hann beint af augum að kletti einum og ætlaði að kveikja í honum, en tókst það ekki sem vonlegt var. Hleypur hann þá sem hamstola væri á eftir börnunum. Um kvöldið var hann nærri búinn að ná þeim. Þá varð stúlkan hrædd um að nú væri úti um þau systkinin. En bróðir hennar þuldi eitthvð á töframáli og varð hann að kornhlöðu, en systir hans að hveitikorai í hlöð- unni. Þegar töframaðurinn kom þangað, sá hann að þau höfðu gabbað hann í þriðja sinn. En nú fór hann ekki heim aftur til hellisinsi, heldur neytti kunnáttu sinnar og gerði sig samstundis að svörtum hana. Haninn hljóp svo að hveitkorn- inu og ætlaði að gleypa það, en drengurinn varð fljótari til bragðs og sagði töfraorð, er hann hafði lært í bókinni, og varð á augabragði að ref. Ref- urinn hljóp að hananum og beit af honum höfuð- ið áður en hann hafði tíma til að ná hveitikorn- inu, og bjargaði þannig lífi systur sinnar.. Þegar haninn var dauður, var töframaðurinn líka dauður. Fóru svo litlu systkinin heim til foreldra sinna, sem fögnuðu þeim vel, og gættu þess vandlega, að enginn töframaður næði þeim framar á sitt vald. . --------o-------- \ , . Staðfastur ásetningur. Farragutt sjóliðsforingi í enska hernum tók son sinn ungan með sér í ferð sem skipsdreng. Litli snáðinn varð brátt eftirlæti allra hásetanna fyrir vaskleik sinn. Hann gerði sér mikið far um að hafa alt eftir þeim,- en enkum ósiðina. Hann komst fljótt upp á að hafa ljótt orðragð, drekka eitt staup þeim tjl samlætis og spila við þá. Á skömmum tíma var hann kominn vel á veg til spillingar óg lasta. Faðir hans veitti þesisu þegjandi eftirtekt fyrst framan af, en svo bar það til einn dag, að hann kallaði son sin í káetuna til sín og lokaði dyrunum. ‘ ‘ Hvað ætlar þú þér annars að verða Davíð ? ’ ’ spurði hann með alvörusvip. “Sjómaður, pabbi minn!” svaraði Davíð litli. “Þú sjómaður! — Já, það er víst. — Þú ætlar þér að verða vesall drykkjuræfill, sem flæk- ist um heiminn og deyr svo að síðustu á eiphverju sjúkrahælinu. ’ ’ “Nei, pabbi. Eg ætla að standa á stjórn- pallinum og skipa svo fyrir eins og þú!” ■ “Nei, Davíð. Enginn drengur með þínu háttalagi og þínu smánarframferði hefir nokkru sinni staðið við stjórayölinn og skipað fyrir. — Þú verður að breyta um lifnaðarháttu, ef þú ætl- ar þpr að verða að manni. ’ ’ Davíð skýrði svo frá löngu síðar: “Pabbi yfirgaf mig með þessum orðum og gekk upp á þilfarið. Mér varð mikið um ávítur hans og eg leið sárar samvizkukvalir. Þá hét eg því með sjálfum mér, að eg skyldi aldrei drekka, blóta né spila framar á æfinni, og guð veit, að eg hefi haldið þessi þrjú heit til þessa dags.” / --------o-------- Kötturinn t ruggunni. Á árbakka nokkrum á Italíu stóð einu kinni kotbær, og bjuggu í honum fátæk hjón, er áttu eina dóttur. Hún var enn bara að aldri og lá í ruggu. Á bænum var líka köttur, sem oftast lá til fóta barasins, og sýndist vera mjög elsk að því. Vor eitt í leysingum vildi svo til, að snjóflóð hljóp nið- ur úr f jalli, sem var fyrir ofan bæinn, og fylti hann með vatni. Allir sem vetlingi gátu valdið, reyndu til að forða sér og hlupu út. Rusggan fór á flot í húsinu, og bar straumurinn hana þegar út á ána. Meðan þetta gjörðist svaf barnið; og var þar að auki svo ungt, að það gat ekki gjört sér nokkra hugmynd um þá hættu, sean það var í. Það hefði nú líka verið fljótt útséð um líf þess, með því að ru&g&n hefði hvolfst, ef kötturinn hefði ekki verið annars vegar. Því þegar kisa sá hversu komið var, hugsaði hún ekki fyrir öðru, en að bjarga lífi sínu og lagskonu feinnar litlu í lengstu lög. 1 hvert sinn þá sem ruggan hallaðist í aðra hvora hliðina, var kisa óðara komin út í hma, svo ruggan reisti sigklt af jafnóðum við. Þannig barst rugg- an langán veg niður eftir ánni, þangað til hún kom á móts við þorp eitt, sem stóð á bakkanum. Menn sáu þá þetta ferðalag, og þótti undarfegt; réru þegar út á ána, og sáu nú hvers kyns var. Lá barnið vakandi í ruggunni, þegar þeir komu að, en kisa lék innan um hana, eins og liðugasti sjó- maður. Þeir fóru nú með rugguna í land, og þyrptist utan um hana múgur og margmenni, sem allir undruðust varðveizlu guðs. Síðan var bara- ið tekið þar í fóstur, er menn fréttu að foreldrar þess hefðiu týnst í flóðinu, og var kisa látin fylgja með; hélt hún jafnan trygð við bamið upp frá því. ---------o— ---:— Haustlcvöld. Yor er inndælt, eg það veit, Þá ástar kveður raustin, En ekkert fegra’ á fold eg leit Enn fagurt kvöld á haustin. Aptansunna þegar þýð Um þúsundlitan skóginn Geislum slær og blikar blíð Bæði um land og sjóinn. Svo í kvöld við sævar brún *' Sólu lít eg renna, Vestan geislum varpar hún, Sem verma, en eigi brenna. Setjumst undir vænan við, Von skal hugann gleðja, Heyrum sætan svana klið, iSumarið er að kveðja. Tölum við um trygð og ást, Tíma löngu faraa, ( Unun sanna, er aldrei brást, Eilífa von guðs baraa. Endaslept er ekkert hér, Alvalds rekjum sporið, Morgun ei af aptni ber Og ei af hausti vorið. Oflof valið æsku þrátt Elli sæmd ei skerði; Andinn getur hafist hátt, Þó höfuð lotið vérði. Æska, eg hef ást á þér, • Fyr elli kné skal beygja, Fegurð lífs þó miklist mér, Meira er hitt: að deyja. . EHi, J)ú ert ekki þung Anda guði kærum; Fögur sál er ávalt ung Undir silfurhærum. iSpegilfagurt hneigð við haf Haustkvölds sólin rauða Bólstri ránar bláum af Brosir nú við dauða. Svo hefir mína sálu kætt Sumarröðull engi, Er sem heyri’ eg óma sætt Engilhörpu strengi. Fagra haust, þá fold eg kveð, Faðmi vef mig þínum, Bleikra laufa láttu beð Að legstað verða mínum. Ljóðm. Str. ThorsteinsSons. ---------o-------- Coventryborgarmenn rituðu Elísabetu Eng- landsdrotningu svo látandi ávarp: “Oss Co- ventryborgartnönnum er mikill fögnuður að sjá i Yðar náðugu Hátign. Drottinn minn! mikil ósköp eruð þér fríðar.” Elísabet svaraði: “Minni náðugu Hátign er ánægja að sjá Coven- tryborgarmenn. Di’ottinn minn! Mikil skelfi- leg flón eruð þið. ’ ’ Þegar Jakob I. kom til Englands að taka þar ríki eftir Elísabetu drotningu (1603), sótti fund konungs meðal annara klerkur einn aldraður, til að árna honum hamingju. Jakob var maður trú- rækinn, en lítt fallinn til höfðingja, sem raun bar vitni. Hann bað öldunginn leggja yfir sig bless- un sína. Klerkur hóf upp hönduraar og mælti hátt og snjalt: “Drottinn blessi yður og gjöri úr yður dugandi konung, þótt lélegt sé efnið.” Englendingar kváðu svo að orði, að eftir Elísa- betu konung hefði komið til ríkis Jakob drotn- ing- Hvað segir Davíð um þetta? Prestur sendi vinnumann sinn á sunnudags- morgni til næsta bæjar eftir hesti, sem hann ætl- aði að kaupa af manni, er Davío hét. Þegar vinnumaðurinn kom hestlaus heim aftur, voru allir komnir í kirkju og fór hann þangað líka. En þegar hann gengur inn gólfið, vill svo til að prest- ur segir í stólnum: “Hvað segir nú Davíð um þetta?” Vinnumaður hélt, að hann væri að spyrja um hvernig erindið hefði gengið og svar- ar hátt: “Hann segist ætla að senda yðu hest- inn, þegar þér sendið honum peningana ”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.