Lögberg - 02.12.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.12.1920, Blaðsíða 3
LÖGBKRU FIMTUDAGINN 2.DESEMBER 1920. Nelly frá SKorne Mills. Eftlr Charles Garvice. “Nei, eg hefi ekiki heyrt margar sögur, hvorki gamlar eða nýjar,” svaraði Nelly bros- andi. “Viljið þér segja mér hana?” “Já, velkomið, ef þér segið mér nafn yð- ar; mitt nafn er Fletcher, en eg er vanalega kallaðnr Sir Charles, þar eð hr. Gresham veit- ir mér þann heiður, að vera vinur minn. AU- ir þekkja mig sem vin forsætisráðherrans. “Já áreiðanlega. Nafn mitt er Lorton, Ellinor Lorton. Svo var það sagan.” Sir Charles h'ló. ‘ ‘ ó, hún er svo gömul, en hve gömul sem hún er, hefi eg samt gleymt að festa siðferðiskenn- in.aru hennar ií minni mínu. Við kvöldsamkomu stóð maður nokkur og geispaði. Honum leidd- ist afarmikið, þar eð hann þekti næstum engan af gestunum, en hafði farið þangað aneð vini •sínum á síðasta augnablikinu. Meðan hann stóð og hugsaði um, hvort hann ætti að læðast burt, kom annar maður til hans, •sem hallaði sér líka að vieggnum og geispaði. Svo sagði sá fyrri: “Voðalega leiðinlegt er það ekki?” — “ Jú” svarar No. tvö, “afarleiðinlegt — og óþol- andi hiti! ” — “ Hræðilegur! Eg gæti nú en þolað þetta, ef 'konan við pianoið vildi hætta að urga. Komið þér með mér til gildaskálans míns, drekk- ið þar eitt glas af öli og reykið vindil.” — “ Mér skyldi vera það mikil ánægja, ef eg gæti það,” svaraði nr. tvö. “En þetta er því miður mitt hús, og kvenrumaðurinn við pianoið er konan mín.” Nelly hló. ‘ ‘ Þetta var góð saga, ’ ’ sagði hún. ‘ ‘ Fyrri maðurinn hefir hlotið að verða mjög óframfær- inn og vandræðalegur. ’ ’ “Jáí” sagði Sir öharles. “Eg get mjög vel skilið tilfinningar hans. Eg vona að þér fyrir- gefið ungfrú Lorton? Get eg á nokkurn liátt i>ætt fyrir hugsunarleysi mitt! “Þér getið frætt mig um sumar af þessum maneskjum, hverjar þær eru. Eg þekki að eins nöfn þeirra, og þó ekki allra. Eg hefi ekki ver. ið hér lengi, og þetta er fyrsta dagverðar sam- koman, sem eg er viðstödd.” “En hvað eg öfunda yður,” sagði liann og stundi- “ Ó — eg er líklega dæmdur til að haga mér eins og flón í kvöld. En þér vitið hvað eg á við — eða þér munduð vita það, ef þér neyttuð matar utan heimilis eins oft og forsætis ráð- herrann og eg geri það. Um 'hverja á eg að segja yður? Eg held eg þekki alla gestina. Eitt augnablik — hr. Gresham er að segja langa sögu um það, þegar hann viltist í London — það var í einni af nýju götunum, sem hann sjálfur hafði verið svo ákafur eftir að fá gerðar.” Þau biðu þangað til að sögunni var lokið, þá sagði Nelly: “Litla konan með demantsdjásnið o'g þrjá iroðasteinana um hálsinn, er lafði Angleford, eg veit það af því, eg var kynt henni fyrir dag- verðinn. Eg kann svo vel við útlit hennar, og bros hennar og rödd er svo aðlaðandi. Segið mér dálítið um hana. ” “Það er mjög auðvelt,” sagði Sir Charles. “Hún er unga konan hans lávarðar Anglefords og ameriskur erfigi. Eg kann vel við hana, og þó að eg hafi ekki þekt hana lengi} hefir hún veitt mér vináttu sína. Og samt ætti eg ekki atS Skeyta um hana,” sagði hann við sjáfan sig. Nelly leit undrandi á hann. “Hvers vegna ekki?” spurði hún. Sir Charles þagði snöggvast; svo sagði ‘hann eins og hann veldi þau bezt viðeigandi orð til að auglýsa með skoðun sína: “Lávarður Angleford á hróðurson, sem er góður, mjög góður kunningi minn — lávarður Selbie. Hann var erfingi lávarðar Anglfords — en nú hefir gifting föðurbróður hans, breytt framtíðar útliti hans algerlega.” Nelly hniklaði brýrnar og reyndi aftur að endurkalla nafnið í minni sitt- “Já auðvitað,” sagði hún með sigurhróss rödd, sem furðaði Sir Sharles. ‘ ‘ Nú man eg, að eg hefi lesið um þetta. Lávarður Selbie — já, eg man það —” Rödd hennar varð mjög hrygg og utan við sig, hún mundi nú eftir því, þegar frú Lorton bað hana að lesa þetta leiðinlega blað fyrir Drake. En hvað henni fanst langt vera síð- an. “Já auðvitað,” sagði Sir C'harles, “það er viðburður sem allar manneslkjur tala um og öll blöð voru full af. Vesalings Selbie!” “ Var hann mjög góður vinur yðar,” spurði Nelly hálf ósjálfrátt, meðan hún leit af einum gestinum á annan. “Já, verulega góður vinur,” svaraði Sir Charles svo hlýlega, að slíkt er sjaldgæft hjá stjórnmólamönnum. “Við stunduðum nám saman í Eton, og eftir það höfum við verið mik- ið saman, þó hann yrði herforingi en eg stjórn- mála garpur. Hann er einn af þeim beztu fé- lögum, 'sem maður getur hugskð sér, og allir ltelagar hans og vinir dást að ihonum. Selbie getur gert hvað sem vera skal, og hann gerir alt vel — hann er bezti veiðimaðurinn, berta skyttan, bezti skylmingamaðurinn og bezti dansarinn af sínu kyni — og hann hefir hið bezta, hið ástríkasta hjarta. Vesalings vinur rninn!” Af ákafanum sem hann talaði með um vin sinn, hafði hann sjáanlega gleymt áheyranda sínum. “Hvar er liann nú?” spurði Nelly. “Eg heyrði lafði Angleford segja, að hann væri er- lendis. “Já, en enginn veit hvar hann er. Það er allundarlegt, en samt er það satt- Og það er máske það bezta, sem hann getur gert. Þeg- ar framtíðar útlit eins manns er eyðilagt, og lieitmey lians hefir brugðist lionum —” Nelly snéri sér snögglega við. Hún reyndi að muna alla greinina, sem hún las fyrir Drake, en gat ekki. “Ilvað hét stúlkan, sem brást honum?” spurði hún. Sir C'harles ætlaði að svara, og ef hann hefði fengið tækifæri til þess, þá hefði Nelly fengið að vita hver Drake var, en á þessu augna- bliki hættu samræðurnar, og forsætisráðherr- an laut áfram og spurði vin sinn. Svarið or- sakaði ákaflega miklar kappræður, og þegar þeim var lokið, brosti lafði Wolfer til hertoga- innunnar, sem kinkaði samþykkjandi, og svo stóð kvennfólkið upp. Sir Ardhie var sá, sem sat næstur dyr- unum, og hann opnaði þær fyrir k\Tennfólkið. Þegar lafði Wolfer gtíkk igegnum þær, datt blóm úr kjólbrjóstinu hennar. Hann tók það upp og rétti henni það með hneigingu og brosi; en hún hafði snúið sér við, til að segja eitthvað við konuna, sem gekk á eftir henni, svo hann dró hendina til sín og geymdi blómið í henni. Nelly, sem af tilviljun leit til hans, var máske sú eina sem tók eftir þessu, en hugsaði ekkert um það. Með blómið í hendinni gekk Sir Archie aíftur til sætis síns, hinir höfðu nálgast lávarð Wolfer. Hann lét kjallaravörðinn fylla glasið sitt, *og drakk úr því; svo tók hann blómið og festi það í hnappagatið á kjólnum sínum. Þetta var alllmikiil dirfska, en hann hafði drukkið all- anikið, var rjóður í kinnum og virtist vera í geðshræringu. Iíann hefir móske haldið að enginn mundi þekkja blómið aftur, og líktega hefir enginn gert það, nema lávarðurinn. Þegar hann leit niður eftir röð mannanna, sá hann blómið, varð mjallhvítari í andliti og varirnar skulfu. “Hafið þér vín ií glasinu yðar, Wal- brooke?” spurði hann. Kjallaravörðurinn var farinn út. Sir Archie hrölkk við, eins og hugur hans hefði verið langt í burtu. ‘ ‘ Hvað þá ? Ó — já — þökk fyrir! ’ ’ sagði hann. Hann tók vínflöskuna og fylti glasið sitt. Wolfer leit svijxiimmur á blómið, snéri sér svo að Gresham og fór að tala við hann. Hr. Gresham var altaf tilbúin að spjalla. Hinir menirnir tóku þátt í .samtalinu, að undantekn- um Archie. Hann sat þögull og utan við sig, fylti glasið sitt þegar vínflaskan barst til hans, og drakk ósjálfrátt, eins og hann vissi ekki hvað hann gerði. Hann leit við og við á blóimið í hnappagatinu, án þess að gruna að nokkur sæi það, en Wolfer sá það, og varð í hvert skifti strangari og alvarlegri. / Á meðan sat kvennfóllkið í dagstofunni, dreyfti á kaffinu og talaði kæruleysislega og ó- sjáífrátt, eins og því er lagið á meðan það bíð- ur karlmannanna. Lafði Wolfer, sem ihingað tiil hafði átt fjör- ugan þátt í samtalinu, varð nú þögul og þreytu- leg, settist í nánd við ofninn nálægt hæginda- stolnum, sem hertoginnan hvíldi sig í og horfði dreymandi yfir 'blævænginn sem hún hélt á. Sumar konurnar hópuðu sig saman, aðrar flettu blöðum ií bóikum og myndaskrínum; fáeinar geispuðu og teygðu úr sér. Nelly sem ekki þekti afleiðingar dagverðar samkvæmanna, leit undrandi í kringum sig. Skyldu þær allar æila að sofna. Henni fanst hún verða að vekja dálítið f jör hjá þeim, gekk til lafði Wolfer og laut niður að henni- “Vill enginn leika á hljóðfærið eða syng'ja?” spurði hún. “Þið lítið allar út eins og þið ætlið að sofna. ” “Látum þær gera það,” svaraði lafðin. “Það snertir rnig ekki. Biðjið þér einhverja að syngja, ef þér viljið.” Nelly gekk til ungrar stúlku, sem stóð hálf- geispandi frammi fvrir mynd af Burne-Jones. “Viljið þér ekki leika á hljóðfæri eða syngja ofurlítið!” spurði hún. Unga stúlkan leit til hennar hálf góðlega og Ihálf kæruleysislega og brosti. “Eg vildi fegin syngja, en eg get það ekki. Eg hefi enga samkvæmis hæfileika,” svaraði hún. “Og hyaða gagn gerði það annars, þegar enginn skeytir um það?” .sagði hún kæruleysis- lega. Nelly sneri sér frá henni örvilnuð og mætti augnatilliti lafði Anglefords, sem brosandi of með velvild horfði á hana. Nelly gekk biðjandi til hennar. Mig langar svo mikið til að fá einhvern til að leika á hljóðfæri eða syngja eitthvað, lafði Angleford,” sagði hún. Lafði Angleford hló. “Og enginn vill gera það? Nei, eg get hugsað mér það- Það er ekki ómaksins vert, fyr en mennirnir koma inn,” sagði hún. “Nú er eg farin að þekkja þetta. í fyrstunni varð eg alveg hissa — en nú veit eg það. Þær eru s\ o spaugilogar hérna. 1 Ameriku er ung stúlka viljug til að syngja fyrir vinur sínar; en hérna hér skeyta þær að eins um menn sem áheyrendur. Þær vakna allar, þegar mennirnir koma. Nú veit eg það. — En má- iske þér viljið leika eða syngja?” Lafði Wolfer hafði heyrt hvað sagt var. “Já, Nelly, syngið þér,” sagði hún með uppgerðar brosi. Nelly leit feimnislega í kringum sig og gekk svo að pianoinu. “Þetta er sú indælasta stúlka sem eg hefi séð í þessu landi,” sagði lafði Angleford við hertogainnuna, sem hún sat hjá. Hertogainnan leit á Nelly í gegnum augna- glerið sitt og sagði: “ Já, hún er yndisleg og Mka mjög ung. Er hún ekki eitthvað skyld Wolfers? En hún er svo alvarleg.” “Það er andlit sem á sögu,” sagði lafði Ajnglefoid fremur við sjálfa sig én hertoga- innuna. “Þekkið þér 'hana að nokkru leyti hertogainna?” Hertoginnan yfti öxlum. “Alls ekkert. Iíún er hér sem einskon- ar félagssystir, ráðskona eða því um líkt- Þér segið isatt, hún er mjög fögur. Ætlið þér í samsætið til Meridues?” Nelly settist niður og lék upphaf, svo söng hún einn af þeim söngum, isem hún hafði sung- ið heima hjá sér í Shome Mills — einn af þeim söngum, sem Drake þreyttist aldrei á að heyra. Deyfðarlega samtalið hætti, og fáeinar af syfj- uðu konunum tautuðu: Þökk fyrir — kæra þökk!” “Ágætt! Syng þú ögn meira,, Nellv!” sagði lafði AVolfer. Nellv var liálfnuð með annað sönglag, þeg- ar mennirnir komu inn. Sumir gengu til kvennfólksins, aðrir stóðu kyrrir við dymar, duldu geispa sína og litu á úrin sín. Lávarðurinn gekk til konu sinnar sem sat hjá ofninum og horfði á eldinn. “Eg fer til Meridues, þegar gestimir em farnir,” sagði hann. “Verður þú mér sam- ferða, Ada?” Ilún leit á hann. Hann horfði á kjól- hrjóstið hennar, þar sem blómið hafði verið svo auðséð, og það var spyrjandi og þráandi svipur ó alvarlega andlitinu hans. Ilún hafði litið niður aftur. “Eg veit það ekki. Máske að eg verði samferða, ef eg er ekki of þreytt.” Hann hneigði sig eins og hann mundi hafa gert fyrir ókunnugum; svo sagði hann skyndi- lega, eins og af tilviljun, með skjálfandi rödd: “Þú hefir mist blómið þitt.” Hiín leit kuldalega til hans. “Blómið mitt? Já, nú sé eg það. Þern- an mín hefir ekki fest það nógu vel.” Lávarðurinn sagði ekkert, en hann leit af konu sinni á Sir Archie og blómið í hnappagati hans- “Eg skal bíða þín til kl. 12,” sagði hann með kaldri kurteisi. Lafði Wolfer stóð upp og gekk til lafði Angleford. “Eg vildi að þér gengið í félagið okkar, kæra lafði Angleford,” sagði hún. “Kvenn- réttinda hreyfingin á upptök sín í Ameriku. Þér ættuð að hjálpa okkur.” “Já, en nú er eg ensk,” svaraði lafði Angleford, “og hefi skift um skoðun. — En hvað ungfrú Lorton er indæl stúlka. Eg vil ekki taka hana ifrá yður, en haMið þér ekki að þér getið verið án hennar svo lengi, að hún gæti lieimsótt okloJr á Anglemere? Við fömm þangað 'hér um bil beina leið nú.” “Jú, jú — spyrjið hana. Vellkomið mín vegna!” isvaraði lafði Wolfer utan við sig. “Er yður það ekki á móti skapi?” spurði lafði Angleford. “Eg hélt að yður mundi hrylla við þá hugsun, að vera án hennar. Hún er engill; heyrðuð þér liana syngja áðan? Eg þekki lítið þessar ensku söngkonur, en eg líki henni við —” Lafði Wolfer veifaði blævængnum með á- kafa. “Þér getið í öllu falli beðið liana að koma, en auðvitað sakna eg hennar.” Meðan 'hún talaði kom Sir Archie til henn- ar- Hún roðnaði ofurlítið og varð litið á hvíta blómið í hnappagatinu hans. “Hvað þá — hvernig — er þetta mitt blóm?” spurði hún lágt. “Já,” svaraði hann, “Það er yðar; þér mistuð það, og eg tók það upp. Hefir nokkur annar meiri heimild til þesis en eg?” Hún leit hálf þrjózkuleg og hálf biðjandi til hans. “Þér hafið enga heimild til þess,” sagði hún lágt og reyndi að gera röddina fasta. “Þér vekið eftirtekt annara.” Hún leit til konanna, sem sátu næst þeim, og flestar þeirra horfðu ó þau með forvitnu hliðar tiflliti. “ílg er örvilnaður,” sagði hann, “eg þoli þetta ekki lengur. Eg sagði yður fyrir fáum dögum síðan, að þolinmæði mín væri enduð. Þér eruð kaldar og grimmar. Eg verð að fó fullnægjandi svar, eg verð að fá það, eg þoli þetta ekki lengur —” “Uss — usis”, sagði hún aðvarandi. “Eg tala við yður seinna, þegar sumir af gestunum eru farnir. Nei — ekki í kveld — þér megið ekki vera hér lengur —” ”Sem þér viljið,” sagði hann með undir- gefni. Gekk svo yfir gólfið til Nelly og fór að taia við hana. Yanalega talaði hann frem- ur lítið, en vínið hafði losað tungu hans, og liann fór að tala um félagslífið, heimslku þess ,og skort. Fyrst hlustaði Nelly undrandi á hann, en svo hafði hún gaman af því og hló glaðlega- Hann dró stól til bennar, laut niður að henni, lækkaði rödd sína og talaði með þeim á- kafa og áherslu, sem var alveg óvanalegt af honum. Því sá, sem af tilviljun hefði horft á hann, hefði álitið að hann væri að daðra við Nelly; en við og við þagnaði hann utan við sig, og að síðustu stóð hann snögglega upp og gekk inn í næsta herbergi. Þar var skrifborð með ritáhöldum. Hann iskrifaði með hraða eitthvað ó pappírsmiða, lagði hann innan í bók, og lagði svo bókina á postulíns blómaker, sem stóð nálægt borðinu. Þegar hann skildi við Nelly, kom lafði Wolfer til hennar. “Sir Atrchie hefir eflaust skemt 3Tður vel?’ sagði hiin kairuleysislega, en brosið, sem þess- itm orðum fylgdi, var ökki í samræmi við hinn kvíðandi og órólega svip í augum hennar. “Ó já,” sagði Nelly; “hann talaði svo \T ✓ • .. 1 • timbur, fjalviður af öllum i Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og aU- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limíted HENRY AVE. EAST WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áöur í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar vjð kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar oér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcaníiing verksaniðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóía vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. HIN EKTA SAMUEL DRUMHELLER KOL MILLS& COMPANY Ltd. Einka-umhoðssalar PANTANASKRl FSTOFA: Cor. Portage Ave. East & Main St. (Gagnvart Bank of Montreal) YARD: McPhilips St. og Notre Dame Avenue A-3289 A-1597 A-3569 skemtilega um marga hluti.” “Hann er svo undarlegur í kvöld,” sagði lafði Wolfer og beit á vörina. Hún gat ekki gagnvart hinni saklausu Nelly bent á, að hann hefði drukkið of miikið vín þetta kvöld. “Hann höfir líka sagt svo marg heimskulegt við mig. Tókuð þér eftir blóminu í bnappagatinu hans?” “Nei,” svaraði Nelly undrandi — “hvers vegna?” Lafði Wolfer hló uppgerðar hlátri. “Ó, ekki vegna neins sérstaks. En heyrið þér, Neíly — viljið þér reyna að ná blóminu frá honum, það er viðvíkjandi veðjun?” “Eg — ná þvi frá honum?” sagði Nelly og opnaði augun til fulls. Lafði Wolfer roðnaði dálítið. “Ó, það er að eins spaug,” svaraði hún- “En mér þætti vænt um að þér næðuð því. Biðjið þér hann um það, hann getur ekki neitað að gefa yður það. Ó, eg get ekki skýrt þetta nánar fyrir yður — máske seinna — en reynið nú að ná því frá honum.” Hún dró sig í lilé, þegar Sir Archie kom í sama bili inn um dyrnar. Hann gekk beint til Nelly. “Eg held eg verði að fara,” sagði hann. “Sumir af gestunum em þegar famir.” Iíann gekk til laifði Wolfer, til þess að segja “góða nótt”, en með þeim svip, sem sér- hver kvennmaður getur bmgðið á sig við ýms tælkifæri, snéri lafði Wolfer sér burt, eins og bún hefði ekki séð hann, og tók þátt í samtali lafði Angleford og hertogainnunnar. “Mig langar til að kveðja yðnr, lafði Wod- fer,” sagði hann. Eitt angnablik leit hún í augu hans. “Verið þér sæll,” sagði hún með venju- háðum róm. Haun laut niður að hendi hennar og leit eitt augnarblik með eftirtekt og spyrj- andi á hiana; sivo gekk hann aftmr til Nelly. “Ó, það er satt!” sagði hann og snéri sér að hálfu leyti við, einis og hann ætlaði að ganga aftur til lafðinnar, sem hann ihaifði yfirgefið, en svo hugsaði hann sig um og sagði: “ Viljið þér gera svo vel og færa lafði Wolfer skilahoð frá mér?” “Velkomið,” sagði Ndlly utan við sig, því hún var að hrngsa um hvernig hún ætti að biðja um blómið, sem hún horfði á óafvitandi. “Þöbk fyrir! Þér eruð altaf svo alúð- legar. Viljið þér gjöra svo vel að segja henni, að bókin, sem hún vildi fá, liggi á postulíns blómakerinu í klefanum afvikna? Hún vildi helzt fá hana í kvöld-” Nelly kinkaði. “Eg skal ekki gleyma því,” sagði hún. Ætlið þér að fara með vesalings blómið út í kuldann, Sir Artíhie?” Hann roðnaði, þegar hún spurði hann um þetta, en bann átti of annríkt með bugsanir sínar til þess, að taika eftir feimni bennar. “Blómið?” endnrtók hann bugsunarlítið. “Það er nú þegar orðið visið — það er ekki þess vert að bjóða yður það, ungfrú Lorton — en ef þér viljið þiggja það —” Hann bjóst við neitun hennar, en hún svar- aði hommn brosiandi: “Já, þökk fyrir, mér þýkir vænt um að fá þah.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.