Lögberg - 03.02.1921, Blaðsíða 3
9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
3. FEBRÚAR 1921
»
BI*.3
Nelly
frá Shorne Mills.
Eftir Charles Garvice.
Drake leit í krinum sig eftir hertoginn-
unni.
“Eg verð að fara með hertoginnuna að
íkveldverðarhorðinu, ’ ’ sagði haim afsakandi.
“Eg skal finna fylgdarmann handa 'þér —
eða viltu máske bíða þangað til eg kem aftur og
sæki þig.”
“Áuðvitað vil eg bíða,” svaraði hún með
blíðri áherslu á orðið “auðvitað.”
Gestirnir gengu á eftir Drake og hertoga-
innunni inn í borðsalinn og töluðu um hinn að-
dáanlega fiðlusöng, en lafði Luce settist í
gluggaskotið og beið. Sumir af mönnunum
komu til hennar, og mæltust til að mega fylgja
henni að borðinu, en hún hafði altaf einhverja
afeökun til að verða ekki við beiðni þeirra, og
loksins kom Drake aftur.
Hún stóð upp og horði forvitnislega á
liann, ekki í fyrsta skifti þetta 'kvöld, svo tók
hún handlegg hans. Hinn káti Drake var nú
orðinn svio alvarlegur maður, með þenna óþýða
svip. Hún hafði altaf verið dálítið hrædd við
hann — sú hræðsla, sem falskt og reikandi eðli
altafífinnu til í nærveru sannleikselskra og
kjarkgóðra manneskja, og í kvöld var þessi
kveljandi hræðsla meiri en nokkni sinni áður.
Hann fann pláss handa henni við lítið borð,
og þjónn gekk um beina fyrir þau; en þótt hún
létist vera glöð og kát, og stappaði með litla
silkiklædda skónum á gólfið í hljóðfalli við söng
hljóðfæranna, var hún þó of óróleg og æst, til
þess að geta neytt sælgætisins sem henni var
boðið.
“Eg hefi svo mikið að segja 'þér Drake,”
sagði hún lágt, þegar þau höfðu talað fáeinar
kæruleysisglear setningar um dansinn og gest-
ina. “Mér finnast vera liðin mörg ár, síðan
eg sá þig síðast. Hvers vegna varst þú svo
lengi fjarverandi Drake? Og hvers vegna
sendir þú mér aldrei neitt bréf?”
Hann leit til hennar alvarlegu augunum
sínum, en hún leit niður sínum augum.
“Eg skrifaði engum — eg hefi aldrei verið
lipur til að skrifa bréf,” sagði hann.
“En tilmín liefðir þú getað skrifað, Drake,’
hvíslaði hún og lét neðri vörina síga ólundar-
lega. “Eg þráði svo mikið að vita hvernig
þér liði. Hefði eg að eins fengið eina línu frá
þér, þá hefði eg getað skrifað þér — skýrt fyrir
þér —”
Hann brosti ebki. Hann var að eðlisfari
of göfugur til að minna kvennmann á fals henn-
ar, en ]>að var eitthvað í augum hans, sem kom
henni til að þegja og líta niður.
“Eg fór burtu af því, að eg var þreyttur
og leiður af Englandi,” sagði hann, “ og eg kom
aftur nú, jæja, af því eg var neyddur til þess.”
“En nú fer þú líklega ekki aftur í burtu?”
saði hun með blekkjandi vonbrigðum í rödd og
ú svip. “Mér finst jafnvel eins og þetta sé mér
að kenna — eins og — ó, Drake, hefir þú ekki
fyrirgefið mér enn þá?”
Augu hennar fyltust tárum, sem voru jafn-
blekkjandi og vonbrigðin hennar — hún spilaði
um verðmikla upphæð, og Drake fann til með-
aumkunar, sem ékki var laus við fyrirlitningu.
Það þarf ekki að tala um fvrirgofningu
milli okkar, Luee,” sagði hann alvarlegur, Hún
greip eftir þessum orðum eins og druk'nandi
rnaður grípur eftir strái, og hún ' rétti honum
hendi sína og leit á hann bænaraugum. *
En áður en hann fékk tíma til að taka hendi
hennar, hafi hann annars ætlað að gera það.
kom lafði Angleford til þeirra.
“Drake, ]>eir vilja að þú bvrjir félagsdans-
inn,” sagði hún.
Hann stóð upp og nam staðar við hliðina á
Luce.
“Undir eins og lafði Luce er búin að neyta
matar, greifainna. Þú mátt ekki flýta þér,
Luoe. ’ ’
En lafði Luce spratt á fætur.
“Eg er búin fyrir löngu síðan; eg var ekki
svöng. ’ ’
“Komdu þá,” sagði hann og bauð henni
handlegg sinn. “Viltu dansa hann við mig?”
Hjarta hennar sló hratt af ánægju.
“Já, það er ékki í fyrsta skifti, Drake!”
°g Þegar hún kom inn í danssalinn með honum,
' ar hugur hennar þrunginn af vonuih, og bláu
f.ugun hennar geisluðu af sigurhróss ánægju,
'Sem cngum gat dulist.
Og sízt af öllum vesalings Nelly, sem enn
þá stoð í dimma liorninu liápallsins.
29. Kapituli.
Frú Ilawksley hafði beðið hana að koma
efan og neyta matar með bróður hennar og
alconer; en Nelly, sem hafði enga matarlyst,
]að hana að afsaka sig. Og þegar allir voru
turn i i- og hún var ein á hápllinum, hvíldi hún
hofuð sitt við múrsteinsvegginn og lokaði aug-
þDum, því hún var svo magnþota eftir geðshrær-
^ngarnar, sem hún hafði oðið fyrir. Hún þráði
fara hurt, að geta yfirgefið þenma stað, þar
sem hun gat átt á hættu að mæta Drake, en hún
gat ekki yfirgefið húsið alein, og það mundi
' ekja eftirtekt, ef hún yfirgæfi hápallinn, það
sem eftir var kvöldsins.
i P-xVar íað 1 rauninni mög-ulegt, að Drake
iietöi venð svona nálægt henni, og svo blóðroðn-
aði hun af sneypu yfir því, að hún gladdist svo
mikillega yfir nærveru bans og af von, sem var
alveg ómöguleg.
Hvað var hann nú fyrir liana? Ekkert, alls
'okkert! Nú hafði hún fengið hann í hendur
þessari fögru stúlku, sem hann liafði elskað áð-
ur en hann sá hana, og það var synd og ókven-
legt af henni, að gleðjast yfir nærveru hans.
Falconer kom upp til hennar með glas með
víni í og fáeinar kekskökur.
“Eg var hræddur um að þér hefðuð höf-
uðverk — öll þessi ljós og hljóðfæraslátturinn—
og svo er líka afar heitt hérna. Viljið þér ekki
drekka ögn af víni, ungfrú Lorton?”
Rödd hans var lág og blíð, þó hann reyndi
að tala með rólegum og vingjarnlegum lireim.
“Jú, þökk fyrir,” sagði Nelly. “Það er
fallega gert af yður að lvugsa um mig. Og hve
yndislega þér lékuð á fiðluna. Eg get ekki lýst
því, hve mjög lán yðar gladdi mig. Eg var eins
hreykin og eg hefði sjálf framleitt hljóðfawa-
sönginn, og eg varð enn þá hreyknari, þegar eg
sá hve rólega þér tókuð hrósinu. Já, þér hafið
eflaust fundið, að það var þetta hrós, sem þér
áttuð skilið. Listamenn taka líklegast alt af
hrósi almennings með ró.”
Hann blóðroðnaði og augun gljáðu.
“Það er ein tegund samsinnis, s>em að
minsta kosti eg, sein ekki er neinn listamaður,
get ekki tekið með ró,” svaraði hann. “Þessi
samsinnandi orð yðar veita mér meiri ánægju,
en hin háværustu samsinnisliróp almennings.
Já, hrós yðar hefir gert mig gæfuríkan—”
Ef Nelly hefði horft í augu hans, sem horfðu
á hana, þá hefði hún hlotið að geta lesið leynd-
armál hans í þeim. En nú byrjuðu liljóðfærin
að sypgja, og á þessu augnabliki leiddi Drake
lafði Luce að hennar plássi í félagsdansinum.
Augu Nelly’s störðu eins og þau væri töfruð á
þetta ’fallega andlit með ’bláu augnn, sem geisl-
uðu með óiýsanlegum sigurhróss glampa, og
hún gleymdi ékki eingöngu návist Falconers, en
einnig allri tilveru hans.
Þegar hann sá, að hún veitti honum ekkert
athygli lengur, hvarf liturinn úr kinnum lians
og gljáinn úr augunum, og andvarpandi yfirgaf
hann hana og gekk til síns pláss hjá hljóðfær-
unum.
Hver félagsdansinn á fætur öðrum átti sér
stað, og áhorfcndurnir á hápallinum voru ekki
i efa um, að lafði Luoe var sú fegursta af öllum
á samkomunni. Samanblönduð von og ótti, sem
í lienni bjuggu og hin fullnægjandi hégómagimd
yfir því, að vera dansmeyja greifans af Augle-
ford, gáfu andliti hennar þann svip, hlýju og
fjör, sem nægði til þess að gera það fallegt.
Varir hennar vora aðskildar með brosi, og
bláu augun, sem annars vora vanalega köld,
geisluðu með lilýjum gljáa.
Neliy gat ekki litið af henni, en sat eins og
fngl, sem er töfaður af höggonni. Hún sá
ekkert annað en þau tvö — manninn, sem hún
elskaði, og stúlkuna, sem hún hafði afhent hann.
Tíminn leið, án þess liún tæki eftir því, og
rödd Falconers ómaði eins og hún kæmi lir fjar-
lægð, þegar hann litlu síðar kom til hennar og
sagði:
“Dick sendi mig hingað til að segja yður,
að nú gætum við farið; það er ekkert á hættu
með ljósin og dansinn hættir bráðum. Þetta er
síðasti dansinn, sem verður dansaður hér
núna.”
Nelly stóð á fætur þunglamalega,
“Já, við skulum fara,” sagði hún.
“Þér eruð þreyttar, mjög þreyttar,” sagði
hann. “Viljið þér ekki taka handlegg minn?”
Hann fann að hendi hennar skalf, þegar
hún lagði hana á handlegg hans, og hann leit
kvíðandi niður á hana.
“Eg vildi að eg hefði farið með yður héðan
fyrir löngu,” sagði hann í iðrunarrómi. “Eg
hefi talað til yðar, en þér hafið að líkindum
ekki heyrt það. Það er mér að kenna; eg hefði
átt að fylgj yður heim.”
“Nei, nei,” svaraði Nelly. “*Það gengur
ekkert að mér; eg er dálítið þreytt — er fram-
orðið?”
“Já,” svaraði hann. “Flestir gestanna
ætla nú að fara. Þetta hefir verið mjög skemti-
leg samkoma. Eigum við að fara þessa leið?”
Þau höfðu gengið ofan stigann í litla gang-
inn, en þar nam Falconer staðar. Þessi gang-
ur lá til hinis stóra, sem gestirnir gengu eftir.
Nelly sá þá allra snöggvast og dró sig í hlé.
“Ekki þangað,” ságði hún. “Það hljóta
að vera dyr—”
“Ó, já, hérna er það,” sagði Falconer og
leiddi hana að stóru opi, sem var hulið með
blæjum. Þau voru komin inn í lítinn vetrar-
garð og Falconer stóð aftur kj*r allmikið ef-
andi. •
“Þetta er mjög heimskulegt — tautaði
hann afsakandi.
“Hér hljóta að vera dyr út að hjallanum,”
sagði Nelly skjálfrödduð, “og þegar við erum
komin út—”
“Svona nú erum við úti í ferska loftinu!”
Nelly andvarpaði all-þungt, og strauk hár-
ið sitt frá enninu.
“Við verðum að ganga niður þessar tröpp-
ur og svo til hægri. Eg man—”
Þau gengu yfir hjallann, í sama bili og
tvær eða þrjár persónur komu út úr glerdyrum
bak við þau. Þær töluðu saman og Nelly heyrði
rödd, sem kom henAi til að hrökkva við og taka
fastara um handlegg Falconers; því það var
Drake, sem talað hafði.
“Þeir fá ágæta ferð lieim,” sagði hann.
“Tunglið er ekki stórt, en það gefur góða birtu.’
Nelly stóð kyr og starði efandi á ljósrák-
ina, sem féll á leið þá, er þau urðu að ganga.
“Við skulum flýta okkur,” sagði Falconer
lág.
“Nei, það verður tekið eftir okkur,” svar-
aði hún í lágum bænarrómi.
En Falconer áleit bezt að halda áfram, og
gerði það líka.
Um leið og þau héldu áfrm, sá Drake þau,
en ógreinilega.
“Góða nótt aftur,” hrópaði hann með radd
hreim gestgjafa, sem kveðja gesti sína í síð-
asta sinn.
Falconer lyfti hattinum sínum.
“Góða nótt lávarður,” sagði hann. Á sama
augnabliki gengu þau fram í ljósbirtuna. Drake
ætlaði að snúa sér við, en þegar hann þekti rödd
og persónu Falconers, hætti hann við það og
gekk eitt skref í áttina til þeirra. En svo stóð
liann kyr og starði á eftir þeim eins og maður,
sem sér óvænta sýn.
“Hver — hver er þetta?” spurði hann á-
kafur og í æstri geðshræringu.
Lafði Luce stóð rétt bak við hann.
“Þetta er maðurinn, sem lék á fiðluna,”
sagði hún. “Þekkið þér hann ekki? En hvað
hann er skáldlegur að útliti! Eins og bráð-
gáfaður listamaður!”
Drake studdi hendinni á ennið og starði á
eftir þessum persónum, sem hurfu í myrkrið.
“Guð minn góður — en hve líkt!” tautaði
hann á meðan hann gekk fáein skref áfram óaf-
vitandi.
En rödd lafði Luce vakti hann af þessu
rænuleysi, sem ásótti hann, svo hann sneri aft-
ur til hennar.
“Eg hlýt að vera brjálaður eða mig er að
dreyma!” tautaði hann. “Það er ómögulegt!
Og þó — svo afarlíkt—”
“Hvað er þetta, Drake?” spurði lafði Luce
og studdi hendi sinni á handlegg hans, um leið
og hún leit kvíðandi á ihann. “Þú ert náfölur,
’þú lítur út —” hún hló — eins og þii hafir séð
vofu.”
Hann hló beiskjulega. Hún liafði getið
rétt. Unga stúlkan, sem gekk við Mið Falcon-
ers, sýndist honum vera Nelly frá Shorne
Mills.
Nelly dró Falconer áfram með hraða, en
hún neyddis til að standa kyr, til þess að anda
að sér og frá. Hjarta hennar sló afar hratt,
svo 'henni fanst að hún ætlaði að kafna.
“Við skulum bíða eina mínútu,” sagði Fal-
coner hr>rggur. “Þér eruð afar þreyttar. Við
skulum bíða hér.” ^
En Nelly var nú búin að anda að sér.
“Nei, nei,” sagði hún næstum því byrst.
“Við skuilum halda áfram. Eg ráta.”
“Dick bíður okkar við dyrnar á austari
hússarminum,” sagði hann. “Ratið þér
þangað—”
“Það vona eg,” sagði Nelly fljótlega. “Þá
verðum við að ganga til vinstri. En—en, eg vil
síður mæta nokkrum—”
Hann furðaði sig á geðshræringu hennar
og ósk hennar um, að yfirgefa plássið án þess
nokkur sæi hana. Nelly var annars vön að vera
svo róleg, laus við allan kvíða, feimni og
skvaldur.
Hún dró hann með sér inn á hliðarstiginn í
skugga austur armsins, þar sem að eins sást
Ijós í gluggunum, og meðan þau biðu þar, náði
hún aftur ró sinni og ráðdeild til fulls.
“Þarna er Dick,” sagði Falconer. “Hann
bíður okkar þarna við gluggann.”
Nelly leit þangað sem hann benti.
“Er þetta Dick?’-’ spurði hún og leit á
manninn, sem stóð við gluggann. Það er svo
dimt, að eg get ekki séð glögt. En eg held, að
það sé ekki Dick. Ilvers vegna ætti hann að
standa þaraa og horfa inn um glugerann?”
“Hann getur verið að tala við einhvern
inni,” sagði Falconer. Bg skal kalla til hans,
Dick!”
Við kallið sneri maðurinn sér við; svo laut
hann höfðinu niður og gekk frá glugganum inn
í myrkrið milli tveggja runna.
“Þetta er undarlegt,” sagði Falconer
hissa. Hvers vegna hrökk Dick við af því að
heyra sitt eigið nafn og fól sig í myrkrinu?”
Falconer læit á vörina. Það var hugsan-
legt að Dick, sem var ungur og leit vel út, væri
að sækjast eftir einhverri af stúlkunum í hús-
inu, og ef svo væri, þá væri flótti hans eðlilesrur.
“Því hljóp hann burt? Hvar er hann?
spurði Nelly. “Yður hefir skjátlast; þetta var
ckki Dick.”
“Að likindum” viðurkendi Falconer. —
“Það er svo dimt — já, mér hefir skjátlað, því
þarna stendur hann við dyrnar,” greip hann
fram í fyrir sjálfum sér; um leið og þau gengu
fyrir liornið, sáu þau Dick, sem var að kveikja
í píþunni sinni.
“Halló! Nú þarna eruð þið þá loksins,”
sagði hann glaðlega. “Gátuð þið ekki losað
ykkur frá hátíðagfamrinu ? Ef þið hefðuð
verið í vélaskálanum í kveld, þá hefðuð þið verið
])ér hafið eflaust ’hlotið flestu lárberin í kvöld,
“Vesalings Dick,” sagði Nelly.
“Ó, mér hefir alls ekki liðið illa,” sagði
Dick. “Þeir færðu mér yfirburða góðan
kvöldmat og sérstaka matartegund með heilla-
óskum húsbóndans. Eg veit ekki hvar hús-
bóndinn lendir, þegar liann yfirgefur þenna
heim, en hvar sem hann sezt að, er eg viss um að
hann biður fvrir mér. Nii Nelly, hefir þú
skemt þér vel?”
Nelly þvingaði sig til að brosa.
“Já, ágætlega,” sagði hún. “Þetta var
mjög skemtileg og heppin samkoma.”
“Já, þeir sögðu það,” ,sagði Dick. “Og
þér hafið eflaust þlotið flestu lárberin í kvöld,
garali vinur. Mér hefir verið sagt að þér haf-
ið verið mjög lánsamur. Að minsta kost.i kom
frú Hawksiley og allir aðrir þjótandi fullir að-
dáunar yfir yður. Eg óska vður af alhuga til
liamingju, Falconer. Eg vii ekki segja, að eg
fyrir löngu síðan hefi spáð yður miklum heiðri,
])VÍ það er svo auðvelt að segja það núna, en eg
hefi altaf haldið, að almenningur mundi veita
yður hyili sína, þegar hann fengi tækifæri til
þess — og nú hefir það skeð.”
íp* .. v timbur, fialviður af öllum
Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettm og al.-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
------------------- Lfmit.d------------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
“ Já, eg held þeir hafi verið ánægðir,” sagði
Faleoner rólegur.
“Hans hátign og allir aðrir af þes^u tigna
samkomufólki, ættu að vera yður mjög þakk-
látir,” sagði Dick. “Þér hafið bætt skemtan-
ina stórkostlega. ”
“Ilans hátign var yfirburða vingjarnleg-
ur,” sagði Falconer. “Og þakklætið sem hann
færði mér, gladdi mig innilega. Mig furðar
ekki þó hann sé virtur og elskaður af öðrum.
Eg hefi aldrei heyrt, að þess æðri sem staðan
og mentunin er, því meira og blátt áfram sé
hegðun manna og framkoma. Lávarður Ang-
leford er dæmi þessa. Þekking mín á aðals-
fólki er takmörkuð, en —”
“Sömuleiðis min,” sagði Dick. “Þótt
þessi unga stúlka, sem hangir við handleg'i
yðar, hafi gengið aftur og fram um marmara-
hallir og verið góð vinstúlka lávarða og greifa
í æðstu tignarstöðum. En mér þykir vænt
um að heyra, að lávarðurinn hérna er vingjarn-
legur.”
Falconer brosti.
“ Vingjarnlegur er í rauninni ekki rétta
orðið — -það kemur manni til að hugsa um lít-
illæti. Lávarður Angleford er lítillátur. Hann
talaði við mig, eins og hann hefði þekt mig ár-
um saman — og eins og eg sagði, þakklæti hans
er mér full ]>okkabót fyrir mitt starf.”
“Nú, mér þykir vænt um að hann hefir haft
svo góð álirif á yður,” sagði Dick. “Eg hefi
cnn ekki notið þeirrar ánægju að kynnast hon-
um, en eg fæ líklega að sjá hann, áður en við
lörum. En þér látið yður ekki nægja lárber-
in, sem þér hafið hlotið hér, Falconer! Mér hef-
ir verið sagt, að þér ætlið að leika í Cleavemere
Court. Ef þér verðið jafn heppinn þar og
hér, þá er lán yðar fuBkomnað — og eg veit að
eg get rétt til. Hertoginnan hefir ótakmörkuð
áhrif, og um vður verður talað í blöðunum og í
þeim hafinn til skýjanna, svo þér verðið ráðinn
til margra annara höfðingja, og áður en okkur
dettur slfkt í hug, fáum við að lesa: “Herra
Faleoners framkoma við hirðina” á fyrstu
blaðsíðu í “Times”. Og það hafið þér sann-
arlega verðskuldað, góði vinur, því ihafi nokk-
nr nokkru sinni verðskuldað að vera hepinn, þá
eruð það þér.”
“ Já, já, það er satt,” sagði Nelly.
“Nú, og fékst þú að sjá lávarðinn, þenna
tillbeðna lávarð, stúlka mín?”
“ Já, ” svaraði hún og fór að skjálfa. ‘ ‘ Alt
þetta samtal hafði verið kveljandi fyrir hana.
Ö, hveraig gat hún losnað héðan — frá þessum
stað, sem Drake átti? “Já, eg sá hann.
— Heyrðu, seg þú mér, Dick, sást þú ekki mann,
sem var líkur þér að vexti, ganga fram lijá þér
rétt áður en við komum?”
“Nei,” svaraði Dick.
“Ertu viss um það? Hann hefir hlotið
r.ð ganga fram hjá þér.”
“Mað.ur sem líktist mér segir þú? Nei,
hann hefi eg ekki séð. Eg hefi of skarpa sjón
til þess, að eg tæki ekki eftir eftir jafnfallegum
manni ef hann gengi fram hjá mér.”
“Það hlýtur að hafa verið einn af gestun-
um eða þjónunum,” sagði Falconer.
“Ó, hamingjan góða —- lít eg út eins og
þjónn í ei nkennisbúningi eða hestasveinn?
Hver er það, sem þið haldið ykkur hafa séð?”
“Það stóð maður og horfði inn um glugg-
ann í austurarmi hallarinnar,” sagði Nellj'.
‘ Við héldum að það værir þú, en þegar hr. Falc-
oner hrópaði nafn þitt, þá snéri hann sér við,
hljóp inn á milli runnanna í ofboði og hvarf.”
“Það hefir auðvitað verið kærasti ein-
hverrar þjónustustúlkunnar,” sagði Dick kæru-
leysislega. ‘ ‘ Og þið hafið eflaust truflað mjög
\ iðfeldinn samfund. En eigum við nú ekki —
tn, hvað er nú?”
Þ\d Nelly stóð kyr og greip í handlegg
■hans.
“ Þarna!” livíslaði hún. “Þarna er hann
aftur — þetta er maðurinn.”
Þau vora komin í nánd við dvravarðarhús-
i)i, og Nelly leit í áttina til stóru hliðanna.
“Hvar?” spurði Dick. “Eg sé engan.
Nell, þú hefir eflaust drakkið of mikið af kampa-
víni. Gættu þín, annars sér þú nöðrar og högg-
orma hringinn í kring um þig! Hvar er
hann?” \
Nelly hló sk.jálfrödduð.
“Hann er farinn. Hann gekk út um
hliðið.”
“Já, auðvitað, því ætti hann ekki að gera
])að?” sagði Dick geispandi. “Ó, Falconer,
þegar eg hugsa um hið kalda ölglas, sem eg
verð bráðum að svala þorsta mínum með--------
en hvað gengur að þér, Nell ? Þú hefir aldrei
verið mjög viðkvæm!”
30. Kapítuli.
Maðurinn sem Falconer hafði álitið að væri
Dick, gekk út um hliðið, snéri til hægri og gekk
l.mgs með girðingunni, þangað til hann mætti
eineykisvagni, sem ók hægt eftir brautinni.