Lögberg - 17.02.1921, Qupperneq 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
17. FEBRÚAR 1921
JAMES RUSSELL LOWELL
Ilann var upprunmnn í Nýja Englands ríkj-
unum, fæddur í Cambridge, Massachusetts, 22.
febrúar 1819.
Faðir hans, C’harles Lowell, var lengst af
prestur við West CongregationaL kirkjuna í Bos-
ton. Hann var mentamaður mikill, útskrifaður
frá Harvard skólanum og svo hélt hann námi eínu
áfram í Edinburg á Skotlandi í tvö ár.
Foreddrar James Russell Ijowell voru vel efn-
mn öúin! og gátu því veitt liönum og systkinum
hans gott uppeldi.
Faðir James átti ágætt bókasafn, sem ekki
hafði að eins að geyma trúfræði bækur, heldur
bækur um allslags efni og eftir ótal liöfunda og í
því fékk James að blaða eftir vild, og hefir lestur
hans á unga aldri átt mikinn þátt í mentaþrá hans
og lærdómi síðar.
Þegar James vaf sextán ára, hóf hann nám
við llarvard skólann og tók burtfararpróf úr þeim
skóla 1838, án þess að sýna nokkra fram úr skar-
and; námshæfiJeika. En þó var eitt einkennilegt
í, sambandi við James Russell Lowell, og það var,
að allir skólabræður lians voru futlvjssir um, að
tiann ætti yfir óvanalega miklum hæfileikum að
ráða, og að hann mundi geta sér mikinn og góðan
orðstír; og hefir það álit stafað fyrst og fremst
frá góðum gáfum og drenglyndi mannsins sjálfs,
og svo undinstöðunni, sem 'hann hafði fengið hjá
föður sínum og ihans eigin bóklestri.
Að loknu háskódanámi fór James að lesa lög
og gekk það vet, en aldrei stundaði hann samt lög-
fræðisstörf til neinna muna, feldi sig aldrei við
þá stöðu né heldur neina aðra, sem liann reyndi,
að undanteknum ritstörfunum.
Þó stundaði hann málafærslumanns störf um
tíma, eftir að hann lauk því námi, og kyntist þá
stúlku einni, sein Marie White hét. Hún var
kaupmánnsdóttir, fögur, mentuð og bráð gáfuð.
Þessari stúlku giftist James Russell Lowell
1844, og er hún ekki að eins förunautur hans og
felagi upp frá því til æfiloka, heldur sólin á heim-
ili hans og í lífi hans. Ilún var skáld sjálf og
hafði þá ort Ijóð, sem á sig höfðu fengið orð fyrir
fegurð í hugsun og formi. En í staðinn fyrir að
halda ljóðagjörðinni áfram, leggur hún þann styrk
sem hún átti yfir að ráða til hjálpar manni sín-
um, enda segja fróðir menn, að áhrif hennar megi
víða sjá í ljóðum James Russell Lowells, og eink-
um þó í kvæðinu “The Vision of Sir Lounfal”,
sem er eitt af fegurstu kvæðuní hans.
Fyrsta Ijóðakver James Rutssell LoweBs kom
út 1940, eða þegar hann var 21 árs að aldri. Svo
fara ijóð hans að koma hvert af öðru. Þegar
stríðið við Mexico hófst, árið 1846, birtist kvæði
eitt biturt, sem maður einn mjög óheflaður, Hosea
Riglaw að nafni, átti að hafa samið, en sem prest-
ur einn, Homer Wilbúr, átti að hafa búið til prent-
unar. Kvæði þetta var hin naprasta árás á þá,
eem mæltu fram með þrælalhaldinu og á Banda-
ríkjastjórnina út af því að vera að ráðast á frið-
elskandi nágranna sína. Út af þessu urðu til hin-
ir nafnfrægu “Biglow Papers” James Russell
LoweM. f óbundnu máli ritaði James Russell
Lowell mikið. Um týna var hann ritstjóri að
tímariti, sem hét “The Pioneer”, en það sálaðist
í höndunum á honum, þrátt fyrir það þótt hann
hefði menn til að rita í það eirns og *Hawthome,
Poe og Whittier. Einnig var hann um eitt skeið
ritstjóri að “Átlantic Monthly”, og að “North
Amorican Review” með Oharles E. Norton. Auk
þess reit hann “My Study Window” og “Amongst
my books”, ágætar bækur, sem hafa inni að halda
ritgerðir um ýms bókmentaleg efni og bókmenta-
menn, svo sem Chaucer, Dante, Shakespeare og
Dryden, sem eru taldar meistaraverk
Árið 1853 misti Lowell konu sína, og fékk það
mjög á hann.—Arið 1855 gjörðist hann kennari
í frönsku og þýzku við Harvard háskólann í stað
skáldsins Longfellow, og hélt þeirri stöðu í tutt-
ugu ár.
Árið 1857 giftist James Russelll Lowell í ann-
að sinn konu som Frances Dunlop hét, og voru
samfarir iþeirra góðar.
Árið 1877 var liann gjörður að sendiherra á
Spáni. Þar var hann í þrjú ár; fór þaðan til
Lundúna og gegndi sama embætti þar unz hann
hélt heim til æskustöðvanna aftur 1885, og þar
misti hann seinni konu sína síðasta veturinn, sem
hann var þar. Eftir að Janies Russell Lowell
feom afíur heim til Ameríku, settist hann að í
Cambridge og hélt áfram ritstörfum sínum unz
hann lézt þar 12. ágúst 1891.
Öll verk James Russell Lowell voru gefin út á
árunum 1890—1891 í tíu bindum.
Af verkum hans hefir lítið verið snúið á ís-
lenzku. Þó birtum vér eitt kvæði í þýðingu eftir
Matthías Jochumsson. *
KRISTSMYNDIN
Sbr. “The Parable” eftir J. R. L.
Vor Drottinn hann maflti við sjálfan sig:
“Eg sjá vil, hve mennirnir trúa á mig.”
Og heims þessa gæðingum gaf hann þá von,
að gi'sta þá ætlaði'Skaparans son.
Við hirð sína’ og prestana konungur kvað:
“Sjá, Kristur, vor lávarður, ríður í hlað.
Því stráum nú bekkina’ og kyrjum í kór:
Nú kemur sá Drottinn, sem aleinn er stór!”
Af bljóðfærum dunuðu dómkirkjugöng
og dýrustu kórar með lofgjörðarsöng.
En hátt yfir öllturiym, kirkjum og kór
stóð kærleikans ímynd, svo guðleg og stór.
Svo leiða menn Guðsson í hásala-hólf.
En hví er liann dapur og starir á gólf!
Hann lilu'star—hann hlustar, við hornstafinn
kvein
hann lieyrir að neðan og grátekka kvein.
I dómsöilum, kirkjum og konungsins höll
sér Kristur, að hyrningin brostin er öll,
því smskeytin gliðna því meir að þeim mun,
sem magnaðist neðra hvert angistarstun.
“Hvort reisið þér hofin og hásætin enn,
og hafið í grunnsteina lifandi menn!
Má standa sú bygging, sem volduga ver,
en vesala lifandi kremur og mer!”
Með silfruðum portum og gullyirkjagjörð
og girðingum stíið þér föður míns hjörð.
Eg hef heyrt þetta sog—þessi hrynjandi tár,
tii himinsins S'amfleytt nær tvö þúsund ár.”
“Ó, Drottinn, þótt breyskleikans brot hafi’ oss
hent, •
vér byggjum, sem oss hafa feðurnir kent,
þínar lífmyndir, Drottinn, og líkneskin fríð
í loftinu gnæfa’ yfir rúm, yfir tíð.
En stríðið er ihart, því með stáli og brand
vér stöndum og verjum þitt dýrkeypta land,
og með krókstaf vér stíum og stálnetja gjörð,
svo sleppi ’ ekki lamb, þinni blessuðu hjörð.
Þá kaMaði Drottinn á daglaunamann,
sem dapur og máttvana kemur í rann,
og með h'onum falíin og föðurlaus snót,
í flekkuðum tötrum á sama kom mót.
Og Kristur þa . <■ :-tur í mæringa mið,
— en mildingar draga sinn klæðnað á snið—,
og tók svo til máls: “ Lítið líkneskin hér,
Ukneskin þau, sem þér gerðuð af mér.”
-------o------
SAMSÖNGURINN
• Gamansaga um dýrin.
“Það var nákvæmlega eins og eg segi,” mælti
Brúnn vagnhestur. “ Gluggátjdldin voru ekki al-
veg fyrir, svo eg gat séð inn og iheyrt alt, sem fram
fór. Sumir stóðu, sumir sátu, ung fólk og gamalt,
hvað hjá öðru.”
“Og sungu allir?” spurði hundurinn.
“Vertu ekki að taka fram í fyrir mér,” sagði
hesturinn; “bíddu heldur þangað til að því kem-
ur. Ungu stúlkurnar voru með bera handleggina
upp á axlir, ogihöfðu hvíta hauzka.”
“Voru karlmennirnir líka með bera hand-
lðggi?” skaut kýrin inn í.
“Nei nei. — Fyrst sátu allir þegjandi, en svo
stóðu tvær konur upp, önnur ifeit og hin mögur, og
gengu til ungu mannanna og komu við þá; svo
komu tveir þeirra fram úr hópnum og leiddu þær
, að stórum kassa — Ihann hefir líklega verið álíka
stór og iheybaggi. —» Feita konan studdi fingrun-
um á kassann, og þá kom úr honum margskonar
hljóð. Svo fór magra konan að syngja. Fyrst
söng hún eins hátt og hún gat, og svo eins lágt og
hún komst. Ó, það var svo yndislegt! ’ ’
“Var þetta alt og sumt?” spuroi kindin.
“Nei, nei. Þegar hún var orðin þreytt, and-
vörpuðu allir og sögðu: “Þökk.” Svo komu
mennirnir aftur og leiddu konurnar burt, og þá
varð eg að fara.”
“'Sungu allir, sem þarna voru?” spurði geit-
in. Hún hafði ekki komist fyr að með sínar at-
hugasemdir.
“Nei, alls ekki,” sagði hesturinn.
Nú kom kisa, lóttfætt og flljót í hreyfingum, sett-
ist þar og sagði í sínum mjúka málrómi: “Mér
er spurn: hví sikyldum við ekki geta haldið sam-
söng, líka eitthvert kvöldið? Við höfum nóga söng-
krafta til þess, ef enginn skerst úr.leik.”
“Ágæt hugmynd,” sagði hundurinn. “0g
gjaman skal eg leggja minn skerf til þeirrar
skemtunarí Allir þekkja sönginn minn og vitá að
hann er hár og snjallur, þó að Brúnn gamli vilji nú
,©f til vill ekki viðurkenna það, af því eg hefi oft
orðið að nota sönginn til að reka hann úr túninu.
“Eg vil gera þá athugasemd við ræður þeirra
kisu og livutta,” sagði-hesturinn, “að þetta er
ekki nefnt samsongur, heldur er það kallað að
syngja “sóló”. Og ekki get eg neitað því, að illa
er mér við seppasöng, og, margan sprett hefi eg
orðið að hlaupa undan honum.”
“ Var ekkert ótið þarna?” spurði svínið og
iðaði í skinninu af matarílöngun. “Eglhefi æfin-
>lega heyrt, að það væri etið, í svona samkomum.”
■“Nei, fólkið bara sat, og stóð svo upp til að
syngja, þegar að því kom.”
Vonbrigðin skinu út úr svíninu, því það hafði
búist við góðum kvöldmat við þetta tækifæri; en
svo datt því nýtt í hug: “Voru engin verðlaun
gefin þarna? Eg álít sjálfsagt að veita þeim verð-
laun, sem bezt syngur.”
“Eg varð ekki var við nein verðlaun,” sagði
hesturinn í styttingi.
“ Jæja, við verðum nú isamt að hafa verðlaun,
annars er ekkert í þetta* varið. Hvað segið þiÖ t.
d. um einn pokaáf kartöflum? Eitthvað þarflegt
ogstaðgott verður það að vera,” sagði svínið.
Kýrin sagðist engar kartöflur eiga, eða þó
hún ætti einlhverja ögn, þá þýnfti hún að brúka þær
til heimilisins.
Síplnasf kom öllnni saman um. að það skvldi
verða hnýttur hnútur á halann á þeim eem bezt
syngi. En svo kom það í ljós, að á héranum og
kanínunni var halinn svo stuttur, að ekki var hægt
að hnúta hann. Niðurstaðan varð því sú, að það
yrðu bundin saman á þeim eyrun, ef þau yrðu fyr-
ir því happi, að vinna til virðingarmerkisins.
Svo var það fastráðið, að koma saman á gras-
balanum bak við kirkjuna að viku liðinni.—'
Á ákveðnum degi komu dýrin á samkomustað-
inn. Þar var fyrst og fremst vagnhestufinn, svo
kýrin, kindin, svínið, broddgölturiún, asninn og
hjörturinn. Hesturinn var skipaður dómari, af
því hann var öllu svo kunnugur, sem að þessu laut.
Fyrst byrjaði froskurinn og söng sitt “Brek,
kex, ke, ke, kóax” nokkrum sinnum ; hann hafði
lært það af grískri bók og fipaðist hverig. Dóm-
rinn sagði að hann hefði mjög góðan söngsmekk.—
Froskurinn >sagði ekkert, en það var auðséð á svip
hans, að hann hafði nú reyndar vitað það áður.
Næstur var asninn. Dómarinn hlustaði á
hann um stund og sagði svo að það væri gott.
Nú kom röðin að kisu. Hún sagðist vera kvef-
uð og ó\rön þessum sóló-söngvum, en samt ætlaði
hún að gera það svo vel sem hún gæti.
Þá kom kindin, svo isvínið, og svo hver af öðr-
um, þangað' til allir voru búnir. Þá fór dómarinn
afsíðis til að hugsa í næði. Allir §tóðu á öndinni
á meðan og voru milli vohar og ótta. Og þegar
lanigleita andlitið á dómaranum koih í Ijós aftur,
þraut þolinmægðin og skipulagið fór út um þúfur.
“Elskið friðinn!” öskraði froskurinn, en eng-
inn gaf því gaum.
“Herrar mínir og frúr!” tók dómarinh til
máls. ‘ ‘ Það hefir verið mér sönn ánægja að hlusta
á ykkur. Taki eg sem fyrirmynd frúna, sem eg
heyrði syngja, þá komst kötturínn næst því að líkj-
ast henni; þegar frúin söng sem hæst, hefði verjð
örðugt að greina þær ’livora frá annari, en kisa
söng ekki eins vel niður. En svo var það svínið,
það söng prýðisvel bæði liátt og lágt. Það og frú-
in voru svo lík—eg meina hvað sönginn snertir, en
ekki útlitið—og eg hefi ákveðið að það iskirli hljóta
heiðurinij. Eg dæmi það rétt að vera, að hinn
mikli halahnútur tilheyri svíninu”. AUir óskuðu
því til hamingju, og svo var geitinni og asnanum
ýalinn sá vandi að hnýta ihnútinn. Það voru auð-
vitað miklar þjánigar fyrir svínið, en þegar það
hugsaði um lieiðurinn sem sér mundi hlotnast, þá
sagðist það ekkert finna til.
Að nokkrum dögum liðnum var það búið að
fá svo miklar kvalir í halann, að það þoldi ekki
við. Auðvitað viðurkendi það, að hnúturinn væri
fagur /og tilkomumikill, en saiAt félli sér hann illa.
Þess vegna færi það fram á það, að hann yrði
leystur.
En það var ekki auðgert, því það hafði verið
reyrt að hnútnum; en þegar loks var búið að leysa
hann, var ekki hægt að láta halann vera réttan eins
og áður. Kisa — sm alt af var gröm síðan hún
varð a.f verðlaununum — bauðst til að isækja gló-
andi jám til að strjúka um lialann, því það væri
I>að eina sem dygði, bara ef það væri nógu heitt.
En svínið sagðist vera bi|ið að líða nógu mikið.
Það væri auðvitað kisu mjög þakklátt fyrir góða
ráðleggingu, en það væri nú mjög ánægt með þenn-
an vinding á halanum og hann færi sér vel.
Síðan er svínið með hnykk á halanum, eins og
allir geta séð.—Æskan.
---------o--------
✓ Hul3ir fjársjóðir.
Það var iheiður og heillandi júlímorgun, er
þeir bræðurnir Jack og Robert Carlon lögðu af
stað í veiðiförina. Þeir höfðu ákveðið með
sjálfum sér, að brjótast í þetta sinn^margfalt
lengra inn í þykktii frumskóganna, en nokkurn-
tíma áður.
Bræðurnir kvöddu mömmu sína blíðlega og
eftir að hafa gengið kippkorn, námu þeir staðar
og fóru að skeggræða um það, hvað þeir mundu
mi veiða, hvort það væri ekki gaman að geta
krækt í kallegt bjarndýr og færa mömmu heim
ljómandi bjarnarfeld. Héldu þeir nú enn af stað
og géngu all lengi unz þeir komu að kristallstær:
um læk, er liðaðist eins og silfurvír um runnana.
Þar neyttu þeir miðdegisverðar og drukku tir
ilæknum. Að lokinni máltíð, lögðu þeir upp í
ileiðangurinn af nýju, komu nú brátt á bjarnar-
slóð, og reyndu að rekja förin. Af' sporunum
mátti sjá að hér var um að ræða stóran björn.
Þótt örðugt væri að fylgja slóðinni, þá tókst þeim
að halda henni út úr skóginum og upp í klettóttan
öldulirygg; voin sporin nú alt af að verða skýrari
. og nýlegri. Þeir athuguðu vandlega byssur sín-
ar, því nú var um að gera að hafa alt í Iagi. Eft-
ir skamma stund komust bræðumir að því, að
ibjörninn mundi hafast við í gili einu, er fram-
undan lá, því þótt sporin yrðu að vísu ekki lengur
greind, þá þóttust þeir heyra más dýrsins og hvás
niðri í gilinu. Þeir flýttu sér mi alt hvað þeir
orkuðu að komast ofan í ’gilið og í fátinu datt
Robert um Maþparsnyddu og hruflaði sig bæði á
höndum og andliti svo blóðið 'fossaði úr undun-
um. Jack reyndi að binda sár bróður síns eins
vandlega og hann framast gat og innan hálfrar
klukkustundar eða svo, voru þeir komnir rétt
ofan í gilbofninn. Þá komu þeir auga á allvíð-
an hellismunna og í honum flatmagaði bangsi sig.
— Jack þreif til byssunnar, fniðaði í snatri og
hleypti af. Kúlurnar skullu á bergriðinu kring-
um hellismunnann, en bangsi hvarf inn í hellinn
ósærður með öllu. “Sjaldan fellur tijé við fyrsta
bögg”, sagði Jack við bróður sinn, “munum við
nú inn ganga og kanna helli þenna.” Tendruðu
þeir svo blys og réðust til inngöngu. Hellir þessi
var víður mjög og allhátt til lofts. Er þeir höfðu
gengið í hér um bil tíu mánútur, komu þeir auga
á björninn. Nú var það Robert er skaut og féll
dýrið dautt til jarðar.
Tóku þeir svo að flá bangisa og var feldurinn
hið mesta metfé. Að því loknu, ákváðu þeir að
rannsaka hellinn nokkru nánar, og er þeir komu
inn ií botn, drap Jack fæti við hrúgaldi á hellisgólf-
inu, en við nánari athugun sá hann að þar var
dyngja gulls. Framundan dynjgu þessari lágu
þröngar dyr inn í bergvegginn, og er þeir bræður
opnuðu þær, gát þar að iíta fjársjóðu svo fagra,
að af þeiúi lagði ljóma um allan hellinn. AJl-
mjög var nú orðið framorðið og ákváðu bræður að
láta fyrirberast um nóttina í heUinum. Morg-
uninn eftir auðkendu þeir staðinn, áður en þeir
liuffu heimleiðis, svo auðve’lt yrði að finna hann
afltur. Þeir skildu eftir guliið ósnert með öllu.
en vöfðu saman' bjaknarfeldinn og roguðust með
hann til iskiftis á bakinu heim. Feldinn gáfu þeir
móðir sinni; tilgangi fararinnar hafði verið náð,
]>eim fagra tillgangi, að gleðja góða móður. Nokkr-
um dögum seinna lögðu bræðurnir af stað, ásamt
föður sínum til hellisins, er geymdi fjársjóðuna
huldu, námu þaðan á brott nokkur sýnishorn og
í'luttn.á fund ríkissítjórans. En ríkisstjórinn
bað þá feðga þiggja gullið og útbýta því meðal
. fátækra.
-------o----—
Hvað trúin megnar.
*
Einu sinni, þegar hinn nafnkunni Norður-
heimskautafari Friðþjófur Nons^n var staddur
langt norður í íshöfum, tók hann sér fyrir hendur
mjög hættulega ferð í gegn um ísrek á opnum báti.
Með honum voru í bátnum nokkrir veðurbarðir
Norðmenn og tveir Lappar, sem vanir voru að etja
við hina hörðu heimskautveðráttu.
Lappar þessir voru báðir kristnir menn, ann-
ar 45 en hinn 25 ára. Þeir fluttu ekki með sér
mikinn farangur, en eina bók höfðu þeir, sem þeir
aldrei skildu við sig. Það var Nýjatestamentið á
lappnesku—móðurmáli þeirra. Þeir lásu í því
hvern dag. Þegar þinar ægilegu íshafsöldur risu
og risajakarnir ógnuðu þeim, þá var það þeirra
fyrsta, að varðveita nýjatestamentið sitt.
Alt í einu varð báturinn klemdur milli tveggja
jaka og sá þriðji lyfti tótnum upp fyrir sjávarflöt
og áður en skipverjar gátunokkuð að gert, var
báturinn frosinn við ísiun og á þestsari íseyju rak
þá nú hjólparlausa til hafs, þar sem dauðinn beið
þeirra. Þá stigu þeir af bátnum, upp á íseyna,
Nansen, Siverdrup og félagar þeirra og lituðust
um, en þeirsáu enga lífsvon, ])Ví sterkur vindur
stóð af landi. ,,
Nú saknar Nansen Lappanna og fór að gæta
að, hvar þeir væru. Hann veitti því eftirtekt, að
segl var þanið yfir bátinn, sem þeir höfðu yfirgef-
ið. Hann gekk þangað, lvfti.upp seglinu lítið eitt
0£ skygndist inn. Þar sátu þá báðir Lapparnir
með Nýjatestamentin sín og lásu í þeim til skiftis
og á milli báru þeir fram barnslegar bænir til
Drottins. Þeir skýrðu honum í hjartans einfeldni
frá hinni miklu hættu, sem heimskautsfararnir og
þeir sjálfir væru nú staddir í og báðu Drottin svo
innileg um ihjálp..
Hinn harðgerði Norðmaður, sem í svo marga
eldraun hafði komist, varð mjög hrærður af þess-
ari ,sýn. Ilann lagði arftur niður seglið og fjar-
lægði sig með gætni, til þess að trufla ekki hina há-
tíðlegu bænagerð.
En—í einni svipan breyttist vindstaðan og
hin ferlega íseyja, sem mennirnir stóðu á og bát-
urinn þeirra var frosinn í, tók nú stefnu beint til
lands. — Lífi þeirra var bjargað. Drottinn hafði
bænheyrt Lappana—um það voru heimskautafar-
arnir í engum vafa.
Og kraftaverkið það verður öllum þeim skilj-
anlegt, er sjálfir hafa reynt kraft bænarinnar í
lífi sínu.—Heimilisblaðið.