Lögberg - 24.02.1921, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. FEBRúAR 1921
Bls.3
Nelly
frá Shorne Mills.
Eftir Charles Garvice.
I>að var emkennilegt hljjóð, lítill skellur,
eins og þegar lokað er dyrum jár'nskáps. Fyrst
gaf hann þessu hljóði engan gaum, en svo átt-
nði iiann sig á því, hvað þetta væri. Lafði Ang-
leford var í dagstofunni — hver gat þá verið
við járnskápinn?
Hann stóð kyr litla stund, svo opnaði hann
dyrnar og sá mann standa upp fyrir framan
Maðurinn staðnæmdist með demantshylki í
hendinni — nokkur önnur hylki stóðu upp úr
vösum hans — og augu hans gljáðu bak við
grímuna.
Eitt augnablik stóð Drake kyr af undrun,
en kallaði ekki á hjálp. Að eins hræðslugjarnir
rnenn kalla á hjólp, en Drake var ekki hræðslu-
gjarn. Þessir tveir menn stóðu eins og stein-
gervingar og horfðu hvor á annan. En svo tók
innbrotþjófurinn upp skammyssu.
“Farðu frá, eða eg skal skjóta,” sagði
hann.
Drake hló háðslega.
“Legðu skammbyssuna frá þér, ’ ’ sagði
hanu. “Þú veizt, að þú mátt ekki skjóta, það
gerir of mikinn hávaða. Legg þú hana frá þér
—og hylkin. Ekki? Nú, jæja.”
Hann hljóp að grímumanninum.
Ted hafði verið svo varkár að festa snæri
þvert yfir gólfið. Drake flæktist í því og datt.
Á sama augnablikinu hoppaði Ted yfir
hann og þaut út í ganginn. Með undrunarverð-
um hraða slÖkti hann ljósin, lyfti upp gluggan-
um og rendi sér ofan stigann.
Drake spratt á fætur og fram í ganginn.
Hann liafði heyrt gluggann opnaðan, og vissi
hvaða leið þjófurinn mundi flýja.
Enn þá gerði hann engan hávaða og kveikti
heldur ekki ljósin, því í myrkrinu sá hann betur
út í garðinn. Ilann stakk höfðinu út um glugg-
ann og sá tvo menn hlaupa inn á milli runnanna.
Það var langt stökk, en hann ætlaði að gera
það samt, og hann var búinn að sveifla sér út
fyrir gluggákistuna, þegar hann heyrði ein-
hvern koana upp stigann. Það var Sparling.
“Hvers vegua eru öll ljós slökt?” sagði
hann. “Hver er þama?” spurði hann, þegar
hann sá höfuðið í glugganum, en óglögt.
“Það er eg,” sagði Draike rólegur. “Hér
eru innbrotsþjófar; kvedktu ljósin en gerðu eng-
an hávða, þá hræðir þú að eins kvenfólkið. En
sæktu vasa Ijósberann minn og flýttu þér.”
Sparling þaut af stað og kom aftur með
ljósberann í skjálfandi höndum.
“Kastaðu honum ofan þegar eg kalla“ !
skipaði hann. ‘‘ Sæktu nokkura af þjómmum og
rannsakaðu listigarðinn og húsgarðinn, en ver-
ið þið rólegir og kyrlátir, svo þið hræðið ekki
kvenfóríkið.
Svo hoppaði hann ofan og bað um ljósber-
ann. Hann greip hann, huldi ljósið með hend-
inni og hljóp þangað, sem þjófamir hurfu.
Meðan hann ’hljóp, hnepti hann frakkanum sín-
um yfir hvíta skyrtubrjóstið, svo það skini ekki
í myrkrinu.
Hann hafði oft lent í líkum kringumstæð-
um og vissi, að ef hann vildi ná þjófunum, yrði
hann að elta þá rólegur og óséður. Hann hljóp
á tánum og var eins oft inn á milli runnnna og
hann gat, skimaði og hlustaði eftir beztu getu.y
“Já,” tautaði hann, “þeir vilja komast út
á þjóðbraut.ina, þar sem vagn eða reiðhjól bíð-
ur þeirra — en hvar út á brautina?”
Plankagirðingin var há, en æfður innbrots-
þjófur mundi geta klifrað yfir hana, og það var
sennilegast, að þeir vildu komast út á þann hátt
—en hvar!
Drake var róilegur, en gramur yfir því að
hafa dottið um snærið. Hann hefði átt—en nú
hætti hann að hugsa, hann hélt sig heyra skrjáf
á milli trjánna fyrir framan sig. Hann hélt á-
fram, eins hljóðlega og hann gat, og nú sá hann
mann — að eins einn — sem gekk hratt í áttina
til hliðanna. Drake skildi ásigkomulagið: ann-
ar af mönnunum var farinn til að aka vagninum
að hliðinu, og hinn beið hans.
Þanga til nú ihafði Drake ekki hugsað um,
að hann elti tvo menn, tvo án efa vopnaða menn,
sem mundu berjast fyrir frelsi sínu af öllum
mætti, en hann var vopnlaus. En nú sá hann að
eins einn mann á undan sér.
Hann elti manninn rólegur og að fáum sek-
úndum liðnum sá hann 1 jós í dyravarðarhúsinu,
og í sama bili heyrði hann vagnskrölt.
Innbrotsþjófurinn, sem var vegunum ó-
kunnur, gekk í gegn um kjarrið, og Drake, sem
sá að hér var tækifæri til að komast fram fyrir
hann, hljóp út á götuna.
Hann hljóp með afar hraða, sem minti hann
á námsdiagana, þegar hann fhljóp verðlauna-
lilaup og vann. Hahn kom að bugðu, þar sem
mjóa gatan sameinaðist annari breiðari, sem lá
að hliðinu; þar stóð hann kyrr og hlustaði. AJt
í einu heyrði hann fótatak í nánd við sig, og
hljóp þangað sem hann heyrði hljóðið.
Meðan liann hljóp, kom hann auga á kven-
mannskjól. Var það mögulegt, að kvenmaður
tæki þátt í þessu?
Eitt augnablik sá hann mann—manninn,
sem hann elti — koma hlaupandi út úr kjarrinu
til hægri handar, og snúa inn á stíginn, sem
Drake hafði yfirgefið. Drake sneri við og hljóp
á eftir honum. Maðurinn leit um öxl, tautaði
fáein hótandi orð og tók eitthvað upp úr vasan-
um; en um leið og hann tók upp skammbyssuna,
misti hann eitthvað, og Drake sá með ánægju, að
það var demantsskrínið.
“Stattu líyr,” hrópaði Drake.
Ted hló, greip skrínið ,og hljóp áfram að
hliðinu. En í þessu augnabliki kom Falconer
hlaupandi út úr húsinu.
Falconer stóð kyr eitt augnablik, áttaði sig
ásigkomulaginu, hljóp að hliðinu og lokaði því.
Ted heyrði að liliðinu var lokað, og hljóp nú til
baka móti Drake með skammbyssuna á lofti.
Dauðinn starði framan í Drake, en í slíkum
kringumstæðum eru menn af hans tagi róleg-
astir og kaldir. Hann stökk til hliðar. Skotið
hljóp úr byssunni, en kúlan hitti hann ekki og
Drake réðst á manninn.
Ted var liðugur og jafn sleipur sem áll, og
þegar hanW hafði barið Drake í höfuðið með .
skammbyssuni, hljóp hann inn í skóginn og
Drake á eftir honum; Ted vissi, að enginn flótti
í þá átt var mögulegur, sneri því við til að ráð-
ast á Drake.
“Farðu frá, annars skal eg skjóta þig,”
hrópaði hann.
“Þú verður að gefast upp,” sagði Drake,
“þú getur ekki sloppið.”
Ted hló og miðaði skammibyssunni, en á
sama augnablikinu og hann studdi fingrinum
á gikkinn, ómaði hljóð bak við hann og hand-
leggnum var ýtt til hliðar, kúlan hitti ekki og
Drake var aftur frelsaður.
Iíann sá stúlku berjast við þjófinn, sá hann
lyfta hendinni til að berja hana frá sér, sá hana
detta niður, og af eðlisleiðslu áleit hann það
vera Nelly.
Á þessu augnabliki hugsaði hann ekki um
þjófinn, en knéféll við hlið hennar hrópandi:
“Nelly! Nelly!*’ stundi hann upp. “Ert
þú þetta?”
Hún hreyfðist ekki, évo hann lýfti upp
liöfði hennar og leit framan í hana.
Meðan hann hljóp, hafði hann mist ljós-
berann.
Nú fór hryllingur um hana. Hún stundi og
opnaði augun.
“Drake” tautaði hún — “Drake — er —
hann— ’ ’
Hann hélt að hún ætti við þjófinn.
“Skeyttu ekkert um hann,” sagði hann á-
kafur. “Segðu mér hvort þú ert særð.”
Hún lyfti hendinni að enninu og reyndi að
standa upp, en reikaði fram og aftur eins og
hún æri enn þá meðvitundarlaus. Svo rétti hún
liendur sínar að honum og sagði hrædd og kvíð-
andi: “Hann skaut þig,” tautaði hún.
“Nei, nei,” svaraði liann; “það hefir eng-
inn skaði Skeð, ef hann hefir ekki meitt þig.”
Hún hristi höfuðið og hallaði sér að tré.
“Eg var í garðinum. Eg heyrði þig og
manninn koma hlaupandi og —og hljóp yfir
stiginn—”
“Og komst á réttum tíma til að frelsa líf
mitt,” sagði hann. “En eg vildi heldur vera
dauður, en að þérihefði viljað nokkuð ilt til.”
Meðan hann talaði, heyrði hann menn vera
að berjast bak við sig.
“Þeir eru að berjast þarna við hliðið—eg
verð að vfirgefa þig!” sagði hann og hljóp yfir
stiginn.
Þegar hann nálgaðist hliðið, sá hann Falc-
cner og þjófinn vera að berjast. Falconer var
að því kominn að detta, og þegar Drake nálgað-
ist þá, gat Ted felt hann niður, en Falconer hélt
sér fast við hann, svo Ted gat ekki losnað. Þeg-
ar hann sá Drake, beit hann á jaxlinn bölvandi.
“Sleptu mér—” stamaði hann. “Sleptu
mér — láttu mig—”
Hann gat losað annan handlegginn, glampi
af stáli sást í myrkrinu, og stynjandi slepti Fal-
coner honum.
Á sama augnabliki hljóp Ted að hliðinu, en
þá var líka Drake kominn að honum. Ted var
uppgefinn eftir bardagann við Falconer og hafði
mist skammbyssuna sína. Drake greip um þá
hendina, sem hélt á hnífnum, og hélt henni eins
fast og hún væri í skrúfklemmu.
“Halló! Komdu og hjálpaðu!” hrópaði
Ted.
Vagninn ók að hliðinu og félagi hans ætl-
aði að koma honum til hjálpar, þegar annar
maður kom hlaupandi. Það var Dick.
“Hvað gengur hér á?” hrópaði hann.
Þegar félagi Teds sá Dick, vissi hann að
hætta var á ferðinni, stökk því aftur upp í vagn-
inn og ók í burtu með hraða. Þegar Ted heyrði
vagninn fara, orgaði hann blótsyrði of reiði og
hamaðist eftir megni að losa sig, en Drake hélt
honum föstum við hliðið.
“Taktu hnífinn úr hendi hans,” sagði hann
cg Dick gerði það. Á næstu sekúndu lá þjófur-
inji á jörðinni með kné Drakes á brjósti sínu.
■“Eg gefst upp!” geispaði hann. “En ef
þessi bófi hefði ekki svikið mig, þá hefði eg unn-
ið spilið. Nokkuð hefi eg samt framvkæmt—”
sagði hann og kinkaði í þá áttina þar sem Dick
knéféll hjá Falconer.
Drake reif grímuna af honum og Ted ypti
öxlum.
“Máske þér viljið taka kné yðar frá brjósti
mínu, lávarður!” sagðiihann. “Þér eruð þung-
ur! Eg skal ekki reyna að flýja—nú er það
1 gagnslaust. En eg var kominn nærri því að
sigra.”
Sparling og nokkrir vinnumenn komu nú
hlaupandi með ljósbera, og Drake stóð upp.
“Annist þið um hann,” sagði hann róleg-
ur. “Hann er vopnlaus.”
Ted tók demantahylkin úr vasa sínum og
fleygði þeim, þegar mennirnir umkringdu hann;
svo tók hann upp vindlahvlki og sagði með
rembingi: “Vill einhver gefa mér eldspítu?”
iSparling sló vindilinn úr hendi hans og
einn hinna sagði: “Herra Sparling, á eg að
gefa honum snoppung fyrir frekju hans?”
“ Já—það er alt, sem þið þjónar og kom-
pánar getið gert, að berja þann, sem er sigrað-
ur!” sagði Ted. “En þið þurfið ekki að ómaka
ykkur—nú kemur lögreglan.”
Ilann hafði heyrt fótatak lögreglunnar, og
með kæruleysis svip rétti liann fram hendur
sínar til þess að fá handjárnin á þær.
“Er hann dauður, maðurinn þarna?”
spurði liann, en enginn svaraði honum. Þess-
ari spurningu var ekki auðvelt að svara, því
Falconer lá sem dauður maður, og Drake, sem
studdi höfuð hans, gat ekki heyrt hjarta hans
slá.
“Einhver ykkar verður að taka vagn og
sækja læknirinn,” sagði hann alvarlegur.
Meðan hann sagði þetta, kom Nelly til þeirra.
Alt hafði skeð svo fljótt, Falconer særst og
þjófurinn tekinn, áður en hún var orðin svo
hress, að geta farið á eftir Drake. Því það aft-
urkast, sem fylgdi á eftir þeirri fullvissu, að
Drake var ósærður, gerði hana meira magn-
þrota en högg þjófsins.
En nú, þegar hún sá hóp manna standa í
kring um hreyfingarlausa persónu, greip kvíð-
inn hana aftur og hún hraðaði sér til þeirra.
Hún ýtti einum manninum til hliðar, knéféll
Ihjóðandi hjá meðvitundarlausa manninum og
istarði óttaslegin á hann.
“Hann er dauður! Hann er dauður! Bóf-
inn thefir devtt hann!” stundi hún.
Nú varð augnabliks þögn, og á meðan starði
Drake á hana svipdimmur með samanbitnar
varir; því þegar hann heyrði sorgarhreiminn í
rödd hennar, vaknaði afbrýðin og öfundin í
huga hans.
Hann stóð upp og gekk til hennar.
“Hann cr ekki dauður,” sagði hann ógreini-
lega.
“Ó, guði sé lof!” hvíslaði hún.
‘ ‘ En lliann er hættulega særður, ’ ’ sagði hann
alvarlega. Svo sneri haim sér að mönnunum.
“Við sikulum bera hann inn í húsið, en farið
þið varlega..”
Þeir tóku manninn, og báru hann með hægð
inn í húsið. Nelly gekk við hlið hans, tók hendi
hans ósjálfrátt og hélt henni fast nieð sínum
skjálfandi höndum. Drake sá þetta og sárnaði
það. Hann ihefði feginn viljað vera í stað Fal-
coners, svo að hún hefði haldið í hönd sína og
horft á sig blíðu, yndislegu augunum.
Þeir báru Falconer upp í herbergi hans, og
með þeirri æfingu sem Drake hafði svo oft
fengið við hættulegt ásigkomulag, fór hann að
binda um sárið. Falconer hafði fengið hníf-
tungu í brjóstið og blóðið rann hægt.
Drake var svo niður sokkinn í starf sitt, að
Ihann gleymdi næi*veru Dicks, en þegar hann
leit upp, sá hann Dick horfa á sig með tak-
markalausri undrun.
“Drake,” hvíslaði hann; “þú hérna?”
“Já, Þetta eru einkennilegir samfundir, er
það ekki, Dick? En við höfum verið nálægt
hvor öðrum í nokkra daga, án þess að vita það.
Þú ert ungi verkfræðingurinn, og eg—”
Hann ypti öxlum og Dick gat sannleikans.
“Þú «rt lávarður Angleford?” sagði hann.
Drake kinkaði.
“Já, eg skal segja þér alt, strax og eg get.
En nú verðum við að hugs um þennan vesalings
unga mann.”
“Vesalings Falconer!” sagði Dick hnugg-
inn. “Ef eg hefði komið fáum mínútum fyr—
eg var niðri í þorpinu að kaupa tóbak. Hver
hefði ímyndað sér, að ihann væri svo djarfur?
Hann er nefnilega ekki sterkur, ekki heilsu-
góður—”
“Nei,” svaraði Drake, “en það eru ekki alt
af sterkustu mennirnir, sem eru djarfastir. —
Hver er þetta?” sagði liann, þegar barið var
að dyrum.
Dick opnaði dyrnar. Fyrir utan þær stóð
Nelly, en róleg og með fullri ráðdeild. Hann
svaraði þöglu spurningunni í augum hennar.
”Þal gengur vel, Nell, vertu ekki hrædd.
Honum batnar, er það ekki, Drake?”
Hún leit á Drake, sem mætti augum hennar
rólegur.
“Eg vona það,” sagði hann.
Hún gekk hljóðlega inn í herbergið og leit
með spentum greipum á hið föla andlit Falcon-
ers.
“Eg vona það,” endurtók Drake «með á-
herzlu. “Það eru ekki margir jafn djarfir
menn til, svo heimurinn má ekki missa hann.”
Hún leit fljótlega á hann.
‘‘Já,” sagði hann, “hann var vopnlaus og
vissi, að þessi bardagi kostaði líf eða dauða, að
mótstöðumaðurinn var afar æstur og mundi
beita hvaða vopni sem væri. Þetta er sú djarf-
asta framkvæmd, sem eg hefi verið vitni að—”
svo mundi hann að hún hafði komið hlaupandi
“Næst hinni djörfustu.”
Hún blóðroðnaði og leit niður undan tilliti
hans; en hún sagði ekki neitt og gekk þegjandi
út aftur.
Þeim fanst langur tími líða þangað til lækn-
irinn kom, og þó var það ekki lengi — og meðan
hann var að rannsaka hinn særða, fanst þeim
enn lengri tími líða. Hann mætti hinu spyrj-
andi tilliti Drakes alvarlega.
“Slæmt sár, lávarður,” sagði liann. “En
eg hefi þekt manneskjur, sem hafa náð góðri
heilsu eftir verri sár. Því miður er hann ekki
hraustur. Þessi vesalings ungi maður hefir
efalaust átt við skort að búa.” Hann lagði hend-
ina á magra hendlegginn og benti á lioraða and-
litið. “Þessir hlutir segja sína eigin sögu. En
ef þetta hefði verið þér, lávarður—” bætti lækn-
irinn við og brosti alvarlega.
“Eg vildi að eg hefði verið þetta”, sagði
Drako.
Hjúkrunarstúlkan, sem læknirinn hafði
komið með, kom nú inn og gekk að rúminu, og
læknirinn sagði henni ihvað gera skyldi.
“Eg skal senda yður hjálp, systir,” sagði
hann.
Nú kom Nelly inn og heyrði orð hans.
“Nei,” sagði hún rólega, “þess þarf ekki,
eg skal hjálpa. ’ ’
Varir Falconers skulfu, eins og liann hefði
heyrt til hennar, og hann umlaði eitthvað. Nellv
gekk að rúminu, knéféll við það og tók hendi
hans. Hann opnaði augun, starði á hana og
\I/* .. 1 • >•• timbur, fjalviður af öllum
Nyjar VOrubirgðir tegundum, geirettur og als-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
íComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
---------------Limitad---------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
KOL! KOL!
Vér seljum beztu tegund af Drumheller kolum,
sem fæst á markaðinum. KAUPIÐ EITT TONN
OG SANNFÆRIST.
Thos. Jacksnn & Sons
Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64
------------------------------------------------------------------------
Margir íslendingar óskast til að læra meðferð bifreiða og
gas-dráttarvéla á Hemphill Motor Schools. Vér kennum yður
að taka í sundur vélar, setja þær saman aftur og stjórna bif-
reiðUm, dráttarvélum og Stationery Engines. Einnig hvernig
fara skal með flutninga-bifreiðar á götum borgarinnar, hvern-
ig gera skal við tires, hvernig fara skal að við Oxy-Acetylne
Welding, og Battery vinnu. Margir íslendingar sóttu Hemp-
hill Motor Schools síðastliðin vetur og hafa fengið hátt kaup í
sumar við stjórn dráttarvéla, fól'ks- og vöruflutnings bifreiða.
Vor ókeypis atvinnuskrifstofa útvegar vinnu undireins að
loknu námi. parna er tækifærið fyrir Islendinga að læra alls-
konar vélfræði og búa sig undir að reka Garage atvinnu fyrir
eigin reikning. Skrifið eftir vorum nýja Catalog, eða heim-
sækið vorn Auto Gas Tractor School, 209 Pacific Ave. W.peg.
Útibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver,
Victoria, Toronto og Montreal. Stærsta kerfi I heimi af
Practical Trade Schools.
. i i
Allar Allar
tegundir af tegundir al
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. N. 6357-6358 Elcctric Railway Bldg.
EF YÐUR VANTAR 17* T
f dag— Mm. Lr MJ
PANTIÐ HJÁ
D. D. WOOD & SONS, Ltd.
Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308
Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington
Vér höfum að eins beztu tegundir
SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol
....Egg, Stove, Nut og Pea.
SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu
Canadisk Kol.
DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu
tegundir úr því plássi.
STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef
þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist.
hvíslaði: “Nelly!”
“Já,” hvíslaði hún, “það er eg, þór eruð í
okkar húsi. Hér er Diok og—” rödd hennar
lækkaði við að sjá Drakes rólega augnatillit —
“þér eruð hjá vinum og ólhultur.”
Hann brosti, en leit ekki af henni.
“Eg veit það,” sagði hann. “Eg er alveg
ánægður, og—”
Drake þoldi þetta ekki lengur. Dick varð
honum samferða út xif hererginu og ofan stig-
ann.
“Eg skal símrita eftir Sir Williaan” sagði
Drake. “Hann getur komið með næstu lest.
Alt skal verða gert, sem mögulegt er. Segðu
mér — systir þín—”
Dick kinkaði alvarlegnr.
‘ ‘ Hann er einn af þeim beztu manneskjum
í heiminum, hann er þess verður að frelsast,
Drake—” hann þagnaði feiminn — “ já, afsakið
— eg ætti að segja yður — og lávarður — eg get
ekki skilið þetta—”
Drake linvklaði brýrnar gremjúlegh.
“Nei, nei, í hamingju bænum,” sagði hann.
“Það skal enginn mismunur vera á mér og þér,
Dick — hvað sem átt hefir sér stað milli.-----
Á morgun kem eg að vitja um þenna unga mann
og segi þér þá frá öllu, sem skeð lxefir. Dick,
þú verður að fyrirgefa mér, að eg duldi mitt
rétta nafn í Shorne Mills. Það var heimska af
mér, en manni er alt af hegnt fyrir heimsku
sína,” bætti hann við og rétti Diek liendi sína.
Alveg ringlaður yfir því, að þessi gamli
vinur hans var lá\rarður Drake, gat Dick ekkert
sagt, og lét Drake fara þagjandi.
Um leið og Drake fór, leit hann upp í glugg-
ann í herbergi Falconers; þar leið skuggi fram
hjá blæjunni, sem hann þekti og kom honum til
að stynja. Já, þrátt fyrir sárið og hættnna, sera
yfir honum vofði, var þessi hljóðfæramaður sá
, gæfuríkasti maður í hciminum, og hann, greif-
inn af Augleford, sá ógæfusamasti og sorg-
þrimgnasti.