Lögberg - 24.02.1921, Side 4
61«. 4
LÖGBERG, FiMTUDAGINN, 24. fbbrúar 1921
1
3L‘ o q b c i a
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Talaiinar: Jí-6327 oö N-6328
Jón J. Bíldfell, Editor
Lltanáskrift til blaðsins:
TJJE COLUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3172, Wlnnipeg, Vlat).
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR 10CBERC, Box 3172 Winnipeg, IRan.
The ‘-Lögberg" ie printed and published by The
Columbia Press, Limlted, in the Columbia Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba.
«.-U|r.lW|»-nir%-st:[gS:»)K0tiai)|ww^lHni|im»nniitlii:i1>i!ll!liti!fl|l[Ui8"l'!'mim()íliUIHIIimiHHiHmi)|t|ll
Lotningar-skortur.
Ótalmargt er það, sem að er lijá oss.
ótalmargt er það, sem þarf að laga.
En það er með þessi mannfélags mein vor
eins og ísjúkdóma mannlegs líkama, menn þurfa
að þekkja þau — þekkja upptök iþeirra og eigin-
leika til þess að geta bætt úr þeim.
Vér horfum á óréttlætið alt í kringum oss
og furðum oss á 'því hugarfari isem að vill ná
takmarki sínu, með því að troða á rétti annara.
Vér horfum á sundurlyndið, þar §em það
smýgur í gegnum m<erg og bein, manna og
kvenna, svo að sonur rís á móti móður, dóttir
mót föður og systir mót bróður, og oss langar
til að tengja hjarta við hjarta og hönd við hönd.
Vér sjáum stóra hópa af fólki, nei vér sjáum
fólkið ákaft otg æðisfult, troða menn, málefni,
hugsjónir og helgidóma undir fótum sér, á leið
sinni til þess að ná þeim takmörkum sem eigin
hagsvon, sérréttinda og eðli^þmar þess girnast.
Vér sjáum sti-íð — stríð alstaðar í kring-
um oss, stríð í viðskiftum lífpins, stríð á stjórn-
málasviðinu, stríð í félagsmálum, stríð í trú-
málum og safnaðarmálum — vellandi botnlaust,
endemisstríð, í stóru og smáu, utan kirkju og
innan.
Vér höfuim séð sjálfstæðiskröfur manna og
kvenna vaxa.
Vér höfum séð þær þroskast út frá venjum
og siðum er í heiðri var haft einn mannsaldur
fram af iiðrum, og lotning var borin fyrir af
háum jafnt sem lágum, unz fólkið hefir fleygt
sér inn í nýja strauma, sem það sjálft veit ekki
hvert muni bera það.
Og vér höfum spurt sjálfa oss að, hvernig
að á þessu standi.
Og niðurstaðan befir ávalt orðið hin sama.
Skortur á lotningu.
Sérréttinda og sjálfstæðiskröfur vorar hafa
þroskað svo einstaklings- eða séreðli vort í þær
áttir, er samvizku tilvísan vor manna hefir bent
og aldar andinn hefir leytt, að lotningunni fyrir
öllu öðru hefir verið vísað á ibug úr lífi voru.
Með öðrum orðum, vér eigum engan þann
helgidóm í lífi voru er oss sé dýrmætari, eða
sem vér berum meiri lotningu fyrir. en aldar
andann, og tillöngunum sjálfrar vor.
Er þá nokkuð undarlegt þó lífið sjálft, sé
kalt, og vér kaldlyndir?
Eru ekki afdrif vor mannanna og jarðar-
gróðans auðsæ, ef sólin hætti að skína!
Er ekki sjálfsagt að eins fari í lífi okkar
mannanna, ef helgi himnanna og kærleikur
Krists, hadtir að skipa öndvegi í lífi voru!
Sumir munu ef til vill kalla þetta !hjal, aðrir
bölsýni o. s. frv.
Oss liggur það í léttu rúmi, hvað menn
segja um það, þetta er oss hið mesta alvörumál,
um leið og oss finzt það hið rniezta nútíðar mein
mannanna.
Ef menn efast um að vér förum með rétt
mlál, ef menn heyra ekki og sjá þess merki á
hverjum einasta degi þá ættu menn að athuga
hvaða bókmentir það eru sem aldar andinn
iheldur að osss.
Vér getum farið inn í eina bókabúðina á
fafur annari og séð borðin svigna undir blöðuna
bókum og tímaritum, sem ekkert hafa til síns á-
gattis, annað en að færa fólk enn lengra áfram
á braut, aldar andans í ímyndaðri von um full-
sælu lokkandi vona, sem hann heldur upp fyrir
augum trúgjarnra og hugsunarlítilla unglinga.
Bækur, blöð og rit sem auðsjáanlega eru ski ifuð
með það eitt fyrir augum að öpila á þá strengi
mannlegra tilfinninga, sern flesta gefa dollar-
ana án nokkurs tillits til þess 'hvaða áhrif slíkt
“product” hefir á sálarlíf og hugsunarhátt
þeirra sem lesa. Og það er aðal sálar fóður fólks-
ins, íislendinga <xíg annara <um þessar mundir.
Dálítið er þó hægt að sjá í þessum bókabúð-
um eða á bókansarkaðinum, af bókum og ritum
sem tahi máli hinna æðri hugsjóna lífsins, en
þeirra gaetir mikið minna, eru síður keypt, og
lesin af fáum.
Ilvað skyldu margir vor á meðalihafa heyrt
um bók sem út kom á Englandi árið 1903 eftir
Iíowland E. Prothiero. Nú Ernle lávarð.
Hvað skyldu það vera margir vor á meðal
þegar þeir taka þessa bók og aðrar í líkum anda
upp á söluborðinu, sem finna nokkra þrá hjá
sér til {>ess að lesa hana. Ætli það væri fjökl-
aimm ekki nóg að opna .hana og Mta á titilblaðið
og lesa: “Ahrif Davíð sálma á líf manna f Ev-
rópu.’’
Til hvers er að lesa slíkt þar er ekkert ást-
aræfintýri, ekkert niorð sem tekur rnann inn í
svörtustu og ljótustu afkinia mannlegrar þræl-
mensku og haturs.
Engin falin gullhrúga sem menn fára lang-
ar leiðir frá heimiluin sínum til að leita. að, og
grafa eftir með æðiskendum ákafa. Ekkert
slí'kt -— ekkert nema einkennilega skvr Iýsing
á því, hvernig lotningin fyrir því helga og háa,
fágað lífsferil þeirra af Ev-
sem í blíðu og stríðu hafa
sem sálmar Davíðs konungs hafa haldið á lofti
fyrir sálarsjónum allra manna í gegnum aldirn-
ar Ibefir mótað o
rópumönnum,
'notið þeirrar andllegu næringar. ' Afar merki-
leg bók, isem sýnir að svo miklu leyti sem að
sýnt verður í riti, hvaða áhrif að lotningin
fyrir því helga og háa hefir á líf og lífsstarf,
þeirra nnanna, sem alda henni fastri í lífi sínu.
Skyldi nokkur vor á meðal hafa lesið slíka
bók ? Yér teljum það fremur ólíklegt. Oss
er oft bent á þá sem skarað hafa fram úr í lífi
þjóðanna að hæfileikum og hreinleik. En það
er ekki nærri eins oft fben't á, að aðal stvrkur
þessara manna, hefir einmitt legið í því að þeir
hafa borið lotningu fyrir einhverjum helgidómi
sem þeim var æðri en alt annað. Né heldur
á það hve mikið þéir ihafa oft orðið að leggja í
sölurnar, til þ«ss að eignast hann og hve mikla
alúð menn þurfa að leggja við sjúlfa sig til þess
að halda honum við.
Manitoba þingið.
Lítið hefir þar gerst markvert enn. Helzt
má þó með viðburðum 'telja uppástungu þá, er
Dixon þingmaðuir frá Winnipeg var faðir að
og landi vor séra Albert Kristjánsson þingmað-
ur frá St. George léði stuðning sinn, þoss efnis,
að þingið í Mnitoba skori á . landisstjórnina að
láta tafarlausit lausa verkamanna leiðtogana,
sem í fangelsi sitja og á fylkisþing voru kosnir
síðastliðið sumar.
Uppástunga þessi xnætti ákveðinni mót-
spyrnu frá þeim íneðlimum stjórnarinnar, er
til rnáls um'hana tóku og öðrum gætnari þing-
manna, og fundu þeir aðallega að orðalagi því,
er tillagan bar. Kváðust þeir allir vera albúnir
að styðja að því, að þessir menn gætu tekið sæti
sin í þingsaJnum sem fyrstj en til þess væri að
eins einn veg*ur, þar sem dómstólar landsins
hefðu fundið þá seka og kveðið upp yfir þeim
dóm .samkvasnt landslögum, og aðferðin væri
sú, að hiðja um lausn í náð.
Aðstandendur uppástungunnar kváðu það
hina rnestu fjarstæðu að farið væri fram á það
við fangana, að beygja sig á þann hátt og játa
með því sekt sína.
Auk ástæðunnar, sem hér að ofan er tekin
fram fyrir því að llnnir gætnari menn þingsins
sáu sér ekki fært að styðja uppástungu þeirra
Dixons og Kristjánssonar, var þessi setning í
uppástungunni talin óaðgengileg:
“Og þar sem uppreisn gegm lögbundnu
valdi, er óákveðið hugtak og hvergi skýrt fram
tekið í lögum né í skilningi þess’’ þá skulu þess-
ir menn látnir lausir’’ o. s. frv.
Náttúrlega er þetta ekki satt, eins og fram
kom skýrt og ógleymanlega við yfirheyrslu
{æssara manna og fram var tekið af dómurun-
um í sanil>andi við mál þeirra, og langt er vikið
frá liinni gullnu reglu Njáls: “Með lögum skal
land byggja, en ólögum eyða,” er menn láta blint
flokksfy'lgi fá sig til þess að litiisvirða lög og
dóma landsins.
Tvær breytingartillögur komu fram við
þessa tillögu Dixons. Var önnur úr hópi bænd-
anna, sem dró nokkuð úr skugga þeim, sem að-
al uppástungan þótti kasta á réttarfærslu
landsins; en hin var frá leiðtoga afturlhalds-
inanna, Haig, um að þingið óskaði að þessum
nmræddu mönnum væri veitt lausn í náð, og
var hún samþykt.
En óMklegt er, að þessi sainþyl^t þingsins
ligfi nokkur á'hrif í inálinu, því sektardómi sín-
um hafa þessir menn fullnægt 28. þessa mánað-
ar og verða þá að sjálfsögðu látnir lausir.
Sigur Jan. C. Smuts í Suður
Afríku,
bingkosningar eru svo að segja ný afstaðn-
ar í Suður Afríku, sem vöktu rneiri eftirtekt á
ineðal allra þjóða, en nokkrar aðrar kosningar
sem fram hafa farið nú í langa tíð.
Nú síðan stríðinu lauk þá snúast flestar
kosningar um áhvgamál manna 'heima fyrir.
En svo var ekki í Suður Afríku, heinia málin
komu þar ekki til greina.
Kosningarnar snénist um það, hvort ríkis-
samlbandinu við breska ríkið skyldi haldið, eða
því sJitið og lýðveldi myndað. Flokkur mauna
alLsterkur, undir forystu Herzoq 'hershöfðingja
og sem kallar sig “nationalista” fóru þegar að
loknu stríðinu að vinna að því að Suður Afríku-
’ menn heimtuðu rétt sinn úr höndum Breta og
segðu skilið við þá, aþ'fullh og öllu. Hafa
þeir að líkindum verið snortnir af hinum miklu
óeyrðum og óánægju anda, sem gagntekið hefir
svo að segja hverja einustu þjóð heimsins. Og
svo rmiB Mka hafa vakað fyrir þeim gamlar
værur frá Búastríðinu, þar sem nationalista
leiðtoginn Hertzog var einn af allra atkvæða-
rriestu mótstöðumönnpin Breta.
Forsætisráðherra Jan. C. Smuts aftur á
móti hélt því fram, að þeir nytu nú þegar alls
{>ess stjórnmála frelsis sem þeir þyrftu og vildu,
en það væri þeirn ómetanlegur hagnaður og
styrkur að halda vingjarnlegu sambandi við
breska ríkið. Og úrslit kosninganna urðu
þau að Jan. C. Smuts vann stórkostlegan sigur
— hefir yfirgnæfandi meiri 'hluta nm frárn hina
flokkana báða sem í þinginu eru, én það eru
Nationalistpr eins og sagt hefir verið og verka-
menn. ' >
Kosningarnar næst á undan þessum síð-
nstu, fóru fram í marzmánuði 1920. Við þsér
varð Jan. C. Smuts. í minnihluta svo tilfinnan-
lega, að til vandræða horfði, en tókst þó að
halda stjórnartaumunum og stýra fram hjá
•skerjum og torfærum unz hann leysti upp þing-
ið og gekk til kosninga nú fyrir skömmu, eins
og að framan er sagt.
Þingmenn Suður-Atríku eru 133 talsins.
Þar af voru 69, að flokki Smuits ineðtöldum, er
ekki vildu að stjómartaumamir kæmist í hend-
ur Nation alistanna, eða verkamanna, sem voru
fjölmennir á síðasta þingi. En nú hafa hlut-
irnir snúist svo, að verkamanna flokkurinn, sein
taldi yfir 30þingmenn á síðasta þingi, er nálega
úr sögunni, og Nationalistarnir komu ut úi
þessum kosningum með sundraðar fylkingar og
brositnar vonir. En Smuts hefir náð völdum
með yfirgnæfandi meirilhluta, umfram alla mót-
stöðuflokka sína í þinginu.
Jón Runólfsson.
íslenzku blöðin hér vestra hafa jafnan hlynt
að skáldskap, og enginn mun neita því, að þau
eigi hrós ski'lið fyrir það sem þau hafa gert til þess
að glæða skáldskapar neistann, sem meðfæddur
er þjóð vorri. Að vísu hafa birzt mörg kvæði, er
ekki mega kallast snildarlega kveðin; en þó svo
sé, þá er engin ástæða til að álíta íslenzkan skáld-
sk’ap vestan hafs án framtíðar. Heldur er það
góðs viti, að það eru svo margir, sem finna næði
til að yrkja hér í þessu landi, þar sem þjóðin er
enn að berjast fyrir efnalegri vellíðan og þekkir
varla þá ró, sem er svo nauðsynleg fyrir bók-
mentaleg störf. Ef skáld vor hér snerta ekki
eins yiðkvæma strengi og bræður þeirra á íslandi,
þá er það einmitt af því, að hið íslenzka hugarfar,
gagnsýrt hinu draumþrungna loftslagi gamla
(andsins, nýtur sín ekki hér meðal efnislegs eða
verklegs hugsunarháttar.
Meðal kvæða, er birtust í jólablaði Lögbergs,
var þýðing af þætti úr hinu nafnfræga kvæði
Tennyson’s “Enoch Arden”. Jón Runólfsson, sá
er þýddi meistaraverk þetta, er viðurkendur sem
einn af beztu íslenzku lýrisku skáldunum vestan
hafs, og vér finnum að hann á viðurkenninguna
skilið, þegar vér sjáum hve snildarlega hann hefir
útlagt list Tennyson’s, sem í ritfegurð stendur
fremstur í röð enskra skálda. Jón Runolfsson hef-
ir meö aödáanlegri nákvæmni gefið oss Enoch
Arden” á íslenzku máli, og ber verkið vott um
lifandi skáldlega tilfinning.
Vér getum byrjað með fjórtánda versi:
• And Enoch Arden, a rough sailor’s lad
Made orphan by a winter shipwreck”,
sem er þannig þýtt:
“Enok Arden,
munaðarlaus og ófágaður angi
son fiskimanns, er hafði í vetrar veðrum
einhverju sinni brotið fley og farist.”
Vér undrumst yfir krafti tungu vorrar, því
þýðing þessi er orðrétt, en virðist samt viðkvæm-
ari og hljómfegurri en enskan.
Svo er 37. vers:
“But when the dawn of rosy childhood past
And the new warmth of life’s ascending sun
Was felt by either, either fixed his heart
On that one girl, and Enoch spoke his love
But Philip loved in silence, and the girl
Seemed kinder unto Philip than to him.”
Og þýðingin:
“Að. morgni liðnum bernsku rauðra rósa
er, sunna lífs í hádags hæðir svifin
með nýjum varma vakti beggja hjörtu,
þá feldu báðir ástarhug til hennar,
og tjáði Enok henni allan vilja,
en Filip ól í brjósti þrá og þagði.”
Vér getum varla hugsað oss orð, sem betur
gætu lýst hinni þögulu þrá Filips, og svo kemur
vers, sem enginn nema hugvitsmaður gæti
skrif að:
“Samt virtist mærin þýðast Filip fremur.”
Stafrími, hljómfegurð og samhljóðan er að finna
í hverju versi, og sumstaðar stendur skáld vort
Tennyson framar. petta er að nokkru leyti máli
voru að þakka, en mikið af því er meðvitandi til-
raun skáldsins.
Förum svo að hinu fræga 56. versi:
“From the dread sweep of the down stream-
ing seas,”
sem er þýtt:
“í voða greipar hvítfyssandi hranna.”
Hér hefir báðum skáldunum farist snildarlega.
Vér getum heyrt suðandi brimið steypast ógnandi
yfir þilfarið og það brakar og brestur í reiðanum.
pá eru versin 73 og 74:
“All kindled by a still and sacred fire
That burned as on an altar.”
þetta er svona hjá Jóni:
“Andlit hans lýst upp hægum, helgum loga,
ér brann sem hóglágt, heilagt fóraarbál.”
Hversu vel hafa ekki báðir skilið eymd vonbrigð-
innar, sem lýsti sér hjá Filip —
“and arose and past,
Bearing a life-long hunger in his heart.”
pað hljóðar svona á íslenzku:
“svo stóð hann upp og fór,
með brigði vona beisk og hungrað hjarta.”
petta eru að eins fáein dæmi til að sýna, hve
snildarlega þýðingin er úr garði ger. Til þess að
hún verði metin til fulls, þarf að bera kvæðin sam-
an orð fyrir orð.
Fýðing af að eins litlum parti af hinu langa
frumverki hefir birst, og vér vonum að Jón Run-
ólfsson lofi oss að gleðja hugann við framhaldið.
E. J. Thorlakson.
“Sí
Hversvegna þér eigið að spara
Til að tryggja yöur gegn ókomn-
um tíma.
Til að tryggja ánægju og vel'líðan
ellidaganna.
Til að tryggja fjölskyldu yðar,
þegar dauðinn kallar.
THE ROYAL BAHK
______________OFOANADA
Innborgaður höfuðstóll og varasjóður.... $40,000,000
Allar eignir................. $572.000,000
Föðurland og móður-
mál.
“Hvert er móðurmál Vestur-
íslendinga,”
Maður nokkur Sigurður Vigfús-
son að nafni, er reit fróðleiks-
grein í IbarnaJblað Lögbergs, Sól-
skin ií fyrra, lét þá skoðun í ljós
að enska væri móðurmál þeirria
barna sem .hér væri alin, eða kæm'u
ómálga hlngað. Sú er þetta rit-
ar mótmælti þessu með fáeinum
línum þá. Mr. S. V. svaraði um
jólin í fyrra. Dregiist 'hefir lenig-
x:r en skyldi af minni hálfu að
gera frekari athugasemdir; kem-
ur eigi slíkt af áhugaleysi heldur
skort á manmskap. En málið er
þannig vaxið, að litlu munar hvort
þær koma ári fyr eða síðar. Finn
eg svo fulla afsökun \ að biðja
ritstjóra Lögbergs að gera svo vel
og leyfa þessum Idnum rúm því
betra er þær komi seint en aldrei.
Svo segja vitrir menn að á flest
ef ekki öll mál megi lfta frá fleiri
en einni hlið. Aldrei Ihefir mér
orðið sú goðgá á að eifa isannleiks-
gildi þessarar staðhæfingar. Eg
hefi því .horft á þetta mál frá ýmis-
um hliðum og fundið á því að
minsta kosti fimm, sem allar eru
minni áðurgreindu neitun til stað-
hæfingar, þó nú málið í rauninni
verðskuldi þúsund, verður það að
gjalda vanmættis míns að eg drep
að eins á þessar fimm.
Fyrsta hliðin er sannl'eikurinn.
Alt tsem bygt er verður að byggjast
á sannleika þyí hið gagnstæða sem
undirstaða orsakar hverri bygg-
ingu að hrynja til grunna. ís-
'lenzk tunga lifir hér vestan hafs
á ifjölda heimila, og það á meðal
innfæddra, í kirkjum, á lifandi
blöðum og bókum og í skóla. Alt
þetta llíf er komið frá fólkinu sem
tunguna á og leiðtogum þess. pað
er því ekki satt að önnur tunga
sé orðin móðurtunga barnanna,
því til þess þarf íslenzkan að deyja
alveg út á vörum þeira. Ofan-
greind ástæða er auðvitað næg
neitun, en eg ætla að minnast
hinna.
önnu r/hlið málsins er mögu-
leikinn. Er Islendingum mögu-
legt að vera búnir að ráða svo nið-
urlögum tungu sinnar, að börn
þeirra geti eigi eignað sér hana
sem móðurmál? Hún er and-
legt afkvæmi lifandi sorgar og
dýpstu gleði, er sigrað hefir á
braut frá ihöfundi lífsins í gegn-
um lifandi duft þessarar jarðar.
Tungumál ihverrar þjóðar er einn
dýrasti gimsteinn hennar. 1
tungunni spegla sig sálir þjóðanna,
hún er saga menningar iþeirra, ó-
hrekjanlegasti votturinn um sigr-
aðar þraútir. Tungurnar eru mis-
munandi að göfgi, fullkomnun og
styrk. Að sumu leyti mun það
orsakast af því, hve staðhættir og
kringumstæður þar sem þær hafa
myndast eru ólík.
Á norðurslóðum eru sem kunn-
mgt er lífsskilyrðin kröfuhörð. 1
rauninni lifir þar að eins það eitt,
isem eitthvað hefir til lífs unnið.
Og þó að íslenzk tunga kunni að
eiga, að einhverju leyti rót að
rekja til annara heimsálfa, þá
hafa Norðurlönd vafalaust sett
sitt dýpsta mark á hana. Geta
menn gert sér það í hugarlund að
hljóð þau er menn gefa frá sér í
baráttunni fyrir tilverunni við
hrikaleik náttúrunnar, í köldum
og afskektum fjallalöndum og úfn-
um úthöfum, muni dýpra sótt en
hjá þeim mönnum sem t. d. liggja
naktir undir trjánum ií beitu lönd-
unum og Mða þar til aldini falla
í munn þeim. pað er lögmál llífs-
ins að alt sem er lengi að safna
styrk er einnig lengi að hrörna og
deyja ef að iskaplegu fer.. pess
styrks, er þroskast ihefir í gegn
um hörmungar og aldrei sýnt ó-
ekta hugsun, ber íslenzk tunga
vott.
Um eðlisgöfgi hennar má til
marks taka að ihversu sem íslend-
ingar Ihrúga saman lljótu orðbragði
geta þeir með engu móti ákallað
guðdóminn lí blótsorða skyni á ís-
lenzku, bara af því að tungan
leyfir það ekki, frá málfræði-
legu sjónarmiði er hún svo form-
föst að lærðir menn og konur
segja hana fyllilega eins sterka
grind undir aðrar tungur óg Iát-
ínu. Svo llítið breytta frá forn-
öld íslendinga sagði Guðmundur
Finnibogason hana vera, er hann
var staddur á ræðupalli í Leslie,
að þó Bergþóra, Hallgerður, Guð-
rún eða hvaða fcona sem væri
vond eða góð, sem gengi hér í sal-
inn í kvöld, ,þá mætti hún skilja
hvað talað væri. Hún er því svo
merk og mikið til hennar unnið að
vér getum eigi íbjálpað því, þó
börn vor eigi hana að móðurmáli
einu.
priðja Ihlið iþessa máls er þegn-
skylduMiðin. “Alit fyrir velferð
heildarinnar,” er þjóðræknislegt
jafnt sem alþjóðlegt, hugsjónahá-
mark. Einhuiga þjóð með eina
ríkistungu, er ta'lið spor í átt þess
marks, sé annars á réttu bygt. Hér
í landi hefir sitt þjóðarbrotið
komið úr hverri áttinni. Meir
en lítið þurfti til hliðar að beygja
til þess að hægt væri að beina
jsporum i rétta átt. pegar til
virkileikans kemur meinar það að
leggja börn siín og tungu á altari
þjóðarinnar. petta ihvorutvaggja
hafa íslendingar gert. Fimm
daga hverrar viku eru Ibarnaskól-
ar ríkisins opnir og fimm daga
hverrar viku undirgangast íslend-
ingar að senda ibörn sín á þá.
Hefir víst alldrei Iheyrst, að þar sem
þessir skólar eru í ólagi en, eða
skólaganga -stofnuð, að -það stafi
af því að íslendingar séu með sína
skóla. par að liggja aðrar
orsakir. pað hefi eg líka heyrt
mann segja, sem ætti að vera því
kunnur, í opinberri ræðu, að aldr-
ei hafi íslendin-gar beðið um fé af
því opinbera -til að halda sinni
tungu.
Af því ofangreinda sést að tími
og kraftar barnsins gan-ga í það,
að drekka síns lands menningu.
Annað er það líka isem stefnir i
þeslsa sömu átt, en sem mest^u
varðar, en það er áhugi barnsins.
En það er einmitt áhu-gi þess sem
hverju foreldri er skylt lað vaka
yfir, að íhann stefni að því Iheil-
brigða en sneiða hjá því sýkta.
petta er ómögul-egt nema eðlilega
sarribandið ;sé heilt milli foreldra
og Ibarna. En þar s-em fjöldi af
íslendingum hefir fllutt hingað á
fullorðins aldri, og hvtorki haft
tima né kringu-mlstæður til að
nema enska tungu, svo -Vel færi
á, þá er það eðlilegt að -foreldrar
noti sína tungu við börnin, og nái
þannig betra Ihaldi á að innræta
þeim það 'sem nauðsynilegt er, líka
lifir tungan að einlhverju 1-eyti í
sálum barnanna, af þessum ástæð-
um. Fjórða boðorðið — -eða öllu
heldur, öll Iboðorðin eru ei-gi síður
góð og gild hér í Canada, en þau
voru einu sinni, að minsta k-osti út
á íslandi. En það er erfitt fyrir
Jbarn að aldri, að virða þá foreldra
sem þeir fundu -ekkert an-dlega
eigulegt hjá. pað er dýrasta
þegnskyl-dan að rækta -góðgres-
ið, en drepa illgresið íí sálum upp-
vaxandi meðborgara tinna. Hið
gagnstæða eru verstu landráðin.
Can-ada er móðurmold hér inn-
fæddra barna. pað er eigi vor
skuld, né heldur oss að þakka, þótt
-eíni -og andi -geti eigi fylgst jöfn-
um skrefum, en það skyggir í
engu á þegn'hollnustu Mándinga
þó móðurtunga þeirra, iriegi til enn
þá að vera móðurtunga bama
þeirra.
Fjórða hliðin á þessu máli er
enska hliðin.
Líta Englendingar svo -á sem
móðurtunga þeirra isé einnig móð-
‘urtuniga samborgara þeirra af út-
lendu-m ættu-m. N-ei. Eg veit
hér eirbt dæmi af mörgum er sýnir
skoðun þeirra á því máli, þó mér
séu mörg fleiri kunn af persónu-
ilegri -viðkynnin-gu við marga af
-þeirri þjóð.
Canadiak kona af ensku kyni er
-kynst h'afði- ís'lendingum hér í
-landi og numið nokkur orð í ís-
i-enzku og stundaði sjúka í stríð-
inu mikla. Einn af Canada pilt-
unum íslenzku þjáðist svo mjög
að læknar og hjúkrunarkonur voru
ráðallausar með hann. Húgkvæmd-
ist þá einum lækinum að isenda eft-
ir þessari áður áminstu hjúkrun-
arkonu til að tala við -hann á ís-
lenzku “ef ske kynni að móðurmál-
ið hefði sefandi áhrif á hann”.
Stúlkunni var leyft að verða við
tilmælum læknisins þó hún væri í
annari stofu. Hún sa-gði að pi-lt-
urin-n ih-efði tálað ensku reiprenn-
andi svo sín hefði ieigi þurft við
til að túlka mál hans. En aldrei