Lögberg - 03.03.1921, Qupperneq 4
Blfl. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
3. MARZ 1921.
iL'öiibevq
C7
Gefið út Kvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,tCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Talsimart N-6327 o£ N-6328
Jón J. BQdfell, Editor
Utanáskrift til blaðsins:
THE COLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnípeg, Wjan-
Utanáskrift rit»tjóran»:
EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an.
I
The “Lögberg” is printed and published by The
Columbia Press, Limited, in the Columbia Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manltoba.
Þjóðrœknis-þingið.
Þjóðræknisfélag Vestur-íslendinga er nú að
verða þýðingarmikiS afl í félagslífi þeirra.
t 'byrjuninni spáðu menn misjafnlega fyrir
því, Kéldu að það mundi ekki eiga langan aldur
fyrir hendi. Héldu, að tilraunin mundi drukua
í hinu straumþunga þjóðlífshafi, sem vér erum
búsettir í.
Og ef það ekki gerði það, þá mund ósam-
heldni sjálfra vor og ósamlyndi komaþessu máli
í koll, eins og það hefir áðair dregið úr svo mörg-
um nýtum fvrirtækjum vor á meðal og sundrað
kröftum vorum.
En hvorugt hefir orðið enn sem komið er,
cg hvorugt á eða 'þarf verða Þjóðræknisfélagi
Vestur-fslendinga til fjörtjóns.
Oss getur greint á um margt, og vér getum
skifts í flokka, smáa eða stóra, um einstök atriði
sértnála þeirra flokka, og jafnvel um málin og
stefnurnar sjálfar. En vér getum naumast
orðið ósainmála um það, að leggja ra'kt við það
bezta, sem vér sjálfir eigum, þann lífsþrótt, sem
.hald'beztur liefir revnst í lífsbaráttu vorri hér,
ef vér viljum vera menn á annað ,borð.
Hvers vegna er þörf á að balda Vestur-ís-
iendingum saman ? Hvf má ekki höggva á
allar íslenzkar félagstaugar og láta svo reka í
þá höfn, sem hverjum einum meðal vor þykir
bezt að lenda í?
Sökum þess að fólk v'ort, hið íslenzka fólk í
Ameríku, er ekki við því búið. Lífsfesta þess
að svo miklu leyti sem það á vfir nokkurri lífs
festu að ráð'n, er enn bundin við lífsskoðun og
lífsþrótt feðra þess og það vrði ómetanlegur
skaði fvrir manndóm þess yfiideitt, ef það slitn-
aði eða vrði slitið upp af þeirri rót of fljótt.
Og svo er annað, sem öllum þeim er þekkja
og bera manna bezt skynbragð á þessa hluti,
kemur saman um, og það er, að menning sú,
sem hér býðst og vér sém aðrir erum að kaupa
dýrum dómum, sé að engu haldíbetri né hóllari
til lífsfágunar og einstaklingsþroska, heldur en sú
sem vér eigum og sem að þjóðræknisfélagið
vill hjálpa til að þroska í lífi fslendinga sjálfra,
vngri jafnt sem eldri, og í lífi tþjóðarinnar sem
vér Ibúum með.
Þjóðræknisfélagið er ekki þröskuldur á vegi
neins manns að takmarki manndóms og dáða.
Þvert á móti þess aðal markmið er að rejma
að halda fólki saman og hafa áhrif á það til þess
að verða meiri raenn, hreinni menn, betri borg-
arar kjörlands síns og'þjóðar.
Getum vér Vestur-fslendingar ekki allir
með góðri samvizku og í einlægni unnið að því
takmarki ?
Er nokkur vor á meðal svo lágt fallinn, að
hann geti ekki, eða vilji ekki vera með í því að
styðja fólk vort á vegi drengskapar og dygða?
Menn segja að ókleyft sé að halda ungu
kynslóðinni á meðal vor Vestur-íslendinga að
hugsun og Mfsháttum feðra sinna.
Vér skuilum fúslega játa að það er ervið-
leikum bundið. En það er erviðleikum bund-
ið líka að innræta unglingum vorum ást til þess
fegursta sem hin emska menning ihefir að bjóða,
og þó reyna foreldrar allra barna með hjálp
ríkisins að gjöra það.
Dæmi þekkjum vér af föður sem átti þrjá
sonu, þeir voru 8, 10 og 12 ára að aldri og hafði
faðirinn ekki hugsað um að ibeina huga þeirra
í neina sérstaka átt að því er lestur bóka snerti
fyr en hann var vakinn af uniferða prédikara
einu sinni í þá átt. Hann kallaði drengina
fyrir sig þegar augu hans sjólfs opnuðust fyrir
því, hve þýðingarmikið atriði iþað var fyrir
drengina hans að þeim væri beint inn á hollar
brautir í þessu sambandi, og varð þá þess var
að þeir höfðu allir myndað sér skoðun um það
hvaða bækur að þeir vildu 'helzt ilesa og sáu
enga ásta>ðu til að breyta henni, þrátt fyrir
umtölur foreldranna. Skyldi það ekki vera
rokkuð margt af íslenzkum foreldrum sem
'þekkja þessi dæmi og samt gefast þau ekki upp.
Erviðleikarnir yrðu langtum minni hjá oss
í samhandi við viðhald íslenzks þjóðernis, það
er heilbrigð lífsskoðun, norræn manndáð og ís-
lenzk tunga, ef vér gerðum oss fulla grein fvr-
ir þýðingu þeirra lífsafla fyrir isjálfa oss og af-
komendiír vora og vildum svo vinna saman í
einlægnj.
Þjóðræknisþingið síðasta bar vott um vax-
andi þrá í þessa átt, því fulltrúar voru mættir
lir flestum bygðum íslendinga austan Kletta-
■f.jalla, til þess að iæða þessi mál og reyna að
hrirnla þeim í framkvæmd.
Nýjar bækur
i.
Fyrsta íslenzka ljóðabókin sem oss hefir
borist upp í hendurnar á árinu 1921, er ljóða-
hók Þorsteins (Jíslasonar í Reykjavík — all-
stór bók 323 blaðsíður í 16 blaða broti að efnis-
yfirlíti meðtöldu. Snið bókarinuar er að-
gengilegt og ytri frágangur allur prýðisgóður
og útgefendanum, sem er höfundurinn sjálfur
til sóma.
Það er óþarfi að gjöra höfund þessara
Ijóða kunnugan hinni íslenzku þjóð, því hann
er alþektur sem blaðamaður og að nokkru sem
skáld, 'því fjöldi að kvæðum þeim sem í bók
þessari eru höfðu áður birst í blöðum og tíma-
ritum — en nú dregin saman í heild og f jölda-
mörgu bætt við sem áður hefir ekki komið fyrir
a I menningss jónir.
Jæja, vér erum búnir að iesa bókina og
böfum lagt hana frá oss ánægðari en vér vorum
þegar vér byrjuðum lesturinn. Þarna er bók,
sem að mörgu leyti er merkileg og að voru á-
liti skarar hún fram úr mlörgum okkar meiri-
háttar Ijóðalbókum, að . minsta kosti að einu
leyti, að það er ekki óheilbrigð hugsun til í allri
bókinni, maður finnur að: “Það er mætur
merkur, heill, maður á bak við kvæðin.” Eins
og Guttormur J. Guttormsson skáld komst að
orði um Iv. N. Júlíus. Og oss liffgur við að
segja að það hafi vakið hvað mezta eftirtekt
hjá oss er vér lásum kvæðin, hve merkilega að
þau eru heilbrigð. Það er sama um hvaða
efni skáldið kveður, jafnvægið í hugsuninni
raskast aldrei. Glögg róleg, og víða prýðis-
skörp athugun mætir lesendanum í kvæðum
þessum og hvergi finst manni hallast þræðirn-
ir, svo blálþróðalausir og jafnir að maður á ekki
slíku að venjast yfirleitt í íslenzkri ljóðagerð,
og þetta er ekki að eins að finna í einstaka
kva*ði hjá Þorsteini heldur í þeim ölilum — 1
ta>kifæriskvæðum líka sem fjarska mikið er af
í hókinni og ervitt er að gjöra svo úr garði að
þau taki fram eða standi jafnfætis því bezta
sem ort hefir verið í Iþá átt hjá þjóð vorri, því á
því yrkisefni hefir sannarlega verið níðst af
skáldum þjóðarinnar. En minninga ljóðasafn-
ið er auðugra fyi’ir önnur eins erindi og þetta
sem tekið er úr kv’æðinu “Yígslusöngur
“Svo fallast í arma hið forna við nýtt.
Þú feðranna göfuga tunga
átt logann, sem gert hefir lífið hlýtt
og lýst oss í gegnum blítt og strítt.
— Hann varðveit þú, Island hið unga!”
Þorsteinn er ekki skáld stormsins, sem
geysar um grund, sem hristir hús og híbýli,
beygir og brýtur eikurnar og haslar karlmensku
inanna völl.
Hann er ekki heldur þrumuskáld, sem
brýst inn í sálarlíf manna með Ijóðum sínum
eins og þniman í gegnum skýbólstrana, og rödd
lians er ekki heldúr “þung sem græðisgnýr. ”
Hann er skáld blíðveðursins, skáld vorsins,
vonanna, nýgræðingsins og blómanna sem
skjóta upp krónunni til fegurðar í lífinu og
gleði öllum mönnum.
Mörg eru kvæði blíðveðursskáldsins falleg
og mvndirnar í þeim skýrar t. d. í kvæðinu
lóur:
“Ertu þar lóa?
— Úti um móa
enn er ,hér svellað,
freðið og kalt.
Þú ert að kvaika,
komin til baka,
kveðju frá vori,
— En svona’ er hér alt!”
í kvæðinu “Útreiðardagur” stendur þetta:
“Sólargyðja sigurskál!
Svona’ á lífið alt að vera.
Enginn hrygð né búksorg bera.
Njóti gleði sérhver sál!
Þrúðgi hnjúkur, þína skál!
Þessi fagri sumardagur
lifi’ í minning ljós og fagur!
Drekkum landsins dísa skál!”
“Grafskrift” heitir eitt allra snjallasta
kvæðið í bókinni, og getum vér ekki stilt oss
um að prenta það hér upp:
“Það vantaði síst að hann hugsaði hátt,
og hann hefði mátt koma að notum.
Hann byrjaði á ýmsu, en endaði fátt,
og alt lá það hálfgert, í 'brotum. '
Prá 'barnæsku var hann með gleraugu grá,
en glerið var efalaust svikið,
hvar sem hann ráfaði, rak hann sig á,
var rauður og blár fyrir vikið.
0g áform hans, þau voru ósmá og mörg,
en ætti’ hann sér vegi að skapa,
þá klifraði’ hann ætíð í ógengis björg,
var altaf að detta og hrapa.
Og hvergi í lífinu festu hann fékk,
þó flæktist hann víða um álfur;
,hann rétti þeim hönd sem að haltrandi gekk,
en haltraði allramest isjálfur.
Hann skildi’ ekki lónsins og lukkunnar spil,
og lífseglið kunni ekki að vinda,
var fugl, sem ei þekti á fjöðrunum skil,
eða fiskur, sem lærði’ ekki að synda.
Og gæzka og niiskun fór gjafarans blíð
um garð hans hið efra og neðra
unz þrevttur á æfi sem aðeinis var stríð,
hann álpaðist tíl sinna feðra.
t guðs nafni’ í jörðina grófu hann menn
við gloymsku og myrkursins skorður.
En lýðurinn hrasar um leiðið hans enn:
h’ann liggur í suður og norður.
0g nú. þá hann liðinn er dauðans í dá,
hann dreymir und sverðinum1 grænum
um hálsbrotinn val undir hömrunum blá,
og hákarl, sem druknaði’ í sænum.”
Yér vitum ekki hvort skóldið á hér við
nokkurn sérstkann maira, teljum það ólíklegt,
heldur á hann við þann óteljandi aragrúa af
fólki sem lýsing þessi á svo meistaralega vel við.
Dálítið er af stökum í bókinni og eru sumar
þeirra fallegar og mjög vel ortar t. d. “Vor-
himinn ’ ’:
“Þú ert fríður, breiður, iblár
og bjartar lindir þínar;
þú ert víður, heiður, hár
sem hjartans óskir mínar.”
Vér gætum haldið áfram út í það óendan-
lega, að tala um þessi ljóð, en hvorki tími né
rúm leyfir oss það, samt, getum vér ekki hætt
svo að minnast ekki með einu orði á þýðingarn-
ar í bókinni, þær eru flestar á kvæðum eftir
norska skáldið Björnson. 1 kvæðinu alþekta
“Móðirin” hefir 'slæðst inn prentvilla, þar
stendur:
“Fallinu frá verð þú hann
unz frelsaðan heim þú berð hann.”
í staðinn fyrir:
“Fallinu frá þú verð hann
unz frelsaðan heim þú berð hann.”
Þýðingarnar sumar eru meistaralega góð-
ar hjá Þorsteini, t. d. “Huldumál” eftir Thom-
as Moore, en ekki hefir “tsland” elftir W. S.
C. Russell tekist eins vel. 1 kvæðinu: “Eg
ætlaði” eftir Björnson stendur þetta:
Eg ætlaði’ að gera úr mér afbragðsmann;
Eg ætlaði langt burt, en veg ei fann.
Eg vildi með stórmennum istanda,
þeim stærstu í verki og anda.
Nú sé eg, hið dýrsta’ af drotni léð
og dvggasta með sér að íbera
er ekki, að teljast þeim mestu með,
en maður í reynd að vera.
Vér mintustum á hér að framan hve lieil-
brigð hugsun skáldsins væri, þar við eigum vér
eftir að I>æta vandvirkninni á máli og búningi
kvabanna, er það stór kostur á hverri einustu
bók — ekki síst ljóða bókum. En iskáldskap-
argildi ihókanna felst ekki í því, heldur í frum-
legum og heilbrigðum hugsunum, ímyndunar-
afli, samfara næmum smekk og fegurðar tilfinn-
ingu.
Eins og vér höfum sagt, er heilbrigð hugs-
un og mörg mynd skýr í ljóðum þessum, þó
meira beri máske á umbúðum og máli sumra
kvæðanna, en á fruinlegum skáldskap, þá er það
að finna að meiru og minnu leyti hjá öllum
skáldum.
Vér mæluiö hið bezta með bókinni, hún er
til* sölu hjá Hjálmari Gíslasyni 506 Newton
Ave. Elmwood, Winnipeg, bróður skáldsins og
kostar $6,00 í skrautbandi, en 4,40 í kápu.
II.
Tímarit Þjóðræknisfélagsins 1920 II. árg.,
er nú kominn út og er glæsilegt á að Mta, pappír
góður, prentun skýr og frágangur allur hinn
bezti.
Innihalldið er fjölbreytt og skemtilegt eins
og sjá mó af efnisskránni:
1. Landafundir og sjóferðir í norðurhöf-
um. Ilalldór Hermannsson.
2. Þrjú smákvæði: G. J. Guttormsson.
3. Verðbækkun: 'séra Kjartan Helgason.
4. Vordraumur, kvTæði: Þorskabítur.
4 . Eiríkur Magnússon: séra G. Arnason.
6. Þr jú kvæði: Jakðbína Johnson.
7. Tvær sögur: Arnrún frá Felli.
8. Þýðing íslenzkrar tuiígu fyrir Engil-
Saxa: Peroy Grainger.
9. Percy A. Grainger: séra R. Péursson.
10. Út úr Babýlon. Kvæði þýtt af J. M.
Bjarnason.
11. Sundurlausar hugsanir J. Jónsson frá
Sleðbrjót.
, 12. Kvæði og kvæðabrot: Dr. B. Bjamason.
13: Nýjar stefnur, Jón Björnsson.
14: Þjóðræknissamtök Isl. í Vesturheimi.
séra Rögnvaldur Pétursson.
15: Landskuldin, Guðrún H. Pinnsdóttir.
16. Nýlótnir merkismenn á íslandi: séra
Rögnv. Pétursson.
17: Fjögur æfintýri þýtt, Einar P. Jónsson.
18: Fuliltrúi Fjallkonunnar, iséra Rögnv.
Pétursson.
19. Fvrsta árslþing Þjóðræknisfélagsins.
20: Fjárhagsskýrslur Þjóðræknisfélagsins
og félagatal.
Um hinar sérstöku ritgerðir og kvæði ætl-
um vér ekki að fjölyrða að þessu sinni, en látum
oss nægja að segja, að sumt af þeim bngvekjum
feern þar ern, eru uppbyggilegar og prýðisgóð-
ar. — Svo að ritið verðskuldar að fá góðar und-
* irte'ktir og komast inn á hvert einasta íslenzikt
heimili í Vesturheimi.
Á meðal annara ritgerða sem í ritinu eru
og hver einasti íslendingur í Vesturheimi ætti
að losa, er ritgerð Percy Grainger, um þýðing
íslenzkrar tungu fyrir Engil-Saxa, er það vitn-
isburður Kljómfræðingsins heimsfræga nm á-
hrif og ágæti norræns hetjuanda og drengskaps-
lundar, sem sál hans hefir drukkið í sig úr bók-
mentum vorrar eigin þjóðar fornum og nýjum,
7— dæmi sem ekki hefir verið að eins reiknað,
heldur lifað.
Ritið er óheyrilega ódýrt, kostar að eins
1 dollar og er til sölu hjá hr. Finni Jónssyni,
bóksala að 698 Sargent Ave., Winnipeg.
Það er skylda yðar að spara.
Sá maður, sem liefir Sparisjóðsreikning,
þarf engu að kvíða.
Sparnaður, sem hefir eitthvað ákveðið að
iba'ki, er góður siður.
Sparisjióðsdeild við hvert útibú.
THE ROYAL BANK
OFGANAÐA
Innborgaður höfuðstóll og varasjóður.... $40,000,000
Allar eignir.............................. $572.000,000
Annað ársþing
Pjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi
var haldið í Winnipeg borg dag-
ana 21., 22. og 23. febrúar þ. á.,
samkvæmt þingþoði því, er blöðin
höfðu flutt. pingið setti forseti
félagsin’s, sém Rögnv. Pétursson,
í Good Templara Ihúsinu kl. tvö eft-
ir hádegi hins fyrst dags. Var
fyrst sunginn sálmurmn: “Ó,
blessa guð, vort feðra-frón”. Síð-
an flutti séra Al'bert E. Kristjáns-
son, 'þingmaður St. George kjör-
dæmis, stutta bæn.
Las þá ritari, Dr. Sig. Júl. Jó-
ihannesson, þingboð, og forseti
auglýsti, að skýrslur embættis-
manna yrðu fram lagðar. Á með-
an á því stóð og síðar, rituðu flest-
ir fundarmenn nöfn sín í nafna-
skrá þingsihs. Forseti las fyrst
■sína skýrslu, ítarlega og vel
tsamda. Lýsti hann þar störfum fé-
lagsins á árinu og dr*ap á ýms mál
íhálf kláruð og ókláruð, er fyrir
lægju. Er Ihún of lön.g til að birt-
E;st hér, jafnvel Þ útdrætti, og
þyrfti nauðsynlega að prentast sér-
staklega í vikublöðunum eða ritum
félagsins.
Fjármálariitari Gíkli Jónsson las
stutta skýrslu ’staðfesta af yfir-
skoðunarmönnum, sem m'eðal ann-
ars sýndi, að við Ibyrjun ársins
1920 var félaga tala 480, en við
árslok 570. Og svo margir bæzt
við síðan bók var lokað, að óhætt
mætti telja félagsmenn um eða
yfÍT 700.
Skjalavörðuir Finnur Johnson
las upp skýrslu sína, er meðal
ann'ars bar með sér, að yfir 900
eintök hefðu selst af fyrsta árg.
Tímiaritsins, auk þess, er ^sent var
itil íslands, sem enn hefir engin
skýrsla fengist yfir.
Gjaldkeri Ásm. P. Jóhannsson
las upp og lagði fyrir fundinn
prentaða fjáíhagsskýrslu félags-
ins fyrir árið, endurskoðaða. Ber
Ihún með sér að fjárhagur félagé-
ins er í góðu ástandi, og er órækur
vottur ágætrar frammistöðu
gjaldkerans. Til góða frá fýrra
ári voru $271,23, en við árslok
1920 voru í vörslum féhirðis $754,
81 og auk þess óinnlheimt fyrir
auglýsingar umfram skuldir $346,
50; en skuldlausar eignir eru á-
ætlaðar samtals lítið eitt innan við
þrjú þúsund dbllars.
Allar þessar skýrslur voru tekn-
ar fyrir hver út af fyrir sig og
samþyktar eftir nokkrar umræður,
var forseta og gjaldkera auk þess
greitt þakklætis atkvæði.
Séra Guðm. Árnason gaf munn-
lega skýrslu um útbreiðslustarf
sitt 'í þarfir félagsin's. Hafði hann
ferðast um Narrows og Lundar
bygðir í 20 daga og fengið um 100
nýja félagsmenn. Kvað hann
fáa andstæða félagsskapnum, en
marga mjög áhugalitla. Var
skýrsla þessi meðtekin og séra
Guðm. þákkað unnið starf.
voru: Arngr. Johnson, Björn Pét-
ursson og Ásgeir í. Blöndahl. Síð-
ar afsökuðu sig tveir ihinir síðar-
nefndu, en himn fyrsti gat ekki
starfað sökum annríkis síns og
stjórnarnefndarinnar, er undir
kærunum lá.
pá var tekin til umræðu stjórn-
arskrá félagsins.
pessar stjórnarskráar breyting-
ar l'águ fyrir frá s'íðasta þingi og
voru teknar fyrir .lið fyrir lið og
að síðustu samiþyktar:
1. breytingar við 6. grein III.
kafla, þannig að í stað orðanna
“heimilt að halda eftir einum
fjórða hluta árstillagsins” o. s.
frv. komi: “heimilt að halda eftir
helmingi árstillagsins.”
2. pessu sé bætt við 3. gr. II.
kafla: “En því að eins er embætt-
ismaður löglega kosinn, að hlotið
hafi einfaldan meiri Ihluta allra
greiddra atkvæða.” —
3. í 6. gr. IV kafla stendur: “Með
því að breytingartillagan hafi ver-
ið borin upp og rædd á aðalfundi
félagsins árið áður.” 1 stað þess
komi: “Með því að sá eða þeir,
sem eftir breytingum óska, geri
s'tjórninni aðvart að minsta kositi
þremur mánuðum fyrir aðalfund.”
Klukkan átta að kvöldi hins
fyrsta þingdags sáfnlaðist saman
fjölmenni í fundarsalnum, og
flutti þá séra Rögnv. Pétursson
fyrirlestur um íslenzka málshætti.
Var Ihann ihinn fróðlegasti og
skemtilegasti og kendi þar margra
grasa kjarngóðra frá fornri og
nýrri tíð. Var ræðumanni greitt
iþakkílætisatkvæði að erindislok-
um.
pví næst var tekið fyrir næsta
mál á dagskrá: Minnisvarðamál
Jóns SLgurðssonar. Forseti las
n pp Tírer rra mlnnlsvaröancfnd-
inni. Kom iþar í ljós, að af hinni
upprunalegu 15 manna nefnd eru
eftir að eins 9. Nefndin kvaðst
ófús á að fá málið í hendur pjóð-
ræknisfélaginu iað svo stöddu.
Formaður hennar, Árni Eggerts-
son, lýsti því yfir, að hann hefði
fengið líkan af fótstalli fyrir
myndastytituna frá listamanninum
Einari Jónssyni, til yfirlits. Bað
hann um frest :í miálinu til mið-
vikudags, því þá yrði hann reiðu-
búinn að gefa greinilegri skýrslu.
Var það veitt.
pá var tekið fyrir útgáfumiál
rita og bóka. Urðu um það all-
langar umræður. Töldu flestir
brýna þörf á útgáfu lestrarbókar
fyrir unglinga, sniðma eftir þörf-
um. Vestur-íslendinga. Var
það sumra áliít að 'hæfir menn til
að rita slíka lesbók væru lítt fá-
anlegir og kostnaður sem næst ó-
kleyfur. Aðrir töldu engan
hörgul slíkra manna og penimga
mundi ekki verða vant ef ti*l kæmi.
Var kosin 3. manna nefnd til að í-
huga málið og leggja tillöigur fyr-
ir tþingið. í ihana voru settir:
Séra Guðm. Árnason
Finnur Jónsson
Stefán Einarsson.
1 dagskrárnefnd höfðu verið
skipaðir þeir séra Guðm. Árnason
Ásgeir í. Blöndáhl, (vara-riltari)
og Gísli Jónsson. Lögðu þeir
fram tillögu, að dagskrá skyldi
standa óibreytt eins og hún var
auglýst, að öðru leyti en því, að
emlbættismanna kosningar yrðu á-
kveðnar klukkan 3 eftir hádegi
daginn eftir. Var það samþykt.
pegar á öndverðum fundi, eða
næst á eftir forseta skýrslu, gaf
ritari munnlega skýrslu. Mint-
ist ihann að engu 'starfsemi sinnar
á árinu, en bar ýmsar kærur á
meðnefndarmenn sína. Meðal
þeirra var ein sú, að ritari hefði
ekki, þrátt fyrir Itrekaða beiðni,
fengið lykil að pósthólfi félags-
ins, sem sér þó hefði borið fyrstum
allra. önnur var sú, að stjórn-
arskráin ákvæði að ritari skuli
skrifa öll bréf félagsins. pes'su
hiefði ekki verið fylgt. 3. Stjórnar-
skráin ákvæði að forseti og skrif-
ari sjái um prentun alla fyrir fé-
lagið, en núverandi ritara hafi
ekki verið sýnd ein einasta grein
er í Tímariitið hefði verið tekin. 4.
nefndin ihefði ákveðið að halda
fasta fundi. pað hefði farist
fyrir, og sér því oft verið ómögu-
Legt *að sækja fundi fyrir ónógan j
fyrirvara. Gaf þetta af sér tals- j
verðar umræður síðar, og var kos-j
in þriggj*a manna nefnd til þess !
að rannsaka þessar kærur. Kosnir i
Daginn eftir (22 febr.) var
fundur selttur kl. 2,20 eftir hádegi.
pegar fundargjörðir höfðu verið
lesnar ræddar og afgreiddar, voru
teknar fyrir ritara kærurnar. Kom
þá í ljós, :sem áður er ávikið, að
nefndin hafði ekki getað afgreitt
störf sín. Viildu sumir, að geng-
ið væri strax til kosninga. pví
liðið var mjðg að þeiim tíma. Komu
þá fram sterkar raddir um, að
slíkt væri óviðeigandi oig rangt,
uns nefndin hefði svarað kærun-
um og þvegið hendur sínar frammi
fyrir þingheimi. Varð því úr
að ný nefnd var kosin: Ólafur
Bjarnason, Ásgeir í. Blönddáhl og
séra Guðm. Árnason. Skyldi hún
ljúka störfum sínum þá þegar, en
kosníngum frestað unz úrslit rann-
sóknarinnar væru sén. Boðaði
nú ihin nýkosna rannsóknarnefnd
alla stjórnarnefndina á leynifund
með sér og spurði hana spjörunum
úr. Meðan á þessu stóð var
Arni Eggertsson settur fundar-
stjóri, en P. S. Pálsson ritari. Var
! þá rætt um íslenzku kenslu. Séra
' Jónas A. Sigurðsson var málshsfj-
} andi, og kvað þetta 'lífið og sálina
j í þjóðræknisstarfi félagsins, 'börn-
in ættu heimting á að vera ekki
svift þeim arfi, væri það menning-
arlegt tap að fara* á mis við ís-
lenzku nám. Sem svar við fyrir-
spurn kvað ihann heppilegast að
fonstöðumaður Jóns Bjarnasonar