Lögberg - 03.03.1921, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. MARZ 1921.
Æska er
æfí ekóll,
Alt, sem
lærlst t>i.
Custer úlfurinn.
Ilinn nafnkunni Custer úlfur leggnr leið sína
yfir langa vegu. AÍ5 síðustu erður veiðimaður
stjórnarinnar úlfinum snjallári eftir langan elt-
ingáleik. ' '
Eftir níu ára ofsókn á ihendur hjarðmönnum
í nánd vúð Custer í Suður Dakota og $25,000 skaða
sem hann vann þeim, liggur hann nú dauður.
Jíann var skæðastur og grimmastur allra dýra,
som þekt eru í héruðunum umhverfis Custer í Suð-
ur Dakota, og daginn sem hann féll, voru talsím-
arnir upp teknari eit daginn sem samningurinn um
vopnahlé stríðsins mikla var undirritaður.
I níu ár hafði fé verið lagt til höfuðs honum
og af öllum álitinn réttdræpur—grimmasti, vitr-
asti og heppnas'ti vargur, sem lögin höfðu ólög-
helgað og sem nokurn tíma hefir þekst í hjarð-
manna héruðunum í kring um Custer.
Vit hans eitt tók grimdinni fram. Hann drap
með haversu þeirri, er grimmum dýrum er eigin-
leg á þessurn staðnum í nótt, en nóttina eftir réð-
ist hann á hjörð í fjmtíu mílna f jarlægð.
Óvanaleg kœnska.
Ilann komst gegn um allar hættur og fyrirleit
þær. Hann fann þefinn af öllum eiturtegundum
og sneidd’i lijá þeim. Hvað vel sem bogar voru
faldir, þá sá hann þá eins og mynd sjálfs sín í
spegli á sólhjörtum sumardegi.
Gamlir veiðimenn, sem undir öðrum tilfelum
mistu aldrei það sem þeir skutu á, sáu hann hlaupa
óskaddan undan skotum sínum.
$500 voru iagðir ti'l höfuðs honum, og menn
sóttu hann sér til fjár; nafnfrægir veiðimenn lögðu
sig fram til að ná honum heiðursins vegna, og
samt eyddi og deyddi úlfurinn fé manna eins og
ekkert væri gert til að hefta för hans.
Hjátrúarfult fólk sagði, að hann væri eigi
eirthamur. Aðrir sögðu, að hann væri gæddur
meira viti en öðrum dýrum væri lánað. Enn aðrir
sögðu alt þetta hepni — af því þeir gátu ekki kom-
ið öðru vísi orðuin að því — þessu leyndardóms-
fulla og einkennilea afli, sem lýsir sér í lífi
sumra dýra og sumra manna.
En hvæmig svo sem fólk reyndi að gera sér
grein fyrir þessum eiginleikum úlfsins, þá óttaðist
fólk hann jafnt eftir sem áður. Máske ekki opin-
berlega, en það var ekki til sá maður innan þess-
ara héraða, sem ekki fann til ónotalegs kuldahrolls
þegar hann fór einn um þessar slóðir eftir að dimt
var orðið,—hugsunin um þennan gráa óvin, sem
oinhvers staðar var á veiðum í hinum strjálbygðu
pörtum landsins, kom þá fram í huga hans.
Alls lags reifarasögur gengu af þessu dýri.
I>að 'átti að vera úlfur—þó ekki að eins úlfur, held-
ur furðuverk náttúrunnar — ófreskja, sem væri
Ixeði úlfur og ljón í senn, sem ætti yfir að ráða
kænsku beggja dýranna, en væri grimt sem hel.
Það er því ekki að furða, þó menn þyrftu að
nota símana, þegar það fréttist, að maður, sem
landbúuaðardeild Bandaríkja stjómarinnar hefði
sent til höfuðs úlfinum og hjálpar hjarðeigendun-
um, sem þau hémð bygðu, er úlfurinn gjörði mest-
an skaða í og er hann hafði valdið að minsta kosti
$25,000 tjóni, hefði lagt úlfinn að velli; þennan ó-
vin, sem æfinlega drap sér til matar feitustu og
álitlegustu skepnurnar. En hann var ekki ánægð-
ur með að drepa sér til matar, því stundum réðst
hann á skepnurnar að eins til þess að svala heift
sinni. Fótbraut, hann þær þá eða reif þær svo illa
að þær gátu stundum ekki Kfað, beit neðan af hal-
anum á nautgripunum og særði þá og skemdi á
margan hátt.
Upphaflega vom þeir tveir í félagi, ea annar
félaginn var drepinn fyrir fjórum árum, og upp
frá því var úlfurinn einn, tók sér aldrei annan fé-
laga, og margir 'héldu að hann væri að hefna fé-
laga síns með öllum þeim ósköpum, er hann gerði.
En nokkra eftír að félagi hans var drepinn, tók
hann sér til aðstoðar tvo gráa úlfa, ekki samt sem
jafningja, heldur sem undirtyllur. Hann leyfði
þeiu aldrei að hafa neitt saman við sig að sælda,
og aldrei fengu þeir að éta af veiði hans, unz hann
sjálfur var mettur. Þegar þéir voru á ferð, þá
vora þeir langt frá honum sinn á hvora hlið og
gjörðu honum aðvart, þegar einhver hætta var á
ferðinni, og jók það ekki allltið á leyndárdóm þann
sem virtist umkringja hann á allar lundir.
Allar tilraunir mish'epnast.
Eftir að fé það, sem ríki og sveitir höfðu lagt
til höfuðs úlfinum, sem nam frá $100 frá sumum
sveitum til $500 frá öðrum, gat ekki komið þessum
gamla þrjót fyrir kattarnef, og eftir að æfðir og
leyndir veiðihundar og eitranir höfðu reynst á-
rangurslaust, reyndu hjarðmennirnir að fara að
honum á þaínn hátt, að þeir fóru margir á hestbaki
og slógu hring um svæði það, sem þeir þóttust
vissir um að úlfurinn héldi sig á, en það varð líka
árangurslaust og fóru þeir heim úr þeirri veiði-
för með þá tilfinningu í huga, að þeir yrðu að
fæða úlfinn, það sem eftir væri af æfi hans og
þeirra. ,
Aftur tóku þeir ráð sín saman og komust að
þeirri niðurstöðu, að þar eð allar tilraunir hefðu
mis/hepnast, þá væri að eins eitt eftir og það væri
að leita til landstjórnarinnar og það gerðu þeir.
Sendi svo akury'rkjuáladeild Bandaríkjastjórnar
veiðimann sinn tíl Custer í marzmánuði 1920.
Maður sá heitir H. P. Williams, eiim af bezt þektu
veiðimönnum landsins, með þeim fyrinmælum, að
hann skyldi ekiki aftur koma, fyr en hann hefði
lagt óvættina að velli.
William þessi lagði af stað og tók með sér
marga dýraboga, en mest og bezt treysti hann
samt ó riffil sinn; en svo fór áður en lauk, að hann
þurfti á búðum að halda áður enn hann gat yfir-
unnið úlfinn, er lionum tókst eftir rúmra sjö mán-
aða eltileik.
Þar sem þessi saga skýrir frá viðureign
tveggjpa yfiihurða aðilja, úlfsins og Williams, er
réttast að setja hér lýsinguna orðrétta, eins og
akuryrkjumála deildin skýrir.frá atburðum þeim
er fyrir manninn báru og viðureign hans við laga-
brjót þennan, frá þeim tíma er hann kom til Custer
og þar til úlfurinn var að velli lagður.
“Þegar Wiliams kom til Custer og þangað
sem úlfurinn héllt sig vanalega, þá reyndi hann að
finna ný för úlfsins, en það reyndist árangurs-
laust. Hann spurði hjarðmennina, sem til hans
komu að kvarta yfir að úlfurinn hefði drepið gripi
fyrir sér, hvar hann héldi sig þegar hann væri í
nálægð við beitilönd þeirra. Þeir sögðu, að úlfur-
inn gætí haldið sig hvar sem væri á landsvæði 40
mílna breiðu og 65 mílna löngu —og réðu honum
að bíða og sjá hverj ufram vindi, — töldu víst að
úlfurinn mundi bráðum sýna sig og hræðast Willi-
ams hvergi.
Williams fór okki að þeirra ráðum, heldur fór
til hæða nokkurra skamt frá bænum og þar frétti
hann að úlfurinn mundi halda sig í gömlum grenj-
um í Pelgar fjöllunum.
Williams fór og lagði boga sína, en bar á sól-
ana (á skóm sínum áður, svo úlfurinn skyldi ekki
rekja brautina. En það dugði ekki, því nóttina
eftir hafði úlfurinn fundið spor Williams, en kom
ekki nærri bogunum. En við þessa einkennilegu
breytingu á aðferð veiðimannsins sá úlfurinn víst
að hér var nýr óvinur, sem ef til vildi væri vert
að hafa gætur á; hann fór því heim til sín í Pelgar-
fjöllin og flutti sig búferlum þá sömu nótt og gróf
sér nýtt greni, er lá gO fet inn í hæð eina í fjöll-
unum.
Wlliams sér úlfinn.
Fyrsta apríl só WTlliams úlfinn í fyrsta sinni,
en gat ekki komið skoti á hann. tílfarnir, sem hann
hafði í þjónustu sinni, voru nokkurs konar líf-
vörður, og fóru þeir þá 100 til 200 fet sinn til
hvorrar hliðar við hann og gjörðu honum aðvart
með því að leggja snögglega á flótta.
Um tíma lét Williams þessa þjóna úlfsins
fræga í friði, hélt að hann mundi komast í færi við
húsbónda þeirra án þess að gera fjandskap sinn
gegn honum svo augljósan.
Að síðustu komst hann að þeirri niðurstöðu,
að engin von yvar til þess að komast í færi við úlf-
inn á meðan að varðúlfarnir væru á Kfi, svo hann
skaut þá báða o hélt syo að bjöminn mundi unn-
inn, en það varð þó ekki af því.
tílfurinn sýndist nú ákafari en noikkra sinni
fyr og lék feluleik alt í kring um Williams. Drap
gripi í þessum stað eina nóttina og í öðrum stað
þá næstu eða með örstuttu millibili ,og fór svo
spölkorn í burtu frá bráð sinni, gekk aftur á bak
ofan í för sín aftur, þegar hann þóttist kominn í
hæfilega fjarlægð og horfði svo á WTilliams rekja
sporin, unz hann inisti þau með öllu.
Menn vita, að þessi,aðferð að ganga aftur á
bak ofan í för sín, er þekt á meðal bjarndýra, en
til þess eru engin dæmi á meðal úlfa fyr en hjá
þessum Custer úlfi, og hafði Williams enga hug-
mynd um að úlfurinn léki þetta bragð fyr en 26.
apríl, að hann af tilviljun rakst á það; annars
notaði hann fallin tré í skóginum til þess að hlaupa
eftir, svo för hans yrðu ekki rakin.
Tvisvar kom það fyrir í júní-mánuði að úlfur-
inn steig í dýraboga, og 3. júlí lagðist hailn ofan á
einn bogann, er small saman og tók flyksu úr liári
úlfsins, en sjálfur slapp hann lítt skemdur. En
það atvik skaut honum svo skelk í bringu, að hann
yfirgaf þessar stöðvar, hvarf um tíma og enginn
vissi hvar hann hafðist við; samt hefir hann
ekki getað skilið við þessar stöðvaf til lengdar,
því 1. ágúst það sama ár (1920) drepur hann
nokkra gripi nálægt Custer og særir marga aðra.
Williams fer undir eins þangað sem gripirnir
voru drepnir og meiddir og kemst á spor úlfsins;
rakti hann þau í iheilan dag og að kvöldi dags var
hann kominn að rauf einni í fjölluuum. Þóttist
hann vita, að þar mundi úlfurinn halda sig og að
hann mundi sofa eftír fylli sína nóttina áður.
Williams steig 'því af hesti sínum og batt hann
við tré, en lagði af stað fótgangandi. Rétt í því
koma tveir menn ríðandi og kalla til hans, að þeir
hafi fundið ársgamlan bolakálf nýdauðan. Willi-
ams benti þeim að hafa sig hæga, en þeir virtust
ekki taka eftir því, svo hann varð að snúa við og
tala við þá. Þannig tapaði hann því bezta tæki-
færi, sem honum fanst að hann hefði haft við úlf-
inn með rifflabyssu sinni. Þegar hann síðar
teymdi hest sinn út að veginum eftir rauf þeirri,
eða laut, sem hann ætlaði að fara að leita í þegar
mennirnir komu, fann hann bæli úlfsins, sem
vaknað hafði við samtalið og var allur á burtu.
Fer í dýraboga. ,
Snemma í september festí úlfurinn sig í dýra-
fooga, en fooginn hafði risið ofurlítið á rönd, þegar
úlfurnn steig í hann, svo hann náði ekki nema
parti af fitinni, svo úlfurinn gat losað sig. Og
aftur varð foonum á að festa sig í fooga snemma í
október. Að síðustu náði Williams úlfinum 11.
/ október og sikýrir hann sjálfur svo frá því:
tJlfurinn lenti í dýrafooga um morguninn og
náði boginn góðu foaldi. Hann hljóp með bogann
um 450 fet, unz hringurinn, er var á festarendan-
um festist um tré. En það hindraði ekki úlfinn.
Hann foraut þolinmóðinn í boganum og hljóp svo
með bogann á fætinum. Eg elti hann þrjár mílur,
áður en eg gat komið á hann skoti. Hepnin hafði
öll verið úlfsins megin fram að þessum tíma og
eg hélt að nú þegar loksins að eg var kominn í
færi við hann, þá mundi skotið ekki fara úr byss-
■ unni eða að. eg hitti ekki; en hvorugt kom fyrir og
úlfurinn lá steindauður.
Úlfur þessi ,var ekki meðal úlfur að stærð.
Hann vóg 98 pund og var 6 fet frá trýni og aftur
á enda ó skotti. Hann var orðinn gamall og hárið
nærri hvítt. Tennurnar voru í .góðu lagi, nema
þær sem hann afði brotið þegar hann var að reyna
að losa sg úr boganum, og eftir þeim að dæma hefði
hann getað lifað í önnur fimtán ár.
--------o--------
Walt Whitman.
Hinn síðasti af nafnkunnum rithöfundum
Bandaríkjanna, er vér mintumst á, var James
Russell Lowell . Nú viljum vér minnast á annan
Walt Whitman. Hann var samtíðarmaður hins
fyrnefnda og svo að segja jafnaldri hans, fæddrtr
í sama mánuði og hann, eða 31. marz 1819, á Lorey
Island í New York ríkinu, og var því að eins 45
dögum yngri.
En það var líka lítið annað en aldur og gáf-
urnar, sem þeir áttu sameiginlegt. Whitman var
af fátækum foreldrum kominn og gat því ekki not-
ið þeirra gæða á ungdóms árum sínum sem þeir
er efnaða foreldra áttu.
Hann var tólf ára gamall, þegar hann hætti
skólanámi og fór að vinna fyrir sér, fyrst á skrif-
stofu lögfræðinga félags, svo á læknis skrifstofu,
og síðan fór hann að læfá prentiðn óg gjöTðist
prentari. Ekki var hann samt stöðugur við þá
vinnu, því meðfæddir sálar kraftar foans leituðu
hærra, en hann gat ekki fest sig við neitt, heldur
vann um tíma að hvaða atvinnu, sem hann gat
fengið.
Arið 1846, þá 27 ára að aldri, tók hann að sér
ritstjórn á blaði einu, sem Brooklyn Eagle nefnd-
ist, og fór þá undir eins að bera á hæfileikum hjá
honum. Hann sá það sem að var og talaði hisp-
urslaust um það, þó hann í flestum tilfellum
sneiddi hjá óþarflega birum orðum í sambandi
við umtalsefni sín, þá samt fór svo, að hann lenti
í óná ðhjá mörgum af leiðandi mönnum samtíðar
sinnar og enda á hann borið, að hann legði sig nið-
ur við að ræða mál, sem ósómi væri að minnast á
í heyranila hljóði.
Arið 1855 gaf hann lít bók eftir sig, sem hann
nefndi “Leaves of Grass”. Þegar menn sáu þá
bók hristu menn höfuðin og sögðu, að úr því
hreiðri mundi aldrei fugl koma.,
Og það var í rauninni mjög einkennilegur
skáldskapur, án ríms, ljóð í óbundnu máli, eða
hálf bundnu máli. En þar voru fallegar hugsanir,
skýrar myndir og fagrar Kfsreglur. Þau voru svo
undur nýstárleg þessi ljóð, ef það annars voru
Ijóð, að me«n áttuðu sig ekki á þeim. Hugsið ykk-
ur, að skrifa annað eins og þetta og kalla það
ljóð:
Oh, make the most jubilant song!
Full of music — full of manhood, womanhood,
— Infancy!
Full of common employments—full of grain
and trees.
Oh, for the voices of animals—oh, for the
swiftness and balance of fishes!
Oh, for the dropping of raindrops in song!
Oh, for the sunsliine and motion of waves
in song!
Var það nokur undur, þó mönnum þætti þetta
og annað eins skrítinn skáldskapur? Menn voru
vanir að sjá orðum fallega niður raðað í skáld-
skap, fastbundna bragarhætti og samstemt rím.
En í sannleika er ekkert af þessu skáldskap-
urinn, heldur að eins hjálparmeðul, eins og verk-
færi gullsmiðsins, sem snýr steinrunnum málmi í
skírasta gull; — kjarni skáldskaparins, óskygndi
skáldskapurinn er hugsunin, ímyndunaraflið og
tilfinningin, og ef vér lítum á þessi skáldverk frá
því sjónarmiði, þá verður anað uppi á teningnum.
En það var ná ekki gjört, og svo féllu þessi
“Leaves of Grass” í ófrjóva jörð, enginn vildi
kaupa þau né lesa.
En það er sagt, að enginn sé spámaður í sínu
föðurlandi, og það sannaðist á Whitman, því þessi
einkennilega ljóðagerð hans fékk enga viðurkenn-
ingu unz umferðsali einn á Englandi, sem ein-
hvernveginn hafði komist yfir nokkur eintök af
“Leaves of Grass”, og sem hann vildi losast við,
gaf eitt eintak af þeim W- Bell Scott og annað
komst í hotfidur W. M.. Rossetti, og gaf hann út úr-
val úr því árið 1865. Komst 'þessi einkennilegi
skáildskapur þá líka í hendur á Alfred Tennyson
og Thomas Carlyle og á þann hátt opnuðust aug-
un á ’hans egin þjóð og öðram fyrir gullinu, sem
þar lá falið og fyrir manninum, sem hugsanirnar
átti, sem bókin liafði að geyma.
En það er þó máske ekki þessi einkennilegi
skáldskpur Whtmans, sem hefir gjört hann þjóð-
inni sinni eftinminnilegastan.
Það var maðurinn sjálfur — hið kærleiksríka
lijarta hans og kærleikur hans til allra manna,
sem hefir trygt honum virðingarsæti í tilfinning
þjóðarhans, eins og rithans hafa nú að vísu hlotið
í foeimi foókmentanna.
Linroln sagði um Whitman: “He looks like
a man!” Hann var — sannur maður, vildi
öllum hjálpa, öllum gott gera, gat ekkert aumt séð
og þegar þrælastríðið á Bandaríkjunum foraust út,
gjörðist hann hjúkrunarmaður í hernum og ætlaði
sér þar ekki hófs, svo heilsa hans forast og upp frá
því varð hann máttlaus að parti.
ög heilsubilaður og alLslaus hélt hann heim
til sín til að eyða þar því sem eftir var ólifað, en
vinir hans hlupu þá undir bagga með ihonum og
sáu honum fyrir Kfeyri, það sem eftir var æfinnar.
Á Englandi gengust þeir Lord Tennyson og Tohs.
Carlyle fyrir samskotum, en heima fyrir styrktu
hann ýmsir velmeigandi menn.
Walt WThitman lézt í Camden, New Jersey, 27.
marz 1892, nálega 73 ára gamall.
Mcðan faðirinn svaf — Eftir Moody.
Þetta litla atvik hefir mátt lesa í mörgum am-
erískum blöðum og hefir haft mikil áhrif á mig
sem föður:
Maður nökkur fór með dreng sii>n sunnudag
cinn út á bersvæði. Veður var heitt svo hann lagð-
iet til hvíldar undir stóru og fallegu tré, sem veitti
mikið skjól og skugga fyrir sólargeislunum. Á
■ meðíHi Ujóp barnið víðavegar og var að tírva sam-
an villiblóm og grasstrá. Ivom hann svo við og við
til föður síns með það, sem hann hafði fundið og
vildi fá hann til að dást að því, hvað það væri fall-
egt. — Loksins sofnaði faðirinn, meðan hann lá
þarna.
En drengurinn lék sér víðsvegar og viltist frá
föður sínum. Þá er hann vaknaði, saknaði hann
drengsins, fór þá að skimast um þar alt í kring, en
sá hann hvergi. Iíann tók þá að kalla svo hátt sem
hann gat, en heyrði ekkert nema bergmálið af sinni
eigin rödd. Þá foljóp hann upp á ihæð eina, þar í
grendinni, scm víðsýnt var af, en sá ekert; og þó
hann kallaði, fékk hann ekkert svar. — Þá gekk
hann að hyldýpisgjá einni, sem þar var nokkuð
fjapfi og liorfði niður í hann. — Þá sá hann hið
liinlesta lík síns elskaða barns þar niðri á kletta-
snöstun innan um villirósirnar. — Með miklum
erfiðismunum komst hann ofan 'í gjána til að ná
sínu Kflausa barni og þrýsta því að brjósti sér.v—
Og nú ákærði hann sjálfan sig sem morðingja
barns síns. — Því meðan hann svaf hafði barnið
steypst niður í hyldýpið.
Höfum vér ekki hér sýnishorn áf því, hvernig
fer um andlegt líf margra barna? Hve margir eru
eigi þeir forledrar, — j'á jafnvel kristnir foreldr-
ar, sem á þessari stundu sofa, meðan foörn þeirra
fara afvega og steypast niður hallandann sem leið-
ir ofan á footnlaust hyldýpi. ,
Faðir! hvar er sonur þinn.
Urernig guðnýðingur gat skift um skoðanir.
Hér skal sagt frá tveirum mþnnum, sem báðir
voru framúrskarandi menn að viti og lærdómi.
Annar þeirra hét West. Hann tókst á hendur
að rannsaka nákvæmlega lærdóminn um uppris-
una og hugðist að sannfæra allan heiminn um að í
honum væri engin heil forú.
Hinn maðurinn var Llytleton lávarður. Hann
réðist á afturhvarf Sáls (Páls postulá) og vilcji
sanna foversu heimskulegur hugarburður það væ^i
og f jarstætt öllum sanni. En þetta fór alt á annan
veg en þeir höfðu ihugsað sér. Því þá er Wrest fór
að rannsaka sannanirnar bæði fyrir upprisu Jesú
og vorri eigin upprisu fann hann að þær voru ó-
mótmælanlegar. Ljósið rann upp í sálu hans og
hann varði síðari æfidögum sínum til að þýða orð
guðs og gekk í þjónustu drottins. — Lytleton lá-
varður, sem var vantrúaður og efagjarn, var ekki
lengi búinn að rannsaka alt viðvíkjandi afturhvarfi
Sáls, er augu hans opnuðust fyrir sannleikanum
og hann fór að kunngera orð drottins.