Lögberg - 10.03.1921, Side 3

Lögberg - 10.03.1921, Side 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN, 10. MARZ 1921. Bls.3 “Eg gerði það alls ekki,” stamaði Nellv vandræðalega. “ Jú, Iþú gerðir það,” sagði lafði Wolfer.— *‘ Lávarður Angleíord segir það, og hann hlýtur að vita það bezt. Hann segir, að án þinnar hjáJpar hefði þjófurinn ökotið sig—hann var rétt 'hjá (honum. N-elty var aftur orðin náföl, en greifainnan hjálpaði henni. “Við gleymum aðal erindinu,” sagði hún. “Þér vitið hve órólegar við erum vegna hr. Fa'l- eoners. Eg vona að hann 'sé úr allri hættu, mín kæra ungfrú Ijorton.” Hún tók hendi Nellyar og þrýsti hana inni- lega, og Nelly roðnaði aftur við hluttakandi augnatiffit greifainnunnar. “Þegar eg heyrði að hann var særður, ósk- aði eg af alhuga að þjófurinn hefði heldur sloppið með demantana mána — já, eg segi “mínir”, en þeir eru að eins um stund mínir. En eger viss um, að lávarður Angleford er sömu skoðnnar og eg um þetta efni. Alls heimsins demantar eru ekki þess verðir að frelsa, fyrir það verð, sem hr. Faleoner og þér hafið 'borgað. Eg vildi að þér gætuð huggað okkur með því, að honum sé að batna. ’ ’ Eins hnug’gin og Nelly var nú, tók hún eftir áherzlunni, sem greifainnan lagði á orðin “og þér”, og það furðaði hana á, en hún gaf þvi ekki frekar gaum. “!Eg veit það ekki,” sagði hún róleg. “Hann er mjög veikur — sárið er slæmt. Hann hefir talað óráð mestan hluta nætur.” “Vesalings Nell,” sagði lafði Wolfer og þrýsti hendi hennar. “Eg vona, að hjúkrunarstúlkan sé yður góð hjálp,” sagði greifainnan. “Ef ebki, þá sím- ritum við eftir annari frá Londön. Máske Sir William komi með eina, eg veit ekki hvað lá- varður Angleford hefir símað.” “Eg vildi að eg gæti gert eitttivað fyrir þig, Nell,” sagði lafði Wolfer. “Kvöldið fyrir innhrotsþjófnaðinn ætluðum við að fara til þín, og fá þig til að koma til hallarinnar. Og nú, en mistu ekki kjarkinn, kæra Nell nú á dögum geta læknarnir framkvæmt undraverð störf. Þegar Sir William kemur, getur verið að hann segi þér að engin hætta sé á ferð, og að þú fáir hann heilbrigðan aftur hráðlega.” Nelly var hálfringluð og vissi ekki hverju hún átti að svara. Lady Wolfer leiddi hana að glugganum og sagði lágt: “Mig langar til að óska þér til hamingju, Nell. Bg og állir aðrir dáðust að honum danskvöldið — og nú, þegar hann hefir sýnt eins mikinn kjark og gáfur, getum við vel skilið, að þú hefir fest ást á ihonum. Og eg verð að segja, stúlka mfn, að hann er mjög gæfuríkur maður.” Nelly blóðroðnaði. Hún opnaði varirnar til að neita því, að liún og Falooner væru trú- lofuð, en á sama augnabliki kom einkennisvagn akandi með hraða að hliðinu. “Þétta er Drake,” sagði greifinnan. “Hann fór til bæjarins til þess að tala við lögreglu- stjórarm. ’ ’ Nellv gekk frá glugganum og greifainnan fór út til að taka á móti Drake, sem var kominn ofan úr vagninum. “Hvernig líður honum?” heyrði Nelly hann spyrja. Þó hún hefði gengið frá gluggan- um, sá hún liann samt. Hann var fölur og þreytulegur og hún sá skrámuna hjá gagnaug- anu. Hjarta hennar sló hratt, hún sneri sér við cgstuddi sig við stól. “Og—og ungfrú Lorton?” spurði hann, þegar greifainnan hafði svarað fyrri spurningunni. Hún lækkaði röddina. “Húp lítur mjö'g illa út, en Ihún er samt ró- leg. Þetta eru harðir tíonar fyrir hana, vesal- ings stúlkuna.” Drake kinkaði alvarlegur. “Segðu henni, að Sir William komi með miðdegislestinni og bið þú hana að missa ekki vonina; eg sá sárið—” “Uss — máske hún heyri til okkar,” hvísl- aði greifainnan. Hann leit á glu'ggann og blóðroðnaði. “Erihún þarna?” spurði hann. “ Já, vilt þú tala við hana?” Hanu hugsaði sig um og horfði til jarðar, svo sagði 'hann dálítið hörulega: “N*ei—hún álítur það máske áleitni—“ greifainnn horfði undrandi á hann— “nei, eg vil okki ónáða hana. En gerðu svo vel að segja henni, að alt skuli gert fyrir hann.” Greifainnan fylgdi honum að hliðinu. “Hefir þú verið hjá lögreglunni?” Hann kinkaði kæruleysislega. “Já, maðurinn er alkunnur sem innbrots- þjófur. Eg talaði við njósnarann, sem hefír rannsakað málið, og sagði honum frá öllum smá- atriðnm. Hann segir, að þjóifurinn hafi fengið hjálp hjá einhverjura í húsinu, væntanlega frá einluverju af vinnufólkinu.” Greifinnan var alveg hissa. “Það er ómögulegt Drake; hver ætti það að vera?” Hann yfti öxlum jafn kæruleysislega og áður. “Það hefi eg engan grun um, og það er þýðingarlaust. Eg skal senda gimsteinana í bankann, og eftir þetta munu aðrir gæta dem- antanna sinna vel.” “Það er eitthv'að, sem hryggir þig, Drake,’ sagði hún og horfði fast á hnn. “Þú ert líka kvíðandi vegna vesalings FaJeoner ? ’ ’ ——-------------- —■----------------- Hann hrökk við, en var of heiðarlegur til að samþykkja þetta alveg. “Já að sumu leyti, en þú þarft ekki að fylgja mínu. Vertu sæl á meðan.” Hann stökk upp í vagninn og ók burt, en þegar bann nálgaðist húsið fór hann hægt. Hann hafði ekki séð Luoe þenna dag, því hann fór út kl. 6, beina leið til bæjarin, þar sem hann neytti morgunverðar. Hann hafði verið glaður yfir þessari yfir- hylming til þess að geta verið einn. En nú varð hann að finna Luce og biðja hana að verða konu sína, þó hann þráði Nelly ósegjanlega mikið. Þegar hann ók að dyrunum, kom einn af Anglemeres vögnunum akandi frá hesthúsinu. Hann leit til hans utan við sig og gekk hægt og hikandi inn í dyraganginn, þar sem hann fann Turfleih með hatt og yfirhö/fn, standandi við liliðina á háum farangur hlaða. “Nú, þér komið áréttum tíma, Angleford,” sagði 'hann með niðuribældri geðshræringu. “Eg hefi fengið sorglegar fregnir.” En samt var ánægjuhreimur í rödd hans. “Mér þykir það slæmt; hverjar eru þær?” spurði Drake. “Buckleigh og sonur hans hafa druknað, þegar skipið þeirra sökk,” sagði Turfleigh. Hann snéri sér við til að drekka wisky og sódavatn, sem þjónn færði honum. Markgreifinn af Buckleigh var eldri bróð- ir Turfleighs, og ef þessi fregn reyndist sönn, þá var hann Turfleigh markgreifi og ríkur maður. Drake skildi svo vel ánægju hreiminn í rödd hans. “Við að eins náum lestinni,” sagði nýi markgreifinn. “Hvað er orðið af Luce? Eg hefi altaf liugsað að Buckleigk.yrði fyrir óhappi með þetta skip — hvar er Luce ? Hún heldur að eg vilji fara án sín, en það vil eg ekki.” A þessu augnabliki kom Luce ofan sigann. llún gekk hægt og hikandi með gremjulegan 'svip; en þegar hún sá Drake breyttist svipur hennar, og hún hljóp til hans. Enn þá hafði hann tíma til að segja þetta áríðandi orð. “Drake!” sagði hún. “Hefir þú heyrt að eg verð að fara?” “Já, eg sagði honum það,” sagði faðir hennar gramur. “Þú verður að flýta þér, við höfum lítinn tíma. Komdu nú, heyrir þú!” sagði hann og gekk að vagninum. Iiún hélt hendi Drakes og leit biðjandi á hann. “Þú sérð að eg verð að fara!” sagði hún. Hann kinkaði alvarlegur. “En þú kemur aftur?” sagði hann. ‘Komdu eins fljótt og þú getur.” Hún varð svipglaðan. Nú var hún dóttir ríks manns, en hún vildi samt ekki missa Drake. “Forlögin eru mér gagnstæð, Drake”, hvíslaði hún. “En eg kem aftur.” “Hvar er herbergisþeman þín, Luoe?” hrópaði Turfleigh. Luce beit á vörina og starði hugsandi út í bláinn. Burden kom ofan stigann með blæju fyrir andlitinu. “Eg vil helzt láta hana fara,” sagði lafði Luee gröm í bragði. “Nú þér verðið að flýta yður, Burden.” An þess að segja eitt orð, sté Burden upp í vagninn og settist hjá ökumanninum. Drake hjálpaði lafði Luce upp í vagninn, hélt liendi hennar eitt augnaiblik, en svo fór vagninn af stað, og hann starði á eftir honum utan við sig. Enn þá var hann frjáls. 34. Kapítuli. Tveimur dögum síðar sat NeÞy við rúm Falconers; hann svaf, en hreyfði sig við og við í svefninum, eins og hann hefði sárar til- finningar. Nafnfrægi læknirinn var kominn, hafði skoðað sjúklingmn og sagt fáein huggandi orð við hann, og að því búnu gengið til hallarinnar til að neyta dagverðar, og þar talaði hann um alt annað en þessa veikinda tilviljun, sem hann var kallaður til að rannsaka. Um kvöldið fór hann aftur til London, með stóra bankaá- vísun frá Drake í vasanum. En þó liann hefði ekki gert annað, að því er séð varð, en að tala lirósandi um meðferð hins læknisins, voru þó allir glaðari eftir komu hans, og þegar Falc- oner fór dálítið að batna, var það eignað Sir William. Nafnfræg nöfn geta gert undur. En batinn var mjög lítill, og þegar Nelly sat við rúmið vakandi, var hún kvíðandi og ’nrygg. Stundum datt henni í hug, að Falc- oner skeytti ekki um að lifa. Þegar hann var vakandi lá hann alveg kyr og horfði á gluggann, cn þegar hún talaði til hans, leit hann á hana með ósegjanlegu þakklæti og trausti. Síðustu dagana var meðaumkunin í huga Nellys orðin sterkari en áður. Þegar kven- maður veit, að hún getur gert mann ánægðan með tþví að hvíslla: “Eg elska þig!” þá fann hún til sterkrar freistingar að segja þessi þrjú þýðingarmiklu orð, einkum þar eð hún sjálf vissi hvað það var, að þrá þau. Hún gat gert þenna mann, sem eleskaði hana gæfuríkan, og var það ekki hugsanlegt að hrm ef hún gerði þetta, yrði sjálf ánægðari. Hundrað sinnum þessa síðustu daga, hafði hún spurt sig að þessu, þangað til þess að hún óskaði þess næstum,, að svarið yrði játandi. Ef hún trúlofaðist Falconer, gæti hún máske gleymt Drake — hvers rödd og fótatak hún bjóst alt af við að heyra. Þegar hún síðdegis þenna dag sat við rúm- ið, störfuðu hugsanir hennar aftur við þetta torskilda vandamál, sem var orðið henni næst- um óþolandi, og hún stundi þreytulega. Falconer vaknaði, eins og liann hefði heyrt til hennar og leit á hana. “Eruð þér hérna enn iþá?” spurði hann lágt. “Þér lofuðuð ef eg sofnaði, að þér skylduð ganga út, að minsta kosti í garðinn.” “Það var ekkert ákveðið loforð. Eg held líka að þér hafið ekki sofið reglulega, í öllrt falli er það ekki nógu lengi,” sagði hún brosandi. “Eruð þér betri núna? Hafið þér minni verki?” “Já, já,” svaraði hann; “eg hefi enga verki.” En meðan hann talaði, brá fyrir sárum dráttum í andliti hans. ‘ ,Eg verð bráðum jafngóður að Hkindum. Mig langar svo inni- lega til, að eg yrði fluttur á bjúkrahúsið.” “Þetta finst mér votta vanþakklæti,” sagði Neily með uppgerðarþótta. “Finst yður ekki að við stunda yður nógu vel?” Hann stundi. “Þegar eg ligg hér og hugsa um öll þau óþægindi, sem eg hefi ollað yður, gæti eg næst- um óskað að þjófurinn hefði deytt mig; en þá hefði hann líklega verið hengdur.” Nelly hrylti við þessum orðum. “Er það að eins af þeirri ástæðu að þér gleðjist yfir því, að hann deyddi yður ekki?” “A eg að segja sannleikann?” “Auðvitað, það á maður að gera,” sagði hún lágt. “Jæja þá. Eg er ekki svo glaður yfir lífinu, að eg óski aif alhuga að fá að ilifa,” sagði hann andvarpandi. “Eg á ekki við það, að eg ha.fi þurft að berjast hart fvrir tilverunni, það verða flestar manneskjur að gera — en af því — en yður hlýtur að sýnast eg vera afar vanþakklátur vesalingur. Fþrrirgefið mér, eg er enn þá dálítið veill —” “Dálítið”. “Nú, jæja, mikið táplitill, og eg tala eins og heilakviksveikur kvenmaður. En satt að segja — ef við manneskjurnar ættum að velja — þá mundu flestir vilja fá enda á Mfinu strax, í stað þess að verða að lifa aftur og aftur þá erfiðu daga —” •“En yðar dagar verða bjartir og indælir — auðugir af nafnfrægð og velmegun — ekki gráir og ömurlegir,” sagði hún. “Hafið þér gleymt hepninni sem þér gerðuð danskveldið? Að þér hefðuð átt að leika á hljóðfæri hjá her- toginnunni? Allir segja að þér munið verða nafnfrægur, .að stór og happarík framtíð bíði yðar,. hr Falconer.” “Gera þeir það?” sagði hann og horfði dreymandi lít um gluggann. “Nei, eg hefi ekki gleymt því. Ætli þeir hafi rétt fyrir sér?’ “Eg veit, eg finn að þeir hafa rétt,” sagði hún fljótlega. “Það líður ekki langur tími þangað til veð eerðum lireykin yfir því að þekkja yður — fyrst og fremst eg. Eg skal alt af grípa hvert tækifæri til að segja: “Vinur minn, hr. Falconer, hinn nafnfrægi hljóðfæra leikandi —” “ Já,” sagði hann og leit á hana með veklu- legu brosi. “Eg held að það gleðji yður. Og eg —” Ilann þagnaði. “Nú, og þér?” spurði hún. “Ef þessi spádómur rætist, þá mun eg á hverri iðjulausri stundu renna huganum aftur til liðinna tíma — er Dick kominn aftur frá Angleford?” Nelly kinkaði. ( “Og þjófurinn? Er búið að yfirheyra hann?” “ Já,” svaraði hún, en við skulum ekki tala um það — það er ekki holt fyrir yður.” Hann þagði dálitla stund, en sagði svo: “A eg að segja yður, mér liggur við að kenna í brjóst um þenna mann. Hann lang- aði svo innilega til að ná demöntunum — hann stofnaði lífi sínu og frelsi í hættu, til þess að ná þeim, og meira getur manneskjan ekki gert fyrir það sem hún þráir að fá.” Nelly reyndi að hlæja. “Þetta eru einkennilegar skoðanir,” sagði hún. “Eg held þér ættuð að sofa lengur. En eg skil yður vel.” “Og eg held að hugsunin um, að hann barðist hetjulega fyrir þessu áformi, muni hugga hann yfir þessari mishepnuðu tilraun.” “Tilraun til að stela gimsteinum annara,” sagði Nelly. “Tilraun til að stela gimsteinum annara,” sagði hann dreymandi. Hann hefir orðið á- nægður, ef hann hefði sloppið með — við skul- um segja: lítið skrín með ekki mjög verðmikl- um gimsteinum!” “Hann hefði eflaust álitið sig heppinn mann,” sagði Nelly niðurlút, gagnvart sann- færing sinni. “Haldiið þér það?” spurði Falconer ró- legur. “En það held eg ekki. Hann hefði Iþráð þessa demanta það sem eftir var æfi hans. En þar eð hann er hugrakkur maður, reynir hann að gera sig sátitan við það, sem nú er.” Nellv skildi vel samlíkinguna. Þessi ungi maður í rúminu, hafði að gagnslausu reynt að ná ást þeirrar stúlku, sem hann elsk- aði, og.nú ætlaði hann að reyna að gera sig á- nægðan með það, sem honum var gefið. “Máske hann reyni aftur að ná demönt- unum,” sagði hún mjög lágt. Hann leit á hana með gljáa í augum og dá- lítinn roða í kinnunum. “Ilaldið þér það? Og ætli það yrði að nokkru gagni?” Nelly stóð upp og sótti mjólk í glas handa honum. “Það veit eg ekki” sagði hún. “En eg held, að ef hann er mjög áfram um að ná þeim, þá mundi hann reyna aftur, og þá — þá gæti hann máske —” Hann reis upp við olnboga og horfði fast á haiia, um leið og hann dró andann hratt. “Haldið þér”, sagði hann geispandi, “að ef hann kæmi til greifinnunnar og beiddi um þá, þá muíidi hún gefa honum þá af einskærri með- aumkun? Meinið þér það?” “Nelly hristi liöfuðið. Nýjar vörubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og ajáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðit að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---- ----------- Li m itad----—■ ■— ■■ HENHY AVE. EAST - WINNIFEG KOL! KOL! Vér seljum beztu tegund af Drumheller kolum, sem fæst á markaðinum. KAUPIÐ EITT TONN OG SANNFÆRIST. Thos. Jacksnn & Sons Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64 , - ' ........................ " 1 — * Margir Islendingar óskast til að lrera meðferð bifreiða og gas-dráttarvéla á Hemphill Motor Schools. Vér kennum yður að taka í sundur vélar, setja þær saman aftur og stjórna bif- reiðum, dráttarvélum og Stationery Engines. Einnig hvernig fara skal með flutninga-bifreiðar á götum borgarinnar, hvern- ig gera skal við tires, hvernig fara skal að við Oxy-Acetylne Welding, og Battery vinnu. Margir Islendingar sóttu Hemp- hill Motor Schools síðastliðin vetur og hafa fengið hátt kaup í i sumar við stjórn dráttarvéla, fólks- og vöruflutnings bifreiða. > Vor ókeypis atvinnuskrifstofa útvegar vinnu undireins að ^ loknu námi. parna er tækifærið fyrir íslendinga að læra alls- konar vélfræði og búa sig undir að reka Garage atvinnu fyrir eigin reikning. Skrifið eftir vorum nýja Catalog, eða heim- sækið vorn Auto Gas Tractor School, 209 Pacific Ave. W.peg. Útibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver, Victoria, Toronto og Montreal. Stærsta kerfi í heimi af Practical Trade Schools. Allar Allar ^tegundir af tegundir aí KOLUM EMPIRE C0AL C0MPANY Ltd. Tals. N. 6357-6358 Elcctric Railway Rldg. EF YÐUR VANTAR WJT T f dag— MIl vf Ju PANTIÐ HJÁ D. D. WOOD & SONS, Ltd. Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308 Skrifstofa og Yard á homi Ross og Arlington Vér höfum að eins beztu tegundir SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol ....Egg, Stove, Nut og Pea. SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu Canadisk Kol. DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu tegundir úr því plássi. STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist. “Svo mikill auli mundi hann ekki veha,” sagði hann og hné niður aftur. “Og þó er eg þetta, Nelly, eg lofaði að kvelja yður ekki oftar með ást minni, og gera mig ánægðan með vin- áttu yðar, og eftir fárra daga veikindi; ligg eg aftur við fætur yðar, og bið yður að aumkast yfir mig; og þér gerið það. — Já, eg veit hvað þér meintuð, þegar þér sögðuð að maðurinn skyldi reyna aftur að ná í demantana — þér vilduð gefa honum þá af kvenlegri meðaumkun. 0, eg má skammast mín, að vilja nota magn- leysi mitt.” “Uss—uss!” sagði hún lágt. “Eg meinti það, sem eg sagði; eg — eg er kvenmaður og get ekki skift um skoðanir.” “En hjartað breytist ekki. í guðanna ibænum freistið mín ekki. Eg get ekki veitt mótstöðu; eg óska svo innilega að fá demant- ana mína. Nelly, freistið mín ekki!” Hann hné aftur niður, og bvrgði augun með hedi sinni, eins og hann gæti ekki þolað að sjá íallega andlitið, sem liann elskaði. Nel|y hné niður á stól og sat þegjandi í fá- einar mmútur, svo sagði hún lágt: “Eg er fús til að segja ybur alt.” Hann tók hendina frá augunum og leit á hið niðurlúta höfuð hennar. “Já, segið mér alt,” sagði liann; “segið mér hvers vegna þér ' liafið vakið von — lífs míns fegurstu von — en nei, það hefir aldrei verið von, að eins vonlaus löngun. Ó, ef þér vissuð hvað það er, að þrá daga og nætur —” “Máske eg geri það!” hvíslaði hún svo lágt, að það var naumast hugsandi að Jiann hefði heyrt það. En liann lieyrði það, og snéri sér fljótlega að henni. “Þér og það hefir mig aldrei grunað? 6, fyrirgefið mér! Nú skil eg það. Það hef- ir þá aldrei verið nein von fyrir mig. Hver — nei, eg hefi enga heimild til að spyrja. Nú skil eg skuggann í augum yðar, sem eg hefi svo oft furðað mig á. ó, ®á asni eg er.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.