Lögberg - 10.03.1921, Blaðsíða 6
BIs. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
10. MARZ 1921.
Þjóðsögur.
Ef til vill er ekkert sem lýsir eins vel hugs-
unarhætti og siðum þjóða, eins og þjóðsögur
og víst er um það, að fátt er meira gaman að lesa
en þær.
Þjóðsögurnar, eða það sem é ensku máli
er kallað “folklore” eru svo til orðnar, að langt
fram á öldum áður en pappír, blek og prentstfll
eins og vér ím iþekkjum það, var til, þá sögðu menn
iþessar sögur sér og öðrum til gamans, á heimil-
um, á mótum og víðar, til skemtunar og dægra-
styttingar.
A þeim tímum trúðu menn ýmsu sem menn
gera nú gaman að — trúðu á álfa, ljósálfa og
svartálfa, á huldufólk, útilegumenn, sem reynd-
ar voru til í vissum skilningi, á drauga, á dverga
tröll og forynjur, sem voru ýmsum yfirburða
hæfileikum gædd, sem voru svo langt fyrir ofan og
utan veTkahring vor manna.
En fram eftir öllu bjuggu hinar ýmsu þjóðir
að sínu í þessu e>fni. Vér Islendingar trúðum
á huldufólk sem bvggi í klettum og hólum, flytti
sig btíferlum einu sinni á ári. Væri á ferðinni
á gamlárkv’eld og nýári, og kom þá stundum fyrir
að það ærði menskt fólk sem heima var, til að
gæta húsa meðan aðrir fóru til tíða.
Draugatrúin var afarsterk hjá Islendingum
og er en þann dag í dag, eða var til skamms tíma
voru það dánir menn sem gengu aftur til þess
að hefna sín fyrir einverjar mótgerðir, sem þeim
voru gerðar í lifanda lífi og sem þeir gátu ekki
komið fram hefndum fyrir áður en þeir dóu.
Svo trúðu menn líka, að hægt væri að vekja
upp fólk sem dáið var og var sá verknaður fram-
inn af einhverjum fjölkunnugum sem sjálfur gat
ekki hefnt sín á mótstöðumönnum sínum, en vakti
upp draug sem hann svo sendi á hendur þess sem
hann átti sökótt við, og er fjöldi mesti af sögum
til nm þessi efni hjá þjóð vorri eins og kunnugt
er.
Ekki er með orðum liægt að lýsa ánægju þeirri
eða uppbygging sem þjóðsögur hafa veitt ungum
liæði og gömlum, fiá alda öðli. Né heldur er
hægt að meta gagn það, sem þeir menn hafa uhnið,
eða þá ánægju sem þeir hafa veitt er fært hafa
í letur þessar hugmyndir manna og munnmæla-
sögur svo, þær margar, sem áður voru að eins
eign fárra eru nú orðnar alheims eign.
Síðari hluta 15. aldarinnar fæddist í Car-
avaggio á Italíu, maður að nafni Giovanni France-
sco Straparola. Um ungdóms ár hans er mönn-
um ekki kunnugt, og lítið um hann, nema að hann
fór til Venice sem um það leyti dró til sín fólk úr
öllum áttum sökum mentunar og menningar-brags
sem þar skaraði fram úr. Þangað fór þessi ít-
alski maður og þar ritaði hann sögur sem voru
frábrngðnar öðru sem þá var ritað, því þær snér-
ust urn helgisögur og hvíldu að miklu leyti á þjóð-
sögunum, sem sagðar höfðu verið og gengið
mann fram af manni, einn mannsaldurinn fram
af öðrum. Þessi maður Straparola, er sagður að
vera faðir að þeirri hlið s'káldlistarinnar í Evrópu,
sumar af sögum hans voru beint út þjóðsögur,
aðrar svo ofnar inn í þjóðsögur sem hann hafði
lært eða heyrt að verk hans má með\
réttu nefna þjóðsögusafn. Sögum þessum var
tekið með opnum örmum, — eftirsóknin svo mikil
að bækur hans voru prentaðar sextán sinnum á
tveimur árum og síðan hafa verk þessa manns
verið óuppausanleg náma fyrir nálega alla sem
lagt hafa fyrir sig að rita sögur, sem leiða lesar-
ann inn í heim álfa, eða annarlegm vera, sem vér
jarðarbúar höfum haft mök við.
Sagan um stígvélaða köttinn var rituð löngu
eftir daga Straparola, en í bókum hans má lesa
þá sögu, þó kötturinn hafi þar engin stígvél.
Upp frá þessu eða í lok seytjándu aldarinnar
og snemma á átjándu öldinni fara álfa-sagna og
æfintýra skáldin að koma fram, og skulum vér
minnast á nokkur þeirra næst. —
-------o--------
Einkennileg sleðaferð.
“Er þér alvara með að segja Ida frænka, að
það hafi hvergi sést talsímar, bifreiðar né kvik-
myndir, þegar langamma var á mínum aldri’-
sagði Billy og undrunin skein út úr stóru bláu
augunum.
“Já, slík þægindi voru þá ókunn með öllu.
Lángamma hefir oft sagt mér frá því, hvernig
fólk notaðist við tólgarkerti og olíulampa, — þá
sáust hvergi rafljós og bifreiðar voru óþektar
með öllu. Samgöngutækin voru ekki eins fljót
í förum og nú á sér stað, en þó komst fólk leiðar
sinnar engu að síður á hestvögnum eða sleðum,”
var blessuð gamla konan vön að segja. Henni
iþótti nú samt sem áður gaman að bregða sér upp
í bifreiðina mína endur og sinnum,” bætti Ida
frænka við.
‘Hlefirðu annars nokkurntíma heyrt um það,
með hverjum atburðum hún mætti langafa í fyrsta
skiftið og hve einkennilegt ferðalag hún þá lifði
upp 1’ ’
‘‘Nei, aldrei,” svaraði Billy. ‘‘Hvernig
var það?”
‘‘Ef iþú heldur að þú þreytist ekki á að hlusta
á mig, skal eg segja þér söguna, eins og hún gekk
til,” mælti Ida frænka, er sat við fótagaflinn á
rúmi Billys, en drengurinn hafði legið undanfar-
andi daga í ákafri lungnabólgu og var rétt nýfar-
inn að ná sér aftur. Það hafði orðið hlutskifti
Idu, að vera hjá honum seinni hluta þessa dags,
meðan ungfrú Johnson, hjúkrunarkona naut hvíld-
ar.
“Eg þreyttur, nei, ekki alveg,” sagði Billy,
þótt kroppurinn væri nú í sannleika allur eymdur
af hinni löngu legu.
“ Jæja, langafi átti heima úti á landi um þær
mundir. Faðir hans, sem var hámentaður pró-
fessor hafði átt við heilsuleysi að stríða og dvalið
upp til fjalla um tveggja ára skeið, samkvæmt lækn-
jsráði. Hið nýja heimili hans var langt frá bæj-
um eða borgum, að eins sárfá smábýli voru á
stangli um nágrennið og næsta þorp stóð hinuum
megim fjallsins. Eitt stórt hús var þó í grendinni
og átti það auðugur bankastjóri í borginni, er kom
'þangað endur og eins með kunningjahóp til viku-
dvalar eða svo.
“Hvernig mundir þú kunna því að skreppa
í kaupstaðinn og þurfa að bera heim á bakinu auk
þíns eigin varnings, hitt og þetta fyrir flesta ná-
grannana, svo sem sykur, hveiti, olíudúnk eða
annað þess háttar?” Þetta var nú einu sinni venja
á þeim tímum, og þegar aðrir fóru til kaupstaðar,
voru þeir auðvitað við því búnir, að gera það sama
fyrir þig. Kaupstaðarferðir þessar voru sjaldn-
ast til skemtunar. Það var ekkert sældarbrauð,
að rogast með þungá bagga yfir fjallið í hvaða
veðri, sem var.
Enginn skóli var í þessu strjála bygðarlagi,
en þó væri synd að segja að langafi hefði farið
allrar mentunar á mis; hann stundaði að kappi
nám hjá pa'bba sínum, en lék sér í frítímunum frjáls
eins og fuglimn fljúgandi úti í guðs grænni náttúr-
unni. —
Fagran, en svalan vetrardag einn, þurfti að
fá meðöl handa pabba og vitja póstsins um leið.
Það var ekki um marga að ræða til sendifarar-
innar. “Eg held þú verðir að kaupa fyrir mig
gólfsóp um leið” sagði mamma hans, “því hinn má
heita ónýtur orðinn” “Eg skal gera alt sem þú
biður mig mamma,” sagði drengurinn og hélt af
stað brosandi; hann var alt af í góðu skapi, hvern-
ig sem ástóð fyrir honum.-----
Eftir að hann hafði lokið erindi sínu í þorp-
inu, látið meðölin og bréfin í vasana, hóf hann
göngu súna heim á leið og notaði sópinn fyrir
göngustaf. Það var farið að húma og vegurinn
framúrskarandi eyðilegur. “Ef eg hefði nú
aðeins tekið sleðaxm minn með mér,” sagði dreng-
urinn víð sjálfan sig. Alt í einu nam hann
staðar og hlustaði. Hvaða hljóð var þetta,
sem barst að eyrum hans. Það líktist vissulega
barnsgráti. Hann hlustaði aftur með en meiri
barnsgráti. Nei, líklega hafði honum misheyrst,
þarna kom þó sama hljóðið aftur. Hann gekk
á hljóðið stundarkorn, þar til hann staðnæmdist
höggdofa af undrun. Framundan honum sat
lítil stúlka á stórum steini og grét beisklega. Hún
var klædd í dýrindis flauelsföt og með skrautleg-
an loðkraga um hálsinn. Það var auðséð að
hún var ekki dóttir neins fátæka bóndans í grend-
inni. “Sæl vertu,” sagði langafi, “hver ert þú,
og hvernig í ósköpunum ert þú hingað komin. Hún
leit á hann hláum og bljúgum bamsaug-
um og hætti að gráta. “Taktu mig heim góði
drengur; eg hefi orðið viðskila við fólkið mitt,”
sagði hún.
“Hvað heitir þú og hvar er heimili þitt,”
sagði langafi, um leið og hann virti fvrir sér,
sakleysislegu, sorgbitnu stúlkuna. “Eg heiti
Edith Maud Morgan” svaraði hún og mig langar
að komast til mömmu. — “Þú ert þá dóttir Mr.
Morgans, sem á stóra húsið, eg heyrði einmitt
fyrir s'kömmu að hann ætlaði að dvelja héma úti
með fjölskyldu sinni í nokkra daga. Eg sé þú
ert uppgefinn Edith og þess vegna skal eg bera
þig heim. Hann tók hana í fang sér, ekki léttari
en hún var, í öllum dúðanum og hraðaði för sinni
eins og frekast mátti verða. Iðulega varð hann
að hvíla sig og nú var myrkrið fyrir alvöru að
skella á. “Ef að eg að eins hefði haft sleðann,
þá hefði þetta verið regluleg skemtiför.” Nú
datt honum nýt ráð í hug: “Stígðu á stráið í
'SÓpnum og haltu fast um skaftið,” sagði hann við
Edith litlu, “eg get kannske ekið þér þannig.”
Þetta var nú einmitt það, sem hann hefði átt að
gera fyrir löngu, því nú rann nýji sleðinn eftir
hjarninu eins og fis fyrir vindi. Þetta var eftir
alt saman hreint ekki svo galin sleðaför. Nú
heyrði hann að verið var að kalla. Það var
sjálfsagt fólkið að leita að Edith og svo brá fyrir
ljósi. Hann var rétt að segja kominn heim að
stóra húsinu með litlu stúlkuna.
“Guð veri lofaður, loksins höfum við þá aft-
ur fundið þig.” “Pabbi, pabbi!!” sagði Edith
og vafði handleggjunum um háls hans.
“0g þú drengur minn,” sagði faðir litlu,
stúlkunnar, þú verður að koma heim svo konan
mín geti þakkð þér, sem vera ber fyrir frelsun
'barnsins. Hvað heiturðu annars? Ertu son-
ur hans Mr. Giles fomvinar míns. Eg gleymi
honum aldrei; á morgun ætla eg að heimsækja
hann og endumýja vináttu okkar.” Þetta samtal
fór fram a leiðinni heim til Morgan hússins og
langafi dró á eftir sér allan þenna tíma sópinn
fræga, er hann hafði notað í sleða stað. “Sögu-
lokin eru þér kunn, Billy minn” sagði Ida frænka,
hvernig prófessorinn komst til heilsu og Mr.
Morgan tók langafa þinn í þjónustu sína við
bankann, eftir að hann hafði lokið fullnaðar námi.
Þér er einnig kunnugt um hvemig langafi hækk-
aði stöðugt í tigninni, þar til hann var gerður að
forseta bankans og gekk að eiga Edith, stúlkuna
fögru og hjartagóðu, sem hann hafði ekið til
mainnabygða á sópnum fræga.”
“Þetta er merkileg saga,” mælti Billy, um
leið og hann leit þakkaraugum til Idu frænku fyr-
ir skemtunina.
“Hvemig Kður sjúklingnum’ heyrðist’ sagt
með hvellri en þó undurmjúkri rödd. Það var
ungfrú Johnson, hjúkrunarkonan, er kom með
kvöldverðinn handa Billy. “Eg býst við að þú
sér orðinn matarþurfi, voslingurinn,” bætti hún
við. “Vertu blessaður og sæll Billy minn,”
sagði Ida frænka um leið og hún laut ofan að
honum og kysti hann. “Bráðum kem eg aftur
að fimna þig og tek með mér “Scot” uppáhalds
hvolpinn þinn, eg veit að hjúkrunarkonan amast
ekki við honum, því þá verðurðu líka kominn
ofan í stól.
---------o--------
Brét Francis Harte.
Bret Harte var fæddur í Albany í New York
ríkinu 25. ágúst 1839, sonur efnaðra og mentaðra
hjóna. Faðir hans var kennari við kvennaskóla,
maður gáfaður, vel mentaður og fjölfróður, sem
lét sér mög ant um að bena huga sonar síns í bók-
menta áttina og sjá um að hann lærði það eitt og
læsi sem heibrigt var og fagurt.
En Harte naut föður síns ekki lengi við, því
þegar hann var 11 ára þá dó hann og hafði það
þau áhrif á líf Bret Francis Hartes að hann hætti
við lærdóm að loknu alþýðuskóla námi. Um þær
mundir stefndi hugur margra í vestur átt. Gull-
fundurinn í Californiu heillaði hugi manna og
dró til sín þúsund á þúsund ofan af hugrökkustu
mönnum þjóðarinnar, því það var ekki heiglum
hent að taka sig upp og ferðast til gulllandsins,
yfir fjöll og firnindi, því þá var ekki um að tala
vegi og járnbrautir, eins og menn geta nú notað
ef þeir vilja ferðast í vestur átt til fjár eða frama.
Þessi ungi maður Bret Harte varð-snortinn
af ]>essari hreyfingu og æfintýra þráin greip hann
svo föstum tökum, að hann tók sig upp með móðir
sinni, og lagði upp í gullleitarferð til Californiu.
En það fór fyrir honum eins og mörgum öðrum
gullleitarmönnum, að hanm fann ekki það sem
hann leitaði að, en í þess stað fann hann sjálfan
sig. Þegar hann kom til Califomiu árið 1854
\arð fremur lítið úr gullleitinni, og tók hann því
það ráð að setja þar upp skóla, því þó hann hefði
ekki æðri skóla mentun fann hann sárt til þarfar-
innar er fólk það er safnast hafði saman á gull-
svæðinu hefði á andlegum þroska.
En honum tókst ekki eims vel að sannfæra
fólkið sjálft um það, og fórst því þessi tilraun
hans fyrir.
Eftir að hafa reynt sig við gullleit allítarlega,
gafst hann upp á henni og tók að læra prentiðn
hjá útgefenda blaðsins Goldem Era í San Fracisco
og þar byrjaði hann fyrir alvöru afe rita, því varla
verður talið kvæði eitt er hamn orti 11 ára gamall
og birt var í dagblaði einu í New York, þó þar
megi sjá að unglingurinn sé vænlegur til tilþrifa
á svæði bó'kmenta þegar framlíða stundir.
En hin breytilega lífsreynsla hans á meðal
námafólksins og hin ófáguðu lyndiseinkenni og
framkoma þess vakti öfl sálar hans, og
má segja að fyrstu ritvark Bret sem vöktu nokkra
verulega eftirtekt, voru lýsingar hans af náma-
lífinu í California. En þær þóttu svo skarpar og
vel dregnar að hann fékk strags orð á sig. Rit-
gerðir þessar birtust í “Golden Era,” og svo öfl-
uðu þæ rhöfundinum mikilla vinsælda, að hann
verður bráðlega einn af aðalmönnum í stjóraar-
nefnd þess útgáf.ufélags.
1 níu ár var hann í þjónustu þess félags, en
þá byrjar hamn ásamt öðrum að gefa út nýtt rit
í borginni San Francisco og er Bret Frances
Harte ritstjórinn. Þar birtist ein af hans allra
bcztu sögum, og ein sú bezta í sinni röð sem rituð
hefir verið, eftir því sem vitrir menn segja “The
Luck Roaring Oamp” og það þurfti ekki meira,
en þá sögu og nokkur kvæði svo sem ‘ ‘ The Heat-
hen Chinee , Johm Burns of Gettysburg, og The
Socicty upon the Stanislau” til þess að gera
hann frægann.
Síðan fór Bret aftur austur til æskustöðv-
anrna og ritaði eftir að hann kom heim allmikið í
“Atlantic Monthly” tímaritið góðkunna, eins fór
hann á meðal stórbæjanna og flutti fyrirlestra um
námamanna lífið í Califomiu, og þóttu þeir bæði
fróðlegir og fjörugir.
I ritum símum öllum er Bret einkar frumleg-
ur. ímyndunar aflið er ríkt, myndirnar sem
hann dregur upp eru skýrar og sterkar, og í með-
ferð efnis er hann snillingur. Málið er einkenni-
Iegt á sumum sögum hans eða réttara sagt sumar
setningar, en það á eflaust að tákna málískurnar
eins og iþær áttu sér stað í Californiu á þeim
dögum, og þá líka settar þar fram til að þeir sem
tömdu sér slíkt tal, sæju sjálfa sig í spegli.
Árin 1878—1880 var hann konsúll Banda-
ríkjanna í Crefell og 1880—1885 í Glasgow. Það-
am fór hann til Lunúna borgar og gaf sig þá ein-
göngu við ritstörfum unz hann lést í Aldershot 6.
maí 1902.
BEINAGRINDIN.
Eftir Mark Twain.
Fyrir hér um bil 300 árum, þegar eg var með
þremur drengjum öðrum að læra að prenta, kom
til okkar strákur utan af landi og vildi læra sama.
Hann var hræmulega langur og leiðinlegur, augun
stóðu dottandi í hausnuní á honum, eins og þorski,
og o’kkur varð því undir eins blóðilla við hann og
dauðlangaði til að kremja úr honum þessa litlu líf-
tóru sem í honum var, og brosað gat hann ekki, þó
hann hefði fengið 5 dali fyrir það.
Við drengir héldum að strákurinn væri naut-
heimskur, og tókum okkur því saman um, að fara
til lyfsalans og lána hjá honum beinagrind af
manni; hana fengum við með því móti, að lofa að
borga 50 dollara, ef hún skemdist eða færi for-
görðum. Við lögðum svo af stað um náttmál með
beinagrindina, lögðum hana í rúmið hans og
breiddum kyrfilega ofan á. Svo földum við
okkur skamt frá og sáum, þegar hann kom heim,
og fórum svo allir heim til okkar. Þegar æði-
langur tími var liðinn, fórum við að verða held-
ur en ekki smeikir um, að þessi strákapör okkar
mundu hafa haft þau áhrif, að hann hefði orðið
vitlaus af hræðslu, og væri nú óður og allsnakinn
á hlaupum um götur bæjarins, en við sjálfir hefð-
um mesta samvizkubit af þessu alla okkar ævi.
t þessari diuðans angist, sem nú kom yfir okkur,
var þó einn svo hugrakkur að leggja það til, að
við skyldum fara út, læðast að kofa stráksins og
vita, hvort hann væri Hfs eða liðinn. Við hlup-
um af stað, en okkur brá heldur en ekki í brún,
þegar við komum að kofanum. Ljós brann í
herbergisglugganum, og sjálfur sat hann í stól inn-
an um stórar hrúgur af sætaibrauði, rúsínum, grá-
fíkjum, brjóstsykri og alls konar sætindum, sem
okkur drengjum þóttu bezt, og var með mesta á-
nægjusvip að bryðja hunangsköku úr hnefa.
Bansettur strákurinn hafði öldungis ekki lát-
ið sér bilt við verða, en farið út með beinagrind-
ina, selt hana fyrir fimm dollara og keypt sér fyr-
ir þá öll þessi sætindi. Með tárin í augum urð-
um við að fara til lyfsalans og segja honum upp
alla söguna. Og lengi urðum við að þræla
kófsveittir fram yfir venjulegan vinnutíma, þang-
að til við vorum búnir að vinna okkur inn 50
dollara til að geta borgað lyfsalanum beinagrind-
ina.
i
Röddin frá grófinni. — Moody. j
Nýlega las eg um móður eina, sem var ekkja,
og dó frá einkabarni sínu, stálpuðum dreng, sem
við það varð munaðarlaus. Hún hafði oft beðið
fyrir honum og drengurinn skildi, að um ekkert
var henni jafn ant og velferð sálar hans. Drengur
þessi þroskaðist vel og varð dugandi atvinnurek-
andi.—Tuttugu ár voru liðin frá dauða móður hans
Hann hafði gert sér grafreit á landeign sinni og
vildi nú flytja líkkistu móður sinnar þangað og
reisa minnisvarð á gröf hennar. — En meðan hann
hafði þetta fyrir stafni, fór hann að hugsa um fyr-
irbænir móður sinnar og hvílíkt alvörumál þær
voru henni. Svo fór hann að hugsa um að svarið
væri enn ekki komið upp á allar hennar bænir og
hve langt hann ætti að því takmarki sem bænirnar
hennar stefndu að. Flutningur líksins varð til þess
að vekj nýjar hugsanir og líf í sálu hans. Barnæsk-
an með bænalífi móður hans rann á ný upp fyrir
honum. — Sama kveldið sem hann stóð við hinn
nýja legistað móður sinnar, gafst hann drotni sín-
um og frelsara. — ó, mæður, munið hvað yður ber
að gera fyrir börnin.
-----:—o---------
Skrítlur.
Nikvrlás í Hólkoti kom seint á hreppamót, og
var þá búið að setja honum ómaga árlangt.. Niku-
lás þóttist verða hart leikinn og færðist undan því
að taka við þurfalingnum. Presturinn var í fá-
tækranefnd og leitaði NikuJás til hans og vildi fá
þessari ákvörðun breytt.
Presturinn sagðist segja eins og Pílatus:
“Það sem eg hefi skrifað, það hefi eg skrifað” og
verður þú að sætta þig við þetta.
Nikulás svaraði: “Já, þetta sagði Pílatus,
en gætið þér að því prestur minn góður, að hann
varð sér Hka til bölfaðrar skammar fyrir það.”