Lögberg


Lögberg - 17.03.1921, Qupperneq 4

Lögberg - 17.03.1921, Qupperneq 4
Blfl. 4 LÖOBEBG, PJLMTUDAÖINN, 17. marz 1921 3Cog bcio Gefið út hvem Fimtudag af Tlie Col- umbia Preu, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimari N-6327 ofi N-6328 Jón J. Bfldfell, Editor (Jtanáskríft til blaðsinc THE C0tUK(BIA PRESS, Itd., Box 3172, Winnipeg, M»1- Utanáskrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, M»n. The “Lögberg” is printed and published by The Columbla Press, Limited, in the Columbia Block, Í 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. i' '■■■ ■------ " ■ ■ ■■........!------ Flokkaskiftingin á Manitoba þinginu. Pyrir kosningarnar sí?5ustu hér í Manito- ba mhitumst vér á hér í blaðinu, hættu þá og erfiðleika, er stafað gæti og stafa hlyti af því, að f jölga 'Svo flokkum á þingi, að enginn þeirra hefði ákveðið atkvæðamagn um fram alla hina til samans á þinginu. Þetta þótti þá sumum vor á meðal beint flokksfylgi, eða eins og þá var komist að orði, blint flokksfylgi. Ekki skal þvrí neitað, að vér vildum af heilum hug styðja að því þá, að Norrisstjómin héldi áfram við völdin hér í Manitofoa. Ekki samt svo mjög fyriir það, að það var þessi sérstaka stjqrn, heildur fyrir þá sök, að hún hefir verið fram- kvæmdarsamasta stjórn, sem Manitoba-fylki hefir nokkum tíma haft, hvað sem hver segir. En svo fór þetta nú ekki eftir ósk vorri og vild, því þó að Norrisflokkurinn sé svo lang- samlega sá stærsti og sterkaisti í þinginu, þá hef- ir hann ekki meiri hluta atkvæða. Ástandið, sem vér vorum hræddir við fyrir kosningarnar, efir því orðið að raunveraleika, og þeir sem fastast gengu fram í stéttapólitíkinni, geta nú séð ávexti verka sinna, ef þeir annars geta séð nokkurn skapaðan hlut. Þing þetta er búið að sitja í liðugan mán- uð ö>g eim eru ekki þingmenn húnir að ljúka sér af að tala um hástæisræðuna. Hver ræðan rekur þar aðra, sem er “einsk- is vert þref og gjálfur” og fylkisbúar borga brúsann og þar ofan í kaupið fá ekki fram- gengt þeim málum og málefnum, sem þá varð- ar mestu sem heild. Mláske fara menn nú að skiilja hve óhæfilegt og ómöguleg ástand það er, þegar enginn flokkurinn hefir næga yfirburði eða atkvæðamagn tií þess að fylgja fram nauð- svnlegustu þarfa og áhugamálum, heldur verður að eiga alt undir náð móstöðuflokkannna, sem meira hugsa um að mikla sjálfa >sig, en að hrinda velferðarmálum fylkisins í framkæmd. Bœnda lánfélagið á Manitoba- þinginu. Ein a‘f breytingum þeim, sem Norrisstjórn- ir fer fram á, á þessu yfirstandandi þingi, er að leyft sé að færa vexti af lánum, sem bændaláns- félagið í Manitoba veitir, úr 6 og upp í 7%, og á- stæðan, sem gefin er, er sú, sem allir menn, sem skyn bera á fjármál skilja, nefnilega sú, að pen- iugar hafa hækkað í verði, svo fylkið á ekki kost á að afla lánfélaginu starfsfjár eins ódýrt og áður. Starfskostnaður í sambandi við félagið hefir hækkað gífurlega, það er húsaleiga og kaup verkamanna, svo apnað hvort er nú fyrir lánfélagið að skaðast á útláninu, eða að færa upp vextina, til þess að mæta þessum aukna kostn- aði og láta fyrirtækið bera sig sjáíft. Það sýnst svo, sem það þyrftu ekki mörg orð né mikla rökfærslu til þess að sanna rétt- mæti iþessarar Iwejdingar, það sýnist að það þyrftu ekki langar ræður eða miklar fortölur til þess að sannfæra löggjafa fylkisins um, að það. væri heilbrigðara fyrir lánfélagið og alla þá, sem við það eru riðnir, að léta tekjur og útgjöld niætast, heldur en að sökkva í skuldir. Það virðist, að ekki þyrfti að eyða mörg- um orðum til þess að sannfæra löggjafa Mani- tobafylkis um það, að auðveldara er að fá pen- inga til starfrækslu fyrir fyrirtæki sem ber sig, en fyrir það, sem er að tapa, og þar sem þetta er fylkisstolfnun, þá heifði það að sjálfsögðu mjög alvarlegar afleiðingar fyrir afstöðu þess og álit á alheims peningamarkaðinum. En því er ekki að heilsa. Nálegia allir and- stæðingar Norrisstjórnarinnar grípa þetta báð- um höndum, sem eitthver happ er þeim hafi 'horist upp í höndurnar, tii þess að fella Norris- sl jóraina. Öllum verzlunarreglum, það er heil- brigðum verzlunarreglum þeytt út í veður og vind, og framtíðar lánstraust og áliti Manitoba- fylkis að vettugi virt til þess áð reyna að steypa stjórninni og talsmanni hennar, féhirir fylkis- ins, i>annað að skýra málið svo menn geti séð villu síns vegar. Þarna geta íslenzkir kjósendur séð dálag- ilegit dæmi af nytsemi stéttapólitíkurinnar, eins og hún er í almætti sínu á Manitobaþinginu. Móses hins blakka kynstofns. Með jafn miklum rétti og Englendingar helga sér England, Frakkar Frakkland, Banda- ríkjamenn Bandiaríkin, kretfjast Blökkumenn Afríku fyrir sitt heimkynni og heimaland,” segir Marcus Garvey, sem tekið hefir sér fyrir hendur að leiða þjóð sína heim til feðralands- ins og sameina hana þar í Bandafjdkjum Afr- íku, með sjálfum sér sem forseta. Það var skömmu eftir að Bandaríkin fóru í stríðið að maður, kolsvartur á hörundslit, kom með skipi nokkru tid New York frá Jamaica. Hann var lágur vexti og feitur og kubbslegur. ítann var þrjátíu ára gamall og hafði fengið allgóða mentun, hafði víða farið og kunni góða grein á högum og menningu margra þjóða. Hann hafði lítið meðferðis, dfurlítinn bögg- ul fata, er hann bar á öxl sér. En hann var fróður um margt, eins og sagt hefir verið, en ekki sízt um uppruna og sögu þjóðflokks síns, er hann kunni utan að sem ifaðir-vor. Hann fór að tala máli sínu við Blökkumemi í New York, en þeir tóku honum iila, kváðust fekki vilja skifta kjörum sínum, er þeir ættu nú við að búa, fyrir einhverja óvissu suður í Afr- íku, sem að Qíklegast yrði bara tómt galbb þeg- ar til kæmi. Og í sama strenginn tóku sumir af þektum ltiðtogum Blökkumanna í Bandaríkjunum, þar á meðal þeir Robert Moton og W. E. B. Du Bois. Marcusi Garvey varð því erfitt um vik og gafst upp við áform sitt og hélt aftur til Jama- ica. En það leið ekki á löngu, áður en hann lét sjá isig aftur í New York, því hann vissi að þar var meiri auður saman kominn á meðal Negra, iheldur en í nokkurri annari horg í heimi, og þar vær eina vonin til þess að fá þann fjárhags- lega þrótt, er nauðsynegur var til þess að hrinda þessu áleiðis. Hann hafði hugmynd um, að fasteignir Blökkumanna í þeim parti borgar- innar, sem Harlem nefnist, næmi meira en $100,000,000, að meðal þeirra eru minsta kosti fjórir miljónamæringar og fjöldi, sem ætti eign- ir upp á fra $100,000 og upp í hálfa miljón. Hann vissi Iíka, að Blö'kkumennirnir á þeim stöðum ættu yfir $30,000,000 í sparisjóðum, að þeir ættu tvo banka, þrjátíu kirkjur, og fimtíu trúboðsstöðvar. Einnig vissi hann, að það voru miljón bændur af hans þjóðflokki í Banda- ríkjunum, sem ættu meira en tuttugu miljónir ekra af akuryrkjulandi. Hann vissi og, að þeir áttu meir en sjö hundruð og fimtíu þúsund 'Tieimili í Bandaríkjunum, að þeir hefðu keypt $225,000,000 virði af “Liberty Bonds” af Uncle Sam. Bandaríkin voru því sannariega fyrir- heitna landið næst Afríku. Marcus Garvey tók nú til óspiltra málanna að tala máli sínu, en það gekk iQla, en að síðustu tókst honum að vinna þrettán málsmetandi menn, sem ekki tilheyrðu þeim parti 'Blökku- manna, sem 'hölluðust að skoðun Monton og Du Bois, og með áhuga sínum tókst hönum að bæta smátt og siriátt við hópinn með miklum erfiðis- niunuim, unz Universal Negro Improvement Association var mynduð, sem varð til þess að á iþennan félagsskap og leiðtoga hans var ráðist mjög grimmiilega. Garvey var ibrugðið um upp- reisn og um alt ilt af leiðtogum hinna ýmsu Blökkumannafélaga í Bandaríkjunum, dg þess krafist, að hann væri tafarlaust sendur til Jamaica aftur. En það hreif ekki, því á sama tíma og Marcus Garvey reyndi til þess að útbreiða fé- lagsskap sinn á meðal hinna upplýstari Blökku- manna Bandaríkjanna, þá 'byrjaði hann að gefa út blað, sem hann nefndi “Negro World”, sem f.jallaði eingöngu um mál þeirra og lofaðist til að útvegá þeim frtelsi og sjálfstjórn, og það ekki t-inu sinni Blökkumönnum Bandaríkjanna, heldur öQlpm þeim kynþætti. Undir eins í fyrsta Maði leggur hann til or- ustu við mótstíiðumenn sína, og er ekkert dul- ur í máli. Fr.jálsraði eins og hvítu og gulu kyn- tt'lokkarnir hafi, segir hann að orðtak þeirra skuli vera, og að ef höfðatala Iiafi í því sam- bandi nokkra þýðingu, þá geti Blökkumenn, sem fléu 400,000,000, hæglega verið herrar heimsins. Garvey segir um mótstöðumenn sína, að þeir séu “vanabundnar undirlægjur og sleikjur hvíta kynlflokksins. ” Frá kirkjunnar hálfu hefir mótspyraan á móti Marcusi Garvey verið hvað einbeittust og eru prestarnir hans svöraustu óvinir, þrétt fyrir það, þó hinir leiðandi álmúgamenn snúist í fylgd við hann. Hann telur trúarbrögð 'hvítra manna lítt hæf eða viðeigandi fyrir Blökkumenn sök- um þess, að þau krefjist þess að þeir trúi á hvítan guð og hvítan Krist, hvíta eilífð og hvíta engla. Hann krefst sérstakra trúarbragða fyrir Blökkumenn, sem kenni virkilegan guð. ekki ímyndaðan, eða að svo miklu leyti sem hann sé ímyndaður eða ó>sýnilegur, þá verði hann að vera ímynd fólksins sjálfs—svartur. Eitt af málum þeim, sem Garvey barðist fyrir, var að koma á stofn eimskipafélagi, sem Blökkumenn einir ættu, en það gekk fremur illa/ og svo virtist sverfa að honum um eitt skeið, að það leit út sem hann yrði að gefast upp við alt saman, þegar atvik eitt kemur fyrir. Marcus Garvey sat einn inni í skrifstofu sinni, þegar Blökkumaður mjög æstur í skapi kom inn og -skaut fjórum skotum á Garvey. Ekk- ert skotið hitti svTo það yrði honum að bana, en hann særðist bættulega, og skot sem hann fékk í fótinn, gerði það að verkum, að hann hef- ir staurfót alla sína æfi. Skömmu eftir að þetta kom fyrir, var fundur haldinn í eimskipafélaginu, af þeim sem mestan þátt höfðu t-“kið í stofnan þess, og voru þeir komnir að því að gugna með þetta alt saman, þegar að dyrnar að herbergi því sem þeir höfðu fundinn í, opnuðust og Marcus Gar- vey stóð þar á hækjum særður nær til ólífis. Það hafði svo mikil áhrif á fundarmenn að sjá for- ingja sinn þannig leikinn. að upp frá því var eimskpafélaginu engin hætta toúin. Nú á það þrjú skip í förum, og nægilegt fé til að kaupa önnur þrjú þegar á þarf að halda. “Vér berum ekki neinn kala til hvítra manna,” segir Garvey. “Það sem vér förum fram á, er að fá ofurlítið ítak í sólinni. Þjóð- f ioifcknr, sem telur 400,000,000 inanna, er of fjöl- mennur til þess að hafa það ekki.. Og ef 60,- 000,000 Engil-Saxa, 80,000,000 Þjóðverja og sjö miiljónir Belgíumanna eiga rétt á að vera þar, þá sé eg ekki hví við megum ekki eiga þar sæmi - legt pláss líka.” 1 ágúst s. 1. var þing mikið haldið af þessu félagi Blökkumanna og þar staðhæft, að hátt á fjórðu miljón félaga, sem heima ættu nálega í fhverri einustu horg í Bandaríkjunum, borguðu árlegt gjald til aðalfélagsins. Að loknu þvi þingi, sem haldið var í New York, var skrúð- ganga mikil og sem v'akti geypi mikla eftirtekt, og margur spurði: “Skyldi þessi vísir áreiðan- lega verða að stóru beri?” Á meðal annara, er horfði á þossa skrúð- göngu, var öldruð írsk kona; stóð hún með tár- in í augunum og sagði í vonleysistón við þann, sem næstur henni stóð: “Að hugsa sér það, að Negrar skyldu verða á undan Irum, með að fá sjálfræði sitt.” Ummæli ’ Dr. Frank Crane um Vínbannið 1 síðastliðnum janúarmánuði lauk fyrsta vínbannsárinu í Bandaríkjunum, og verður eigi anna$ með sanni sagt, en að tilraunin hafi reynst ifult eins völ og fólk yfirieitt bjóst við. Vínsöluskálarnir eru úr sögunni. Það er stærsti og mesti ávinnngurinn. Skálar þeir voru undantekningarlaust samfélagsbölvun — eitur- v uppspretta margskonar ófagnaðar. Auðvitað fá menn sér í staupinu enn, og halda áfram að gera það um tíma. Sumir gera það jafnvel meðfram vegna þess, hve forboðnu eplin eru jafnan lok'kandi sæt á bragðið. En yfirleitt má svo að orði kveða, að sterkir drykk- ir séu úr sögunni. Við opinber veizlu'höld skip- ar ölbollan ekki iframar öndvegið, og þó er mannfagnaðurinn fult eins fjörugur. Áfengi til drykkjar er nú ekki lengur bruggað í landinu. Einhverjir reyna að brugga svolitla lögg heima hjá sér, en þeim fer stöðugt fækkandi. Það íhe'fir olf mikla hættu í för með sér og fær litla náð í almenningsálitinu. Æstustu mótstöðuVnenn vínibannislaganna, eru farnir margir hverjir að linast í sóikniuni, sumir jafnvel teknir að hallast á hina sveifina. Nareta kynslóð Bandaríkjaþjóðarinnar, mun tæpast augum líta ölvaðan mann, nema þá kannske helzt með því, að leita út fyrir Iand- steinana. Bami gegn tilbúningi og sölu áfengra drykkja, á hvorki skylt við takmarkanir á tó- baksnautn né sunnudagsskemtunum. — Það hefir fyrir löngu verið viðurkent, að áfengis- nautnin er stórskaðleg, stofnar almennings- heilbrigðimii í voða og að til hennar má rekja mörg hermdarverk og glæpi. Einn af yfir umsjónarmönnum vínbanns- laganna í Bandaríkjunum, komst svo að orði á ársafmæli þeirra: 4 ‘ Ein langmerkasta gerbyltingalöggjöf þjóð- arinnar liefir nú fengið ársreynslu, og hvað hefir orðið efst á baugi! Enginn maður hefir lagt niður vinnu vegna -bannlaganna, enginn orðið gjaldþrota af þeirri ástæðu, engin sjóð- þurð orðið í ríkisféhirzlunni, ehkert hrun í fast- eignasölu, með öðrum orðurii, ekkert af þeim ófagnaði, er bannféndur 'héldu fram að leiða mundi af lögunum, hefir gert vart við sig í þjóðfélagi voru. En á hinn bóginn eru hags- muna og h'eilla einkennin óteljandi. Á ýmsum stöðum innan ríkjasambandsins, hafa glæpa- öldur vitanlega risið hátt á árinu. En hvað má segja um Norðurálfulöndin, þar sem alt flýtur í brennivíni ?—Vínbannslög Bandaríkjanna hafa reynst á þessu umliðna ári, einn allra bezti sáttasemjarinn á sviði fjármálanna, og sama má segja um áhrif þieirra á iðnaðarlífið.” “Því hefir verið haldið fram, að lögin séu mikið brotin í Austur-ríkjunum og það jafnvel margfalt mera, en í hinum gömlu bannríkjum. Þetta er ekki rétt. Fyrstu Vínbannsríkin brutu lögin álíka mikið, en sá ósiður eltist af þeim og sama gildir á sínum tíma um alla þjóðina. Heil- brigt almenningsálit Bandaríkjaþjóðarinnar. líður ekki slík laga-brot til lengxlar. “ Víubannslöggjöfin á enn eftir að ná full komnunrtakmarkinu. Hún nær því samt í til- tölulega náinni framtíð. Bandaríkjaþjóðin löghelgar aldrei aftur tilbúning og sölu á- fengra drykkja. Ahrif bannlaganna sanna það betur en nokkuð annað.” Sparið áður en þið eyðið Látið BankareiknÍHginn vera fyrstan í huga yðar. Það meir en borgar sig fyrir seinni tíma. Sparisjóðsdeild við hvert útibú t THE ROYAL BAHK OF CANAOA Innborgaður höfuðstóll og varasjóður.... $40,000,000 Allar eignir.............................. $572.000,000 Eg er nú í undirbúningi með að ■ ] selja allar mínar vörur með óheyrilega ■ ] miklum afslœtti. Kaupið því ekki ■ mm ] nema það sem þér nauðsynlega þarfn- ■ | ist, þar til þér fáið stóru auglýsinguna, ( ] sem verið er að senda til allra þessa ( | dagana. Elis Thorwaldson, | Moontain, N. Dakota ■ S»l!BIUBII!!HliaiailllBllllHII!!HIIIIHII!!HlltlHlll!HlltlH!!!lH!niHI!IIBllllHIUIHlHIII!H!!!HllllBltlHlliaiiajl!iÍ9i Jón Jónsson Collin. Fœddur 3. okt. 1897. Dáinn 26. nóv. 1920. Undir nafni móður hans. Sonur kær, til sumarlandsins bjarta sorga-ströndum ertu horfimn frá æ, þín minnist harpii þrungið hjarta, hugur reikar yfir djúpin blá — veit þó ei hvar vinar á að leita víst er eitt, hann býr á sólarströnd meðal hinna sælu engil-sveita sem að stýrir guðleg kærleiks hönd. — Að svo snemma, genginn er til grafar geysidjúpa vekur sorgarund gegnum tárin, gleðiljóma stafar guðleg náð, — er hugsa um endurfund þar sem ungt og óspilt hjarta lifir algæskunnar vermt af kæleiks sól, tár og þyrna tímans komið yfir trúfestinnar nærri veldissitól. — Láfið þitt var var geisli guðs, frá hæðum glampa skærum, vorsins degi líkt það er horfið; hulið rökkur slæðum holdið fölnað, gröf og dauða vígt, vonir dánar, visnuð gleði blómin, vorsins fegurð breytt í lantgvint húm, en mér finst eg heyra — þekkja hljóminn hvíslað “mamma” — bak við tíma og rúm. En þegar manns ei máttur kunni duga, meini þínu vinna nokkra bót, vissan lyffi hærra þínum huga himins til og ljóssins veröld mót, þú sást að orka okkar jarðarfræða öll þar reyndist sjónarvilla og tál og það var að eins einn, sem kunni græða og út að slökkva kvala þinna bál. Þú barst þinn kross, með þögn og þolinmæði að þeirri stund, er öllum veitir ró þú sást í anda æðri og fegri gæði svo unaðsrík; það hugann til sín dró — er lífsins vonir, voru að hverfa og deyja og vorsins skraut, hin æðsta tímans gjöf, var eins og bliknað blóm — er vindar fleygja og byrgja hinst í kaldri jarðargröf. — Það er sárt þá visnar vorsins gróður vel þroskaður undir sumartíð, og þar nærri, hnugginn standa og hljóður og horfa yfir langvint dauðastríð Hver má græða slíkar ólífs-undir að eins hann, er lífið gaf og tók, og sem skráði: árin, dag og stundir okkar fyr, í lífsins mi-klu bók. x Ó, hvað lífið er á veikum þræði og undarlegt í heimi sýnist margt, fúnir stofnar fá að hjara í næði en falla trén með vorsins dýra skart En það skeður víst að drottins vilja vort að styrkja traust á misku/n hans þeir sem hér með hrygð og tárum skilja hittast fá í dýrð hins sama lands. — Svona á jörðu alt það hefir endir er aúgu dauðleg mega skynja og sjá og þó er margt sem hljóðum huga bendir húmið yfir, ljóssins veröld á. Þar er ættland allra jarðarbúa, enda þótt að kjörin verði ei jofn þeir sem ungir þangað burtu snúa þeim er víst, að riá í beztu höfn. — Vertu sæll! minn sonur elskulegi við sjáumst mæst, á ljóssins björtu strönd mér finst svo húmt, sem halla taki degi ó, herraJesu, rétt mér vinarhömd styrk þú mig, svo stríðið kunni þola storma lífs og mótgangs öilduföll og er dauðans unnir burt mér skola inn mig leið í þína friðar-höll. — E. S .Wium.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.