Lögberg - 24.03.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.03.1921, Blaðsíða 4
Bis. 4 LÖGBERG, FiMTUDAGINN, 24. MARZ 1921 Jogbcrq Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimar. >’-6327:oö N-6328 Jón J. Bfldfell, Editor (jtanáakríft til blaðsina: Tl(E C01UR|BIA PRES8, Ltd., Box 3172. Winnipeg. M«n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The “LBgberg" Is prlnted and publtshed by The Columbla Press, Llmlted, in the Columbla Block, R53 to 857 Sherbrooke Street, Wlnnipe&, Manitoba. Manitobafylki og flutningsgjöld. Nokkra undanfarna mánuði, hefir Robert nokkur Rogers, er átt hefir heima í neðsta kjallara st.iórnmálanna í landi þessu, árætt að klifra út úr fylgsnunum öðru hvoru og reyna að gera sér gott af hinni almennu óánægju út gf flutningsgjalda hækkuninni. Hann hefir látið blöð ná af sér tali, sem svo eru gamal- dags í skoðunum, að halda því fram að álit Mr. Rogers á málunum hafi eitthvað mikil- vægt nýtt gildi. Með þessari aðferð hefir verið reynt að útbreiða þær kenningar, að í- búar Manitobafylkis hafi tapað stórfé á því, að fylkisstjórnin liafi eigi fylgt því nægilega fast fram að, Canadian National járnbrautar- félögin héldu gerða samninga við fylkið. Mr. Rogers hefir lialdið því fram og þau blöð, sem virðast honum undirgefnust í svipinn, hafa einnig bergmálað þann boðskap, að samkvæmt samningi fylkisins við Canadian Northern árið 1901, geti fylkisstjórnin ákveðið flutn- ingsgjöld á brautum þessum innan vébanda fylkisins. Með öðnim orðum, að hækkun sú, ’er jámbrautaráðið hefir fast sett, hefði aldrei þurft að ná til fylkisins, svo framarlega að stjórnin hefði haft hugrekki og áhuga fyrir almenning heill, til þess að neyta þess valds, er henni bar, samkvæmt téðum samningum. Þetta er í stuttu máli innihald kæruatrið- anna. Leiðtogi afturlialdlsmanna í fvlkis- þinginu, Mr. J. T. Haig, flutti af hlýðni við fyrirskipai.ir frá h;rrri stöðum, ályktun í þing- inu út af þessum flutningsgjalda málum og fordæmdi núverandi fylkisstjórn fyrir það, hve tilfinnanlega hún hefði brugðist almenningi í þessu tilliti. í framsöguræðu sinni kom Mr. Haig ekiki fram með ueitt nýtt, ekkert annað en gömlu kærurnar, er Mr. Rogers virðist hafa lagt honum í munn. — Dómsmála- íáðherrann, (Thos. H. Johnson) svaraði Mr. Haig og dró fram nofckur megin atriðiý sem c-ngan veginn voru ókunn þeim, er fylgst hafa með járnbrutarmálum og þá væntanlega hvorki Mr. Rogers né Mr. Haig heldur. Fyrsta meginatriðið var það, að eftir að fylkisstjórn sú, er Mr. Rogers var róðherra í, gerði samn- ingana við Canadian Northern og hlaut með þeim samningum augljóst vald til að ráða flutning.sgjöldum, gegn vissum kvöðum í því til- felli, að fluningsgjalda taxtinn reyndist of lágur, þá varð saina fylkisstjórnin samt að leita samþykkis sambandsþingsins til gil'd- ingar samningnum. Því þurfti utanfylkis samþykki á slíkri löggjöff Augsýnilega vegna þess, að fylkið hafði farið út fyrir valdsvið sitt. 1 lagaá- kvæðum sambandsþingsins um gildi hins nýja samnings, setur það undir lekann, það er að segja, bætir inn í eftirfylgjandi lagagrein, til þess að enginn vafi geti leikið á því, að vfir- framkvæmdarvald járnbrautarmálanna, þeirra mála, er snerta jafnt beill Canada í heild sinni, vrð i í liöndum sambandsstjórnarinnar, eða þeirrar nefndar er hún samkvæmt umboði fengi það til meðferðar. Lagagreinin sem bætt var inn í hljóðar svo: “Ekkert í lögum þessum eða samn- ingum, eða gert í samræmi við lög þessi eða samnuiga, skal takmarka ó nokkurn hátt rétt þann er framkvæmdarvaklinu her, samlkvæmt gildandi löggjöf sambandsþings Canada, hvorki í tiliiti til valds ríkisstjórans, jánibraut- arnefndar leyndarráðsins, nokkurrar annarar umíboðsnefndar eða valdhafa, að því er við- kemur ’kvöðum eða skyldum. ’ Með þessa löggjöf fyrir framan sig, og vitandi fullvel, að Manitoha stjórnin þáver- andi, annað Iivort af ásettu ráði hafðist ekki að, eða þá sökum þess, að hún vissi sig 'skorta vald til að mótmæla, mundi það þá ekki vera næsta frek hlekkingartilraun, að reyna að fá fólk til að trúa því að fvrirmæli jírnbrautarráðsins í sambandi við flutnings- gjöld á Canadian Nanional brautunum, bvgð á þar til hevrandi, sérstaikri löggjöf, ætti að vera ógild fyrir þá sök, að þau koma í bága við inni- hald samningsins milli Manitoba fvlkis og Can- adian Northern? Stjóm sú, or Mr. Rogers taldist til, vissi vel, að hún hafði ekkert vald vfir flutnings- gjöldunum með Oanadian Northern brautinni. Sir Rodmond Roblin. þá verandi yfirráðgjafi, svarar bréfi frá Manitoba Grain Growers Ass- ociation árið 1909, er kvartaði undan hinum háu flutningsgjöldum, þannig, og neitar allri ábyrgð í slíku tilliti: “Eg býst við því, að vð- nr sé Ijóst, að lög um stofnun járnbrautarráðs^ ins — Railway Commission, voru samþykt eft- ir að samningurinn milli Oanadian Northern og Manitohafylkis gekk f gildi, og að samkvæmt slíkum lögum, hafa flutningsgjöld og öll önnur atriði, er járnbrautamálunum við koma. og tal- in eru að snerta jafnt heill Canada yfirleitt, verið fengin í hendur nefndu járnbrautarráði. ’ ’ Dómsmálaráðgjafi fylkisins benti á þetta atriði í sinni skörulegu ræðu. Hann hefði ennfremur getað bent á amiað bréf til sama hiutaðeigenda, frá þáverandi yfirráðberra sem sagði að Canadian Northern brautirnar séu nú komnar “út fyrir lögsagnar umdæmi fylkisins.” Þarna er beinlínis viðurkent, að jámbraut- arráðið, samkvæmt þar að lútandi lögum, hafi full umráð yfir flutningsgjöldum, þrátt fyrir hinn ímyndaða samningsrétt fylkisins. Og í viðbót við þetta vald, hefir jámbrautarráðið í sínu nýjasta tiltæki, stuðst við sérstakt full- veldisumboð frá 1919. Manitoba hefir lög- mæta ástæðu til að kvarta undan því, hvernig Sambandsstjórnin hefir troðið rétt fylkishiia imdir fótum í máli þessu. En ekkert, nema illkvitni eða takmarka laus fáfræði, getur reynt að koma ábyrgð fram á 'hendur núverandi fylkisstjórn, fynr rang- lætið, sem fytkisbúar hafa orðið að þola í þessn sambandi. Lanslega þýtt úr Free Press. --------o------ Frá Skandinavíu. Noregur. Borgara samtökin í Noregi til að varna þvú að járnbrautarþjóna verkfallið, sem þar var gert, ibreiddist út til allra iðnaðargreina í landinu, varð til þess að nýr stjórnmálaflokk- ur myndaðist í landinu, sem hefir meðal ann- ars á stefnuskrá sinni að þurka út Bolsheviki hreyfinguna í Noregi. Ósamlyndi það, sem upp fcom í verkamannaflokknum í Neregi út af þessu Bolsheviki fargani, varð til þess að sá flokkur klofnaði á allsherjar varkamannaþing- inu, sem haldið vat um miðjan janúarmánuð í Kristjaníu. Nýi flokkurinn, sem kallar sig “Norska . isósíalista . lýðveldis verkamanna- flokkinn”, lýsti yfir því, að hann væri gjör- samlega mótfallinn kenningum Moscow Bolshe- viki manna, því flokkurinn hefði fastsett sér að neyta engra aðferða, nema lögundinna, til þess að fá kröfum sínum framgengt. Norsku blöðin hafa tekið þessari hreyfingu vel og hafa látið í ljós 'þá von sína, að flokkurinn mundi verða til góðs og að æskilegt væri, að hann gæti hjálpað til þess að kveða niður Bolsheviki hreyfinguna í Noregi, svo að hún ræki þar aldrei framar upp ihöfuðið. Fofseti þessa nýja flokks er Magnns Nil- sen, forseti laga þingsins eða efri málstofunn- ar; í honum eru flestir af helztu verkamanha- leiðtogum í Noregi, og hefir flokkurinn á- kveðið að • láta þingmenn sækja undir sínum merkjum um þingmensku í öllum kjördæmum landsins við næstu kosningar. Þegar Stónþingið í Noregi 'kom saman síð- ast, var fyrverandi forsætisráðerra, Gunnar Knudsen, kosinn þingforseti. Hann var og fcoainn leiðtogi framsóknarmanna í stað herra Tveiten, sem ekki gat gegnt því embætti sökum heilsubrests. í hásætisræðunni mintist Hákon konung- ur ó að lög, sem ákvæðu um náma réttindi á Spitzbergen, hefðu verið undirbúin og yrðu við fyTstu hentugleika lögð fram fyrir máls- aðilja þá, er stæðu að Spitzbergen samningun- um, til undirskrifta. Hann mintist og á þá erfiðleika, sem sjávarútvegs menn ættu við að stríða. Að áætluð útgjöld ríkisins befðu verið færð niður svo að tekjur og útgjöld mættust, og væri því áform istjórnarinnar að leggja ökki neina nýja skatta á þjóðina að þessu §inni. Einnig tók konungur fram að stjórnin hefði ákveðið að leggja frumvarp til laga um elli- styrk fram fyrir þingið. Vínbannslögin í Noregi hafa orðið til þess, að Spánverjar sögðu slitið verzlunarsamningi sínum við Norðmenn 3. febr. síðastl. Svíþjóð. Þegar Svíakonungur opnaði ríkisdaginn sænska um miðjan janúar síðast., mintiist hann á inngöngu Svíþjóðar í League of Nations, skaða þann, sem þjóðin sænska hefði orðið fyrir við missi Margrétar prinsessu, þörfina á að halda varnar.tækjum þjóðarinnar við, þörf- ina 'ó að spara svo fjárdiag þjóðarinnar væri ekki hætta húin; að ríkið hefði tekið að sér að sjá fátalklingum farborða svo þeir liðu ekki og að engir nýir skattar yrðu lagðir á þjóðina. Inntektir ríkisins væru kr. 1,300,000.00 og væri það 225,000 kr. meira en áætlun hefði farið fram á. Samningur er í bruggi á milli Breta og Svía með að setja járnbrautarferju á Norður- sjóinn, sem flytji bæði fólks og vöruflutninga lestir á milli Englands og Svíþjóðar í stað þeirra sextán skipa, sem eru nú í flutningum þar á milli. Bent er á, að þörfin sé mjög brýn, þar eð að minsta kosti einn þriðji af öllum vörum, sem Svíar hafa til út sölu, fara til Bretlands. Fundur út af þessu máli stóð yfir í Lund- únum í janúar síðastl., og þótti þar horfast vænlega á með þett# mál. Dr. Aldberg, formaður nefndar þeirrar í Svfþjóð, er sér um járnbrautamál þjóðarinnar að því er þau snerta aðrar þjóðir, er þessa mjÖg fýsandi; segir að fjórar slíkar ferjur, 'Sem beri hver 500 tonn á dekki og smærri flutn- ingsvagna undir dekki, er bæru alls 13,000 tonn og hefðu 18 mílna hraða á klukkustund, gætu fullnægt þörfinni. — Þessar ferjur, ef þær kom- ast á, eiga að ganga frá austurströnd Englands í gegn um Skagerak til Svíþjóðar. Danmörk. Atvinnuleysi er allmikið í Danmörku. Staf- ar það allmikið af því, að útlcndar vörur eru fluttar í stórum stíl til landsins og innlendu vörurnar hafa orðið að rýma, sem aftur hefir liaft það í för með sér, að stærstu og öflugustu verksmiðjur landsins hafa orðið að takmarka framleiðsluna svo, að í sumum 'þeirra er nú ekki unnið nema að helmingi við það sem áður var. — Sum af dönsku blöðunum hafa ávítað verzlunarráðherra Rothe (harðlega fyrir að hefta ekfki innflutninginn svo að hann verði ekki iðnaðarstofnunum landsins til falls. En ráðherrann, sem er mótfallinn slí'kri aðferð, hefir tekið öllum hinclrunnm á frjálsri verzl- un fjarri, hefir ekki orðið við þeim ásikorun- um, en látið í ljós að til mála gæti komið að leggja bráðabirgða toll á aðfluttar vörur, eða að ríkið hlypi undir hagga og styddi iðnaðar- stofnanir landsins með fjárstyrk, til þess að losna við uAönnun þess fólks, sem atvinnulaust hefir orðið við það, að verksmiðjumar hafa orðið að fækka vinnufólki og stytta vinnutíma. --------o-------- Dýraveiðar. Vór iheyrum oft talað um dýraveiðar — að þessi eða hinn fari á dýraveiðar, og vér iesum hlaða'greinar og heilar bækur um veiði- ferðir manna til ýmsra landa. En það er sjaldnar, að vér lesum um veiðiferðir dýra á hendur mönnum, en þó eru til staðir í heiminum, þar sem þetta á sér stað. 1 Indlandi er bygðum landsmanna víðast svo háttað, að þeir búa saman í þorpum ems og vér sjáum austurlenzka menn oft gjöra hér í landi. Þorp iþessi liggja mörg inni í megin- landinu, langt frá bygðnm brezkra eftirlits- manna; sum uppi í fjalllendi, önnur með fram óm og vötnum, í skógarlöndum og rjóðrum. Húsakynni iþessa fólks era mjög lítilfjör- leg og margt af þeim er á mjög lágu stigi og á við margslags erfiðleika að stríða. En einn meðal þeirra erfiðustu eru villidýrin, því þeg- ar 'þau hafa lítið til viðurværis á mörkinni, fara þau í þorpin og veiða fólk sér til matar. 1 skýrslu brezku stjórnarnnar fyrir árið 1919 um fólk það, sem orðið hefir villudýrum og banvænum eiturkvikindum að 'bráð í Ind- landi, stendur, að villudýr hafi orðið 2,637 manns að bana og eiturnöðrur og höggormar 20,273, tígrisdýr réðu 1,162 manns bana, leó- pardar 469, úlfar 294, bjarndýr 118, fílar 60, híennur 33, villigeltir 201 og krókódílar 185. Fólkið er alveg hjálparlaust, þegar þessir vargar merkurinnar/ráðast á það. Það fyrsta sem því dettur í hug, er að senda til næsta valdsmanns og biðja hann að koma til hjálpar, og er það oft erfitt og tekur langan tíma; sér- staklega á það sér þó stað með fólk í Behor og Orissa héruðunum, sem eru bæði óupplýst og síutt á veg komin menningarlega. Ástæðan fyrir hinum mikla imanndauða, sem stafað hefir af bitum eiturkvikinda af ýmsu tagi, er sú, að átrúnaður fólksins krefst þess að það gangi ‘berfætt og er það því algjör- lega vamarlaust á fótum fyrir snákum eða öðru þess háttar, sem verður á vegi þess. En væntanlega verður hægt að koma fólkinu smátt og smátt til að skilja það, að nauðsynlegt sé fyrir það að nota skó á fótum sér lífi sínu til varnar og þá lagast þetta. --------o-------- Kona þingforseti í British Col- umbia. Mrs. Mary Ellen Smith frá Vancouver hefir heiðurinn af að vera fyrsta kona, er þing- forseta embætti sfcipar að því er menn fram- ast vita. Mrs. Smith sótti um þingmensku í Van- couver og vann þar kosningu með fjögur þús- imd atkvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn, eg urðu tuttugu og átta þingmenn að sætta sig við að verða á eftir Mrs. Smith að því er atkvæðafjölda snertir. Og mun sá velgengni Mrs. Smith við kosningarnar síðustu hafa átt mikinn þátt í því, að henni var boðin þingfor- setastaðan, sem hún þáði. Þegar þingmenn ávarpa hana, kalla þeir liana “Madama forseti” • (Madme Speaker). Henni hafa verið sýnd þau virðingarmerki, auk þess að skera úr málum, þá jöfn eru at- kvæði, að sitja með hatt á höfði í forsetasætiu. Hún hefir herbergi út af fyrir sig í þinghúsinu og þjóna. A.ð öðru leyti er henni -sýnd Öll sú virðing, sem þingforsetum ber samkva?mt 'brezkum þingreglum, t. d. þegar 'hún gengur til forseta- sætis, er fcallað “Greiðið þingforsetannm veg” og standa þá allir þingmenn á fætur, meðan hún gengur til sætis síns, og þegar hennar er minst í ræðu eða á einhtfern hátt annan en þeg- ar ræðumenn ávarpa liana í byrjun ræðu, ber henni nafnið “honorable”. Mrs. Smith er ekkja eftir Ralph Smitli, sem mikinn þátt tók í stjórnmálum í Britisb Columbia og var fjármála ráðherra í Brewster stjórninni, og byrjaði hún þátttöku sína í stjórn- máluin árið 1894, með því að styðja mann sinn með ráði og dáð. Ekki tók hún samt neinn op- inberan þátt í stjórnmálum þá strax, heldur talaði máli hans heimulega við alla, sem hún náði til, og hjálpaði honum með kosninga und- irbúning allan af fremsta megni, — var hon- um í því sem öllu öðru ágæt eiginkona. Þegar hún misti mann sinn 1917 tók hún sjálf upp merki hans og hélt sætinu við auka- kosningar, sem fram fóru til þess að skipa það og skipar nú öndvegissæti á þingi fylkisins. --------o-------- Hversvegna þér ættuð að spara Til þess að tryggja yður fyrir hinni hul-du framtíð Til þess að tryggja yður þaegindi og hvíld á elliárunum Til þess að tryggja framtíð fjölskyld- unnar eftir fráfall yðar. Byrjið að spara í dag með innleggi á THE ROYAL BANK ÖFGANADA Innborgaður höfuðstóll og varasjóður.... $40,000,000 Allar eignir.............................. $572.000,000 I I I I | Eg vil minna mína skiftavini á _ ■ að nota tækifærið nú að kaupa ■ allar sortir af “canned goods”, ■ nóg fyrir sumarið. Núverandi verð | sem auglýst er, er lægra «n heild- | söluverð. Verður því hækkað aft- | ur eftir að þessi sala er afstaðin. I I | | Elis Thorwaldson, ■ Mountain, N. Dakota ■ 1 | SillllHIIIIBIIIIHIIIiailllHIIIIBIIIIHIIIIHIIIIHIIIIHIIIiailllHIIIIMIIIIHilttHllllHllliailllHllliBIIIIHIIIIHIIIIBIIUHIIIIHIIi'Blll^ Vöruflutningsgjald innan Mani- toba til umrœðu í þinginu. Eins og margir af lesendum Löghers muna, Iþá hefir nafnkunn ur maður, Hon Robert Rogers að nafni, hvað eftir annað reynt að gera veður út úr því að stjórn- in í Manitolba skyldi líða hækkun á vöruflutnings gjaldi innan Mani- toba fylkis, þar sem að samning- urinn á millíi fýlkiisins og Can- adian Nortlhern járnhrautarfé- lagsins, taki fram að fýlkisstjórn- in ásamt stjórnarráði fýlkisins, skuli 'hafa ákvæðisvafld, ihvað vöru- flutningsgjald snertir innan vé- Ibanda Manitobafylkis. petta sama ihefir nú leiðtogi afturhald-smanna reynt að gera i þinginu, með því að bera fram luppáistungu sem krefst þess að stjórn fylkfisins krefjist þess að rvöruflu.tninga gjaldið sé fært n.ið- ur f það sem þessi nefnd'ar saimr- ingur ákiveður. Uppástunga þessi kom til um- ræðu í þinginu á þriðjudagskvöld- ið í isíðustu víku, og flutti dóms- málastjóri Thos. H. Johnson ræðu í iþví máli, sem skýrir málið svo vel, að oss fanst rétt að gefa les- endum Maðsins útdrátt úr henni. Útdráttur úr ræðu Hon Thos. Johnsons. f ræðu sinni minitist Hon Tbos. H. Jöhnson á staðhæfingar sem Robert Rogers og Mr. Haig hefðu gert opinherlega og sagði þær sönnuðu sér ef nokkurra sannana hefði þurft, að ekkert hefði verið 'látið ógjört >af umhoðsmann/i Manitoibaistjórnarinnar Mr. Sym- ington, til þess að verja skoðanir þær sem Mr. Haig léti í ljósi, Ihann sagði og að sér væri það mikið ánægjuefni að álit það sem látið væri í Ijósi í máli því, er Mr. Haig 'hefði lesið upp fyrir þingheimi, hefði verið Mr. Sym- ington 'ljóst, og 'hann hefði gert alt sem hann gat, til þess að vekja eftirtekt Dominiton /stjórnarinnar á því. Sagði að fylkisstjórnin ihefði lagt réttmæti málsins til grundivallar, 'þegar ihún hefði tal- að máli því fyrir Dominiton stjórn- inni, svo að hægt hefði verið að koma að því sem Mr. Haig héldi nú fram í þinginu. “pað var ekkert nýmæli sem Mr. Haig bar fram” sagði Mr. Johnson, stjórninni Var kunnugt um alt það áður og hún ihafði reynt að hagnýta sér iþað út í ystu æsar. Mr. Johwston benti á, að ef hann gæti ekki sannfært þingheim um a.ð s-tjórnin hefði gert alt sem hægt hefði verið að gera í þessu máli, (þá ætti hún skilið ámæli þing&ins. Dómsmála ráðherrann sagði, að spursmálið sem ihér væri um að ræða væri, hvort fylkisstjórnin ihefði rétt, eða ekki rétt til að ráða vöruflutningis gjaldi innan fylkisins, 'benti á að stundum væri það hart að göngu að gang- ast við sannleikanum og vart væri að búast við þtví, að fólk gerði það með gflöðu geði, en það yrði að hinda sig við sannleikann eins og hann væri. Mr. Hai'g talaði gleiðgosalega um að Canadian Northern Járn- brautarfélajgið heflði e'kfci átaðið við samninga sína og að félagið skýldi borga óákveðnar skaðabæt- ur. petta .sýndist ofur auð- velt í fljótu bragði, en þegar þá aðferð átti að taka, kom iþað brátti í ljós að ljón var á veginum. Mr. Johnson, talaði oim 16. grein “undursamlegu samning- anna”, sem hefðu verið gjörðir fyrir 20 árum síðan, og sem þeir Haig væru svo upp með sér af, og sem Robert Rogers þættist svo mikill af að hafa átt þátt í að búa til, en sem utanað komandi á- hrif hefðu komið i bág við. 16. grein þesisa samnings, sagði Mr. Joihnson að ákvæði um skatt á ýárnbrautum og að Mr. Hatig benti á að það værl hin rétíta stefna, en Mr. Johnson sagðist ekki sjá að fylkið mundi græða mikið á þessari bendingu aftur- halds leiðtogans. Síðan að Norris stjórnin kom til vallda, hefði skattur á jámbraut- um verilð hækkaður mjög mikið, þrátt fyrir hinn ákveðna laga- istaf sem hún hefði þar haft að styðjast við sökum hinna lög- bundn samninga, og hefði fylkið og Canadian Pacific félagið átt í málum út af því nokkrum sinn- um. pegar að stjórnin hefði komið iti'l válda, þá ihefði skattur Canada- Kyrráhafsbrautar félagsins num- ið $120,000, nú næmi hann 200,000 tog skattur Canadian Northern járnibrautaf^lagsins hefpi veríð hækkaður úr vesællegri upphæð upp í $85,000. Sú braut er nú eign Dominion istj'órnarinnar, og Dominion stjórnin hefði farið fram á að fylkið ætti að vera sanngjarnt að því er skattálögur snertir og undir eins og fylkið sýndi ágengni í þeim efnum, sem Dominion stjórninni þættu ósann- gjörn, þá mundi stjórnin krefjast yfirbótar frá fylkinu. Barist á móti lækkun á vöru- flutninga gjaldi. Fylkisstjórnin hefir verið í lát- lausu stríði með að fá vöruflutn- in>ga gjáldið lækkað og lagfært, og hefir komið miklu tifl leiðar, isem hver og einn einasti maður gæti séð, nema þeir sem væru nokkurskonar pólitískir bragða- Mágusar, sem altaf væru að reyna að leggja veiðisnörur sínar, kvað Haig þar eiga að taka saman hönd- um við stjórnina til þess að fylgja fram tilraunum jþeim sem stjórn- in hefði gert til að halda niður vöruflutnings gjöldum einis mik- ið og unt er, heldur en að vekja upp pólitiskar abhafnir margra ára gamlar. Alt væri undir því komið eÍTis og Mr. Haig hefði sagt, hvað fylkisstjórnin og fylkisráðu- neytið hefði rétt tiil þess að é- kveða vðruflU'tninga gjald. Mr. Haiig hefði haldið því fram að þeir hefðu þann rétt undir samningun frá 1901. Mr. Jhonson sýndi fram á að réttur sá er samningurinn veitti fylkinu hefði verið ónýttur af öðrum aðlinum, og sagði að ef hann gæti isannað þimgheimi að það hefði verið og þafð sagðist hann geta, væri það iþá ekki óhæfa fyr- ir þingmann að fordæma fylkis- stjórnina fyrir að hagnýta sér ekki þann rébt. Hann sagði að samningar þessir hefðu verið teknir tifl Ottawa, skömmu eftir að þeir voru fullgerðir, til'þess að fá þá samþykta af Ottawa stjórn- inni. Og ástæðan fyrir því að iþeir fóru þangað væri sú, að á- kvæði öll í sambandi við vöru og fóflksflutninga gjöld, með járn- brautum heyrir með ölflu undir Ottawa stjórnina, og þess vegna hefði það verið nauðsynlegt að ©

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.