Lögberg - 07.04.1921, Side 3
I
*
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. APRíL 1921
Bls.3
Nelly
frá Shorne Mills.
Eftir Charles Garvice.
“Eg er þér ekki samþy'kkur um þetta,”
sagÖi Dick. “Ef eg væri í sporum Nellys,
mundi eg fiuna að allir hugsuðu: “Hvað hef-
Ir lávarðurinn séð lijá þessari stúlku, sem kom
lionum til að festa ást á henni? Bíddu við!”
sagði hann enn frémur, þegar Nelly hafði grip-
ið eina af sessunum 'hlæjandi og roðnandi. “Ef
,þú kastar ‘henni í höfuðið á mér, þá eyðileggur
þú hárskrúðann minn.”
Nelly lagði sessuna áftur niður nauðug.
“Þetta er kauðalegt af þér, þú veizt, að
eg get ekki flogið á þig núna. ”
“Þótt þú sér^ í hernaðarskapi,” sagði
Falconer.
“Þetta er ekki neitt-skínandi hernaðar
málverk”, sagði Nelly brosandi. “Þetta er
kjóllinn, sem eg saumaði fyrir samkomuna í
Wolfer House — þú veizt, Dick, að Wolfer varð
nð fara? Bróðir hans er veikur. Eg hefði
verið kjarkbetri, ef lafði Wolfer hefði verið
hér. Já, þetta er, því ver, gamall kjóll, og
Drakes gimsteinar munu skammast sín yfir
honum. ’ ’
Hiin leit á perlurnar, sem liann hafði gefið
henni fyrir fáum dögum og nú glóðu á hálsi
hennar og handlegg.
“Heyrir þú hvað hún segir, Falkoner ? Eg
bauð henni að vera heima og veðsetja spari-
fötin mín, svo að hún gæti fengið sér viðeig-
andi kjól. Það er hart að eiga óþakkláta
systur. ’ ’
“Eg hélt þetta væri nýr kjóll,” sagði Fal-
eoner og leit til hennar.
Nelly hristi höfuðið og sagði:
“Nei, eg vil helzt vera í þessum kjól, og
vil engan, sem er skrautlegri.”
“Ó, enginn mun álíta þig öðruvísi en þú
ert — alment barn náttúrunnar. ”
“Þú mátt okki stríða henni,” sagði Fal-
coner aftur við Dick, en Nelly hló ánægð.
“Eg skeyti ekkert um 'þetta, hr. Falconer.
Eg vil heldur óskreyttan kjól, heldur en þann
skrautmesta frá bezta skradidaranum í Lon-
don. ’ ’
“Sérð þú ekki, Falconer, að hiún er jafn
hégómagjörn og páfagaukur, þó hún látist vera
lítillát? Auk þessa er eg viss um, að Drake
hefir sagt henni, að hún sé mjög fögur.”
Nellv roðnaði, því Draike hafði sagt henni
þetta.
“Það er nú kominn tími til að fara,” sagði
Falconer. “Leyfið mér að vefja sjalinu betur
am yður, ungfrú Lorton.”
Kvöldið var inndælt og þau afréðu að
ganga til hallarinnar. Þegar þau nálguðust
hana. sagði Dick alvarlegur:
“Það er erfitt að skilja það, Nell, að þú
eigir að verða húsmóðir í þessari höll.”
Nelly svaraði ekki, en leit á húsið með
sömu hugsun.
Það var raunar erfitt að átta sjg á þessu,
en á næsta augnabliki kom Drake á móti þeim,
tók handlegg stúlkunnar og sagði nokkur
ástrík orð, heilsaði svo vingjarlega fylgdar-
mönnum hennar. '
“Eg þarf líklega ekki^að segja, hve vænt
mér þykir um að sjá yður, Falconer” sagði
hann “eða hve glöð greifainnan og allir aðrir
verða. Eg er hræddur um, að þú verðir að
vera við því búin, að leika hlutverk þitt sem
hetja, góða mín.”
Og þegar hann tók sjalið af herðum Nelly
með varkárni, hvíslaði hann:
“Elskan mín, hvað þú ert fögur og yndis-
leg; þú ættir að vita, hve montinn eg er af
þér. ’ ’
Svo fór hann með þau inn í salinn, sem
þá var orðinn fullur af gestum, og þegar
greifainnan gekk á móti Nelly og kysti hana,
störðu allir á hana forvitnislega.
Nelly varð dálítið föl, þegar greifainnan
kynti hana einum eftir annan, en Drake stóð
1 við hlið hennar, og öllum leizt vela á hana og
voru henni ástúðlegir.
Þó að stóri salurinn fyltist von hráðar,
komu >alt af fleiri og fleiri.
“Hún er fögur og yndisleg,” sagði her-
togainnan við lafði Northgate. “Mig furðar
\ ekki, að lávarður Angleford varð ástfanginn
af henni.” ,
“Hann er líka ósegjanléga ánægður. Lít-
ið þér á, hvernig hann horfir á hana.”
“Hver er þ^ssi fallegi, fjörlegi, ungi mað-
ur?” spurði hertogainnan og horfði á Dick.
“Það er bróðir hennar Þau eru mjög Kk;
■og þarna er Falooner, nafnfrægi fiðluleikar-
inn. Þér hafið eflaust heyrt söguna—”
“, já,” sagði hertoginnan. “Mig langar
til að óska honum til hamingju. Viljið þér ekki
kynna okkur?”
Lafði Northgate fór að sækja Dick, en á
sama augnabliki kom ung og fögur Húlka með
hlaejandi augum inn í salinn, og Dicík leit stór-
um augum á hana og roðnaði.
Drake, sem var í nánd hans, hló ao honum.
“Er þetta gamall kunningi þinn, Diok,
ungfrú Angel? Hún er gestur okkar og kom í
dag. Yiltn gera so vel og leiða hana að borð-
inu?”
“Með mestu ánægju,” svaraði Dick^ “eg
ætla að fara og segja henni það,” og hann gekk
til hennar.
“Eg er hræddur um, að þér hafið gleymt
mér, ungfrú Angel,” sagði hann. “Munið þér
eftir dansinum hjá Malbys?”
Hún varð enn glaðari og leit á hann segj-
andi:
, “ Ó, já, það er maðurinn, sem var svo kát-
ur og djarfur — bróðir hinnar fögru ungfrú
Lorton.”
“Þér hefðuð átt að segja, ungfrú Lortons
fallegi bróðir,” sagði Dick ásakandi. “En þér
fáið tíma til að segja það seinna, því eg á að
leiða yður að borðinu.”
“Þér eigið við, að yður veitist sá heiður,
að leiða mig að broðinu,” sagði hún með upp-
gerðar mikillæti.
“Nei, “gleði” er rétta orðið” sagði hinn
óbetranlegi Dick. “Eg get ekki sagt, hve vænt
mér þvikir um að sjá yður.”
“Má eg þakka mörgum sinnum?”
“Af því eg þekki svo fáar af þessum
mannesltjum.”
“Nú! Þá afturkalla eg þakklæti mitt.”
“Mér finst líka, að þér hafið verið of gjaf-
mildar með þakklæti yðar. En er það ekki
skemtilegt, að við skyltíum finhast hér?”
“Er þetta spumin^ eða fullyrðing? Ef
það er hið fyrra, verð eg að sOgja, að fyrir mitt
leyti finn eg enga sérstaka ástæðu til gleði.” *
‘ ‘ ó—en vitið þér það, að nú getið þér hald-
iÖ áfram að kenna mér góða siði. Þér byrj-
uðuð svo vel á þvtí hjá Malibys. Eg þarfnast
þess nú, því um langan tíma hefi eg verið með-
al verkamanna bg orðið sjálfur að vinna, því
eins og þér vitið er eg verkfræðingur. Komið
þér með mér í krókinn þarna, þá skal eg segja
yður alt—”
“Já, ef eg skeyti þá um að hlusta á það.
En eg skal koma, þegar eg er búin að heilsa
systur vðar. Hún er svo yndisleg, að væri eg
maður, mundi eg öfunda lávarð Angleford.”
^ “Munduð þér? Það gerði eg líka, ef hann
giftist vissri ungri stúlku, sem eg þekki.”
“Ó, hver er það?” spurði hún með si\ild-
srlegu uppgerðar sakleysi og áhuga.
“Þér getið ekki séð hana núna — það er
enginn spegill hér nálægur,” sagði hann ofur
lágt.
Dagverðartíminn kom. Sáðustu g^stirnir
komu inn, og lafði Angleford leit í kring um
sig, ibíðandi eftir kjallaraverðinum; “matur er
á borð borinn, lafði,” sagði hann, en þá kom
þjónn til hennar og sagði eitthvað lágt.
Greifainnan gekk út í ganginn og fann her-
bergisþernu sína þar.
Hún hvíslaði einhver orð að lafðinni, sem
komu henni til að fölna og stara fram undan
sér. |
“Gott,” sagði hún.
Greifainnan gekk aftur inn í salinn til
Drake.
“Vilt þú tala við mig?” spurði hann og
fór með lienni yfir í eitt salshornið.
“Drake, eg er neydd til að segja þér, að
hún er hér.”
“Hún! Hver?” spurði hanp.
“Luce!”
Hann hnyklaði brýrnar og varð afar
hörkulegur á svip. ,
“Luce!” sagði hann. “Það er ómögulegt.”
“Jú, hún er hér,” sagði greifainnan ör-
vilnuð.
“En eg hefi skrifað fienni—sagt henni”—
tautaði haim.
‘ ‘ Þá hefii' hún ekki fengið bréfið þitt. Hvað
eigum við að gera?”
Drake stóð alveg liissa og ráðalaus.
“Hún segir, að við skulum ekki bíða —
að hún komi ofan, þegar hún sé búin að hafa
fataskifti. Hún—ó, Drake, hún veit ekkert,
og lieldui’ að þú — að þú—”
Drake kinkaði.
“Já, en eg hugsa um Nell. Luce verður
að fá að vita það, og þá mun hún fara aftur.”
“En—hver á að segja henni það?” spurði
greifainnan.
“Það skal eg gera,” sagði D/ake.
“Þú, Drake?”
“ Já, eg,” sagði hann og beit á vörina. “Bíð
þú augnablik. Hann gekk að glugganum, dró
blæjuna til hliðar og leit út. Svo kom hann til
baka aftur.
“Við skulum fresta matarveizlunni um
fimtán mínútur; gerðu Luce boð að koma ofan
í viðtalsstofuna þína, þar skal eg bíða henn-
ar.”
“Eru engin önnu# ráð, Drake?” spurði
hún.
“Nei,” svaraði hann. . “Gerðu henni
boð.” ,
“Greifainnan fór út úr salnum, og Drake
gekk til hertogans og talaði við hann í tvær
mínútur, svo gekb hann til viðtalsstofu gretfa-
innunnar og 'beið þar. *
Dyrnar opnuðust, en það var Burden er
inn kom, föl og mögur.
“Hvernig líður yður, Burden?” spurði
liann. “Hafið þér verið -íeikar?” /
“Þökk fyrir lávarður, njér líður vel. Lafði
Luce sendi> mig til að segja, að hún kæmi
strax”
/Drake stóð kyr um stund, svo kom Luce
svífandi til hans, með framréttar hendur.
“Drake, það var fallega gert af þér að
gera mér boð og bíða mín,” sagði hún.
Hann tók aðra hendi hennar, en svipur-
inn á andliti hans skelkaði hana.
“Hvað er að þér, Drake?” spurð hún.
“Þykir þér ekki vænt um að sjá mig?”
Hún nálgaðist hann, vonandi að hann tæki
sig í faðm sinn og kysti sig.
“Hefir þú ekki fengið bréfið mitt?”
spurði bann. «
“Bréfið þitt? Nei. Hefir þú skrifað mér?
Og um hv^ð?”
“Eg skrifaði þér til þess, að láta þig vita
um trúlofun mína.”
Hún hrökk við og starði á hann. ,
' “Trúlofun þína, Drake! Við hvað áttu?
Trúlofun þína—og með hverri?”
“Seztu niður, Luce,” sagði hann vin-
gjarnlega og tók hendi hennar, en hún hristi
hendi hans af sér og stóð ikyr.
“Eg skrifaði þér og sagði þér alt. Eg er
trúlofaður ungfrú Lorton, ungu stúlkunni, sem
eg kyntist í Shorne Mills, við urðum trúlofuð
þar, en sökum misskilnings var trúlofun okkar
rofin, en er nú endurnýjuð. Mér þykir afar
leitt, að þú hefir okki fengið bréfið mitt.”
Hún varð náföl og kreisti hendurnar sam-
an, svo hann varð liræddur um að yfir hana
liði.
“Nú, svo það var þetta, sem þú skrifað-
ir?” stamaði hún. “Þú—þú—hefir svikið
mig. ’ ’
“Nei, Luce,” saði hann rólegur.
“Jú, jú! Þegar eg yfirgaf þig síðast—
hafðir þú þá ekki í hyggju að ibiðja mig að
verða kona þín? Svaraðu mér!”
“Jú, það er saatt, en þú hafði eg ekki séð
— eg er heitbundinn þeirri stúlku, sem eg
elsba, Luce.”
“Eg fer—” geispaði hún. “Eg fer strax.
Gerðu svo vel að gera boð eftir vagninum
mínum—”
“Þú mátt ekki hugsa mjög illa um mig,
Luce; og mundu það; þú hefir ekki mist svo
mikið—”
“Eg ekil, þetta er hefnd þín! Eg sveik
þig þá—og nú—”
“Þetta máttu ekki segja, svo lélegur get-
ur enginn maður verið,” sagði hann hörku-
lega.
“Jú, eg skil það, þetta er hefnd þín! Opn-
aðu dyrnar!”
Hann opnaði og hún þaut fram hjá Kbn-
um. Ilún gekk til herbergis síns og fleygði
sér í áíól.
Burden hljóðaði af hræðslu.
“Ó, lafði — hvað hefir komið fyrir?”
spurði hún.
Lafði Luce þagði um stund, svo'sagði
hún: “Óskaðu mér til hamingju, Burden!
Lávarður Angleford er trúlofaður!”
“Yðar hátign?” sagði hún efandi. “Þá
óska eg yður hamingju!”
“Heimskingi!” hrópaði Luce gröm. —
“Hann er trúlofaður annari. Hann hefir
svikið mig. Ó, eg hbld eg verði brjáluð.”
Burden gekk til hennar með ilmvatn.
“Farðu — farðu, eg þoli ekki að sjá neina
manneskju. Trúlofaður! ‘Eg er trúlofaður
ungfrú Lorton’, hermdi hún eftir Drake.
Burden hrökk við og misti glasið á gólfið.
“Hvað segir yðar hátign—hvaða nafn?”
“Heimskingi,” lirópaði Luce æst. “Lor-
ton, Lorton!” orgaði hún. “Eruð þér heyrn-
arlaus?”
“Hvað gengur að yður?” sagði Luce aft-
ur. “Þér hagið yður eins og vitstola persóna.
Þekkið þér þessa stelpu?”
“Er það sama stúlkan, sem varð orðsök
þess, að innrotsþjófurinn náðist, lafði?” spurði
hún.
“'Það held eg, en hvað um það? Vitið þér
nokkuð um hana?”
“Ef þpð er sama stúlkan, sem var hjá lafði
Wolfer, þegar eg var herbergisþerna þar, þá
veit eg nokkuð um hana. Hún er fögur, ung,
með dökt hár. ”
Lafði Luce stökk á fætur “Eg hefi ekki
séð hana, en ef það er sú sama, hvað er þá um
liana?”
“Þá má vorkenna l^varði Anglefrd — þá
er hann grimmilega táldreginn,” sagði Burden.
“Nú, segið mér strax hver hún eV og hvað
þér vitið um hana.” *
Burden sagði henni stamandi, en þó með
einskonar gleði, hvað fyrir hafði komið í
Wolfer House, og Luce hlustaði á hana og
roðnaði með dökkum reiðiroða.
“Eru8 þér viss um að þér sáuð — að þér
heyrðuð? Eruð þér vissar um það?” spurði
hún. “Eg get svarið það. Eg stóð fyrír utan
lestrarherbergið ? ’ ’
* Luce lagði hendur sínar á axlir hennar og
sagði:
“Farið þér ofan, Ktið inn í salinn og
vitið, hvort þér sjáið hana þar. Flýtið yður!”
Burden stóð upp og fór út. V
Eftir tæpar fimm mínútur1 kom hún aftur.
“Nú?” spurði lafði Luce, þegar Burden
lokaði dyrunum og halláði sér að hurðinni.
“Það er hún. Eg sá hana,” sagði hún.
Lafði Luce sat um stund þegjandi, spratt
svo á fætur og hló afar viðbjóðslega.
“Sækið ljósa, tunglslita silkikjólinn minn;
flýtið yður að klæða mig. Eg fer ekki burt;
eg fer ofan til að kynnast ungfrú Lorton.”
Báðar voru stúlkur þessar rjóðar í kinn-
um af heiff og hefndargirni; Luce fyrir sig, og
Burden fyrir Ted. ^
39. Kapituli.
‘ {
Þegar Luce var farin út, stóð Drake kyr
litla stund og fór svo ofan í salnn aftur.
Greifainnan leit á hann alls'kelkúð.
Alt gekk vel. Hún ætlar að fara,” sagði
hann rólegur.
Það glaðnaði yfir henni og hún gaf bryt-
anum bendingu.
“Matur er á borð borinn^ lafði,” sagði
hann.
Drake tók hertogainnuna að borðinu, Diok
vngfrú Angel yfirburða ánægður og svo sett-
ust allir að borðum.
Fyrst var Nelly dálítið feimin, þar sem
liúh sat við vinstri hlið Drakes, en þegar hann
brosti til hennar, varð hún róleri.
Allir voru glaðir og ánægðir, spjölluðu og
hlógu, en kátastur allra var Dick, og það þótti
Drake vænt um og kinkaði til lians vingjarn-
lega. (
“Dick er, guði ,sé lof, ekki breyttur,”
hvíslaði hann að Nelly.
“Bróðir yðar er sá mest aðlaðandi ungi
-maður, sem eg hefi séð um langan tíma,” sagði
1T/* .. I* thnbur, fialviður af öllum
lMyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empíre Sash & Door Co-
------------- Limitad 1
HENRY AVE. EAST - WINNIPEO
■
Margir íslendingar óskast til að læra meðferð bifreiða og
gas-dráttarvéla á Hemphill Motor Schools. Vér kennum yður
að taka í sundur vélar, setja jþær saman aftur og stjórna bif-
reiðum, dráttarvélum og Stationery Engines. Einnig hvernig
fara skal með flutninga-bifreiðar á götum borgarinnar, hvern-
ig gera skal við tires, hvernig fara skal að við Oxy-Acetylne
Welding, og Battery vinnu. Margir lslendingar sóttu Hemp-
hill Motor Schools síðastliðin vetur og hafa fengið hátt kaup í
sumar við stjórn dráttarvéla, fólks- og vöruflutnings bifreiða.
Vor ókeypis atvinnuskrifstofa útvegar vinnu undireins að
loknu námi. parna er tækifærið fyrir íslendinga að læra alls-
konar vélfræði og búa sig undir að reka Garage atvinnu fyrir
eigin reikning. Skrifið eftir vorum nýja Catalog, eða heim-
sækið vorn Apto Gas Tractor School, 209 Pacific Ave. W.peg.
úti'bú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver,
Victoria, Toronto og Montreal. Stærsta kerfi í heimi af
Practical Trade Schools.
Allar Allar
teéundir af tegundir af
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. N. 63574358 Elcctric Railway Bldg.
EF YÐUR VANTAR WJT éf\ T
f DAG— MV VP JLi
PANTIÐ HJA
D. D. WOOD & SONS, Ltd.
Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308
Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington
Vér höfum að eins beztu tegundir /
SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol
....Egg, Stove, Nut og Pea.
SAUNDERS CREEK — Stór og sipá beztu
Canadisk Kol.
DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu
tegundir úr því plássi.
STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef
þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist.
hertogaimian. “Hann verður að koma til mín
þann 9. og hr. Falconer líka, ef hann getur.”
“Við skulum koma með hann, þó við verðmn
að vefja utan um hann bómull'’ ’ sagði Drake.
Það var lengi setið að borðum og greifa-
icnan gleyjndi næstum Luce, og Drake eldraun-
inni, sem hann varð fyrir.
Greifainnan stóð fyrst upp og gekk á und-
an hinum konunum og stúlkunum inn í dagstof-
una, en mennirnir sátn kyrrir enn þá fitla
stund.
Allar söfnuðust konurnar utan um Nelly
og voru henni mjög alúðlegar, svo gengu sum-
ar að hljóðfærunum og léku og sungu skemtileg
lög- »
Greifainnan bað Nelly að gera eitt og ann-
að, en hún hristi höfuðið.
“Hr. Falconer hefir beðið mig að taka þátt
í fiðlusöngnum hans.”
Herrarnir voru glaðir og kátir í dagstof-
unni og neyttu víns, . töluðu og hlÓgu mjög
skemtilega.
“Mér liggur við að öfunda yður yfir heit-
mey yðar, Drake,” sagði hertoginn, og það
gleður mig mikið, að þið ætlið að setjast að
hér á Anglemere, að minsta kosti segir (Styles
það, sem virðist þekkja flest áform yðar.”
Hertoginn hló og Drake líka.
“Ó, já, Styles er góður vinur minn, og við
höfum áformað að vera hér oftast,” sagði
Drake.
“Það er rétt gert af yður,” sagði hertog-
inn. “Það er það bezta líf, sem maður getnr
lifað.”
Þeir töluðu majgt um landbúnaðinn, um
liesta, hunda o. s. frv., svo spurði Drake, sem
þráði að finna Nelly, hvort herrarnir vildu
meira rín; þegar því var neitað, stóð hann upp
og gekk inn í dagstofuna og þeir á eftir honum.
Ungfi'ú Angel söng, og Dick sneri auðvit-
að nótnablöðunum fyrir hana. Hinar konurn-
ar töluðu lágt. Drake gekk til Nelly og laut
yfir stólbakið hennar án þess að tala. Þegar
söngurinn hætti, gekk greifainnan til Faleon-
-ers og bað hann að leika. Þjónn kom með
fiðluna hans og Nelly gekk að pianoinu og fletti
upp laginu, sem hann hafði valið.
Samtalið hætti og allir hlustuðu á fiðlusöng
lians með eftirtekt. Betur hafði Falconer
aldrei leikið.
Þegar Falconer var búinn með lagið, gekk
greifainnan til hans og bað liann að leika ann-
að lag.
“Velkomið,” sa'gði Faleoner og sneri sér
að Nelly. “Ilvað á eg að leika?” spurði hann.
Hún fletti nótnabókinni og valdi lag eftir
Chopin, en hann var naumast búinn að stilla
fiðluna, þegar dyrnar opnuðust og Lnee kom
innJ
i