Lögberg - 07.04.1921, Síða 6
Ble. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN,
7. APRÍL 1921
Sagan af bleikrauðu perlunni.
(Framh.)
Arin liðu. Turnar hins mikla marmarahliðs
Cariathsamé borgar stóðu enn mikilfenglegir og
tígulegir. En h'Hðinu liafði aldrei verið lokað á
.síðari áium, því vilji prinsessunnar var að eng-
inn maður,'hversu fátæklegur sem hann var, skyldi
verða hikandi við að klappa á dyrnar eða þurfa
að bíða xiti fyrir. Og hjarta hennar hefir verið
eins opið fyrir öllum, sem ibágt áttu, eins og höllin.
Dóttir Magains, umkringd þjónum, sem allir
virtu liana og elskuðu, naut einverunnar og end-
urminninganna, og í augum dóttur Melchior Sadi
skein birta stjörnunnar undursamlegu. Þegar
auðugir og göfugir menn buða henni hönd sína og
hjarta, svaraði hún: “Eg tilheyri syni Maríu.”
A helgasta stað hallar sinnar hafði Azuha sett
til síðu ofurlítið herbergi, þar sem enginn mátti
ganga um nema Zaredda. Ekkert var í því
herbergi nema nafnið Jesús, höggið í snjó-
hvítan marmara og í kring um það var rósum
og liljurn fagurlega raðað.
A þeim stað eyddi Azuba öllum stundum
sínum, sem hún þurfti ekki til þess að annast fá-
tæka. Þar lifði hún í endurminningum sínum —
— Þar beið hún.
Hún hafði fyrir löngu síðan lagt til síðu hinn
(irotningarlega skrúða sinn, gull og gimsteina,
nema festi úr perlum, fannhvíta, að undantekinni
einni perlunni, láem var blárauð á lit og gaf frá sér
undursamlegt geislabrot, er birtan skein á hana,
sem hún hafði um hálsinn, var hennar eina skart.
Ef roði kinna prinsessunnar á fyrri árum
samlagaðist hinum undursamlega og fagra roða
bleikrauðu perlunnar, þá minti hinn föli svipur
hennar mann nú á fagra lilju, sem hafði þroskast
í blómsturgarði og dáið. Það sýndist sem líf Az-
ubu liéngi á veikum þræði; það var eins og veikt
Ijós, sem sloknar fyrir hinum minsta vindhlæ.
Melchior var farinn — skilinn við hina ást-
kæru dóttur sína og farinn sem boðberi stjörn-
unnar í áttina til Persíu, hinna heiðnu Persa, og
hinna leyndardómsfullu Indverja. Þegar Melohi-
or sagði dóttur sinni frá þeirri fyrirætlan sinni og
í hvaða tilgangi að hann færi út í þá ferð, lyfti
Azuha augum sínum til himins og sagði:
“Látum okkur fylgja stjörnunni.”
Þannig var líf þessara tveggja, föður og dótt-
ur, algjörlega breytt. En heimurinn sá lítið og
það sem hann sá, skildi hann ekki. Melchior og
dóttir hans varðveittu hið heilaga leyndarmál sitt
unz tíminn var kominn að Guð opineraði vald
sitt.
Og Melchior ferðaðist um fjarlæg héruð og
flutti vel hugsandi fólki boðskapinn um “að guðs-
ríki væri í nánd. Að lind guðs kærleika væri nið-
ur stigin til vor mannanna. Að þeir, sem þyrstir
væru, skyldu koma og drekka sér til ævarandi
lífs.”
Þrjátíu og þrjú ár voru liðin frá því að vitr-
ingamir frá Austurlöndum fóru pílagrímsför sína
til Bethlehem, og geislar vorsins, hlýir og dýrð-
legir vermdu hinar frjósömu sléttur Cariathsamé.
En yndisleiki vorsins náði ekki að verma hjarta
Azubu.
* ‘ Zaredda, ’ ’ sagði Azuba dag einn. * ‘ Eg verð
að fara og sjá son Maríu aftur. Hjarta mitt er
þrcytt og sál mín þráir návist hans.”
Zaredda lét tafarlaust búa hervagn og beita
fyrir, hann arabiskum gæðingum, og undir hinni
lipni stjórn þrælsins blakka þutu þeir í í gegn um
eyðimörkina eins og þeir skildu út í yztu æsar þrá
eiganda síns.
Fram hjá hæðum, dölum og fjöllum þutu þeir
og engjnn stanz varð á ferðinni, nema þegar ekki
varð komist hjá að hvíla hestana.
Þannig var haldið áfram unz Moabshæðir risu
fram undan yzt í sjqndeildarhringnum, og brátt
urðu turnar og borgarmúrar Jerúsalem sýnilegir.
Alt í einu tók að dimma, og varð almyrkva um
feódegi dags, svo sólin misti birtu sinnar og dýr-
oaerkurinnar leituðu fylgsna* sinna óttaslegin. /
Azuba tók andköf.
“Afram! áfram!” hrópaði hún til þrælsins
sem keyrði og hann lét hestana hlaupa enn harð-
ara.
“Ó! þú fagra Bethlehems stjarna! hvar
ertu? Myrkrið og óttinn fyllir sál mína skelf-
ing, og borgin hug minn með hryllingi. Hvað
boðar alt þetta?”
1 mesta flý’ti óiku þau inn um hlið Jerúsalems-
horgar. Inni í borginni var alt í uppnámi, hávað-
inn í fólkinu og umferð þess um göturnar gerði
ferðafólkinu ókleift að fara hart, svo það varð að
hægja á sér.
Ekki var gott að greina orðaskil fólksins, sem
talaði með ákafa og alt í einu. Samt gat Zaredda
heyrt nóg til þess að skilja hvað um var að vera.
“Það er Jesús, spámaðurinn, sem prestar
þjóðarinnar hafa dæmt og krossfest á Golgata,”
hvíslaði hún í eyra húsmóður sinnar,
Þegar Azuba heyrði það, hné hún máttvana
niður í sætið í vagninum. “Til Golgata! Fljótt!”
hrópaði hún til ökuþrælsins og átti bágt með að
koraa upp orðunum.
Það var erfitt að komast eftir veginum til
Golgata, því óslitin röð af fólki kom gangandi eftir
honum — fólk, sem kom frá aftökustaðnum, og
eftir því sem ferðafólkið komst lengra áfram, því
auðsærri var óttinn og skelfingin í svip fólksins.
Sumir ibörðu á hsjpst sér, konurnar grétu, en
um varir prestanna lék djöfullegt háðbros og það
var eins og blóð sakleysisins glampaði í hinu
dýrslega augnaráði þeirra.
“Skyldum við komast nokkurn tíma á stað-
inn ? ’ ’ spurði Azuba sjálfa sig í skerandi sálar-
kvíða. /
“Ó, það er eins og mér hafi verið sagt að
þeir hafi deytt hann — deytt Jesúm!”
Vagninn stanzaði kippkorn frá aftökustaðn-
um. Hinar hryggilegu skuggamyndir krossanna
báru við skýjaþrunginn himininn. Azubu sýndist
einn krossinn vera umvafinn himneskum ljóma.
A honum hékk hinn heilagi líkami afskræmdur
með ótal sárum og á höfði hans var þyrnikóróna.
En í svip ‘þess dæda þekti Azulba guð eins og hún
hafði séð hann í barninu nýfædda í Bethlehem.
A augabragði var hún komin ofan úr vagnin-
um og gdkk áfram fá fótmól studd af Zaredda,
þegar að eyrum hennar barst skerandi, en máttugt
hljóð. Það var eins og sá krossfesti væri að til-
kynna öllum heiminum frá krossi sínnm, líkt og
frá hásæti, það máttarorð, að Kfið væri dauðanum
yfirsterkara. ,
Azuba andvarpaði þungan, hún sté fram þau
fáu fet, sem voru á milli hennar og krossins og
hné þar niður, eins og særð dúfa, sem síðustu
vængjakraftamir flytja í óhult griðaskjól.
y Eftir að fullveldisrödd píslarvottsins heilaga
hafði látið til sín heyra, varð dauðaþögn. Fólkið
flúði óttaslegið. Við krossinn voru engir, nema
móðir Jesú í sinni ósegjanlega djúpu sorg, fáeinar
grátandi konur, einn lærisveinn og á jörðinni við
krosstréð lá prinsessan frá Austurlöndum hreyf-
ingarlaus.
Hið dýra blóð frelsarans draup enn úr nagla-
stungunum í höndum hans og fótum og litaði jarð-
veg hinnar vanþakklátu Jerúsalem, og blóðdrop-
arnir féllu og á andlit hinnar deyjandi Azubu.
Zaredda og þrællinn gengu nær og reistu
prinsessuna, sem var meðvitundarlaus upp, og
færðu hana ofur lítið í burtu, og reyndu alt sem
þau gátu til þess að vekja hana til meðvitundar,
en árangurslaust.
Hin fagra lilja frá Caríathsamé hafði verið
smurð með blóði hins heilaga og átti aldrei
framar í þessu lífi að bera ávöxt dygðanna.
Eins ög í draumi var Zaredda sér þess með-
vitandi, að perlan dýra, sem prinsessan hafði á
festi sinni, hafði skift lit, var nú orðin blóðrauð,
eins og fegursti rúbínsteinn, og þegar Zaredda
snerti liaha með hönd sinni, varð hún að dufti, sem
féll ofan á jörðina.
Þannig brast hjartg Azubu prinsessu, sem var
hreint eins og uppsprettulindin og staðfast í
trúnni á baraið heilaga í Bethlehem.
Páskaliljan.
Ef þú hefðir haft eins nákvæma heym og
Móðir Náttúra, mundi tæpast hafa farið fram
hjá eyrum þínum hvíslið dularfulla niðri í kjall-
aranum myrka. 1 kjallaranum stóð leirkrukka
full af gróðrarmold og upp úr henni var að
spretta ein sú fegursta páskalilja, er sögur fara
af.
“Hamingjan hjálpi mér,” sagði páskaliljan
smáa um leið og hún rétti blómkrónuna upp
fyrir krukkuibarminn, “hér er dimt og óvistlegt,
eg held eg hætti við að fara lengra.”
En rétt í sömu svifum kom einhver ofan í
kjallarann, tók blómkrukkuna og bar hana upp
á left. Þar var þó sannarlega eitthvað öðruvísi
umhorfs. Nú fékk hún að standa í fagurmálaðri
gluggalkistunni, beint á móti' geislum morgunsól-
arinnar. “IJér er gaman að vera,” sagði liljan.
Og hún lert'ánægjulega í kring um sig. — Þarna
voru öll vaxtar skilyrðin fyrir hendi, enda þrosk-
aðist hún svo mjög með hverjum deginum, að
allir þeir, er á hana litu, dáðust að.
Sólargeislarnir brendu skaflana upp til agna.
Þeir streymdu líka inn um gluggann og léku sér •
við lauf liljunnar fögru.
' “Hvert ætlið þið að halda, þegar þið farið
frá mér?” spurði páskaliljan sólargeislana.
“Sólin, móðir vor, hefir vígt oss í þjónustu
vorsins, og því kalli hlýðum vér með fögnuði,”
svöruðu geislarnir. “Hlutverk vorsins er mikið
og veglegt------að yngja, græða og endurvekja.
Lengst úti í vestrinu, þar sem kveldhiminininn
kyssir hafið, eigum vér gullnar rekkjur og þar
tökum vér á oss náðir að boði Sólar. Horfið því
í vesturátt um sólsetursbilið, og þér munuð sjá
rekkjur vorar og ábreiðurnar glitofnu og gullnu,
er þær skreyta.”
Nú voru sólargeislarnir kvaddir til heimfar-
ar, það var auðséð á öllu. 1 austrinu voru dags-
Ijósin smátt og smátt að deyja út, en stjörnur
að koma í þeirra stað. Yestrið var orðið óum-
ræðilega dýrðlegt ljómahaf, eins og þangað
hefði stefnt verið til þings öllu geislaskrauti til-
verunnar. Geislarnir háttuðu, smátt óg smátt
Ijósin slokknuðu, nepjukendur næturgusturinn fór
svöhim, ósýnilegum fingrum um nýgræðinginn.
En eins og allar aðrar nætur, leið þessi nótt líka.
Morguninn heilsaði heiður og fagur með ljúfum
lævirkjasöng. Nú var vorið loksins komið fyrir
alvöru, blíðviðris-dreglarnir á hvelfingunni báru
þess Ijósan vott. Þetta veður átti við páskalilj-
una og hana langaði til að taka undir með söng
lævirkjanna. Liljuna hafði dreymt fagran draum.
Ilenni fanst sér birtast hvít engilvera, með tindr-
andi stjörnudjásn í hárinu. ‘ ‘ Mikið væri ánægju-
legt að geta jafnast á við veru þes.sa að fegurð,”
hugsaði páskaliljan með sjálfri sér.
“Eg skal senda þér tárhreina páskaskikkju,
veita þér þá einu fegurð sem er eftirsóknarverð.
A morgun er páskadagur og skal Mutverk þitt þá
vera það eitt, að senda endurnærandi blómangan
eins víða og vorgeislar ná, — flytja upprisufagn-
aðinn frá sál til sálar heimskautanna á milli.”
Svo hvarf engilveran sjónum, og páskaliljan
hneigði ibrosandi krónuna, sem samþykki við er-
indi því, er henni hafði falið verið til fram-
kvæmdar.
---------o--------
Páskaákvörðun.
Það er gamall og góður siður, að gera ákvarð-
anir á áramótum um að berjast fyrir einhverju
því velferðarmálinu á árinu, sem hlutaðeiganda er
hugleiknast. En hví ekki að setja sér fyrir eitt-
hvert fagurt hugsjónatakmark á öllum stórhátíð-
um, svo sem páskunum, upprisuhátíð alls lífs?
, Þótt sumarpáskar komi fyrir einstöku sinn-
um, þá er hátíðin þó alla jafna að vetrinum til, sé
farið eftir almanaks tímatali. En venjulegast finst
mönnum þó, að komið sé vor um páskaleytið.
Dagar eru þá orðnir langir og bjartir, sólbráðin
farin að beita áhrifum sinum. Þess vegna eru
páskarnir í raun og veru hátíð vorsins og sumar-
vonanna. Það er fallegur siður, að taka á morgni
hverjum einlhvera fagran og mannúðlegan ásetn-
ing, og það gera ávalt öll góð börn. Væri ekki á-
nægjulegt til þess að vita, ef hvert einasta barn
tæki þann ásetning á páskadagsmorguninn, að
hlynna eftir mætti að þeim, sem sjúkir eru og fá-
tækir. Slíkur ásetningur ber ávalt hundraðfaldan
ávöxt. Jafnvel eitt samúðarbros með þeim, er
bágt eiga, getur veitt æfinni eilífðargildi.
---------o--------
Játaðu yfirsjón þína.
Einu sinni kom kona að máli við trúboðann
mikla, Moody, og barmaði sér mjög mikið' yfir
því, að í hvert skifti sem hún reyndi að biðja til
guðs, þá stæðu fyrir sálarsjón sinni fimm vín-
flö^kur, er hún einu sinni hafði stolið frá húsbónda
sínum, og síðan hefði hún aldrei getað beðið ‘ til
guðs.
Moody ráðlagði henni að borga manninum
vínið, og þegar hún tjáði honum að hann væri dá-
inn, þá spurði hann um ættingja, er hann ætti á
lífi. — Jú, einn son. Hann ráðlagði henni að
greiða honum upphæð þá er flöskurnar hefðu
kqstað. — Hún vildi þá heldur gefa andvirðið til
guðsþakka. — “Nei, guði þóknast ekki stolið fé,”
svaraði Moody. — Marga daga háði konan stríð
við hið'drambsama hjarta sitt, en loks játaði hún
yfirsjón sína og borgaði syni húsbóndans, er hún
hafði stolið frá, féð. Og eftir það komst hún í
fulla sátt við guð og menn.
Tvœr sögur um sauðkindur.
Tveir forustusauðir.
Margir álíta sauðkindur heimskar. Þess
vegna er máske ekki hugsað um nokkra varúð við
aflífun þeirra, en ‘fátt er það sem fulltreysta má’.
Kindur hafa meira vit en margir hugsa.
Sannorður og merkur maður, Jón Asmunds-
son í Stíflisdal í Þingvallasveit, sagði mér frá
tveimur forustusauðum. Annar þeirra var 11
vetra, en hinn 5 vetra.
Eins og kunnugt er, er mikið hraun og marg-
ar gjár í Þingvallasveít, og hætta að reka fé um
hraunið, þegar snjór er yfir gjánum. En þegar
snjóJag var þannig, þá hafði eldri sauðurinn þann
sið, að hafa höfuðið ætíð niður við jörð, eins og
hann væri að lykta af snjónum. En með þeim hætti
gat hann þrætt eftir hinum mjóu hraunhöftum, er
lágu yfir gjárnar, og svo gengu' kindurnar eft-
ir röð náJkvæmlega í slóðina hans. Þannig bjarg-
aði hann margri kind frá því að falla í gjárnar.
Þann vana hafði hann einnig, að þegar hann var
kominn yfir gjáreitinn, og vissi að engin hætta
var eftir, þá stappaði hann með framfæti og gekk
aftur fyrir yngri forustusauðinn og lét hann svo
kafa snjóinn á undan. Einnig var það vani hans,
að draga sig með f járhópinn heim að húsum, þeg-
ar vont veður var í nánd.
w.,
Þrái í kindum.
Það kemur oft fyrir, að menn verður að leiða
kindur lengri eða skemmri leið. Þegar eg var
smali, þótti mér það verstg verkið sem mér var
sagt að gera. Fyrst stukku þær í króka mér til
óþægðar, en þreyttust fljótt á því, svo þær lögðust
og varð eg ,þá að tosa þeim á fætur. Stundum
spyrntu þær á móti með öllum fótum, og þetta end-
aði oft svo, að eg varð að skilja þær eftir á miðri
leið.
Næstliðið haust fékk eg heim til mín 4 vetra
á, sem var svo falleg, að eg tímdi ekki að skera
hana, en fékk fóður fyrir hana og voru þangað
tvær bæjarleiðir frá heimili mínu. Datt mér þá í
hug, að eg skyldi reyna hvort kindurnar væru eins
þráar nú eins og fyrir 40 árum, þegar eg var ung-
ur. Egbjóst því til farar og batt band umhomin
á ánni, og lagði svo á stað. Hún byrjaði strax að
- fara í króka og stimpast við. Eg stytti þá bandið
og lofaði ihenni að standa kyrri og átta sig. Svo
fór eg að strjúka hana og láta vel að henni og tala
við hana. Fór hún þá viljug og hægt á stað. En
þegar eg lengdi bandið, vildi hún fara aðra”leið
en eg vildi. Mætti eg þá manni, sem tók í annað
hornið og leiddi hann ána með sér. En ekki leið
á löngu þangað til hún lagðist. Eg sagði þá við
hann, að hann þyrfti ekki að hjálpa mér lengur.
Eg kjassaði nú ána, þar sem hún lá, en eftir litla
stund stóð hún upp og hélt viljug á stað. 1 hvert
sinn, sem hún stóð við, lét eg vel að henni og lof-
aði henni að hyggja í kring um sig. Lagði hún svo
viljug á stað eftir litla hvíld. Svona gekk hún nú
fyrirhafnarlaust þar til við komum þangað, sem
ferðinni var heitið, og skildum við svo góðir vinir.
Eg átti aðra á, 5 vetra, miklu styggari/sem eg
kom í íóður, og vildi eg reyna hvort hún reyndist
eins, ef vel væri farið að henni. Eg lét vel að henni
og togaði aldrei í bandið né ullina á henni, enda
hepnaðist mér engu síður að leiða hana en þá fyrri.
Af þessu má sjá, að skepnurnar gangast miklu
fremur fyrir góðu en illu, og máltækið sannast,
“að flestir eru eftir því, sem við þá er breytt”.
Munið því eftir að fara vel að kindunum, og fara
vel með þær, þá getið þið komið þeim með góðu
hvert sem þið viljið.—Dýravinurinn
Fjárrétt.
Um það efni segir Trjrggvi heit. Gunnarsson
í Dýravininum, það ?em hér fer á eftir:
Nú á tímum eru menn farnir ð taka upp ýmsa
fundi og skemtnnir, er engum kom til hugar í mínu
ungdæmi. Þá var ekki talað um aðrar skemti-
ferðir, en að ríða í hóp til utansóknarkirkju, eða
þá “í réttirnar.”
Þar sem fjarsafn kom saman af stórri afrétt,
var oft mannmargt af körlum og konum við fjár-
réttiná og fjárbreiðurnar stórar. Var þá oft glatt
á hjalla og flaskan með í ferðinni. En þegar búið
var að draga sundur féð úr aðalréttinni í svo-
nefnda “dilka”, og smáhóparnir úr þeím svo
reknir út um sveitirar beim til eigendanna. Þá
var einnig gleðibragð yfir heimilisfólkinu, þó færra
væri þar fólkið og féð.
Eg man hvað mér og systkinum mínum, þeg-
ar við vorum lítil, þótti gaman að koma upp á
réttarvegginn, þegar féð kom heim úr'fyrstu göng-
um, til þess að sjá, hve litlu lömbunum og stóru
sauðunum hefði farið fram, frá því um vorið, að
féð var rekið á afréttina.
Þegar afréttarféð er nýkomið heim, þá situr
' flest heimilisfólkið, ungir og gamlir, á réttar-
veggnum til þess að fagna heimkomna afréttar-
fénu.”
---------o---------
f
Aldrei framar sá hún móður sína.
(Eftir Moody)
Það er ekki langt síðan eg kom inn á spítala
einn um sama leyti sem móðir nokkur kom þar inn
með ba^n sitt. Hún sagði við læknirinn: “Litla
stúlkan /nín hefir ekki getað opnað augun nokkra
daga. Getið þér ekki gert eitthvað fyrir barnið?”
— Læknirinn fekk sér augnavatn og dreypti fyrst
á annað augað og svo á hitt, svo bæði augun opn-
uðust En er hann hafði vandlega rannsakað aug-
un, sagði hanrff “Barnið yðar er blint—alblint,
og getur aldrei fengið sjónina aftur.” — Móðirin
skildi þetta ekki þegar í stað, en skömmu síðar
leit hún bænaraugum upp á læknirinn, og sagði
með mikilli geðsræringu: “Það getur þó víst
ekki verið, að þér viljið segja með þessu, að barn-
ið mitt fái aldrei sjónina?” -*■» “Jú,” svaraði
læknirinn, “barnið yðar hefir mist sjónina og
getur ekki fengið hana aftur.” — Móðirin rak þá
upp sárt og skerandi sorgarvein, þrýsti barninu
að brjósti sér og sagði hágrátandi: “Ó, elsku,
litla barnið mitt, skyldir þú þá aldrei fá að sjá
móður þína, sem ól þig, og ekkert af því, vsem í
kringum þig er?” — Eg gat ekki tára bundist af
að sjá, hvaðjvesalings móðirin bar sig hörmulega,
þegar hún komst í skilning um þá miklu ógæfu,
sem hent hafði barn hennar.
Yissulega er það stórmikið volæði að þreifa
sig áfram gegn um lífið í þreifandi myrkri, aldrei
að líta hinn bláa himin og blómguðu merkur —-
en hvað er það þó í samanburði við blindni sál-
arinnar? Heldur vil eg að augun væru rifin úr
'höfði mér og rófa í kolniða myrkri alla mína lífs-
daga, en að sál mín væri í eilífu myrkrk