Lögberg


Lögberg - 14.04.1921, Qupperneq 1

Lögberg - 14.04.1921, Qupperneq 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 34. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. APRIL 1921 NUMER 13 Helztu Viðburðir Síðustu Viku # ——— Canada. Farið er nú nokkuð að ihitna í hinum pólitiska katli Manitoba (þingsins þessa dagana og lítt fyr- irsjáanlegt nema upp úr honum kunni að sjóða þá og þegar. Við umræðurnar á mánudagskveldið gerðist þjark mikið út af nefnd þeirri, Civil Service Commission, er hefir með höndum undirfoúning og tillögur í sambandi við veiting- ar sýslana í þjónustu stjórnarinn- ar. — J. T. Haig afturhaldspost- uli, kvaðst álíta starf nefndap jþeirrar 'ekki annað en skrípaleik, enda væri nefndin lítið annað en hlutdrægt tól í Ihöndum stjórnar- innar. peir Hon Norris, yfir- ráðgjafi og Hon Thomas H. John- son, miótmælítu istaðlhæfingu Mr. Haig og sýndu fram á með rökum að nefndin væri hafin yfir flokika- ríg og hefði unnið í hag allra fylkisbúa jafnt. Pólitík réði engu að því er til embættaveitinga eða sýisiana kæmi, enda væri það á allra manna vitorði að hreint ekki svo fáir afturhaldsmenn hefðu fengið stöðu samkvæmt uppástung- um nefndarinnar. — Mr. Smith, verkaflokíks þingmaður fyrir Brandon, hefir foorið fram tillögu til þingsályfktunar um að núverandi stjórn leggi niður völd, en mynd- að verði svo bræðings ráðuneyti, þar sem ráðgjafar verði valdir úr öllum þingflokkum. Stjórnin telur tillöguna fela í sér beina vantrausts yfirlýsingu, og kveðst tafarlaust mundu segja af sér, ef ihún hlyti samJþykki. Blaðið Manitofoa Free Press getur þess á mánudagskveldið, að Hon Thom- as H. Jolhnson sé þeirrar skoðun- ar, að frá stjórnarfarslegu sjón- armiði fái tillagan ekki staðist og muni hann því, er til umræðanna kemur, anaæfa ihenni, a þeim grundvelli. Talið er víst að afturhalds og verkamanna þing- menirnir muni fylgja Mr. Smith að málum, en óviíst um afstöðú bændaflokksins. Atkvæði um uppástungu A. E. Smitih, verkamanna þingmanns frá Brandon, um nýja stjórn, sem menn úr öllum flokkum þingsins væru í og sem getið er um hér á undan í blaðinu, fór fram á þing- inu á þriðjudagskveldið var og fé'llu svo að jöfn atkvæði voru með og móti og réð atkvæði forseta, sem greiddi atkvæði á móti uppá- stungunni, úrslitunum Atkvæði féllu þannig: Með henni voru þeir: Bayley, Bernier, Dixon, Duprey, Fjeld- sted, Haig, Hanjlin, Hryhorchuk, ívans, Kennedy, Kristjánssón, Litfle, Moore, Palmer, Ridley, Rofoinson, Smith, Spinks, Stan- bridge, Talibot, Tanner, Taylor, Tuppr, Waugh, Yakemeschak—25 Móti: Dr. Armstrong, August, Bovin, Brown, Cameron, Clingan, Emmond, Findllater, Fletcher, Joíhnson, Kirvan, McConnell, Mc- Donald, McKinnell, McPherson, Mabb, Malcolm, Morrison, Norris, RiChardson, Mrs. Rogers, Stovel,, Thornton, Williams, Wilson—25. W. F. Coclkshutt afturhalds- þingmaður fyrir Brantford kjör- ■dærni, segir að stjórninni detti «kiki til hugar að ganga til kosn- inga, fyr en hún hafi útendað fimm ára kjörtímafoilið, isvo fremi að hún fái ekki vantrau'sts yfirlýs. ingu í þinginu. Crtnefning til þingmensku fór fram í Wynyard, Sask, á miðviku- da^inn <var 6. þ jm., af hálfu stuðn- |ngsmanna fyjállslynda flokksins ' >ví kjördæmi og óháðra bænda. f hálfu frjálalynda flokksins 'ar tilnefndur D. B. Musselman pa Lockwood. Landi vor' W. H. auison, sem verið hefir þing- 'Y*af5ur þesisa kjördæmis. undan- 1 prandi’ ekki k°st á s*ér aftur. y^ir hönd óháðra bænda var út- nefndur á kjörfundi, sem haldin var í Wynyard þann sama dag Leorge W. Robertson. r^lnn m' ^ezi; a Licirríili sínu ttawa, Hon. Sidney Fisher, er um langan aldur hafði á foendi orystu búnaðarmáladeildarinnar 1 raf5uneyti Sir Wilfred Laurier, mætur maður í hvívetna. Hinn framliðni ráðgjafi var rúmt sjö- ugur að aldri, fæddur í Montre- al 12. júní árið 1850. Mr. Fis. ner naut mentunar við McGill há- skólann, en þvínæst við háskól- ann í Camforidge á Englandi og út- .skrifaðist þaðan 1872. Hvarf hann heim aftur til Canada að afloknu prófi og keypti býli eitt mikið að Knowiton, Que. og rak þar stór- búnað fram til hins síðasta, þótt aðrir hefðu oft eftirlit með foúinu, þar sem hann eins og emlbættis- afstaða hans krafði, ihlaut oft að dvelja langvistum í Ottawa. Bú garður ihans var sðnn fyrirmynd o g mátti þangað margvíslegan fróðleik sækja, einkum að því er viðkom kynbótum nautgripa, enda var eigendanum nautgriparæktin framúrskarandi áhugamál. Mr. Fis'her var maður stefnufastur og einlægur í öllum málum og naut almennings trausts. Um leið og frjálslyndi flokkurinn komst til valda undir leiðsögn Sir Wilfrid Lauriens, tók Fisher við landbún- aðarráðgjafa embættinu og gegndi því þár til árið 1911, að Laurier- stjórnin tapaði í kosningum. Hann stofnsetti tilraunabú víðs- vegar um Vesturlandið og foarðist alla sí.na tíð fyrir afnámi á að- flutningsbanni á lifandi nautpen- ingi frá Canada fil Englands. Bandaríkin Stjórn Bandaríkjanna Ihefir kraf- ist þess af stjórninni þýzku, að hún framselji tvo menn, Grover Cleveland Bergdal og Carl Neuf, er á ólöglegan hátt sluppu frá heijþjónustu, eftir að Bandaríkin fóru inn í ófriðinn mikla. Félag eitt í Philadelphia, er nefnist Society of Frends, hefir farið þess á leit við Harding for- seta, að hann stuðlaði að öllu því leyti er í hans valdi stæði að tak- ;mörkun vopnaburðar. Verkamenn, um 100,000 að tölu, cr við niðursuðu og slátrunanhús störfuðu og lögðu niður vinnu fyrir rolckru, sökum þess, að vinnuveit- endur ákváðu að lækka kaupgjald þeirra, hafa nú aftur tekið til starfa og gengið að kauplækkun, er nemur frá l21/> til 15 af hundr- aði. Eugene V. Defos jafnaðarmanna. foringinn alkunni, sem setið hefir í varðhaldi, fór einn síns liðs ó- hindraður af lögreglunni frá farigahúsinu í Atlantaborg og til Was'hington, þar sem foann lagði mál sitt fram f.vrir hinn nýja dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Mr. Daugherty. James Gifobons, erkifoiskup í Baltemore, er nýlátinn, áttatíu og sjö ára að aldri. Merkur maður og nafnkunnur kirkjuhöfðingi. Maður að nafni John Williams i Jasper sveitinni í Georgia rík- inu, hefir fundin verið sekur um morð þriggja svertingja. Rikisritaradeild Bandaríkjanna, hefir tilkynt öllum sendiherra og ræðismannssveitum sínum út um heim, að framvegis megi þær eng- an ú'tlending hafa í þjónustu sinni. Feíllibylur varð nýlega tveim mönnum að bana í Berlín, Tenn. en tíu limlestust. Mælt er að loftbátur, undir stjórn Chief Quartermaster E. W. Wilkinson’s muni hafa farist fyr- ir skömmu, að minsta kosti hefir ekki til foans spurst. Wodrow Wilson, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hefir verið mjö'g lasinn að undanförhu. Hafa margir læknar sturidað hann og er foann sagður að vera heldur á batavegi. Hughes ríkisritari, hefir sent Soviet stjórninni á Rússlandi op. infoera tilkynnningu, þar sem hann lýsir yfir því, að Bandaríkjastjórn geti enga heilforigða átyllu fundið, er léttlætt gæti viðskiftasamn- inga við Rússa, eins og .sakir standi. Harding forseti hefir skipað James C. Davis frá Iowa, sem Dir- ector-General eða yfirframkvæmda stjóra járnibrauta, samkvæmt 200. grein samgönguOa'ganna. pingnefnd undir forystu iCalder senators, hefir komist að þeirri niðurstöðu, að ef vel væri, þyrfti að foyggja, eina miljón heimila í Bandaríkjunum nú þegar og legg- ur til að stór fjánhæð verði veitt í þessu augnamiði. Col. Jay J. Morrow, er gegnt hefir að undanförnu yfirráðs- mensku í foéruðum meðfram Pan- ama skurðinum, hefir nú verið skipaður af Harding forseta í emfoætti þetta. Reni Viviany, fyrrum yfirráð- gjafi Frakka, hefir verið í Banda- ríkjunum um þessar mundir og ver- ið að leita fyrir sér um það, hvort ekki væri hugsanlegt að Banda- ríkin vildu á einhvern hátt taka þátt 'í þjóðasambandinu. Enga rninstu von um nokkra þátttöku mun hann hafa fengið, enda þeg- ar sannað að Bandaríkin vilja sem minst afskifti hafa af Norður- álfumálum, eins og sakir standa. Roland S. Morris, sendiherra Eandaríkjanna í Japan, hefir sagt af sér embættinu. Látinp er fyrir skömmu John Burroughs, náttúrufræðingurinn n'afnkunni, einn af ástsælustu borgurum Bandaríkja þjóðarinnar. Hann var 84 ára að aldri. þing Bandaríkjanna kom saman í Wasihington hinn 11. þ.m. og er það fyrsta þing Harding stjórnar- innar. ófrétt.enn um stjórnar- frumvörpin, en talið víst að eitt af fyrstu málunum, er til umræðu rnuni koma, verði verndartolla frumvarp flutt af Young þing- manni frá Norður Dakota. Verð- ur frumvarpið lítið sem ekkert breytt, frá Fordneys frumvarpinu er Wilson þáverandi fofaeti synjaði istaðfestingar. -----o--- Bretland Draugasögur allískýggilegar berast frá Nottingham á Englandi, sem hafa v-akið allmikið umtal á milli andatrúarmanna og annara. lífir parti af fangahúsinu gamla i Nottingham er nú bygging sem koparsmiður einn helzt við í, og er sú bygging nefrid: “Hús h’inn- ar grátandi konu” og foefir það hlotið nafn það, út af hljóði ein. kennilegu og skerandi; sem á að hafa heyrst þar við og við, og er það trú manna að svipur, eða andi konu einnar tíginniar, ,sem í því var myrt, og er grafinn undir foúsinu láti á þann hátt til sín heyra. Dag einn” segir koparsmiður- inn sem nú hefir vinnustofu sína í húsinu “sá eg svip af manni glöggt og skýrt. Hann var í herforingja foúningi og hafði hina svo nefndu Wellington-skó á fót- um. Og oft sé eg andlit við glugga í vinnustofu minni, en þeg- ar eg opna hurðina til að sjá hver þar sé á gægjum gríp eg ávalt I tómt. Nú ekki fyrir löngu kom maður frá Lundúnum, til að rann- saka þessi fyrirbrigðbog fór hann inn í loftherbergi í húsi þessu, en hann var ekki fyr kominn þangað inn, en gripið var fyrir kverkar honum af einhverju ósýnilegu afli, og honum slengt niður á gólfið endilöngum. Lafði Astor kom dag einn í vik- unni sem leið út úr húsi sínu í Lundúnum á leið í erindum, sem foún átti út í bæ; þegar hún kom ut á götuna, réðist að foenni þorp- ari, sem svívirti hana í orði og foótaði að drepa hana. Lafði Astor lét sér ekki foylt við verða, horfði einbeittlega á óþokkann, tók vasa- bók og ritblý upp ur vasa sínum og spurði náurigann í mesta sak. leysi hvað hann 'héti og ifovar hann ætti heima, en á þessu átti maður- inn sízt von, svo honum féllust hendur með öllu og tóöc á rás eftir götunni og lafði Astor á’eftir gegn um mannþyrpinguna og svo út úr henni og inn í foakstræti, þar sem umferð var lítil eða engin, og að isíðustu náði Lafði Astor náungan- um og fór með hann á lögreglu- stöðvarnar og aflhenti foann lög- reglunni, en gekk svo frá Ihnútum áður hún fór, að maðurinn skyldi að eins fá ofan í gjöf fyrir þetta tiltæki, en að foonum iskyldi ekki vera foegnt. Kolaverkfallið á Bretlandi er enn ægilegt, þó folöðin sum haldi því fram, að útlit með friðsamlegt samkomulag sé foeldur að glæðast, og engin sönnun er enn komin fram fyrir því, að í raun og veru horfi til samkomulags. Náma- mennirnir eða réttara sagt leið- togar þeirra í Lundúnum, hafa þó gengið inn á að ræða málið við námaeigendur eftir foendingu frá Lloyd George og fór sá fundur fram á mánudaginn var. Fundar- stjóri var Lloyd George sjálfur og með foonum voru staddir á þeim fundi: Sir Rolbert S Horn, fjár- málaráðherra, og T. J. McNamara, verkamála ráðherra. Lloyd George krafðist þes's, að málið væri skýrt ítarlega frá báðum hliðum og var það gert af framsögumönnum flokkanna. Að því loknu fór Lloyd George fram á, að hann og félag- ar hanis fengju að ræða málið við hvorn málsaðila út af fyrir sig áð- ur en það væri rætt í sameiningu og var það gefið eftir. Hvað fram hefir farið á þeim fundum, veit maður ekki. En eitt atriði gjörði Lloyd George ljóst og tók sterk- lega fram, að engin von væri til þe'ss að stjórnin á Bretlandi gæti tekið að sér að foorga halla þann, sem kynni að verða við kola fram- leiðslu í námum þeim, sem ekki gætu framleitt nógu mikið eða nógu ódýrt til þess að foorga ko'stn- aðinn, að minsta kosti ekki til langframa. Á meðan þesisi sam- komuiags tilraun heldur áfram í Lundúnum, heyrast ósamhljóða raddir frá ýmsum pörtum lands- ins. Út af þeim sendu námamenn í Fifeshire svo ljóðandi símskeyti til umfooðsmanna einna í Lundún- um: “Námamennirnir í Glencrag hafa veitt móttöku skeytum, sem gefa til kynna uppgjafa áform yf- irstjórnar námamanna félaganna. Og þeir svara með því að segja, að ef farið verður að dæla út vatni úr námunum i Glencrag 'héraðinu, þá verður það af því, að þeir verða ekki megnugir að varna því.” Af anda þessa símskeytis, sem er að sögn einróma í Fifehéraðinu má sjá, hve mikil hætta er á ferðinni og eins er hiklaust sagt, að þó fá- tækt og féleysi sé tilfinnanlegt á meðal þeirra, þá hafi námamenn og konur þeirra ktMáíð sér saman um að svelta sem refir í greni áð- ur en að foin minsta tilslökun sé gjörð á kröfum þéirra. Járnforautaþjónar og þeir, ,sem vinna að vöruflutningum, hafa ákveðið að gjöra : verkfall til að fojálpa námamönnum, ef fram úr vandræðunum verði elkki ráðið bráðlega, 'því þpir álíta, að ef námamennirnir tapi, þá foíði þeirra sömu viðfangsefnfn og sé ,því rétt- ast að láta skriða til skarar nú. ------0.------ Hvaðanœfa. Á mánudaginn var lézt fyrver- andi keisarafrúin þýzka, Augusta Victoria í Dorn á Hollandi; hafði hún verið veik af hjaVtasjúkdómi undanfarandi, er hafði ágerst mjög eftir að yngsti sonur hennar Ósk- ar Jóakim, réði sér bana, bar því æfilokin ekki óvænt að. Lík frú- arinnar verður jarðsett í Pots- dam, þar isem ihún ríkti ásamt manni sínum í þrjátíu ár. En hvorki fær Vilhjálmur uppgjafa- keisari né fyrverandi ríkiserfing- inn Fredrick Vilhjálmur, elzti sonur þeirra, að vera viðstaddir jarðarförina. Auguste Victoria var prinsessa af Slesivik Holstein áður en hún giftist Friðrik Vilhjálmi ríkiserf- ingjanum þýzka 27. febrúar 1881 og tóku þau við ríkisstjórn á pýzka- landi . marz 1888. Keisarahjónun- um varð sjö foarna auðiðý þau eru: Friðrik Vilhjálmur, Eitel Friðrik Adelfoert, Ágúst Vilhjálmur, Ósk. ar Jóakim og Victoria Louisa. Keisarafrúin var 63 ára þegar hún lézt, var fædd í útlegð 1858 og dó Jíka í útlegð 11. apríl 1921. Viðureign Grikkja og Tyrkja í Litlu Asíu er all ihörð og virðast Grikkir foíða lægri hluta með tilfinnanlegu mannfalli, — voru búnir að ná Afium Kara Hissar, sem er þýðingarmikill bær við Bagdad brautina, en Tyrkir hafa nú að sögn tekið foæ þann af þeim aftur og virðast hrekja fylkingar þeirra til foaka allsstaðar. Ástæð- una fyrir þessum óförum Grikkja télja menn þá, að þeir hafi í foyrj- un hætt sér of langt frá aðalstöðv- um sínum og svo ekki foaft nógu mikinn þrótt til að standa á móti Tyrkjum, þegar þeir lögðust að ,með öllu sínu afli. í Mexico eru úlfar að gjörast nærgöngulir víða; þeir leggjast að bygðum manna í stórhópum og gjöra skaða bæði á mönnum og skepnumi Nýlega voru fimm menn á ferð á fjölförnum þjóð- vegi, sem liggur nálægt foænum Cuatro Ciengas þegar hópur úlfa réðst að þeim. Mennirnir vörð- ust Ihraustlega, en þar kom að þeir máttu ekki við margnum og fund- ust foeinagrindurnar af þeim við þjóðveginn daginn eftir. Fjárhagsnefnd alþjóða sam- foandsins hefir ákveðið að senda rannsóknarnefnd til Austurríkis til þess að kynna sér nauðsynleg- ustu þarfir fólksins þar svo foægt sé að gera tilraun til að kippa þvl í lag sem erfiðast er viðfangs og þjóðina vanhagar mest um. í nefnd þeirri eru: M. Gluck, banka- stjóri frá Danmörku, Sir D. Drum- mond Fraser foankaetjóri frá Bret- iandi og franskur maður, J. A. Avenal. Stjórnin í Japan hefir fooðið Major Leonard Wood, er sendur hefir verið til Philippine eyjanna til þess að athuga foeiðni eyjpa- skeggja um sjálfstæði í stjórn- málum, að heimsækja Japan þeg. ar Mr. Wood hefir lokið því starfi sínu. Atvinnuleysi mikið á sér stað í Vestur Transvaal í Afríku og hungursneyð er sögð vofa þar yfir. Aðal tilefni þessa ástands er sagt að sé vinnuleysi í demantanám- unum. Verðfall á demöntum kvað valda. Demantssteinar, ,sem áður seldust á 40 sterl. pund, seljast nú ekki fyrir meira 7 pund sterl. Og smásteinar eru nú fúslega gefnir fyrir einn mælir af maiz eða eina máltíð. Sósíalisti að nafni Fowler, hefir borið fram vantrausts yfir- lýsingu á Huglhs stjórninni í Ástr- alíu og segir að til þess hægt sé að endurvekja traust fólksins á stjórn og stjórnargjörðum, þá sé nauð- synlegt að Hughes stjórnin víki frá völdum. í ræðu, sem forsætisráðherra Frakklands, Briand, flutti nýlega í franska senatinu, komkt hann svo að orði: “Eg réyni að hugsa um hlutina áður en eg framkvæmi þá, og mér er oft borið á forýn, að eg taki of langan tíma til að hugsa um hlutina. En nú get eg sagt yður, að ef pjóðverjar reyna til að komast með einhverjum brögðum hjá að foorga það, sem þeim ber samkvæmt samningum 1. maí n.k. þá verður reipið hert að hálsi þeirra. það er réttur, sem oss foer, og það er skylda vor að inn- kalla skuld vora með valdi 1. maí. Nefndin, sem hefir það mál með höndum samkvæmt friðar samn- ingum, tiltekur aðal upphæðina, sem pjóðverjar eiga að greiða.”— í sambandi við áskorun þá, sem von Simons sendi til Washington sagði M. Briand, að eftir ósátt þá, sem hefði orðið á Lundúnafund- inum, þá hefði Simons snúið sér til Bandaríkjanna, til þess að leita sér aðstoðar og að hann hafi út málað stríðsauðnir Frakklands eins og opna urð, sem notuð væri til þes's að vekja meðaumkun ann- ara landa, og að Ihann hefði sagt, að pjóðverjar væru 4fram um að stöðva folóðrásina og græða sárið. “pað þarf ekki annað en líta á stríðsstöðvarnar til þess að sjá, að þetta er lygi” sagði M. Briand. “Á tveimur síðastliðnum árum hafa Frakkar eytt þrjátíu og fimm bil- jónum franka til þess að lagfæra það, sem pjóðverjar skemdu. Hve mikl ihefir verið eytt af þýzkum peningum, sem Simons stærir sig af I boðskap sínum til Bandarí'kj- anna, hefir verið til þess að laga það sem aflaga fór? pýzkir pen- ingar hafa ekki foorgað fyrir að gjöravið eitteinasta þak, sem fall- byssur þeirra eyðilögðu. pjóðverj- ar hafa ekki borgað neitt af því, sem þeir eiga að borga, nema það, sem þeir hafa verið neyddir til. petta er svar mitt við þessu fús- leiks tali pjóðverja. Frá íslandi. Kol hafa nú lækkað um 60 krón- ur smálestin. Kosta þau nú 140' krónur. Hafa þau þá lækk- að um 160 frá nýári. Má á þessu sjá að ekki hefir landsverzlúnin neinn feikna gróða af kolabirgð- unum, sem i landinu eru, en hef- ir eigi séð sér annað fært en setja þau niður, þar eð kolaverð í Eng- landi er nú orðið mjög lágt. Úr Dýrafirði er osis skrffað: “heyskapur var í meðallagi í sum- ar hjá flestum, en nýting yfir- leitt með verra móti, stöðugir ó- þurkar. Haustið var vinda- og vætusamt, svo þar af leiðandi varð afli rýr, en fiskur með allra mesta móti þegar á sjó gaf. Veturinn var kuldalítill og jarðsæll fyrir skepnur fram til foátíða, en þá brá til norðanátta og kuldi komst upp í 15—16 stig. Ungmennaskólinn á Núpi starfar með miklum blóma í vetur, aldrei eins margir nemend- ur, og er það að þakka frábærum áhuga og dugnaði prestsins, þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem hann hefir haft við að stríða, sakir dýr- tíðar og algerlega ónógs styrks frá Ihinu opinbera.” Ritstjóra blaðs þessa er kunnugt um að skóli þessi er að mörgu leyti fyr- irmynd og er hann eingöngu að þakka dugnaði og áhuga stofn- anda hans og skólastjóra, séra Sigtryggs Guðlaugssonar, sem er afburða óeigingjarn starfsmaður, sannur maður og sannur prestur. Er hann norðlenskur að ætt og uppruna en hefir starfað þarna vestra mestan hluta æfi sinnar, að því er virðist eingöngu með annara hag fyrir augum. Úr bœnum. pjóðræknisdeildin “Fjalikonan” í Wynyard, Sas., Iheldur f jölbreýtta skemtiisamkomu á sumardags- kvöldið fyrsta. Ræður, söngv- ar og margskonar mannfagnaður. Wynyardbúar, fjölmennið1 á sam- komu þesisa! Á síðasta fundi Jóns Sigurðs- sonar fólagsins, var dregið um dúk er Mrs. Gunnar J. Goodmundsson, gaf í þarfir fátækrar fjölskyldu með því augnamiðr að hann yríi seldur á þann hátt er félaginu sýndist hagkvæmastur. Númer 112 hlaut dúkinn og var eigandi þess A. Miller, sem 'heima á, á Home Str., ágóðinn af sölu þess- ari varð $56. Fólk er beðið að athuga vand- lega og festa í minni skeantisam- komuna sem haldin verður í Skjaldborgar kirkjunni á sumar- dagskvöldið fyrsta. pað er fram. úrskarandi vél til samkomunnar vandað ,eins og auglýisingin ber með sér og verður þar því um verulegan sumarfagnað að ræða. Halldór Anderson, Henesel, N. D., kom til bæjarins á þriðjudag- inn í þessari viku; með honum kom Ólafur Ólafsson úr sömu sveit, og Benedikt Halldórsson, sá síðarnefndi til lækninga. Fátt að frétta ,tíðin heldur köld. Samt sagði Mr. Anderson að hann hefði séð á leiðinni að sumir væru byrjaðir að vinna á ökrum. 30. marz s. 1., voru gefin saman í hjónaband af séra B. B. Jóns- syni, að heimili Dr. O. Björnsson áð 764 Victor Str, þau Flóra H. Stevens og Dr. J. D. McQueen, bæði til heimilis í Winnipeg. Ungu Ibrúðhjónin fóru skemti- ferð til New York, Washington, og annara stórborga í Bandaríkj- unum, peirra er von aftur til Winnipeg snemma í maí, þar sem framtíðar heimili þeirra verður. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, þá hefir kvenfé- lag Fyrsta lút. safriaðar ákveðið að efna til samkomu á sumardag- inn fyrsta, í samkomusal kirkj- unnar, eins og það hefir gert að undanförnu. pað er óþarfi að fara 'hér mörgum orðum um þessa eða aðrar samkomur kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar, því fólk veit að það á æfirilega von á því foezta sem til er vor á meðal þegar <það félag býður til .samkomu, og svo er það að virða, að frá aldaöðli hefir verið haldið upp á sumar- daginn fyrsta hjá þjóðinni —Ekk- ert starf svo aðþrenigjandi. engin fátækt svo þvingandi, engin létt- úð svo lokkandi, engin iharðindi ovo aðþrengjandi að hins íslenzka þjóð gæfi sér ekki tóm til þess að fagna só:l og sumri — pað á að virða segjum vér, að kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar hefir lagt sig fram að halda þeirri lotnþigu va)k- andi. peim sólríku sumargeisl- um sem verma hvert ihjarta á ætt- jörðinni “Norður við heimskaut í svalköldum sævi” á sumardaginn fyrsta lifandi í hug og hjarta vor hinna útfluttu islendinga í Win- nipeg — virðið þá viðleitni með því að koma allir, ungir og gamlir, karlar og konur, á samkomuna í Fyrstu lút. kirkju á sumardaginn fyrsta. ÍSING Hrágrá þoka ístárum ýrir, ömurlegri staðreynd mér skýrir: Móðir, Jörð, er kristalls í kistu Köld og stirð á sólhvörfum yztu. 6. apríl, ’21. Jón Runólfsson. “Heimilið.” Leikfélag isl. í Winnipeg hefir ákveðið að leika “Heimilið” eftir Sudermann 18. 20. og 22. þ. m. í Goddtemplarahúsinu. Petta leikrit Sudermanns kom út 1892 og er talið einna ágætast af leikritum ihans, og náði brátt iheimsfrægð, er marka má af því að frægustu leikkonur utan pýzka- lands, sóttust eftir að leika “Mögdu” (aðal hlutverkið í leikn- um) svo sem Sarah Bernhardt á Frakklandi, Elanora Duse á ítalíu, — en í hinum enskumælandi lönd- um hafa þær. Helena Modyska, Mrs. Patrick Cam(plbell og Mrs. Fiske leikið þetta Mutverk, og aukið frægð sjna og leiksins. 1 Reykjavík var það leikið 1914 og 1918, og hlaut einróma hrós. Frú StefanJa Guðmundgdóttir lék '“Mögdu” af hinni mestu'smifd, og það er að minsta kosti sannfæring þess er þessar línur ritar að frú Stefanía leiki þetta hlutverk ekki síður en hinar erlendu leikkonur, er á foefir verið minst að ofan. í þessum Ieik sýnir höfundur- inn með skörpum dráttum foarátt- una milli þess nýja og gamla. Einstaklings frelsisþrána — og að lifa sínu lífi, óhindraður af gömlum venjum og fordómum er hamlar manni að þroskast og njóta lífsins. Á hinn foóginn er sýnd í skop- legum myndum, stéttarígurinn — oddborgaraskapurinn hermensku hrokinn. og þröngsýnið. Á “Heimilinu” (heimili Lt. Col. Swarty) situr gamli hugsunar. hátturipn í öndvegi og alt er í. föstum .skorðum. Inn í þetta heimili keihur svo “Magda” — týnda dóttirin — (ekki eins og týndi sonurinn er át draf heldur fræg og auðug) fulltrúi hins nýja t.íma — eins og hvirfilbylur, með ákaflegum afleiðingum. Enginn prédikunarblær er á leikritinu. Höf. lætur stefnurnar eigast við og færa sín rök. Presturinn (Heffterdink) sátta- semjarinn, flytur göfuga miðlun- ar kenningu — milli öfga föðurs- ins og orða öfga dótturinnar á hina hliðina. Leikritið hefir verið þýtt á ís- lezku af Bjarna Jónssyni frá Vogi, og er afforagðsvel af hendi leyst. Úr daglega lífinu. (Ekkert ósanngjarnt. Uppskafningur mætti mér Manni þessum foauð eg kver Glottið sem hann glotti þá Gaman þótti mér að sjá. Ertu vitlaus viltu fá úr vasa mínum dali þrjá Fyrir skitið kvæðakver Kvað ert þú að gefa mér. Vitlausann fyrst þekti eg þig pú mátt óhætt kalla mig En fyrir dagsverk færðu þitt Fimmtíu ára .starfið mitt. Síðan gekk hver sína leið Sólin skeiri á grænan meið* En gróðinn sem að burt eg bar í fouddu minni léttur var. Bn hann á dansi dintar sér dagur þegar liðinn er og við sérhvern daður dans Drjúgum léttist buddan hans. Mér þykir leiðinlegt að geta ekki látið myndina hans fylgja þessu kvæði öðrum til viðvörunar. *Sólin skein á grænan meið, er sett þarna til þess að gera kvæðið skáldlegra og tilkomumeira, þó það komi málefninu ekkert við, því sannast að segja var ekkert sól- skin og enginn grænn meiður að skína á innan við foundrað mílna svæði. —Úr bréfi til Gutta: Ertu að kveða út í bláinn Ertu foúinn að gleyma “Káinn”? Sem enn er til í alheimsríki Og yrkir svo þeim heimsku líki. K. N.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.