Lögberg - 28.04.1921, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.04.1921, Blaðsíða 2
■ B! LÖGBERQ, PllíTUDAGINN. 28. APRíL 1921. logberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.rCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimar. N-6327*oji N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Otanáakrilt tit blaðsins: TIJE COLUMBIA PRES3, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Maq. Utanáskrift ritstjórans: EBITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. The “Lögberg” is prlnted and published by The Columbla Press, LimLted, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Vegur konungsins. Svo heLtir ný og einkennileg bók eftir hersveitarhöfðingja John Budlanan, mikilhæf- an rithöfund og fræðimann á Englandi. Aðal efni bókar þessarar er að sýna og sanna að ^ttgöfginni verði aldrei haldið í böndum og að hún sé óslökkvandi eldur, sem lifi mann fram af manni, og kynslóð eftir kjm- slóð og iblossi upp í lífi afkomendanna þegar minst vonum varir. “Vér segjum, að Shakespeare hafi verið kaupmannsson, Napóleon bóndason, og að Lút- er hafi verið kominn af fátæku bændafólki. En hver veit hvaða spámenn og konungafólk þeir áttu í attum sínum?” Saga Buchanans byrjar á að segja frá Birni Þorvaldssyni, sjmi Þorvaldar Þorvaldssonar, sem var konungur yfir öllum fjörðum og vík- um alt frá Kaldanesi að sunnan og til Flata- ness og Raumsfjalla að norðan, eða ikonungur yfir lamli feðra vorra Norvegi, frá fjöru til fjalla þeirra, er árnar eiga upptök sín í lengst í burtu frá sjónum. Þegar Bjöm sonur Þorvaldar konungs er ellefu ára, fer Iiann með honum í Víking til Frakklands, þar fellur faðir hans og alt li^ið, en Björn einn fær staðist eldraunina, eða eins og höfundurinn sjálfur kemst að orði : “Drengurinn ellefu ára"gamatl, hugum stór og með konungs hring á hendi, var sá eini, er lífi hélt eftir viðureignina.” V. / \ Þar sem höfundurin talar um konungs- hringinn, er auðsætt að hann á við hinn frjálsa og arnhvassa, norræna hetjuanda — við mann- dóminn, mannvitið og Norðurlanda ættgöfg- ina, sem færði litbrigði inn í Jíf Englendinga og Frakka á sínnm tíma. , Afkomandi Björns, Jóhann, veiðimaðnr, kom með Vilhjálmi sigurvegara til Englands, barðist með honum eins og hetja, giftist síðan enskri konu og gjörðist búhöldur á Englandi. Nokkm síðar segir höfundurin að ættin eða, eins og hann kal'lar hana, hringurinn liafi fluzt til meginlandsins með auðugri ekkju frá Burges, ogbendir á að á meðal afkomenda henn- ar hafi verið Sir Airnery 'de Beaurnonoir, sem fór með Loðvík Frakkakonungi til Austurlanda og féll við mikinn orðstír í Tartaralandi. Mörg hundruð árum . síðar segir höfund- urinn að einn af afkomendum ættarinnar hafi farið vestur um íijif með ColnnlbusH, en annar hafi barist hreystilega á afmtlisdag St. Bart- holomeusar í París og horfið svo aftur. til Englands. « Á seýtjándu öldinni segir Buchanan að blóð ættarinilar hafi værið orðið þunt, og að þá hafi hringurinn verið á hendi óþokka og spæj- ara.. “En önnur ferð vestur yfir Atlantshaf gaf honum aftur hina fyrri göfgi sína því þá var hann á hendi móður Abrahams Lineoln. Svo hvarf liann aftur. En ættgöfgin hafði enn einu sinni svarið sig Á ættina í mikilmenninu Abraham Lineoln. Buchanan finst Lincoln vera síðastur konunganna — síðastfafkomandi Björns Porvaídssomrr, hins norræna. Og þessari- ættgöfgi viljum vér Vestur- Tslendingar hafna og gleyma.—Hvílíkur óvina- fagnaður! Hvílík slysni! Jú, auðvitað ráðgast þeir fyrst og fremst við þá mennina innan sinna eigin vébanda, er kunnugastir eru málinu út í æsar og þekkja þar hvern krók og kima. Næst safna þeir að sér þaulæfðum lögspekingum, láta þá semja frum- varp og senda það svo til einhvers þingmanns- ins, er líldegt þykir að hlyntur sé nýmælinu. Hann gerist síðan flutningsmaður frumvarps- ins á þingi. En hvað tekur svo við? Nafn- frægur lögmaður, sem flestum er kunnugri meðferð móla á þingi, lýsir leiknum þannig : “Fyrst er frumvarpinu að sjálfsögðu vís- að til nefndar. Hverskonar nefnd er það? í henni eiga sæti bóndi, járnsmiður og rakari, að viðbættum auðvitað tveimur eða þremur sérfræðingum í pólitfk. Þeir taka frumvarp- ið, fara með það inn í nefndarklefa og skegg- ræða um það fram og aftur í langan tíma. Bóndinn les það fyrst yfir með stökustu gaum- gæfni, til þess að sannfærast um það með eigin augum, hvort bændum sé þaðan nokkur hagn- aðarvon eða ekki. Finni hann þar ekkert hag- vænlegt fyrir sinn flokk, fara að renna á hann tvær grímur og hann segir við sjálfan sig: “Ætli eg geti ekki stungið einhverjum fleyg inn í frumvarps ófétið að tarna, er orðið gæli til þess, að flokkurinn sendi mig aftur á þing?” Nú tekur járnsmiðurinn að gagnrýna frumvarpið og dettur honum þá fvrst járn- smiða-sambandið í hug. “Felst nokkuð það í frumvarpi þessu, er menn þeir, sem að járn- smíði vinna, geta haft sérstaklega hagnað af?” hugsar hann með isjálfum sér. Ef ekki, leggur hann heilann í bleyti í þeim tilgangi að bæta einum fleygnum inn í frumvarpið enn, ef vera mætti að það trygði sér endurkosningu. Svo kemur rakarinn til sögunnar og skef- ur og skefur eftir því sem andinn blæs honunT í brjóst, auðvitað með hlutfallslega sama mark- mið fyrir augum eins og bóndinn og járnsmið- urinn. — Að því loknu taka hinir pólitisku sérfræðingar við frumvaryjs vesalingnum og auka í og fella úr alt eftir því hvað við á frá pólitisku sjónarmiði. Og þogar svo nefndin hefir eftir langa mæðn lokið istarfi sínu og I&gt frumvarpið fyrir þingið aftur, þá er það orðin sá vanskapnaður, að jafnvel “feðurnir” sjálfir vilja ekki við uppruna þess kannast.” Svona er saga margra, jafnvel góðra frumvarpa á þingum þjóðanna. Stéttdrægnin verður þrándur í götu þeirra og kemur því til leiðar, að góð og heilbrigð laga nýmæli stranda — verða ekki einu sinni til flokks hagsmuna, hvað þá heldur fjöldanum til heilla. —o- Stéttdrægni. “Hver skarar eldi að sinni köku,” segir gamalt íslenzkt máltæki. 1 tímaritinu “The Saturday Evening Po$t” birtist fyrir skömmu greinarstúfur, er meðal annars hefir inni að halda eftirfylgjandi sýnishorn af tortímingar- algleyminu, er samvizkulaus stéttdrægni virðist vera að kaffæra almenning í. “Verkamanna samtökin á aðra hlið, auð- kýfingafélögin á hina, hafa í seinni tíð með auknum ákafa barist fyrir því með hnúum og hnefum, að ná löggjöfinni í sínar hendur, með það eitt fyrir augum, að lilvnna að hagsmun- um hvorrar stéttarinnar út af fyrir sig á kostnað hinnar. Stéttalöggjöf getur vitan- lega stundum verið arðvænleg í svipinn, en engin löggjöf er þó ákjósanleg, að undanskildri þeirri, er miðar að því að bæta liag allra flokka jafnt, — þjóðarinnar í heild sinni. Hugsum oss að nokkrir fésýslumenn tæki sig sainan og vilji koma í gegn einhverjum lagabreytingum, annað hvort í eigin hag^muna- skypi, eða kannske fjöídanum til heilla. Hvaða veg velja þeir þá máli sínu ? Persnesk lambskinn. Flestir hafa heyrt talað um hin alkunnu persnesku lambskinn (Persian Lamb), sem svo mjög er sózt eftir og er meðal hinna dýrmæt- ustu felda, sein notaðir eru víða um heim í loð- kápur og loðhúfur kvrenna og karla. Fé það, sem feldir þessir eru teknir af, er fremur lítið þekt. Fólk sér húfurnar og kájy urnar í sölubúðunum og veit, að í þeim eru persnésk lambaskinn, og svo ekki meira. En þó þessir feldir eða loðkápur séu kall- aðar persneskar, þá koma beztu feldirnir alls ekki frá Persalandi. En það nafn er líklega til komið af því, að Persar hafa hagnýtt sér þessa verðmætn feldi sem verzlunarvöru fyrst- ir inanna. A milli Serbíu og Persíu liggur landflæmi allniikið, sem Bokhara heitir og var partur af hiuu mikla Rússavekli. Þaí er og hefir verið í langa tíð fjárkyn það, sem “Karakui” nefn- ist. Er fé það harðgert mjög, svo að það geng- ur úti í hvaða harðindum sem eru, og bjargar sér, þegar ekki er jarðbann. Kjötið af íé þessu er mjög gott til mann- eldis. En ullin' af fullorðna fénu er ákaflega gróf og nothæf aðeins í gólfdúka ©g annan grofan vefnað. Og það er ekki heldur eftir fullorðna féð, sem eftirtekjan er mest, heldur lömb/n. Þegar þau eni nýfæddð er ullin á þeim mjög þé'tt og hrokkin, og það eru hin svo néfndu Persian Lamb skinn. Bokhara er sérskilið landsvæði, og erú í- búar þess mjög varkárir við að láta fé sitt af hendi til annara þjóða manna, og á þann hátt einan hefir þeim tekist að varðveita einka- sölu á þessari verðmiklu vöru, og til þess að tryggja sér þetta enn betur, er útflutningur á Karakúl fé frá Bqkhara bannaður með lögum. En þrátt fvrir Jiað hefir Ameríkumönnum tek- ist að ná í nokkurar Karakul kindur, og nú er vísir til slíkra fjárhjarða settur á stofn bæði í Canada og eins í Bandaríkjunum; og þó fyr- irta*ki þetta megi heita í byrjun, þá er reynd komin á, að okkert er til fyrirstöðu að sú fjár- tegund geti þrifist hór. Og eins telja 'búfræð- ingar vríst, að blanda megi saman fjártegund- ir hér, svo sem Lincoln, læicester og Catswolds við hið aðflutta kyu og á þann bátt álíta þeir að hráðlega inegi koina hér upp allstórum hóp- um af nálega hreinu Karakul fé.' En þó mun sá ljóður verða á þessari fjárrækt víða hér í landi, að ull þess fjár getur aldrei orðið eins hragðleg, þar sem tíðarfarið er svo, að öll úti- ganga er bönnuð að vetrinum til, eins og þar sein féð gæti gengið úti mestan hluta ársins. En trúað gaúum vér því, að ísland væri ekki illa fallið til þess að Karakul féð geti vei þrifist þar og gæti það orðið húbætir ekki all- lítill, ef kxndar vorir heima á Fróni gætu verið sér úti um nokkrar Karakulkindur frá Bok- hara og alið uy>p nökkurn stofn af þessu fé, sem hefir verið isvo arðsamt og er líklegt að verða eins lengi og fólk sækist eftir loðskinn- um til skjóls yg skarts. Jóns Bjarnasonar skóli. Fagurt dærai. Sagt er um lútersku kirkjuna, áð Ihún hafi fæðst í iháskóla. Ekki á illa við að þetta sé rifjað upp nú (þegar (þess er minst, að 400 ár eru liðin síðan Lúter'stóð frammi fyrir ríkisþinginu i Worms, — 'bauð keisara og páfa byrginn og varði trú sína á grund- velli Guðs opinberaða orðs. Sá sem þar dirfðist að vitna um það, sem honum var helgast og sann- ast, var háskólakennari. J>ó það sé satt, að Lúter vildi aldrei stofna sérstaka kirkju, vildi að eins hreinsa burt villurnar úr hinni almennu kristnu kirkju, sem Jesús kristur stofnaði og postularnir út- breiddu, en páfar og aðrir höfðu afvegaleitt, er það engu að síður sögulega satt, að hreifingin, sem varð orsök í þeirri sérstöku deild kirkjunnar, er nefnist lúterska kirkjan, hófst í sálu þessa há- skólakennara, Lúters. Engan þarf því að furða, að lút- erska kirkjan var frá upphafi vega sinna, alþýðleg mentakirkja, fyrst í þeim fræðum, sem snertu hiria kristnu trú og mjög snemma eirinig 'í öðrum efnum. pegar lúterska kirkjan varð þjóðkirkja íslendinga var þar að ræða um sæði, sem féll í góðan jarðveg, 'því einmitt þetta var, að ekki litlu leyti, einkenni jafnvel hinnar kaþólsku kirkju á íslandi. Um leið og lísleinzk krisnti, á 10. öld fékk innlenda kirkjustjórn hófst skáldalíf íslenzku þjóðarinn- ar, og í skauti kirkjunnar á ís- landi döfnuðu ihin fornu norrænu fræði og klæddust í búning þeirr- ar listar, sem vakið hefir aðdáun hins mentaða heims. Með siðabótinni, eignaðist hún einnig nýja krafta til að vinna að fræðslu almennings. Vér íslendingar í Vesturheimi erum arftakar þjóðarinnar á ís- landi Hvernig sem vér förum með pund vort hér, er það í fyrst- unni þaðan. Sanngjarnt er í því efni að taka til greina rótgró- in einkenni margra alda. Samkvæmt því ætti þá hið ís- lenzka lúterska kirkjufélag vort að vera mjög vinveitt sannri kristi- legri mentun og styðjandi hana á allan 'hátt eftir mætti. Samkvæmt Iþví ætti þá engum manni að finnast iþað óeðlilegt, að Jóns Bjarnasonar skóli, þótt hann skrifi hann efst á blaðið, eiris og hver kristinn maður verður ávalt að gjöra, sé samt þjóðlegur í anda og unnandi öllum fögrum, íslenzk- um fræðum. í nákvæmu samræmi við ofan- skráð einkenni hinnar íslenzku hefir einn presturinn í kirkjufé- laginu stofnað skóla í prestakalli sínu á þessum síðasta vetri. Er það að mínu áliti lofsamlegt fyrir- tæki. Presturinn er séra Adam porgrímsson, að Hayland, Man. ,pað stóð svo á fyrir honum, að 'hann hafði dálítinn afgang þess tíma sem hann var ráðinn til að þjóna söfnuðunum, sem ihann ann- ast. Hvernig yrði þeim tíma betur varið? pegar hann'lcynt- ist unga fólkinu í prestakallinu, sá hann að iþar var allmargt ungt fólk, setn hafði farið á mis við skólagöngu, mikið vegna skólaleys- is þar, þegar það var á varráleg- um skólaaldri. Engin tök voru á Iþví, að þetta fólk færi að ganga á barnaskólana. Skóli sérstak- lega handa þeim, sniðinn við þeirra hæfi og tíma, var rétta úrlausn- in. Séra Adam sá hana og kom henni í framkvæmd. Skóli þessi stóð 10 vikur, og eg efast ekki um, að hann hefir orð- ið til mikils góðs. Honum var slitið með samkomu, sem þessir nemendur héldu til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Séra Adam á þakkir skilið fyr- ir þetta, sem hann hefir ráðist í, og honum og nemendum hans þakka eg fyrir göfuglyndið að styrkja þessa litlu mentastofndn, sem mér hefir verið falið að stýra. Eg tel Iþetta sérstaklega fagurt dæmi. ACrir yinir. Hr. Jón Jakoibsson, landsibóka- vörður íslands, sendi skólanum prýðisfagra gjöf á þessum síðasta vetri, minningarrit um landsbóka- safn íslands. Er það fróðlega og vel útgefið og hin mesta snild að, á allan 'hátt. Kæra þökk fyrir gjöfina. • Jðhann G. Jóhannsson, fyrrum kennari við skóla vorn, nú skóla- stjóri í Oak-River, í iþessu fylki, sendi skólanum að gjöf, stórt safn af þurkuðum jurtum. Var það grasafræðis deildinni sérstaklega kærkomin gjöf, og erum við hon- um mjög þakklát fyrlr. Kvenfélagið Djörfung við ís- Iendingafljót, hefir enn á ný sent skólanum $100 í sumargjöf, slíkt 'hið sama hefir það kvenfélag gjört nú hvort árið eftir annað. Peim heiður sem heiður ber. Hjart- ans þökk, og öðrum góðum vinum fyrir gjafir. Kvenfélagi Síons- safnaðar í Leslie, Sask., Jóns Bjarnasonar söfnuði, séra Runólfi Runólfssyni í Winnipeg, ásamt fleirum. Margir hafa gjórt frábærlega vel í því að styrkja skólann á þessu ári, en margir, eru eftir, og þörfin er enn stór, Allir þeir, sem eiga eftir óunnið verk, skól- anum til styrktar, ættu nú með engu móti að láta það dragast lengur. Vér treystum á dreng- skap allra góðra vina. Enginn má skerast úr leik. Allir þurfa að hjálpa til, þeir sem persónu- lega hafa lofað skólanum styrk, en ekki enn greitt það sem þeir lofuðu, vil eg láta vita að styrk- ur hefir aldrei komið sér betur en nú. pað er ekki of seint að efna Idforðin, jafnvel þó þau væru tvöfölduð. Sömuleiðis allir fjár- söfnunarmenn, sem ekki ihafa þeg- ar lokið verki sínu, ættu með engu móti að láta það dragast úr þessu. Góðu vinir! það er frábærlega fagurt að styrkja nauðsynja fyrir- tæki á hinni kæru ættjörð vorri 1 og út um víða veröld, en með engu móti megum vér láta vorar eigin stofnanir 1‘íða. Verðlaun. Enginn nema þessi útlendingur, Svíi, sem eg gat um síðast, hef- ir boðið oss verðlaun í íslenzku, og kristindómi, á þessu ári enn sem komið er. Má vera að einljver vakni nú. Eg Ihefi $25 til þeirra hluta, hefði gjarnan vilja fá svo- lítið meira, því eg hefi, hugsað mér þrenn verðlaun í hverjum bekk. pau verðlaun verða veitt nú áður langt Mður, á skólasMta^amkom- unni, sem líklegast verður haldin 27. maí. Enn vantar líka $50: til hinna almennu verðlauna fyrir próf mentamáladeildarinnar. Mrs. Elín Johnson í Winnipeg, hefir þegar 'borgað loforð sitt, $50, og hitt loforðið, hjá Dr. Stefánsson, er í sama gildi og það væri borgað. Með þessu fé verða veitt þrenn verðlaun fyrir hvorutveggja bekkj- anna, en þá vantar samskonar upphæð fyrir þann þriðja. Ó- efað verður einhver til þess að gefa hana. / MinningarsjóCurinn. / Vér lifum ávalt í voninni að ó- goldin loforð verði greidd og langt er síðan maður fór að hlakka til hve yndislegt það verður jþegar $50,000, þó ekki sé meira tiltekið, verða farin að leggja skólanum til árlega vexti sína. Hægt þokar að markinu, en má vera að nú fari að rætast fram úr ýmsum vandræðum og þá fari peningarn- ir að streyma inn. Enda er smátt og smátt verið að greiða loforðin. Eftir því sem eg veit bezt, hefir stæsta uppihæðin á þessum vetri verið goldin af ein- um presti kirkjufélagsins, séra Jónasi A. Sigurðssyni, loforð hans greitt að fullu, $250. Er slíkl sannarlega fallega gjört. Kristni Vestur-tslendingur! Með glöðu geði átt þú að styrkja: Jóns Bjamasonar skóla; eina skólann, sem íglendingar í Amer- íku 'hafa stofað; skólann sem ment- að 'hefir yfir 200 unga Vestur-ís- lendinga;. skólann, sem aldrei hefir gley.mt því, að kenna að bera lotningu fyrir því guðlega; skólann, sem ósleitlega hefir bar- istbaráttu kristninnar kirkju með- al hinna ungu; skólann, þar sem færri nemendur hafa f^llið í prófi nientamáladeildarinnar, en í nokkrum öðrum mið-skóla af jafnri eða meiri stærð í Manitoba-fylki; eina miðskólann í Manitöbafylki, sem kennir íslenzka tungu og bók- mentir; skólann sem leggur rækt við það hjá ungu kynslóðinni, sem yður er kærast: kristna trú og ís- lenzkan feðra-arf; skólann, sem hefir leyst af hendi ágætt verk, þrátt fyrir það, að hann er eini lúterski skólinn í Canada, sem ekki á sitt eigið heimili; skólann, sem vestur-öslenzk kristni hefir stofn- að og hlýtur því að styrkj^ með efnum sínum og á allan annan ‘hátt. Runólfur Marteinsson. Hversyegna þér ættuð að spara Til að tryggja yður gegn hinni ókunnu framtíð. Til að tryggja yður áhvggjulaust líf og þægindi á elliárunum. Til að tryggja fjölskyldu yðar viður- væri eftir fráfall yðar pá byrjið Sparisjóðsreikning í dag við THE ROYAL BANK ________________OF CAHAOA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj.. $40,000,000 Allar eignir..................... $546.000.000 AiiiiHniiHmiii IIIK'HiillKT flilKiHiviaiBlnlMllliHir Lesið með eftirtekt Nú erum við búnir að marka niður allan okkar skð- fatnað í það lægsta verð, sem mögulegt er að selja hann fyrir undir núverandi prísum. — Skór, sem áður voru $12 til $15, eru nú $7.50 til $9.00. Aðrr, sem áður voru $7.50 til $9.00, eru nú $5.00 og $6.00. —1 Til þess áð menn byrji á því að kaupa sér skó fyrir sumarið, gef eg alla næstu viku dollars virði af molasykri eða annað, sem óskað er eftir, með hverju pari af skóm, sem keyptir eru á $5.00 eða meira. ■ ■ * Elis Thorwaldson, Mountain, N. Dakota IIIIBillliKIIKiHlllMinMIIIHIillWli: IMIIlBiliB afdráttarlaust á móti því, að söfn uður vor kaupi eða flytji í Tjald búðarkirkjuna á Victor stræti. pað er einlæg sannfæring vor, að söfnuðurinn geti ekki stigið sMkt spor, Án þess að bíða stórt félagslegt tjóri við 'það og jafnvel fjárhagsleg- an skaða, Né án þess, að við hann festist sá ósanni áburður, að hann hafi á einhvern hátt staðið á bak við hin nýútkljáðu málaferH Tjaldbúðar- safnaðar, og væri :því illa að kirkjueiginni kominn, Né án þess enn fremur, að brjóta bág við kristilegar réttlætishug- sjónir þeirra meðMma sinna, fleiri eða færri, sem frá sögulegu og sið- ferðilegu sjónarmiði eru slíkum kaupum mótfallnir. pessa afstöðu vora leyfum vér oss bróðurlegast að leggja fyrir söfnuðinn í þeirri von, að hún verði vandlega athuguð, áður en mál þetta er útkljáð með atkvæða- greiðslu á safnaðarfundi” Uundir mótmæli þessu höfðu rit- að ýmsir af elztu meðMmu,m safn- aðarins auk annara og eru nöfnin þessi: S. Sigurjónsson, M. Baul- son, Lára Bjarnason, H. Her- mann, Stefán Johnson, Jóhanna Johnson, Sigurbjörn Pálsson, Mrs. S. Pálsson, Lorenz Thomsen, Helga Thomsen, G. M. Bjarnason, Hall- dóra Bjarnason, Karl Goodmann, Th. Sveinsson, Guðrún Sveinsson, Guðrún Johnson, Mrs. J. J. John- son, Ólarfur Freeman, Guðrún O. Freemann, Paul Johnson, Ingunn Johnson, Fjóla Johnson, Chrislian Cryer, Kristrún Cryer, Jónína Cry- er Jörgin Cryer, Sigríður Bildfell, pjóðlbjörg Bildfell, J. W. Fredrick- son, Mrs. J. W. Fredrickson, Mrs. J. Josephson, Jóhannes Josephson, Oli Josephson, Björg S. Bjarna- son, Lára Sigurjónsson, Hildur S. Sigurjónsson, Elín Johnson, Tih. Thorarinsson, Sveinn Sigurðsson, Mrs. S. Sigurðsson, Jón Einars- son, H. Sigurðsson, J Ketilsson. pótt ekki væri fleiri skrifaðir undir mótmæMn, þá voru auk þeirra margir í söfnuðinum sem kaupunum og flutningi safnaðar- ins undir þessum kringmstæðum eru mjög mótfallnir. prátt fyrir þessi öflugu mótraæli voru kirkjukaupin san4?ykt sem áður er sagt, og einnig afráðið að leitíf eftir tilboðum um kaup á hinni gömlu og veglegu kirkju safnaðarins, sem margir hinir eldri safnaðarlimir munu flytja úr með særðu hjarta og ógleyman- legum endurminningum. Ef til vill eru og nokkrir, sem alls ekki treysta sér til að flytja bæna- / gjörðir sínar í hið nýja heimiH. S. Frá Islandi. Um kirkjukaup Fyrsta lúterska " safnaðar í Winnipeg. Pess var getið nýlega í Lögbergi, að Fyrsti lúí sifnuður í Winnipeg hefði keypt Tjaldbúðarkirkjuna á Victor stræti fyrir ákveðið verð, og mun söfnuðurinn ætla að flytja í það ’hús áður langt um Mður. Er nú verið að gera við þetta nýja tilvonandi iheimili safnaðarins og fága eftir hinn langa tíma sem það hefir staðið autt og ónotað. — pótt mikill meiri hluti þeirra með- lima Fyrsta lút. safn., er fund sóttu þegar kirkjukaupin voru samlþykt, væri með því, eða 110 á móti 18, vcfru þó miklu fleiri af meðlimum safnaðarins þessn and- vígir ýmsra orsaka ve^nd, og kom sé mótstaða fram á þann hátt, að á fundinum var lagt fram mótmæla skjal undirskrifað af yfir fjörttíu manns, er fæstir gátu sótt fund. Mótmæli þau skýra sig sjálf og hljóða sem fylgir: “Vér undirritaðir meðlimir Fyrsta lút. sanaðar í Winnipeg mælum JESSE L. LASKy PBESENTS George MGlFord PÍSODU.CTÍOKJ Heafet <2 Cpanamount Qidiuv ■FÍ / pegar pór var hér ií Reykjavík síðast gerðust togarar nokkð nær- göngulir við Vestmannaeyjar. Varð einn þeirra illa úti sakir þeirrar ásælni. Mótorbátur einn sem var að veiða undir Landeyja- sandi elti hann til þess að ná á honum merkinu. V*r togarinn með vörpuna úti og dró því sam- an. En þegar hanr. sá hvað verða vildi hjó hann á vörpu- strenginn og hélt hið bráðasta til hafs. En botnvarpan flaut upp og hafði vélbáturinn 800 fiska ór henni fyrir ómakið. Jóel Jónsson, skipstjóri lézt í Hull á Englandi í siðastliðnum marzmánuði úr lungnabólgu mesti myndar og efnismaður. Morguniblaðið frá 19-—23. marz. Landhdgisbrotin. Bresku tog- ararnir, sem “Fylla” tók, voru 4 sektaðir um 10,000 kr. og einn sem áður hafði verið sektaður fékk 11,- 500 kr. sekt, en pýzki togarinn fékk 10,000 sekt. Afli og veiðar- færi var gerður upptækur hjá öll- um skipunum. Morgunbl. 19.—23. maí. Verður bráðum sýnd á Garrick leikhúsinu. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.