Lögberg - 28.04.1921, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.04.1921, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 34. ARCANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. APRIL 1921 NUMER 17^ Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Innflutningur fólks frá bresku eyjunum til Vestur-Canada mink- aði aft mun á árinu 1920, en frá Bandaríkjunum fjölgaði innflytj- endum aftur á móti nokkuð. Árin 1918—1919 fluttust til Vestur- landsins 19,116 manns úr ihinum ýmsu stöðum Bandaríkjanna. Maður einn, Tihomas Finnigan að nafni, er iheima á í Hamilton, Ont. kallaði u,pp fyrir skömmu lög- regluskrifstofu iþess ibæjar og bað um að fá lögregluþjóna til þess að taka sig fastan, með þvtí að kona sín hefði ákveðið að kæra sig fyrir handalögmál. pegar lögreglu- þjónarnir komu, 'bað Finnigan þá augmjúklega að afsaka ómakið og kvaðst vera þess albúinn að aka þeim í sinni eigin bifreið til lög- regluskrifstofunnar petta er talin fágæt kurteisi undir svona löguð- um kringumstæðum. Mál Finni- gans er ekki útkljáð enn. Tveir rússneskir prinsar, vinna nú algenga daglaunavinnu við Canadian National járnbrautina, rnilli Hearst og Armstrong stöðv- anna í Optario fylkiinu. Höfð- ingjar þessir mistu allar eigur sínar í stríðinu mikla og voru auk þess dæmdir til Síberíuivistar, en sluppu jþaðan á dularfullan hátt og leituðu hælis lí Canada. Baronessa Macdonald ekkja Sir Jbhn Alexander Macdonald, fyrr- um yfirráðgjafa í Canada hefir látið eftir sig eigir er nema 23,- 375 dölum. — Gríski ræðismaðurinn í Montre- al, hefir fengið tilkynningu um, að allir grískir menn í Canada, er teljast til herskyldu iflokkanna fyrir árin 1913, 1914 og 1915, verði tafarlaust að gefa sig fram og sigla heimleiðis, með því að föð- urlandið þurfi þeirra við, frelsi sínu til verndar. Major-^SIeneral Mewburn, fyrr- um hermálaráðgjafi í Canada, hef- ir verið skipaður formaður nefnd- ar þeirra, er rannsaka skal ástand þjóðeignaibrautanna — Canadian National Railways. — Maður að nafni Joseph Remill- ard í Que. var fyrir skömmu fund- inn sekur um morð Lucien Marr- isette í sömu borg og dæmdur til lífláts. Nú hefir dómnum ver- ið breytt í æfilangt fangelsi, sam- kvæmt fregmjm frá Ottawa. Verkamálaskrifstofa sambands- stjórnarinnar sýnir að mikill fjöldi fólks hefir verið atvinnulaus í marzmánuði síðastliðnum og mörg yerkföll gerð. Fyrri fyrri helm- ing aprilmánaðar batnaði ástand- ið til muna og það svo mjðg, að í sumum s>ððum fengust ekki nánd- ar nærri nógu margir menn til voryrkju. Baron Shaughnessy, forseti C. P. R. járnbrautarfélagsins, hefir nýlega stungið upp á því í hréfi til Meighens yfirráðgjafa, að Can- adian National brautunum verði slegið saman við C. P. R. 0g verði í framtíð undir stjórn Canadian Pacific félagsins. Fer forsetinn sem vænta mátt'i fram á ýms hlunnindi frá stjórnarinnar hendi í þessu sambandi, svo sem trygg- ‘ng gróðahlutdeildar o.~s. frv Ekki þykir líklegt að Canada stjórn muni fallast á uppástunguna. Sambanflsstjórnin hefir skipað fyr,r> að Royal Canadian Mounted police, sé við hendina (ag og nótt á hverjum þeim firreiðslustað í hinum stærri 'borg- þar sem tekjuskattur til stjórn- annnar er 'borgaður, fram að mán- aðamótum næstu. Afarmikið af Pen.ngum fer í gegnum hendur skattheimtumanna stjórnarmnar og ös mikil á hinn bóginn, og þess vegna hefir stjórninni þótt vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Norrisstjórnin í Manitoha, hef- ir ákveðið, að berjast fyrir því lát- laust þar til yfir lýkur, að flutn- ingsgjöld á járnbrautum í Vestur- Iandinu verði lækuð og jöfnuði komið á, milli Austur og Vestur- Eanada S þessu tilliti. Verkamannafélögin í Toronto, ^afa ákveðið að ganga í samband við félög heimkominna hermanna, til undirbúnings næstu sambands- kosningum og styðja í sameiningu þau þingmannsefni, er báðum að- iijum kemur saman um. Fjár|hagsáæ+lun stjórnarinnar hefir, nú loks verið samþykt í fylkisþinginu og er ráðgert að út- gjöldin muni nema $5,870,000 starfrækslu rit og talsímakerfis- ins, aflstöðvar og opinberra stofn- ana. Lánveiting til íbúðarhúsa- bygginga var héimiluð, að upp- hæð $1,000,000. — Breyting á bændalánsfélögun- um, Farm Loans Act, hefir verið afgreidd við þriðju umræðu með 21 atkvæði gegn 13, en sú breyting fer fram á það, sem kunnugt er, að vextir af sMkum lánum skuli vera sjö af hundraði fyrst um sinn, þar til hentugri lánskjör fást út á við. Töluverður skriður er nú farinn að komast á hin ýmsu mál, er fyrir þinginu liggja og ekki ólíklegt tal- ið að þingi verði slitið fyrri part næstu viku. Frá sambandsþinginu er ekkert sögulegt að frétta um þessar mund- ir; alt sýnist hvíla þar í einhverju ráðaleysis móki. Stjómin hefir að sögn enn verið að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Quebec- búum og þá helzt að fá þaðan r.ýjan ráðgjafa, en tregt mun sú málaleitun hafa gangið til þessa. Hon Lemieux lýsti fyrir skömmu yfir því í þinginu, að engin hætta væri á þvtí að Quebecmenn seldu sig stjórninni fyrir bitlinga, jafn- vel þótt feitir væru. Bandaríkin William D. Haywood, forseti I. W. W. félaganna í Bandaríkjun- um, er dæmdur hafði verið til fangelsisvistar ásamt eittihvað um tuttugu stallbræðrúm sínum, fyrir ótrúmensku við land sitt meðan þjóðin átti í stníði, hefir sloppið úri Ihöndum lögreglunnar og kvað vera kominn alla leið til Rússlands undir verndarvæng Soviet stjórn- arinnar. Verkamannafélögin í N. Dakota, héldu þing á Fargo um síðustu helgi til þess að ræða um þátttöku félaganna í stjórnmálum. pingið stóð yfir í þrjá daga, en nákvæm- ar fregnir af því er þar fór fram, eru enn eigi fyrir hendi. Póstmálastjóri Hays, tilkynti fyrir skömmu, að ræningjar hefðu á árinu sem leið, náð í hendur sín- ar $6,000,0001 með því að ráðast á póstvagna víðsvegar um Banda- ríkin. Fregnir frá Bismark, N. D. segja að umsjónarmaður með vín- bannslögunum, Mr. Tunbar, hafi pantað þrjár vélbyssurt il þess að nota ef á þurfi að halda í barátt- unni gegn lögforjótum sem stöðugt geri meiri og meirl óskunda. Ríkisritaradeild Bandaríkjanna, hefir sent stjórnum, Frakka, Breta, Japana og íbala opinbera Hlkynningu, þar sem þess er kraf- ist, að Bandaríkin hafi jafnrétti við allar þessar þjóðir, að því er viðkemur umboði yfir löndum þeim, sem Miðveldin létu af höndum við friðarsamningana í Versölum. Nálægt New River í Tennessee ríkinu, varð nýlega járnbrautar- slys, er varð þrem tugum manna að bana. Harding forseti hefir svarað nefnd frá friðar félagi kvenna Woman’s Peace Society, á þá leið, að ástandið í Norðurálfunni geri það að verkum að harla erfitt sé að ákveða eins og sakir standi, .hvað hægt sé að taka til bragðs í sambandi við takmörkun herbún- aðar. Hásetar á skipum Bandaríkj- anna, ihafa gengið inn á 25 af hundraði launalækkun gegn >ví skilyrði að 1 maí n. k., verði skip- uð nefnd, er taki launamál þeirra til rækilegrar yfirvegunar, skipuð af ibáðum aðiljum. Stöðvarstjórar, brautarþjónar og símamenn í þjónustu Pensyl- vaniu járnlbrautarfélagsins, neita að ganga að þýjt, að laun þeirra verði lækkuð uþn 18 af hundraði. Verkfall talið líklegt, svo fremi að málamiðlun ekki komist á inn- an skamms. Mipon T. Herrick frá Oihio, hef- ir verið skipaður sendiherra Bandaríkjanna á Frakklandi. Borgarstjórinn í Chicago hefir ákveðið í sambandi við lögregluna, að unglingar undir 16 ára, megi ekki vera á strætum borgarinnar eftir klukkan tíu á kvöldin, nema þvú að eins að fullorðið fólk sé þeitn til leiðbeiningar og varð- veizlu. Póstmálastjóri Hays, ihefir lýst yfir því, að póstþjónar allir, er fást við verðmiklar póstsendingar, skuli vopnaðir vera í þeim til- gangi að verjast ræningjum, en slík rán eru nú alltíð í landinu. Járnbrautir Bandaríkjanna töpuðu $7,205,000 í fébrúarmán- uði síðastliðnum, samkvæmt skýrslu frá samgönguráðuneytinu. Hundrað og sex járnbrautir höfðu ekki afgangs starfrækslukostnaði, r.ándar nærri nóg fyrir hinum lögbundnu sköttum. Verkamálaritari Davis, lýsti r.ýlega yfir því, að Donald O’ Callaghan, borgarstjóri í Cork á írlandi, yrði að vera allur á brottú úr Bandaríkjunum fyrir 5. júní næstkomandi. Talsímabönd milli Bandaríkj- anna og Cuba, eru nú komin á, og skiftust þeir á samhygðar kveðjum Harding forseti og Menocal forseti lýðveldisins á Cuiba. Harding forseti lýsti yfir því, í hinu fyrsta forseta ávarpi sínu til þingsins, að æskilegt væri að báð- ar deildir þings ákvæðu með ein- faldri þingsályktuti, að ófriðnum milli pjóðverja og Bandaríkjanna væri lokið. Bretland Einkennilegt samband á sér stað á milli.fjárhunds í Swainsvick á Englandi og gæsar, á þann hátt a.ð gæsin fylgir hundinum hvert sem hann fer. pegar hundurinn fer hægt vappar gæsin á eftir honum, þegar hann hleypur tekur gæsin til vængjanna og fylgir honum eftir á flugi. pegar smala- maður er heima og hundurinn ligg- ur í kofa sínum stqndur gæsin vörð við kofadymar óg ræðst að hvaða kvikindi sem nærri kemur, og hafa sum þeirra farið rifin og blóðug frá þeirri viðureign. Alexandra drotning hefir átt við sjóndepru að stríða undanfar- andi. Nýlega var gerður upp- skurður á augunum ií henni og lít- il von gefin um bata. Drotn- ingin hýst við að fara til bústaðar síns nálægt Kaupmarinahöfn og dvelja þar um tíma og sjá hvort sér batnar ekki þar. Sambandsþjóðirnar hafa lýst yfir því að þær ætli sér að láta viðureign Grikkja og Tyrkja af- pkiftalausa. Kosningahníðin í sambandi við kosningar til hins nýja Ulster þings sem ákveðið er að stofnað verði undir hinum nýju heima- stjórnarlögum, er nú hafin, og búist er við að kosningarnav fari fram frá 16—18 maí. Báðir flokk- ar, Sinn Feinn og Nationalistarn- ir hafa tilnefnt þingmannsefni sín þó flest af þingmannsefnum Sinn Feinnm anna sitji ií fangelsi. Báðir flokkarnir hafa ákveðið að halda istjórnmálafundi fyrir lok- uðum dyrum. Sir James Craig einn af Union- ista þingmönnunum og leiðandi maður í unionista félaginu í Ulst- er, hefir skorað á alla þá seijj hlyntir eru unionista stefnunni, að gjöra alt sem þeir geti til þess að sá flokkur hafi meiri hluta á Ulsterþinginu, og ef það takist ekki sjái hann ekki annað en Ulst- er þingið og löggjöfin nýja verði alt til einkis. Austen Ohamberlain, hinn nýji fjármálaráðherra Breta, flutti fjármálræðu sína í þinginu á mánudaginn var og var gerður að góður rómur. Tekjur umfram útgjöld námu 230,500,000 punda og er það að eins 4,000,000 pundum minna en áætlað var. Engir nýjir skattar sagði fjármálráð-j herrann að yrðu lagðir á, og eng-| um heldur létt af nema lítils hátt— ar af tóibaki. Mikið höfðu Bretar 'borgað af! skuldum sínum á árinu, peir hafa1 borgað Bandaríkjunum 75,000,000 pund, Canada 20,000,000, Japanit- um, Spánverjum, Argentinumönn- um, Uruguamönnum og Hollandi hafa þeir borgað alveg upp. Ráð- herrann gat þess að stjórnin hefði gert alt sem hún gat til þess að takmarka útgjöldin og lýsti yfir því, að fjárhagslegt ástand þjóð- arinnar mundi fara sí-batnandi héðan í frá, svo framarlega að friður kæmist á í iðnaðarmálun- um. \ Sem betur fer virðist nú sam- komulag vera að komast á, á milli námamanna og námaeigendanna á Bretlandi. Samkomulag þetta virðist byggjast á því að báðir málsaðiljar hafa slakað til. Náma- mennirnir látið af þeirri kröfu sinni að ákveðnar reglur séu sett- ar um land alt, ákvæði um kaup- giald og vinnutmaí. Og náma- eigendurnir af því uppástandi sínu að hið sérstaka ástand hvers hér- aðs ráði að því er vinnutíma og kap snertir. Málsaðiljar virðast nú báðir sjá að fyrsta aðal atriðið sé að kolaframleiðslan geti borgað sig. pegar það væri fengið þ áskal með samning ákveða hagnað þann sem námaeigendur eigá að fá, og fast- ákveðið kaup námamannanna sem tekið er fram að gangi fyrir öllum 'hagnaði. pegar námurnar gefa meira af sér en til >ess að mæta þessu tvennu, hinum ákveðnu verkalaunum og hagnaði eigend- anna, þá skal afgangur skiftast á milli þeirra tveggja málsaðilja. Sámning þennan kvað eiga að reyna fyrst í þrjá mánuði fyrst og ef hann reynist líklegur til varan- legs samkomulags og friðar, þá að framfylgja homim fyrir lengri tíma. Síðustu fregndr segja ástandið brezka verra en nokkru sinni fyr. árnforautarþjónar neita að flytja erlend kol og horfir til hinna mestu vandræða í landinu. pingforsetinn Brezki Hon J. W. Lowther, sem gegnt hefir því vandasama verki í 25 ár, hefir sagt af sér bæði þimgforseta stöð- unni og þingmensku. --------o------- Hvaðanœfa. Mexico stjórnin hefir skipað sendiherra á Rússlandi og mun það vera' fyrsta stjórnin, er gengst inn á að stofna til opinberra full- trúasamibanda við Bolshevikana rússnesku. Sagt er að stjórnin í Czecho- Slovakia, hafi fooðið Frökkum lið- veizlu, ef til þess komi að þeir á- kveði að taka Ruhr héruðin þýzku eftir 1. maí næstkomandi. Socialistar á ftalíu vilja ekkert með gerbyltingamennina ítölsku hafa að gera lengur og er nú slit- ið öllum samvinnuböndum milli þessara tveggja brota, er lengi vel héldust í hendur. Harding Bandaríkjaforseti kvað hafa boðið krónprinzinum jap- anska til Bandaríkjanna í sumar, en fengið það svar að prinsinn igeti ekki þegið boðið að svo stöddu. Hollenzka stjórnin bannaði Wil- hjálmi fyrrum pýzkalandskeisara, að fylgrja líki frúar sinnar til landamæranna þýzku. Sparifé á bönkum á pýzkalandi jókst á 'árinu 1920 úr 45,000,000 marka upp í 6250,000,000. Stjórn Ungverjalands Ihefir til- kynt lýðveldisforseta Svisslands, að hún skoði Oharles, fyrrum kon- ung Ungverja, löglegan einvalds- drottnara þjóðarinnar Sagt er að pjóðverjar telji sig fúsa til að greiða samiherjum í skaðaibætur 200,000,000,000 gull- marka, en uppihæðin sem af þeim var krafist, nam 226,000,000,000 biljónum. — Islenzkur myndar- skapur. pann 22. þ. m. flytur blaðið The Saskatoon Daily Star eftirfylgj- adi grein um landa vorn Júníus Johnson: “Bærinn Saskatoon er ( þann veginn að tapa einum af slnum allra beztu emfoættismönn- um Júníusi Johnson, aðstoðar mæl- ingamanni sem ibæjarstjórnin í Pince Albert efir ráðið til sín sem aðal umsjónar og yfirmann verk- legra framkvæmda bæjarins, og umsjónarmann stofnana hans — í einu orði sagt aðal umsjónarmann bæjarmálanna. Bæjarstjórnin í Saskatoon hef- ir látið hrygð sína í ljósi út af burtför Mr. Johnson og vottað honum opinfoerlega þakklæti fyrir hið ágæta starf sem hann hefir unnið í þarfir bæjarins. Júníus er fæddur á lslandi en kom til Canada árið 1900 og hefir séð meira af kjörlandi sínu en flestir aðrir Canadamenn. Fyrst eftir að 'hann kom til þessa lands settist hann að ásamt fólki sínu í Nýja íslandi, en gekk í þjónustu mælingamanna Dominion stjórn- arinnar eftir eins árs dvöl þar. Með þeim ferðaðist hann sem hér segir: Árið 1902 Norður-Manitoba. 1903 um Saskatoon ihéraðið og um part af Edmontori Ihéraðinu. 1904 var hann vestur í Klettafjöllum. 1905 um 150—200' mílur í norður frá Prince Albert og suður til The Pas, í Pasguia og Porcupine hæð- inni. Árin 1906—7 var hann aftur í Saskatoon héraðinu, en 1908 gekk hann í þjónustu Saska- toon bæjar, útlærður mælinga- maður. ♦^♦♦♦♦^^♦♦^♦^♦♦^♦^♦♦♦♦^♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦gÍÍ* ♦♦♦ >♦ Sumardagurinn fyrsti.’ 4 t t ❖ t t x t t x t t ♦> Þó brautin niín lengist og breytt sé nú bag frá bernskunnar tíðum eg man þennan dag við svstkinin gengum að sjónum, þá brosti .hver alda um blikandi flóð og bar okkur töfrandi fagnaðarljóð með ástríkum unaðar tónum. Hjá nágranua börnunum mæltum við mót og munhlý var gleðin af einlægri rót. við sólskin í suðræna fclænum. Hver lækur var óður um unaS og frið og elfurnar streymdu með vondjúpum klið og svifu meS hraða að sænum. Þar skeljar og kuðungar glóSu sem gull og gleðin var saklaus og ánægjufull 4 ljósríkum bernskunnar 'bárum. En framtíðar 'brautin var hulin í lijúp með harmsins og sælunnar örlagadjúp á flughröðum æfinnar árum. Og margt hefir sumarið brosað mér blítt með blikandi skrautiS og sólskiniS hlýtt enn aldrei sem ungum þar heima. Á sérhverju blómi, og líðandi lind skein ljósið og gleðin í belgustu mynd hve Ijúft er um dag þann að dreyma. Kom vonblíða sumar með sælunnar klið og syngdu þinn huggandi unað og friS við söknuSiun, sárin og tárin. Hver hjalandi lækur, og líðandi blær og lauf sem við geislaj og dögg þína grær er óður um bernsku-lífs árin. M. Markússon. * f ♦ T ❖ i t t 1 t ♦;♦ t t t t t X t x t x x i x x x t t t x t x t I i seta um að neita að bera dagskrá urnir lofsamlegum orðum um rit- Um þennan landa vorn farast borgarstjóranum í Saskatoon, Mr. Young svo orð: “Einn sá allra bezti maður sem við ihöfum nokk- urntíma haft í þjónustu okkar.” Borgar Commissioner Leslie, í Sakatoon segir um ‘hann: “Mr. Johnson ier undantekningarlaust einn af þeim ágætustu embættis- mönnum sem við höfum nokkurn- tíma haft. Hann hefir verið ó- sénhlífinn, einlægur og sannur í öllum sínum verkum og deild hans hefir ihaft umsjón á öllum byggingum vatrisveitum og saur- rennum fyrir bæjarins hönd í mörg ár. Vér samverkamenn 'hans samfögnum honum út af þessari bættu stöðu hans og maklegu við- urkenningu og árnum honum allra 'heilla í Ihenni. Og Prince Albert búum óskum vér til Ihamingju út af því að hafa foorið igæfu til þess að fá slíkann ágætismann í þjón- ustu sína.” Mr. Jobnson tekur við emlbætti sínu í Prince Albert 15. maí næst- komandi. --------o--------- Frá Islandi. Vantraustsyfiríýsing. Á fjórða tímanum í fyrrinótt lauk loks sennu þeirri, sem staðið hafði yfir tvo undanfarna daga um afstöðiu þingsins til stjórnar- innar. Var þar löng foarátta og ströng til lítils háð og væri betur að þingmenn væri ákveðnari og aðstaða þeirra gleggri þegar líkt mál kemur til þingsins kasta næst svo að komist verði hjá að neyta þeirra bragða sem orkað getur tvímælis um a«5 sæmandi séu á löggjafarþingi. Tuttugu klukkustundir af ræðu- höldum er of mikið til þess að hægt sé að rekja Ihér. Enda er kunnugt orðið‘hvað >að er, sem stjórninni er helzt legið á hálsi fyrir. Flutningsmaður tillög- unnar drap á ýmislegt i framsögu- ræðu sinni, svo sem framkvæmd- ir stjórnarinnar í utanríkismálum, fjármálum og viðskifta o. fl. Aðrir ákærendur stjórnarinnar voru Gunnar Sigurðsson, Eiríkur Einarsson, Jakob Möller, Jón Baldvinsson, Magnús Jónsson og Magnús Pétursson. En J. A. Jóns- son, Jón Porláksson, M. J. Krist- jánsson, iSigurður Stefánsson og pór. Jónsson héldu uppi vörnum. Töluðu fleiri ræðumenn sig dauða. Á miðvikudagskvöld bar Gunnar Sigurðsson fram tillögu sína til rökstuddrar dagskrár, sem 1 fólst traustsyfirlýsing til stjórnarinn- ar. pótti þeim stjórnarandstæð- ingum auðsætt, að vantraustsyfir- lýsing næði ekki fram að ganga, en treystu því að traustsyfirlýs- ing mundi fara sömu leið. Bar þá J. p. fram áskorun sína til for- þessa undir atkvæði, sem óþing- lega, og ef þau tilmæli væri ekki tekin til greina, þá að meðhalds- menn stjórnarinnar neituðu að greiða atkvæði. Enn fremur kom hann fram með tillögu til rök- studdrar dagskrár um það að van- traustsyfirlýsingin kæmi ekki til atkvæða. pótti M .P. sú tillaga vera stjórninni í vil og kom fram með breytingartillögu, er honum þótti gera dagskrána óvilhalla. pegar til atkvæðagreiðslu kom um hina rökstuddu dagskrá G. S. féll það í 'hlut hans að greiða fyrst- ur atkvæði og sagði hann “nei”. Jón A. Jónsson varð fyrstur til að neita að, greiða atkvæði og bar hann fyrir sig það, að dagskráin og framkoma hennar væri óþing- Ig. Neitaði forseti að taka þá afsökun gilda og skaut málinu undir úrskurð deildarinnar. Sam- þvkti hún með 16 : 10 að afsökun- in skyldi tekiri gild. peir 10 sem greiddu atkvæði á móti voru: B. J., E. E., G. S., H. Kr., Jak. M., J. B„ M. J„ P. p„ p. G„ porst. J. forseti greiddi ekki atkvæði. Hélt þá aftur áfram nafnakall um dagskrána. Fór svo að lok- um að 12 sögðu nei, en 15 neituðu að greiða atkvæði og var dagskrá- in þannig feld. — peir sem sögðu nei við dagskránni voru B. Sv„ B. J„ E. E„ G. S„ H. Kr„ Jak. M„ J. B„ M. J„ M. P. p„ p. G„ og porst. Að þessu loknu lýsti flutnings- maður vantrausttillögunnar, B. J. því yfir, að hann tæki tillögu sína aftur. Lauk málinu með því og seinni dagskrártillagan og brtll. við hana var aldrei borin upp til atkvæða. Gjörðabók þessa fundar var ekki lesinn upp á fundinum í gær, ccgna þess að hún var ekki til- búin. Á að bera hana upp til samþykkis í dag, er jafnvel búist við að stímatbrak verði við það tækifæri. —Morgunblaðið 19 marz 1921. Hjörtur Oddson, frá Eystri- Kirkjubæ á Rangárvöllum lézt 12. marz. * Ur bœnnm. I 1 símskeyti frá íslandi stendur, að 22. þ.m. hafi Indriði fyrrum bóndi á Ytri Ey á Skagaströnd, látist í Reykjavík. Capitol hreyfimyndafélagið sem sýndi ihér myndir úr sögunni al- kunnu eftir Selmu Lagerlöf, “Kon- an sem hann kaus,” foauð verðlaun fyrir foezt skrifaðan ritdóm um leikinn, en hann mátti ekki vera lengri en 25 orð. Margir skrifuðu en verðlaunin ihlaut ung íslenzk stúlka, Kristín Frederickson, sem heima á að 794 Victor .stræti. Næst sigurvegaranum var stúlka, sem heima á hér í borginni og heitir Rai Lockwood og fóru dómend- dóm foennar. Séra Páll Sigurðsson frá Gard- ar kom til borgarinnar síðastliðið mártudagskveld og dvelur hér fram i vikulokin. Meðlimir Jóns Sigurðssonar fé- lagsins eru beðnir að fjölmenna á fundinn sem haldinn verður í John M. King skólanum 3 maí n. k.^ á þeim fundi verður dregið um meðalaskáp sem Eiríkur Stíheving á Lundar foefir smíðað og gefið félaginu." Enn fremur fara þar fram skemtanir. Miss Salome Halldórsson flytur fyrirlestur og Miss porvaldsson syngur. pegar Njáli eitt sinn var brugðið um fjarstæðu, mælti Skarphéðinn: “Enginn sannur maður hefir fyrri brugðið föður mínum um þetta.” petta datt mér (og reyndar fleirum) í hug, þegar eg las kvæði í Heims- kringlu eftir mannfýlu nokkra, þar sem Doctor Brandson er brugðið um ágirnd, sérdrægni og illar hvatir. H. At'hugið auglýsinguna í folaði þessu um söluna miklu hjá Foote’s Ltd„ í gömlu Dingwall búðinni, að 614—616 Main Street. par eru óvanaleg kjörkaup á hinum ýmsu tegundum skófatnaðar. Indriði Stefánsson, frá Pebbl-e Beach, Man, bróðursonur Kristins heitins skálds Stefánssonar, var fluttur á Almenna sjúkráhúsið f Winnipeg fyrir helgina. Hann slasaðist af skoti. Ohr. J. Back- mann, læknir að EiricsdaJe flutti sjúklinginn til foorgarinnar. Lögberg er að þessu sinni að eins sex blaðsíður í staðinn fyrir átta, sem það ihefir verið, og eru kaup- endur blaðsins vinsamlega beðnir að afsaka, þó vér að þessu sinni ekki gefum ástæðuna fyrir þeirri breytingu, Ihún verður innan skamms kunngjörð kaupendunum ásamt framtiðar fyrirætlunum vorum í sambandi við folaðið. Ferðir Gunnars B. Björnssonar. Mr. G. B. Björnsson fer til Nýja íslands seinni part þessarar viku og heldur samkomur á ýmsum stöðum þar n.vrðra: í kirkjunni í Árfoorg föstudags- kvöldið 29. apr„ kl. 8.30. í Fram: uesskóla laugard. 30. apr. kl. 11 f. h. í Víðir Hall sama dag, kl. 3 e. h. í Breiðuvíkur kirkju sunnud. 1. maí kl. 2 e.h. 1 kirkjunni í Riv- erton sama dag kl. 8 e. h. í Geys- ir Hall mánudaginn 2. maí, kl. 2 c. Ih. Til Gimli kemur hr. G. B. B. að morgni þriðjud. 3. maí og verð- ur þar fundur um kvöldið. Mið- vikudagskveldið 4. maí leggur hann á stað vestur til Saskatche- wan og verður um vikutíma í ferðalagi um pingvalla-nýlendu og Vatnabygðir. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.