Lögberg - 28.04.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.04.1921, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUBAGINN, 28. APRíL 1921. * -•■n -Tj PERCY og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. Að þessu búnu, gekk hann inn til litlu stúlk- unnar. “Hvað heitir þú. litla stúlka?” spurði bann. “Eftirlætisgoð,” svaraði hún strax og horfði á andlit hans. “Hún hlýtur að hafa eittlivert annað nafn,” sagði hann við sonarson sinn. “Hefir þú ekkert annað nafn, litla vina mínf” spurði Percy. Hún brositi gletnislega til hans o gsvaraði: “.Tú — Ilarriet. Pabbi kallar mig líka: Litlu úlf adrotninguna. ’ ’ “Og hvað heitir paíbbi þinn, litla vina”, spurði Sandy Morton, mjög alúðlega. “Pabbi — Gay; nei. mamma kallar hann “Alf,” svaraði hún ákveðin. “Hum,” sagði Sandy. “Þá er líklegt að hann heiti Alfred Gay.” “Hvar áttu heima?” spurði Percy. Þessu gat barnið ekki svarað. Hún sagði þó að þar sem hún ætti heima, væri hvorki gras né vatn — ekkert nema stein- ar og stór hús. “Við fáum aldrei að vita hvar hún á heima, eða hvar vinir hennar og frændur eru, ef hún á nokkra lifandi,” sagði Sandy. “Eg veit ekki hvað við eigum að gera við hana.” Við skulum lofa henni að vera hérna. Hún er svo elskuleg lítil persóna,” sagði Percy. “Já, það eru engin önnur ráð,” svaraði Sandv Morton. Harriet litla varð því ein af fjölskyldu vitavrarðarins, sólargeisli, scm kom svo óvænt. Alhr á heimilinu elskuðu hana og urðu henni undirgefnir. Samkvæmt skoðun Percy var hún dýrgrip- ur, sem varð að virða mikils og varðveita gegn öllu illu. Smótt og smátt festi hann tak- markalausa ást til hennar. Ög Harriet litla hafði líka óbifanlcgt traust á “Percy mínum”, sem hún kallaði hann. “Verður hún ekki alt af hjá okkur, afi, ef við finnum enga ættingja hennar?” spuurði Per- ey, mánuði eftir komu hcnar. “ Jú, ef við viljum hafa hana,” svarði hinn gamli. “Það viljum við eflaust. Að minsta kosti vil eg það,” sagði Percy. “Já, auðvitað drengur minn. Hún sjcal vera hjá okkur á meðan við getum boðið henni heimili.” Gamli maðurinn ættleiddi því litlu Harriet, sem varð sólargeisli ó heimili hans. 3. Kapituli. 1 skrautlegu heimili í einni af betri deildum Londonar, þetta sama kvöld og skipið fórst, er áður er minst ó, sátu þrjár persónur við borð í lestrarherberginu. . Hin fyrsta var myndarlegur maður, á að gizka þrjátíu og sex eða átta óra, góðlegur og gáfulegur. Gagn\rart honum sat fögur og tíguleg kona, með sorgþrunginn svip. Hin þriðja var kjarklegur, fallegur dreng- ur, á að gizka tíu óra gamall. Þessar ‘þriár persónur voru, Sir Henry Harwood, merkur læknir, kona hans og sonur, Charles að nafni. Nóvemiberstorm urinn bnrði hart ó rúðurn- ar í þessu lierbergi, og þegar vindbyljirnir komu þeim til að glamra, hrökk konan við og var mjög föl. Maður Ihennar horfði á hana kvíðandi aug- um, meðan hann lézt lesa í blaðinu. Nú ýtti hún stólnum fró borðinu og settist (í annan nær ofninum og um leið þurkaði hún tár af kinninni. Maður hennar, sem enn þá gætti hennar, opnaði varirnar til að segja eitthvað, en hætti \rið það og stundi. “Er ekki só tuttugasti og níundi í dag, Henrv?” spurði kona hans. “Jú, Ada.” “Það er voðalegt óveður núa! Það minn- ir mig á — á—” “Góða Ada,” sagði maður hennar áminn- andi. “A ]>á, sem eru svo óhepnir að vera á sjó í slíku veðri,” bætti hún við. “Hefir þú nokkuru isinni verið ó sjó í ó- veðri, mamma!” spurði drengurinn. “Já, Charles, eg hefi einu sinni orðið fyr- r því,” svarað hún íágt. “Var það mjög skelflegt?” “Jó, sonur minn.” “Segðu mér hví, mamma,” sagði dreng- urinn ákafur. Sir Henrv var mjög fölur, þegar hann sagði lágt: “Þú verður að láta mömmu vera í friði núna, hún er ekki vel frísk. Hún segir þér máske seinna, það sem 'þú vilt vita. Hvem- ig gengur þér með þýzku lexíuna?” “Eg hefi lært hana,” svaraði drengurinn og stundi. “Þér þykir líklega ekki vænt um þýzku?” sagði faðir hans alúðlega. “Nei, ekkert af því sem eg lapri í iskólan- um, vekur hjá mér verulcgan óhuga.” “Mér þykir leitt að heyra það. Hvað heldur 'þú að þú viljir helzt snúa þér að, þegar þú ert fullorðinn?” “Eg held eg vilji helzt vera sjómaður,” svaraði diengurinn. . “Nei, það mátt þú ekki láta þér detta í hug,” sagði frúin allskelkuð. “ Sjómannalífið er m{iög þrautaríkt,” sagði faðir hans. “A eg að Ihlýða þér yfir lexíuna þína?” “Já, þökk fyrir,” svaraði drengurinn og rétti pábba sínum bókina. “Þú kant þetta vel, drengur minn, og sýn- ir með því að þú rækir skyldu þína, þó þér geðjist ekki að því, sem þú átt að læra. Ef þú kant þetta eins vel á morgun, er eg viss, um að hr. Ileinrich verður ánægður með þig, og þegar fram líða stundir, vona eg að þú veljir mentaveginn. En nú er kominn hátta- tími. Góða nótt isonur minn.” ‘‘Góða nótt, pábbi,” sagði hann og stóð upp. Gekk svo til móður sinnar og spurði: “Ertu veik, mamma?” ‘‘Nei, litli vinur, eg er ekki veik, en slíkt óveður og þetta, hefir alt af vond áhrif á mig,” svaraði frú Harwood, og kysti hann. Hann þrýsti sér að henni og sagði: “Mér þykir svo ósegjanlega vænt um þig mamma.” “Þú ert góður drengur,” sagði ‘hún. “En lqfaðu mér því, að þú verðir aldrei sjó- maður. Eg vil þú verðir læknir, eins og paJbbi. ’ ’ “Mér þykir svo \rænt um sjóinn, mamma, og eg he1d að eg isé ekki 'hæfur til að vera læknir.” Frúin stundi og bauð honum góða nótt. Þegar dyrnar lokuðust á eftir honum, laut hún áfram og fór að gráta. Loks leit liún upp og sagði skjálfrödduð: “Það eru nú táu ár síðan, Henry, aif hin turn- háa bylgja rændi barninu mínu; eg get aldrei gleymt því.” iSir Henry stóð upj), gekk til konu sinnar og tók liana blíðlega í faðm sinn. “Reyndu að forðast þessar hugsanir, Ada. Eg þoli ekki að sjá þig þannig, í hvert skifti sem þenna dag ber að,” sagði hann skjálfradd- aður. “Guð veit að cg syrgi okkar kæra barn, en eg er þakklótur að hafa fengið jafn góðan dreng í hans .stað, eins og Charles er.” “Jó, Sharles er góður og elskuverður pilt- ur, og honum þvkir afar vænt um okkur,” svaraði frú Harwood og þurkaði tárin af sér. “Hann mun heldur aldrei fá að vita, að hann er ekki okkar barn,” sagði Sir Henry með sanrífæringu: því enginn nema við og forstöðu- konan í barnahælinu veit, að liann cr ættleidd- ur.” “En eg get, ckki varist þess að hugsa um, hvernig minn eiginn drengur mundi líta út nú. Móðurhjartað þráir það, scm er þess eign,” sagði hún snöktandi. “Guð veit bezt, hvers vegna hann lét þetta ske, Ada. Við megum ekki efast um, að áform hans séu góð,” sagði hann. Fj'rir tíu árum síðan, einmitt þetta kvöld, var Sir Henry á heimleið til Englands frá Am- eríku ásamt konu sinni, þar sem þan höfðu verið á ferðalagi í næstum því tvö ár. Nokkr- ur mánuðum áður en þau lögðu af stað heim á leið, eignuðust þau yndislegan dreng, og voru himinglöð. Það kvöld, .sem þau sáu strendur föðurlands- ins skall á ofsarok og eldur kviknaði niðri í skipinu svo farþegarnir urðu að fara upp á þilfar. (Sir Henry kom konu sinni fyrir í gott skjól fyrir vindinum, og fór svo ofan til að hjáJpa til að slökkva eldinn; eðan hann var að því fékk skipið afarmikið högg, sem bonum var sagt að orsákaðist af því, að það hefði rekist á annað skip, þegar búið var að slökkva eldinn, fór hann upp ó þilfar og fann konu sína í yfir- liði, en barnið var horfið. Hann spurði hina farþegjana um bamið, en þeir gátu að eins sagt honum, að það hafði gengið afarstór bylgja yfir skipið, og á eftir henni liið mikla högg eða árekstur. iSvo hefði ómað gríðarhátt hljóð .þaðan, sem kona hans lá. En enginn gat séð neitt fyrir myrkrinu. Sir Henry þóttist viss um að hin stóra bylgja og árkesturinn, hefði rifið bamiði úrN faðmi móðurinnar og kastað því út í hafði. Næsta morgun var þetta eyðilagða skip dregið inn í höfnina. Sir Henry kom konu sinni fyrir í kvrlátt liús, þar sem ann varð að stunda hana í tvo mánuði, til þess að vernda hana frá að missa vitið. Hún talaði í sífellu um sorg sína og vildi ekki liuggast láta. Maður hennar var hrædd- ur að hún mundi deyja af sorg yfir missi barns síns. Einn dag var hann beðinn að líta á ungan dreng á bamahælinu, sem þjáðiist af kíghósta. Faðirinn var fátækur sjómaður, sem ekki gat annast drenginn þar eð hann var ekkill, en sagði forstöðukonunni, a® ef einhver vildi taka hann og ala hann upp, þá vildi hann sam- þykkja það. Harwood lækni geðjaðist vel að litla drengnum, og honum tókst að bjarga lífi hans. Honum datt nú í hug, að ef hann tæki dreng- inn heim til sín, vrði það máske til þess, að það bjargaði lífi konu sinnar. Hann fór og fann forstöðukonuna, og sagð- ist vilja taka drenginn heim til sín, sem sinn eigin son, en með ]»ví skilyrði, að faðirinn fengi aldri að vita, hver hefði ættlcitt son hans. Honum var nú fenginn drengurinn. t rökkrinu þenna sama dag, gekk hann inn til konu sinnar með drenginn, og lagði hann ! keltu hennar án þess að segja eitt orð. Litli drengurinn, leit fyrst á þetta sorg- mædda andlit, sem laut niður áð honum, og gaf svo i skyn með hvitvoðunga aðfrð, að hann væri ánægður. Ada Harwood leit undrandi á mann sinn; svo þrýsti hún drengnum að brjósti sínu og grét hástöfum. Það var fyrsti gráturinn síð- an hún misti son sinn, og hann gerði henni meira gott en nokkurt lyf. Þegar liún varð rólegri, sagði maður henn- ar sögu drengsins og, að hann vildi ættleiða hann. Hún samþykti það ánægð, og þótti bráð- lega mjög vænt um drenginn. Þegar búið var að korna þessu í viðunan- legt horf, og hjónin fóru til síns indæla heim- ilis í bænum, kom engum annað til hugar, en að þetta væri þeirra drengur. Að hættuleg veiki hefði breytt útliti hennar furðáði engan. > Charles var alinn upp, eins og hann væri þeirra barn. Hann var skynsamur, góður að eðlis/fari og hreinskilinn. Honum þótti vænt um sjóinn, og ánægju- legustu stundirnar hans vorn, þegar Sir Henry fór til sumarbústaðar síns í Brighton, þá var hann alla daga niður við sjóinn og sigldi litla skipinu sínu langs með ströndinni. “Honum er það meðskapað,” sagði Sir Henry við konu sína, þegail hiin kvartaði um ást hans á sjónum. • Ei.tt var það sem vakti forvitni drengs- ins, þegar hann stækkaði, og það var einkenni- legt rnerki á úlnlið hans, gert með indversku bleki. “Hvað þýðir þetta?” spurði hann móður sína stundum. “Eg veit það ekki. Þáð hefir verið þama síðan þú varst mjög lítill,” en það hafði óþægileg áhrif á hana, og hún vildi helzt að það yrði þurkað burt. 4. Kapítuli. Heimili ameriska konsúlsins í London var yfirburða bjart af mörgum ljósum, og skraut- lega prýtt eitt kvöldið, þegar skemtitíminn var á hæsta stigi. Þar voru saman komnir bæði enskir og ameriskir heldri menn, en meðal þessara gesta var óvanalega fögur kona, á að gizka tuttugu og fimm ára, sem mesta eftir- tekt vakti. Hin fjöruga og aðláðandi framkoma henn- ar, ásamt fegurðinni, hlaut að vekja eftirtekt. Hún var líka afar skrautlega og vel við- eigandi klædd. “Hver er þessi kvenmaður?” spurði mað- ur stúlku, sem hann hafði talað við. “Hún er amerisk,” var svarið. “Er hún ekki yndisleg?” “Jú, yfiöburða fögur. Þekkið þér liana, frú Ashleigh?” “Já,” svaraði hún hlæjandi. “Við höf- um verið skólasystur, og síðasta mánuðinn hef- ir hún verið gestur minn.” “Einmtt, það!” sagði Carlescourt undr- andi. “Hún á heima í Chicago — í Illinois. Fað- ir hennar var miljónari, og hún var einkabarn hans. Hún giftist enn fremúr manni, sem átti miiljón.” “Hún er þá gift kona,” sagði maðuriifn, og skugga brá á andlit hans. “Já, auðvitað. ímyndið þér yður, að jafn fögur stúlka geti lengi verið ógift?” spurðj frú Ashleigh glettulega. “Nei, máske ekki. En hvað heitir hún þá?” “Frú Graham. Hún ferðaðist til útlanda með móður sinni, sem er heilsulítil, og var ráð- lagt að gera langa sjóferð. Hr. Adrian Gra- ham átti um þetta leyti bágt með að yifirgefa störif sín. En hún býst nú við því, að hann muni bráðum koma.’ ‘ ‘ Eg vona að hann leggi ekki upp í ferðina fyr en veðrið batnar, síðustu þrjár vikumar hefir verið stormasamt. Blöðin hafa sagt frá ýmsum óhöppum á sjónum. Gufuskipið “Júpíter” átti að koma hingað fyrir þremur vikum. Það er hætt við að það hafi farist með ö’llum, sem í því voru.” “Það er hræðilegt! En þarna kemur vina mín. Má eg kynna ykkur?” Fallega konan nálgaðist þau með hægð, því hún var að tala við aðra konu. Hún leit rípp brosandi þegar hún kom til þeirra, og ætl- aði að halda áfram, en frú Ashleigh stöðvaði hana. “Komdu hingað augnablik, Emilía,” sagði hún og kynti þau tvö hvort öðru. Sú sem var með frú Graham, liélt áfram lengra. Hafi þessum herra geðjast að henni { fjarr lægð, þá varð hann hrifinn af henni nú. Þegar Adrían Carlscourt var búinn að tala við hana í hálfa stund, fann hann, að hann varð að forðast hana, sökum hugarfriðar síns. Ilún var einmitt af því tagi, sem hann hafði hugsað að gera að húsmóður á heimili sínu. Iíann var nú maður um þrítugs aldur og ó- giftur af því hann hafði en ekki séð þá stúlku sem var eftir lians smekk. Hann var ríkur maður, átti gott land í De- vonshire og annað í Essex, og tekjurnar af þessum löndum kveiktu öfund hjá mörgum vin- um hans, og eftirsókn kvenfólksins. Fáum dögum seinna mætti hann aftur frú Graham í húsi vinar þeirra. Hún var þá enn fallegrr en áður, en hann sá kvíða og hræðslu í svip hennar. Þau fóru aftur að tala saman, og hún virt- ist kunna eins vel við hann og hann við bana. Meðan þau voru að^fcala saman, sagði ein- hver bak við þau : “Það er engum efa undir orpið, að Júpíter liefir farist með öllu sem í hon- um var. Listi yfir nöfn farþeganna, sem á iskipinu voru, var auglýstur í kvöld.” Frú Graham hrökk við og fölnaði. “Vilj- ið þér koma með mér inn í lestrarherbergið, hr. Cariscourt? Eg verð að sjá kvöldblaðið,”' sagði hún skjálfrödduð. Ilann sitóð upp og Ieiddi hana inn í her- bergið, ýtti stól að borðinu handa henni, tók svo ‘blöðin, sem voru dreifð þar. Loks fann hann kvöldblaðið og leitaði svo !!/• .. !• timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegumium, geirettur og ai»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir ag gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------Limltad —-........... HENRY AVE. EAST - WlNNiPEG ÍSLENDINGAR—piltar og stúlkur óskast til að læra rakaraiðn á HEMPHILL BARBER COLLEGE. Eftirspurn mikil bæði í Canada og Bandaríkjunum. Hátt kaup, frá $25 til $50 um vikuna. Námið tekur aðeins átta vikna tíma. Vér ábyrgjumst hverjum fullnuma stöðuga atvinnu. Rakara vantar nú í mörgum bæjum og borgum. Skrifið eftir ókeypis Catalogue, er sýnir yður hve auðvelt er að læra rakaraiðnina og stofna iðn fyrir eigin reikning með mánaðarborgunum. HEMPHILL BARBER COLLEGE 220 Pacific Avenue Winnipeg, Man. útibú í Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. petta er af- bragðs tækifæri fyrir íslenzka pilta og stúlkur. EF YÐUR VANTAR WjT" f dag— Ijl VP MJ PANTIÐ HJÁ D. D. WOOD & SONS, Ltd. Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308 Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington Vér höfum að eins beztu tegundir SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol ....Egg, Stove, Nut og Pea. SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu Canadisk Kol. DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu tegundir úr því plássi. STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist._ Eftirspurn eftir æfðum mönnum. Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hcfir verið slíik eftirspurn eftir sérfræðingum. Aðferðir vorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara hinn langa tíma, sem oft gengur ekki í annað en lítilsverðan undirlbúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem undir teins gott kaup. Vér kennum yður að eiriis praktiskar að- ferðir, svo þér gétið byrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er. Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð bezt faillinn fyrir og munum vér þá senda yður skrá vora og lýsingu á skólanum. Vér bjóðum yður að koma og skoða GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED Room 3, Calgary — Alberta I---í I--1 Motor Medhanics | | Tractor Medhanics ---- 1--------------------------1 Oxy Welding | | Vulcanizing ---- í---1 Battery | | Car Owners ---- I—rl Ignition, Starting and Lighting Regular Course | | Short Course ---- I---1 að nafaiilistanum, seni hann fann bráðlega, rétti lienni svo hlaðið og benti á nöfnin. Hún greip hlaðið, las nokkur nöfn og hljóð- aði hátt um leið og hún fleygði blaðinu frá sér. Á næsita augnabliki tók hann hana í fang sér, um leið pg hún féll niður. Adrian Carlsconrt lagði meðvitundarlausu konuna á legubekk, fór svo og sótti frú Ashleigh cg húsmóðurina, svo þær gæti annast um hana. Hann tók hlaðið ep nöfnunum, gekk inn í reyk- inga herbergið og las nöfnin. Meðal hinna druknuðu er hr. A. H, Graham með harn og barfóstru,” las hann. Hryllingur fór um hann við að lesa þetta. Þegar Emilía Graham vaknaði til meðvit- nndar, var hún næstum utan við sig af sorg og örvilnan. Ilún haf^i á ^ömn stnndu mist bæði eiginmann sinn og harn. Þessi óvænta sorg vfirbugaði hana. 1 tvo mánuði lá hún á milli lífs og dauða. En sök- um móður sinnar, sem hún var einkaharn, hætti hún við að vilja deyj-a. Hún átti engan nema hana, alJir frændur hennar voru dánir, og þegar Emilíu fór loks að batna, var móðir liennar ósegjanlega þakklút forsjóninni. Frú Graliam var sýnd mikil hluttekning og vinsomd þessa erfiðu.daga. Frú Ashleigh var henni sem góð systir, og bað hana að vera hjá sér, þangað til hún yrði svo hress, að hún gæti farið heim. Emilíu hrylti við hngsnninni nm að fara heiin, yfir þetta haf, sem hafði rænt hana öllu því er var henni kærast. En hún varð að fara, heimilis kringum- stæðurnar, eftirskildiar eignir manns hennar, kröfðnst nærvern hennar í Ameríku. En það var ekki fyr en í apríl að hún ákvað að gera nokkuð, sern hún kveið svb mikið fyrir. Þenna tíma hafði Adrían Carlsoourt verið tíður gestur hjá frú Ashleigh. f fyrstuimi kom. hann til að spyrjn um líðan frú Grabam; en eftir því sem tíminn leið, langaði hann til að sjá hana og kynnast henni betur. í fjóra mánnði fékk onginn að sjá hana nema lieimilisfókið. Síðla í marz sat lnin einn morgun og skrif- aði lögmanni sínum í Chieagö, um væntanlega. heimkoinu sína og ýmislegt annað, þegar ein- hver hreyfing f nánd liennar kom henni til að líta upp. I ■ Adrian Carlsconrt stóð fyrir innan dyra- tjaldið á milli salsins og bóikastofnnar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.