Lögberg - 30.06.1921, Síða 4

Lögberg - 30.06.1921, Síða 4
Bls. 4 LÖGBERQ .FIMTUDAGIN'N, 30. JÚNÍ, 1921. PERCY og Eftir frú Georgia Sheldon. Nú varð augnabliks þögn meðan Helen leit á hringinn. En á næsta augnabliki leit hún á hann með töfrandi forosi og spurði: “Funduð þér þenna hring hérna?” “Já.” “Nú jæja, hvernig getur þessi litli hlutur gefið yður ástæðu til að halda að eg hafi dottið hér?” sagði hún með uppgerðar und- run. Hann svaraði ekki spurningu hennar, en sagði: “Eg fann þenna glófa líka. Hringur- inn var í einum fingrinum, og hefir fylgt með þegar glófinn var dneginn af hendinni.” “Nei, sko! Karlmanns glófi. Þetta er undarlegt, en nú held eg að eg skilji það!” sagði hún hlæjandi. “Þér hafið líklega í- myndað yður, að einhver hafi komið hingað og hrætt mig, og flúið svo burt í ofboði og mist glófann?” “Já, Iþað var skoðun mín,” svaraði hann og horfði fast í augu hennar. “Eg skil það nú, að það var eðlilegt að þér hugsuðuð þannig,” sagði hún alúðlega. “Nú skil eg Hka hvers vegna að þér ráðlögðuð mér, að láta engan eða ekkert hræða mig oftar. Þetta er annars fallegur hringur. Einhver ókunn- ur hefir mist liann á brautinni. ” “Hringurinn lítur út fyrir að vera verð- mikill, Þg eigandinn getur líklegast fundist, þar eð hann er merktur stöfum,” svaraði Percy, sem furðaði á sjálfstjórn hennar. “Er hann merktur? Má eg fá að sjá hann betur,” sagði Helen. Hann rétti henni hrínginn, en fann um leið að fingur hennar voru ískaldir. Hún gekk að einum ljósberanum, og virt- ist rannsaka hringinn nákvæmlega. ■“H. S. til C. O.” las hún hátt og lézt vera hugsandi. Hefði ekki varir hennar verið jafn fölar og þær voru, þá hefði Percy aldrei dotið í hug, að hún hefði séð hann áður. “Eg kenni í brjóst um þann mann, sem hefir mist svcr verðimikinn grip,” sagði hún um leið og hún rétti honum hringinn aftur. “Hafið þér gáð að hvort glófinn hefir nokk- urt merki, sem bendir á eigendann.” “Hann hefir ekkert annað merki en núm- erið,” svaraði Percy. ^ “Máske,” sagði Helen hugsandi, “að það sé bezt að þér fáið hertoginnunni hringinn og glófann, ef einhver kjmni síðar meir að spyrja eftir þeim. Hún þekkir máske einhverja, sem þessir uppbafsstafir eiga við. Eða eg get líka fengið henni þá,” sagði hún, eins og henni dytti þetta snögglega í hug.^ “Þökk fyrir,” svaraði hann, sannfærður um að hertogainnan fen'gi aldrei að sjá þessa muni, og rétti henni þá. Meðan hann fylgdi henni aftur til dans- salsins, vorkendi hann henni, þó með nokkrum viðbjóð, því þótt hún væri fríð sýnum, var hún fölsk og full af sviksemi og táldrægni. Percy Morton var sá eini af öllum hennar aðdáend- um, sem dæmdi eðlisfar hennar rétt. 16. Kapítuli. Daginn eftir þessa stórkostlegu skemti- samkmu, fór hertogainnan ásamt flestum þjóna sinna til Brighton, og Helen til móður sinnar. ‘En eins og áður er sagt, lágu lönd þessara heimila saman, þar af leiðandi voru báðar fjölskyldurnar na^stum því eins mikið saman og áður. Lávarður Hartvell var mjög hrifinn af Helenu. Honum fanst hún fegursta, unga stúlkan, sem hann hefði séð. Og þegar hann var í nánd við hana, þá beitti hún sömiT töfrun- um við hann og alla aðra. En þegar hann var aleinn, hugsaði hann sem svo, að hún mundi' ekki vqrða sú eiginkona, sem hann yrði ánægður með. Hann hikaði því við að tala þau orð, sem tegndi þau saman æfilangt; bœði hertogainnan g frúvStewart vildu að þau giftust. “Þú finnur aldrei fallegri, gáfaðri eða bet- ur mentaða stúlku, hvar sem þú leitar í heim- inum,” sagði amma hans. “Eg er nú orðinn gömul, og vil helzt sjá þig vel giftan — áður en eg yfirgef þenna heim.” En Nelson svaraði vanalega: “Þú verður að bíða, eg er enn ekki undir það búinn að ráð- ast í slíkt. Helen er að sönnu falleg, en það er eitthvað, sem varar mig við að bindast henni. ’ ’ / “Ástæðan er þín eigin hræðslæ og skortur á sjálfstrausti. Þú ert máske hræddur um að fá hryggbrot,” sagði amma spaugandi. Fáum dögum eftir að hertogafrúin kom til Brighfcon, heimsótti hún Stewart fjölskyld- una, til þess að taka frúna oig Helenu með sér á akferð. Lávarður Nelson var með þelin, og þegar hann hjálpaði Helenu upp í vagninn, var hún svo elskuleg, að hann hugsaði, að það' Væri máske bezt að fara að ráði ömmu sinnar. A leiðinni mættu þau þremur persónum, einum manni og tveim stúlkum, sem líka voru akandi. Hertogainnan æpti af undrun og ánægju. Hún heilsaðiþeim, sem sátu í hinum vagninum með Innilegri alúð. “En hvað unga stúlkan er falleg,” sagði frú Stewarr, þegar hún horfði á hana. “Já,María Carlscourt er fögur og aðlað- andi, en móðir hennar er þó enn 'þá fallegri. Tókuð þér ekki eftir henni?” spurði hertoga- innan yfirburða glöð yfir þessum samfundi. “Nei, eg leit að eins á ungu stúlkuna,” svaraði frú Stewart. * ‘ Mér þykir það leitt. En þér fáið eflaust tækifæri til að kynnast henni. Þessi vinkona mín, frú Carlscourt, er amerisk eins og þér.” “Er það svo! Hvaðan úr Bandafylkjun- um er hún?” “Frá Ohicago. Hún ferðaðist um útlönd fyrir mörgum árum síðan — áður en hún misti fyrri manninn; hr Carlsoourt varð þá ástfang- inn af henni, litlu eftir hinn sorglega viðburð. “Maður hennar druknaði, þegar hann var á leiðinni til Engllands að mæta henni hér. “A öllum samkomum var mikið dáðst að henni — eins mikið og Helenu. “Tveimur árum eftir komu hennar til Ameríku, sem syrgjandi ekkja, fór hr. Carls- court þangað á eftir henni, og kom aftur með hana sém konu sína.” “Þetta er skáldleg æfisaga, sem þér segið nú frá,” sagði frú Stewprt. “Og er unga ttúlkan sem með þeim var einkabam þeirra?” “Nei, þau eiga tvo abnu, en María er að eins ættleitt bam þeirra. Enn þá er ekki búið að láta hana taka þátt í félagslífinu, en það á að gera á næsta skemtanatíma Londonar. Mig furðar hvar þau muni nú dvelja,” sagði hertogainnan og snéri sér að isouarsyninum. “Þú verður að komast eftir því fyrir mig. Eg ætla þá að reyna að fá þau til að heisækja mig.” “Með ánægu,” svaraði ungi maðurinn og snéri sér svo við, til þess að líta enn þá, sem í vagninum sátu, er nú f jarlægðist óðum. Frú Stewart leit kvíðandi af honum á dóttur sína. Það var hin innilegast ósk hennar, að Hel- en yrði hertogainna af Jersey, þegar gamla konan flytti í annan heim, og það yrði henni því sár vonbrigði, ef lávarðurinn feldi ást til annarar stúlku. Helen var Hka dálftið óánægð með þhð, sem nú skeði. Hún háfði ekki getað ákveðið að giftast unga manninum, ef hann beiddi henn- ar. Síðan hún kyntisý Percy Morton, var hún sannfærð um, að hann var sá eini maður í heim- inum, sem húh gat elskað heitara en sjálfa sig. Ef henni hepnaðist þetta ekki, væri máske það næst bezta að ná í erfingjann að Osterly Park. Hún hafði hingað til forðast hann að hálfu leyti. Hún vildi ekkert afráða, fyr en hún vissi hvaða vald hún hefði yfir Percy Mor- ton. En þegar hún sá hið aðdáandi augnatillit er hann sendi Maríu Carlscourt — og hertog- innunnar sýnilegu ást til móður hennar, fanst henni að .sér mundi líka miður, ef hann flytti þær tilfinningar, sem hún áleit hann bera til sín, yfir á aðra stúlku — að minsta kosti fyrst um sinn. Nelson lávarður komst eftir því þenna eama dag, að William Carlsoourt ásamt fjöl- skyldu sinni, dvaldi á einu skrautlegasta hótel- inu í 'Brighfcon, þar sem þau ætluðu að dvelja, unz þau gætu fengið hús til leigu með öllum húsmunum. Herfcogainnan heimsótti þau daginn eftir, og bað þau innilega um að vera gestir í sínu fyrst um sinn. Heimboðið var þegið með sömu alúð og það var boðið, og tveim dögUm síðar var Carls- court með fjölskyldu seztur að í þægilegri í- búð í rúmgóða og fallega húsinu hertogainn- unnar. Tíminn bafði farið vel með Carlscourt hjónin. Emilia var ekki ellilegri en þegar hún kom til Englands með þessum trygga manni sínum. Hún var máske dálítið feitari, augun björfc og fögur, en ekki sást eitt einasta grátt liár á höfði hennar. Gæfuríkari fjölskylda var ekki til í Eng- landi en þessi. Þau áttu fcvo sonu, annar líktist föður sín- um að öllu leyti, hinn meira móðurinni. En María var uppáhaldsgoð þeirra. Þeim hjónum þótti innilega vænt um hana, og drengj- unum sömuleiðis, þar eð hún gerði alt fyrir þá sem hún gat. Fyrst var María óþæg, eigingjörn og harð- ráð, en með hyggilegu uppeldi tókst þeim, Carls- Icourt hjónunum, að gera hana hlýðna, ‘skyn- sama, alúðlega og elskuverða unga stúlku, eins og hún nú var orðin. •Stewart og Carlscourt ásamt Sir Henry Harwoods, sem átti landeign á hægri hlið sumar- Imstaðar hertogainnunnar, komu sér mjög vel saman. Næstum því á hverjum degi áttu þau einhverja skemtijn í félagi. Tvær frænkur frú Hardwood voru í heim- sókn hjá henni, sem hana langaði til að nytu eins mikillar skemtunar og hún gat veitt þeim. Hvert þriðjudagskvöld hafði hún skemtana- samkomu, en Bella og Harriet fengu ekki að vera með á þéirri fyrstu, þó þær væru boðnar. Frú Stewart vildi ekki leyfa Bellu að taka þátt í félagslífinu, fyr en hún væri fullþroska stúlka, og Helen var því líka mótfallin. “Bella er svo trylt, að það er óþægilegt að hafa hana á samkomum, þar sem eg er til staðar,” sagði hún. En á fyrstu samkomu frú Hardwoods, spurði hún svo vingjarnlega eftir Bellu, og lét í ljósi svo mikil vonbrigði yfir því, að hún kom ekki, að frú Stewart iðraðist breytni sinnar. Og þegar frú Hardwood varð þess vör að Harriet kom heldur ekki, sagði hún að sér væri kærkomið að ungfrú Gay kæmi líka. Frú Stewart lofaði þá, að þær skyldu fá að koma á næstu samkomu. Þegar Bella frétti 'þetta, varð hún alveg trylt af gleði. “Harriet!” sagði hún áköf, um leið og hún kom dansandi inn í dagstofu þeirra og faðmaði kennara sinn að sér. “Við fáum reglulega góða skemtun. Mamma hefir nú leyft trypp- inu siínu að fá tækifæri til að hreyfa sig, og þér megið vera viss um, að það notar tækifærið.” “En hvernig þú talar, Bella!” sagði Harr- iet að hólfu leyti áminnandi, en gat þó ekki var- ist hlátri, því Bélla hoppaði um stofuna alveg eins og tryppi. “ Já, þú veizt nú að eg er ótemjandi skepna. En þegar þú ert með og heldur í taumana, hleyp eg naumast óðagotslega, ” svaraði Bella spaug- andi. “Þegar eg er með!” sagði Harriet undr- andi. “Eg á ekki að fara þangað.” “Jú, þú átt! Eg fer ekki eitt fet án þín. Þú ert auk þess sérstaklega boðin. Frú Hardwood vonar að Iþú skemtir gestunum með hlóðfærasöng. ’ ’ “Mér er ljúft að gera frú Hardwood þenna greiða. En safct að segja held eg, að eg eigi ekki heima hjá sVo glöðu samkomufólki. Auk þess —” “Auk þess — hvað?” spurði Bella. “Það má ekki búast við því, að búningur kvenkennara sé svo fullkominn, að hann sé við- eigandi á slíkum 'Samkomum,” svaraði Harriet brosandi og roðnaði. “Eg mundi ve/a léleg persóna á meðal allra þessara mismunandi sumarfugla í sölum frú Hardwöd.” “En það rugl, 'Harriet. Þú ert alt af eðdáanleg. Burtfararprófs kjóllinn þinn er nógu fallegur til þess, að vera í honum við hvaða tækifæri sem er. Þú hefir auk þess hvíta ikjóQinn og fleiri; þú verður auðvitað að vera með. Þú ert naumast svo ósanngjörn að ræna mig iþessari ánægju? Og eg fer ekki fet án þín,” sagði Bella. Næsta þriðjudag ifór Harriet með henni, og leit vel út í hvíta kjólnum. Frú Hardwood varð strax hrifin af henni, og lét hiklaut í ljósi ánægju sína yfir að sjá liana; seinna um kvöldið, þegar hún sá Harriet sitja aleina í einum króknum, gekk hún til henn- ar og spurði; hersvegna að hún tæki ekki þátt í dansinum ásamt hinum. Harriet svaraði, að hún væri næstum öll- um ókunnug, og vissi þess utan ekki hvort frú Stewart mundi líka það. Þegar frú HardWood nokkru síðar sagði henni, að hún hefði óháð frelsi til að vera með hinu fóikinu, tók hún þátt í skemtuninni með ánægju, og áður en hún vissi af því, hafði hún gleymt að hún var samvistum m'eð hinu æðsta Iiöfðingjafólki landsins. Hún hugsaði ekki um annað, eri að allir voru henni innilega alúð- , legir — að hún sjálf var ung og glöð, og heim- urinn ifagur og skemtilegur. Það var siður frá HaVby, að hafa litlar skemtisamkomur fyrir nemendur sína viku- lega. Harriet hafði því tileinkað sér auðvelda ogóþvingaða félagssiði, svo að allir fundu fram- komu hennar óaðfinnanlega. Hún dansaði hvern einasta dans, og þeir sem beiddu hana að dansa við sig, voru fleiri en hún gat veitt mót- töku, Qg dansmenn hennar fund ihana alveg ó- mótstæðilega. Hún var fyndin, fjörug og töfrandi, en alveg laus við dekur. “'Þú ert tafradís kvöldsins, Harriet. All- ir eru ástfangnir af þér. Þú setur Helen í skugganrí. Eg held að þú á mOrgun verðir þess vör, að hún hefir ýmigust á þér fyrir þetta,” hvíslaði Bella að henni, þegar hún nálg- aðist hana eitt sinn. “Eg vona að það komi ekki fýrir, Bella,” svaraði Harriet skelkuð. Henni var litið í augu Helenar, og í þeim var einkennilegur gljái og svipurinn á andliti hennar þannig, að Harriet varð snöggvast hræddí En það var aðeins augnablik, því þegar Helen tók eftir augnati'lliti ihennar, brosti hún og kinkaði kolli vingjamlega, eins og hún með því vildi segja, að sér Iþætti vænt um að hún skemti sér. Harriet var því sannifærð um, að Bellu hefði skjátlast. Samt kunni Harriet illa við Helen; hún á- leit nefnilega að hiín gæti verið hörð og miks- unarlaus, þrátt fyrir hina ytri alúð. Það voru ekki aðeins ungu mennirnir, sem urðu hri'fnir af Harriet þetta kvöld. Þegar hún að loknum dansinum lék á pía- nóið, vann hún líka hylli eldri manilanna. 17. Kapítuli. “Hver er hún?” spurði frú Carlscourt frú Stewart, Iþar sem þær sátu og töluðu saman. “Hún heitir ungfrú Gay, og er ein af ilieimilisfólki mínu,” svaraði frú Stewart. “Einmitt það! Þér megið vera mjög hreyknar yfir henni, því hún er sjáanlega vel gáfuð. Er hún frænka yðar?” “Nei, hún er aðeins kenslukona og jafn- framt félagssystir fyrir yngri dóttir mína.” “Hún líturút fyrir að vera mjög ung til að gegna slíkri stöðu,” sagði frú Carlscourt, um leið og hún athugaði andlit Harriets nákvæm- lega. “Hún er að sönnu ung, en hún virðist yfirburða vel hæf að gegna þessari stöðu. Hún hefir nýlega lokið skólanámi sínu, og er þar af leiðandi samkvæmt minrii skoðun, þess betur hæf til að veita öðrum tilsögn.” Hún lítur út fyrir að vera fyllilega sið- mentuð stúlka. Er hún neydd til að Jg sér kennarastöðu? Á hún ekkert heimili — enga foreldra?” “Nei, hún á enga foreldra.” ) “Vesalings ibarriið!” sagði frú Carlscourt með tár í augum. “Hve glöð foreldrar henn- ar hefðu verið yfir henni, ef þau hefðu lifað nú.” Litlu síðar fékk hún tækifæri til að yfir- gefa frú Stewart. Og notaði þá stund sem Harriet var iðjulaus og enginn hjá henni, gekk hún til hennar og sagði vingjarnlega og alúð- lega: “Þér hafið skemt okkur vel í kvöld ungfrú Gay., Eg hefi glatt mig meira en eg gefc sagt, yfir hljóðfærasöngnum yðrir. Þér verð- ið að afsaka að eg sný mér til yðar, án þess að vera fcynt yður,” bætti hún rfc.” “Eg er frú Carlscourt, og méc finst eins og eg sé heima í \T„ •• trinbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir legundum, geirettur og ak- korwir aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætið glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. —-------------- Limitad-------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG Eftirspurn eftir æfðum mönnum. Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hefir verið slík eftirspurn eftir sérfræðingum. Aðferðir vtorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara hinn langa tíma, sem oft gengur ekki í annað en lítilsverðan undirhúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem undir eins gott kaup. Vér kennum yður að eins praktiskar að- ferðir, svo þér getið byrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er. Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð bezt fallinn fyrir og munum vér þá senda yður skrá vora og lýsingu á skólanum. Vér bjóðum yður að koma og skoða GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED Room 3, Calgary — Alberta Motor Mecihanics Oxy Welding Battery Ignition, Starting Regular Course | | Tractor Mechanics 1----1 Vulcanizing I----1 Car Owners I----1 and Lighting ----------1 | Short Course húsi vinfconu minnar, frú Harwoods. Eg vona að yður mislíki ekki, þó eg sé ekki mjög náfcvæm með rétt snið á öllu?” “Nei, alls ekki,” svaraði Harrieþ sem strax fékk góðan þokka á þessari fögru og að- laðandi konu. ‘ ‘ Og mér Iþykir mjög vænt um að yður líkaði hljóðfærasöngurinn, sem eg fram- leiddi,” bætti hún við brosandi. Hún vissi að hún lék vel á hljóðfæri, en hún var ekki montin af/því, og það gladdi hana að skemta öðrum á þann hátt. “Hver hefir verið kennari yðar ungfrú Gay?” spurði frú Carlseourt. “Þjóðverji — hr. Heinrick Hamenthal,” svaraði hún. ‘ ‘ Eg þekki hann af frásögn. Hann kvað vera mjög lipur. Þegar við fáum íbúð, sem er viðeigandi fyrir okkur, þá ætlum við að halda samfcomur við og við. Viljið þér þá koma til okkar stundum og framleiða ihljóðfærasöng fyrir gesti mína?” spurði frú Carlscourt með töfrandi brosi. “Ef frú Stewart vill leyfa það, þá er fús til þess,” svaraði Harriet, og bætti svo við blátt áifram og hreinskilnislega. “Hún hefir alt vald yfir mínum tíma, þar eð að eg er að eins barnakennari þar á heimilinu.” “Þér eruð mjög ungar fyrir silíkt starf. Líkar yður að vera kennari?” “Hingað til hefir mér líkað það vel. En eg befi lítið reynt það, þar eð eg hefi að eins verið fáar vikur hjá frú Stewart, rétt eftir að cg lauk burtfararprófi mínu.” “Haldið þér, að þér mynduð kunna við að stunda slíkt stanf altaf?” Harriet stundi við þessa spurningu og leit í kringum sig. ‘^Þ^ð hefir hingað til vgrið þægilegt líf,” svaraði hún róleg. “En þó það gagnstæða hafi átt sér tal, þá geta menn ekki alt af valið það, sem mönnum líkar bezt í heiminum.” “En þér skemtið yður vel hérn^?” spurði frú Carlscourt. “Já, hér er yfirburða skemtilegt og alt svo indælt,” svaraði Harriet glöð. “En það væri nú samt sem áður ef til vill, ekki heppileg- asta tilveran fyrir mig. ” “Hvers vegna ekki?” “Það mundi máske gera mig eigingjarna og um of skemtanafúsa, öf eg snéri mér að því eingöngu. Eg held að þesskonar tilvera sé ekki hin bezta og mest göfgandi. Eg v§rð sjálf að vinna fyrir mér; og eg er ekki viss um að eg, eins og nú stendur, ætti að taka mikinn þátt í félagslegum skmetunum. Það gæti gert mig óánægða með Mfsskilyrði mín.1” “Það er mikil göfgi að þér getið tekið hlutskifti yðar með slíkri þolinmæði og kjarki,” saigði frú Carlscourt blíðlega, og lagði hendi hendi sína alúðlega á handlegg Harriets. “Ee: býst við að þér hafið ekki haft tækrfæri til að vera saman með dóttur minni í kvöld,” bætti hún við. “Eg held eg hafi ekki verið kynt ungfrú Carlscourt,” svaraði Harriet. “Komið þér þá, eg skal gera það núna. Mér þykir vænt um að María kynnist yður.” 'Þessi alúðlega ‘kona leiddi Harriet yfir í hinn enda salsins, og kynti hana Iþar Maríu og maimi siínum.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.