Lögberg - 04.08.1921, Blaðsíða 4
Bla. 4
LÖGBERG, FmTUDAGINtf, 4. ÁGtJST 1921
Jögberg
Gefíð út hvem Fimtudag af Tb« ^ol-
OloMa Prett, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
Tainimari Pí-6327 oé N-6328
J6n J. Bíldfell, Editor
Otanáakrift til blaðaina:
THE C0LUN|BUV PRESS, Itd., Box 3172, Winnipog. H»i\.
Utanáakrift ritatjórana:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Nl»n'
The "'Lögberg” is printed and published by The
Colutnbia Press, Dlmiited. in the Columbia Block,
853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba.
Land biljóna eigendanna.
Hin ægilega dýTtíÖ, sem stafar frá hinum
óábyggilegn peningaskiftum í Evrópu, eru
ferðamönnum sí-vaxandi undur. Hugsið yður,
að iþegar maður pantar eina flöskn af kampa-
víni, þá skuli maður fa reikning upp á tólf þús-
und mörk! Mörgum ferðamanninum mun hafa
brugðið í brún og álitið sig fjárþrota, unz hon-
um var sagt, að dollarinn væri 1,350 marka
virði. Fréttaritari Parísar hlaðsins Matin
bregður ljósi yfir dýrtíðina í Warsaw, höfuð-
borg Póllands.
Þegar hann kom þar fyrst, segir hann að
sér hafi dottið í hug fjárhættuspil á milli fá-
tækra spilamanna, sem, til þess að hylja fjár-
skort sinn, hafi komið sér saman um, að í einum
iranka skyldu vera 100 frankar, og að á þann
hátt gætu þeir látið fólk halda, að þeir hefðu
yfir miklu fé að ráða.
Þannig eru hversdags viðskifti fólksins í
Warsaw. Ef þú tekur þátt í þeim án þess að
vita ástæðurnar, þá ofbjóða þér upphæðirnar,
sem þú heyrir allsstaðar nefndar.
En undir eins og þú hefir skilið þær, þá
finst þér þú sért heima hjá þér í þessu glæfra-
spili og finnur jafnvel til ánægju út af því, að
vera alt í einu orðinn stórauðugur.
Fyrir ári síðan, þegar þú komst til Warsaw
með franska peninga, þurftir þú ekki að taka
neina sérstaka upphæð frá af peningum þeim,
er þú hafðir meðferðis, til þess að komast að
raun um, hversu mikið það var, sem þú eyddir.
Nú setur þú til síðu tvö mör(k. Pólska markið
er ígildi eins oentime, og í hvert sinn sem þú
tekur þessa upphæð frá höfuðstól þínum, þá
hefir þú álitlega upphæð í gjaldeyrir landsins.
Þú ferð inn á matsöluhús, það bezta sem þú
sérð. Frammistöðumaðurinn ber fyrir þig mál-
tíð, sem kostar ákveðið verð. Það er máske
súpa, kálfskets steik o. s. frv. Þú borgar hon-
um fastákveðið verð, sem er sextíu mörk—sex-
tíu oentime, eða fimm cent í canadiskum pen-
ingum, og frammistöðumaðurinn tekur ekki við
neinni þóknun eða þjórfé. Þetta verð, sextíu
xnörk, er fastákveðið í ölum matsöluhúsum
borgarinnar. Og þau sýnast þrífast vel á þeim
prís, því þar eru vörur ódýrar, svo sem egg,
þau kosta eina sou„ og pund af smjöri níutíu og
fimm centime eða um átta cent.
Það sem einkennilegast er, er það, að ná-
lega sama hlutfall, að því er verð snertir, er á
milli prísa á öllum vörutegundum, að undan-
teknum tveimur, en þær eru frakkneskt vín og
ilmvant. Þær vörur eru álitnar munaðarvörur
og á þeim er tvöfaldur skattur, sem hleypa
verðinu fram. Það meinar samt ekki, að War-
saw búar neiti sér um munaðarvöru sökum þess
hve dýr hún er, eða þess, hve verðlítið markið
er. Fól>k sjálft hugsar ekki út í eða skilur ekki
hve miklu það eyðir, og sér ekkert athugavert
við óhóf það og eyðslusemi, sem þar á sér stað,
því það er orðið henni samgróið. Til dæmis sat
maður við hlið mér á matsöluhúsi og neytti mál-
tíðar, sem kostaði sextíu mörk, og þegar hann
var mettur, pantaði hann eina flösku af kampa-
víni, sem kostaði tólf þúsund mörk.
Sama er að segja með aðrar vörutegundir,
þó óunnna efnið í þær sé flutt inn, þá eru þær
frá 40 til 50 prct. ódýrari enn annars staðar.
Skyrta úr ágætu efni og innflutt frá Englandi,
sem kostar $2.40 í París, kostar sextán hundr-
uð marks í Warsaw (sextán franka*. Karl-
manns klæðnaður, úr því fínasta og bezta enska
Ulster taui, sem hægt er að fá, sniðinn og saum-
aður af þeim beztu skröddurum, sem til eru
bænum, kostar tnttugu og sex þúsund mörk, eða
$21D0.
Landsbúamir virðast ekki vera neitt óá-
nægðir með þetta verðlag, sem á yfirborðinu
virðist svo fram úr hófi keyrandi, vegna þess
að tekjur þess hafa vaxið í sama hlutfalli. Það
er ekkert óvanalegt, að menn hafi fimm og sex
miljónir marka í árslaun í Warsaw.
Menn mega heldur efeki furða sig á, þó leik-
húsin í Iborginni, sem em fimtán að tölu, verði
að hætta að selja aðgöngumiða löngu áður en
leikur á að byrja, , og er efcki of sagt þó maður
segi, að í þessum fimtán leifchúsum séu 500,000
manns á hverju einasta kvöldi. Það er ekki ó-
hugsandi, að fólk borgi fimm og tíu þúsund
mörk fyrir einn aðgöngumiða að ári liðnu. Því
eins og sýnt hefir verið fram á, þá meinar fjár-
upphæðin ekkert til þessa fólks.
Það er samt einn flokkur íbúanna, sem hef-
ir fulla ástæðu til að kvarta, og það em húsráð-
endumir, eða húsaeigendurnir, því þeim er með
lögum hannað að setja upp leigu á húsum sín-
um, heldur verða þeir að hýsa þessa náunga, er
sitja á veitingahúsnnnm og borga tólf þúsnnd
mörk fyrir eina flösku af kampavíni, í sex her-
bergja búð með öllum nýtízku útbúnaði, fyrir
tuttugu og sex franíka um árið, eða $2.10.
Ástand þetta hefir og slæm áhrif á annan
flokk manna þar í landi. Það eru miljónamær-
ingarnir. Þeim er sannarlega vorkunn, því í
daglegu tali þýðir miljónaeigandi að eins fá-
tækling. Ef maðnr á að geta komist þar í tölu
hinna ríku, verður maður að eiga billíónir. Og
Pólland getur líka nú miklu fremur kallast land
billónaeigenda, heldur en Ameríka. En rétt er
að taka það fram um leið, að amerískur dollar
er 1,350 marka virði í Póllandi.
---------o-------—
Meinvœttir.
Eitt af því ömurlega, sem menn hafa átt
við áð stríða í heiminum á öllum öldum, eru
meinvættir. Þær hafa verið í ýmsum myndum,
stundum ímyndaðar, í dýra og dreka líki, stund-
um virkilegar, í líki sjó- og landdýra.
En þó að þessar meinvættir hafi verið og
séu margskonar, þá er eitt sem er sameiginlegt
með þeim, og það er ilskan.
Með illhug lágu þær við manna vegu, til þess
að granda vegfarendum, og mcð sama hng
lögðust þær að bygðum og búpeningi manna, til
þess að vinna þeim og honnm mein.
Vér sjáum þær allssstaðar í náttúrunni, og
allsstaðar er viðfangsefni þeirra hið sama: að
að vinna mein og skaða. Og þeim hefir oft unn-
ist mikið á, áður en hægt hefir verið að eyði-
leggja þær eða temja.
En þessar 'meinvættir hafa verið og eru víð-
ar en í dýraríkinu—í sjónum eða loftinu. Þær
eru líka í mannfélaginu og þjóna lund sinni á
sama hátt þar eins og ófre^kjurnar, sem sagt er
að hafst hafi við í gljúfrum, í hellum eða á
mörkinni: eyðileggja, færa úr lagi og deyða svo
framarlega sem þær geti.
Þessar mannfélags meinvættir nota þó
aðra aðferð til þess að ná takmarki sínu held--
ur en illvættirnar, sem minst hefir verið á hér
að framan og sagt er frá í sögum vorum og æf-
intýrum. Þær ráðast ekki beint að mönnum,
til þess hafa þær ekki hug. Heldur ráðast þær
að málefnum manna og mannorði, svívirða
hvorutveggja og færa á verri veg; bera haturs-
orð á milli skyldmenna, vina og mannflokka, og
þá finst þeim vegur sinn mestnr, er þær geta
Ikomið sem mestri óvild og illendi á stað.
Eina slíka getur að líta í síðustu Heims-
kringlu. og er, að því er hið ytra útlit snertir, í
mannsmynd, og segist eiga heimili í “Flóan-
um”, sem er óneitanlega viðeigandi bústaður
fyrir slíka veru.
Vér höfum oft séð fyrirlitlegt og í fylsta
máta andstyggilegt andans afkvæmi borið á
borð fyrir Vestur-lslendiga, en vér minnnmst
ekki að hafa séð neitt, sem tekur þessu fram að
tuddaskap.
Athæfi í stjómmálum þessa fylkis, sem
heilbrigð dómgreind hlýtur að fordæma og fram-
koma manns þess, sem þá fór hér með völd,
dáð. En verk 'þeírra, sem við tóku og hafa
reynt á allar lundir til þess að leysa þau vel
og samvizkusamlega af hendi, vítt og gjörð
grunsamleg. Trúarbrögðum kristinna manna,
því helgasta, sem þeir eiga til, legst þessi mein-
vættur að og reynir að gjöra tortryggileg með
kesknis hrottaskap og beinum ósanniudum.
Og ekki nóg með það, heldur lætur hún guð
sjálfan lýsa velþóknan sinni á Jakob fyrir að
láta að orðum móður sinnar Rebekku, þegar
hún taldi hann á að svíkja föðnr sinn ísak og
hróður sinn Esaú. En segir, að aftur hafi guð
hatað Esaú fyrir ráðvendni hans.
Náttúrlega er óþarft að mótmæla þessu
guðlasti, því allir sem sögu þessa þekkja, vita,
að Jakob varð að taka út refsing fyrir þetta af-
brot sitt með því að vera útlagi frá ættlandi og
æskustöðvum í fjórtán ár, og þegar að þeim
liðnum að sáttaþráin knúði hann til samfunda
við hróður sinn Esaú og hann mætti honum, þá
sagði hann: “Þegar eg sá auglit þitt, var sem
eg sæi auglit guðs.” En það var ekki guð hat-
urs, heldur sáttfýsinnar og kærleikans guð, sem
hann sá. ->» :
Á Tjaldbúðarmálið minnist þessi Flóa-
meinvættnr og er þar söm við sig, með því að
gefa í skyn að þeir menn, sem sigur báru úr být-
um í því, bafi baft klæki í frammi sér til sigurs.
Vér höfum engan þátt tekið í hinum opinberu
deiium, sem út af því máli hafa risið, en ekki
getum vér annað en undrast út af því angistar-
veini, sem menn þeir, er undir þóttust verða í
þeirri viðureign, hafa rekið upp. Og jafnvel
menn, sem m’ál þetta kwnur alls ekkert við, eins
og Flóa-meinvætturin. Væri ekki mannlegra
fyrir þá alla saman að kannast hreinskilnislega
við, að þeir hefðu orðið undir í þeirri viður-
eign, og láta þar við sitja, heldur en að vera að
þessu sífelda volæðis-veini framan í almenning.
í sambandi við þetta Tjaldbúðarmál reynir
þessi mannfýla að draga dár að æfistarfi dr.
Jóns Bjamasonar á meðal Vestur-lslendinga,
og er það í fyrsta sinni, oss vitanlega, sem það
hefir verið gjört af nokkrum manni, — manni,
segjum vér, — það hefði enginn maður gert,
sem hefði átt snefil af sanneiksást, réttlæti eða
heilbrigðri dómgreind. Það er öllum Vestur-
Islendingum ljóst, að dr. Jón Bjarnason varði
lífi sínu til þess að efla og vernda heill og heið-
ur landa sinna í þessari heimsálfu, í stóru og
smáu, öll þau ár, er hann dvaldi á meðal þeirra.
Og sá maður, sem gefnr í skyn, að minning hans
þoli ekki dagsbirtuna, er annað hvort flón, sem
ekki veit bvað hann er að fara með, eða frávita.
Margt getur verið óhreint og ilt í eðli
manna, en vér vitum ekki af neinu, sem er tudda-
legra en að ráðast á mannorð og minning
þeirra, sem látnir eru. — Jú, eitt er enn þá
verra, og það er. þegar að menn, sem trúað er
fyrir opinberum málum, — menn, sem ráða yfir
blöðum, sem fólkið treystir og heldur að séu
vinir, sem það megi trúa, opna blöð sín fyrir
slíkum óþverra og dreifa bonum út á meðal þús-
unda af lesendum sínnm. Og minnir það oss á
það, sem Jón Vídalín sagði við Þórð Jónsson
forðum : ‘ ‘ Fvrir drenglyndum mótstöðumanni
ber eg virðingu, en ódrenglyndur vinur er meist-
arastykki andskotans.”
--------o--------
Molar.
II.
Fyrir nokkru átti hið frjálslynda blað, Man-
chester Guardian, aldarafmæli og var þess at-
burðar minst með hátíðlegum hætti.
1 afmælisdags útgáfu blaðsins birtist fögur
og hrífandi ritgerð eftir aðal ritstjórann, Mr.
C. P. Scott, og fygja hér á eftir nokkur helztu
atriði í lauslegri þýðingu:
“Alt, sem lífsanda dregur, þarf á ein-
drægni að halda, meginreglunni miklu, sem lífs-
máttur og þroski byggist á.— Sama reglan gild-
ir, þegar um fréttablöð er að ræða. Því full-
komnari sem eindrægni blaðs er, þess fyr og
gleggra koma þroska ávextirnir í Ijós.
“Þegar eg lít yfir- liðna tímann, verður
mér á að bera saman stefnu blaðsins fyr og nú,
áhugamálin, sem það barðist fyrir þá, og berst
fyrií í dag. 1 sambandi við útgáfu blaðs, kem-
ur einkum tvent til greina. Blaðið er viðskifta
eða atvinnu stofnu, sem verður að bera sig, ef
það á að halda lífi. En það er einnig annað og
meira. Það er stofnun, sem getur haft áhrif á alt
samfélagið, og eg held að .stundum geti áhrifin
jafnvel orðið enn víðtækari. Blað getur- haft
óútreiknanleg áhrif á stjórnarfarið. Það verk-
ar heinlínis eða óbeinlínis á hugarfar og sam-
vizku fólksins. Það getur mentað og aðstoðað,
eða þá á hinn hóginn orðið til þess gagnstæða.
Tilvera blaðs er hvorttveggja í senn, efnisleg
og siðferðileg, en áhrif þess eru undir sam-
stárfi þessara tveggja afla komin. — Dagblöð
geta stundum að eins haft völd og fé að mark-
miði; en það eru líka til blöð, sem stefna að
hærra og fulkomnara takmarki.
“Eg held mér sé óhætt að fullyrða, að sjald-
an muni hafa leikið á því vafi, fyrir hverju blað
það hefir barist, sem mér hefir veizt sá heiður
að vinna við, að heita má alla starfsæfi mína.
Hefði takmark þes.s verið þokukent, mundi eg
tæpast hafa getað unnið við það stundinni leng-
nr. -t í
“Persónu og skapferlis einkenni eru við-
kvæm mál og næsta margbrotin. . Mælgi, í sam-
bandi við slík einkenni, er óþörf; þjóðfélagið
verður vart áhrifanna engu að síður. Skap-
ferlismótunin er erfða-innstæða starfs og hng-
sjóna liðinna alda. iStefnuhreinindin eru ein-
staklingsins dýrasta eign; þau eiga Mka að vera
helgidómur blaðanna. Stefnnhreinindum fylg-
ir ráðvendni, drengskapur, hugprýði og skyldu-
rækni við samfélagið. Dagblöð eru óumflýjan-
lega, í vissum skilningi, einokun. Þó er það
heilög skylda þeirra, að forðast freistingar ein-
okunarinnar.
“ Frum-tilgangur blaðs er sá, að safna
fréttum. Þess verður út af lífinu að gæta, að
fréttirnar fái hvorki á sig sterkari lit né upp-
litist við frásögnina. Blað má aldrei nokkuð
það flytja, er varpað getur skugga á hið heið-
bjarta andlit sannleikans. Útskýringar eru
heimilar, en sannindin heilög. Andstæðingur-
inn, jafnt sem skoðanabróðirinn befir sama rétt
til þess, að birta almenningi skoðanir sínar í
fréttablaði. —■ Útskýringar og atbugasemdir
þurfa að vera samvizkusamlega ígrundaðar. —
Það er gott að vera djarfnr, en þó jafnvel betra
að vera sanngjam. Þetta er hugsjóna-tak-
mark, sem, því miður, fáir af oss ná. Vér get-
um aðeins reynt, heðið samferðafólkið fyrir-
gefningar á veikleikunum og skilist þar við
málið.”
Mr. C. P. Scott hefir verið ritstjóri að
Manchester Guardian í fimtíu ár, og er nú mað-
nr mjög hniginn að aldri.
E. P. J.
--------o—-----—
Námsstyrkur.
Fyrir nokkru mintumst vér í Löghergi á
námsstyrk þann, sem stjórnin í Saskatehewan
hefir veitt námsfólki innan þess fykis, sem full-
nægir þeim skilyrðum er stjórnin hefir sett fyr-
ir þeirri fjárveithigu. En oss láðist þá að geta
þess, að sá fyrsti, eða réttara sagt ,sú fyrsta,
sem fullnægði skilyrðunum, sem sett eru, var
íslenzk — það er ungmær Fríða Harold, og það
líka, að með þessari fjárveitingu fylgdi bréf frá
yifirráðh. Saskatchewan fylkis, þar sem tekið
var fram, að ungfrú Harold hefði fullnægt
mentaskilyrðum þeim, sem umsækjendum um
styrkinn eru sett, en einkum og sér í lagi hefðu
hinir fram úr skarandi kennara hæfileikar ung-
i’rú Harold komið til greina, þegar um veiting-
una var að ræða. Er slíkur vitnishurður frá
Hon. Mr. Martin ekki að eins miíkið gleðiefni
fyrir ungfrú Harold sjáfa, vini hennar og kunn-
ingja, heldur og alla íslendinga.
Ungfrú Harold fór til Frakklands í fyrra
ásamt ungfrú Þórstínu Jaokson og hefir stund-
að nám þar í landi við háskóla í París og fleiri
mentastofnanir og getið sér í hvívetna ágætis
orðstír. I
Ur bænum.
Mr. Mrs. Albert ísfeld, frá Wyn-
yard, voru á ferð í bænum í vik-
unni sem leið.
þjóðminningarhátíðin 2. þ. m. í
Winnipeg, hepnaðist ágætlega yf-
irleitt. Ræður og kvæði í bezta
lagi. Mun flestum þeim, er á
hlýddu, lengi verða minnisstætt
erindi það (hið anjalla og djúp-
hugsaða, er heiðursgesturinn Ein-
ar skáld Benediktsson flutti. —
Korgarstjórinn í Winnipeg, Mr.
Parnell, var viðstaddur og ávarp-
aði mannsöfnHðinn. Á milli ræð-
anna var skemt með söng, undir
handleiðslu prófessor _Sveinbjörns-
sonar. — Svo fagurt veður var frá
morgni til kvölds, að eigi varð á
á betra kosið. — Nánari fregnir
híða næsta blaðs og verður þá hirt
eitthvað af ræðunum.
porsteinn Jónsson bóndi frá
Hólmi, í Argyle bygð, kom úr
kynnisför vestan úr Vatnabygðum
í síðustu viku, ibrá öldungurinn
sér vestur til þess að sjá bygðina
og heilsa upp á gamla vini og
kunningja, sem hann á' þar vestra.
Á meðan hann dvaldi vestra var
hann aðallega á vegum Jóhanns
Tryggva Friðrikssonar í Wynyard
og fór hann með ihonum á milli
stórbændanna þar vestur frá.
Mjög leizt ponsteini vel á sig þar
vestur frá — á búskap bænda og
afkomu og fanst honum að Argyle
drengirnir sem þangað fóru vest-
ur fyrir nokkru síðan hafi staðið
sig ágætlega. porsteinn bað
Lögberg að flytja löndum þar
vestra í kringum Kandahar og
Wynyard kæra kveðju og þökk fyr-
ir hinar stórhöfðinglegu viðtökur
isem hann hafði átt að mæta hvar
sem hann bar að garði.
Um leið og vér viljum vekja at-
hygli íslendinga á hinni miklu kjör-
kaupasölu hjá Banfield, sem aug-
lýst er á öðrum stað hér í blaðinu,
viljum vér geta þess, að af þeirri á-
stæðu einni, hve seint oss barst aug-
lýsingin i hendur, er hún prentuð á
ensku. Tími til þýðingar var eigi
fyrir hendi. Kynnið yður auglýs-
inguna vandlega. Það er ekki á
hverjum degi, að slík kjörkaup bjóð_
ast almenningi.
Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla.
Miss Elinora Julius, Gimli $io.oö
Mrs. G. Sveinsson, Gimli .. io.oo
Mrs. Olson, Winnipeg .. .. 3.00
Meö kæru þakklæti.
S. W. Melsted, gjaldk.
Caruso dáinn.
Söngmaðurinn frægi, Enrica
Caruso, lézt í Napels á ítalíu 2. þ.
m. Eins og menn muna, lá hann
þungt haldinn síðastliðinn vetur í
N. York„ en batnaði þá aftur og
fór heim til ættlands sins siðast-
liðið vor, þar sem sjúkdómurinn
tók sig upp aftur og leiddi hann til
bana að morgni þriðjudagsins 2.
ágúst. Eiga menn þar á bak að sjá
heimsins mesta söngsnilling.
—-------0---------
Frú Stefanía Guðmundsdóttir
kvödd að Wynyard, Sask.j 21. júlí
1921.
Pú komst huguð að heiman
Hingað vestur um lönd,
Gleðihoðin að bera:
Bros frá heimdala-strönd.
Lista-sól þér ei sígur
Sindra geislar á braut
pú ert gleðinnar gígur
Gæfa sorgum og þraut.
Ef við geymum þá gæfu
Glöð og minninga-'klökk,
pá mun útlaginn inna
Ættarlandinu þökk:
Fyrir för þína hingað;
Fyrir bros þín og tár:
Bundin iharnsglöðu minni
Björt um komandi ár.
Nú er heimförum heitið,
Himinn breiðir s'ín tjöld:
Yfir kærleikans kveðju
Koss og handtaka fjöld,
Yfir óskuð og vonuð:
Æsku heimdala-lönd;
Verður öllum sem unna
Ætíð kærust sú strðnd.
Jak. Jónsson Norman.
PENINGA MEÐ
PÓSTI eða SÍMA
Má senda með fullri
vissu um skilsemi til
E v r ó p u gegn lun
þennan b a n ka og
þeirra fullmegtuga.
Ráðsmaður hvers úti-
hús gefur upplýsing-
ar með hinni mestu
ánægju.
The Royal Bank
of Canada
Allar eignir
$530,000,000^
Loftskeyti til Joð Pje.
Eg heyrði í gær að hér var sagt
að hold þitt væri kiistuliagt
og þú sért orðinn andi.
Eg rengi það, en ef svo er
af alúð hið ef fyrir þér
að önd þín megi una sér
á alsælunnar landi.
Minn tryggi vin eg trúði þér,
og treysti nú þú skrifir mér
þótt breitt sé milli-bilið.
Ef skriftól engin er að fá
er ýmislegt sem nota má
með kolamola komdu þá
og krjtaðu á þilið.
Ef það fæst ekkþ þá er hitt
og þú skalt koma í borðið mitt
— í það kom margur mætur —.
En góði vinur gáðu að
ef græna borðið fer á stað
að fara vægt, því valt er það
0g vantar á það fætur.
pað horð var áður ibýsna'trauist
en bíddu við, í fyrra haust
var haldinn hjá mér fundur,
Jón Arason með okkur var
en annar biskup kom þá þar,
Eg man ei hvað á milli ibar
en “mulblan” gekk í sundur.
Eg þagna nú í þetta sinn,
og þolinmóður vinur minn
að borði ber eg eyra.
En eg vil engan ófrið sjá
svo einn er bezt þú konv'r þá
því bágur væri ibiti sá
að foorðið skemdist meira.
X X X X
Fréttabréf.
Frá Holar P.O., Sask.
Þaö er ekki oft, að maður sér
minst á Holarbygð í blöðunum, svo
mér datt í hug að einhver hefði
gaman af að heyra hvernig sú
bygð þrífst.
Héðan er fátt að frétta, enginn
er veikur og enginn deyr; öllum líð-
ur vel.
Hér hafa verið ákaflega miklar
rigningar það sem af er sumrinu.
Hagl hefir gert vart við sig, en
litinn skaða gert. Þ'að er ómögu-
legt að segja annað, en að það lít-
ur út fyrir að hér verði ein sú
bezta uppskera, sem menn geta bú-
ist við.
Það má segja, meðal annars, að
Hólabúar hafa nú kirkju, sem þeir
með góðum samtökum hafa komið
upp. Kirkja þeirra er í presta-
kalli séra Halldórs Jjónssonar, og
messar hann hér annan hvom
sunnudag, þegar heilsan leyfir.
Samkvæmislífið er að lifna hér
á meðal unga fólksins. Hér hafa
verið nokkrar danssamkomur og
“picnic” var haldið fyrir nokkrum
dögpim, , er óhætt að fullyrða, að
allir Hólabúar hafi sótt það og
farið heim ánægðir.
Eg ætla að endingu að minnast á
“baseball team”, sem bygðin hefir.
Það eru alt íslenzkir drengir í þvi
og er farið að bera mikið á þeim x
þeirri list. Þ'eir hafa leikið við
aðkomna leikflokka og borið sigur
úr býtum hvað eftir annað. Það
er vonandi, að þeir verði eins góð-
ir í sinni list, eins og íslenzku Fálk-
amir eru í sinni. Heyrst hefir, að
boltaleikari frá Saskatoon hafi
beðið prófessor H. J. Stefánsson,
sem er formaður Hóla-drengjanna,
að koma vestur með þá og leika á
sýningunni í Saskatoon. Þykir
Iíklegt, að þeir muni bregða sér
vestur. Ef þeir fara, er vonandi,
að þeir komi heim sigri hrósandi.
Það er enginn efi á því, að próf.
Stefánsson hefir lagt miídð á sig
við að æfa þennan flokk sinn. —
Próf. Stefánsson kom frá Winni-
peg í vor og dvelur á sumarbústað
sinum hér í bygðinni.
Jæja, þetta er, held eg það mark-
verðasta, sem hér er að gerast.
G. J. K.