Lögberg - 04.08.1921, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.08.1921, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. AGtJST 1921 Bla. 7 WIIIBHIIBUIiailiaillHUIIHIIIIHIillHIIIIBIffiHIIIIHIIinilllHinniilHinHIIIHI •tniiinimDiiinrniiiiiiiiiniiiiniiiniiiTniiiiiimiiniiiiiiumiiinnniniiiiiiiiiraminniiimnmnnninv Sérstök deild í blaðinu ^iiiniifiiniiiimiiiiiiiiiniiiiiitiniiuiiiniiBiiiiiiiiiiuiiniiHiiniiiuiuiiiiiiiiiiiiiiuuiiuiiiiii ■mUIMHmMHmmHBnMMMHmMHMHS finimniaiiiiaiBiiiiHiHiiimiiiaiiin SOLSKIN •*llfl!II!llllllIlllll!lHII«lllllllHIiillllI!llilllIillllllUlllinilliIiU[i:ilI Fyrir börn og unglioga 'UiuiiuiiiuiiiiiiiiinniimniiiiiniiiuiiiiiiniiiiniiiiiiiiiimiiuiiiiiainniiuiiiiimiiiiiiimiiiuiiiQno B| Professional Cards KIIHIhBUKIII IIHIIIIBII KmniaiJBtiiH uuhii É'ögn. Gaspar var klæðskurðarmaður konungs, og. naut hylli mikillar hjá aðalsfólkinu yfirleitt. Hann var framúrskarandi vel fær í iðn sinni og hafði grætt of fjár. En þótt hann ætti hið veglegasta hús, og fallega dóttur, sem allir dáðust að, þá var svo langt frá því, að hann væri ánægður. “Hefði eg að eins átt son,” sagði hann and- varpandi við sjálfan sig, ‘ ‘ þá hefði eg kent hon- um klæðskurðar iðnina og arfleitt hann að öllum mínum eignum. Eins og nú er ástatt veit eg engan, er tekið gæti við minni ágætu verzlun, sem eg hefi látið vaxa og blómgast ár frá ári, með látlausu erfiði minna eigin handa. Andvarpandi yfir því hve örlögin hefðu leik- ið hann grátt, ákvað Gaspar, að bjóða Jóni bróð- ursyni sínum til vistar og byrja að kenna honum iðnaðargrein sína. — J»n hafði fyrir löngu felt ástarhug til Maríu og ákveðið að taka hana sér fyrir konu. Tók hann því boði frænda síns með þökkum. Hann var vel innrættur piltur, ekki sérlega hneigður fyrir vinnu, en þó mundi alt að líkindum hafa farið sæmilega fram, ef eigi hefði verið fyrir þá sök, hve mikið bar á mælgi hans. Truflaði það bæði vinnu og gerði Gaspar ösku fjúkandi reiÖan, sem vonlegt var. Jón fékk botnlausar skammir hvað ofán í annað, en María grét fögrum tárum. Það stóð aiveg á sama hversu oft þessi ungi maður hét að bæta ráð sitt og hætta að masa í vinnutímanum. Loforðið var ekki fyr gefið, en hann hafði brotið það. Svo fór að lokum, að Gaspar Iþraut þolin- mæðina, og ákvað hann þá, að ekki væri um annað að gera fyrir þá frændur, en að skilja. “'Þú verður að fara ,það er ekkert áhorfsmál. Viljurðu koma aftur einhverntíma seinna þá hefi eg ekkert á móti því. Þú iskalt nú ferðast til Frakklands og vita hvort þú getur ekki unnið bug á hinum Ijótu siðum, sem orðið hafa þér til farar- tálma hingað til. Þegar þú getur sýnt mér sex gullmola sem þú hefir unnið fyrir sjálfur, þá skal eg taka þig aftur í þjónustu mína og gera þig að meðeiganda í klæðaverzlun minni. Þessu til við- bótar, skal eg einnig gefa þér dóttur mína, er þú hefir sannað með framkomu þinni, að þú sért hennar verður.” Hið fagra andlit Maríu, varð rjótt eins og rósablað; tárin hrundu lík kristallsperlum niður um vangana. Jón grét með henni, hann var við- kvæmur og hjartagóður. Gaspar vildi nú hvorki heyra n ésjá blíðmæli þeirra eða ástaratlot stund- inni lengur, svo ekki var um annað að gera fyrir .Tón, en hafa sig hið bráðast aá brott. Með tár í augum og sorg í sinni, kvaddi hann heitmey sína og lagði af stað. Án þess í raun og veru að vita, hvert ferðinni var heitið, gekk hann eins og í leiðslu, þar til heimili frænda hans var komið í hvarf. Nú var hann kominn að jaðri risa- vaxins sbógar. Hin fagra mynd grátandi unn- ustunnar, stóð honum enn fyrir hugskotssjónum. Hann tók næsta hliðarstíg, sem lá á milli tveggja gamalla eikartrjáa, er fléttuðu saman krónur sín- ar að ofan. Margar greinarnar voru hvítar og feysknar, líkar tann-nöfrum, svo fljótt álitið líkt- ist einstigi þetta, tröllkonugini. •Áður en langt um leið, komst Jón á snoðir um, að hann hefði vilst; nú gat hann með engu móti fundið veginn, er hann hafði farið eftir inn í skóginn. Nóttin var í aðsigi, það var auð- séð á öilu. Skuggarnir voru farnir að drekka í Sig trén. Kliður náttgalanna, hafði fengið á sig dreymandi þunglyndisblæ. Jón var orðinn syfjaður og dauðþreyttur. Tiltölulega skamt undan, heyrði hann ýlfur hungraðra úlfa og fékk það honum ótta og skelfingar. En þreytan varð óttanum yfirsterkari, og innan fárra mínútna, hafði ungmennið heimilislausa hallað sér upp að trjástofni og fallið í fastan svefn. Það var sigið á seinni hluta nætur, er Jón brá blundi. Skyin höfðu rofnað og við fölva mánaglætuna, sá hann dverg standa við hlið sér. Dvergurinn tók steinþegjandi í hönd Jóns og leiddi hann með sér inn í miðjan skóginn, þar sem eldar brunnu og lýstu upp umhverfið. Sumstaðar voru þeir þó um það að deyja út, glitti að eins í eimyrjuna. — Fimm aðrir dvergar komu þá til sögunnar og báðu Jón velkominn í hópinn. Tók hann boði þeirra með þökkum, settist við glæðum- ar og vermdi hendur sínar. Enginn mælti orð af vörum. Loks rauf Jón þögnina og mæíti: “Hvar er eg?” Lengra komst hann ekki, því í sömu svipan, rak dvergurinn, sá er næstur honum stóð, honum . rokna löðrung. — Jóni rann í skap og mundi taf- arlaust ráðist hafa að dvergnum, ef eigi hefði verið fyrir þá sök, að kríli þetta sýndist í skjótri fivipan taka á sig risagerfi og hvessa á hann hót- andi augu. — Jón hreyfði hvorki legg né lið. Ris- anum rann þá fljótt reiðin og tók á sig dvergmynd sína. Hugaræsing Jóns dvínaði smátt og smátt,, svo settist hann niður og sat steinþegjandi, að minsta kosti í heila klukkustund. Dauðakyrð ríkti um skóginn. Það var dúna- logn, og þeir af dvergunum, sem ekki höfðu tekið a sig náðir, læddust fram og aftur svo léttilega, að enginn varð þeirra var. Jóni féll þögnin illa í' geð, hann var því ó- vanur, að malfrelsi sitt væri heft. Fremur en að hafast ekki að, tók hann nál og spotta ásamt skærum upp úr ferðatösku sinni og byrjaði að gera við treyju sína, er rifnað hafði hér og þar a ferÖinni um þyrnirunna. — Um leið og dverg- arnir sáu þetta reðu þeir sér tæplega fyrir fögn- uði, þarna dönsuðu þeir í langan tíma og bentu JMni við og við á rifurnar á þeirra eigin föium. Homim óx hugrekki við gleði þeirra og áræddi að sPyrja að nýju: liiljBIIIIKKIH'BIK'IKHllBiiEI “Hvaða menn eruð þér? íívers vegna gangið þér í rifnum yfirhöfnum ? ’ ’ ____ Svarið við spurningunni, var enn vænni löðr- ungur, en sá í hið fyrra skiftið. Aftur varð hann hamslaus af reiði. En hvað stoðaði það; hann var að eins einn á móti sex, og þótt dvergamir sýndust eins og kríli á einni mínútunni, þá gátu þeir orðið líkir risum á hinni næstu. Sá kostur- inn var því vænstur að þegja, og láta sem í ekkert hefði skorist. Þegar dvergarnir svo höfðu bor- ið meira brenni á eldinn og bjartara varð um- hverfis, þræddi Jón fínustu nálina og hélt áfram að gera við treyjuna. Nú kom elzti dvergurinn 'til hans með rifna treyju og skildist Jóni þegar í stað að hann ætti að gera viÖ hana, vissi sem var, að mótbárur mundu að eins gera vont verra. Þarna vann hann svo af kappi í heila kTukkustund, þar til hann að lokum réðst í að bera fram eina spurn- inguna enn. Svarið var í sömu átt og áður. SHkt óbótahögg hafði hann aldrei nokkm sinni áður hlotið á æfinni. En hann neyddist til að taka þessu þegjandi. Um annað var ekki undir nokkr- um kringumstæðum að ræða. Framh. ■IBIHIDBHUaillllHIIIIBIIIKIIIBIIIIBIIIIBIIIIBIIIII !!!■'!!!■.!! iniiHuni Drengurinn og örnin. Indíánasaga frá Ameríku. Þegar Indíána-drengur einn, er Waukewi hét, einu sinni sem oftar var á dýraveiðum upp til fjalla, fann hann vængbrotinn arnarunga, sem faílið hafði fram af klettasnös iður á grjóturð og lá þar einmana og aðframkominn af sárinu. Dreng- urinn ætlaði fyrst að senda ör í liann, því hann var óvæginn veiðimaður að eðlisfari, og svo er örninn ránfugl, sem rænir mörgum vænum fiski fr álndíánum. En þegar hann sá örninn titra af kvölum, rann ástand hans honum svo til rifja, að hann tók hann blíðlega í fang sér, hélt honum upp að sér og strauk aftur fiðraða bakið hans. Fugl- inn starði dauðhræddur á drenginn og braust um alt hvað hann gat. En þegar drengurinn var svona góður við hann, hætti hann að berjast um og varð nú rólegur, því að hann sá að engin hætta var á ferðum. Svo bar Waukewi örninn heim til foreldra sinna og vina og hlúði að honum, og urðu þeir brátt góðir vinir. Þegar drengurinn kom heim tók hann örninn og baðaði vængi hans í volgu vatni og batt svo vandlega um brotin með mjúkum eltiskinns-ólum. Móðir Waukewis, sem unni öllum dýrum síðan hún var barn, þótti vænt um að sjá þessa góðu eiginlegleika koma í ljós hjá syni sínum, og unni honum hálfu meira fyrir þaÖ. Þegar faðir drengsins kom heim, ætlaði hann að drepa litla örninn,, en drengurinn bað honum griða svo ákaft og alvarlega, að gamli harðlyndi veiðimaðurinn hló og kallaði hann: “litla dreng- inn sinn með konuhjartað.” “Þú mátt hafa hann hafa hann hjá þér á meðan að honum er að batna, en þpgar hann er gróinn sára sinna, verður þú að sleppa honum, því eg vil ekki ala upp þjóf hér á heimili okkar. Drengurinn gekk að þessu skilyrði. Svo leið heill mánuður, eða, eins og Indíánar segja, heilt “tungl”. og var þá vængur arnarins alheill orðinn. Waukewi færði honum daglega fæðu og sá um að enginn gerði honum mein, og óx vinátta þeirra með degi hverjum. Loks kom þó sá tími að fanginn yrði að fara. Drengurinn bar hann út í skóg, langt frá býlum Indíánanna, svo að þeir skyldu síður skjót haan, Þegar Ibúið var að sleppa honum, flaug hann, í stórum sveiflum hátt upp í loftið til að reyna afl sitt og flugþrek og.njóta frelsisins. En. þegar drengurinn lagði af stað heimleiðis, sveif örninn niöur, og allann daginn elti hann lífgjafa sinn og vildi með engu móti við hann skilja. Ix>ks skreið drengurinn inn í tré, sem holt var innan, og faldist þar. Leitaði örninn hans lengi, en þegar hann fann hann ekki, flaug hann foks eitthvað í burtu. Sumarið ieið og veturinn næsti á eftir. En er vorið kom, ísana leysi af ám og vötnum og fisk- arnir fyltu þau, fór Waukewi af stað ásamt ungum og gömlum Indíánum, konum og körlum, sumir til að skjóta fugla, en aðrir til að veiða fisk. Það var svo ánægjulegt að leika sér og baða sig í sól- skininu eftir inniveruna og kyrseturnar um vet- urinn. Nú var heldur ekki annað gert en að veiða og skemta sér. Það var svo gott að fá nýjan silung að borða eftir þurkaða kjötið og ma- ísinn, sem menn höfðu eingöngu til matar allan liðlangan veturinn. Skamt frá þorpi Indíánanna var á ein ákaf- lega mikil og í henni stór foss. Hún var full af silungi, en hvergi var þó eins krökt af honum eins og á milli flúðanna fyrir ofan fossinn. Silungur- inn var veiddur með löngum stöngum, og var krókur eða öngull á öðrum endanum. En fáir voru þeir ofurhligar, að þeir þyrðu að veiða milli flúð- anna fyrir ofan fossinn, því færi báturinn einu feti of framarlega, þreif straumurinn hann með því heljarafli, að enginn mannlegur kraftur gat á móti staðiÖ, og þeytti honum fram af hengifluginu niður í gljúfrin. Einn yndisfagran apríl-morgun ýtti Wauke- wi barkarbát sínum, sem var ósköp lítill og Indí- áhar nefna “eanoe”, út á ána hér um bil hálfri mílu fyrir ofan fossinn og flaut hægt niður eftir ánni. Plann hafði veiðistöng í hendinni og veiddi silung milli flúðanna. Enginn af jafnöldrum hans þorði að veiða á þessum stað, en hann hafði leikið það svo oft, að hann gleymdi hættunni sem því var samfara. Alt var fult af silungi, stórum og feitum, og drengurinn krækti í hann og inn- byrti á bæði borð. Alt í einu leit hann upp, greip árina tveim höndum og reyndi af alefli að snúa aftur. Báturinn titraði við átakið, staðnrrmdist eitt augnablik, og þokaðist svo ofurhægt upp eft- ir ánni. Þá hrökk árin í sundur rétt við hand- fangið. Drengurinn rak upp angistarvein, hall- aði sér át yfir borðstokkinn og reyndi að þoka bátnum upp eftir með árarstúfnum, en sú tilraun varð áiangurslaus. StraumurinP bar bátinn óðfluga niður að fossinum, en ámiðurinn lét í eyrum drengsins eins og öskur hungraÖs ljóns. Drengurinn lagðist aftur á bak í bátnum og starði á úðann, sem þyrlaðist upp frá fossinum. Svipur hans var djarflegur og alvarlegur. Hann hafði lifað sem hetja, og nú ásetti hann sér að taka dauðanum með ró og stillingu. Hraðara og hraðara barst báturinn litli fram hjá kolsvörtum klettasnösum, sem virtust ógna honum eins og einhverjar ófreskjur, og niÖur fossins hækkaði og varð eins og þrumugnýr í eyr um litla drengsins. En hann sagði ekki orð og beiÖ rólegur dauða síns. Svo fór hann að syngja andlátssihigva þjóðar sinnar. Innan fárra mín- útna bjói| hann við að standa frammi fyrir hin- um “Mikla anda” (svo nefna Indíánar guð), og hann sjá hugrekki sitt og mæta honum með bros á vörum. Alt í einu bar stóran skugga fyrir sólina. Drengurinn leit upp og sá hvar afar stór örn flaug niður til hans. Augu þeirra mættust og þeir þektust aftur. En nú var það örninn, sem hafði ráð á að bjarga lífi drengsins. Drengurinn hljóÖaÖi upp af fögnuði og stökk á fætur. Lægra og lægra flaug örninn, þar til straumurinn lyfti bátnum upp á bergbrún, sem hann svo þeytti honum fram af og niður í hyldýpið. En er báturinn hófst upp, þreif drengurinn tveim höndum um klær arnarins, sem þá var kominn svo nærri, og horfði á eftir bátnum, er hann hvarf fram af fossbrúninni. En örninn sveif með drenginn hægt og hægt áfram og niður á við gegnum úðann fyrir framan fossinn, sem þrumaði feigðarlega og þyrlaði vatnsgusun- um langar leiðir. Öminn lamdi loftið fastlega með vængjunum, til þess að komast áfram með byrði sína, þó hann væri orðinn þreyttur. Þeir fjarlægðust nú smátt og smátt fossinn um leið og þeir lækkuðu flugið. Loks lentu þeir á sand- rifi skamt fyrir neðan fossinn og lágu þar í faðm lögum um stund, örmagna af þreytu. Svo breiddi öminn út vængina og flaug hátt upp í loftið. En drengurinn kraup á kné í sandinum og horfði þakklætis- og saknaðaraugum á eftir lífgjafa sín- um, þangað til’hann hvarf sjónum hans í heiðblá- an himingeiminn. —Æskan. Sólar-dagur. Það birtir yfir hugans hag við heiðra drauma lag. Nú get eg sungið gleðibrag um góðviörið í dag. Það er sól yfir sundum. Blærinn andar í birkilundum. Nú brosa mér bernskunnar hallir og dagsólar-draumarnir aliir — m þeir leiðast um ljómandi vegi á sólbjörtum sumardegi. Eg hefi löngum lítinn mátt í leik við norÖanátt. En nú er dagsins heiði hátt og hafið fagurblátt. Eg teyga glaður ilm og angan alian daginn sumarlangan. Nú vakir hjartans vonin mín. Hún laðar mig svo ljúft til sín. En allir dagar eiga kvöld.---- Eg hræðist ekki húmsins völd. Fyrir handan höfin blá heiðan veit eg dag. Þar sumpart þrá mín athvarf á eftir sólarlag. —Söngvar Förumannsins Stefán frá Hvítadal. --------o-------- Dr. B. Gerzabek M. R. C. S. frá Englandi, L. R. C P. frá London. M R. C. osr M. R. C. S. frá Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknir við hospital í Vínadborjí, Prasr og Berlín ok fleiri hospítöl. Skrifstofa á eisrin hospital 415—417 Prichard Ave.. Winnipesr. Skrifstofutími frá 9-12 f. h. osr 3-6 os: 7-9 e. h. Dr. B. Gerzabek eisrið hospital 415—417 Pricbard Ave. Stundun osr lækninsr valdra sjúklinsra. sem Ibiást af brióst- vieiki, Ihjartaibilun. masrasjúkdómum, innýflaveiki. kvensiúk- dómum, karlmannasjúkdómum, tausraveiklun. DR.B J.BRANDSON 701 liinðsay Building Phone A7067 Offlce tlmar: 2—3 Heimili: 776 Victor St. Phone: A 7122 Wtnnipeg, Man. Dr- O. BJORNSON 701 Undsay Building Office Phone: 7067 Ofífice itimar: 2- —3 Heimili: 764 Victor St. Telephone: A 7586 Winnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office: A 7067. Viðtalatími: 11—12 og 4.—6.30 10 Thelma Apts., Home Street. Phone: Sheb. 5839. WINNXPKG, MAN. Dr. J. 0. FOSS, íslenzkur læknir Cavalier, N.-Dak. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building COft. P06T/\CI ATE. & EOMOfiTOJi ST. Stundar eingongu augna, eyrna, nef og kverka sjúUaóma. — Er að hitta frékl. 10-12 i. h. eg 2-5 e.h — Talsimi: A 3521. Heimili: 627 McMillan Ave. Tals. P 2691 Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Bdmonton Stundar aérstaklega berklaaýkl og a8ra lungnasjúkdöma. Br »8 flnna A akrifstofunnl kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf- stofu tals. A 3521. Heimili 46 Alloway Ave. Taiaiml: Sher- brook 8158 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Streat Talsfmi:. A 8889 Skrítlur. Gunna kemur inn í kjötsölubúð, teygir sig inn yfir borðið og horfir á fætur slátrarans. Slátrarinn: “Á bvað ertu að glápa, stúlka”? Guuna: “Hún mamma bað mig að líta hérna inn og gæta að, hvort þú hefðir ekki kálfsfætur.” Vinnukonan: “Hvenær á eg að vekja yður á morgun?” Frúin: “Þegar eg hringi á.þig, — hreint ekki fyr.” Hún: ‘Ertu nú að fara út aftur til þess að drekka? Þú komst fullur heim í nótt, og þá lof- aðir þú mér því, að þú slíyldir aldrei drekka fram- ar.” Hann: “Já, en veiztu það ekki, að þií átt aldrei að trúa því sem drukkinn maður segir?” Jóladaginn bar sannarlega upp á páskadag- inn fyrir Pétri vin okkar, hann fékk fón í húsið um morguninn, og trúlofaðist Stínu um kvöldið. Þá hringdi hann upp Óla vin sinn og segir án þess að spyrja hver svaraði. Þú verður að óska mér til hamingju, Óli, nú erum við Stína trúíofuð til fulls. “Vitlust samband,” var svarað í fóninn. J. Johnson & Co. KlæðskurðíLmiaður fyrir Konur og Karla Margra ára reynsla 482 % Main Street Riaito Block Tel. A 8484 WINNTPKG MORRIS, EAKINS, FINKBEIN ER and RICHARDSON Barristers og fleira. Sérstðk rækt lögð við mál út af óskilum á korni, kröfur á hend- ur járnbrautarfél. einnig sér- fræðingar í meðferð sakamála. 240 Grain Exchange, Winnipeg Phone A 2669 Giftinga °g blóm Jarðarfara- með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman Islenzkir lögfraeðingar Skrifstofa Room 811 McArthur Building, Portaga Ave. P. O. Box 1656 Phones: A 6849 og 6840 W. J. IJMDAIi & CO. W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefánsson. I,ögíræðingur 1207 Union Trust Bldg. Winnipeg pfl er einnig aC finna á. eftirfylgj- andi tímum og stöSum: Lundar — á hverjum miSvikudegi. Riverton—Fyrsta og þriSja þriSjudag hvers mánaSar Gii Ui—Fyrsta og þriSja miS- vikudag hvers mánaSar JOSEPH T. THORSON íslenzkur lögfræðingivr Helmaf. Sher. 4725 Heimili: Alloway Court Alloway Ave. MESSRS. PHILLIPS & SCAHTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trust Bldg., Winnipeg Phons: A 1336—1337 Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 689 Notre Dame Avenue Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja meíöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá, eru notuS eingöngu. þegar þér komiö meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um fá rétt þaS sem læknir- inn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Damo Ave. og Slierbrooke St. Phones N 7659—7650 Giftingalyfisbréf seld A. S. Bardal 849 Shorbrooke St. Selur lfkkistur og annast um útfarir. Allur dtbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur Kann alskonar minniavarða og legsteina. Skrlíst. talsími N 6o08 Heimilis talsíml N 6607 Vér geymuir. reiðhjól yfir vet- urinn og gerum þau eins og n$, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautum 'búnar til sam. kvæmt pöntun. Áreiðanlegt verk. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ave. JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMAÐUK ncimUis-Tals.: St. John 184* Skrlfstofu-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtakl bæðl hflsalelguskuldir, veðskuldlr, vtzlaskuldlr. Afgrelðlr alt sem að lögum lýtur. Skrtfstofa, 955 MoJn Btreet ROBINSON’S BLÓMA-DEILD Ný blóm koma inn daglega. Gift- vngar og hátíðablóm sértaklega. írtfararblóm búin með stuttum fyrirvara. Alls konar blóm og frse á vissum tíma. —íslenzka töluð i búðinni. Mrs. Rovatzos ráðskona. Sunnud. tals. A6236 J. J. Swanson & Co. Verzla með iastetgnir. Sjá up leigu á búsum. Annast lán a„ eld’sábyrgðir o. fl. 808 Paris Bulldlng Phonos A «349—A «31«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.