Lögberg


Lögberg - 05.01.1922, Qupperneq 1

Lögberg - 05.01.1922, Qupperneq 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐI TALSlMI: N6617 - WINNIPEG ef ð. Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Tals A7921 34. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGIN 5. JANÚAR 1922 NUMER 1 Hinir nýskipuðu ráðherrar MacKenzie-King stjórnarinnar Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Fimtudaginn þann 29. f. m., klukkan hálf-fjögur eftir hádegi, var hið nýja, frjálslynda ráða- neyti, undir forystu Hon. W. L. MacKenzie-King, svarið inn í em- bætti af ríkisstjóranum, lávarði Julian Byng af Vimy. — Ráðu- neytið er þannig skipað: Forsætis og utanríkiísmálaráð- gjafi: Hon. W. L. MacKenzie- King. Hermálaráðgja'fi: Hon. George P. Graham. Fjármálaráðgjafi: Hon. W. S. Fielding. Flota og fiskiveiða ráðgj.: Ern- est Lapointe. Póstmála-ráðgjafi: Hon. Char- les Murphy. Dómsmála-ráðgjafi: Sir Lomer Gouin. Járnbrautarmála-ráðgj.: Hon. W. C. Kennedy. Innanríkis og náma ráðgjafi: Hon. Charles Stewart. Heilbrigðismála-ráðgjafi: Hon. Dr. Beland (hefir einnig á hendi eftirlit með hag heimkominna hermanna.) Verzlunarráðgjaifi: Hon. J. A. Ro’ob. Landhúnaðarráðgjafi: Hon. W. R. Motherwell. Verkamálaráðgjafi:'Hon. James Murdock. ESk: iiari; V >. A, r. C .,,.. Solicitor' General: Hon. D. D. McKenzie. Tollmála ráðgjafi: Hori. Jac- ques Bureau. Ráðgjafi opinberra verka: Hon. Senator Bostock. Ráðgjafar, án þesis að veita sér- stökum stjómardeildum forstöðu, eru þeir: Hon. J. E. Sinclair, Senator Dandurand og Hon. T. A. Low. — I/mflutninga og nýlendu- mála ráðgjafinn ’hefir enn ekki verið valinn og veitir Hon. Char- les Stewrart þeirri stjórnardeild forstöðu til bráðabirgða. Samkvæmt yfirlýsingu frá hín- um nýja fórsætisráðherra, verður Hon. Rodolphe Lemieux forseti þjóðkjörna þingsins — House of Commoms. Tveir hinna nýju ráðgjafa eru án þingsætis, þeir Hon. Charles Stewart innanríkis ráðgjafi, áður stjórnarformaður í Alberta, og Hon. James Murdock, verkamála- ráðgjafi. — Báðum kvað þeim standa til boða kjördæmi í Qué- bec, en líklegt talið, að Mr. Stew- art kjósi heldur að reyna fyrir sér í Alberta, verði þess nokkur kostur, en Mr. Murdock í Ontario. — Að undanteknu Manitoba, eiga öll fylkin fulltrúa í hinni nýju stjórn. Samkvæmt stjórnarvenjum ,hér í landi, verða allir hinna nýju ^áðgj. að leita endurkosninga, og munu þær verða fyrirskipaðar eins fljótt og koma má frekast við. Er búist við að í flestum til- fellum muni ráðgjafarnir ná kosn- ingu gagnsóknarlaust. Saskat- chewan blöð teljá alveg vist, að hinn nýi landbúnaðarráðgjafi, Tlon. W. r. Motherwell hljóti end- urkosningu í Regina án gagn- sóknar. Við endurtalningu atkv. í West Calgary fóru leikar svo, að J. T. iShaw, óháður stuðningsmaður bændaflokksins, sigraði Hon. R. B. Bennett, dómsmála ráðgjafa Meighen stjórnarinnar, með 16 atkvæðum. Mr. Bennett er þá víst sá tólfti af ráðgjöfum, Arth- ur Meighents, seun féll í valinn í kosningunum þann 6. desember síðastliðinn. P. R. McGíbbon, sá er kosinn var á sambandsþing í síðustu kosningum fyrir Argenteuil kjör- dæmið í Quebec, er nýláttoin, og fer því fram aukakosning í því kjördæmi innan skamms. __ Mælt er, að afturhaldsmenn hafi auga- vstað á, kjördæmi þessu og jafnvel talið líldegt, að Hon. Robert Rog- ers, muni ekki ófáanlegur til að freista þar gæfunnar. D. D. MACKENZIb HON. W. C. KENNEDY HON. OiARLES MURPHY Frjálslyndi flokkurinn í Ont- ario hefir ákveðið að kveðja til flokksþings v.ið fyrstu hentug- leika, til þess'að velja leiðtoga I stað Hartley Dewart, M.L.A., sem iátið hefir af þeirri stöðu. Atkvæði greidd í Ontaio fylki með Meighen stjórninni við sam- bandskosningarnar þann 6. f.m., námu til samans 420,892, en á móti 636,499. Frjálslyndi flokk- urjnn fékk 336,416 atkvæði, en bændaflokkurinn 300,084. Blaðið Farmers Sun, sem gef- ið er út í Toronto, kveðst ein- dregið þeirrar iskoðunar, að bændaflokkurinn í sambands- þinginu muni fá margfalt meira góðu til vegar komið með því að standa óháður og veita nýju stjórninni stuðning í öllum þörf- um laganjnnælum, en með því að ganga í bandalag við Mr. King um stofnun samsteypustjórnar. Blaðið Calgarý^ Albertan spyr sjálft sig þeirrar spurningar, hverjar líkur séu á að hin nýja sambandsstjórn undir forystu Hon. V/. L. Mackenzie-King muni gera nokkrar tilraunir til að hrinda í framkvæmd gagnskifta- samningum við Bandaríkin. Blað- ið svarar sér sjálft og kemst að þeirri niðurstöðu, að bæði af stefnuskrá frjálslynda flokksins og ræðum helztu leiðtoga hans í síðustu kosningum, megi gera sér góða von um, að stjórnin taki þetta nauðsynjamál til meðferðar í ein- hverri mynd í náinni framtíð. Samkvæmt yfirlýsingu frá Hon. T. C. Norris yfirráðgjafa, hefir verið ákveðið að fvlkisþingið hér í Manitoba komi saman hinn 12. þessa mánaðar og er það sam- jívæiii.. oók þingm»r,iia í f^ira, en helzt bændanna, er vilja geta klár- að þingstörfin 'áður en vorannir á bújörðum þeirra byrja fyrir al- vöru. Afturhaldsmenn í Quebec fylki, sem fremur' munu þó fáliðaðir vera, eins og raun bar vitni um í síðustu sambandskosningum, hafa ákveðið að kveðja til flokksþings fyrir fylkið og reyna að dyfta ögn að hinum pólitisku flíkum sínum. J. M. Bessette, fyrrum forstjóri Adanac kornsölufélagsins hér í borginni, hefir verið fluttur hing- að^alla leið frá Buffalo, til að svara til saka, er á hann hafa ver- ið íbornar, sem sé að hafa dregið undir sig $68,000 frá nefndu fé- lagi. ' T. L. Matthews hefir verið kjör- inn borgarstjóri í Port Arthur, Ontario, í þriðja sinn. Skólaráð Manitoba háskólans, hefir lýst yfir því að í náinni fram- ftíð megi háskólinn til með að fá nýjar byggingar; þær byggingar, er skólinn nú hefir til afnota, eru taldar með öllu ófullnægjandi. pó segir formaður skólaráðsins, Isaac Pitblado, að eigi verði farið fram ‘ á fjárveitingu til slíks fyrirtækis fyr en fjárhagsásts^ður fylkisins réttlæti slíka kröfu. Samkvæmt skýrslu verkamála- ráðuneytisins í Ottawa hefir at- vinnuleysi aukist mjög víðsvegar um land síðustu vikurnar. Bandaiúkja blöð ýms hafa látið þess getið að undanförnu, að ekki færri en 200,000 Mennonita hefðu þegar flutt sig búferlum úr Can- ada og tekið sér bólfestu bæði í Bandaríkjunum og Mexico. — Innflutninga iskrifstofa Canada- stjórnar telur þetta kvikisögur ein- ar, og fullyrðir, að burt úr land- inu muni eigi hafa fluzt af þjóð- , flokki þessum, meira en 500 menn. Hon. W. L. MacKenzie King er næst yngsti maður, sem tek- ist hefir á hendur stjórnarfor- ystu í Canada; hann er að eins 47 ára að aldri. Sir John Mac- donald var 52 ára að aldri, Al- exander Mackenzie 51, Sir John Abbott 70, Sir John Thompson 48, Sir Mackenzie Bowell 71, Sir Oharles Tupper 74, Sir Wil- frid Laurier 54, Sir Robert Bor- den 55 og Arthur Meighen 44. Talið er nú víat, að Hon. Arth- ur Meighen muni halda áfram forystu afturhaldsflokksins og Gamla árið 1921 Nú endar með atvik Á strengi hið stríða svo fellur og andinn við lífsins er hafsins þetta ár í dag fyrri tíða. hjartans stillir lag, sem hið blíða; alt í unaðshljóm fórnar tárum herra helgidóm, stýrir bárum. — Um höf og löndin húmar nótt, og hinstu tónar falla; sem barn að móður brjósti rótt ^ér hoðar kvöldsins halla; en stjömur lieiðum himni frá á hjartað geislum Ijóma, og ótal raddir endurslá við aftansöngsins hljóma. Ó, far vel, góða, gamla ár, með glaum og þögla harma, og gef oss þrótt við þraut og sár með þínum aftan'bjarma. Þín erfðaskrá, —eitt blað í bók—, er bundin föstum lögum, og geymd hjá þeim, er gaf og tók, með gjald af öllum dögum. • M. Markússon. J Baa anuar. Svo þú ert þá hérna, mð hrokkið hár, hnokkinn minn litli! ó, gleðilegt ár! En stattu’ ei við lengi mcð strýið svart, því stáss er það ekkert, svo klökugt og hart. Og svo getur farið, að sólin blíð sjái þig, karl minn, og þá er þín tíð búin að vera; hún hræðir og mer þurtu úr þér kjarkinn og strýið þitt sker. Svo, kveddu’ okkur þegar, svo kargur og fár, já, kveddu’ okkur, drenghnokki: gleðilegt ár! Alb. C. John-són. r/'.My.VitÆviyáNiyáNiv.MMR-rláliyái- sækja um kosningu til sambands þings í Grenville kjördæminu í Ontario. Aukakosning í því kjördæmi hefir verið fyrirskipuð og fer fram hinn 26. þ.im. í kjör- dæmi þessu hlaut kosningu þann 6. f. m. Mr. A. C. Casselman, af hálfu afturhaldsmanna, en má, eftir alt saman, eigi hafa þing- mensku á hendi sökum þerss, að hann hefir fengið veitingu fyrir ,embætti, sem launað er af al- manna fé. Hvort nokkur muni bjóða sig fram á móti Mr. Meig- hen, er enn eigi kunnugt, en frem- ur þykir þó líklegt, að bænda- flokkurinn muni ógjarna vilja láta hann einan um hituna. Nýlátinn er í Toronto George Tait Blackstock, K. C., einn af nafnkendustu lögfræðingum í Canada. Hann var maður mjög hniginn^ð aldri. Fregnir frá Prince Rupert, B. C., láta þess getið, að meðalafli afli af heilagfiski þar um mán- uðinn á árinu 1921, hafi verið 500,006 pund. Nathaniel Vermylea, hrepps- nefndar oddviti í Thurlow sveit- inni í Ontario, var kosinn gagn- sóiknarlaust til að gegna em- bætti þessu í fertugasta og fjórða skiftið. pykir slíkt lýsa eins- dæma trausti og vinsældum. íbúatalan í Port Arthur, Ont., er 15,629 og er samsett af 34 pjóðflokkum. Alls teljast íbúar borgarinnar til 18 trúarbragða- deilda, eru rómversk-katólskir fjölmennastir, 3,811 og Presbý- terarnir næstir, 3,578. Maður einn, Eugene Langlois, ’ er heima á að Windsor, Ont., var fyrir skömmu dæmdur i 30 daga fangavist og þar að auk til $1,0001 fjárútláta fyrir að hafa undfr höndum öl, með 9 af hundraði styrkleika. Kosningar í flestum kjördæm-J um nýju ráðherranna í Ottawa, \ hafa verið fyrirskipaðar 2. febr. næstkomandi. títnefningar fara fram þann 19. þ.m. 1 flestum tilfellum er talið víst, að ráðherr- arnir nái kosningu gagnsóknar- laust. Hvaðanœfa. Breytingar allmiklar hafa ný- lega orðið á samsetning ráðuneyt- isins í Ástralíu, er stjórnarfor- maður þó hinn sami. pessir eiga sæti í hinu endurskipaða ráðu- neyti: Fors.ráðgj: W. H. Hughes; innanríkisráðgj.: George Foster Pearce; ráðgjafi með málefnum heimkominna hermanna: A. D. Millen; dómsmálaráðgj.: L. E. Groom; flota og hermála: Massey Greene; verzlunar.: A. S. Rogers; póstmála: Alex. Boynton; fjárm.: S. M. Bruce; jácnbr. og opinberra verka: R. W. Foster; leyndarráðs forseti: J. Earle. Fregnir frá Róm geta þess, að Benedict páfi hafi isent hamingjn- óska skeyti til Georgs feretakon- ungs og Eammon De Valera út af hluttöku þeirra í samningunum milli Breta og íra. Carlos Herrera, lýðveldisforseti í Guatemala og stjórn hans, hefir verið steypt af stóli. José Maria Lima, er sagður að hafa tekið við , völdunum til bráðabyrgða. pjóðverjar hafa reynat þess ó- megnugir, að greiða bandaþjóðun- um 190,000,000 marka gulls, er þeim samkvæmt samningi bar að inna af hendi fyrir miðjan desem- ber síðastliðinn. Hvort bandamenn vilja takavörur upp í skuld þessa, er enn óséð. Hinn nýi þjóðbanki Bolsheviki stjórnarinnar á Rúsislandi greið- ir um þessar mundir 450',000 rúlb- lur fyrir sterlingspundið, 110,000 rúblur fyrir dollarinn, en 500 rúblur fyrir þýzka markið. pingið í Cuba skorar í einu hljóði á stjórn Bandaríkjanna, að kveðja heim tafarlausf alt amer- ískt heriið, er nú sé istatt þar í landi. \ Síðustu fregnir geta þess, að alt útlit sé á, að til ófriðar dragi milli Bolsheviki stjórnarínnar á Rússlandi og Finnlendinga. Er sagt að hvorirtveggju aðiljar hafi herbúnað allmikinn á landamær- unum.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.