Lögberg - 05.01.1922, Page 6

Lögberg - 05.01.1922, Page 6
Sla. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JANCAR 1922 \ \ I Stolna leyndarmálið. Hún heilsaði kurteislega, þegar Constance kom inn og færði henni boðin frá greifainnunni. “Já, mér datt í hug, að lávarðurinn ætti að fá þetta herbergi,” sagði hún. “Eg hefi bess vegna skipað þernunum að gera það hæfilegt til íbúðar fyrir lávarðinn. En alt vinnufólkið er svo utan við sig af þessari óvæntu heimkomu húsbóndans, eftir hina löngu fjarveru, að það er bezt að eg liti eftir þessu sjálf,” sagði hún brosandi. “Get eg hjálpað yður?” spurði Constance. “Já, þökk fyrir, ungfrú. pér gerið máske svo vel að bera þessa ljósastjaka upp. Herbergi lávarðar Brakespeare er næst yðar herbergi, svo það verður engin krókaleið fyrir yður. pað er gamla herbergið hans *frá fyrri dqgum. Iíann valdi sér það af þeirri ástæðu að hann gat séð þeg- ar hestarnir voru æfðir fyrri hluta dagsins. Eg var þá að eins æðsta’,stofustúlkan, ungfrú Graham en eg man eftir honum samt, þó hann hafi breyst talsvert.” "Eg þekti hann af myndinni,” sagði Con- stance. “Já, auðvitað ungfrú; en hann hefir samt brevst. Hann er rólegri og svipbííðari en áður. Og eg sá, að það vottaði fyrir gráum hár- um á höfði hans. Hann hefir nú samt fallegt hár — er það ekki? Öll Brakespeara fjöl— skyldan hefir fallegt hár.” Þær .voru nú kcrmnar inn í stórt herbergi með gömlum en skrautlegum húsmunnm. Það lcit út fyrir að hafa verið í eyði marga manns- aldra. “Þetta er lávarðarins herbergi, ungfrú,” sagði ráðskonan, “og þarna hangir byssan lians, alveg eins og hún var vön -að gera þegar liann var ungur. Hann er nú raunar ungur enn. Þrjátíu og fimm ár er ekki hár aldur,” sagði hún brosandi. “Nei,” svaraði Constance. . “A eg að láta ljósastjakann á búningsborðið,” “Þökk fyrir, ungfrú. Nú getum við séð! TAvarðurinn hefir engan herbergisþjón með sér. Hann ætti að hafa einhvern til að taka upp muni sína. Héma er koffortið hans. Skal það vera opið. Viljið þér gera svo vel og halda á ljósinu?” Ungfrú Russell lagðist á hné og rann- sakaði koffortið. Það var stór.t og þungt, út óvönduðu, þykku leðri og sjáanlega mikið brúkað. “Þetta er líklega alt, sem hann hefir í fari sínn — fremur lítið fyrir markgreifa af Brake- speare að vera,” sagði ungfrú Russell hlægj- andi. “En, það getur komið meira seinna. Nei, þetta er undarlegt,” sagði hún fáum augna- blikum síðar. “Einhver hefir gert sér það ómak að rífa af alla gömlu seðlna. Sko þama — og þarna! Þeir eru nákvæmlega eyðilagð- ir. \ Hver geJur hafa gert það?” “Að líkindum markgreifinn sjálfur,” sagði Constance. Ungfrú Russell hristi ihöfuðið og sagði: “Þér þekkið ekki markgreifann eins vel og eg,' nngfrú, annars mundu þér ekki segja þetta. Hann mundi ekki skeyta um þó feoffortið hans væri þakið af leiðbeiningar seðlum.” ( “Kanske markgreifinn hafi með tímanum vanið sig á meiri reglusemi, eins og hann er orðinn rólegri yfirleitt,” sagði Constance hlægj aúdi. “Þökk fyrir, ungfrú Graham,” sagði rödd við dvrnar. Oonstance snéri sér við og sá markgreif- ann standa þar og horfa á þær með einkenni- legu brosi. Ungfrú Russell hljóðaði, en varð of hrædd til þess að geta staðið upp. Markgreifinn leit frá einni til annarar með einá konar undr-- irn, en um Teið með skörpu ausmatilliti. “Nei, sko, þarna er umrfrú Russell líka.” sagði hann og heilsaði um leið og hann gekk inn í herbergið. “Emð þér að skoða gamla koffortið mitt, ef eg má spyrja? \*iljið þér fá lvkilinn að því? Það er raunar ekki nauð- synlegt; eg ætla sjálfur að taka upp muni mína. Mér þvkir vænt um að sjá yður svo fríska og fjöruera. Góða nótt.” Constance gekk hægt lít úr herberginu til síns eigin. Það var nógu slæmt að hann skyldi finna hana í sínu herbergi, en að hann skyldi sjá liana, að því er virtist, horfa með forvitni á koffortið sitt, var óþolandi. Hún fór úr fötunum og lagðist í rúmið en |)ó hún væri þrevtt, gat hún ekki sofnað. Og þegar hún sofnaði loksins, dreymdi hana nm eyðimerkurnar í Astralíu, föður sinn og Fenton og hina kiarks'óðu veiðimenn. Og þó undar- legt megi virðast, var markgreifinn alstaðar með henni í þessum draumaheimi. 6. Kapítuli. Constance'var að enda \dð að klæða sig, þegar Arol kom hlaupandi inn til hennar. “ó, ungfrú Graha-m!” sagði hann og vafði örmunum hm háls hennar, “mér þvkir svo vænt um að þér eruð komnar á fætur. Eg var hrædd- ur um að þér væruð ekki vaknaðar. Þér hafið verið mikið þrevttur í gærkveOni. fyrst bér vf- irgáfuð okkur svo snemma. Ev var lentn á fótum. Elliot og WoLfe spurðu eGir vður. f morgun fór eg með honum í hesthúsin. Haun hefir verið *?vo góður við misr. Hann segir að hesturinn minn sé lítils virði, oar hann æt’ar að kauna mér annan betri. Hann s+akk Hka upp á því, að við Sikyldum fara til stöðuvatns- ins. Eg sagði þá, að þér vrðuð að vpra með, þar eð þér hefðuð ekki séð það enn þá. og að eg skvldi fara ut>i> og sækia vður. o" b«ð er þess vegna að eg er hér nú,” sagði hann m.óður. “Ekki þenna morgun, Arol,” sagði Con- stance. “Það var vel gert af yður að koma hingað, til þess að fá mig til að fara með ykk- ur„ en eg get það ekki í dag. Þú getur farið, ef þig langar til þess, en þú verður að koma heim fyrir morgunverðar tíma, því við eigum að nevta þessarar máltíðar saman.” “Er það? ó, það er gaman! Þá held eg að eg fari ekki aftur til Wolfe frænda. Eg vil heldur væra hjá yður, ef eg má það. En segið mér, ungfrú Graham, hafa ekki þeir, sem hafa svart hár, oftast blá augu?” ‘ ‘ Það veit eg sannarlega ekki, Arol, eg hefi aldrei hugsað um það. Hvers vegna spyr þú að þessu?” “Af því Wolfe frændi sagðist aldrei hafa séð það fyr en í gærkvöidi, þegar hann sá yður. Og Elliot sagði, að það væri bláu augun og svarta hárið, sem gerði andlit yðar svo yfir- burða fallegt.” “Sevðu nú ekki meira, Arol,” sagði Con- stance fjjótlega og blóðroðnaði. “Þú ættir ekki að endurtáka.það, sem þú hevrir þannig. Hvað heldur þú að Lávarður Elliot eða mark- greifinn mvndu segja, ef þeir vissu að þú hefð- ir hevrt það, er þeir sögðu, og sagt mér bað?” “Eg vissi ekki að eg var að gera neitt rangt * ungfrú Gtaham. Þér megið ekki vera reið- ar við mig. En í rauninni ér þetta eflaust ekki hættulegt, því þér hljótið að vita að þér eruð falleg. Ef þeir hefðu sagt að þér væruð 'ljót og óviðfeldin, þá hefði eg ekki sagt vður það. En eg er farinn að skil.ja, að maður , hefir mikið að læra,” sagði hann og stundi. Constance gat ekki varist að brosa. “Maður Lærir eins lengi og'maður Liflr,” sagði hún. “En komdu, við skuium vita hvoi t fóstran Ihefir ekki tilbúinn morgunverð handa okkur. * ’ / Fóstran var því ekki gagnstæð, að Con- stanoe nevtti morgunverðar með Arol. Þau voru nærri biíin með máltíðina þegar mark- greifinn kom inn tiL þeirra. “Nú, Arol,” sagði hann. Þegar hann sá Constance, tók hann ofan hattinn og hneigði sig. “Þú ert óáreiðanlegur piltur,” bætti hann við. “Hvers vegna hefir þú látið mig bíða svona lengi?” “Þú verður að afsaka WoLfe frændi,” sagði Arol, “en ungfrú Graham vildi ekki fara með okkur í dag, þess vegna sagði eg henni, að eg vildi helzt bíða þangað til annan dag, þegar hentugt væri fyrir hana að verða samferða.” “Þetta er sanngjörn afsökun,” sagði greifinn. “En mér finst að þú hefðir getað gert mér boð um þetta, í stað þess að setjast hér og neyta matar og Láta mig rölta úti og bíða. Þú gleymir því, að eg gat verið svang- ur eins og þú.” “Ert þú verulega svangur, Wolfe frændi? Getur þú þá ekki sezt hér og neytt morgun- verðar ásamt okkur. Fær hann ekki Leyfi tii þes«, ungfrú Graham?” “Hvað segið þér um þetta, ungfrú Gra- ham?” spurði greifinn. “Að það er lítili matur eftir, lávarður,” svaraði hún. “Það er að minSta kosti dálítið af hafra- mélsgraut eftir, og mér líkar hann ekki,” sagði Arol. “En mér Líkar hann,” sagði greifinn. “Eg hefi oft orðið að borða þurrar brauðskorpur til morgunverðar. Eg skai vera yður mjög þakklátur, ef þér viljið gefa mér dálítið, ung- frú Graham. Þú brást mér þá af því, að þú vildir heldur vera hjá ungfrú Graham, en mér, Aroi?f’ “Mig langaði ekki til að fara án hennar. En heyrðu, Wolfe frændi — hvers vegna borð- aðir þú harðar brauðskorpur?” / “Af því eg gat ekki fengið neitt betra; af því eg var í eyðimörku, þar sem erfitt vór að fá vanalleg fæðuefnL” “ITve undarlegt,” sagði Arol. “Hvar var þetta? Segðu okkur það, WoLfe frændi.” Hann studdi höndum sínum á hné mark- greifans og horfði á liann með eftirvæntingu. “Ó, það var í — en það er löng saga. Eg •Skal segja þér hana seinna,” greip hann fram í fyrir sjáifum sér. “Voru þar nokkrir viltir hestar?” spurði Arol. “Já, þar voru þeir.” “Mig furðar, að þú s«kyldir nokkru sinni koma þaðan; þar hefir hlotið að vera gaman að vera,” sagði Arol og stundi. Þegar hann vissi, að Liann gat ekki fengið meira að vita, gekk hann að glúgganum. Greifinn horfði á eftir-honum hugsandi. “Getið þér ímyndal^ yður eina af ástæð- um mínum til þess, að vera svo Lengi fjarver- andi, ungfrú Graham?” sagði hann. _ Constance roðnaði dáþtið, þegar hún svar- aði': “Nei, það get eg ekki, lávarður.” “Áf því eg vissi að til var maður, sem gæti tekið mitt pláss,” sagði hann og draþ höfði til drengsins. “Veslings litli, fátæki pilturinn! Það er lertt fyrir hann. Hann hefði orðið miklu betri markgreifi en eg.” Iíann virtist gleyma því, að hann hafði áheyrendur: “Slæmt, að eg skyldi ekki verða fyrir neinu óhappi þar úti öll þessi ár. Hann hefði verið vel hæfur til að gegna þessari stöðu. Það mundi enginn flekkur hvíla á hans nafni—” Hann þagnaði skvndilega. Constance, sem horft hafði á hann, roðn- aði á ný. Hann hló og strauk bendinni um ennið. “Skeytið ekki um Ynig, ungfrú Graham,” sagði hann með glaðari róm. “Mér verður stundum á að falla í Slíkar hugsanir. Eg get nú samt huggað mig með því, að Arol getur enn þá blotið tækifæri, það er enn þá nægur tími fy^r mig til að hálsbrotna.’ Constance áleit að hún yrði einhverju að svara. “Eg veit ekki hvers vegna það er svo áríðandi fyrir yður að hálsbrotna, lávarður. Þér eigið enn þá svo mikið af lífinu fyrir fram- an yður — standið í hárri stöðú-------” “Þér álíti^ það,“ sagði hann ákafur. “Þér haldið þá, að eg geti gert eitthvert gagn með lífi mínu—að eg eigi svo mikið af því fyrir framan mig? Ójá, en Liðni tíminn?” Hann varð svipþungur og röddin lág. Á þessu augnabliki kom Ruth inn í her- bergið. “Woife,” byrjaði hún, en þagnaði svo. Hún leit á Constance illúðlegum og hefnigjöm- um augum. ‘ ‘ Eg hefi leitað að þér alstaðar,’ sagði hún. “ Morgunverðarbjallan hefir hringt fyrir löngu síðan. Við bíðum öli eftir þér.” “Einmitt það,” svaraði hann og stóð hægt. upp. “Eg er nú þegar búinn að neyta morg- unverðar—það er að segja, eins mikið og Arol var svo góður að skilja eftir handa mér. En eg held að eg geti borðað ögn meira enn þá. Gieymdu ekki, Arol, að þegar stutt stund er liðin, ríðum við okkur til skemtunar góðan spotta — heyrir þú það?” Svo yfirgaf hann herbergið. Lafði Ruth fylgdi honum nokkur skref; en svo sneri hún við, lokaði dyrunum, stóð og liorfði á Constance meðan hún raðaði skóla- bókunum á eitt borðið. “Var það að yar tiLmæLum, að markgreif- inn borðaði hér, ungfrú Constance?” spurði hún. t Röddin_ og svipurinn benti á stjórnlausa afbrýði. Constance sneri sér við blóðrjóð' í andliti af þessari móðgun, en föinaði strax aftur. “Nei, iafði Ruth,” svaraði hún róleg' og köld. * “Arol hefir þá sennilega gert það, en þér hefðuð ekki átt að Leyfa honum slíkt. Eg held að ekki þurfi að vekja athygli yðar á því, að ]>að er ekki vanalegt, að maður í stöðu lávarð- ar Brakespears neyti morgunverðar aleinn með kenslukonu lítiis frænda síns.” •“Ef eg hefði getað komið í veg fyrir það, skyldi lávarðurinn ekki hafa borðað morgun- verð hér þennan morgun, lafði Ruth,” svaraði Constance eins rólega og hún gat. “Og eg heid, að eg geti ábyrgst, að hann geri það aidr- ei áftur. Á eg að segja yður hvers vegna?” Lafði Ruth teygði úr sér. “Já, ef þér viljið,’ svaraði hún drembi- lega. , “Af því að eg, ef að lávarðurinn' -skyldi í annað sinn fariyþess á leit, ætla að biðja hann að gera það ekki. Og þar eð hann er göfug- menni, mmrhann ekki troða sér inn hjá stúlku, sem ekki óskar eftir nærveru hans. • Og ef það yrði nauðsynlegt, skyidi eg segja honum, að eg hefði lofað yður, svo framarlega sem hann vill vera kyr í herberginu, þá yrði hann að vera aieinn.” “Eg s'kil yður fyllilegá, ungfrú Graham,” sugði Rutlh ofurlágt.. “Þér mætið mínum vel- meintu áminningum með opinberri ögran.” “Nei,” svaraði Constance, og varir henn- ar skuLfu nú í fyrsta skifti. “Eg vil að eins ekki taka móðgun með ró, lafði Ruth. Það er skylda sérhvers kvenmanns, sem hefir sjálfs- virðingu.” Ruth hló háðsllega. “Ag þér álítið þá Líka skyldu yðar að segja greifainnunni frá þessu öilu, já, máske mark- greifanum líka,” sagði hún. “Nei,” svaraði Constance rólega. “Fái þau nokkuð að heyra um þetta, verður það frá yður, en ekki mér. ” Ilskan í Ruth minkaði dálítið. “Það er bezt að við tölum ekki meira um þetta, ungfrú Graham,” sagði hún eftir litla þögn. “En það er bezt nð þér fáið að vita, hvaða orðróm greifinn hefir.” “Orðrómur hans er mér óviðkomandi,” svaraði Constance. “Það getur vel verið, en vanþekking yðar á honum getur ollað yður óþæginda. Mark- greifinn er maður, sem ekkert tillit tekur til algengra siða. Hafi hann nokkurn tíma gert það, þá hgfir hin langa fjarvera hans frá Eng- Landi komið honum til að gefa þeim engan gaum. Háhn mundi þannig ekki hika við að dekra'við hvaða stúlku sem væri, hve ung og óreynd sem hún væri.” Constance leit upp. Grehijuleg mótmæli léku á vöi'uin hennar, en RutH benti henni að ' þegja. “Gerið svo vél að hlusta á mig tiL enda” sagði hún, “eg ætla að tala blátt áfram og lireinskilnislega. Eg þykist nefnilega viss um, að eg sé að tala við unga og mjög vel gáfaða stúliku.-----” “Þökk fyrir,” gat Constanee ekki varist að segja. “ Já, og þess vegna tala eg hiklaust til yð- ar. , Greifinn hefir nú kynst yður á einkenni- logan hátt. Eg efast ekki um og furðar heldur ekki á því, að honum hefir fundist þér vera að- laðandi. Hann metur fallega stúlku eins mik-, ils og aðrir menn af sama tagi. En hann hik- f.r 'heldur ekki við að sýna henni hylli sína, óg það getur ollað henni ýmsra óþæginda.” “Það er undir gjálfri yður komið, hvort þessi óviðeigandi eftirsókn hans eftir yður held- ur áfram eða ekki. Hugsið um það, sem eg hefi sagt, og viðurkennið að eg er hreinskilin.” Eftir stutta þögn svaraði Constance: “Já, lafði Ruth, eg skal hugsa um það, sem þér hafið -sagt, og sömúleiðis um það, hvort eg gegt verið -hér, eftir að þér hafið talað þessi -orð, sem þér sögðuð.i’ “Þér eigið við, að: þér villjið yfirgefa þenna stað?” sagði hún. “Eg held yður sé ,ekki alvara að gera það. Þér eruð naumast af því tagi stúlkna, sem fús er til að hlýða öðrum stúlkum — og sízt ef þér hatið þær eins og þér hatið mig.”. “Eg hata yður efcki, svaraði Constance gröm í skapi. l t ![/• . I • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegun(juin, geirettur og ai8- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------- Limited----------- —" HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG Phone A-6275 KO L Drumheller Lethbridge Saunders Creek American Hard Vér beiðumst aðeins að þér reynið oss með eina pöntun og erum vér þá visrir um framhald á verzlun yðar. JAMES REID Phone A-6275 301 Enderton Bldg. Aðal augnamið vort, fyrst og síðast og alt af er ánægðir skiftavinir. Phone A-6275 KOL? KOL! vér seljum allar tegundiraf KOLUM Hörðum og linum. Beztu tegund af DRUMHELLER KOLUM sem þekkjast á markaðinum. Pantanir afgreiddar fljótt -----o-- Thos. Jackson & Sons Skrifstofa 370 Colony St. - Símar: B 62-63 1795 “Ekki?” sagði Rnth brosandi. “Það furðar mig.” “Eg hata yður ekki, lafði Ruth, en eg ber virðingu fvrir sjálfri mér,” sagði Constance. “Það er alt sem eg krefst,” sagði Rúth. “Engin ung stúlka í yðar stöðu með sjálfsvirð- ingu, getur tekið á móti hugulsemi frá hendi -manns í stöðu markgreifans —” “Heyrðu, Ruth. Nú bíðum við eftir þér,” kallaði greifinn í stiganum. Ruth opnaði dymar. “Munið það, sem eg -hefi sagt yður,” sagði hún við Constance. Constance beið fáeinar mínútur, og gekk svo inn í skólaherbergið. Arol sat við borðið, studdi liöndum undir kinnar og sparkaði með fótunum áér tit gamans. “Eg bélt að þér munduð aldrei koma,” sagði hann. “Hvað var Ruth að tala um við yður svona lengi?” “Við skulum láta það eiga sig, Arol,” svaraði Constance og opnaði bækurnar. V‘Láttu mig rannsaka þekkhigu 'þína, og hve langt þú ert kominn í bókunnm.” “Já, velkomið,” sagði Aroíl aliiðlega. “En hvað er nú þetta, góða, sem datt ofan á bókina? Þér grátið ungfrú, ungfrú Graliam. Hvað c-r það sem amar að yður?” “Ekkert, alls ekkert,” svaraði Constance fljótlega. “En lofið mér nú að heyra, bve langt þú ert kominn í stöfunarlistintí. Þú getur líklega stafað orðið ”kött”, bætti hún við með tilraun ti'l að sýnast glöð, “Já, auðvitað, “k-ö-t-t,” svaraði -hann. “Eg s-kal segja vður, að það er það, sem stofu- stúlkan kallaði Rutlh frænku fyrir ekki löngu síðan.” • j “Þú mátt ekki endurta-ka neitt af þessu tagi, sem þú heyrir, Arol. Manstu ekki að eg bað þig að geyma það bjá sjálfum þér?” “Jú, það er satt. Og það var nyjög ó- sanngjamt af henni — finst yðnr það okki líka? Hún var þess vegna rekin úr vistinni strax. Hún var annars alt iaf svo lipur og viðfeLdin, on Ruth og henni kom illa saman. Og þegar hún einu sinui í reiði kalláði hana “kött,” var. bún, einS og eg sagði, rekin í bnrt. Allir sem Ruth líkar illa við, verða að fara héðan. Eg vona að henni falli ve'l við yður, ungfrú Graham,” sagði hann skyndilega og -hiræðslu- legur á svip. “Það vona eg líka,” sagði Constance. 7. Kapátuli. Hin mikla nýung, að markgreifinn væri kominn iheim, breiddist út með hraða miklum, * og vakti svo inikla forvitni, fjær og nær, að margir komu til að sjá hann. Frá gbigganum sínum sá Constauce einn vagninn eftir annan aka heim að höilinni. Arol litli hafði verið klæddur í svörtu flauelsfötin sín. Hann var í sahram og bjálp- aði til að taka á móti gestunum. I

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.