Lögberg - 06.04.1922, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.04.1922, Blaðsíða 5
Bla. 5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APRfL 1922 Sciatica árum sam- an. Nú heiibrigður Vegna hvers C. Lachance mælir með Dodd’s Kidney Pills Petiite Vallee, Gaspe Co., Que. apríl 3.: (Einikafregn) — Mr. Oharles Lachance, velþektur borgari hér syngur látlaust lof um Dodd’ls Kidney’s Pills. “Eg hafði sciatica og gigt,” segir Mr. Lac- hance. “Veikin stafaði frá kvefi o gsvitinn streymdil af mér, þótt eg reyndi ekkert á mig. Eg bogna&i allur meira og minna. "Svo kom Sciatica og gigt, sem þjáöi mig í full fimm ár. “Eg notaði sex öskjur af Dodd’s Kidney Pills. Nú er heilsa mín hin bezta og eg skýri öllum sem eg get, frá árangrinum, sem eg hlaut af því að nota Dodd’s Kidney Pills. Dodd’s Kidney Pills verka und- ir eins á nýrun. pær koma þeim fljótt í lag og hreinsa sýrurnar úr blóðinu. Án ofmikillrar þvag- sýru, getur ekki verið um gig*,t að ræða. Spyrjið nágranna yð- ar hvort Dodd’s Kidney Pills komi ekki nýrunum fljótt í lag. Frá íslandi. Úr Skagafirði. Nú þe&sa dag- ana stendur Sýslufundur Skag- firðinga yfir. peir eru dálítið sér- stæðir Skagfirðingar mleð sín sýalufundahöld. pau mjinna á fornu vorþingin á gullöld landsins þar sem þeir rosknu og ráðnu koma saman til að tala um þjóð- nytjamálin og ráða ráðum sínuru. En unga fólkið á að hlýða á, leika sér, sjást og kynnast. pað hefir verið siður um langt skeið að sam- hliða hinum venjulega sýslufundi, sem háður er á Sauðarkrók, eru hafðir alnfennir umræðufundir, söngskemtanir, sjónleikir og dans. Kveðjuathöfn á að fara fram í a lþingish úsi n u á mánudaginn kemur, áður en lík Péturs Jóns- sonar ráðherra verður flutt á skipsfjöl. Séra Sigurður Stef- ánsson á að flytja ræðu. Síðastliðinn sunnudag andaðist á sjúkrahúsinu hér í bæ Jón pórðarson frá Hjörsey, bróðir Póturs pórðarsonar alþingis- manne. lönd, og hendir það á, að vegfar- andinn hefir tapað sér. Sé landið flatt, gengur sá er villur fer, f hring; en ef landið er hæðótt, knýr einhver óskiljan- leg hvöt göngumanninn til að komast eins hátt og unt er. Gönguþreytan sviftir vegfarand- ann al'lri fyrirhyggju, en yfiíVof- andi hætta starir honum í augu, og undir það ísíðasta klæðir hann sig úr hverri spjörinni eftir aðra. Plest það fólk, sem þannig hefir viLst, finst að minsta kosti als- nakið, og það er ráðgáta, sem sál- fræðingum hefir enn ekki tekist að leysa. Eftir farandi ráðleggingar eru hafðar eftir manni, sem lengi hefir dvalið við takmörik eyði- merkurinnar ,í Ástralíu: “pegar þú verður þess áskynja, að þú farir villur vegar, þá seztu strax niður, og reyndu að jafna þig og hrilsta af þér fátið er á þig kemur. Minstu þess, að helzta nauðsyn þín er að spara lífsþrótt þinn. “pú færð freistingu til þess að klifra upp hæðir, til að ná bezta útsýni. En gerðu það ekki. Sæktu heldur niður á við. Allar ár leita að ósi, og í dölunum eru vatnsbólin, og þar er helzt manna- bygð að finna. Auk þess þarf minni áreynslu til þess að ganga niður hæð en upp á móti gegn brattanuam “Strax og frétt berlst um það að barn hafi tapast í Ástnalíu- skógunum, yfirgefur hver einasti maður í nágrennihu verk sitt og slæst í hóp leitarmanna; ekki tjá- ir að tefja, því jafnvel að sumar- lagi endist vilt barn ekki lengi, en deyr af þreytu. — Auk hvítu leitarmannanna eru tafarlaust sendir út svartir eða innlendir ileitarmenn, sem lögreglan hefir í þjónustu sinni. pað er undra- vert að sjá' til þeirra þvínær hlaupandi á fjólrum fótum eins og isporhundar fylgjandi fótspor- um þess, sem viltur er, þótt hvít- ir menn sjái þar engin vegsum- merki: En þeir finna týnda barnið vanalega.” Týnt barn leitar á brattann. Á miðju sumri 1921 fanst beina- grind af barni á efeta tindi fjalll- klasa þes's á Skotlandi, er Bennac- hie nefnist. Allskonar sögur spunnust út af fundi þessum og getgátur um það, hvernig pg af hvaða ástæðum barnið hefði farið UPP á fjallið. Meðai annars rit- ar Ástralíumaur einn um þetta í blaðið “London Mail”: Beinagrind þessi er talin að vera af tveggja ára gömlu barni se»n fyrir nokkrum árum týndiist frá bóndabýli þrjár mílur frá fundarstaðnum. pegar barnið hvarf, voru ýmsar getgátur born- ar fram um það, hvað af því hefði orðdð. Sumir sögðu, að því hefði verið stolið af flökkufólki; aðrir hé'ldu að það hefði orðið svínum að bráð, og enn aðrir að örn hefði fe til vill hremt það og flogið með það >upp í klettaþró. pessar getgátur lýsa vanþekk- ingu leitarmanna og fólks yfir höfuð á atferli barna, senu vilst hafa. pað sem gjöra ’nefði átt, þegar barnið hvarf, var að leita á öllum hæstu stöðvum nærlendis, og á einhverri hæðinni hefði barnið vissulega fundist, nema þvl að eins að því hefði hlekst eitthvað á á leiðinni þangað upp. í Iandi eins og Ástralíu þar sem svo stórir flákar eru af óbygðu landi, hræðast menn ekkert eins mikið og það, “að verða til í ‘^ógi,” eins og það er kallað. Páir sem villast sækja því á brattann, hvert sem það kann að l«iða þá. Ekki að eins fara börn þannig að, beldur og allir s«n óvanir eru ferðum um eyði- Þyngist nm fimtán pund vegna Tanlac Henni fór að batna eftir fyrstu inntökuna — segir Mrs. Annie Unwin — er nú eins og önnur manneskja. “pað virðilst ótrúlegt, en er þó engu að síður satt, að strx eftir eg fór að nota Tanlac, kom bráð- ur bati í ljós. Var eg samt svo illa á mig komin, að eg hafði því nær gefið upp alla von um heilsu- bót. Eftir að eg hafði lokið úr tveim flöskum, var eg orðin heil heilsu og hefi ekki kent mér meins síðan”, sagði Mrs. Annie Unwin, 239 Mills St., Victoria, B. C. “Nú hefi eg þá bestu matar- lyst, sem hugsast getur og ágæt- ustu meltingu. pað fær mér meiri ánægju en frá megi -segja, -að vera nú að öllu leyti ilaus við hið langvarandi meltingarleysi og hafa þyngst um fimtán pund. Enda er ég í sannleika eins og alt önnur manneskja. “pað eru engar ýkjur þótt eg segi, að strax eftir fyrstu Tan- lac inntökuna, hafði mér verið farið að Istórbatna. Og þannig hélt batinn áfram jafnt og þétt, þar ttil eg var orðin öldungis jafn góð. Eg get ekki ilýst því, hve ánæg|iulegt mér finst, að geta mælt með Tanlac við aðra”. Tanlac er selt í flöskum og fæst í Liggetts Drug Store, Winni- peg. pað fæst einnig hjá lyfsöl um út um land; hjá The Vopni Sigurðsson, Limited, Riverton, Manitoba og The Lundar Trad- ing Company, Lundar, Manitoba. Irska málið. Ástandið á írlandi hefir verið meir en bágborið síðan Lögberg kom út síðast. Uppþot hafa átf sér stað hingað og þangað og all- margir menn hafa verið myrtir, var þetta að ágerast alla síðustu viku, unz í viku lokin mátti heita að suður Irland logaði í borgara stríði. Sá hluti lýðveldis-hers- inis írska sem snúist hefir á móti bráðabyrðarstjórn Ira hóf aðal uppreisnina og réðst á lögreglu sitöðvar isuður írlendínga um, alt land, tók flestar á sitt vald ásamt flutnings bifreiðum, og öðru því isem uppreisnarmönnum mætti ttt gagns koma. í Dyblin réðust þeir á bygg- ingu þá sem blaðið Freemans Jourual var gefið út í, eyðilögðu hana og prentvélarnar, blað það var ákveðið stuðnings blað Sein Finn manna áður en friðarsátt- málinn við Englendinga var gjörð- ur. En snérist þá í lið með Coll- ins og Griffith. Daginn eftir að þessi atför að blaðinu var gerð, kom það út í fregnmiða stærð, og vr þar tekið fram, að hvað sem á gengi, héldi blaðið áfram að koma út í einhverri mynd. Sagði frá atförinni og lýsti yfir því, að það ætlaði sér að halda áfram að berjast fyrir frelsi írlendinga hvað sem hver segði eða gerði. Collius stjórnin virðist ráðþrota að bæla.þennan óróa niður. En henni til máls bóta má þó segja það, að leiðtogar þeirrar stjórn- ar voru í Lundúnum, að reyna að ráða þar fram úr vandræðum þeim sem átt hafa sér stað á milli stjórnarinnar í Ulster annars- vegar, en Colliins stjórnarinnar hins. En samt er bót í máli að samn- ingur hefir komist á, á milli þess- ara tveggja méls aðíla, sem vænt- anlega hefir góð og varanleg á- hrif í för imjeð sér. Samningur sá hljóðar svo: I. Friður skal haldast frá deginum í dag (30 marz) A L S I Brick Tile og Lumber Co. Ltd. P : Brick og Hollow Tile framleiðendur Timbur og annað Byggingarefni. Afgreiðum pantanir utan af landi fljótt og vel. BRICK MANTELS 200 Tribune Bldg. WINNIPEG Talsími A5893 ' II. Frá deginum í dag lofast hlutaðeigandi stjórnir til þess, að vera samtaka að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur í því, að koma á friði I héruðum þeim sem ófriður hefir átt sér stað i. Lögreglan í Belfast. III. Fylgja skal eftir fylgj- andi reglum, við að mynda lög- reglulið í Belfaíst. 1. Sérstakir lögregluþjónar í héruðum þeimi sem protestantar og kaþólskirmenn búa í, skulu vera valdir jöfnuiml höndum úr hóp kaþolika og protestanta. Allir auka lögreglu menn, sem ekki þarf á að hálda í þeim fylkingum skulu leystir frá embætti og send- ir án vopna heim til héraða sinna. 2. Nefnd sem Kaþolikar velja, hefir hönd ,í bagga með að velja þesisa auka lögreglu þjóna. 3. Allir ilögregluþjónar, aðrir en leynilögreglumenn skulu vera í sérstökum einkennisbúningi og hafa sérstakt númer. 4. öll vopn og skotfæri, isem ihafa verið í höndum lögregl- unnar skulu afhent hershöfðingj- um á aðal herstöðum héraðanna, eða öðrum sem vald hefir til að veita þeim móttöku, þegar lög- reglumenn eru ekki við vinnu sína og nákvæmri reglu fylgt, með að veita vopnum og skotfærum móttöku, og einis þegar þau eru afhent. 5 pegar vopna leit er gjörð, skal hún að eins framkvæmd af hópi lögreglumanna, sem í eru jafn margir Protestantar og Kaþo- íkar. Ef lögreglan þarf á hjálp að hálda við slíkt, þá er herinn skyldur að' veita hana. Glæpa réttur. IV. Réttur án kviðdómfe iskal settur á stofn til þess að dæma fólk, sem sakað hefir verið um mikilfenga glæpi og skulu í þeim dómi sitja yfir dómarinn og einn af æðri dómurum norður írlands. Hver sá, sem fundin hefir verið sekur af kviðdómi hinum meiri, (Grand jury) um stórkostlegan gl®P, getur krafist að mál >sitt isé rannsakað í þeiimi rétti, og eins getur dómsmálastjóri Norður- írlands krafist að þau glæpamól sem honum sýnist, koma í þann rétt. Stórkóstlegir glæpir eru þeir kallaðir, sem krefjast dauðadóms, æfilangs fangeTsis, eða fangelsis vi&tar, sem lengri er en í sex mán- uði. Sitjórnin á Norður-írlandi á að hafa, nauðsynlegar framkvæmdir til þeiss að stofna þennan rétt. Nefnd til að rannsaka málin. V. Nefnd manna, sem( i eru jafnmargir protestantar og kaþo- líkar með sérstökum forseta, sem á víxl sé kaþolskur, eða protes- tant isé sett á stofn í Belfast og skal hún ransaka allar ákærur isem fram koma. Nefnd sú á að standa í beinu sambandi við s/tjórnina, að blöðin séu beðin um að auglýsa ékkert mál, eða mis- klíð nema með samþykki þeirrar nefndiar. VI. Lýðveldisherinn írski, á að hætta ölluml athöfnum í norð- ur héruðunum sex, en lögreglu gæsla sett þar á fót eins fljótt og við verður komið, á sama hátt og í Belfast. Viíleitni til sameiningar. VII. Innan þrjátíu daga eftir að lögin um sjálfstæði írlands eru samþykt, sem er sá tími ef Istjórnin í Ulster á að velja um aðstöðu sína til landamerkja mál- anna og lýðveldlis istyórnarfinnar írsku, og áður en 12. grein írska sálttmálans er lögð fram, þá skulu hlutaðeigendur hafa fund með sér aftur til þess að komast að niðurstöðu umi .(a.) hvort nokk- ur ráð séu fyrir hendi til þess að koma á friði á írl., og hvort nokk- ekki hægt, þá hvort hægt sé að komatet að samkomulagi um landamerkin öðru en því, sem tekið er fram í siáttmálanum, að farið verði eftir VIII. Stjórnunum á írlandi ber hvorri um sig að sjá um að fólk það sem dæmt hefir verið í útlegð fái aftur leyfi til þess að hverfa heim til sín, ef þær geta ekki komið sér saman, þá að leita til nefndarinnar, seip talað er um í fimtu grein þessa samnings. IX. Út af hinum sérstöku kringumstæðum í Belfast og þar í 'kring lofast stjórnin á Englandi til þess að leggja fram 500,0CÖ pund sterlíng, isem verkamála deild stjórnarinnar á Norður-ír- landi noti eingöngu til þess að bæta kjör verkamanna. Einn þriðji pa^tur upphæðarinnar ganga til kaþólíka, en tveir þriðju til protestanta. Umlboðsmenn Ulster stjórnariinnar að beita áhrifum sínum til þess að verka- fólk, sem vikið hefir verið úr vinnu, fái hana aftur og þar Sem slíkt er ekki hægt sökum verzlun- ar deyfðar, þá verði því fólki hjálpað á annan háltt. X. Uister stjórn og lýðveldis- stjórijf írlands geta ef málsaðiljarn ir koma sér saman fundið aðferð til að láta lausa pólitiska fanga sem í varðhaldi eru og brot hafa framið áðtir en þessir samningar eru undirritaðir, en engin afbrot sem framin eru eftir 31. marz skulu tekin itil meðferðar á þann hátt. XI. Stjórnirnar báðar eiga að beita kröftum isínum sameiginlega til þess að leggja að öllum hlutað- eigendum með að forðast æsing í ræðu og riti, og sporna á móti öllum' ákafa, sem friðnum geti verið til fyrirstöðu. Undir þenna samninga hafa þess- ir skrifað fyrir hönd lýðveldis- sinnanna írsku: Michael Collins, Eammon J. Dugan og Arthur Griffith. Fyrir Ulster stjórnina, Sir James Graig, Markgreifinn frá Londonderry og E. A. Marchdale Fyrir hönd Englendinga, Winston Spencer Churchill, Sir Laming Worthington-Evans og Sir Hamm- er Greenwood. Þvoið úr Lux pvoið ekki peysurnar yðar með öðrum þvotti. — pér þurfið heldur ekki að senda þaer út til að láta “hreinsa þær”. Dýfið þeirn ofan í hinn mjúka og innihaldsríka lög, sem hin dásamlega LUX uppfynding framleiðir. Veltir þvottinum hvorki til né nuddið hann. LUX annast um að gera hann hreinan. Vindið síðan vandlega upp úr þremur vötnum með jöfnu hitastigi, og breiðið ullarpeysuna, eða hvaða þvott sem um er að ræða, út í sóLskinið pað er eins auðvelt og þvo sér um hendurnar. Peysan yðar mun líta út eins og ný, með fallega og enduryngda áferð. __Hinar þunnu Lux-plötur, búnar til af oss samkvæmt ströngustu vsinda- reglum, leysast undir eins upp svo rækilega, að engar sápuleifar geta orð- ið eftir. LUX getur aldrei skaðað neitt, og er jafnvel enn hættuminna en hið tærasta vatn. LUX skarar fram úr — Sel að eins innsigluðum pökkum, rykheldum LEVER BROTHERS LIMITED Toronto. 1 tr Fréttabréf. Vogar P. O. Man., marz 15. 1822 Hcrra ritstjóri! pað er nokkuð langt síðan eg sendi þér línu síðast, en fátt hef- ir horið til tíðinda síðan. Tíðar- farið hefir verið nokkuð mitsjafnt, en yfirleitt hefir veturinn verið með þeim beztu sem menn muna. Desember og janúar voru óvana- lega frostavægir ea nokkuð stormasamir með köflum. Febr. var aftur nokkuð harður, bæði stormasamur og frostharður, en aldrei mátti kalla að mikið snjó- aði. með marz brá aftur til góðviðra, og h'lýinda. Síðan hefir mátt heita bezta tíð þótt í aprll hefði verið, það má kalla að snjór sé allur horfinn, nema þar sem áður voru stórskaflar. Sleða- færi er alveg farið, og er það nýtt að 'sjá menn með vagna á braut- um um þetta leyti árs. Víst imegum við búaist við að það snjói aftur, en varla stendur sá snjór lengi sem hér eftir kemur á auða jörð. Heybirgðir eru* 1 2 3 4 víst alment iangt yfir iþörf fram, því bæði hefir veturinn verið góður, og beyin reynst vél, enda munu margir hafa sett saman imeiri hey en þeir bjuggust við að þurfa til fóðurs, í þeirri von að hægt yrði að selja það. En sú von hefir brugðd-st, eins og flestar paninga- vonir nú á dögum. Nú vill eng- inn kaupa hey, því bæði mun það víða tojóðast, og svo eru gripir í svo lágu verði iað það borgar isig ekki að fóðra þá á dýru heyi ; en héðan flutt hey h'lýtur að verða id(ýirt vegna fllutnixigs kostnaðar. Heilsufar mahna hefir mátt heita gott í vetur. Engir hafa dáið hér í bygð nema háöldruð ekkja Ástfríður Jónsson (92 éra) tengdamóðir Jóhannesar Jónsson- ar að Vogar, (Hennar hefir áður verið minst í Lögbergi). Gripahöld hafa verið hér all- góð í vetur, hjá flestum. þó hef- ir víða borið á veiki í gripum (blóðsótt) en tekist hefir að miklu leyti að halda henni í skefjum með bólusetningu. J?ó hafa nokkrir bændur mist töluvert af gripum úr henni þar sem lækn- ingum hefir ekki orðið viðkomið í tima. Félagslíf hefir verið hér frem- ur dauft í vetur, því varla tel eg það með fjörkippum í þá átt þótt unga fólkið haldi danssamkomu. pó má geta þess að kvenfélag var stofnað hér í vetur; það er nefnt “Tilraun”. Mun það mest að þakka forgöngu Adaims prests por- grímssonar og konu hans. For- seti félagsins er Ólöf Jónsdóttir, kona Jóhannesar Jónssonar að Vogar P. O.. Fleistar konur þær er i söfnuði eru hér, eru gengnar í félagið, enda mun tttgangur þess aðallega, að vinna að safnað- armálum. Félagsskapur hefir verið hér fremur daufur meðal okkar bændanna. Ósikandi er að konunum farnist betur. m Alþýðuskóli Adams prests er nú tekinn til starfa á sama stað oar í fyrra vetur. Lærisveiuar eru þar 14; nokkrir þeir sömu og í fyrra vetur, en sumir nýir. Allir hugsandi menn nnunu áma því fyrirtæki heilla og langra lífdaga. Húsbruni varð hér 11. þ. m. Brann þá hús Björns bónda Arnfinnssonar að SigHunesi. Veð- ur var hvast, en fáir heima; varð því fáu bjargað. Eldsábyrgð var á húsinu um $1600' en engu að síð- ur er skaðinn mikiíl, því húsið var því nær nýtt, og þar fórst all- ur fatnaður og allir innanstokks- prunir. Maðurinn er bláfátæk- ur, og hefir þunga fjölskyldu. Sveitastjórn var isett hér á laggimar fyrir þremur árum. Hugðu flestir gott ttt að hún mundi verða bygðinni til fram- fara og uppbyggingar, en ttla þykjast þœr vonir rætast. Um- bætur á vegum voru byrjaðar, og leit allvel út með framhald á þeim, en vont árferði og peninga- leysi, er þar þrándur í götu eins og víðar. Gjöldin greiðast illa, margir geta ekki, en sumir vilja ekki borga. þeir eru óánægðir með framkvædirnar og þykjast lítið sjá í aðra hönd. Af þessu leiðir að sveitin er í fjárþröng, svo allar framkvæmdir em bann- aðar, nema bót ráðist á bráðlega. Af þessu sprettur óánægja og flokkadrætitir meðal sveitarbúa. Sumir vilja leggja niður sveitar- stjórnina, um óákveðinn tíma. Aðrir vilja taka stórt lán til að mæta útgjöldum, og halda áfram framkvæmduim; og enn aðrir vilja innheimta með harðri hendi a'lt sem hægt er, en varast allan kostnað þar till fjárhagurimn lag- ast. pessi mál eru mörgum kappsmál, og óvíst hvað ofan á verður. Fiskiveiðar hafa hepnast tæp- lega í meðallagi í vetur, aflaföng í minna lagi hjá flestum, en verð- ið mjög lágt í frosnum fiski. ó- frosinn fiskur komlst í allgott verð, 8—10 eent pundið, þegar bezt var, en seinlegt og örðugt að vernda fiskinn frosti um hávetur og verður því ódrjúg veiðin á þann hátt. peir munu því fáir sem hafa haft mikið upp úr fiskiveið- um í vetur fram yfir toostnað. Verzlun er hér dauf eins og víðar. Bændavörur allar í lágu verði, o gsumar verðlausar. Gripa- kaupmenn allir hættir, svo gripa- sala hefir verið mjög lítil í ár. Smjör og rjómi hafa verið einu vörurmar sem hafa haldið þolan- legu verði alt til þessa, en nú hafa þær 'lækkað að mun í vetur. Smjör selst nú á 30 cent hér, en rjóminn á 28. — Ull og húðir verð- laust. Af þessu sem að framan er skrifað, má sjá, að efnah®gur íbænda hér er erfiður, og svo mun víðar vera, því miður. — Satt að segja hygg eg flesta bændur vera að eyða af höfuðstól sírnum, meira og minna, því auðsætt er að ár- leg framleiðsla hrekkur ekki til í þessu árferði. Sumir hafa átt peninga, sem nú er gripið til, aðrir hafa tekið lán í bönkum, og eru .þanni^ að eyða fyrir fram eign þeirri isem í búinu stendur; og enn aðrir kaupa «í skuld og taka lán hvar sem hægt er að fá það. þó er sú bót í máli að flest ir hafa fjölgað gripum í ár, því fátt hefir verið hægt að selja, og menn gera sér von um að verðdð fari hield'ur hækkandi. Útlitið er ljótt, sem stendur því verður ekki neitað; en ekki þarf okkur eldri mönnunum að ofbjóða það, sem munum verstu harðindin og verzlunar kreppuna á gamla land inu fyrir 40—50 árum; við ættum ekki að örvænta þó dálítið þlési á móti. — G. J. --------o-------- Að brúa gjána. (Framh. frá 2. bls). ur nema með vatnsveitingum, sem eru svo dýrar að bæði nautpen ingur og mjólk verður afardýrt. Tvö hundruð dfellars fyrir grilp sem er ókydbættur og Mtilfjör- legur, og þrjátíu og fimm cent fyrir mjólkurpottinn. pað er að víisu erfiðleikum bund- ið að ná 1 þessa verzlun. Full- orðnir gripir, sem fluttir eru inn eiga sér vart lífvænt fyrir biti eiturkvikinda. En ungviði, sem er hraust þolir ókosta þá, sem á eru furðu vel og afkvæmum þeirra sem með öllu eru alin upp í hér- uðunum, er engin hætta búin. pannig gæti eg haldið áfram að telja upp landafurðirnar: smjör, sem bændur gátu ekki selt í búð- ir árið sem leið á fimtán céht pundið, seldist í litlum blikkkönn- um sem vörnuðu því skemda á einn dollar og fimtíu cent pundið á landamærum Mexico, og fyrir þrjá dollara og fjörutíu cent þeg- ar lengra kom inn í landið. pað Isem hér að framan er sagt, er nóg tii þess að sanna, að við erum ekki að brúa gjána, sem er á milli þess sem Canada getur framleitt og þess sem heimsþjóð- irnar þurfa að kaupa. Thal dull never-*nding +ain. R S. C. Hanson, of the Com- y mercial Hotel, Poplar, B.C., segir: “Mér reyndist Zam-Buk mlerkilegt meðal við gylliniæð. Eg hafði þjáðst árum saman og verk- irnir voru svo átakanlegir að eg gat tæpast dregist éfram og misti mikið af blóði. Eg fór undi'r uppSkurð á The Sacred Heart Hospital, Spokane, en innan tólf mánaða var gyllini- æðin komin í verra horf en nokkru sinni fyr. öll þau meðul er eg reyndi báru enfan árangur, fyr en Zam- Buk töfrasmyrslin nafnkunnu, komu til sögunnar. pá skifti fljótt um. Gylliniæðin fór sam- stundis að láta undan og eftir að hafa notað sex öskjur af Zam- Buk, voru allar þrautir á enda og eg algróinn isára minna. Gylliniæðin hvarf fyrir þrem árum og hefir ekki gert vart við sig síðan.” Zam-Buk diregur óvana'lega fljótt úr sviða og sárindum. pað verkar undir eins. pað stend- ur á sama hvers eðlis gýliiniæðin eða sárin eru. Zam-Buk drepur gerlana og endurskapar hrausta húð. Zam-Buk er unnið úr jurtasafa og vinnur, græðir sár tafarlaust, hvernig sem þau eru til komin. Smyrsl þetta hi-einsar og fegrar húðina og nema brott sárindi og þrota. 50 cent hylkið, 3 fyrir $1,25, í öllum lyfjabúðum eða beint frá Zam-Buk Uo., Toronto. Reynslu- skerfur sendur gegn 1 cents frí- merki, ef blað þetta er nefnt, ogsobáf.nhst ðafbðoifciki Jg));e

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.