Lögberg - 20.04.1922, Page 4

Lögberg - 20.04.1922, Page 4
Bk. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. APRÍL 1922. Sumarkoma. Ekkert orð í máli þeirra þjóða sem norð- nrhvel jarðarinnar byggja, er eins inciælt og orðið snmar. Ekkert orð sem til er í máli þeirra þjóða lofar eins mikln og orðið snmar. Ekkert sem til er í mannheimum, hefir eins mikil áhrif á líf mannanna og kjör þeirra eins og snmarið. , Eftir engri árstíð er beðið með eins mikl- um fögnuði eins og snmrinn. Slíkt er eðlilegt, vetnrinn er tíð kulda og klaka, en kuldinn er mönnnm ógeðfeldur og mönnnm líður aldrei vel, þegar þeim er kalt. 1 vetrar sikammdeginu þrá menn sól. 1 vetrarhörkunum hlýju. Hvorttveggja veitir sumarið. Þegar fannblæja hýlur jörðina svo íhvergi sér stingandi strá, en menn eru bjargarlitlir fyrir búpening sinn, þá er sumarkoman eina úrlausnin. — Sumarið, þegar sumarsolin heilir ylgeisl- um sínum yfir láð og lög, þegar snjórinn, frost- ið og kJakinn missir rnátt sinn og hverfur fyrir vermandi geislum hennar, iþegar grösin sem frostið hélt í heljargreipnm fara að teygja brod<i sinn upp úr sólhlýjum sverðinum; þeg- ar blómin breiða út krónu sána mönnum til á- nægju og yndis, þegar skógarylmnrinn fyllir loftið og fuglarnir, sem vetrarhörkurnar hröktu á burt syngja á greinum hans, þá er fylling vona imanna fengin. Þá er grimd vetrarins þrotin. Þá er lífgjafi náttúrunnar, — sumarið — kominn. Náttúran, þetta undraverk skaparans, risin af dvala, í sínum mikilleik og breytilegu feg- urð og blasir við sjónum vor mannanna og það er eins og hvert einasta blað hennar, hver ein- asti laufþytur og hver einasti lækjarniðnr segi: “Að lífið sé fögnnðnr friðnr og náð.” Hvílík breyting frá stormum, byljum og hörkum sem veturinn hefir að bjóða, til hiös græðandi yls, sem snmarið færir öllu lífi á jörðunni. Og 'SÚ breyting er fólgin að eins í einu — í yl sólarinnar. Hvað margir af lesendum Lögbergs skyldu, þegar þeir hafa staðið eða standa við árstíða- mót vetrar og sumars, með hörkukulda og erf- iðleiika vetrarins í huga og 'líka með gleði, von og fegnrð sumarsins, hafa hugsað um vetur- inn og sumarið í lífi vor mannanna. Hver einasti maður hlýtur að sjá áhrif vetrarins á ríki náttúrunnar. Hlýtur að finna kuldann og gróðurleysið, sem alstaðar umkringir oss í ríki vetrarins. Mundi ekki veturinn í andlegri merkingu hafa eitthvað svipuð áhrif á sálarlíf vort, á sambúð vora hver við annan. á orð vor og at- hafnir, eins og hann hefir á jarðargróðann í ríki náttúrunnar ? Ár eftir ár höfum vér séð blóm jarðarinn- ar fölna fyrir hausthretunum. Ár eftir ár höfum vér séð menn og konur hníga máttvana fyrir nístandi vetrarkuldanum. Ár eftir ár höfum vér séð jarðargróðann blikna og deyja í vetrarfrostunum. En samt er eins og sú mikla lexía hafi farið fram hjá oss mönnunum, — samt er eins 0g vetrar- ríkið, sé sífelt að vaxa í sálum mannanna. Enginn lifandi maður efast minstu vitund um, að það er ylur sólarinnar sem breytir vetr- arkuldanum í sumarblíðu, klakabreiðunni í blikandi vötn, köldum sverðinum í grænt engi og gefur allri náttúrunni líf. Mundi ekki ylur kærleikans í lífi mannanna gjöra hið sama? Það er víst enginn vafi á því. — Það er engum efa undirorpið, að sumar í sál manna og mannfélaga, getur ekki að eins valdið eins miklum breytingum, eins og það gjörir í náttúrunni, heldur gjörir það áreiðan- lega, ®vo framarlega að það fái að bræða kuid- ann, sem þar hefir sezt að. Látum oss því fagna sumarkomunni í nátt- úrunni og sumarkomunni í iífi mannanna og segja með skáldinu: ' “Þú kemur, — fjallið klöknar, tárin renna; sjá klakatindinn roðna, glúpna, brenna! kom, drotni lík, í makt og miklu veldi með merkið sveipað guðdómstign og eldil Kom til að lífga, {', örga, gleðja fæða, og frelsa, teysa, hugga, sefa, græða. 1 brosi þínu brotnar dauðans vigur, í blíðu þinni kyssir trúin sigur.” P ólkið á að ráða. Engin rödd hefir látið hærra í eyrum manna á sáðustu áratugunum, en röddin, eða réttara sagt raddimar, um að fólkið eigi að ráða. Páar eru knningamar sem frjóvari jarð- veg hafa fundið í hjörtum manna um þver og endilöng löndin, en kenningin um forgangsrétt fjöldans, til yfirráða í laiids og félagsmálum, sem ekiki heldur er að búast við, því kenning sú er fögur, og aðlaðandi fyrir hvert einasta mannsbara, að vera valdhafi í því mannfélagi sem hann er partur af. En um nothæfni þessarar kenningar til heppilegrar úrlausnar á hinum oft erfiðu við- fangsefnum mannfélagsins, er víst talsvert mikið vafamál. Yér höfum séð, bæði í liðinni tíð og níi- tíð, hvaða afleiðingar að alþýðuvaldið, þegar það hefir brotist fram í sinni eðlilegu mynd, hefir haft. — Það hefir aldrei frá fyrstu tíð 0g til þessa dags getað stjómað sjálfu sér. En þó undarlegt megi virðast, með öllu þesisu alþýðuvaldstali og alþýðUvalds kenning- um, þá er alþýðan komin ömurlega skamt í því að geta notað það vald, sem upp í hendur henn- ar hefir verið lagt. Vér lítum vfir mannlífið í kringum oss, í landi þar sem alþýðuvaldið hefir verið dýrkað ár fram'af ári og hvað sjáum vér? Þróttmikla menn og konur, sem hugsa sjálf og eiga yfir nógu miklu viljaþreki að ráða, til þess að fram- fylgja þessum hugsunum sínum að settu tak- marki. ? Nei. Vér sjáum ótal flokka smærri 0g stærri, sem eru leiddir sitt í hvora áttina af mönnum og k'Onum, — mönnum og konum, sem era meiri hæfileikum og viljaþreki gædd, en vanalega gerist, án þess að sumt af því fólki viti á hvaða leið það er, né að hvaða marki það er að stefna. Og svo segja menn að fólkið eigi að ráða. Sannleikurinn er sá, að á því menningarstigi sem mannfólkið er á nú, getur alþýðan ekki ráðið ti'l lengdar, því hvort sem mönnum líkar það nú betur eða ver, þá hafa það verið þeir fáu sem hafa ráðið — þeir fáu sem fram úr hafa skarað að viljaþreki og vitsmunum, og svo mun það æfinlega verða. Vér lifum á fram- fara öld, eða vér höldum það að minsta kosti, og segjum að uppfyndingamar 0g framfariraar nálega í öllum greinum, reki hvorar aðra. Ein af þftssum nýju uppfyndingum, er að- ferð til að mæla vit manna. Áður fyr gátu menn ekki gjört það, þeir urðu þá að sýna það í verki. En nú eram vér komnir svo langt áfram á menningarbrautinni að hægt er að mæla vits- muni manna án þess að þeir þurfi að reyna á sig að sýjia þá í verkinu. Aðferð þessi var viðhöfð í ýmsum löndum, þegar skorin var upp herör í sambandi við stríðið síðasta og viljum vér draga hér fram á- rangur þessarar rannsóknar í einu landi, — ná- grannalandi vora Bandaríkjunum. Árið 1918 ' var mælikvarði þessi lagður á vitsmuni nálega tveggja miljóna manna, bæði liðsforingja og ó- breyttra hermanna, sem gengu í Bandaríkja- herinn 0g hann var jafnt Jaigður á upplýsta sem óupplýsta, læsa jafnt sem ólæsa menn, því aðal áherzlan var lögð á að komast að því, hve uskilningsgóðir þeir væra, hve heilbrigð dóm- greind þeirra væri og hve úrræðagóðir þeir væra að ráða fram úr ýuisum erfiðdeikum, sem þeim kynnu að mæta. Af hvítum mönnum sem gengu undir þetta próf, reyndust tuttugu og tveir af hundraði að hafa vit á við níu ára andlega heilbrigt barn og þar fyrir neðan. Fjörutíu og sjö 0g þrír tiundu af hundraði höfðu vit á við tólf ára andilega heilbrigðan ungling oig þar fyrir neðan. Af öllum svertingjum, sem gengu undir próf þetta vora áttatíu og níu af hundraði, sem höfðu vit á við tolf ára andlega heilbrigðan ungling og þar fyrir neðan. Svo eftir þessu prófi að dæma, sem síðar, er erfiðleikar stríðs- ins mættu mönnum, reyndist í flestum atriðum ábyggilegt, þá reyndist mikill meiri hluti þeirra sem undir það gengu, það, sem þeir á nýju vís- indamáli kalla “Morons” það er á milli vit- firringa og 'þess fólks, sem talið er andlega heilbrigt. Koua ein að nafni Comelia James Cannon ritar um þetta mál nýlega í Atíandic Monthiy tímaritið alkunna og vandræðin sem af þessu ástandi geti og séu líkleg að leiða og þó engin ástæða sé til að haflda að alþýðan í Bandaríkj- unum se ver farip í þessu efni en alþýða sumra annara landa, því sjotíu af hundraði af fólki því sem fætt er á Póllandi og sextíu og þrír af hundraði af þvi sem fætt er á ítalíu og sextíu af hundraði af þeim sem fæddir era í Rússlandi og gengu undir prófið, fyltu flokk þeirra fá- ráðu. Þá kemst hún að þeirri niðurstöðu, að svona sé ástatt í andlegum efnum fyrir miklum meiri hluta af Bandaríkja þjóðinni og bætir við: “Hjá slíku fólki þróast óeirðin, þar þrosk- ast sikríflshátturinu, það er verkfæri í höndum æsingamanna, því það er sérstaklega móttækilegt fyrir það ofríki tilfinninganna, sem hefir auð- kent svo marga af þeim mönnum þjóðfélagsins, sem fyrir glæpi hafa verið dæmdir. Það er fólk sem berst áfram í hugsunarleysi af því að það getur ekki hugsað. Fóflk sem ekki er fært um að Ieggja neitt til úrlausnar vandamálum vor- um, heldur er hinni menningarlegu framþróun vorri til tafar. 1 mannfélagi, sem litlum þroska hefir náð, getur það máske orðið að liði, en í mannfélagi, sem er eins margbotið og það sem vér erum að reyna að byggja upp, getur stafað af því hætta og eyðilegging. ” Mundi nú ástandið í þessu efni vera verra í Bandaríkjunum heldur en það er annarstaðar t. d. hér í Canada? Oss dettur ekki neitt slíkt í hug. Mundi hættan sem af þessu ástandi stafar vera meiri í Bandaríkjunum en í öðram lönd- um, þar sem hið andlega ástand fólksins er eins? Ekki er það líklegt, en mögulegt er þó, að þetta afl, sem ekki megnar að stjóma sjálfu sér, verði erfiðara viðfangs í ungu þjóðfélagi heldur en gömlu. Vér vitum ekki hvar hættan er mest, og ekki heldur hvar hún muni fyrst brjótast út. En vér vitum eitt og það er, að eitthvað stór- kostlega mikið er að hinni svokölluðu menning vorri og mentun, þegar annað eins og þetta getur átt sér stað, því óefað er hér frekar um að kenna hinum ytri kringumstæðum, en hinu andilega upplagi. -------o-------- íslendingar og Spánverjar. Síðustu fréttir segja að í óefni sé komið á milli íslendinga 0g Spánverja út úr vínbann- inu á fslandi. Spánverjar krefjast að Islend- ingar leyfi innflutning á spöniskum víntegund- um til íslands, og ef það verði ekki leyft, þá verði allur íslenzkur fiskur úti lokaður frá Spáni. Fréttin, sem því miður virðist sönn, þvi hún er gefin út af Dr. Cberrington alheims- ritara vínbannssambandisins, segir að nefnd manna hafi verið skipuð til þess að semja lög er nemi vínbannslögin á Islandi úr gildi, verða þau lög fyrst að vera samþykt af Spánverjum, — það er að Spánverjar verða að lýsa velþókn- un sinni á þeim áður en fslendingar sjálfir samþykkja þau, sem meinar að Spánverjar hafa tekið íslenzku þjóðina, fámenna og varn- arlausa, þeim þræla tökum í þessu máfli, að hún verður ekki að eins að afnema vínbannið, mót vilja isínum, heldur heimta Spánverjar að fá rétt til að setja velþóknunar stimpil sinn á á þessi brennivínslög, áður en ís'lendingar sjálfir meiga samþykkja þau,. Er það fáheyrt tuddabragð og beint brot á móti sjálfsákvæðis- rétti þjóðanna, smárra jafnt sem stórra, sem menn tala svo mikið um nú á dögum, og hlýtur að liggja önnur þýðingar meiri ástæða til gmndvallar fyrir þessu tiltæki Spánverja, held- ur en að koma vínföngum sínum inn til íislands, því markaður sá, sem þeir fá með þessu athæfi sínu þar, getur ekki munað þá neinu. Ný rit send Lögbergi. Nýlega hefir Steinn Dofri sent oss rit, sem hann nefnir “Bútar úr ættasögu íslendinga á fyrri öldum.” Er það sérprentun úr grein- um þeim sem birtust í Syrpu um það efni og er þetta 75 blaðsíðu bæklingur í 16 blaða broti. Vér búumst við að fólk yfirleitt telji þetta óþarft verk eins og margt annað, sem ekki fellur inn í hinn gleiðgenga hugsunarhátt nú- tíðarinnar. En hvað sem um það kann að verða sagt, þá er það vást að hér er um heil- mikinn fróðleik að ræða, sem er ekki eins ó- þarfur og sumir menn hyggja í fljótu bragði. Ættfræðin, sem því miður virðist vera i niður- lægingu hjá þjóð vorri um þessar mundir, er einn af aðal þáttunum í sögukerfi þjóðar vorr- ar og vei'ður sagan því vart sögð til hlátar, án þess að byggja að allmiklu leyti á þeirri fræði- grein. En það er með þessa fræðigrein eins og sumar aðrar, sem mikilla rannsókna þurfa við, að þeir sem hana stunda geta ekki notið sín nema að þeir hafi gott næði og sem bezt gögn við hendi. En til þess þarf aftur fé, — en íslenzkir lista- og fiæðimenn flestir fátækir og því vinnast verkin seint. Höfundur þessa rits er að iíkindum einn mesti fræðimaður sem íslenaka þjóðin á í þeirri grein, en hefir aldrei getað notið sín, og væri iflla farið að fræðimenn þeir, sem þjóðin hefir eignast á þessu sviði, dæu svo út, að þeir fengju engu til leiðar komið. Væri ekki þess vert fyrir íslenzk fræðifé- lög að hugsa um hvort óksleyft sé að fá ættfræð- inga vora, til þess að semja ábyggilega ættar- sögu Islendinga, ef ekki allla söguna, þá að minsta kosti yfir hin fyrri tímabil hennar? 1 þessu hefti, hefir höfundurinn tekið tii íhugunar ætt frú Amþrúðar á Urund í Eyja- firði, upphaf Langsættar og þátt úr ætt Odd- verja á 14. öld. Um ritvissu í þessum efnum dettur oss ekki í huga að dæma, þvá til þesis skortir oss þekk- ingu, en ætla má að þeir menn, sem leggja þessi eða önnur fræði fyrir sig, sjái sórna sinn í, að verk þeirra séu sem ábyggilegust. Óþarfa hnútu sendir höfundurinn mönnum hér í bænum í formálla, sem hann ritar framan við þessa þætti sína, og fer illa á því. Öryggis-geymsla fyrir verzlunarskjöl, einkaskjöl, gull- stáss yðar, verðbréf o. s .frv. fæst með því að leigja SAFETY DEPOSIT BOX eða öryggiskistu. Skilmálar fást hjá THE ROYAL BANK OF GANADA Borsraður höfuðstóll ojr viðlagasj.... $40,000,000 Allar eignir ...... 1............$483,000,000 Ihugun og verknaður. Ræða flutt af E. J. Thorláksson. á mælskusamkepni stúdenta. Efnið sein eg hefi valið mér í kvöld er ékki með fáum orðum útlýst, en samt mætti nefna það “íhugun og verknaður.” Undir- stöðu ræðu minnar sæki eg aftur í tímann og kýs mér fyrir kennimann William Shakespeare, hinn guðdómlega hugvitsmann, sem skygnst hefir inn í öll fylgsni sálarinnar, íklætt hugsanir sínar ljóma ímyndunaraflsins og ritað þær fyrir oss méð ódauðlegu letri. Shakespeare — það er eins og eitt- ihvert töfraafl fýlgi nafni hans, því þess lengur sem mannkynið lifir, þess meir læra menn að virða hann. Það má telja á fingrum sínum mikilmenni sem hafa brugið fyrir í manniheimin- um eins og leiftur frá eilífðinni, Shakespeare, Yictor Hugo, Geethe. , Með risasporum hafa þeir gengið yfir jarðhnött vorn, miælt af munni eilífar hug- sjónir og horfið svo aftur í undra- heiminn sem 61 þá í skauti sínu. Ósjálfrátt dregst hugur minn að “Hamlet”, 'þessum ógurlega sorgarleik, sem heillar hugi mianna eins og segulmagnið dTeg- ur að sér stálið. Herbert Tree hefir sagt að ungur maður geti ekki leikið Hamlet, og að þegar skilningurinn komi með ellinni þá sé fjörið og krafturinm þrot- inn. Svo tók það mikið á hann sjálfan þegar hann lék Hamlet, að hann v.xr magnþrota lengi á eftir. Samt telur enginn sig fulilkominn Teikara fyr en hann hefir í það minsta reynt að leysa úr þessari örðugu gátu. Máske það sé líka að eins ofurhugi æsk- unnar sem léiðir mig tiil þess að ráðast í þetta efni í kvöld. Hvað get eg þékt inn í leyndardóma lífsins, hvernig dirfist eg að dæmia um meistaraverk sem kafar hyldýpi sorgarinnar og snertir viðkvæmuistu hjai larus strengi? Eg ætla ekki að dæma. Eg vil tala um hetjur, iþví hetjudýrkun er æskunni töm, og ef mér tekst illa þá er það af vanþékkingu en ekki af því að edlhugann og vilj- ann skorti. Hver er þessi undrakraftur í “Hamlet”? Hvernig hefir þessi ungi göfugi maður ollað heila- brotum/ spékinga og örvænting leikara? Mér finst það sé af því, að hann her í sálu sinni al!la lífsins ráðgátu. Og hann sem vill breyta rétt við álla menn leitast við að ráða þessa gátu og finna braut sannleikans. Af því ihugur hans er djúpur og til- finningar hans viðkvæmar, þá sér hann svo glögglega hætturnar og villurnar, sem hann gæti ratað 1 með of fljótum verknaði. Hann hugsar og í þessu otÖí “hugsar” er innifalinn sorgarleikurinn. Hann íhugar sína eigin sál og hann verður þess fulviss að, “óg- urleg er andams leið upp á sig- urhæðir.” Samt vilil hann ekki rengja nokkurn mann. Draug- ur föður hams íhefur sagt honum frá hlóðisök Claudiusar, en það er ekki nóg — hann vill fá sönn- un, af því hann ihugsar — hugsar 0g yfirvegar. Hann keirtst ekki að meinni niðurstöðu. Voða- légur efi sverfur að honum og hugartþrek hans virðist ætla að bila. hann grípur til þess úr- ræðis að látast vera vitskertur og í þessum óguriega dulbúningi glímiir hann við efasemdir sínar. Jafnve ást hans til Ópheliu verð- ur að lúta lægra fyrir ásetningi hans að komast að sannleikanum. þegar Hamlet hrópar í neyð sinni, þá er eins og “æpi stiknað hjarta”. Hann sér enga úrlausn. Svo þegar hann ætlar að drepa Clau- dius, seka manninn, þá er það Polomius sem verður fyrir sverði hans. Svona fór það. Eftir alla hans irhugun og gætni, þá varð það samt að fara svona. Er þetta ekki isorgarleikurinn ? Er þetta ekki gáta hvers einasta manns. — Næsta sporið getur leitt mann í gilötun. En Hamlet er alt af göfuigur og hugprúður, altaf hefir hann hylli vora og samhygð og dýrðlegur verður hann þegar hann stekkur í gröf heitmeyjar sinnar, 'því Hantlet elskaði og ást hans var eins djúp og hugur hans, en hann fórnaði ástinni á altari réttvísinnar. Ástin var stór, en lífið var stærra. þegar hann var búinn að réttlæta morð föður síns þá mátti hann rnjóta ástar- innar — en með réttlætingunní kom dauðinn, og Harrtlet tók á móti hOnum rólegur og með broia á vör og með blíðlega aðvörun til vinar síns. Hetja í lífi og dauða, við kveðjum þig Hamlet. þannig hefir Shakespeare Iýst sorgum vor allra og í þenna leik hefir hann látið streyma aTla ireynslu sína, alla krafta hugvits síns og alla gæsku sína. Svo segir hann oss að lífið sé heilagt. Ham- let slær eiturbikarinn frá vörum vinar síniS' og biður hann að lifa. En svo eru ti'l aðrar hetjur — hetjur sem koma í framkvæmd fyrst og hugsa á eftir, eða ðlliu heldur leggja meiri áherzlu á verknað heldur en íhugun. Nú vil ieg leita til fornaldarsagna ís- lands og Noregs, til að finna dugnaðar mennina, afrekismenn- ina, hétjumar seiri vildu deyja með hjálm á höfði og sverð í hendi. Og þeir viidu vinna stórvirki. þess vegna gengu þeir í stríð, þar sem jþeir gátu heyrt vopnabrakið og herópin, — þar sem þeir gátu vaðið í blóði og fundið krafta sína streyma í æðunum. Ástríður Vorir nýju Kœliskápar eru nú komnir á markaðinn og seljast með kostakjörum. Festið kaup á meðan úr nógu er að velja No. 1 Björk eða með gyltum lit, Sundurhólfað...............$18.50 No. 2. Eik eða Björk, stór- hólfað................$20.75 No. 7. Úr fögxum bjarkviði. Stór og fallegur skápur $37.75 Allar stærðir, allskonar verð. Yér höfum miklar birgðir af bama- kerrum, fallegum og ódýrum. JÆlfc/7//e/d “The Reliable Home Furisher” 492 MAIN STREET WINNIPEG TEL. N 6667 Opið frá kl. 8.30 f.h. til kl. 6.00 e.h. Lán veitt áreiðanlegu viðskiftafólki.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.