Lögberg - 13.07.1922, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.07.1922, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getuí. R E Y NIÐ Þ AÐ! TALSÍMI: N6617 - WINNIPEG ft. Það er til myndasmiðiir í borginni W. W. ROBSON Athugið nýja staöinn. KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mót Eatoa 34. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA. FIMTUDAGINN 13. JÚLÍ 1922 NOMER 28 Látíð ekki hjálíða að greiða þingmannaefnum frjálslynda flokksins atkvœði yðar 1$. þ. m. Flokknum, sem tók við Manitobafylki í dýki skulda og óreiðu, en sem hefir stýrt því, á versta tímabili sögunnar (stríðstíman- um), upp á sjónarhól fjárhagslegs álits. -- Nú viðurkent fremst af öllum fylkjunum í Canada. MINNlST ÞESS ÞANN 18. Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Nokkrir Kínverskir auðmenn, hafa verið á ferðalagi um Vestur- Canada, í þeim tilgangi að kynna sér verzlunar og iðnaðarlíf þjóð- arinnar. Er mælt að þeir muni hafa í hyggju að stofna kínversk- an banka í Edmonton, Alberta, og ef til vill á fleirum stöðum, svo frebii, að líkur sé til að það marg- ir Kínverjar eig'i heima í þeim bygðarlögum og vilji skifta við þá, að trygt sé að slíkar stofn- anir beri sig. Senator James A. Calder, sem staddur er í Regina, Sask, um þessar mundir, komst nýlega svo að orði í sambandi við stjórnmál-! in og meðferð þeirra í Ottawa: “pingið hvorki reyndi til, né held- ur afkastaði miklu, að þvi er nýrri löggjöf viðkemur. pað eru altof margir bændaflokksmenn á þingi, sem vita að þeir ná aldrei útnefningu framar, og eru þess- vegna meir en viljugir til að fylgja stjórninni í gegnum þykt og þunt, í þeim tilgangi að tryggja sér þinglaunin í lengstu lög”. Mr. Calder kvaðst þess fullvís, að ekkert yrði af sambandskosn- ingum, að minsta kosti tvö næstu árin. Ole Knutson, bóndi að Minnie Lake, Sask., varð nýlega fyrir eld- ingu, þar sem hann stóð við vinnu sína á akri, og beið bana af. Laxveiði við Vesturströnd Van- couver eyjunnar, er sögð að vera margfalt meiri í ár, en tvö næstu árin á undan. Oaniel Howe, sem heima á að Benito, hefir verið útnefndur af hálfu íhaldsflokksins í ,Swan River kjördæminu, gegn Robert Emmond, þingmannsefni bænda- flokksins. Mr. Emmond átti sæti á síðasta þingi og var einn þeirra manna, er greiddu atkvæði á móti vantraustsyfirlýsingu Talbots gegn Norrisstjórninni. Col. H. A. Mullins, hefir lýst yfir því, að hann bjóði sig fram í Iberville kjördæminu. sem óháð þingmannsefni, gegn A. R. Boiwin er sækir undir merkjum hinna sameinuðu bænda. Fyrir hönd Canadastjórnar, hafa þeir Hon. W. S. Fielding, Hon. Ernest Lapointe og Hon. P.! C. Larkin, yerið skipaðir til að sækja hið þriðja ársþing þjóð-| bandalagsins, League of Nations, er hðfjast skal í Geneva, þann 4. september næstkomandi. Nýlátin er að Guelph, Ontario, Harry C. Stovel, bróðir John Stovel, fyrverandi þingmanns fyr- ir Winnipegborg. Hann rak um langan aldur prentsmiðjuiðnað hér í borg í félagi við bræður sína. Mr. Stovel var 68 ára að aldri. ' Hon. W. S. Fielding, fjármála- ráðgjafi sambandsstjórnarinnar, hefir lýst því yfir, að svo fremi að stjórnin taki þann kost, að afla sér láns í Canada, til þess að mæta láni því, er fellur í gjald- daga þann 1. des. næstkomandi, muni slík lántaka fara fram á öndverðu hausti með svipuðu fyrir komúlagi og átti sér stað um sig- urlánið. Samkvæmt skýrslu verkamála- raðunejrtisins í Ottawa, hefir all- mjög greiðst fram úr atvinnuleys- inu í síðastliðnum júnímánuði. Komið hefir til tals á þingi lyf- sala í Saskatchewan-fylki, sem yfir stendur í Saskatoon, að lyf- salar hættu með öllu að versla með áfenga drykki og mæla með því, að < láta umsjónarnefndina með vínbanns- lögunum, taka á sig alla ábyrgð og úthlutun vín tegunda, hvort heldur sem um er að ræða til iðn- aðar eða lækninga. ÞINGMANNAEFNI • - X Frjalslynda-flokksins OG STEFNUSKRÁ ÞEIRRA f f f f f V f f f ♦♦♦ f f Mrs. Edith Rogers Hon. Robert Jacobs W. R. Milton. Donovan Einsdæma framfara tíma bil í löggjöf hinnar Can- adískuþjóðar. Ráðvönd og framtakssöm stjórn, sem tryggir fram- tíð Manitoba. Hon. T. C. NORRIS. VILJIÐ pJ'ER EIGA A HÆTTL A*íK FARA A MIS VIÐ JAFN RÁÐVANDA OG FRAMTAKSSAMA STJÓRN, ER VERIÐ HEFIR JAFN SIGURSÆL Á HINUM ERFIÐUSTU TfMUM í SttGU FYLKISINS, FYRIR ÓREYNDAN LEIÐTOGA, SEM ENGINN VEIT ENN HVER ER? STEFNUSKRA Á hinu afar fjölmenna þingi frjálslynda flokksins í Manitoba, er haldið var í Winnipeg 25. Apríl, 1922, voru eftirfylgjandi Stefnuskrár atriði samþykt í einu hljóði: NÁTTÚRUAUÐŒFI (1) pAR SEM nú hefir fengist samkomulag milli sambands og- og fylkisstjórnar, um grundvallar- atriðin fyrir afhending náttúruauðæfanna fylkinu sjálfu til meðferðar, ]?Á SKAL pAÐ HJER MEÐ ÁKVEÐIÐ, að þeirri stjórn, er jafn giftusamlega komst að þessum samn- ingagrundvelli, heri að vera áfram við völd og hrinda samningunum í framkvæmd. AÐ ríkislönd skuli að eins fengin þeim mönnum í hendur, er rækta þau til sem mestrar framleiðslu. AÐ að eins vextirnir af náttúruauðlegðinni skuli skoast sem tekjur, en að upphæðin skuli talinn höfuð- stóll, er ávaxta skuli öllum almenningi til hagsmuna. SKATTAMÁL (2) pAR SEM útgjöld fylkisins hafa stórvægielga aukist, að miklu leyti sökum óviðráðanlegra kring- umstæðna síðan árið 1914, en jafnframt sökum vaxandi krafa af hálfu almennings, OG J?AR SEM tími virðist kominn til, að koma útgjöldum og inntektum í það horf, sem gilda ætti á friðartímum; pESS VEGNA felst frjálslyndi flokkurinn í Manitoba á eftirfylgjandi atriði og heitir þeim fylgi: 1. Meiri jöfnuður á sköttum. ' 2. Sparnaður á fylkisfé svo sem framast má verða. 3. Lækkun á kostnaði við núverandi fyrirtæki og stofnanir, með það fyrir augum, að láta þær smátt og smátt bera sig sjálfar og draga þar með úr hinum almennu sköttum. (3) Frjálslyndi flokkurinn er enn þeirrar skoðunar, að vínmálinu skuli fólkið sjálft ráða til lykta við aimenna atkvæðagreiðslu. ÞJÓÐARATKVŒÐP v . . Fokkurinn endurtekur samúð sína nieð bindindismálinu, en með það fyrir augum, að fjöldi kjósenda víðsvegar um fylkið virðist áfram um, að atkvæðagreiðsla verði látin fram fara um yínsölumálið, skuldbindur flokkurinn sig til, í samræmi við anda laganna um beina löggjöf, að fyrirskipa slíka atkvæðagreiðslu um þau lög, er í þessu sambandi kunna að verða lögð fyrir þingið, innan þriggja mánaða frá þingslitum. INNFLUTNINGAR (4) pAR SEM enn eru í Manitoba ógrynni af óræktuðum löndum og öðrum n^ttúruauðæfum, sem veitt geta fjölda nýrra innflytjenda heimili; OG J?AR SEM nú er einmitt hinn rétti tími til þess að greiða á allan hugsanlegan hátt fyrir innflutn- ingi ákjósanlegra nýbyggja; PÁ LÝSIR Frjálslyndi flokkurinn yfir því, að hann muni beita öllum sínum áhrifum, í sambandi við Sambandsstjómina, til þess að greiða fyrir innflutningi fólks inn í fylkið, og auka þar með skil- yrðin fyrir meiri framleiðslu og meiri auðlegðar innan fylkisins. PREFERENTIAL BALLOT (5) ÁKVEÐIÐ, að fundurinn lýsi yfir eindregnu fylgi við Preferential Ballot fyrirkomulagið og lög- leiði það, þar sem um einmennings kjördæmi er að ræða. HUDSONSFLÓA JÁRNBRAUTIN (6) pAR SEM námaiðnaður í Norður-Manitoba, hefir ómetanlega þýðingu fyrir fylkið og Canada heild sinni, OG J?AR SEM rekgtur kopar og gullnáma hefir ekki notið sín sem skyldi, sökum ónógra samgöngutækja, J?ESS VEGNA skal því lýst yfir, að fullkomnun Hudsonsflóa- brautarinnar til hagsmuna fyrir náma- iðnað í Norður-Manitoba og bændur Vesturlandsins í heild sinni, sé sjálfsögð. J?að sem Manitoba þarfnast mest, er framtakssöm og ráðvénd stjórn. — Norris yfirráðgjafi hefir gefið fylkinu slíka stjórn og störf hans í liðinni tíð mæla bezt með sér sjálf. Hugh D. Cutler Arni Eggertsson 439 Main Street....................A6371-2 Fort Rougr Theatre .... F1772 Corydon and Lilac ----- F2166 644 Portage Avenue............B2700 698 Sargent Avenue............B5044 839 Sherbrooke Street .... N9763 A A A jtA A A A A^l £ i T i t x i t T i i T T i i T T t i 1 x t ♦;♦ aTa aVa aTa A A A A A AA A A A A A A^A LIBERAL COMMITTEE ROOMS IN WINNIPEG 1441 Logan Avenue 809-11 Main Street Main and Anderson 443 Srlkirk Avenue .. 202 Hespeler Avenue 482 Talbot Avenue - N9743 J2828 J3185 J3157 J2657 J2541 Allan L. Maclean

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.