Lögberg - 20.07.1922, Page 4
I/WBBBG. FIlfTTOAGIim
20. júlí 1922
«
Jögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
ombia Prets, Ltd.^Cor. William Ave. &
Sherbrook Str.. Winnipeg, Man.
Talaiman N«6327 og N-Ö328
Jón J. Bfldfell, Editor
Utanáskrift tíl blaðsins:
THE eOLUMBIA PKESS, Ltd., Box 3172, Wlnnlpeg. M»n-
Utanáskrift ritstjórans:
EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man.
The “Lögberg" ls pjrinted and publlahed by The
Columbla Presa, Llmlrted. ln the Columbla Block.
8BS to 8S7 Sherbrooke Street. Wlnnipes. ManLtoba
Kosningaúrslitin.
Kosningaúrslitin eru nú kunn orðin að
mestu leyti og eru ]>au allJákveðin, að því er
snertir sveitir fylkisins, þó þau %é óma!kleg; en
um það er ekki til neins að fást, því í þeilm efn-
um er vilji fólksins einvaldur.
GEn þó bændumir hafi náð flestum þingsæt-
um, þá hefir þeim ekki tekist að fá meiri hluta,
um fram alla aðra flokka þingsins og fremur
lítií von til þess, að þeir geti náð þeim meiri
hluta og því ekki annað sjáanlegt nú, en flokk-
amir verði að slá sér saman á einhvem hátt,
til þese að verulegur meiri hluti igeti fengist, en
það meinar samsteypoistjóm, eða þá, að stjóm-
in nýja verður að eiga við sömu erfiðleika að
stríða eins og Norrisstjórnin hafði á síðustu
tveimur þingunum, að berjast áfram í minni-
hluta og er þá lítillar aifkomu að vænta.
Um úrslit kosninganna í Winnipeg er ekki
hægt að segja enn, með neinni vissu, þó er útlit
fyrir að frjálslyndi fokkurinn fái þrjá af tíu,
afturhaldsmenn tvo, verkamannaflokkarnir
þrjá, bændur einn, og einn verði óháður.
Þegar maður lítur yfir úrslit þessara kosn- »
inga í baráttunni, sem nú er liðin hjiá, þá getur
maður varla varist að minnast málsháttarins
galmla, sem segir: “Heimur versnandi fer.”
Aldrei í sögu þessa fylki,s, hefir jafn rang-
látur dómur verið kveðinn upp yfir neinni
stjóm, eins og sá, sem kveðinn var upp yfir
Norrisstjóminni á þriðjudaginn var, og aldrei
hefir siðferðismeðvitund manna hér í fykinu
verið særð eins djúpt og nú.
. Stjómin sem menn höfnuðu, hafði reist
þetta fylki úr djúpi siðferðilegrar spillingar,
sem það var fallið í, upp í fremstu röð fylkja
þessa lands, og með því skapað því álit í aug-
um allra réttsýnna manna.
Hun hafði haldið hvert sitt loforð er hún
gaf kjósendum fylkisins og öllnm öðram, og
hún hafði gjört meiri umbætur til hagsmuna
fylkisbúum, en nokkur önnur stjóm, sem við
öld hefir setið í Manitoha.
0
Fyrir þetta er hún dæmd og útskúfuð
af þeim flokki manna, sem mestra hlunninda
hefir notið frá hendi hennar.
Þetta er ekki sagt hér, til þess að bera nein
brigð á lagalegan rétt kjósendannawí Manitoba
til þess að hafna stjóminrii.
En vér segjnm það til þess, að henda á
hættu þá og þroskaskort, sem lýsir sér í því,
að hafna hæfum mönnum, sem í hinum opin-
bem stöðum standa og sem vel hafa gjört, til
þoss að komast sjálfir í stöður þeirra, án þess
að gjöra sér hina minstu von um að geta orðið
þar eins nýtir, hvað þá heldur nýtari en hinir.
Réttsýn hugsun, geldur ávalt vel nnnið
verk með þakklæti og velvild.
Manitobabúar guldu það á þriðjuúaginn
var, með vanþakklæti og óvild.
Annað í sambandi við þessar kosningar,
sem vert er að minnast á, er að í öll þau ár,
sem vér höifum verið í þessu fylki og þau eru
nú orðin þrjátíu og fimm, höfum vér aldrei vit-
að þá, sem um vöildin sóttu, stefna eins lágt
í bugsjónum sínum, eins og andstæðingar Norr-
isstjómarinnar gerðu í þetta sinn.
Það er álitið vítavert af hnefa-
leiksmönnum, að berja á mótstöðumönnum sín-
um fyrir neðan beltísstað, og aldrei þurfa þeir
að hugsa til þess að vinna sigur, nema þeir
fylgi mannúðarreglum (ef um mannúð getur
verið að ræða í þeim efnum), sem alment era
viðurkendar. Aðferð mótstöðumanna Norr-
isstjórnarinnar, var að bera á hana sakír, sem
þeir sjálfir gátu ekki sannað, og vissu að vom
rangar. — iBn það hreif, eins og lastmælgi ger-
ir æfinlega.
-o
%
Sex mestu menn sögunnar.
iÞað er ekki smáræðis verk, sem rithöf-
undurinn heimsfrægi H. G. Wells færist í
fang um þessar mundir. Alir muna eftir
ritinu hans mikla og sem flestir lofa “Frum-
drættir sögunnar”. Blaðagreinar um öll
möguleg efni, koma svo margar frá penna
hans, að ekki verður tölu á komið, og sýna þær
að maðurinn, um leið og hann er frágæram rit-
hæfileikum gæddur, er líka fráhærlega fjölhæf-
'ur maður.
Annað mál er það, hvort Wells getur all-
staðar verið jafn sterkur, hvort hinn leiftr-
andi andi hans getur komið auga á efni þau og
aðferðir, sem eiga best við og hagnýtust em
í öllum þeim málum, sem hann lætur til sín
taka í.
Með því síðasta sem hann hefir tekið sér
fyrir hendur að svara, er hverjir séu sex
mestu menn sögunnar, og telur hamn þá í eft-
irfylgjandi röð: Jesús frá Nasaret, Buddha,
Aristotle, Asaka, Baoon og Lincolu.
ÍMenn furða sig ef til vill á því, að höf-
undurinn skuili ganga frm hjá mönnum eins og
Caesar, Karla Magnúsi og Nopóleon. Mr.
Wellls gjörir grein fyrir því á þessa leið:
“Þeir menn hafa greipt minning sína, með
yfirlæti á minnisspjöld sögunnar og á marm-
arastyttur, og afreksverk þeirra era roðin
blóði samtíðar manna þeirra”.
Um Jesús frá Nasaret, segir hann í þessu
sambandi:
0
“Hann er sá lang fremsti, sem mannkyns-
sagan getur um, og þegar eg segi þetta, þá
tala eg um hann aðeinS sem .mann, því eg
geng út- frá því, að sagnritari verði að tala um
hann sem slíkann, allveg eins og myndasmiðir
og málarar.
Við vituro ekki einis mikið um hann, eiris
og við vildum vita. Sagan hans, eins og hún
er sögð í guðspjöllunum fjórurn, er sumstaðar
óljós og mótstríðandi sjálfri sér. En í öllum
guðsspjöillunum fjómm, er oss gefin ákveðin
mynd af honum, sem flytur manni sannfær-
andi virkileika. Að hugsa sér, að hann hafi
aldrei verið til; að sagan af honnm og afreks-
verkum hans, só aðeins tilbúningur, það er
miklu erfiðara fyrir sagnritara, heldur en að
byggja á sannleiksgildi guspjallanna”.
Um Buddha, segir Mr. Wells þetta:
“1 isambandi við haim, er erfitt að aðgreina
persónuna sjálfa frá öllum þeim mikla þjóð-
'sagnasæg, sem um hann hefir myndast, en
það er með hann eins og Jesús, að þú finnur
til virkilei'kans — þú sérð skýra mynd af
manni, sem er yfirlætislaus, einlægur, einmana,
sem er að berjast fyrir rétti annara — skýr
veruleika-mynd, en engin ímyndnn.
Hann hafði líka alheims boðsap fram að
færra, sem hvorki er bundinn við stað né tíma.
Margt af okkar nútíðar hugmyndum er í sam-
ræmi við þá kenningu. öll vesalmenska og
ánægjuskortur lífsins, stafar frá hinni óslökkv-
andi sjálfselsku mannanna kendi hann”.
Næstnr í röðinni hjá Wells er Arestotle,
oig fyrir rétti hans til þess, að vera talinn
þriðji mesti maður heimsins, gefur hann þess-
ar ástæður:
“Hann hóf nýtt tímabil. Áður en hann
kom til sögunnar, spurðn menn margra spum-
inga nm sjálfan sig, og þennan undra heim,
sem þeir lifa í; en hann kom þeim til þess, að
gjöra gerinarmun á hlutunnm og athuga svör-
in, sem hann gaf þeim við spumingum þeirra.
Hann var maðurinn, sem kendi Alexander
mikla, sem aftur gjörði honnm mögulegt að
gefa sig við rannsóknum sínum, sem vora
meiri og ítarlegri en áður höfðu þekst.
Um eitt skeið þá hafði AristotTe eitt þús-
und menn dreifða út um Litlu-Asíu og Grikk-
land, til þess að safna efniviði í náftúrusögu
Aristotle. Það er og sagt frá því, að hann /
hafi sent aðstoðarmenn sína til Egyptalands,
til þess að kanna Nílá.na, og til Iþess að kynna
sér hvar hún flæddi yfir bakka sína.
En það var ekki aðeins náttúra vísindin,
sem hann 3ót sig varða; hann tók og stjómmál-
in til meðferðar, og við Lycium skólann vom
hundrað og fimtíu stjómarskrár gagnreyndar
af honum og lærisveinum hans.
Þegar Alexander dó, og ríki hans liðaðist
í sundur, varð Aristotle að láta af starfi sínu,
og að homim látnum féll alt í dá í langa tíð.
En 'heiminum hafði verið gefin forsmekk-
ur vísendalegra aðferða sem aldrei gleymdust
að fullu. Hvað eftir annað litu menn til baka
till hugmyndamannsins gáfaða, sem fyrirmynd-
ina gaf.
Afstaða Plato.
POato og aðrir heimispekingar sögðu:
TAtum oss fegra lífið”. Aristotle
sagði: “Látum oss komast að sannleiksat-
riðunum fyrst.” Þessi fastheldni við s>ann-
leikann, og hin ákveðna rannsókn sannleiks-
atriðanna og sá ósveigjanlegi ásetningur, að
ná að takmarki hans, hvað sem það feostaði
og mæta viðfangsefnum lífsins,, eins og þau
em fremur, en eins og við vildum að þau
væri, var risavaxið spor á framfarabraut
mannlífsins”.
CLOUDS.
Dartk fountains of the air with fragrant
gifts abounding,
Unifailing blessiugs shine in every eloud;
The-Sun and sea their potions, clear,
compounding,
With precious life foroe every drop endöwed.
. ,^í
. - . -xaSwl
O, wondrous ships, with wealth untold
affreighted,
On wings etheric sailing through the sky.
gjfts of wealth are gratefully awaited,
From God’s entemal store house on high.
Thy grifts, O clouds, all franght with life
aboundant,
Flow constant unto earth from realms above;
In mist or showers sometimes more redundant,
A symbol over of Creative Love.
Whenever Death the leaves of earth has taken,
Thy liquid gifts resuscitate the clod —
As beauty, life and langhter reawaken;
In rainbow splendor, shines the smile of God.
—: Cristopher Johnston.
#
---------o-------—
DAUÐI?
Eftir Viðfinn.
pú kallar það dauða’, að í heimsrokuhyl
á að hverfa þitt persónuskart,
að öndin—hver neisti, sem nýtur var tjl —
fer til niðjanna’, og þykir það hart,
að annar í rúmið þitt setja mun sig,
þegar sjálfur þú verður ei meir.
En ef að þú elskar hann Annan sem þig,
— þá ert ekkert, alls ekkert deyr.
pað kalla eg eilífð: Hver alda, sem hneig,
rís í ánnari’, er tók hana’ í skaut.
Hver frjóangi blóms, sem að fæðist á teig,
vekur fjör hins, er sofnandi laut.
Æ, vertu’ ekki með þetta sífrandi suð
um að “sæluvist” taki’ yfir alt.
pví að lífið er eilíft, og lífið er guð,
og að lifinu starfa þú skalt.
»
pótt máttlitlir séum, með markaða braut,
Mtil maurildi’ í víðsævi húms —
ein örstundar viðkoma’ eins aflgeisla’, er þaut
fram um eilífðir tíma og rúms—,
þótt persónan sjálf geti sízt talist gild
til að setjast á alsælutind,
við orkum þó miklu’, ef oss vantar ei vild,
því að verk hvert er eilífðarlind.
i
i
Hver örlítiU steinn, sem þú varpar á ver,
reisir víðförul hringbáruföll.
Hvert ljós, sem þú kveikir, hve lítið sem er,
á sér leið gegnum sólkerfin öll.
Hver tónn, sem þú vekur, hann vindur sér skjótt
út um víðgeim, í eilífum sveið.
Hvert verk, sem að vinnurðu, ljúft eða ljótt,
teygir limar um aldanna skeið.
Vefum, vefum voðir alda,
aldavoðir okkar bömum.
Mjúkar, hreinar, magni læstar.
Bindum nöfn í breiða dúka.
—Iðunn.
o-
A Dökkumiðum.
Eftir
Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi.
Ditmt er á Dökkumiðum,
djúpur og úfinn sær;
á hverju einasta kvöldi
karl einn þangað rær.
— Dimt er á Dökkumiðum.
*
Þegar hann fyrst þar fleygði
fögrnm öngli í sjó,
gamlan og feitan golþorsk
glaður inn hann dró,
•tantaði eitthvað við sjálfan sig
söng — og skellihló.
A hverju kivöldi síðan
karlinn þangað fer, *
og við þessar fiski-veiðar
vel hann unir sér,
og alt af kemur hann hlaðinn heim,
hveraig sem veðnr er.
Dimt er á Dök'kumiðum,
djúpur og úfinn sær,
og snmir segja að karlinn,
sem að 'þangað rær,
sé með hom og hala
og hófa — og jafnvel klær.
ög það er í gamalli þjóðsöga
að þegar að einhver deyr,
'þá verði sálin að þorski
til að þvo af sér gamlan leir. . . . .
Og síðan ekki söguna meir. 1
— En dimt er á Dökkumiðum.
—Iðunn.
MONEY ORDERS
eins og ódýrri og áreiðanlegri aðferð til þess
að senda peninga alt að $50 upphæð.
Gilda án aukagjalds við útibú allra banka hér í
dland) og Can hggá þlandi (nema Yukon) og
í Newfoundland.
$5 og undir...... 3c. Yfir $10, upp að $30 lOc
Yfir $5, upp að $10 6c Yfir $30, til $50..15c
THE ROYAL BANK
OF GANADA
Allar eignir nema nú
$489,000,000
Ástœðurnar
fyrir því að hugur íslenzkra bænda
hnegist til Canada.
1. Kafli.
Vistaskorturinn meðan á stríð-
inu stóð, og eins lengi vel á eft-
ir, opnaði augu almennings á
þeim sannleika, að nútíðarmenn-
ingin hvílir að miklu á starfsemi
bóndans. Án þeirra manna er
yrkja jörðina og ala upp gripi,
gæti lífið ekki haldist við.
•
Hin þýðinganmikla staða bónd-
ans í mannfélaginu, er nú alment
betur skilin, en átt hefir sér stað
í liðinni tíð. Afkoma hans, sjálf-
stæði og heilbrigði, er frumskil-
yrði fyrir hagsæld þjóðfélagsins,
og hefir sannfært alla aðra stéttir
um það, að bóndi er “bústólpi, og
bú landstólpi”.
Hvar og hvernig get eg eignast
ábýlisjörð, Hvernig er skilyrðun-
um fyrir velmegun háttað? Get
eg tekið með mér fjölskyldu mína
í þeirri öruggu trú, að mér falli
samfélagslífið og að mentun barn-
anna verði ekki vanrækt, svo að
þau á þroskaárunum geti notið
betri afstöðu í lífinu, en við kjör
þau, sem nú eru fyrir hendi? Eng-
inn heimilisfaðir getur nokkru
sinni lagt þýðingarmeiri sam-
vizkuspurningu fyrir sjálfan sig.
1 greinum þeim, ier hér fylgja á
eftir, verður leitast við að svara
þessum spurningum, og vingjarn-
legar leiðbeiningar látnar í té.
Landsvæði það, sem venjulega
er nefnt Vestur-Canada, inniheM-
ur þann hluta fylkjasambands-
ins, er liggur vestur við Ontarlo
og milli 49. til 60. breiddarstigs.
pað er víðáttumikið flæmi í vest-
ur hluta meginlands Norður-Am-
eríku, — 750 mlílna ibreitt frá
norðri til suðurs, um 1,500 mílna
langt frá austri til vesturs. 1
þeim tilgangi, að gera umboðs-
stjórnina auðveMari, hefir svæði
þessu verið Skift niður í fylki:
Manitoba, Saskatchewan, Alberta
og British Columbia. Fyrstu þrjú
fylkin, eru um 250,000 fermílur,
hvort um sig, en British Columbia,
er nokkru stærri að ummáli, eða
því sem næst 355,855 fermílur.
Víðumál alls þessa landsvæðis
Norður-Ameríku til samans, er
um 1,114,675 fermílur af frjóm-
sömum lendum. Jafna mætti flæmi
þessu niður í tuttugU' fylki, á
stærð við England og Wales.
Landslag Vestur-Canada er ær-
ið margbrotið. Einkennileg^star þó
slétturnar frjósömu í Manitoba,
Saskatchewan og Alberta, og fjall-
garðarnir miklu í British Colum-
bia. Slétturnar, sem frægar eru
um allan heim fyrir gróðursæld
sína og framleiðslu bveitis, hafra
og byggs, eiga óútreiknanlegt að-
dráttarafl. Sumstaðar er landið
vitund öldótt, en gegnum það
liggja djúpar ár, frá hafi til hafs.
Jarðvegurinn er váðasthvar send-
inn og mjúkur. Mjög óvíða er
þar grýtt land, sem nokkru nem-
ur og í flestum tilfellum afar-
auðvelt, að rýma grjótinu á brott,
ef það á annað borð er no>kkuð.
Á stöku stað eru sendnar spildur,
með lítil skilyrði til akuryrkju, en
þeirra gætir tæpast, borið sam-
an við víðátumildu gróðusældar-
flæmi.
Víðasthvar er gott um heyfeng á
sléttunum og beit ágæt fyrir naut-
pening, sauðfé og hesta. Grasið
verður venjulega þetta frá eitt til
tvö fet á hæð og sumstaðar
hærra, þar sem nægur er raki S
jörðinni. í suðvestur hluta slétt-\
anna, Suður-Alberta og suðaust-
ur partinum í Saskatchewan, er
grasið allmiklu fíngerðara og læg-
ra, en þar helst það með fullum
styrk til beitar, veturinn á enda.
Áður en nýbyggjar fluttust til
landsins, voru þessar gróðursælu
sléttur heimkynni miljóna af
buffalos. Nú eru þær víða undir
rækt, — aðrar að fögrum og frjóf-
um akurlendum. Lítið er orðið um
tré á sléttunum, að undanteknum
skógi þar sem hæðóttast er, og
með fram ánum. ipað er því víðast
hægt að plægja landið, án tiltölu-
lega Mtillar fyrirstöðu.
Stærstu og vatnmestu árnar, eru
Rauðáin, Assiniboineáin og Sask-
atchewan áin. Að þeim hallar land
inu lítið eitt, og í farvegi þeirra
sígur vatnið af sléttunum. Hér
og þar er þó frárensli ófullnægj-
andi og þar myndast smátjarnir,
eða vötn. Tjarnir þessar koma að
góðu haldi, því þar getur búpen-
ingur svalað þorsta sínum. Á tjörn-
um er aragrúi af allskonar fugli,
sem,mikið er skotið af haust og
vor.
pað mun mega með sanni segja,
að slétturnar byrji við Rauðána í
Manitoba, og þar eru þær um
fimtíu mílur á breidd. Eftir því,
sem lengra dregur vestur á bóg-
inn víkka þær til muna, þar til
vestur undir Klettafjöllum, að
þær eru orðnar um 200 mílna
breiðar. petta feikna fHæmi, því
nær þúsund milur á lengd, er
raesta hveitiframleiðslu svæði í
víðri veröld. Norður við það liggja
lönd, að mörgu leyti gjörólík. þó
er jarðvegurinn þar einnig frjó-
samur. Talsvert er þar um kjarr
og skóga, og er landsvæði þetta
oft kallað “The Park Country".
pegar norður dregur, taka við
þéttir og sérlegir skógar og þang-
að á hin mikla timburtekja Jands-
manna rót sína að rekja.
iNýbyggjar í þessu “Park Coun-
try”, eiga ekki jafn hægt um vik •
og þeir, sem setjast að á sléttun-
um. peir þurfa að ryðja landið,
fella skóga og gera hinar og iþess-
ar umbætur, sem sléttubúum hef-
ir lítið af að segja. Sökum örðug-
Electro Gasoline
“Best by Every Test”
pessi GasoMa endist yfir mestan mílufjölda og
fyrirbyggir ólag á mótornum.
Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö
Service Stations:
Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions
og Crank Case
No. 1. Corner Portage og Maryland.
N. 2. Main Street, gegnt Union Depot.
No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange.
No. 4. Portage Ave. og Kennedy St.
No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel.
No.6. Osbome og Stradbrooke St.
No. 7. Main Street North og Stella Ave.
»
Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages:
Willys-Overland, Cor. Portage og Marylano.
Cadillac Motor Sales, 310 Oarlton.
Imperial Garage, Opp. Amphitheatre.
Biðjið kaupmann yðar um:
Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene Olíu og Greasos.
Prairie City Oil Co., Ltd.
Phone A 6341 601-6 Somerset Buildiag
Framh.