Lögberg - 07.09.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.09.1922, Blaðsíða 4
to. 4 LOGBEKG, FTMTIÍItAGINN 7. SEPTBMBER 1922. Jögberg Gefið út Hvern Fimtudag af The Col- umbia Preas, Ltd.,tCor. William Ave. & SHerbrook Str., Winnip>eg, Man. T»lsin*»r« >-6327 oj >-6328 tnn i HilrifelJ. Editor Gtanáskrift ti! blaðoino: THf COLUMBIA PRES8, Ltd., Box 317Í. Wlnnlpog, M»n- Utanáskrift ritotjórans: EOtTOR '.OCBERC, Box 3171 Winnipeg, Man. Tbe ‘•Lógberg” ts printed and published by The Onlurobia Pross. Uimited. in the Columbia Biock <153 to «57 STherbrooke .Street. Wlnnipeg, Manitoba Hvar lenda bækurnar? Á meðal annara muna, sem Islendingar fluttu með sér frá ættlandinu, voru íslenzkar Hækur. Mikið af þeim, og sumar þeirra mjög verðmætar, — og þær, eins og Islendingar, eru dreifðar um þetta mikla meginland. Bækur þessar voru óaðskiljanlegir föru- nautar hins eldra fólks, því í þær sóttu þeir hina andlegu næringu sína á frumbýlingsárunum, og í þær sækja hinir eldri andlega næring, enn þann dag í dag og svo munu þeir gera til æfi- loka.— Afstaða og ástand Vestur-lslendinga er nú mjög breytt frá því sem það var á frumbýlings- é*rum þeirra. Sambúð þeirra og samneyti við innlent eða enskumælandi fólk, er nú meiri og nánari, en hún áður var og eoska málið orðið iflestum tamt, og þeir því ekki upp á íslenzkar bækur komnir, eins og þeir áður voru. vEn aðallega er breytingin í þessu efni hjá unga eða uppvaxandi fólkinu — fólki sem hér er alið upp, hefir notið mentunar á hérlendum skólum og er enska málið tamara bæðí til lest- urs og til daglegs tals og því hætt við að það gefi sig lítt við lestri íslenzkra bóka. Hvað verður þá um íslenzku bækurnar þeg- ar eldra fólkið — fólkið sem kann að meta þær — deyr? f mörgum tilfellum verður svarið við þeirri spurningu það, að þær flækjast um skemri eða lengri tíma og verða svo ónýtar, eða að þeim verður fleygt, sem ónýtu fati, er búið er að gera sitt gagn og að í því sinnuleysi glatast fvrir fult og alt, margar ósegjanlega dýrmætar bækur. Vér segjum ekki að þetta verði alment fvrst um sinn .hér vestra, því enn er mesti fjöldi af íslenzku fóki á, lífi og á bezta aldri, sem slíkar bækur kunna að varðveita, og sem betur fer, er hér ekki allfátt af ungum íslenzkum mlönnum og konum, sem les íslenzku fullum fetum og hefir bókanna full not og munu því varðveita þær. (En á hinu er þó farið að bera síðustu árin hjá unga fólkinu, sérstaklega því, sem gift er enskumælandi mönnum eða konum, að þegar aldraðir aðstandendur þess hafa fallið frá, þá hefir það litið svo á, að íslenzkar bækur, sem það hefir látið eftir sig, sé vart þess virði að hirða þær og höfum vér í einu tilfelli orðið varir við mjög merka bók, sem nú er töpuð fyrir slíkt sinnuleysi. Vér Vestur-lslendingar verðum að sjá við 'hættu þeirri, sem vfir okkur vofir í þessu sambandi og skaða þeim, sem íslenzkar bókmentir geta liðið við þetta hugsunarleysi vort. — Eini vegurinn til að koma í veg fyrir þessa hættu og skaðann, sem hún getur haft í för með sér, er, fyrir þá af Vestur-íslendingum, sem ís- lenzkar bækur eiga, og eru hræddir um, að lítið verði úr eftir sinn dag, er að arfleiða Lands- bóka-safnið á, íslandi, að þessum bókum, eða eitthvert annað bókasafn, þar sem þeir vita, að bókunum er vel borgið og láta aðstandendur þess safns vita um það áður, en menn falla frá. Með því er tvent unnið: Fyrst, að koma í veg fyrir. að bækurnar fari á ringuíreið og verði eyðilagðar, og í öðru lagi, að auðga andlegt forðabúr þjóðar .þoirrar, sem vér erum frá komnir og sem hefir veitt oss fróðleik og yndi með þessum bókum. Vér ritum ekki þessar línur til þess, að kasta skugga á nokkurn mann. En vér ritum þær til þess, að vekja eftirtekt á þessu máli, og ef unt væri, að sporna á móti því, að svo eða svo mikið af verðmætum bókum, eða handritum sem hér í Ameríku eru í höndum Islendinga, tapist þjóð vorri, og verði hér að engu. --------o-----— Dr. Alexander Graham Bell. Eins og mönnum er kunnugt, þá lést ný- lega í Baddeck, N. S., hinn nafnkunni talsíma- uppfyndingamaður, Dr. Alexander Oraham Bell nálega 75 ára gamall. Saga þess manns, er mjög merkileg, því það er saga manns, sem var því þreki gæddur, að hann gat yfirstigið alla erfiðleika og voru þeir þó margir og erfiðir. Dr. Alexander var fæddur í Edinburgh á Skotlandi, í marzmánuði 1847. Hann var sonur Alexander Melville Bell, kennara við malleysingjaskólann í Edinburgh. Það er fátt einkennílegt í sambandi við æsku Alexander Graham Bells, annað en það, að hugur hans hneigðist snemma að starfi því, sem faðir hans hafði á hendi, og sem virðist hafa runnið eins og rauður þráður í gegnum Bell ættina, því afi Alexander Graharn Bells, sem líka hét Alexander, varð frægur fyrir til- raunir sínar í sambandi við að bæta fólki mál- helti. Þegar Alexander Graham Bell var sextán ára gamall, gjörðist hann einnig kennari við málleysingjaskóla og hélt því starfi áfram á Skotlandi, þar til að hann var á tuttugasta og öðru árinu, að hann varð fyrir því mótlæti, að missa tvo bræður siína úr tæringu, og að veikj- ast sjálfur af þeim hryllilega sjúkdómi, og tók þá Bell fjölskyldan sig upp og flutti til Brantford í Ontario, og liggur því aðal verk- svið þessa merkis manns, hérna megin hafsins. Eftir að Bell kom til Canada, hélt hann áfram að kenna mál- og heymalausu fólki, og mun aðferðin við það starf, fyrst hafa vakið umhugsunina um talþræði í huga hans. Hann varð að finna hentugustu aðferðina til að láta hevrnarlaust fólk fá skilið hljóð og orðmyndir. í sambandi við það spunnust ýms umhugsunarefni t. d. hvernig að hljóðið, sem bærist til evrna manna næði inn til skiln- ingarfæranna. Sagt er að Bell hafi búið sér til höfuðkúpu lír togleðri, sem með því að blása inn í hana á vissan hátt, hafi framleitt hljóð, og að í sambandi við þær tilraunir sín- ar hafi hann fengið mannseyra hjá læknaskóla- ráði, til þess að nota við þær tilraunir sínar. Hvenær Dr. Bell, hefir fyrir alvöru farið að eiga við talsímatilraunir sínar, vita menn ekki með vissu, en skömmu eftir að hann kom til Canada, hitti hann Sir Charles Wheat- stone, Englendinginn, sem fann upp og full- komnaði ritsímann, og mun þá strax hug- myndin um talsímann hafa skýrst hjá honum. En það var ekki um gott að gera. Bell og fólk hans var fátækt og skorti því fé til þess, að styðja fvrirtækið- En óviðkomandi fólk tregt til þess, að leggja fé í óviss fyrir- tæki, eða höfuðóra einhvers, samt fékk þessi hugsun um talsímann svo mikið hald á Bell, að hann lét allt.náms fólk fara nema tvær per- sónur. Hét önnur þeirra Mable Hubbard, dóttur auðugra foreldra er hafði tapað bæði heyrn og máli í taugaveiki, sem hún háfði leg- ið þungt haldin í. Þessi stúlka varð síðar eiginkona Dr. Bells. Fyrstu tilraun sína með að tala í síma, gerði Dr. Bell í Brandford Ont., í byrjun á- gúst, árið 1867. Þrír vírar voru strengdir vfir alllangt svæði frá heimili föður hans, og töluðu þrír menn í þá við þann endan, sem fjær var. Sjálfur var Bell heima hjá sér og bevrði glöggt, þegar talað var, eða sungið í símann við hinn endan, og má nærri geta, hvort ekki hefir hýrnað vfir honum við það. 1871, eða þegar Bell var 24 ára gamall hafðl orðstýr hans, sem kennara borist víða, og þar á meðal til Boston, og voru honum boðnir $500,00, til þess, að koma þangað og taka að sér kenslu við málleysingjaskóla, sem þar var þá nýstofnaður. En hann hélt þeim starfa ekki lengi, eins og þegar hefir verið ^ bent á. heldur tók hann nú fyrir alvöru, að fást við talsímann. Eitthvert umtat hefir ‘þó líklega orðið á milli hans og skólaráðsins begar hann fór, því í samtali við þá komst hann svo að orði: . “Ef eg get látið heyrnar- laust fólk heyra og mállaust fólk tala, þá ætti eg líka að geta látið stálvírana tala”. Þann tíma, sem Bell var við kenslu í Bos- ton, hélt hann áfram tilraunum sínum á kveld- in og á nætnrnar f húskjallara einum í Salem 'í Mass, og lagði Mr. Hubbard, sem síðar varð tengdafaðir hans og Tomas Sanders, eigandi hússins, fram fé það, sem hann þurfti. 1876 fékk Bell einkaleyfi fyrir uppfynd- ing sinni í Bandaríkjunum og Canada, og tveimur mánuðum síðar, var sýning mikil hald- in í Philadelphia til minningar um hundrað ára afmæli beirrar borgar, og streymdi fólk þangað úr öllum áttum. Eitthvert umtal var um, að Bell færi á þá sýningu, þó honum sjálfum hafi víst ekki dottið í hug að fara, vegna þess, á meðal annars, að hann átti ekki fyrir fargjaldinu. Eftirfylgjandi saga er sögð af honum í sambandi við unnustu hans, Miss. Hubbard, sem ákveðið hafði að fara: Á tilteknum tíma kom Bell á heimili tilvonandi tengdaforeldra sinna því hann hafði talað um, að fylgja unnustu sinni, sem ekki vissi annað, en hann ætlaði Ifka á vagnstöðina, þegar þangað kom, lagði hún að honum, að koma með sér, en hann þver- tók fvrir. Hann fvlgdi henni inn í lestina og fór svo iit á 'biðpallinn og beið þess að lestin færi á stað, og þegar hún loks fór, og Miss Hubbard sá, að Bell ætlaði að verða eftir, fór hún að gráta; það iþoldi Bell ekki, og hljóp upp í lestina eins og hann stóð. Sunnudaginn næsta eftir að hann kom til Philadelphia, var honum lofað, að dómararnir á sýningunni skyldu líta á uppfyndingu hans. Dag þann var veður mjög heitt og höfðu dóm- aramir átt annríkt og voru orðnir þreyttir, þegar að því kom, að yfirlíta talsímann hjá Bell, og voru í þann veginn að halda heim þeg- ar Biazilíu keisara bar þar að. Hann hafði hevrt talað um Bell og uppfyndingu hans, og hafði koma hans þau áhrif, að dómararair létu tilleiðast að athuga uppfyndinguna. í saln- um. þar sem Bell ætlaði að sýna talsímann, höfðu verið strengdir vírar. Don Pedro tók nú heymartólið og setti við eyra sér, en Bell sjálfur talaði frá hinum endanum. “Herra minn góður, það talar!” Næstur Don Pedro reyndi Kelvin lávarður. Hann hlustaði, kinkaði kolli og mælti: “Það talar virkilega, þetta er það undursamlegasta, sem eg hefi séð í Ameríku”. Svo tóku dómaramir við hver af öðrum og gleymdu þeir heimiferð unz klukkan var orðin tíu um kveldið. Oþarft er að rita þessa sögu lengri. Sím- inn, breiddist út um öll lönd unz að nú í dag, að miljón á miljón ofan geta ekki án hans ver- ið. ' Þessi maður er nú horfinn í tölu hinna dauðu, en enginn á síðari öldum, hefir reist sér veglegri minnisvarða en hann. Um lík hans var búið eftir hans eigin ósk á þann hátt, að kista sterk, en látlaus var smíðuð úr greni- við frá Nova Sootia, og hann svo lagður til hvíldar í gröf, sem höggin hafði verið í hæsta Berghnjúkinn í Austur-Nova Sootia, sem heitir Bein Breagh. — Þar kyssir morgun-sólin legstað þessa látna öðlings og mikilmennis um ókomnar alda-raðir. ---------o--------- Ogæfu Irlands verður alt að vopni. Sagan af frelsisbaráttu írsku þjóðarinnar, er vfirgripsmeiri en svo, að hún verði rakin í fáum pennadráttum- 1 eðli sínu era sjálf- stæðiskröfur fra nákvæmlega hinar sömu og flestra allra annara þjóða, er fómað hafa til þess fé og fjörvi, að fá opinberlega viðurkendan sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, eða ein- staklinganna, sem mynda vilja í sameiningu. fullvalda þjóðarheild- Andstæðingar sjálf- stæðismálsins, hafa alla jafna haldið því fram, að sökum þess hve írska þjóðin væri sjálfri sér sundurþykk, gæti hún tæpast talist fær um að stjóma sínum eigin málum- Því verður ekki neitað að innbyrðis sundrungin hefir verið fr- lands mesta mein. Og einmitt af því ósamræmi, hafa vafalaust ýmsir erkióvinir sjálfstæðis- málanna, reynt að gera sér gott. ■Saga þessarar merku fomþjóðar, er því miður blóðug. Fvrir blóðsúthellingar út af fyrir sig, verður engin þjóð merk. frska þjóðin er merk fvrir sinn eigin upprana, fyrir þjóðsögur og þjóðlög og fyrir trvgSina órjúf- andi við málstað fresisins. í allra síðustu tíð, vora menn famir að gera sér góðar vonir um, að takast mundi að j ráða írsku deilunni til lykta á þann há-tt, er allir aðiljar mættu vel við una. Brezka stjórain hafði í samráði við hæfustu og beztu menn írsku þjóðarinnar, gert frumvarp til laga um stofnun hins frjálsa og óháða írska ríkis, — “Irish Free State” og framvarp það eða upp- kast til grandvallarlaga hlaut, sem kunnugt er, samþvkki parlamentisins og Dail Eriann, hins nýja þjóðþings, er Sinn Fein flokkurinn hafði stofnað til. Með þessum nýju grundvallar- lögum., veittist írsku þjóðinni það mikið sjálf- stæði, að um ríkisviðurkenningu hennar, var ekki lengur hægt að efast. Nokkrum þótti frumvarpið ekki ganga nógu langt í sjálfstæð- isáttina, svo sem De Valera, en þeir vora í j miklum minni hluta. Þjóðin þráði frið og til þess að tryggja anda og framkvæmd hinna nýju sambandslaga, fal hún sínum gætnustu og vitrustu mönnum forystuna, þeim Arthur Griffith og Micbael Collins. Með slíka menn við stýrið, var frelsisfleyi þjóðarinnar engin minsta hætta búin. Þeir liöfðu lítt skiftan þjóðaiviljann, að bakhjarli og biðu þess öragg- ir, að hinar nýju réttarbætur mundu á til- tölulega skömmum tíma, safna Iþjóðinni ein- huga saman undir fána friðarins. Hefði i þessara tveggja ágætismanna notið lengur við, er engan veginn óhugsandi, að tjaldið væri nú ! í dag fallið við lok síðasta þáttarins í harm- söguleik hinnar írsku þjóðar. En rétt þegar I þjóðin sízt mátti við því, féll Arthur Griffith frá. Einn sá víðsýnasti og vitrasti maður, er írland hefir átt .í háa herrans tíð. Við.lát hans dró upp dökka bliku á vonarhimin trlend- inga. Þjóðin grét við gröfina hans, heitum harmatáram. Fegin hefði hún grátið Bald- ur þann úr helju, ef slíks hefði verið nokkur kostur- Og svo dundi anmað reiðarslagið yfir trland- Annar leiðtoginn, ungur og ein- j Jægur ættjarðarvinur, Michael Oollins, var myrtur- í broddi lífsins, þranginn af þori og dug, hafði hann tekist á hendur forystu stjórn- arinnar og einsett sér að koma á í Iandinu inn- byrðis friði. Collins var flestum betur til | foringjatignar fallinn. Hann var skjótur til ráða, vinsæll af alþýðu og kunni ekki að hræð- ast. Hann hafði einsett sér, að endurreisa írland, fyrst og fremst með því, að vemda hin nýju grundvallarlög, en þar næst að láta einkis ófreistað, er verða mætti til að efla fjárhags- lega velmegun þjóðarinnar yfirleitt. Honum skildist, og það réttilega, að sjálfstæðis viður- kenningin gæti því að eins náð tilgangi sínum, að iðnaði og fjárhag þjóðarinnar væri jafn- framt borgið. Þessvegna inn’leiddi stjóm hans, á þeim skamma tíma, er hans naut við, hverja nýungina á fætur annari, er að því mið- aði, að auka framleiðsluna og koma iðnfyrir- tækjum á fastari grandvöll. Gullöld írlend- inga var rétt að byrja, þegar óvinakúlan snart hjarta foringjans. Dagrenningin breyttist í tvísýnisbliku, Iþaðan sem nú sýnist geta verið allra veðra von. Fádæma mannsöfnuður var saman kominn við útför Collins. Hann var óskabara þjóð- arinnar, einlægur, viljafastui*, áræðinn, svarinn í ætt til fora-norrænna mikilmenna. Yfir jarðariförinni drotnaði djúp þjóðar- sorg. Kistan var skrýdd mörgum fögram blómum. Mest bar þar þó á tárdöggvaðri, hvítri lilju, kveðjutákninu hinsta frá unnustu hins látna leiðtoga, Miss Kitty Kieman- Victory Bonds i Skiftum ÞJ Ó N IT S T A BANKANS fæst ókeypis til handa þeim er hafa í hyggju að skifta sínum Vietory Bonds, sem falla í gjalddaga 1. deseniber 1922 fyrir ný fimm og tíu ára Bonds. Beiðni ætti að sendast eins fljótt og hægt er, eða ekki seinna en 30. september. Ráðsrruiður hvers útibús bankans mun gúðfúslega gefa allar upplýsingar. THE ROYAL BANK OF CANADA Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada. 7. kafli. í greininni í síðasta blaði, var talað um korn og gripafram- leiðslu í Saskatchewan fylkinu. pó að þessir tveir atvinnuvegir séu aðal tekjugrein bænda. pó er ekkert heimili fullkomið án garðræktar, og þeir sem flytja inn ættu sannarlega að gefa gaum að blóma og jarðeplarækt- ún meðfram. Garðrækt. Flest af blómum þeim og jarðeplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópu, þar sem loftið er temprað, vaxa líka í Vestur^Canada, svo sem rasp- ber, jarðber, kúrenur, bláber og margar fleiri tegundir, nema i hinum norðlægustu: héruðum. Kartöflu uppskera er mikil, og fá menn oft meira en 148 bus- hel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð til tíu ára, og hefir sú uppskera oft numið 170 bushel- um af hverri ekru á ári. Garð- amir gjöra vanalega betur en fullnægja þörfum’ bændanna með garðávexti. pað er oft afgang- ur til sölu og úrgangur, sem er ágætt fuglafóður. Garðar, þar sem bæði ávextir og fleira er rælktaðí ættu að vera í sambandi við hvert einasta bændaheimili í Vestur-<Canada, og einnig munu bændur komast að raun um að trjáplöntur I kringum 'heimili sín margborga sig og fást trjáplönt- j ur til þeirra þarfa ókeypis frá fyrirmyndarbúinu í Indian Head, í Saskatchewan. Einnig sér! stjórnin um að æfðir skógfræðing- ar frá þeim búum veiti mönnum tilsögn með skógræktina, þeim að kostnaðarlausu og segir þeim hvaða sort af trjám sé ihentug- ast fyrir þetta eða hitt plássið. að breyta til um útsæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrar- kraftinn. Eldiviður og vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Sask- ats'hewan og eru stónkostlegar linkolanámur í suðaustur parti fylkisins. Einnig hefir Domini- on stjórnin í félagi við fylkis- stjórnirnar i Saskatchewan og Manitoba, ráðist í að búa til “Briquett” kolamylsna, sem er pressuð með vélum í tígla, sem hefir reynst ágætt eldsneýti, ekki að eins heima fyrir, Mdur er lík- legt til þess aðverða ágæt mark- aðsvara. Kolum þessum má líka brenna eins og þau koma úr námunum og eru bezta eldsneyti. pessi kol finnast víða í Saskatche- wan, og eru þau enn ekki grafin upp með neinum krafti nema á tiltölulega fáum stöðum, heldur grafa menn nokkur fet ofan í jörðina og taka þar það sem þeir þurfa með í það eða það skiftið. I norður parti fylkisins eru víðáttukimlar timburlendur, þar sem bændur geta fengið eér elds- neyti og efni til bygginga. par er og talsvert mikið af timbri unnið til bygginga. pað er ekki þýðingarlítið fyrir þá sem hugsa sér að setjast að á einhverjum stað, að vita að vatnsforði er næguir. Á mörgum stöðum’í Saskatehewan er hægt að fá brunnvatn, sem er bæði nothæft [fyrir menn og skepnur og eru jþeir 'brunnar vanalegast frá 10- til 30 fet á dýpt. Sumstaðar þurfa menn að grafa dýpra, til þss að ná í nægilegan vatnsforða. Eimnig er mikið af vötnum til og rfrá um alt fylkið, stórum og smáum með tæru vatni í. pað eru tvær aðal ár íSaskat- chewan, sem sameinast fyrir austan Prince Al'bert og svo Churchhill áin, sem rennur út 1 Hudsons flóann. Engi og bithagi. Hið ágæta engi og bithagi, sem á fyrri ár- um fóðraði þúsundir vísunda, antilopa, elk- og moosedýr, er enn hér að finna. par sem ekki er næg beit handa búfé, þar sá menn alfaalfa, smára, timothey, ireyrgrasi, eða einhverjum öðrum öðrum fóðurtegundumi, þó er þessum tegundum fremur sáð til vetrar fóðurs í Vestur-fylkjun- um, einkum í Manitoba, heldur en til bithaga. Einnig er mais sáð hér allmikið til vetrarfóðurs handa nautgripum. pegar engj- ar í Vestur^Canada eru slegnar snemma er grasið af þeim mjög kjarngott og gefur lítið eða ekk- ert eftir ræktuðu fóðri, ef það næst óhrakið. pær- tegundir sem bezt hafa reynst af ræktuðu fóðri í Vestur-fylkjunum er alfa- alfa„ rúggras og broom-gras. 'hvort heldur að þeim tegundum er blandað saman eða að þær eru gefnar hvor út af fyrirsig. En ef sáð er þar tilbithaga, >á er Ifaalfa og broomgras ihaldbeztu Flutningstæki. pað hefir þegar verið tekið firam að í sask- atchewan væri 6000 mílur af járnbrautum, og eins og í ná- grannafylkinu Manitoba, þá liggja þrjár aðalbrautimar I Canada, Canadla fyrrahþfsbraut- in, Grand Trunkbrautin og Can- ada National brautin þvert yfir fylkið. Canada íyrrahafsbraut- in í sameiningu við Soo-brautina gefur beint samband við Minnea- polis og St. Paul í Bandaríkjun- u.m. Vagnstöðvar eru vanalega bygðar meðfram brautunum með átta mílna millibili og byggjast smábæir í kringum þær vagn- stöðvar, þar sem bændur geta selt vöruir sínar og keypt lífs- nauðsynjar. Akbrautir eru bygðar um alt fy'Ikið, til þess að gjöra mönnum hægara fyrir með að koma vörum sínum til markaðar og leggur fylkisstjórnin fram fé árlega bæði til að fullgjöra þá vegi og byggja afira nýja. tegundirnar. Áburður. Aðal einkenni jarð- vegsins 1 Saskatchewan og í sléttufylkjunum öl'Ium, er það hve ríkur hann er af köfnunarefni og jurtaleyfum, og það er einmitt það, sem gefur berum frjófefni og varanlegleik. pess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði að halda. En ekki dugir fyrir bændur að rækta korn á landi sínu ar frá ári, án þess að hvíla landið, eða að breyta um sáðtegundir, iþví við það líður hann margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf korn og nautgripa- rækt að haldast í henduir, og verð- ur það þýðingarmikla atriði aldrei of vel brýnt fyrir mönn- um. ef þeir vilja að vel fari. Hin 'hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag eru öfl til vernd- unar frjósemi jarðvegsins. pau losa allan jurtagróður í klaka- böndum sínum frá vetrarnóttum til sumarmála. En fremur varnar hið reglubundna regn- fall sumarsins því, að jarðvegutr- inn missi gróðrar kraftsins af of- miklum þurki. pað hefir ávalt san/nast, að þar sem framleiðslu hefir farið þverrandi, þá er það því að kenna að landinu hefir verið misboðið, — að bændurn- i.r bafa annaðhvort ekki hirt um Félagslíf. Jafnvel þó að í Saskatchewan fylki séu ágæt tækiæri til iþess að ireka land- ■búnað á hagkvæmilegan hátt, þá væri það ekiki nóg til þess, að 'hug- ir ákjósanlegra innflytjenda löð- uðust að fylkinu, ef þar væri ekki líka að ræða um félagslegt lif, sem gjörði þeim lífið ánægju- legt. pað er ákjósanlegt að geta haft næga vinnu, en dálítill frítími og tækifæri til þess að geta notað hann sér til uppbygg- ingar og ánægju, er jafnvel betra. Og í því sambandi hafa innflytjendur ekkert að óttast. Hið vakandi og vaxandi félags- líf í fylkinu, hefir verið auðsætt á siðari árum og á drenigileg þátttaka fylkisstjórnarinnar ekki lítinn þátt í því, ekki síður í sveit- um fylkisins en í bæjum. Lög hafa verið samin, með það eitt fyrir augum, að gjöra bændunum lífið ánægjulegra. Talsímarnir, bif- reiðarnar og járnbrautirnar hafa aukið félagslífið mjög og gjört það fjölbreyttara en það áður var. pegar sveitirnar hafa bygst, þá hafa þar verið reistar kirkjur, skólar og félög karla og kvenna hafa verið mynduð, svo þær stofn- apir er nú að finna í hverri ein- ustu sýslu fylkisins. Einnig er þessar mannfélags stofnanir að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.