Lögberg - 07.09.1922, Blaðsíða 6
Ma. •
LÖGHBRG, FIMTUDAGINÍÍ
7. SEPTEMBBR 1922.
Fjölskyldan á Haugh
Saga frá Skotlandi
eftir ANNI£ SWAN.
Frú Tverr settist við gluggann með prjóna-
flíkina sína, og þegar hún 'hafði séð beinvaxna
líkaman hennar Eleanor hverfa hak við trén.
varð henni litið á hið kyrláta haf, þar sem
mávamir flugu fram og aftur undir hinum
dimmu, þungu skýjum, sem gáfu í skyn að ó-
veður væri að nálgast. Litlu síðar laut hún
höfðinu niður, skygði fyrir augun með hend-
inni, og bað guð með lágum róm, að opna
hjarta og huga barna sinna, og veita þeim frið
sinn og blessun.
Eleanor gekk beina leið áfram, án þess að
hafa afráðið hvert hún ætlaði að fara. Hún
gefkk eftir skemstu leiðinni yfir engjamar,
þangað til hún kom á þjóðbrautina, miðja vega
milli Kinghorn og næsta bæjar. Hún hafði
bréf í vasanum, og afréð mi að fara með það
á pósthrísið í Kirkcaldy, en ekki í þorpinu, þar
sem menn töluðu og dæmdu alla viðburði vina
sinna.
Leiðin var löng, einmanaleg og óviðfeld-
in. Víða voru litlar hæðir og lægðir á víxl.
og ekki eitt einasta tré var sjáaniegt. Elea-
nor fór beina leið í pósthúsið, og keypti svo
ýmsa smámuni í næstu vrerslunarbúðunum.
Hegar hún gekk fram hjá viðskiftabúð Allar-
dvce, sem var stór og myndarleg bygging í að-
lalgötu bæjarins, kom hann út úr dvrunum, til
þess að ganga til járnbrauta stöðvarinnar 'í
því skvni að fara beim með lestinni.
“lEruð þér hér á ferðinni, ungfrú Kerr?”
sagði hann þegar hann sá hana. “Við sjá-
um yður ekki oft í Kirkcaldy. Akið þér?”
“Kei, eg geng”, svaraði hún, og rétti hon-
um vingjarnlega hendi sína.
“Einsömul?”
“Já, alveg einsömul”.
“En þér viljið þó eklki líklega ganga al-
ein aftur heim til yðar?”
“Jú, hvers vegna ekkif”
“(Það fer bráðum að dimma, og vegurinn
er einmannalegur. Viljið þér ekki fara með
lestinni? Við höfum nógan tíma enn, til að
ná í hana”.
“iEg vil heldur ganga. Auk þess hefi
ntí ekki nóga peninga til að Ikaupa farbréf”.
Allardyce brosti.
“Þér verðið líklega ekki stórkostlega
móðgaðar, þó eg bjóði vður að Ikaupa farseðl-
ana?”
“Þér megð ekki tala þannig. Eg þarfn-
ast alls ekki farseðlis”, sagði Eleanor. “Eg
vil helst ganga. Verið þér sæll! Eg kem
líklega eins snomma heim og þér sjálfur”.
“Eg vil verða yður samferða”, sagða AIl-
ardyce með ákveðnum róm.
“Ó, nei — gerið þér það ekki; yður verð-
ur saknað á lestinni. og eg vil ekki nota vin-
semd yðar. Eg verð kornin heim áður en
dimmir, og eg er ekki hrædd að vera einsömul”.
'Satt að segja, hafði hún á leiðinni til
Kirkcaldy orðið hálf hrædd oftar en einu
sinni. en hún vildi ekki viðurkenna það.
“ Verið þér nú ekki svona heimskar, Elea-
nor”, sagði hann blátt áfram og djarflega.
“Þér vitið mjög vel, að áður en þér komið heim
til yðar verður komið myrkur, og á leiðinni
þangað er fult af flækingum og flökkumönnum
Eg er viss um að foreldrar yðar yrði órólegir,
ef þau vissi að þér værið eina á ferðinni svo
•íðla dags.”
“Klukkan er enn ekki nema fjögur”,
sagði hún þrjóskulega, “eg vil heldur fara með
lestinni, en neyða vður til að ganga með mér”.
“ENíi getum við ekki náð í hana”, sagði
hann rólegur, “ef þér viljið snúa við, skal eg
með ánægju aka yður til Haugh — ef ekki,
skulum við bæði ganga, eg fœ ekki jafn gott
tækifæri á hverjum degi”.
“Segið þér mér, ætlið þér að halda áfram
með slíkar athugasemdir alla leiðinaf”
“Eg veit ekki — það er undir yður sjálfri
komið”, sagði hann glaðlega, því framkoma
hennar var alúðleg og aðlaðandi, þó að orð
hennar væri ögrandi. Hún var með sjélfri
sér mjög þakklát fyrir tilboð hans, þó hún vildi
ekki láta það í ljós openberlega með orðum.
“Ef við mætum einhverjum, munu þeir
finna upp eða búa til allskonar þvaður”.
sagði hún, þegar þau urðu samferða eftir
brautinni. “Þeir munu segja, að eg hafi far-
ið hingað til að mæta yður”.
“Eg vildi að eins að það væri satt”, svar-
aði Allardvce hreinskilnislega, “þetta er eina
lánið. sem eg hefi hlotið í dag, og það gleður
mig innilega. Eg held að veðrið breytist
bráðum”.
“ Við fáum líklega meiri snjó”, sagði Elea-
nor, og leit til himins.
“Nei, við fáum þurviðri áður en dagur-
inn er liðinn.”
“Það er sannarleg blessun. Að hugsa
sér, að eg hefi verið fimm vikur heima og ald-
rei ‘komið á he&tbak til að ríða mér til skemt-
unar”.
“Þér getið bráðum farið að fá yður
skerntiferðir á hestbaki. Komið þér oft til
Annfielrl. Eg hefi heyrt, að Claude sé að
gera við húsið og koma öllu í gott horf.”
“Eg hefi enn þá ekki komið þangað, en
við höfum ráðgert að þeimsækja hann þar
einhvern daginn. Eg heyri ekki um annað
talað en Annfield. Og mér þykir vænt um
að vita, að húsið verður fullgert innan skams”.
“En þér munið sakna Claude, er það
ekki?” '
“ó, eg held að hann setjist ekki þar að,
fyr en hann eignast konu”.
“Og hann liugsar ekki um að giftast?”
“Nei, eg hefi aldrei heyrt minst á það.
(Eg gleymi því alt af, að hann er nú hættur að
vera slánalegur strákur”.
“ Hann er nú tuttugu og fjögra ára gam-
all, er það ekki?”
“Jú eg held það”.
Allardyee leit glettinn til hennar. Kæru-
leysi hennar um alla og alt, vaikti kæti hjá hon-
um.
“Að hverju hlæjið þér?” spurði Eleanor.
“Ef eg á að vera hreinskilinn og segja
sannleikann, þá eruð það þér, Eleanor, sem
eg hlæ að ”.
“Mér þykir vænt um, að eg er svo ánægju-
leg. iSérhver persóna, sem veitir oss skemt-
anir hér um slóðir, er sannarlega virðingar
verð”.
“Vesalings fæðingar plássið okkar. Þér
verðið endilega að revna að líta á það með
meiri alúð, en þér látið nú í ljós<T,
“Ó, plássið er nógu gott, það er í sjálfu
sér að vissu levti nógu fallegt”, sagði hún og
leit rannsakandi augum á hið órólega yfirborð
sjá»rarins — “eg á við, að sjórinn geymir alt
af í sér og sýnir einhverja fegurð”.
“Það eru þá íbúar plássins, sem vður
mislíkar ?”
“Mér mislíkar þeir ekki — en þér kveljið
mig og ollið mér deyðandi leiðinda”.
AHardyce skeytti ekkert um þessi orð henn
ar, sem lýstu megnri óánægju. Hann sikildi
hana mjög vel. Hann skildi hana miklu bet-
ur en hún skildi sjálfa sig. Hann vissi, að
henni hafði sárnað afar mikið, hvernig faðir
hennar hafði komið fram gagnvart vinum
hennar, en honum kom alls ekki annað til hug-
ar, en þetta væri að eins augnabliks vonbrigði.
Hún var svo ung, og mundi bráðlega vrakna til
íhugunar um þá og það, ,sem umkringdi hana.
A meðan hafði hann tíma til að bíða. Hún
var mjög vingjarnleg við hann, og að vissu
leyti bar hún traust til hans. Sú staðreynd,
að hún talaði svo hiklaust um óánægju sína yf-
ir öllu, sýndi að hún bar traust til hans. Þess
vegna gekk hann öruggur við hlið hennar með
vonríkan huga, og brosti að ónotalegu orðun-
um, sem hann var sannfærður um, að ekki
komu frá hjartanu.
“Hve marga hænuunga hefir móðir yðar
eignast?” spurði Eleanor skyndilega.
“Það er of snemt að spyrja um slíkt”,
svaraði hann, “eg veit ekki hið minsta um
liænsnaræktina á Cástlebar, en eg held að
hænuungarnir komi aldrei í þennan heim fyr en
í marzmánuði. Eg skal með ánægju reyna
að komast eftir þessu, ef þér viljið það”.
“Já, spyrjið að eins gamla ráðsmanninn
— ó —nei, eg get sjálf gert það”.
“Grott”.
“Vitið þér, að yður vantar að miklu leyti
siðfagra framkomu, Robert Allardyce”, var
næsta athugasemdin hennar.
“Setjum svo, að þér viljið taka að yður
að kenna mér fallega siði”, sagði hann og
sneri sér hlæjandi að henni.
‘10g verð að brúka tímann til annars, sem
er mér meira áríðandi”, sagði hún mikillát,
“en er þessi gönguferð óendanlega löng?”
“Mér finst hún ekki löng. Við erum að-
eins rúmlega hálfnuð. Eruð þér þryttar?”
Hann talaði þessi orð óvanalega alúðlega,
bæði augu hans og raddhreimur, báru vitni um
hina miklu blíðu, sem bjó í huga hans. Hún
varð viðkvæm yfir þessari heitu ást hans, en
hún vildi ómögulega láta hann sjá það.
“|Eg er aldrei þyeytt,” svaraði húm ákveð-
in, “eg gæti gengið alian daginn án hvíldar”.
■aér ^ruð niáske þreyttar af skrafúm
mínu? Á eg að þegja?”
“Þér ráðið því. Eg get ekki ímvndað
mér leiðinlegri veg en þennan”.
Hann þagði um stund, og þau gengu áfram
hér um bil í fimm mínútur, án þess að tala.
Hann sá að henni leið iíla, og langaði mikið til
að geta huggað haina. Hann hafði að eðlis-
fari hina eðaliyndu tilfinningu og löngun, til
að varðveita kvenfólk, eins og allir göfugir og
mikilhæfir menin hafa sterkan vilja til að gera,
en hann þorði ekki að láía þessa þrá sína í ljós
gagnvart Eleanor.
‘ ‘Eigum við ekki að setjast niður og hvíla
okkur dálit’la stund?” sagði hann, fór úr yfir-
höfninni og breiddi hana yfir stein, “þegar
þér hafið hvílt yður, munuð þér fá nýtt þrek”.
“Þúsuod þakkir,” sagði hún ósjálfrátt.
“Eg er hrædd um að yður verði kalt”,
■sagði hún og leit til hans vingjarnlega, “ eg
er voðalega slæm við yður, Robert, en eg meina
ekki neitt með því, sem eg segi”.
Þetta var hættulegt augnablik, og hann
gat ekki ráðið við tilfinningar sínar. Hugs-
unin um, að þau voru nú einsömul, blíða rödd-
irn hennar og alúðlega augnatillitið, hratt öll-
um vandræðum burt.
Hann laut niður að henni og sagði róleg-
ur, en með niðurbældri viðkvæmni, sem lýsti
tilfinningum hans.
“Þér vitið að eg elska yður, Eleanor!
Viljið þér verða konan mín?”
13. Kajntuli.
Eleanor stökk á fætur með blóðrjóðar
kinnar af reiði.
“Það er skammarlegt af yður, að reyna
að veiða mig.á þennan hátt — eg hafði alls
engan grun um áform yðar”, sagði hún. “ Eg
vil fara heim”, ,
Hún gerði hann undrandi með sinn áköfu
reiði. Hann tók yfirhöfnina sína þegjandi og
fór í hana.
“Eg bið vður fyrirgefningar”, sagði hann
þurlega. “Þér verðið að leyfa mér að ganga
við .hlið yðar, eða á eftir yður, hvort sem þér
viljið heldur. Eg skal ekki móðga yður aft-
ur”.
Þau gengu áfram með ills vitandi þögn,
með breidd vegarins á milli sín. Alt í einu
komu tveir tötrum klæddir flökkumenn í ljós,
bak við girðinguna, og horfðu hótandi augum
á þau, en þegar þeir sáu 'hram kraftalega lík-
ama Alladyce, læddust þeir í burtu.
Eleanor varð hálf hrædd, og gekk beint
til fylgdarmanns síns.
“Eg skammast mín yfir kj'arkleysi mínu,
en eg er í raun og veru hrædd við þessa flökku-
menn”, sagði hún sneypuleg.
“Það er ekkert undarlegt við það, Elea-
nor. Mér þykir að eins vænt um, að þér vor->
uð nú ekki einmana á ferðinni’,’.
Það fór hryllingur um hana, og leit þakk-
látum augum á hann.
“Þér eruð svo alúðlegur við mig, og eg er
svo slærn við yður, en mér þykir ekki vænt um
vður á þennan hátt. Eg vildi að eg gæti
elskað yður, en eg geri það ekki; getið þér
ekki skilið, hve örvilnuð eg er?”
“Eg sé að yður líður illa, en á ókomna
tímanum, getið þér máske fengið óskir vðar
uppfvltar”, sagði hann kuldalega.
Það olli henni allmikillar mæðu, að verðá
að kannast við þetta, og henni voru hálfgerð
vonbrigði í því, að sjá svip hans og framkomu.
Hamn elskaði hana af öllu hjarta, og honum
var ómögulegt að dylja vonbrigði sín á þessu
augnabliki.
Stundarkorn (gengu þau áfram, þögul og
óframfærin, en hughægra, þegar þau sáu 1 jós-
in í Kinghorn ekki í mikilli fjarlægð.
‘ ‘ Móðir vðar verður hrædd um yður, gizka
eg á. ViTjið þér ekkr segja henni hvað hef-
ir tafið vður”, spurði Eleanor.
“ Áreiðanlega. En hún hefir engar á-
hvggjur mín vegna, þar eð eg hefi marg oft
mist af lestinni, og þess vegna orðið að
ganga heim”.
“Þér eruð mjög reiður við mig, Robert,
og ]iað olli mér óánægju”.
“Hvers vegna ætti eg að vera reiður við
yður. Eg hefi enga heimild til að bera slík-
ar tilfinningar gegn yður”. <
“En þér gerið það samt. Þér eruð al-
gerlega umbreyttur”, sagði hún hrygg í huga.
“Þér 'hljótið að vita, að það er ekkert í heim-
inum, sem eg vildi heldur gera, en það sem
]>ér báðuð mig um. Það mundi gleðja alla,
eg er saunfærð um það, en eg veit, að eg er
ekki fær um að elska yður þannig, Robert, og
þér viljið ekki eignast konu, sem ekki elskar yð-
ur — viljið þér gera það?”
“Æ, jú — eg vona að geta þolað það, ef
þessi kona væruð þér, Eleauor.”
“En þér getið ekki verið áreiðalega viss
um það. Eg er svo óþægileg að umgangast,
ef eg fæ ekki alt, sem eg óska að fá. Mamma
vi’Il segja yður frá því. Hún hefur talað um
þetta við mig í dag, og eg mundi aldrei una
mér á Castlebar. Eg mundi kvelja úr vður
lífið og máske strjúka frá yður, Robert”.
Henni gramdist allmikið hinn ákveðni, ró-
legi raddhreimur hans. Hana langaði til að
tala um þetta efni nákvæmara, en það var um
of alvarlegt og viðkvæmfc fvrir Robert Allar-
dyce — hann gat ekki fengið sig til að íhuga
það nánar í þetfca skifti.
Hann neitaði að tala meira um það, og
þau urðu samferða eftir aðalgötunni í King-
horm, án þess að tala eitt orð.
“Sko, íþarna er vagninn hans Claude hjá
pósthúsinu”, sagði Robert, sjáanlega glaðari á
svip, sem gramdist Eleanor enn þá meira.
“Það gleður mig, að þér þurfið ekki að verða
mér samferða len'gur”.
':~Iér þykir líka vænt um það”, svaraði
hún, um leið og þau urðu samferða að póst-
húsinu. Claude kom í þessu bili út úr dyrun-
um, með bréf og blöð í höndum sínum.
“Eruð þetta þið tvö?” sagði hánn undr-
andi, “hafið þið dottið ofan úr skýjunum?”
bætti hann við, með gletnislegum svip, sem kom
þeim báðum til að roðna.
“Elg mætti hr. Allardyce, og hann var svo
vingjamlegur að vilja fylgja mér heim”, sagði
Eleanor. “Þú verður að laga aftara sætið,
hann vill líklega aka heim með okkur”.
“Nei, hann vill það ekki. Þúsund þakk-
ir — ” svaraði Allardyce.
Hann vildi hjálpa henni upp í vagninn, en
hún steig sjálf upp í hann, án þess að þiggja
•hjáJp hians, og greip taumana.
“Hvað er nú á seiði? IHvað gengur að
ykkur báðum? Lífið er svo stutt. Hvers
vegna eigum við að vera ósátt”, sagði Claude
glaðlega, “vertu ekki reiður, Robert, en sestu
á aftara sætið, eins og rólegur maður.”
“Þökk fyrir, ekki í dag. Það er vonast
eftir heimkomu minni., Hvernig líður þér á
Annfield? Þegar þú ert búinn að koma hús-
inu í gott ásigkomulag, fáum við líklega að
sjá þig hjá okkur?”
“ Já, segðu móður þinni, að eg ætli að korna
bráðum til að heilsa henni”, siagði Claude.
“,Eg hefi ásett mér, að verða reglulega hag-
sýnin bóndi, og eg ætlá áður en langtum líður,
að segja vkkur frá öllu því viðvíkjandi, Ro-
bert”.
Allardyce brosti, sagði styttingslega
“góða nótt” og gekk svo af stað hröðum skref-
um, án þese að takla í hendi Eleanors, sem sat
köld og reigingsleg á sætinu með taumana í
hendi sinni. "
“TTm hvað hafið þið Robert og þú, verið
að þræta?” spurði Claude, þegar þau óku af
stað. “Þú ert orðin mjög óviðfeldin að um-
gangast,' finst þér það ekki vera satt, Elea-
nor?”
“.Tú, það er lfklega tilfellið, fyrst þið
segið það öll,” svaraði hún kuldalega.
“En hvaða gagn er þá í rauninni að því?
Þú amar sálu þinni og styttir líf þitt. Haltu
ekki svona fast í tauma hestsins, hann vill ef
til vill prjóna”.
RT * • >• 1 • trmbur, fialvifkir af öIKun
Nyjar voruoirgðir tegu»dum, og ak-
konar aðrir atrikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
IComið og ajáið vörur vorar. Vér erumœtið glaðii
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Umltod
HENRV 4VE. EAST
WINNIPBG
Winnipeg Brick Company Limited
Verksmiðjueigendur og kaupmenn
— verzla með —
SKRAUT-GRJQT og ALGENGT GRJÓT
Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti
í steypulím o. s. frv.
Utanbæjar sem innan pantanir afgreidHar tafarlaust.
Phones F.R. 700—701
The Dowse Sash & Door Co. Ltd.
—Búa til og Verzla með —
Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla.
Úrval af hörðu og mjúku timbri
— Hringið N 1156 —
“Eg kann að stýra honum eins vel og þú
gerir”, saraði hún. “Það er slæmt, að eg
fæ ekki leyfi til að fara, fyrst eg er þannig
ykkur öllum til ama”.
“Segðu ekki slíkt þvaður”, sagði Claude
reiður. “Heyrðu nú, Annfield verður sanr.-
arlega viðfeldið heimili, skal eg segja þér.
Mamma stákk upp á því, að við skyldum hafa
þar margment heimboð. Hverjum eigum við
að bjóða að koma?”
“Það veit eg alls ekki. Þú getur boðið
hverjum, sem þú vilt”, svaraði hún kæruleys-
islega.
Claude sneri sér við og leit á liana rann-
sakandi augum. *Það var orðið dimt, en tnngl-
ið var að koma upp, og birta þess féll á aud-
lit hennar. ^ ~:iw)
“Heyðu, Eleamor, hvað er það, sem að þér
amar? Þú ert 'alveg ólík því, sem þú varst á
hinum góðu gömlu dögum”.
“Eg er sífelt mint á þetta”, svaraði Elea-
nor gremjuleg.
“ Allardyoe var sorgmæddur að útliti. Hef-
ir þú verið ónotalegri við hann, heldur en þú
ert vön að vera?”
“Eg veit það ekki”.
“Honum þykir svo innilega vænt um þig.
Vilt þú ekki giftast honum?”
‘INei, það dettur mér ekki í hug. Það var
þetfca, sfem hann spurði mig um í dag”? sagði
hún glöð yfir því, að geta létt þessu af huga
sínum. '
“Vesalings maðurinn, eg kenni svo inni-
lega í brjósti um hann! Hann er ágætur mað-
"r og við verðum öll glöð, ef þú 'giftist honum”.
“Allir, nema sú presóna, sem þetta
snertir mest. Allir vita, að Eleanor Kerr er
ekki sú manneskja, sem menn geta vrafið um
hendi sína”.
“Þú ert á háhesti í kvöld, get eg skilið. Eg
vil láta þig sitja þar, þangað til þér þóknast
sjálfri að stíga niður”, sagði hinn hreinskilni
Claude, “það er mesti grúi af heimskingjum
í heiminum — eg er einn þeirra og þú ert líka
ein af þeim, eg get ekki m'eð vissu sagt, hvort
okkar er heim'skara”.
“Rugl”, og Claude, sem ekki kallaði aft-
ur skoðan sína, sat þögull í fimm mínútur, og
þá óku þau eftir trjágar^inum til síns eigin
heimilis.
Eleanor hafði hepnast að koma tveimur
mönnum, sem að eðlisfari voru elskulegir, í
mjög slæmt skap, og við skulum vona, að hún
hafi verið ánægð með þessa dags framkvæmd
sína.
Hið þunga geðslag Claudes, stóð ekki lengi
yfir, og við dagverðar borðið var hann jafn
f jörugur og bann var vanur að vera. Honum
gekk alt vel, og framtíðin sýndist björt og hrein
í stað þess að dagverði loknum, að tala við
föður sinn, honum til skemtunar, gekk Claude
út, áu þess að láta það getið hvert hann ætlaði.
Allir voru svo vanir við hið ókurteisa tillit Elea
nors, að enginn gaf henni gaum þetta kvöld;
að eins einn þjónninn tók eftir því, að hún
neytti lítils matar.. Óðalseigandinm var ný-
sestur í viÖfeldna hægindastólinn sinn, þegar
hún kom inn í reykinga-salinn og lokaði dyr-
unum á eftir sér.
“HvaÖ vilt þú, Eleanor?” spurði hann
undrandi, “hvað er nú að þér?”
“Eg vil að ein fá levfi til að tala við þig,
fáeinar mínútur”.
“‘Þú getur talað við mig eins lengi og þú
vilt”, svaraði hann alúðlega, “settu þisr niður,
þú getur veitt mér hjálp með því, að fylla píp-
una mín'a.”
“Eg er hrædd um að eggeti ekki gort það”
“Þá getur þú lært það. Þú getur æft þig
í því hér, og svo getur þú fvlt pípu manns þíns
]»egar sá tími kemur að þú giftir þig”.
“Þiað verður hamn sjálfur að gera ef eg
leyfi honum að revkja”.