Lögberg - 14.12.1922, Page 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN
14. DESEMBER, 1922.
Fjölskyldan á Haugh
Saga frá Skotlandi
eftir ANNIE SWAN.
33. Kapítuli.
P?' í,,F
Sólin sendi geisla sína inn í herbergi frú
Kerrs, 'þar sem hún lá föl og kyrlát m*eð mögrii
hendurnar krosslagðar á rúmábreiðunni.
Hjúkrunarstúlka sat við gluggann og las, þar
eð hún hélt að sjúklingurinn svæfi. En það
var nú ekki tilfellið. Hún horfði á. sólargeisl-
ann, sem breiddist yfir rúmið, og veiklulegt bros
lék um varir hennar.
Hún leit ektki mikið ver ixt en vant var, en
hún var svo máttvana, að hún gat ekki lyft upp
höfði sínu. Hún vissi a^ hún mundi aldrei
stíga á fætur aftur, og að hennar pláss í húsinu
yrði bráðlega autt, en þessi hugsun vakti enga
hugsun hjá Alice Kerr. Sorg og áhyggjur
líf.sins höfðu flutt hana til hans, sem hún einum
treysti, og hún var sannfærð um, að hann mundi
ekki bregðast henni á dauðastundinni.
‘Hún hafði samt ekki að öllu leyti rifið sig
lausa frá þessum heimi. Það voru enn þá
tvær óskir, sem hún bað guð að láta rætast, áð-
ur en hún vfirgæfi þetta líf. Þar eð hún
hafði góða heyrn, heyrði hún skraf manns
síns úti í garðinum, og hjúkrunarstúlkunni til
undrunar, kallaði hún á hana.
“Maðurinn minn er kominn aftur. Viljið
þér biðja hann að koma upp til mín?”
“Eg hélt að þér svæfuð,” svaraði stúlkan
fljótlega. “Eg skal sækja hann, ef þér viljið
lofa því að tala ekki.”
“Nei, 'jwí get eg ekki lofað. Eg verð að
tala við hann. Látið þér hann koma.
Hjúkrunarstúlkan sá undir eins, að það
gerði engan mismun hvort frú Kerr talaði eða
ekki, því allar vonir voru sloknaðar. Hún
vidi þess Vegna framkvæma ósk hennar, en á
sama augnabliki kom óðalseigandinn inn.
'Hann gat ekki dulið liina miklu sorg sína, og
hjúkrunarstúlkan hélt, að hann væri hinn ást-
ríkasti eigirimaður.
“Má eg koma inn?”
“ Já, komdu Alek,” svaraði kona hans, og
reyndi að rétta honum 'hendi sána. “Gefið mér
ofurlítið af víni, Ellen systir, farið þér svo of-
an og neytið hádegisverðar yðar. Maður-
inn minn verður hjá mér, þangað til þér komið
aftur”.
lEíllen systir gaf henni vínið í litlu glasi,
og fór svo strax ofan.
*‘Eg hefi símritað til Eleanor, og hefi
verið upp í Annfield. Ert þú ánægð með það?”
Hún Ikinkaði.
“Sestu hjá mér, Alek, mig langar til að
tala dálítið við þig.”
“Þolir þú það?” spurði hann og settist á
stól, sem stóð hjá rúminu.
“Já, áreiðanlega. Eg er viss um að
Eleanor kemur á morgun. Vilt þú ekki taka
á móti henni, eins og hún hefði aldrei farið frá
okkur? Lofaðu mér því, Alek!”
“Eg skal gera a*lt sem eg get”, svaraði
Kerr, og honum var alvara.
“Og þú vilt sættast við Claude, er það
ekki? Eða, máske þið séuð sáttir nú þegar.
Hittir þú hann?”
“Nei, hann var farinn til Oupar. Hann
kemur hingað kl. þrjú. Eg skal senda vagn-
inn ofan eftir handa honum. 'Mary kemur
strax ’ ’.
“Eg ímynda mér það, svo eg fæ ekki tæki-
færi til að tala við þig aleinan hér eftir, svo
það er best að eg geri það núna”.
“Ætlar þú í raun og veru að yfirgefa
mig, Alice?” spurði hann eins kjarklaus og
bam. Hann skildi nú alt í einu hvað þessi
veikburða kona hafði verið fyrir hann í öll
þessi ár. H
“Já, eg verð að gera það, Alek og mér
þykir vænt um að fara”.
“Hefi eg verið svo slæmur við þig?”
spurði hann.
“Nei, en eg er orðin þrytt og óánægð yf-
ir því, að hafa verið svo gagnslaus. Eg hefi
verið þér léleg kona síðustu árin. Það hlýt-
ur að valda eiginmanni ama og þreytu.”
“Bg hefi aldrei sagt, að eg væri þreyttur
eða óánægður með þig, Alice,” svaraði hann.
“Getur þú ekki verið hjá mér um stund enn
þá, og gefið mér tækifæri til að breyta öðru
vísi við þig?” n
“Þessi orð komu frá hinum innilegustu
tilfinningum hans. Atlla þá. ást, sem hann
átti í hjarta sínu, hafði hann gefið henni, og
hpnum fanst að hann gæti ekkí mist hana. Og
svo komu fram fyrir innri sjón hans svo marg-
ar ásakandi endurminningar, hörð orð og sín-
gjöm breytni, sem hafði amað og sært hina
ástríku sál, er varð fyrir þeim. Hann fann
til óþolandi iðranar, og langaði til að hljóða
hátt.
“Eg veit ekki hvers vegna þú átt að devja
svo snemma, Alice. Ættfólk þitt hefir 'aíl-
flest orðið gamall. Hver er ástæðan til þess,
að þú færð ekki að iifa eins lengi og aðrir
frændur þínir?’*
Hún hefði aldrei getað sagt honum það,
en hún athugaði hann róleg og brasti.
“Það er vilji og áform skaparans ’— og
m/.ske eg geri meira gagn með dauða mínum
helclur en með lífinu.”
“Það er ómögulegt, Alice. Það er engin
kona til, sem jafnast á við þig, þó langt sé
leitað. Þú hefir alt af verið svo góð fvrir
Haugh og fyrir mig. Eg vi'ldi að við gætum
byrjað lífið að nýju aftur.”
“Þess óska eg líka, Alek. Þú mátt ekki
ásaka þig eingöngu fvrir ófriðinn, sem stund-
um hefir ríkt í þessu húsi. Eg bér mína -stóru
orsök til þess. Fyrir löngu síðan, þegar eg
gat fengið þig til að gera alt, sem eg vildi, var
eg kærulaus, af því eg hugsaði um annan. Eg
svndgaði gegn þér frá fyrstu byrjun. Og þeg-
ar eg seinna uppgötvaði misgáning minn og
reyndi að bæta úr honum, var það of seint, því
þú varst líka orðinn kærulaus um mig og mína
hagi.”
Kerr sat alveg kyr og svaraði engu. Þetta
var ekki nein nýung, sem hún sagði honum.
Hann liafði snemma orðið þess var, að kona
hans elskaði hann ekki, og hann hafði granað,
að hún elskaði annan mann, sem farið hafði
til útlanda. En hver áhrif sem þett.a önfði á
hann, hafði hann aldrei minst á þessa uppgötv-
an sína.
“Yið höfum m>mdað lélegt heimili með
sambúð okkar, Alek,” sagði hún með blíðum
róm, “en másike við fáum tækifæri til að lifa
ástríku líferni saman í fyrirheitna landinu.”
Kerr skygði fyrir augun með hendinni, og
kvíðasvipur sást á andliti hans. Vonir hans
og hxigsanir snerust að eins um þetta líf og við-
burði þess, en þetta hinu megin, sem kona hans
mintist á svo öragg, var ekki til hjá honum.
“Eg viidi að þér batnaði,” sagði Kerr, þá
skyldi eg verða þér bet^i eiginmaður”, sagði
hann skjálfraddaður og vonlaus.
“Hlustaðu á mig, Alek; þetta er í síðasta
skifti, se.m eg get talað við þig. Mér getur
aldrei batnað. A morgun eða daginn eftir
morgundaginn sloknar líf mitt. Eg er ekki
hrædd við dauðann, því eg veit að mér er til-
búið pláss í húsi föður míns, og að eg hefi feng-
ið fvrirgefningu synda minna. Ef eg hefði
verið hraustari, þá hefði Haugh verið gæfurík-
ara heimili fvrir þig og börnin: Eg bið þig
að vera bæði faðir og móðir fyrir Claude og
Eleanor, þegar mín nýtur ekki lengur við, og
þú mátt reiða þig á, að þau endurgjalda ást
þína. Vilt þú lofa mér þessu?”
“J4, eg lofa því, að gera alt hvað eg get
Alice, og eg skal aldrei smakka vínanda eftir
þenna dag.
Hún dró andlit hans til sín, og nú varð
stundar þögn. Bftir þetta stóð Kerr upp og
gekk út úr hierberginu snöktandi eins og bam.
Þegar Mary kom til Haugh, var Kerr far-
in út úr húsinu, og ráfaði hugsunarlaust um
sléttlendið, með augun, sem ekkert sáu, og eyr-
um, sem engu hljóði veittu eftirtekt.
ÍÞetta var þyngsti dagur æfi hans. Hann
þekti ekkert til þeirrar huggunar, sem trúin
veitir hinum kristnu á silíkum augnablikum,
þess vegna fyltist hugur hans af beiskju og ó-
lýsanlegri iðran og sorgar kvölum. Hann var
vanur að fá sínum vilja frarakvæmt, en nú lá
kona hans, sem hann elskaði, þótt hann hefði
stundum verið harður við hana, við dauðans
dyr, og engin skipandi orð frá honum gátu
baldið lífinu kyrru í henni. Hann gat heldur
ekki varist þeirri hugsun, að einhvern daginn
yrði hann fyrir sömu forlögum, .og þá yrði
honum ekki eins auðvelt að deyja, og kouu hans
virtist nú vera.
Þegar Marv kam, gekk hún strax upp í
sjúkraherbergið og knéféll við rúmið. Hve
undarlegt sem þetta kann að líta út, þá elskaði
hún móðir Claude miklu heitara en sína eigin
móður.
“Þér megið ekki deyja, sagði hún grátandi
við getum ekki mist yður, eg sízt af öllum”.
“Minn tími er kominn, Mary”, svaraði frú
Kerr, “og það er hægra fvrir mig að fara burtu
núna, þegar eg veit að þú hefir búið til heimili
handa Caude.”
‘ ‘ Ó, það er ekki á þann hátt, sem þér hald-
ið,” hrópaði Mary sorgbitin. “Við eram ekki
mjög lánsöm. Eg get ekki hindrað Claude frá
að drekka, og eg hefi enga þolinmæði með hon-
nm. Eg er alt af ónotaleg við hann, þó eg
reyni að forðast það. Gifting okkar er mis-
gáningur.”
“Það getur ekki verið misgáningur, Mary,
ef þið elskið hvort annað”.
“En eg elska hann ekki”, svaraði Marv.
“Eg hugsaði aðeins um að losna við bjargræð-
is í’hyggjur. IMér líkaði hann og vonaði að
alt gengi vel. En það er efcki eins og á að vera
og eg held að hann sjái það.”
Þetta var mjög sorglegt fyrir frú Kerr, og
hun varð enn fölari en áður.
“Guði banni að svnd mín endurtaki sig
hjá ykkur,” hvíslaði hún. “Mary, eg giftist
föður Claudes, þó_ eg elskaði annan, og ólánið
hefir alit af elt mig siðan. Bf þú hefir hag-
uð þér eins, þá má guð hjálpa ykkur báðum.”
Mary huldi andlitið með höndum sínum og
grét.
“ Fvrirgefðu mér,” sagði hún. “Eg vil
ennþá rejma að jafna, og gera alt gott aftur,
og guð mun hjálpa mér til þess. Á morgun
kemur Eleanor, frú Kerr, og þá verðið þér
máske betri”.
“Eg vona að eg lifi þangað til eg sé liana,
ímynda mér, að dagarnir verði gæfurík-
ari fvrir Haugh, þegar eg er farin.”
“ Haugh getur aldrei orðið jafn gott heim-
ili ári yðar. Mig furðar á því, að drottinn
skuli ávalt taka þá besitu burt, en skilja þá lé-
legri eftir.”
“ Mary, maðurinn minn svrgir eftir burt-
för mína. Lofaðu mér því, að þú viliir reyna
að hugga 'hann, þegar eg er farin. ’ Honum
þvkir vænt um þig, og þú mátt til að hjálpa
lEleanor til að gera heimilið þægilegt fyrir
hann”.
“Hann hefiralt af verið góður við mig, og
skaI ?era alt sem eg get, ef hann vill leyfa
mer það. En máske guð leyfi okkur að fá að
hafa yðnr hjk oss enn þá nokkurn tíma. Eg
vænti mer raikils af komu Eleanoru á morgun.
Gleðin framkvæmir oft furðuverk”.
P ru Kexr hristi höfuðið, og varir hennar
hreyfðust bægt. Mary laut niður að henni og
heyrði hana hvísla:
“Og dauðirin frelsar okkur frá sorg, kvöl-
um og öliu mótæti, því alt hið síðasta er horf-
ið.”
Og IMary vissi, að frá Kerr hugsaði ekki
lengur um jarðneska hluti, en leit upp á við til
þess lans, þar sem hinir þreyttu eiga að fá
hvíld.
34. Kapítuli.
Claude hafði yfirgefið heimili sitt í mjög
slæmu skapi þenna dag, og hann varð ekki skap-
léttari eftir því, sem dagurinn leið. Þeir sem
mættu honum á stöðinni í Oupar, tóku undir
eins eftir því, að hann var í vondu skapi. Hann
var farinn þangað í þeim tilgangi að kaupa
þann hest, sem faðir hans haifði bannað honum
að kaupa, og vonbrigði hans voru mikil, þegar
hann fann George Hunter hvergi.
Hann langaði til að sýna að hann vaxri
sjálfráður, og hafði enn þá ekki glevmt sneyp-
unn, sem faðir hans hafði ollað honum í síð-
ustu viku.
Oaude furðaði sig á því, að hann skyldi
ekki finn'a föður sinn, sem a'11 af var vanur að
vera til staðar við hvem einasta markað. Hann
ráfaði um kring stundarkom, og var farinn að
hugsa um að fara heim, þegár George Hunter
kom akandi með hestinn, sem hann hafði ásett
sér að kaupa.
Claude varð svipléttari þegar hann sá
hestinn, og hraðaði sér til eiganda hans.
“Þú ert þá enn ekki búinn að selja hann”,
sagði hann og athugaði hestinn nákvæmlega.
“'Eigum við að gera viðskifti í dag?”
“Eg hélt að faðir vðar hefði bannað vður
að kaupa haann”, sagði Hunter lævíslega.
“Alls ekki, hann hafði aðeins drukkið dá-
lítið um of, og eg hefði ekki átt að mótmæla
honum”, sagði Claude kæmleysislega, þó hann
væri gramur. “Við skulum neyta hádegis-
verðar í félagi, svo getum við komið okkur sam-
an um verðið. ’ ’
Hunter fylgdi Claude inn í hótelið, þar sem
borðsalurinn var nærri tómur, svo þeir höfðu
aðra hlið borðsins út af fyrir sig. Claudo
drakk afar mikið af víni, og Hunter furðaði
sig á að hann skyldi drekka svo mikið um miðju
dagsins.
“Þér erað sanmarlega ekki hræddur, Kerr
en gætið þess, að við verðum að fara heim.
Hvað ætli kona yTðar muni segja?”
“Hún mun nauimust segja mikið”, svaraði
Claude. “Vitið þér annars hvað hún sagði í
morgun? Hún sagðist skyldi hella út hverjum
víndropa. sem fyndist ií húsinu, og eg held að
henni hafi verið alvara.”
“Er valdið i hennar höndura?”
“ Já, hún vill ráða vfir mér”, sagði Claude,
sem nií var orðinn þvaðurgjarn, “en eg læt
•engan ráða vfir mér, hvorki mann eða konu,
og ifaðir minn er farinn að skilja það, að eg
held.”
Gleymið ekki n n mnnnn nn
D. D. WOOD & SO þegar þér þurfið NS,
KO -i r
Domestic og Steam kol frá öllum námum
Þú fœrð það sem pú biður um.
Gæði' og Afgreiðslu / •
Tah. N7308. Yard og öffice: Arlington og Ross
“Þér gerið rétt í þvií. Þér eruð þrjátíu
ára gamall. Það er korninn tími til, að þér
fáið að vera. sjálfráður”.
“Já. þér eruð skynsamur Hunter, sem ekki
hafið fjötrað yður í hjónaband.”
Vesalings Claude; það var leiðinlegt að
hlusta á hann, og þáð var gott að Marv hafði
engan grun nm, hvernig hann .talaði ura bana.
Hún mundi ekki hafa#trúað því, þó einhver
befði sngt. henni það. Betri velsæmis tilfinn-
ing hefði hindrað Claude frá að tala þainnig, en
Hunter haifði gaman af þessu, og hvatti hann
ti.l að halda áfram.
Claude vildi helst sitia tengur við borðið,
en Humter vildi Ijúka viðskiftunum, sem fyrst
til þess að geta farið heim.
“Viljið þér kaupa hestinn eða ekki?i Eg
verð að fara beim núna. Eg er alls ekki neitt
ákafur eftir að selja hestintn núna, þar eð eg
hafði hugsað mér að senda hann til Carlston í
næsta mánuði.”
“En mig langar til að eignast hann. Hann
á svo vel við vagninn, sem Allardyoe gaf mér.
Hvað heimtið þér fyrir hann?”
“Níut.íu pund.”
“Faðir minn sagði að hann væri ekki nema
fimtíu punda virði.”
“Hann segir það af þvá, að hann er reiður
víð mig. Eg sel hann ekki fyrir minna en
níuitíu pund, og eg þarf heldur ékki að selja
hann svo fliótt”.
“Verðið er hátt” sagði Olaude, “en mig
langar til að eignast jiann. Viljið þér lána mér
hann í fjórtán daga tll að reyna hann?”
“Nei. það vil eg ekki. Þér getið kevnt
hann eða átið það vera, ef þér viljið: það skift-
ir mig engn.”
Claude stóð nokkuð lengi hugsandj, án
þess að segja eitt einasta orð.
“Eg sé, að vður langar til að eignast hann
og þess vegna .skal eg láta hann fyrir áttatíu
og fimra; en eg heima borgunina út í hönd.”
“Já, eg skal gefa yður ávísan, svo getið
þér sent mér hestinn á morgun”.
Claude tók upp vasabókina sína og skrif-
aði ávísan, og Hunter, sem ckki vissi að Claude
átti ekki einn eyri í bankanum, hélt að viðskift-
in væri búin.
Þegar Claude gek'k niður til stöðvarinnar,
var hann valtur á fótum. Það var leiðinlegt
að sjá breytinguna á honum, sem átt hafði sér
stað síðu.stu vikuna, og það var auðvelt að sjá,
að hann varð annaðhvort að hætta alveg að
sróakka sterka drykki, éða verða að ofdrvkkju-
manni.
Hann varð mjög undrandi vfir því, að sjá
ökumianninn frá Haugh bíða eftir sér með vagn
við stöðina.
“Hvað hefir komið fyrir?”
“'Frúin er mjög veik, og vill strax l'á að
sjá yður”.
“Hvar er besturinn minn?”
“Hann var sendur heim. Kona vðar er
Mka á Haugh. Hún kom fyrir hádegið”.
Claude steig upp í vagninn, og svo óku þeir
af stað. Ökumaðurinn sá strax hvað að hon-
um var, því Claude talaði hvíldarlaust, og
sagði honum alla söguna um hestkaupin, áður
en þeir komu til Haugh.
Óða'Iseigandinn hafði lengi gengið fram
aftur í skemtigarðinum, án þess að vita hvar
hann var. Hann gat ekki fengið sig til að
vera inni í húsinu, og þorði heldur ekki að fara
langt í burtu, og þess vegna mætti hann vegn-
inum í trjágarðinum.
Hann sá. undir eins hvernig ástatt var fyr-
ir Claude, og varð mjög reiður, þess vegna
sneri hann strax inn á áðra leið, en Claune
skipaði ökumanni að nema staðar, steig ofan
úr vagninum og gekk á eftir föður sínuim.
“Þafs er best að þú farir yfir í hesthúsið
og verðir þar”, sagði faðirinn byrstur. “Þ i
ert betur hæfur til að vera hjá dýrum en mann-
eskjum. Farðu anniaðhvort þangað eða heim
Þú færð ekki að stíga fæti inn í þetta hús í
dag”.
“Bkki”, sagði Claude. “Eg skal sýi:a
þér að eg er ekki barn, sem menn geta skipað
að fara hingað og þangað”.
“Móðir þín liggur við dauðans dyr, Claude
Það mundi ekki gera honnar síðustu stund frið-
samari, ef hún fengi að sjá þig í þessu ásig-
ikomulagi, sem þú ert nú í”, sagði faðir hans
rólegur, því hann vildi ekki vekja neitt riflildi.
“Það er víst engin hætt með hamj. hún lif-
ir líklega lengi ennþá”, sagði Caude tilfinning-
arlaus. “Eg hefi keypt hestinn han.s George
Hunters í dag, og gefið honura ávísun fyrir
áttatíu og fimm pundum fyrir hann.”
m Andlit gamla mannsins varð dökkraaut
af reiði osr eldur logaði í augum han.s Hér
var hvorki tími né pláss til að rífast, en hann
fann undir eins sterka löngun til að gefa syni
sínulm væman sgoppung.
“Hver heldur þú að vilji borga ávísan
þína? Bg vissi ekki að þú ættir einn eyri í
bankanum”, 'svaraði hann.
“Hún verður efalaust borgnð”, sagði
Claude .strax. “Þú munt ekki vilja snjána
raig vegna þessara lítilsverðu áttatíu og fimm
punda. ’ ’
“Reyndu nú að verða allgáður”, sagði
Kerr. “Hesturinn er ekki meira virði en
fimtíu punda. og fvrst big langar til að eignnst
hanin, skal eg borga fimtíu pund fvrir hann, svo
að þessum viðskiftum sé lokið. En þá veiliur
þú líka að lofa því, eð eiga engin viðskifti hér
eftir við George Hunter. Hann er sá mesti
þorpari, sem eg hefi nokkru sinni kvnst.
“Hann er nógu heiðarlega og hann kann
að meta hesta. En þú verður eflaust neyddur
til að borga allu upphæðina, því eg gaf honum
ávúsan fyrir áttatiu og fimm pundum, áður en
eg fór frá Cuper í dag”.