Lögberg - 21.12.1922, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.12.1922, Blaðsíða 4
LÖGBERG FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1922. igbnoi J /em Fimtudag af TL« Col- /á, Ltd.^Cor. William Ave. & |ook Str.. Winnipeg, Man. /alalnan JS-6327 oá N-H32S Jón J. Bíldfell, Editor Otbnáat'TÍft ti! blaðatr.a: r»|l COUISiatA ?RtSS, Itd., Box 3l7l, Winolpog, »w Utanáskritt ritst)órans: cBtTOK 10CBUIC, Box 3172 Winittpeg, Nlan. Tht ‘XögbeTis’' 1» prínted and publiehed by Tbe Coluriibta í’iaua. tn tha Columbla Block, xóá u> S&7 Hharbrooke Hvreet. Winnipes. Manltoba Hugleiðingar um Krist Eftir séra Hjört J. Leó. HÓLIN eru í nánd, — fagnaðarríkasta há- tíð ársins fyrir kristna menn. peir skiftast á gjöfum og heillaóskum. Bömin dreyma um jólagjafir, — ef til vill um Santa Clause, — um jólatré og fögur ljós. preytusvipurinn hverfur af andliti starfsmanns- ins; hver hvíldartími er dýrmætur. • r' Menn búa sig undir jólin á ýmsan hátt. Sum- ir eyða í þann undirbúning miklu fé, aðrir litlu eða engu. En gleði jólanna. sönn gleði og sannur frið- ur, veitist þeim einum, sem hafa lært að taika undir söng englanna: “Dýrð sé Guði í upphæð- um, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnun- um.” Hvar er sá friður? Ófriðarbliku dregur upp í Evrópu á ný. pjóð hatar þjóð. Tyrkir og Grikkir berast á banaspjótum. pjóðverjar hrópa “Gott Strafe Frankreich.” frland í loga. Indland ótrygt. Rússland í molum. Armenia í flakandi sárum. Og- svona mætti lengi tel.ia upp mannanna mein. Hvar er þá frið að finna? Hinn kristni maður svarar: Friðinn er að finna í sál minni. Eg hefi þá meðvitund, — þá sannfæring, — að eg sé Guði helgað barn, að Guð hafi tekið mig í sátt fyrir Jesúm Krist. Andi Guðs vitnar í sál minni. Eg hefi þegið tilboð hans: Komið til mín, þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir; eg vil veita yður hvíld.” Og honurn get eg trevst fyrir sjálfum mér æfinlega. Eg veit, að hann megnar alt og hon- um getur aldrei g’apist sýn. — Vegna hans er von fyrir alla menn. Líti eg inn í sjálfs mín sál, gerist eg bölsýnn. Vanniáttur minn vex mér í augum. Líti eg til annara manna, vex bölsýnin. En líti eg til hans, hverfur það sem ský fyrir sólu. Eg get verið glaður, af því eg trúi á Guð og treysti honum fyrir sjálfum mér og öllum öðrum. En hví trúi eg á Guð? Hafa ekki margir greindir menn verið eivitar? Hafa ekki margir þeirra sagt oss, að náttúru- vísindin geta ekkert um hann sannað, — að sá sé i þeim efnum vitrastur, sem játi, að hann viti ekki neitt? Svo er að vísu. En samt trúa margir lærðir menn og hugsandi á Guð og gleðjast fyrir þá trú eins og börn. Vísindamennirnir skiftast í þeim efnum í flokka, sem aðrir. Bendir þetta á, að lærdómur sé skilyrði fyrir hvorugu, trú eða vantrú. Hvers vegna trúir kristinn maður á Guð? pað er umhugsunarefni mitt á jólunum Sumir segja: Eg verð var við svo margt fagurt og gott í nátúrunni og í sálum mann- anna og eg get ekki gert mér grein fyrir því öðru- vísi en á þann hátt, að því st.iómi góð og kær- leiksfull vera. pá veru kalla eg Guð. Eg neita þessu alls ekki. En hví nemur hug- , urinn staðar á miðri leið? f náttúrunni verðum vér varir við margt og mrkið gott og fagurt. Og eg játa, að mér finst þetta geti ekki átt sér stað nema fyrir stjóm og handleiðslu fullkominnar veru. pá veru kalla eg Guð. En hvað þá um þetta. sem er gagnstætt hinu góða og vér köllum ilt? Er það ekki raunverulegt eins og hið góða? Eg veit, að þetta, sem eg kalla ilt, á sér bústað í minni eigin sál. Ber ástand heimsins nú merki um annað, en að aðrir menn hafi einnig orðið fyrir sama böli? Gætu stríð átt sér stað, ef menn- irnir ynnu hver öðrum? Ætti sér stað öfund og hatur eigingirni, og smásálarskapur, ef allir væru góðir? Sannar ekki ástand heimsins, að hið illa er raunverulegt eins og hið góða? Eg veit að sagt er: “hið illa eyðir sjálfu sér; það er þess eðli’. Gott og vel; þetta er hálfur sannleikur. Hitt er jafnsatt: hið illa byggir upp sjálft sig. Virðist ekki líklegt nú, að haturs- bálið, sem kynt var í síðasta stríði, leiði af sér «nn voðalegri ófrið, er stundir líða? Var ekki síðasta stríð bein afleiðing af þjóðahatri, sem hin ýmsu stríð í Evrópu á liðnum öldum hafa anyndað? Saga mannkynsins er hemaðarsaga og ófriðar frá elztu tímum. Komu þau af sjálfu sér, eða áttu þau rót sína í hugsunarhætti manna? Eg hefi tilfært þetta dæmi, af því léttast er að koma auga á það. En það er hægt að ganga Iengra. Mér virðist langmest af böli manna stafi af því, að ilt býr í sálum þeirra eins og gott Sagt er, “hið illa er vörntun gæða”. En er þetta ekki orðaleikur einn ? Er ekki jafnsatt, að hið góða sé vöntun hins illa? Að orðtækið mynd- aðist, á rót sína að rekja til þeirrar þrár manns- andans, að hið góða sigri. En augu vor sjá ekki svo langí, að vér fáum ráðið gátuna á þennan hátt. Með þetta eitt fyrir augum, getum vér ekkert staðhæft um sigur hins góða, eða ósigur ; • hins illa, eða um tilveru Guðs. Vér hljótum að ; gefast upp á miðri leið. Hvers vegna? Hið takmarkaða getur ekki skilgreint hið ótakmarkaða, ekki getur heldur hið ófullkomna gert sér grein fyrir fullkomnun. M'aðuripn getur aldrei gert sér grein fyrir Guði eða neitt um hann sagt, nema að Guð hafi opinberað sjálfan sig mannkyninu. Vér eigum um tvent að velja: opinberuð trúarbrögð, eða i vitneskjuleysi. En opinberun getur verið margs konar. Vér getum talað um opinberun hið innra í manns- sálinni, opinberun í náttúrunni eða opinberun hins guðlega eðlis í starfi og framkomu sögu- legrar persónu. pví ber ekki að neita, að mennirnir eru gædd- ir því eðli að trúa. práin eftir Guði er sameign mannkynsins. En sú þrá eða von, sem mannkyninu er svo ; eðlileg, nær heldur ekki lengra- Vér þráum Guð, en getum ekkert staðhæft um hann af hyggju- viti voru einu. Náttúran bendir á skapandi og viðhaldandi kraft og á vit ótakmarkað, sem viðheldur nátt- úrulögunum. Heimska ein virðist að tala um lög án löggjafa, um reglu, sem eigi byggist á viti. Og bendir þetta auðvitað á frumorsök viti gædda. En ef nánar á að orði að kveða, lenda menn í ógöngur. Algyðismaðurinn segir: Nátt- úran er guð. Vor eigin sjálfs-meðvitund er sem neistar frá afli heildarinnar, lýsa um stund og hverfa svo aftur. Persónuleikinn endar í dauð- anum. Guðstrúarmaðurinn segir: petta er ekki svo. Guð er eilíf vera og sjálfsmeðvitund manna er eilif. Hver fyrir sig er sannfærður um réttmæti sinpar skoðunar, en hvorugur hefir ó- yggjandi sönnun að bjóða. pá er þriðji möguleikinn eftir. preyttur horf- í ir mar.nsandinn á sögu heimsins og spyr: “Er nokkur rödd, sem frá himninum hliómar, hauðrið nær þegir um miðnwtur skeið ?” Hugur vor nem- ur staðar og virðir fyrir sér eina sögulega per- sónu. Vér hejTum söguna um Krist- Hvað er það, sem heillar hug vorn? Hvers vegna trúum vér á Krist? Svari einhver: “Eg trúi á Krist, vegna þess að trúarjátning kirkjunnar segir svo,” er sú skýr- ing ófulinægjandi. Ástæðan er ofur einföld. All- ar trúarjátningar, hverju nafni sem þær nefnast, erá tilraunir manna að færa í orð og skilgreina þau atriði, sem þeir trúðu. pær eru því mikils- verður vitnisburður trúaðra sálna um sannfæring þeirra, en ekki heldur meira. Annar segir ef til vill: “Eg trúi á Krist, af því Guðs orð segir mér að gera svo.” Hví nefnum vér biblíuna Guðs orð? Svar mitt er: Af því l.iós Guðs birtist þar og logar svo skært, að mér getur ekki dulist, að Guð hafi kveikt það. En vér trúum ekki Kristi vegna biblíunnar, heldur biblíunni vegna Krists. Eg trúi á Krist vegna þess að hann er sá eini, sem eg hefi augum litið, sem fvllilega starfrækti það sem eg get hugsað mér fegurst og fullkomnast um Guð. Eg hugsa mér Guð alvitran; sú speki, sem birt- ist í ræðum Jesú, er ótæmandi. Eg hugsa mér Guð miskunnsaman; misk-unn Jesú er óendanleg. Eg hugsa um heilagan guð; Jesús einn er ílekklaus og hreinn. f einu orði: Jesús, eins og hann birtist í ritum guðspjallamannanna, er “ljómi Guðs dýrðar og ímynd hans veru.” Heimurinn hefir leitast við, um nær tuttugu aldir, að finna galla á Jesú, og honum hefir ekki tekist það. Af því leiðir, að þó allar ritaðar trú- arjátningar liðu undir lok, þó öll trúfræði hyrfi, væri kristninni engin hætta búin. Jesús sjálfur, sem söguleg persóna, er hin eina fullkomna vöm i kristninnar. Vegna þess að Jesús er fullkominn, get eg tek- ið undir með Lúter og sagt: “Hvert orð vors ' Guðs skal standa.” pað sem hann segir, er satt, af því hann segir það. Sá, sem kæmi eins fram og Jesús, en segði ósatt um þau mál, sem mann- kynið varðar mestu, væri algerlega óskiljanleg persóna Virðum nú fyrir oss, hvað hann segir um sjálfan sig, þótt fátt eitt verði hér tilgreint. 1. Hann segir: “Áður en Abraham var er eg” (Jóh. 5, 58). Liggur beint við að segja, að hann kenni að hann hafi verið til frá eilífð. Og þannig hefir Jóhannes skilið orð hans (Jóh. 1, 2). 2. Hann vitnar til boðorðanna, en breytir orð- um þeirra eftir eigin geðþótta og gerir enn strangari kröfur en þau. (Sbr. Mt.). 3. Hann talar um sjálfan sig sem dómara á efsta degi, (Mt. 7, 21-23; 13,41; 24,29-31; 25, 31-46, o.s.frv.). 4. Hann kveðst hafa vald til að fyrirgefa sjmd- ir. (Mt. 9, 6). 5. Hann segir, að sér sé gefið alt vald á himni og jörðu. (Mt. 28, 18). 6. Hann krefst þess, að við sig sé kannast fyrir mönnum, og kveðst munu afneita þeim fyrir Guði, sem afneiti sér. (Mt. 10, 32-33)- 7. Hann kveðst einn þekkja Guð. (Mt. 11, 27). 8. Hann kveðst vera herra hvíldardagsins. (Mt. 12, 8). 9. Hann tekur tilbeiðslu. (Mt. 16, 16-17). 10. Hann heitir launum hverjum þeim, sem “yf- irgefi fj'rir sínar sakir” ástvini sína. (Mt- 19, 29). 11. Hann kveðst vera kominn í heiminn “til að láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.” (Mt. 20, 28). 12. Hann segist veita lærisveinunum líkama sinn og blóð sitt, sem f jrrir þá verði gefið til synda- fyrirgefningar (Mt. 26, 28). 13. Hann kveðst vera sonur Guðs. (Mt- 26, 64; Jóh. 9, 37). 14. Hann segir sér verði fómað til að veita mönnum eilíft líf. (Jóh. 3, 14-17). Hvaða gildi hefðu ofangreind ummæli (mörg fleiri mætti tilgreina), ef Jesús væri að eins mað- ur? pá væru þau óskiljanleg og einskisvirði. En þau eru eðlileg frá munni guðlegrar veru, sem kemur í heiminn til að frelsa hann. Lítum svo á eitt atriði í lífi frelsarans. Hann er staddur á Golgata. Hann er flettur klæðum og lagður á kross. Hamarshöggin djmja. Jafnvel tryltur múgurinn þagnar um stund. En frá kross- i inum heyrist angiurblítt hróp til Guðs á hæðum: “Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.” — Er nokkur sá, sem gæti sagt: “Eg hefði komið eins fram í sömu sporum” ? Eg sé ekki skýra mynd af miskunnandi kær- leika í náttúrunni, — en eg sé hana við kross Jesú. Eg trúi á Guð, af því eg trúi á Krist. Og að síðustu: Frásögnin um upprisuna er eins vel sönnuð frá sögulegu sjónarmiði, eins og nokkurt sögulegt atriði frá fornöld. Menn geta deilt um það, á hvern hátt hann uppreis, en það er víst, að eftir dauðann birtist hann lærisveinun- um oftlega, — miðilslaust — “og talaði við þá um hluti, sem Guðs ríki til heyra.” Og vegna þess voru hinir fyrstu kristnu menn svo ákveðnir og fúsir að líða fyrir trú sína. þeir voru sannfærðir um að kenningin væri ekki að eins fagur draum- ur, heldur sannleikur. Og í Ijósi þess sannleika höldum við jól. 3Toltn 1922 Forsetinn, Meðráðendur og Embættismenn bjóða viðskiftamönnum, og vinum Bankans sínar hugheilustu óskir um GLEÐILEG JÓL Og HAGSTÆTT NÝAR THE ROYAL BANK OF CANADA Uppborgaður böfuðstóil og viðlagasjóður $41,000,000 Draumur. ELIS THORWALDSON, Mig dreymdi nýlega, aS eg væri staddur i kirkju á helguni degi, og þótti mér sem útgöngusálmur væri sunginn undir hinu dýrSlega lagi, “Sólskríkjan”, eft- ir Laxdal. Sálmsorðin man eg ekki, en þótti söng- urinn undra-fagur og ómaöi lofgjöröin mér í eyrum, er eg vaknaöi. MikitS hefði eg viljatS til gefa, atS geta ort fagran jólasálm undir laginu, sem að minu viti er fegurra en flest sálmalög vor, og sönn lofgjörö. En skáldgáfan var mér ekki gefin, vonast því eftir, að eitthvert góðskáldiö—heima et5a hér vestra—, hlaupi undir bagga. Þar til sálmurinn birtist, mætti ef til vill nota eftirfarandi stef, sem, þótt ekki fengi rúm i kl.blaði, gætu kannske fengiö Iánaö horn á Lög- bergi. Nú hefja bcr raddirnar, heilög utn jól, Mctt herskörum cnglanna lofgjörð að hljóma Um konunginn nýfœdda—kristninnar sól, Og kœrleikann fram boðna hvaruetna róma í cymdanna dal. Upp að eilífðar-stól J'ó einnig mun stíga vor rödd og þar óma. Æ, krjúpið að jötunni, kristninnar menn, Þeim kónginum hcilaga gjafir að fœra: Hin ‘brennandi hjörtu,—nú biðjið hann enn l'ar biía, svo megið þcr fagnandi lœra Hans dýrðlega nafnið að dá,—þá mun senn Hvers dagfar hann prísa þess tunguf er má hrœra. Um hádag, að morgni’ og er húmskugga-traf Oss hylur, vér lof skyldum fagnandi syngja l’ér, EilífðaPbarnið! — er ólgandi haf l'tcr óðara lægt, svo þess bárur ci þyngja Vort lífsskeið, né fleyið vort fært geta’ í kaf—, Þín frelsandi náð mun þá sálirnar yngja. viðutan. Hannes Hafsteinn LÁTINN Símskeyti fengu þau Rev. Mr. og Mrs. Kvaran á miðvikudaginn var um að Hannes Hafsteinn skáld og fyrverandi forsætisráð- herra íslands, faðir frú Kvaran, hafi látist í Reykjavík á fslandi miðvkudaginn 13. þ. m. Hinn látni merkismaður hafði legið rúmfastur í meir en þrjú ár. Til kaupenda Lögbergs. pað hefir verið siður á undanförnum árum, að gefa út sérstakt jólablað af Lögbergi, og vildu út- gefendurnir fylgja þeirri reglú enn, að svo miklu leyti sem þeim er unt. En til þess að nokkur tök séu á því, þá er óumflýjanlegt að láta blaðið flytja jóla-auglýsingar. En þær er mjög erfitt að fá að þessu sinni, sökum þeyfðar þeirrar, sem nú er í allri verzlun, og með öllu óhugsandi nema því að eins, að blaðið komi út nokkrum dögum fyrir jól, svo þeir sem auglýsa igeti vænzt ein- hvers arðs af þeim. En af því að blaðið, sem út átti að koma 14. b. m., er helst til fjarri hátíðinni til,þess að hafa áhrif í þeim efnum, en það, sem út á að koma þann 21., of nærri, þá hafa útgefendurnir ráðið af að láta blaðið koma út tvöfalt þann 18., og vænt- um vér þess, að kaupendur blaðsins virði á betri veg við oss, þó ofurlítið sé brugðið út af hinni vanalegu reglu með útkomu blaðsins að þessu sinni; því það var eini vegurinn til þess að vér í ár gætum sýnt lit á að koma út jólablaði. Svo þökkum vér velvild þá og góðhug, sem blaðið hefir átt að mæta hjá Vestur-fslendingum í liðinni tíð, og óskum kaupendum þess og öllum fslendingum gleðilegra jóla. Nýjar bækur. Syrpa er nýkomin út og hefir ýmsan fróð- leik að flytja, niðurlag á sögu J. Magn. Bjarna- sonar “f Rauðárdalnum”, og margt fleira fróðlegt og skemtilegt. Heftið kostar $1.00 eins og að undanförnu og er hið eigulegasta. Óðinn, 18. árgangur, með fjölda ágætra kvæða, ritgerða og mynda, nýkominn 'hingað vestur, og er kærkominn, því vinsældir þess blaðs fara stöðugt vaxandi, enda er það nú að voru áliti bezta ritið, sem gefið er út þar heima á ættjörðinni. Ekki hafa Vestur-íslendingar lagt mikið af mörkum í þennan árgang. Kvæða- flokkur er þar þó eftir Guttorm J. Guttormsson og mynd af fyrverandi dómsmálaráðherra Thos. H. Johnson og ritgjörð um hann eftir Jón frá Sleðbrjót; en því miður ber helsti mikið á prent- villum í henni, sérstaklega þó í sambandi við mannanöfn. Er þar Rolly fyrir Kelly og Arms- brory fyrir Armstrong. MOUNTAIN, N. D. Borgar 1 1 cents fyrir gripahúðir og líka kaupir hann hestahúðir. Norðurlandavörur PATKNTED- Nýkomið upplag af Norðurlandavörum Rokkar...............$10.00 Rósettujám.............$ 1.25 Ullar karnbar ........ 2.50 Kleinujárn ...............35 Stól kaimbar.......... 2.50 Sykurtangir............ 1.25 Vöflujám............. 3.50 Isafoldar kafifibætir, pk. .20 /VWS^W«/WS^/WWWVWWS/S^/WW\^/WVWWV/N^VS/WW\/WN/\/WWS/VW\/S/S/» Einnig Alifugla: Kalkúna, Gæsir, Andir, Hænsi og ágætt Hangiðkjöt, Rullupilsnr, Misuost, Harðfisk. Ennfremur úrvals tegundir af alskonar matvöm (Groceries og Meats) og margskonar sælgæti til jólanna. Me® kæra þakklæti fyrir viðskiftin á liðrra ári og ósk um gleðileg jól og farsœlt nýár. J. G. THQRGEIRSSÖ Tals. Sherbr. 6382 - 798 Sargent Avenue DARIS pONFECTlONERY * Talsima IVr. A5632 Sígarar, Sfgarettur og Tóbak af öllum tegundum. Ávextir, Brjóstsykur og Súkkulaði- kassar margskonar Heitir og Kaldir Drykkir ávalt til reiðu. & öllum hlutum. •',s M. IANNONE, Eigandi. Fry’s Diamond ^um betr! . . Chocolates.. t.úðum Hinn daglegi gestur yðar, er heimsækir yður hvem- ig sem viðrar, jafnt í steikjandi sumarhitanum sem í nistandi vetrarnæðingnum,—færir yður beztu fæðuna, sem hægt er að fá, og fjölskylda yðar þarfnast mest. Með ósk um hamingju og iheilbrigði á hverju einasta heimili, þess óskar af heilum hug Mjólkurmaður Yðar Vér tökum undir með starf smanni vorum og óskum yður hagsældar á komanda ári, og þökkum viðskiftin í undangenginni tíð. City Dairy Limited JAMES W. CARRUTHERS, President JAMES W. HILLHOUSE, Sec-Treas. the very best by every test

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.