Lögberg - 01.02.1923, Side 2

Lögberg - 01.02.1923, Side 2
LÖGBERG FIMTUDAGIfc N i. FEBRÚAR 1923. Bjargað frá upp- skurði. PETTA AVAXTALYF VEITIR A- VALT HEILSUBÓT. 3928 Union St., Vancouver, B. C. “Eg þjáðist af allskonar kven- ejúkdómum ásamt stöðugri stýflu og látlausum höfuSverk. Verk- ir í mjóhryggnum kvöldu mig sí og æ Læknirinn ráðlagði mér uppskurð. “Eg reyndi “Fruit-a-tives” og það meðal ihefir læknað mig að fullu. “Höfuðverkurinn er nú úr sög- unni og sama er að segja um stífluna, og það sem bjargaði mér, var þetta ávaxtalyf, “Fruit-a- tives.” Madam M. J. Gorse. 50 c. hylkið, 6 fyrir $2,50f reynslu- skerfur 25 cent. Hjá öllum lyf- sölum eða sent póstfrítt frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. Kennarar 47 45 i ensku deildinni 139 91 í íslenzku deildinni 331 363 Flestir á einum degi 309 304 Fæst á einum degi 164 104 Aðsókn að jafnaði 269 218 Sóttu hvern sunnudag -' 32 20 Sóttu hvern nema einn 11 11 Fjárhagsreikningur sd. skólans. Frá 1. des. 1921 ,til 30. nóv. 1922 í sjóði 1. des. 1921 Sanuskot á árinu .... Sérstakar gjafir .... $ 13,55 622,14 10,00 Ársfundur Fyrsta lút. safnaðar. Ársfundur Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, var thaldinn í sunnu- dagaskólasal kirkjunnar á þriðju- daginn 23. janúar s. 1. og var mjög fjöbnennur. Reikningar og skýrslur safnað- arins voru Jagðar fram og fylgir útdráttur úr þeim hér með. Fjármálaskýrsla sýndi að tekj- ur safnaðarins á árinu hefðu ver- ið ................$9,217,26 í sjóði frá fyrra ári .... 119,18 Samtals $9,336,18 Útgjöld á árinu ...... $8,870,65 í >sjóði við áramótin .... 465,89 Skýrsla um kaup á Tjaldbúðarkirkju. Borgað Andrews & Andrews, Veð- skuld á kirkjunni .... $12,726,40 Borgað fyrir víxil frá Tjaldbúðarsöfnuði á Roy- al Bank .... ............ 422,35 Óborgaður iskattur ...... 215,04 Andrews & Andrews * kostnaður við eignarbréf á kirkjunni .............. 149,00 Borgað fyrir 10 fet af landi ........ —• .... 500,00 Eidsábyrgð á kirkjunni «em fallin var í gjald- daga ................. 91,00 Bankavextir .............. 467,97 Skuld á orgelinu jan. 1. 1921 ........... . .. 3,442,44 Vextir frá jan. 1. til maí 1. 1921 .............. 91,80 Borgað Tjaldbúðar söfn- uði ............... 2,787,00 Samtals $20,892,00 Arsskýrsla prestsins. 1922. I. Embættisverk: $645,69 Útborganir. Kenslufæri ......... •• $135,82 Picnic og samkomu kosn. 136,25 Gjafir til ýmsra fyrirt. $234,98 1 sjóði 30. nóv. 1922 .... $138,64 $645,69 Skýrsla djáknanna f sjóði frá fyrra ári .... $ 30,18 Tekjur á árinu ......... 208,65 Útgjöld f sjóði . $238,83 ...... $203,10 .... • $ 35,73 $238,83 Skýrsla fulltrúanna Guðsþjónustur .... .... 103 Skírnir ..................... 25 Fermingar ................... 34 Hjónavígslur ............. .... 33 Greftranir .................. 28 Altarisgöngur .............. 355 II. Fólkstal: í söfnuði 1. jan. 1922 .... 951 Fæddir á árinu .... .... . 25 Gengið f söfnuðinn á árinu 152 Samtals 1128 Dáið á árinu ............. 28 í söfnuði 1. jan. 1923 ... 1100 Fermdir ..................• g22 Ófermdir ............... .... 278 Winnipeg, 23. jan. 1923, Björn B. Jónsson. Yfirlit yfir tekjur og útgjöld Kvenfélagsins árið 1922. í sjóði frá fyrra ári .... $ 88,22 Tekjur .... ............... 1,986,73 Öamtals $2074,95 Útgjöld til safnaðar .... $1,000,00 Til Betel ...... 100,00 Til J. B. Academy .... 100,00 önnur útgjöld ............. 373^6 f sjóði 1. jan. 1923 .... 500,99 Skýrsla sunnudagaskólans 1. des. 1921 til 30. nðv. 1922 Innritaðir alls 1922 1921 Innritaðir alls 470 454 Fermdir 168 172 ófermdir 255 237 VIII P HvI a® M«*t af U I| L U blæSadi og bðlginni I I | I |1 srylliniæB? U p p- I ■ k Li ekurCur ðnauBsyn- legur. Dr. Chase’s CMntment vettir Þér mndir eina hjálp. • # cent hylkiS hjá lyfcfllum eða frá ■dmanson, Bates an4 Co., Llmited. Toronto. Reynaluakerfur sendur 6- kerpie. ef nafn l>eesa blaCe er tlltek- • Of i centa frímerkl sent. Vér undirritaðir fulltrúar hins Fyrsta lút. safnaðar á Winnipeg, sem á síðasta ársfundi vorum kjörnir til þess, að veita safnað- ar málum forstöðu á fjárhags- ; árinu sem ondar með þessum í fundi, leyfum oss að leggja fram ! skýrslur um störf vor á árinu, | og yfirlit yfir fjárhag safnaðar- ins eins og hann er nú. Er oss það vissulega gleðiefni mikið, að geta lagt fram, ásamt öðrum starfsmönnum safnaðarins, skýrslur, sem svo glöggan vott ! bera um framfarir og velmegun Ber oss öllum, sem söfnuðinum j ti'lheyra og málefnum kristin dómsins unna, að færa algóðum ; guði þakkar-fórnir fyrir hans föðurlegu og gæzkuríku umhyggju | og alila þá náð, sem ihann hefir oss auðsýnt í hvívetna. Skömmu eftir ársfundinn i fyrra komum vér saman til þess að gera nauðsynlegar framtíðar ráðstafanir, og var það vort fyrsta verk, að skifta með oss verkum, að svo miklu leyti sem kringum- stæður þá leyfðu. Var Dr. B. J. Brandson skipaður forseti, Albert C. Joihnson gjaldkeri, Sigurður W. Melsted skrifari, Jónas Jóh- annesson umsjónarmaður kirkj- unnar, og Paul Bardal eftirlits- | maður kirikjusöngs, Samvinna vor á þessu ári, hef- ur ávallt verið hin æskilegasta, og góðvild safnaðarfólks og utan- safnaðarmanna, þeirra, sem vér ■höfum haft viðskifti við, Ihöfum vér notið í fullum stíl. Fyrir þetta erum vér þakklótir, og ósk vor er sú, að þeir sem kjörnir verða á þessum fundi, til að taka við fulltrúastarfinu, auðnist að njóta jafnmikiilar góðvildar á fjárhagstímabilinu, sem nú fer í hönd. Ef til viíl, hefur söfnuður vor aldrei staðið með meiri blóma en einmitt nú. Fjárframlög safn- aðarfólks, hafa verið að mun ríf- legri en á undanfömum árum, og er það eftirtektarvert hvergu miklu vlðtækari þátttaika hinna yngri sem eldri í velferðamálum safnaðarins er að verða, enda er starfssviðið altaf að aukast eins og skýrslur þær, sem fram verða lagðar í kveld bera greinilegan vott um. Fólkstala safnaðarins hefur aukist að miklum mun á hinu ný- liðna ári, 0g munu meðlimir safn- aðarins nú teljast um ellefu hundruð, eða rúmlega það, en á slðasta ársfundi töldust safnað- armeðlimir alls 951, að m-eðtöld- um 220 ófermdum. Sunnudagskólinn heldur áfram að taka stöðugum framförum. Nemendum hefur fjölgað svo, að skólinn mun nú teljast til flokks þeirra fjölmennustu í Winnipeg borg. óbilandi trúmenska, ötulleik og ósérhlífni forstöðumanna sunnudagskólans og kennaranna, sem með honum hafa starfað á þessu umliðna ári og í liðinni tíð, eru framfarir sunnudagaskól- ans að miklu leyti að þakka. Söfnuðurinn lí heild sinni, foreldr- ar, aðstandendur og aðrir vinir barnanna fá ekki fullþakkað iþeim ágæta vini, sem forstöðu veitir s un n u dagskólanum og öllum fhin- um góðu bræðrum og systrum, sem með (honum hafa unnið í víngarð- inum, og sem hafa gert það sitt hlutverk, að kenna þeim ungu þann veg sem þau eiga að ganga, »vo þau geti verið trú alt til dauð- ans, og að síðustu öðlast kórónu lífsins. Guð veiti öllu iþessu góða fólki áframhaldandi styrk og trú, og btessi alt starfið og haldi veradarhendi sinni yfir öllum ungmennum vorum í Jesú nafni. Kirkjusöngurinn er og hlýtur ávalt að vera eitt af aðal velferð- j armálum þessa safnaðar. Útlit er nú fyrir, og erum vér vongóð- | ir um, að nú séu söngkraftar 1 safnaðarins að sameinast og tengj- l ast tryggari böndu.m en nokkru sinni áður. Söifnuður vor er stórauðugur, að þvií er ágæta söngkrafta snertir. Er gleðilegt að hugsa til þess. pað ætti vissulega að vera einlægur vilji allra þeirra, sem sönggáfum eru gæddir, að beita þeim skapara sínum til dýrðar og þekn sjálfum til mik- iliar gleði og huggunar. Söfnuðurinn hefur eins og á undanföraum árum, notið aðstoð- ar þeirra hijónanna, Steingríms organista og Sigríðar Hail, sem bæði hafa reynst eins trú og trygg eins og ávalt áður. peim góðu hjónuim, íásamt öllum þeim, sem sæti hafa skipað með söngflokk- num, vottum vér innilegt þakk læti fyrir safnaðarins hönd, og vér vonum að allir, bæði karlar og konur, finni arðberandi 'hvöt hjá sér til að leggja fram krafta sína til þess að styrkja og ef!a kirkjusönginn. Eitt af þeim þýðingarmestu sporum, sem stigin iha.fa verið í áttina til framtíðar viðhalds góðs (kirkjusöngs, er það, að stofnað- ur Ihefir verið nýr söngflokkur, úr ihóp yngra fólks safnaðarins. Er svo til ætlast, að þessi yngri flokkur skipi kórsæti við morgun- messur, en að aðal flokkurinn sameini krafta sína til aðstoðar við kveld guðsþjónusturaar. Báð- ir Iþessir flokkar eru undir stjórn Mr. Paul Bardal, og á söfnuð- urinn honum að þakka fyrir mynd- un hins nýja flokks, sem fyrst iét til sín heyra við morgunmessu síðastl. sunnud. Voru þá kór- sætin skipuð 31 ungimenni auk þeirra organista og söngstjóra. Vér finnum sérstaka ástæðu til þess að lýsa því yfir, að til þess að geta orðið við ákveðinni áskor- un frá oss, starfsbræðrum hans, hefur Mr. Bardal leyst sig frá sönglistastörfuim annarstaðar, þar sem hann hafði þegar verið búinn að binda sig, en fyrir til- hliðrunarsemi hlutaðeigenda gat fengið Uausn. Oss er það gleði- efni, að gera söfnuðinum það kunnugt, að Mr. Bardal er nú orðinn fastamaður í þjónustu safnaðarins sem söngstjóri og sólóisti. Söfnuðinum er það nú þegar kunnugt, að sú tilbreyting, hefur verið gerð, að söngfólkið kemur nú fram og tekur sæti sín í kórnum klætt svörtum söng-kápum. Eng- u.m getur blandast hugur um, að þessir búningar eru tignarlegri og að öllu leyti kirkjulegri en ýmislega litir kjólar og föt þeirra sem kórsætin skipa. Söfnuð; um ber að þakka einum fulltrú- anna, Mr. Albert C. Jónssyni fyr- ir þessar kápur. Sjálfur lagði hann til 0g gaf dúkana, kraga og annað efni, en noldcrar góðar safnaðarkonur, tóku að sér að sníða og sauma kápurnar. pessa tilbreyting álíítum vér mjög við- eigandi, enda virðist að söngfólk- ið og allur söfnuðurinn sé mjög ánægður með hana. Kvennfé- Iagi safnaðarins ber að votta þakklæti fyrir framúrskarandi elju og dugnað. pað ihefur oft verið sagt, að kvennfélagið hafi verið öflug máttarstoð safnaðar- ins, og er víst um það, að það er sannleikur. Kvennfélagið hef- ur nú eins og á undanföraum ár- um, styrkt söfnuðinn með beinuro fjárframlögum, og hefur á þessu nýjiðna ári afhent gjaldkera vor- um $1,000 til safnaðar þarfa. Fyrir þessi fjárframlög og alt það góða verk sem kvennfélagið hefur unnið, vottum vér innilegt þakklæti með ósk um langvarandi og blessunarríka framtlð. Djáknunum leyfum vér oss að votta þakklæti fyrir óþreytandi eftirlit með þeim sem við fátækt og bág kjör hafa átt að ibúa. Starf þessarar nefndar er oft og einatt miklum erfiðleikum bundið, svo að á mikilii þolinmæði og 'þraut- seigju þarf að halda. Guð end^ urgeldur í ríkum mæli þeim sem bágstöddum hjéílpa. Guð blessi starf djánanna og auki krafta þeirra, sjálfum þeim og öðrum ti'l unikillar blessunar. Dorcas félagið 1— kvennfélagið unga — hefur einnig gert mikið gott á árinu, og má fyllilega bú- ast við, að sá félagsskapur blómg- ist vel, og eignist bjarta og •blessunarníka framtíð. Söfnuð- urinn þakkar þessu unga félagi fyrir þes.s göfuga 0g góða starf og óskar því blessunar guðs og góðs gengis. Fyrir $100,00 gjöf til safnaðar þarfa, þökkum vér og álúðlega. Bandalagið hefur afhent oss $25,00' í 'safnaðarsjóð. Fyrir þessa gjöf, sem ber vott um trygð og góðvild þessa félags þökkum vér. Oss dylst ekki að Banda- Iagið er ekki í eins blómlegu á- standi að neinu lleyti, eins og það var á sínum bestu árum, en vér vonuim að einhverjir ötulir, urtg- ir menn og göfuglyndar meyjar geri það að hlutverki sínu að end- urreisa þetta ungmennafélag, svo það fái náð fullum þroska og að starf þess blessist sem best. Skýrslur þessara áminstu fé- 'laga verða ilagðar fyrir fundinn, og munu þar ljóslega skýra frá fjánhag þeirra o*g störfum. Auk þeirra gjafa til safnaðarþarfa, er þegar hefur verið á minst, viljum vér einnig minnast á og þakka fyrir $75,00 frá sunnudagskólan- um. Gjaldkeri safnaðarins leggur fram nákvæma reikninga yfir fjármálin. Finst oss ástæða til að þakka öllum þeim, sem styrkt ihafa safnaðar istarfið f3árhagsr lega á árinu. 1 ársibyrjun, eða þegar vér tókum við safnaðar- reikningum, vor í sjóði $119,18. Allar tekjur til safnaðar- þarfa teljast.......... $9,217,26 •Útgjöld: $8,870,65 Mismunur 1 sjóði $465,89 Forseti safnaðarins leggur tram sérstaka skýrslu yfir kaupin á kirkjueign safnaðarins á Victor ’Str. pess má geta hér, að veð- skuldin sem nú ihvílir á þessari eign er $20,000, en skuildin á or- gelinu hefir verið færð niður í $3,224. Höfum vér á árinu borg- að vexti af skuldum fyrir síðaat liðið ár ($275,40) $218,00' upp í höfuðstól, ennfremur $275,40 fyr- ir vexti sem fallið höfðu í gjald- daga, en ekki verið greiddir fyrir ársfundinn í fyrra. Gam'la kirkjan á Bannatyne Ave., hefur nú verið sdld, og er- um vér fullvissir um, að söfnuð- urinn muni lýsa ánægju sinni yf- ir því. Kirkjan hafði verið tek- in til leigu af Salvation Army til 1. maí f. á., fyrir $60,00 um mán- uðinn. Eftir að S. A. flutti úr kirkjunni tókst oss að leigja hana aftur til eins árs, frá 15. júní 1922 til 15. júní 1923, fyrir $80,00 um mánuðinn. Síðar fengum vér tilboð í eignina, og sem leiddi til •þess að hún var seld fýrir $25,000, 00; 500’,00 greiddu kaupendur við kaupfesting, $4,500,00 greiðast um j leið og kaupendur taka við eign- inni 15. júní 1923; $5,000 15. júní 1924, $2,500 15, júní hvers árs þar eftir, þangað ti'l höfuð- stó'll hefur borgast til fulls með 6% vöxtum, sem greíðast fyrst 15. júní 1924 og svo 15.júní hvers árs, ásamt afborgjn höfuðstól's. Kaupendur eru The Trustee of the Parisih of bhe Holy Rosary. Veðskuldin ®em í gömlu kirkj- unni hvíldi, var borguð og af- numin. Til þess tókum vér hankalán upp á $9,000, en upp i það gengu fyrstu $500,00 frá hin- um nýju kaupendum gömlu kirkj- unnar, svo banka skuldin er nú að- eins $8,500. Vextir umsamdir á þessu bankaláni eru 8%, en ti! þess, að söfnuðurinn ekki þurfi að borga meir en 7%, hefur Mr. T. E. Thorsteinsson bankastjóri boð- ist til að borga mismuninn úr eig- in vasa. Erum vér honum þakk- látir fyrir þessa sérstöku góðvild til safnaðarins. Eins og sakir nú ®tanda nema allar skuldir safnaðarins $31,724 p. e. a. s. veðskuldin á nýju kirkjunni ........... 20,000 Orgels'kuldin .............. 3,224 Bankalánið ................. 8,500 Upp í þessa skuld á söfnuðurinn sölusamn- ing með fyrsta veðrétti í Norðurkirkjunni, eins og greint hefir verið $24,500 Mismunur því: $7,224,00 Á síðasta fundi var fulltrúum safnaðarins falið á hendur að halda samkomu, eins snemma á árinu eins og þeim sýndist rétt- ast, til þess, að fagna nýinngengn- um safnaðar meðlimum, og til þess að þeim, og hinum, sem fyrir væru gæfist kostur á, að kynnast hver öðrum. peseu samkomu- haldi frestuðum vér til þess, að ölluim þeim, sem innrituðust í söfnuðinn á tímabilinu, sem starf okkar sem fulltrúa náði yfir, gæf- ist kostur á að fytla hópinn. í tilefni af því hversu margir höfða innritast í söfnuðinn á árinu, var oss sérataklega Ijúft að stofna til samsætis, þar sem allir fermd- ir meðlimir safnaðarins gætu set- ið, nýjir og gamlir, og betur kynnst hver öðrum. Vegna þess, að samkomusalur kirkjunnar var ekki álitinn nógu stór tiíl þess að allur sá fjöldi, sem til samsætisins kæmi, gæti setið í einu, var samkvæmi þessu skift niður á tvö kveld, þriðju- dags- og mánudagskv., þann 9 og 10. f. m. Var fullorðnu og eldra fólki 'boðið að koma fyrra kveldið, en yngri kynslóðinni, og þeim sem íslenzkunnar ekki nytu fylli- lega hið síðara kveldið. Fyrir aðstoð og dugnað kven- félagsins, sem tók að sér að sjá um framreiðslu kveldverðar, og þeirra, sem ræður fluttu yfir borð- um og annara, sem skemtu með söng og hljóðfæraslætti, fóru þessi samsæti framúrskarandi vel fram, og er það ósk vor, að allir þexr, sem sóttu, ihafi notið á- nægju og uppbyggingar bæði 'kveldin, og að samkvæmin hafi náð tilætluðum tilgangi. Undir 800 manns sátu til borðs þessi tvö kveld. Finst oss við- eigandi og rétt, að taka það fram, að prúðmannlegri og efnilegri hóp ungra meyja og pilta, en þeirra sem til borðs sátu á miðvikudags- kveldið, minnumst vér ekki að hafa séð. Vér þökku.m kvenn- félaginu fyrir aðstoðina við þessi samkvæmi og öllum sem studdu að því, að gera þau eins gleði- leg og í alla staði eins ánægju- leg og þau reyndust. Á ýmsum tímum hefur það komið til tals, að ungir menn tækju að sér að leiða fólk tfl sætis í kirkjunni. Höfum vér einnig um þetta rætt, og er það niðurstaðan, sem vér höfum kom- ist að, að heppilegast muni vera þessu til framkvæmda, að söfn- uðurinn kjósi nokkra unga menn til þess starfs. Er 'það því tillaga vor, að iþessi fundur kjósi sex unga menn sem fyrir safnaðarins 'hönd og undir umsjón fulltrúanna hafi þann starfa í hendi, að leiða fólk til sætis í kirkjunni við safnaðar- ] guðsþjónustur, útbýta sálmabók- ttm og ilúta sér annt um fólk, sér- staklega það, sem virðist ókujjn- ugt. Starfi þessu haldi þessir ungu menn milli ársfunda. Snemma á síðastliðnu ári var oss tilkynt, að húsaleiga safnað- arprestsins yrði hækkuð úr $50',00 upp í $75,00 mánaðarlega. par sem ekki ekki virtist annars betri kostur en að sæta þessum nýju kjörum, tókum vér að oss fyrir safnaðarins hönd, að borga mis- muninn á húsaleigunni. Okkur fanst að prestur vor mætti ekki við því að borga þessa hækkun af sínum eigin launum. Höfum vér því í þessu sambandi borgað $225,00. p. e. fyrir 9 mánuði frá 1. apr. síðastl. Með því, að oss finst æskilegt að 'söfnuðurinn sýnj einhvern lit j á að bæta um hag prestsins, hef- ur oss komið saman um að mæla með því, að við laun dr. Björns B. Jónssonar sé bætt $200,00. Með Totningarfullúm hjörtum þakkar söfnuðurinn 'góðum Guði fyrir árið nýliðna, fyrir bTessun hans yfir starfi safnaðarins og kirkjufélags vors; fyrir náð og krafta, gott heilsufar, sem hann hefur veitt starfsmönnum safn- aðarins, sérstaklega presti vorum j og leiðtoga. Guð gefi honum náð og styrk, andlega og líkam- ’lega og blessi aTt hans starf meðal vor. Winnipeg, 23. jan. 1923. Dr. B. J. Brandson S. W. Melsted Jónas Jóhannesson A. C. Johnson Paul Bardal Fulitrúarnir, sem stóðu fyrir málum safnaðarins síðastliðið ár, voru allir endurkosnir, on þeir eru Dr. B. J. Brandson, S. W. Mel- sted, A. C. Johnson, Jónas Jó- hannesson og Paul Bardal. Djáknar voru kosnir Miss Theodora Heraiann, Mrs. W. J. Burnes, Mrs. B. C. Júlíus, Mr. G. H. Hjaltalín og W. H. Olson. Yfirskoðunarmenn voru endur- kosnir þeir sömu og í fyrra: F. T. Thordarson og Kári Frederick- son. Til þess að aðstoða, við að leiða fólk til sætis í kirkjunni voru þessir yngismenn kosnir. Jónas W. Jóhannsson Lincoln Johnson Albert Wathne Edward Prieece Kári Bardail Wilfred Swanson Thorarinn Melsted Jón Raghar Johnson. Copenhagen Vér ábyrgj- urnst það að vera algjörlegal hreint, og það bezta tóbak í| heimi. C?P|NfÍÁGEN-# “ snuff Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa- miklu en milau tóbakslaufi. MUNNTOBAK Sæmundar og Eliná Eiríksson Þann 26. marz, 1921, andaöst öldungurinn Sæmundur Eiriks- son, aö heimili sonar síns. Jóhannesar í nánd við Hensel í Norður Dakota. Þann 15. júlí, 1922, andaðist á sama heimili, Eliná Jónas- dóttir, seinni kona Sæmundar. Þessi heiðurshjón bjuggu um langt skeið í nánd við Mountain í Norður Dakota. Skal þeirra nú að nokkru minst, er þau bæði eru gengin til hinstu hvíldar. Sæmundur var fæddur 14. júní, 1833. Var hann sonur Eiríks Hjálmarssonar prests að Þóroddstað í Köldukinn, og konu hans, Sig- ríðar Þorbergsdóttur. Tíu ára gamall misti Sæmundur föður sinn. Eftir það ólst hann upp með móður sinni og seinni manni hennar, séra Jóni Ingvaldssyni að Húsavik í Þingeyjarsýslu, þar til hann var 17 ára. Fór hann þá til Danmerkur og dvaldi þar í þrjú ár við jarðyrkjunám. Um 1856, kvæntist hann Sigríði Jóhannesdóttur frá Laxamýri, systur Sigurjóns föður Jóhanns skálds. Bjuggu þau á ýmsum stöð- um, en síðast að Kaldbak á ;Tjörnesi. Þaðan fluttu þau til Ame- )ríku 1882, og settust að á Gardar í Norður Dakota. Dó Sigríður kona Sæmundar þar á fyrsta ári. Börn ]>eirra voru: Asta, gift Benedikt Jóhannessyni að Gardar, dáin; Jóhannes, áður nefndur ai5 Hensel; Eiríkur í Grtmd Forks, áður bóndi að [Hallson; Sæmundur bóndi í Svoldarbygð; Sigurjón lögregluþjónn í Seattle; Jón í Los Angeles, og þrjár dætur er dóu ungar. Seinni kona Sæmundar, var Eliná Jónasdóttir frá Hvammi í Höfðahverfi. Voru þau allan sinn samvistartima til heimilis í ís- lendingabygðinni í Norður Dakota. Fyrst lengi við bú nálægt Mountain, svo um tíma í þorpinu sjálfu, áður en þau fluttu til Jóhannesar Sæmundssonar, eins og áður er getið. Eignuðust þau Sæmundur og Eliná einn son, er dó í æsku. Eliná var fædd fyrsta ágúst, 1839, að Hvammi í Höfðahverfi. Um ætt hennar er mér ekki kunnugt. Þann 28. september, 1860, giftist hún Einari Jóhannessyni frá Finnstöðum i Kinn. Eignuðust þau fjögur börn: Einar, Svanfríði, Jóhannes og Jón. Er Jóhann- es nú einn á lífi af þeim- Hefir verið bóndi og kaupmaður í Is- Iendingabygðinni útfrá Churchbrigde í Saskatchewan. I ágúst 1868, druknaði Einar, maður Elináar á þilskipinu Ingólfi. Þann 9. október, 1872, giftist Eliná í annað sinn, Jóni Folmer Hans- syni Með honum eignaðist hún fjögttr börn; Jón, Sigríður, Elini og Sigurlaugu. Er Sigmundur nú einn á lífi af þeim, og er búsettur i Blaine, Washington. Árið 1878 fluttu þau Jón og Eliná til Ameriku, og dó Jón í Winni- peg fyrsta árið. Seinna fluttist Eliná til Dakota, og giftist þar þriðja manni sínum, Sæmundi Eiríkssyni, eins og áður er getið. Sæmundur var hraustmenni, er hélt líkamsburðum og andlegu fjöri til hárrar elli. Hann var mikill á velli, glaðlegur í viðmóti, og drengur góður. Hann var búhöldur góður, og mat mikils sjálfstæðiö. Hann var íslenzkur mjög í anda, en hafði þó tekið ástfóstri við ætt- jörðina nýju. — Eliná var friðleiks og myndarkona, er hélt fram i elli gjörvileik sínum. Seinustu árin nokkur förlaðist henni mjög, en hélt þó aitaf þeim æskubjarma yfir ásjónu sinni, er auðkendi hana ætíð. Reynslu lífsins hafði hún borið eins og hetja. Það var bjart >fir æfikvöldi þessara aldurhnignu hjóna, því þau nutu kærleiksrík-a - umhyggju hjá sínum, og biðu þannig í friði þess, að dagur þessa jarí- neska lífs tæki enda. Þau voru bæði lögð til hinstu hvílóar í grafreit Vídalínssafnaðar. K. K. Ö. “ROSEDALE” Drumhellerfs Bestu LUMP -JOG- ELDAVJELA STÆFD EGG STOVE NUT SCREENED Phone B S2 PPERS TWIN CITY $18.50 Tonnid MEIRI HITI—MINIMI KOSTNADUR THOS. JACKSON & SONS

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.