Lögberg - 01.02.1923, Síða 4

Lögberg - 01.02.1923, Síða 4
4 fcls. LÖGBERG FIMTUDAGINN i. FEBRÚAR 1923. Jögbítg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- nmbia Pre*s, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaiman 1S-6327 N-632S Jón J. BfldfelL, Editor Utanáakrift til blaðaina: THE eOlUMBIá PRES8, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, M»n- Utanéskrift ritatjórana: EDiTOR L0CBERC, Box 3172 Winnlpeg, Man. The “LögberiT' 1« printed and publiahed by The Coluinbla Preei, LimHed, in the Columbia Block, 883 to 887 Sherbrcoke Street. Wlnnlpeg, Manitoba V.— - Austur og Vestur Canada. IV. í síðasta blaði sýndum vér fram á, hve kjör ' þau, er bændastétt Vesturfylkjanna yrði að sæta með flutning á afurðum sínum til Evrópu eða al- heims markaðarins, væru óaðgengileg og hve hróplegt ranglæti það væri, að sitja þeim í vegi fyrir að bæta úr þeim erfiðleikum, eins og þt-ir allir gera, er hamla þyí að Hudsonsflóa brautin verði tafarlaust fullgerð. I Vó sú braut geti að vísu aldrei fullnægt öll- um þörfum manna, það er, að" með henni verði hægt að flytja alla korn framleiðslu Sléttufylkj- anna til markaðar, sem enginn maður býst held- ur við, þá er engum vafa bundið, að sú braut, væri hún fullgerð, hlyti að hafa svo mikil áhrif á flutningsgjald undir afurðir Sléttufylkjanna til markaðar, að vel væri við unandi, og þá um leið væri stærsta steininum velt úr vegi, sem nú stendur velferð og þroska Sléttufylkjanna fyrir þrifum, og þá gætu hvorki járnbrautafélög né skipaeigendur níðst á bændum Sléttufylkjanna, eins og gert hefir verið að undanfömu. Til þess að menn geti ekki sagt, að vér förum hér með slúður eða sleggjudóma, skal dregið hér fram atriði, sem kom fyrir í haust, einmitt þeg- ar þörfin var mest á því að flutningur hveitisins gengi sem greiðast frá Fort William og til hafn- staðanna. pá settu skipaeigendurnir upp flutn- ingsgjald undir hvern mæli hveitis, sem fluttur var frá Fort William til hafnstaðanna í Canada, um cent. Sum af austanblöðunum segja, að skipaeig- endurnir hafi verið neyddir til þess sökum tafa við uppskipun á kominu og kostnaðarauko ( bví sambandi. En slíkt er að eins ryk, sem slegið er í augu fólks, því mörg þessara skipa komu tóm til Fort William og lágu þar aðgerðalaus í fleiri daga, heldur en að láta undan að því er hækkun á flutningsgjaldi snerti, þegar komsendendur mæltu í móti verðhækkun farmgjaldsins. Tóku svo að lokum hveitifarma fyrir centi lægra fyrir mæíirinn, ef kornið var sent til Buffalo, en þau fengust til að flytja komið fyrir til hafnar- staða í Canada. pað er nú ekki einasta, að þetta sé í sjálfu sér hið hróplegasta ranglæti gagnvart framleiðend- unum í Canada, heldur leggur það iðn og arð upp í hendur Bandaríkjamönnum, sem þessir skipa- eigendur ættu að hlynna að í sínu eigin landi. í Buffalo eru feikilega stórar hveitimylnur, sem með þessu móti fá hvern mæli hveitis ódýr- ari heldur en mylnurnar í Canada, sem svo eiga að keppa við þær með sölu á hveitimjöli á eftir. Menn spyrja ef til vill, hvemig að þetta megi verða í landi, þar sem frjáls samkepnisverzlun er viðurkend. / pví er nú ver og miður, að verzlunin á þessu sviði er ekki frjáls. Siglingalögin í Canada banna Bandaríkja- og annara þjóða skipum, að flytja canadiskar vörur á milli hafna í Canada, og því geta canadisku skipaeigendumir setið að krásinni og gjört eins og þeim sýnist, og bænd- .urnir verða að borga. En í þetta sinn hafa þessir s'kipaeigendur gengið svo langt, að stjórnin í Canada hefir sett nefnd manna til þess að rannsaka málið, og er vonandi að hún geri verk sitt samvizkusam- leg og að einhver árangur verði af því. Ef vér værum búnir að fá Hudsonsflóa braut- ina fullgjörða, þá er ekki mikil hætta á að menn ættu við annað eins og þetta að stríða, því þá yrðu þessi skip að skrölta tóm á milli hafna, eða mæta sanngjamri samkepni. petta ástand alt saman hefir knúð bændur í Alberta og vesturhluta Saskatchewan til þess að hætta að senda hveiti sitt austur á bóginn. peir eru farnir að senda það vestur til Vancouver — með járnbraut vestur yfir Klettafjöll, 640 mílur vegab—, og með skipum frá Vancouver gegn um Panama skurðinn í Mið-Ameríku, sem er um 5,000 mílur vegar frá Vancouver, og svo til Liv- erpool, sem eru aðrar 5,284 milur. í alt er þessi vegalengd því um 11,000 mílur, en samt kostar það bænduma í Alberta 10 centum minna , undir hvern mæli korns, að senda það alla þá leið, heldur en það kostar þá að senda það skipa- járnbrautarleiðina yfir Canada, í gegn um Mont- j real og til Liverpool, sem er meira en fimm þús- und mílum styttri vegalengd. Verið einlægí viðskiftum yðar við þá ungu. Rétt nýlega stóð eftirfylgjandi grein í einu I víðlesnu Bandaríkjablaði: f einu af ritum sínum lætur H. G. Wells eina af persónum sínum segja: “Heimurinn á j enn eftir að viðurkenna skuld þá, sem hann stendur í við aliþýðuskóla Bandaríkjanna.” pað er satt. En svo eru til vitrir menn, sem segja, að þessir sömu skólar séu ömurlega mis- hepnaðir. pað er satt. Hið ófullkomna alþýðuskóla fyrirkomulag er að eyðileggja fólk í miljóna tali. Ef vér látum það hálda áfram, getur það valdið eyðileggingu j þjóðarinnar. pað lítur út fyrir, að menningin j sé að verða oss ofjarl, að hún sé orðin svo marg- brotin, að það sé skortur á mönnum til þess að ■ veita henni forstöðu. Daglega eru lifnaðar- hættir vor mannanna að verða margbrotnari, ! viðfangsefnin erfiðari og fjölbreyttari, sem krefjast sívaxandi fjölda af haldgóðum og hæf- um mönnum. Ef vér getum ekki framleitt þá menn, þá er- um vér á hraðferð að annari eins hyldýpis ógæfu og yfir Evrópu gekk á hinu dimma Miðalda- tímabili. En slíkt kemur aldrei fyrir, því þjóðin er of heilbrigð til þess að láta skólana bregðast köllun sinni svo tilfinnanlega. Hvað er það, sem þú átt rétt á að kref jast af skólunum ? Hvað er það, sem bamið þitt ætti að vita, þegar skólarnir skila því? Er það ekki eitthvað í þessa átt: 1. pað ætti að þekkja sig sjálft, hæfileika sína, veikleika sinn og þrár. 2. pað ætti að kunna eitthvert handverk, eða vera í færum um að takast á hendur lærða stöðu og skilja þörfina á því, að halda áfram að læra. 3. pað ætti að þekkja heiminn, sem það lifir í, og fólkið, sem það lifir með, og hið mikla lífs- lögmál, sem stjórnar báðum. 4. pað ætti að læra, hvernig það á að fara að beita kröftum sínum og þekkingu til að geta notið þess af gæðum lífsins, sem það helzt þrá- ir og að það verði að endurgjalda þau með ósvik- inni þjónustu í stöðu þeirri, sem hverjum um sig er hentust. 5. Lyndiseinkenni sín verður bamið að þekkja. pað þarf að kenna því dirfsku í fram- göngu, réttsýni í breytni sinni við aðra, vara það við hroka, jafnt sem hugleysi og innræta því lotn- ingu fyrir óeigingjarnri þjónustusemi. Jöfnuður. Jöfnuður er orð, sem lengi hefir látið hátt í eyrum manna. w Jöfnuður í efnalegu tilliti. Jöfnuður á milli stétta og jöfnuður að því er til þess kemur að njóta gæða þeirra, sem lífið hefir að veita. Fyrir þessum jöfnuði hafa heilir hópar verið að berjast og sumir þeirra hafa komist svo langt í þá átt, að spursmál er nú orðið um það, hvort framsókn þeirra er ekki orðinn hinn mesti ó- jöfnuður. pað eru þrjú undirstöðuatriði fyrir auði og efnalegri afkomu þjóða og einstaklinga: vit, peningar og vinna. Ef eitt af þessum frumskil- yrðum brestur, ef eitthvert þeirra er í ólagi, þá hlýtur hið efnalega ástand þess þjóðfélags að vera í óreiðu, Eins og menn vita, þá hefir átt sér stað hið bitrasta stríð á milli þeirra, sem peningana hafa átt eða haft undir höndum, og þeirra, sem hafa þurft að ná í þá með vinnu sinni—á milli vinnu- lýðsins og verkveitendanna. Félög hafa verið mynduð til sóknar og varnar og hefir verkalýðn- um, eða þeim parti hans, sem staðið hefir innan verkamannafélaganna, veitist sóknin langtum betur en hinni hliðinni, og er nú svo komið, að verkamannafélögin halda í hendi sér ýmsum greinum iðnaðar framleiðslunnar. pau ráða hvaða menn það eru, sem við þessa eða hina iðnaðargreinina vinna, hve margar klukkustundir það eru, sem unnið er á degi hverjum og líka hvað sæmilegt dagsverk skuli kallast. Svo í mörgum tilfellum má nú segja, að verkamanna félögin hafi meira að segja innan verksmiðjanna en eigendurnir sjálfir. Á meðan stríðið stóð yfir, fleygði verka- manna fólagsskapnum fram — fram í því, ao ná fastarrf tangarhaldi á hinum ýmsu atvinnugrein- um og hækka verkalaun, sem lí'ka var náttúr- legt, því bæði var fátt um verkamenn og svo hækkuðu nauðsynjar manna í verði stórkostlega. Svo kom að því, að stríðinu linti. Landfram- Feiðsla öll féll í verði. Verzlunarmenn fóru á höfuðið hver á fætur öðrum. En leiðtogar verka- manna félaganna og félgin sjálf, standa eins og veggur í veginum fyrir kaupinu á niðurleið. f fljótu bragði virðist þetta ofur eðlilegt, þó að menn vilji halda því sem þeir hafa einu sinni náð. En þegar maður lítur á það, að vinnan er einn af þremur homsteinum fyrir afkomu og velmegun þjóðanna, þá er öllum mönnum ljóst, að hún getur aldrei verið í ósamræmi við hina tvo i til lengdar, ef vel á að fara. í nýkominni skýrslu frá viðurkendri hag- fræðisstofnun í Bandaríkjunum, sem vér höfum hér fyrir framan oss, stendur, að gjaldþol bænda í Bandaríkjunum hafi fallið að meðaltali um 36 af hundraði frá því sem það hafi verið árið 1913. Aftur segir sama skýrsla, að gjaldþol manna innan verkamannafélaga á iðnaðarsvæðum Bandaríkjanna, hafi fallið mest um 10 af hundraði, en svo hafi það vaxið alt upp í 130 prócent í öðr- um, í samanburði við það sem það var 1913. Bækur sendar Lögbergi. I. “Silkikjólar og vaðmálsbuxur”, eftir Sigur- jón Jónsson. Reykjavík. 1922. pað er framför hjá þessum höfundi að því leyti, að í þessari sögu sdnni heldur hann sér við jörðina, — talar um það, sem alla varðar, styður meira að segja fingri sínum á þann löst hinnar íslenzku þjóðar, sem mestri ógæfu hefir valdið á síðari árum: fráfall frá því, sem íslenzkt er—frá vaðmálsbuxum að silkikjólum, frá heil- brigðum íslenzkum hugsunarhætti og lifnaðar- háttum, að útlendu prjáli og einskis nýtum hé- góma. Efnið í bók þessari er tímabært og vel valið, en það er vandi að fara svo með það, að það nái verulega til hjartnanna og verði mönnum til aðvörunar og afturhvarfs. Höfundur þessi skrifar sögur sínar í æfin- týra stíl og tekst stundum að bregða upp skýr- um myndum á þann hátt. En sú ldst er vanda- söm og ekki fær nema snillingum, og er því hætt við, að efni, þó gott sé, tapi sér á þann hátt, nema í höndum einstakra manna. Söguhetjan í þessari sögu heitir Áskell, fá- tækur og umkomulítill piltur, en gáfaður og góður. Sóknarpresturinn setur hann til menta með syni sínum. Hann trú'lofast efnilegustu stúlkunni í sveitinni. En veglyndi og þakklát- semd kemur honum til þess að gangast við bami, sem sonur prestsins, skólabróðir hans, á' með stúlkuræfli. Fyrir það bregður kærastan heit- um við hann, allir snúa við honum bakinu og hann verður vitskertur. Kærastan giftist þess- um skólabróður hans, en Áskell stendur eftir á bryggjunni, þegar þau fara, og hlær tryllings- lega. Skyldi það vera orðin föst regla hinna yngri rithöfunda þama uppi á íslandd, að láta þræl- mensku, og það, sem ilt er, bera ávalt sigur úr býtum í viðureigninni við hið góða ? pað er ekk- ert út á það að setja, þó hið góða þurfi að heyja hart stríð í viðureign sdnni við hið illa, það hefir ávalt þurft þess. En að tilbiðja “fatalismann” með eins mikilli lotningu og nú er farið að gjöra, er hvorki skáldunum né heldur þjóðinni holt. II. “Útlagamir,” eftir Theodóre Friðriksson. Út- gefandi Arinbjörn Sveinbj arnurson. Reykja- vík. 1922. petta er önnur bölsýnis-saga. Úrval manna, sem sjóinn sækja á úrvals-skipi, bíða ósigur undir Dimmubjörgum í viðureign sinni við Æg- ir. pessd saga er þó all-einkennileg, og það er dálítið hressandi að lesa hana. Stíllinn er tals- vert þróttmdkill og víða all-djarflega til orða tek- ið. Enda á það vel við söguefnið, sem er lýsing á viðuredgn íslenzkra sjómanna við hafið og há- karlinn. — Söguhetjan, Rafn, er mikilmenni, ber af öllum að atgerfi og er hirrn bezti drengur. Hann sækir sjóinn knálega á ágætu skipi með úrvalsliði. Hásetar hans voru honum trúir, hver einasti þeirra reiðubúinn að fylgja foringja sín- um möglunarlaust í hvaða svaðilför, sem honum sýndist að fara. pegar Rafn var í landi, sat hann með sveit sína í Valhöll, en svo hét sjóbúð hans. AUir voru þeir félagar einhleypir og flestir þeirra höfðu orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum, og létu sumir þeirra þung orð falla til þeirra kvenna, er heitið höfðu þeim trygðum, en svikið þau unddr eins og þær sáu menn, sem betur voru búnir, þó ekki væri nema um réttar og sléttar búðarlokur að ræða. Líf þessara manna, Rafns skipstjóra og flokks hans, er hið ánægjulegasta. peir eru þróttmikl- ir, glaðir og örlyndir, hvort heldur að þeir eru á landi eða að glíma við hákarlinn á sjó úti. Prestur einn kemur við þessa sögu. Hann heitir séra pórður. Hann er bundinn á trúar- játninga-klafa, getur ekki látið vitið og ímynd- unaraflið njóta sín og svo verður alt í þoku fyr- ir honum. — Er ekki þetta einkennilegur hugs- unarháttur, að trúarjátninga-leysi að stefnuleysi í trúmálum eða nokkrum öðrum málum, geti • gjört menn sterka? — í þessari sögu brestur alt saman—trú prestsins, skipið sterkbygða (Svan- urinn), ást Kristínar og þróttur mannna til þess að halda í réttu horfi. Allir að síðustu flök mfeð brotin stýri. pokkaleg róðrarlok það, eða hitt þó heldur!! Bækur þessar eru til sölu hjá bóksala Finni Johnson, á Sargent ave., Winnipeg. Jóns Sigurðssonar félagið hefir ákvcðið að halda söngsamkomu (concert), sem mjög er vandað til, í Fyrstu lút. kirkju um miðjan fehrúar. Mun það nánar auglýst síðar. Nýlega barst séra N. S. Thorlákssyni, forsuta kirkjufélagsins símskeyti, um að Lauritz Larsen D. D.L.L.D. forseti National Luthern Council of Ame- rica hafi látist í New York 21. jan. Er það sorg arfregn mikil, því þar var um að ræða einn af allra hæfustu starfsmönnum lútersku kirkjunnar hér í landi og á unga aldri. Dr. Larsen var af norskum ættum eins og nafnið ber með sér, — sonur Larsen sem fyrstur var forseti Luther Co'llege og margir íslendingar íhafa stundað nám við. “Hver er sjálfum sér næstur.” Mig í lengir aðra k.tt, innra gengið sýnir, t ’héðan af mengi ijóða látt langspils strengir mínir. Lýsi hvarmi Hðandans Ijós úr barmi skaparans svalar harmi sárum manns sál á armi kærleikans. Klæðst úr serki syndarans sál hins sterka getur innist verk og orðin hans undir merki skaparans. J. G. G. Veraldar þægindi. pF þér þurfið að skifta við útlönd, hvort held- ar að innheimta eða senda peninga heim eða tl annara landa, þá getur þessi banki gert yður það mjög þægilegt, þar sem hann hefir yfir 700 útibú i Canada og Nýfundnalandi, Bretlandi, Cuba, M5ð- og Suður-Ameríku, New Ýork, Paris og Barcilona- THE ROYAL BANK O F CANADA Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 28. Kafli. Loftslag í Alberta er mjög við- feldið og yfirleitt má svo að orði kveða, að veðráttan sé hin ákjós- anlegasta fyrir landbúnað og all- an jarðargróður. 'Stundum verð- ur að vísu all kalt á vetrum, en þó eigi sem í hinum sléttufylkj- unulm. Sumrin eru hlý og ein- stöku sinnum steikjandi hitar. ípó fylgja þv*í nær undantekning- arlaust svalar og hressandi næt- ur. petta gerir það að verkum, að korn og annar gróði jarðar- innar, þrífst vel, Viðasthvar er nægilegt regn, iþótt fyrir komi að vísu í sumum pörtum, að of- þurkar valdi nokkru tjóni. Suður-Alberta er nafnkunnugt fyrir Ohinook vindana. þetta eru þurravindar, ýmist af vestri eða suðvestri. Áhrif Chinook vindanna, eru afar einkennileg, og ekki kvað áíst, að vetrarlaginu, • Landið getur alt verið ihulið fannblæju og froisthæðin getur verið tals- vert mikil. En þegar vindar þessir taka að blása, hlýnar alt í einu veðrið, verður eins og kottnið væri fram á vor. Stund- urn kemur það fyrir, undir slíkum kringumstæðum, að snjó allan leysir á tiiltölulega fáum klukku- stundum. Hið létta snjófall í suðurfylkinu, hefir gert bygðar- lögin þar mjög að reglulegri paradlís fyrir griparæktarmenn. pótt áhrifa Chinook vindanna gæti að vísu mest í Suðurfylkinu, 'þá ber samt alt fylkið þeirra nokkra menjar, einkum iþó vest- urhlutinn. Eitt með því fyrsta, sem vænt- anlegir innflytjendur ihafa í huga, er veðráttufarið. pað er óhætt að fullyrða að þeir, isem þegar hafa tékið sér bólfestu í fylkinu, isé lundantekningalauist ánægðir hvað þetta áhrærir. Vetrarmánuðirnir í Alberta, sem og í hinum tveim sléttufylkj- um, eru sá tími, sem að jafnaði er erfiðastur og margir bera mest- an kvíðboga fyrir. Frostið verð- ur stundum fjörutíu stig, en þann. ig stendur það sjaldnast nema dag eða svo, og oft ekki nema fáar klukkustundir í einu. Yfir- höfuð eru vetrarnir s'kemtilegir, hreinviðri dag frá degi, svo að segja undantekningarlauist. í suðurhlutanum, eins og þegar •hefir verið bent á, koma oft hlý- viðri um háveturinn, svo að lík- ara er vori. Stundum liggur þar snjór á jörð nokkrar vikur í senn, en slíkt er þó harla sjald- gæft. Chinook vindarnir fara stundum æði geyst, en valda þó aldrei tjóni. 1 Mið- og Norðurfylkinu fellur nokkru meiri sojór og liggur að jafnaði ilengur á jörðu. Er þar því oft langtimum samai/ hið á- gætasta síeðafæri og er þá Mka óspart notað bæði til aðdrátta og skemtiferða. Mollu eða sagga- loft, þekkist ekki í fylkinu. Að vetrinum til eru sólheiðir dagar, engu síður en á sumrum. Snjóa leysir að jafnaði fyr í Alberta, en hinum sléttufylikjjunuim, þó byrjar sáning þar venjulega held- ur seinna. í suðurhlutanum eru ibændur að vísu iðulega teknir að stunda jarðyrkju í marzmár.uði og í Norður-Alberta, fer sáning venjulega fram það snemma, að henni er lokið að fullu í maí. Gróðrartíminn er ekki langur. Jurtagróður allur gengur fram- úrs’karandi fljótt fyrir sér. Veldur þar mestu um hiti og nægilegt regn. Byrjað er alment að vinna á nýjum löndum í júnímánuði. Er jarðvegurinn um það leyti gljúpastur og þægilegastur fyrir plóginn. Sú er venjan, að þá er sáningu er lokið, taka bændur að ryðja, eða brjóta ný lönd. pví heifir v-erið haldið fram að jurtagróður og uppskera þrif- ist eigi vel á svæðum þeim, er hiátt liggja. Svo er þó í raun og veru ekki, þegar öllu er á botn- inn hvolft. GHinir löngu og sólríku dagar hálendisins, flýta fyrir þroska og gróðri allra uppskeru tegunda. pegar lengstur er dagur að sumarlaginu, er svona hálfrökkv- að kl. tíu að kveldinu, en um klukkan þrjú, fer aftur að roða af nýjum degi. Meðan blóm- tíminn stendur yfir, er loftið þrungið af gróðrarangan. Sýn- ist landið þá í hvaða átt seun lit- ið er, eins og fagurgrænn flos- dúkur. Víða getur að líta skrúðga runna með villirósum og kirsi- berjum. Grasvöxturinn er það anrkill, að stundum nemur ihæð þess frá tveim fetum. Sumrin eru ekki löng, eða réttara sagt hitatími þeirra. Eftir vorregn- ið, er veitir jörðinni víðasthvar nægan raka til framleiðslu góðr- ar uppskeru, tekur við sjálfur gróðrarkaflinn, venjuilegast heit- ur þur. pannig lagað veðráttu- far, er einkar hagstætt, að því er kornræktina áhrærir, einkum og sérílagi þó hveiti. Er ihveiti það, er sprettur und- ir sMkum kringumstæðum, harð- gert og sterkt. — Meira er að iafnaði um þurka í suðurlhluta fylkisins og er hveitið þar alt af, það sem kallað er harðhveiti. Lengra norður á bóginn er jarð- vegurinn dekkri, þar er meira um regn, og hafrauppskeran þar því afarmikil. Er mikið af höfrun- um notað til gripaeldis. Á ný- ræktuðum löndum helst grasið að jafnaði mikiu lengur grænt, en á þeim, er lengi hafa verið undrr rækt. Jafnvel á allra heitasta kafla' sumarsins, eru næturnar svalar og hressandi og Veita því góða ihvíld. Saggi þekikist varla á þeim tíma árs og ketmur það sér vel fyrir uppskeruna og forðar henní frá ryði. Margir telja haustmánuðina, fegursta og skemtilegasta tíma- bil ársins, í september og okf- óber, er veðrið að jafnaði bjart, heilnæmt og hressandi. Er sá tími enda mjög notaður úti við meðal annars til íþrótta iðkara. Stundum ber það til, að haustin eru fremur þur, og það meir en ákjósanlegt er, með tilliti til næsta árs uppskeru. Mikið er um veiðifarir að haustinu til, enda nóg til fanga. Að lokn- um slætti, er kornið dregið sam- afí 0g þreskt um sömu mundir. Aðeins hið þreskta korn er látið í hlöður, en stráinu er hrúgað upp í háa stakka, og það síðar notað með öðru fóðri handa hestum og' nautgripum. peir lesendur Lögbergs, er æskja kynnu frekari upplýsinga ubs Canada, geta snúið sér bréflega til ritstjórans, J. J Bíldfells, Col- imbia Building, William Ave. og Iherbrooke St., Winnipeg, Mani- toba. Fréttabréf Vogum 28. des. 19122. •Loksins sendi eg þér frétta- grein í blaðið. pað hefir dregist lengur en eg vildi, því eg hefi haft svo mikið að gjöra síðan eg kom iheim í haust, að eg 'hefi varla getað skrifað nauðsynleg bréf. Hefi oftast verið uppgefinn á kvöldin. petta kemur til af eig- ingirni. Eg sendi strákana út á vatn, en hefi verið einn heima, en það er satt að segja of mikið verk fyrir gamlan mann og lat- ann. Mann er ihér ekki að fá, nema fyrir meiri peninga en iþeir vinna fyrir, en nú dugar ekki annað en að halda ií cientin. lEg hefi annað.dáilítið stærra í smíðum, sem eg býst við að senda þér bráðum, ef eg hef dug til að ljúka við það. Mér leiðist að sjá mig talinn með verstu óiskilamönnum við blaðið. pið hafið ekki kvittað mig við það síðan 1919, þrátt fyrir endurtekin loforð. Ef eg sé mig skuldlausan við blaðið næst, þegar það kemur, skal eg reyna að bæta upp litina í ár. Hér ber fátt til tíðinda, engar stórbyltingar eða feykna viðburð- ir, sem nóg er þó um í heiminum á þesisum síðustu og verstu tím- um. En afleiðingarnar koma niður á bændunuim, eins og fyr. ‘^Grísir gjalda, en gömul svín valda.” Útlitið er víst víðast-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.