Lögberg - 15.02.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.02.1923, Blaðsíða 2
LÖGBERG FIMTUDAGIfc N 15. FEBRÚAR 1923. Stefán Agúst Bjarnason, b.a.,b.sa.,ms. 10. ágúst 1886 — 18. nóvember 1922. Aíl hver á aS 1 eyna Aíl sem hefir þáS; Sú er sælan eina, Sem aS fæst viS dáS. Stgr. Thorstetnsson. pegar litið er yfir æfiferil hins nýlátna, unga og dáðríka námsmanns, Stefáns Bjarnasonar, verður maður brátt iþess var, að þar eigum vér íslendingar á bak að sjá einum af vorum dáðríkustu og efnilegustu námsmönnum. Manni, sem hefir, þrátt fyrir andbyr selm stafað hefir af fátækt og æfilöngu heilsuleysi, með elju og atorku brotist áfram á menningarbrautinni af eig- in 'rammleik, og verið krýndur sem sigur- vegari hvar sem hann hefir sótt fraím. Hann hefir mörgum framar aukið veg vorn meðal annara þjóða. Æfin var því miður ekki löng. Aðeins 36 ár. prátt fyrir það er æfisagan at- burðarík og yrði langt mál ef ítarlega væri frá skýrt. • Stefán var fæddur í Winnipeg-borg, 10. ágúst 1886. Faðir hans var Guðmundur Bjarnason, Árnasonar, sem ættaður var úr Vopnafirði í Norður-Múlasýslu. Móðir hans eftirlifandi ekkji Guðmundar, er Guð- rún Eyjólfína Eyjólfsdóttir, Jónssonar tré- smiðs úr Fljótsdalshéraði. Fjögra vetra gamall fluttist Stefán með foreldrum sínum til Mary Hill í Manitoba. Voru þau meðal hinna fyrstu frumbyggja Álftavatns-bygðar. Byrjuðu þau búskap með litluim efnum eins og altítt var meðal ís- lenzkra frumbyggja þessa lands. Var erf- itt uppdráttar sökum þess, að landgæði voru lítil og vega lengd til markaðar var sjötíu og fimm mílur. Vandist Stefán því snemma á iðni og ástundunarsemi heima. Heilmilið var mesta snyrti og reglu heimili. Ekki var skóli bygður í bygðinni fyrr en Stefán var þrettán vetra. Var hann þá vel að sér í íslenzkum fræðum og bókmentum, því foreldrar hans voru vel greind; höfðu lesið mikið og vorú frjálslynd í skoðunum og viðsýn. Hann átti því láni að fagna, að njóta afbragðs kennslu hjá Thorvaldi Thor- valdsson, sem síðar varð frægur námsmað- ur á Harvard University. Var hann eini kennari Stefáns í þá tuttugu mánuði sem hann gekk á barnaskóla á fjórum árum. Útskrifaðist hann þá úr sjöunda bekk barna- skólans og innritaðist á Wesley College 17 ára gamall. Naut hann styrks frá foreldr- um sínum fyrstu tvö árin, en vann algerlega fyrir allri háskólakennslu eftir það; mest með barnaskólakennslu á sulmrum. Hann útskrifaðist í náttúruvísindum vorið 1910, og þegar vér lítum yfir feril hans á háskól- anum, sést að hann hlaut tvisvar verðlaun fyrir nám, ritaði í skólablaðið og voru hon- um gefnar þrjár gullmedalíur fyrir íþróttir. Hann hljóp míluna á skemri tíma en nokk- ur hafði gert áður á háskólanum. Árið 1912 innritaðist hann á Manitoba Búnaðarskólann. Lauk hann fimm ára námsskeiði þar á þrem árum og útskrifaðist með ágætis einkunn vorið 1915. Fékk hann þá stöðu sem aðstoðar forstjóri við Tilrauna- stöð rikisstjórnarinnar í Brandon, og hafði á hendi vísindalegar rannsóknir í aldina- rækt, trjárækt, garðrækt og blómarækt. Vorið 1916 var hann gerður að forstöðu- manni á Tilraunastöðinni í Morden. Undir umsjón hans var fyrst verulega komið á fót uppbyggilegum rannsóknum í sambandi við aldinanækt og trjárækt í Manitoba. Síðari hluta sumars 1917, stóð veraldar- stríðið setm hæðst. Stefán sagði þá upp stöðu sinni og gerðist sjálfboði í Björgunar- deild hersins. pegar hann hafði verið við heræfingar í nokkra mánuði og leið að því að hann ætti að fara yfir hafið, fékk hann ekkí fararleyfi sökum heilsubrests. Starfaði hann í sjúkra- húsum hermanna í Canada þar til stríðinu Iauk haustið 1918, var honum þá veitt lausn úr hernum til að þiggja stöðu, sem kennari í efnafræði á búnaðarskóla fylkisins einn vet- ur. Sumarið eftir starfaði hann við akur- yrkju í allstórum stíl á búgarði, sem hann og tveir bræður hans áttu nálægt Miami. par plægði hann sjálfur 100 ekrur af nýplæging með afl vél, það sumar um haustið keypti hann þreskivél og þreskti korn fyrir bœndur Áformið með þessu starfi á búgarðinum var það að leita heilsubótar, en árangur var Htill í þá átt, því hann gekk hart að verki og Bdunni ekki ‘að hlífá sér. Stefán var að náttúrufari vísindamaður og markmið hans hafði verið að fullnuma sig í niáttúruvísindum við háskólann í Californiu árið 1917 og var þá gerður að félaga við há- skólann. Förinni suður varð að fresta vegna veraldarstríðsins. Hann flutti suður haustið 1919 og byrjaði nám og vísindalegar rannsóknir í búfræðisdeild þessa háskóla, sem er hinn stærsti og einn merkasti skóii Ame- ríku. Notaði Stefán vel frístundir sínar. Ferðaðist hann á bifreið sinni milli hinna ýmsu aldingarða og starfaði í þeim á öllum frístundum. pað sem hann innvann sér á þenna hátt hjálpaði til að borga kostnað við námið. Stefán lauk meistara prófi í desember 1920 og var veitt “James Rosenberg Memori- al Scholarship in Agriculture.” pað haust út- skrifuðust frá háskólanum 1600 nemendur. Var hann þá ráðinn til að fást við vísinda- starf í skólanum, sem aðstoðarmaður við ald- ina rannsókn. Á sama tíma bjó hann sig undir að ná doctors gráðunni (Ph. D.), var prentaður bæklingur á skólanum sem skýrði nákvæmlega frá vísindalegum rannsóknum hans. Hefði Stefán lokið námi, og hlotið doct- ors nafnbót sumarið 1922, en alvarleg veik- indi höfðu gert vart við sig fyrir nokkru. Dró til spítalalegu og hættulegs uppskurðar í júní 1922. Var orsökin innvortis krabba- mein. Gáfu læknar honum eigi von um líf. Fluttist hann þá heim til átthaganna veikur á börum, í ágústmánuði með bróður sínum Björgmann, sem sótti hann til Californiu. Dvaldi hann í Winnipeg hjá móður sinni og bróður Jóni. Bræður hans Eyólfur og Krist- ján komu frá Sask. að heimsækja hann og einnig kom systir hans, Mrs. póra Loftson sem heima á að Lundar. Smá þjakaði hon- um þar til hann lézt 18. nóvember. s. 1. Stefáns verður lengi minst á meðal þeirra er hann þektu vél. Hvar sem hann var staddur tók hann öflugan þátt í öllum félags- skap, sem að menningu laut og beitti sér jafn- an fyrir velferðarmálefni. Starfaði hanr með elju og atoricu og var æ sigri að fagna þar sem hann var einn af leiðtogunum. pann- ig var hann starfandi í íslenzka stúdentafé- laginu, í bindindisfélagsskap og var einn af leiðtogunum í sambandi við starf og félags- skap Únítara í Winnipeg. Að loknu námi á búnaðarskólanum fann Stefán þörfina á að ritaðar væru á íslenzku greinar frá hagnýtu sjónarmiði, til að auka þekkingu og framfarir í samvinnu og búskap- ariegu tilliti. Var hann hvatamaður þess að hann ásamt tveim skólabræðrum sínum rituðu stöðugt um þau efni í Heimskringlu frá 1915—1916. Fóru þá félagar hans í herinn, en hann hélt starfanum áfram einn, þar til hann gekk sjálfur í herinn ihaustið 1917. petta gerði hann án endurgjalds. Á sama tíma ritaði hann að staðaldri í ýms ensk blöð. Mikið hefir verið ritað og rætt á meðal Vestur-íslendinga um þjóðræknis starfsemi; en ekki minnist sá er þetta ritar að hafa séð í ísl. blöðunum um þjóðræknisstarfsemi Stef- áns. Hefir hann þó starfað mikið í þarfir þess málefnis. Hann hafði miklar mætur á ísl. bókmentum. Sem sannur vísindamaður kunni hann fullkomlega að meta hina andlegu risa þjóðar vorrar og fjársjóðu þá er lýsa sér í verkum þeirra. Hann hefir verið útvörður íslenzks þjóðernis í miðstöð Californiu. par hefir hann útbreytt þekkingu um ísland og ís- lenzkar bókmentir að fornu og nýju með fyr- irlestrum í þessari Paradís miljónamæring- anna. Til aðstoðar í þessu verki hafði hann íslenzkar og enskar bækur úr bókhlöðu há- skólans. Stuttu eftir að hann kom til Californiu, Ihásfeólans gerðist hann meðlimur Scandina vian Club tháskólans, sem í voru Svíar, Norð- menn og Danir. petta félag hafði fyrir markmið að stofna deild við háskólann þar sem kent væri núííðar svenska, danska og norska. Félagið hafði ekki ísienzku á þess- um lista, enda enginn íslendingur til að berj- ast fyrir því. Af og til fór þó fram kensla í forníslenzkum bókmentum í sambandi við þýzka málfræði. Kom Stefán því til leiðar að stefnu fé- lagsins var breytt þannig að barist væri fyr- ir því að mynda deild við sfeólann, þar sem kend væru öll tungumál Norðurlanda og bók- mentir að fornu og nýju. Var hann kjörinn forseti félagsins. Einn af prófessorum há- skólans: Arthur G. Brodeur var hlyntur þess- ari stefnu. Var hann um þessar mundir að fást við rannsóknir og ritstörf við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Sá er þetta ritar'fann í bréfasafni bréf frá prof. Brodeur ritað í Uppsölum til Stefáns. í bréfinu segir hann meðal annars: “The principle that the club’s aims and ideals comprehend not only modern Scandinavian literature, but also that fine and great body og Saga — Literature which Ice- land has given to the world.” í sambandi við þetta má geta þess að prof. Brodeur vissi hvað hann var að tala um, því hann la's ís- lenzku vel og er kunnugur íslenzkum bók- mentum. Hann er að semja bók um áhrif þau er Fornaldar sögur frá Noregi höfðu á enskar bókmentir á miðöldunum. Kaus félagið þessu næst nefnd, sem Stef- án var formaður fyrir, til þess að leita upp lýsinga um það hversu margir nemendur á ýmsum sfeólum í Californiu æsktu eftir kenslu í Norðurlanda tungumálum og bókmentum Með þessu móti var auðvelt að sanna að kensl- unnar var þörf. Sem stendur er ekkert því til fyrirstöðu að deildin komist á nema fjár- skortur. Vissa er samt fengin fyrir því að kensla verður nú þegar byrjuð í svenskum nú- ttðár bókmentum, fornaldar bókmentum og mikið fullkoninari kensla í íslenzkum bókment- um. pað má telja víst að innan skamms verði komið á sérstaferi deild, því skólastjóri og nofekrir prófessorar eru því hlyntir. Eins og logagyltur þráður lýsir sér f gegnum æfiferil Stefáns trygð. — Trygð við ættmenni, vini og málefni. Hann var sið- prúður og reglusamur, þrautseigur og þéttur í lund. Hélt hann fram máli sínu af fjöri og dómgreind, en æsingalaust. Hafði hann ó- beit á pólitiskum ó'heilleik og öllum bakróðri, en var djarfur í framkomu og laus við smjaður, sem fólk kunni því miður ekki að meta eins og vera bar. prátt fyrir það að hann þjáðist með köflum sökum heilsubrests, var hann að jafnaði mjog lundglaður. Fjörið og orkan var með afbrigðum. f gegnum veikindin síð- ustu, lét hann ekki bugast, en var hress og hugprúður fram til æfiloka, eins og forri-ís- lenzku hetjurnar. \ Stefán iBjarnason er liðinn, en minningin um hann lifir. Hans stutti æfiferill er auðugur af kenningum fyrir hina mörgu vini hans. Hann lifði samkvæmt sínum háu hug- sjónum og auðgaði anda sinn með því gullvæga augnamiði að vinna mikið og þarft verk í heiminum. Eiga hér vel við þessi orð Jóns sagn- fræðings: “pá rækja menn bezt minningu hinna látnu, er þeir taka þá sér til fyrirmynd- ar í öllu fögru, og hefja merki þeirra hátt á framsóknarbrautinni.” ,— Hjálmur F. Danielson.^jV; I23B Samtíningur frá Califomía. pegar eg var hér í Californiu 1 fyrra vetur reyndi eg að kynna mér margar kringumstæður hér eftir föngum, en bæði var ó- knnugleiki minn áður á öllum högum þessa ríkis mikill, og vera mín hér þá tiltölulega stutt, svo að þá urðu skoðanir mínar nokkuð hálfbakaðar og hikandi, og ótti minn því talsverður um að mér kynni að missýnast og að það sem eg segði opinberlega kynni að verða út úr beinni línu við sann- leikann. Eg hefi þvS síðan eg kom hingað aftur í vetur, reynt að gagnrýna á ný margt af því, sem fyrir augu mín og eyru hefur komrfi, til að geta með meiri vissu slegið föstu og haldið fram því eina sem mér virðist rétt og satt í þessu efni. Að flestu leyti eru skoðanir mínar á högum og háttum hér, hinar sömu og þær er eg fékk og hefi látið opinber- lega í Ijósi áður, þó er ekki frítt við að í sumum tilfellum hafi nokkrar breytingar á skoðunum mínum átt sér stað, við nánari kynni, og atþugun þó að þær skoð- ana breytingar í engu falli komi verulega í bág við þær fyrri, svo að mifelu muni. Eg er varla viss um sjálfur hvers vegna eg er að hugsa eða skrifa um þetta efni og finn helst afsökun eins og Páll óafsson, að eg sé að því bara til “hugarhægðar, en hvorki til lofs né frægðar.” Samt vakir fyrir mér það, að þar sem svo stendur á eins og auðsjáanlega gjörir hér, að fjöldi mesti af fólki streymir hér inn árlega úr öllum Bandaríkjunum, Canada og víð.a annarstaðar að, auðsjáanlega með það fyrir augum að hér sé 'ákjós- anlegt að lifa, eða að minsta kosti til að sjá og reyna hvernig hér er umhorfs, og að þessi fjöldi fólks flytur hér inn árlega stórkostleg- an auð og stórkostleg áhrif á þjó' lífið jrfir 'höfuð, að skoðanir þessa fjölda eru langt frá að vera þær spmu við sjón og eigin reynslu, við veru sína 'hér, sumir finna hér auð, ánægju og velsæld og eyða hér æfi og eigum ánægðir til stór- skaða stöðvum þeim er þeir komu frá, og draga auðinn úr, er þeir flytja hingað. Aðrir dvelja hér að eins stuttan tíma, finna hér ekki það sem þeir hafa vonast eft- ir og snúa til baka eftir að hafa eytt til samans of fjár hér, einnig á kostnað heimahaga sinna. en til uppbyggingar og gróða þess rík is, sem fær árlega mörg hundruð miljónir í starfsveltu á þenna hátt. Hvort það ríki, pláss eða bygð í allri veröld, sem -hefði þessl hlunnindi hlyti að sýna það á all- an hátt með auknum auð, auknu starfsþreki og aukinni velsæld. Spursmál það hlýtur því að vakna, að minsta kosti vakir það fyrir mér. Er California þegar öllu er á botninn hvolft verðug þessara stóru hlunninda fram yfir öll önnur pláss, sem fólkið og pen- ingarnir streyma frá, eða eru þessar kringumstæður eðlilegar og réttmætar og ástæðurnar gild- ar og góðar fyrir því að þetta ríki dragi árlega alt þetta fólk og allan þess auð til sín á kostnað allra þeirra ríkja annara, sem þetta dregst út frá, eða er alt þetta bara hugarburður þeirra, sem hingað eru stöðugt að þyrpast? pað er ekki auðgjört að svara þessu spursmáli svo að fullnægi, því eins og æfinlega sýnist sitt hverjum, en “til þess er nú leik- urinn gjörður,” og til að leggja orð ií belg í þessu spursmáli, læt eg mitt álit í Ijósi þegar rignir hér og ekki er gott að vera úti, á öðrum támum gleymi eg því og læt hvern einn hafa um þáð sínar eigin skoðanir óhaggaðar. pað fyrsta sem verður að taka til greina þegar um þetta spursmál er að ræða, eru landkostir hér og loftslag. Um loftslag þarf ekki að orðlengja, það er hér yfir höf- uð það allra ákjósanlegasta, sem hægt er að finna nokkurstaðar á þessu meginlandi, ef til vill ekki | alveg það, sem hver einn mundi j kjósa fyrir sjálfan sig, því þar ber seint öllum saman um, en það bezta sem til er hér í Ameríku fyrir framleiðslu afurða og auðs, að undanteknu því að ekki er ná- ^ lægt því n'g regnlall yUi sumar-j mánuðina, en hitinn þá svo sterk- ur að alt sem ekki nýtur vatns- áveitu vill ónýtast eða að minsta j kosti rýrna ið þroska. Sú er j þó bót 1 máli að yfir vetrarmán- uðina og fram í maí eða ef til vill fram 4 júní rignir af og til og að þar sem vaxtartími byrjar senmma að vetrinum, jafnvel á haustin, þegar æfinlega byrjar að rigna, þ'á er það sem ekki nýt- ur áveitu, t. d. flestar korntegund- ir orðið svo nærri fullþroska þeg- j ar hitar og þurkar byrja fyrir al- vöru, að afbragðs uppskera fæst I sum ár. En þó mun þetta nokk- uð stopult og þessi tegund af í framleiðslu nokkuð óábyggileg, COPENHAGEN Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa - mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum PPfNHÁGEN# • snufk '■ Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innihalda heimsin bezta munntóhpk einkum þar landið er alt of dýrt til þess að lítil eða jafnvel meðal uppskera íborgi verk og rentur af landi, 15—20 bushel af ekru eins og í N. D. mundi hér kallast upp- skerubrestur, 50—100 bushel er hér kölluð uppskera af kornteg- undum, annað lítið. Margir finna það að veðrinu hér að hitin sé of megn að sumr- inu, einkum í júlí og ií ágúst, þeg- ar hann kemst upp og yfir hundr- að gráður, eða um tíu gráðum hærra en í N. Dak., en fyrir því er varla gild ástæða, því fyrst er það víst sönnu næst að sama gráðu- tal af hita 'hér er ekki eins tilfinn- anlegt eins og austur frá, og í öðru lag er það nauðsyn að hitinn á sér stað hér á þessum tíma, hans þarf hér beinlínis með til að flýta fyrir þroska á þessum tíma, margs þess sem verðmætast er hér t. d. á Oranges, Lemons, rúsína og margra fleiri ávaxta, sem ekki mundu fullþroskast án hans. H.-r gildir sama hugsun og hjá mörg- um eins og í N. D., Manitoba og ! víðar austur frá að ákjósanlegt væri að ekki væri þar eins heitt | á sumrin, eins og það er stórt spursmál hvort minni jafnaðar- hiti þar á sumrin, mundi eklri ; meina það að framleiðsan yrði ó- viss og rýr og akuryrkja því óarð- berandi, lí því efni er að fleiru að gá heldur en því, hvað manni finst notalegast fyrir líkamann 1 svipinn. Eg álít að hitinn á sumrin sem margir kvarta undan bæði austurfrá og hér líka, sé bara 'blessun og ekkert annað, nauð- synlerur fyrir lífsframfærslu fólksins yfir höfuð þó að hann finnist í svipinn að vera nofckuð átakanlegur. f þessu efni er e'nnig siór bct í rnáli hér, það cr i að kvöldin, næturnar og morgn- arnir eru æfinlega mjög frí frá ofhita, og er það ólíkt því sem á sér stað í sumum af miðríkjum Bandaríkjanna, þar sem hitinn oft varir alla nóttina, og varnar hvíld og svefni Eitt er sannar að hitinn er ekki óibærilegur hér, það er, að hér þekkist ékki sól- slag af ofhita, hvorki á mönnum eða skepnum. Um vetrar veðr- ið er ekki hægt að þrátta, það er óefað það allra ákjósanlegasta, sem finst á þessu meginlandi, svo að kalla stöðugt staðviðri, N. D. júní regnskúrir af og til, svo sem ' tvisvar í viku til jafnaðar, koraa! mjög snögglega eftir að þyknar i lofti og vara um 3'—4 klukku- stundir í einu og birta þá upp eins fljótlega eins og þeir byrjuðu, stundum með sólskini og hlýju veðri, á stundum með þykku lofti um tíma á eftir og talsverðum svala, einkum um vetur en mjög sjaldan að frostvart verði, þó 'kemur það fyrir suma vetur að fárra gráðu frost kemur, sem skemmir blóm, garðávexti og fleira sem er veikt fyrir, það seg- ir fólk, sem hér hefir verið lengi, að muiri koma fyrir til jafnaða- meira og minna, svo sem tiunda hvert ár. Eitt það ár var I fyrra, því að i jan. í fyrra vetur frusu aldini hér viðsvegar til stórskemda og var þá ógurieg “gnístran tanna” hér alstaðar eins og von var. í vetur hefir lika orð- ið að eins frost vart i vissum stöð- um, en ekki svo mikils að skemd- ir hafi orðið á neinú. pað sem eg hefi sagt um tíðarfarið hér á þó efeki að öllu leyti við alla parta ríkisins, eins og gefur að skilja, þar sem landið er eins mishátt eins og það er, það á aðallega við láglendi og fjalladali suðurparts ríkisins, fjöllin mörg þúsund feta há eru að sjálfsögðu miklu kald- ari bæði sumar og vetur, þau hæstu hvít af snjó allan veturinn, frá því fyrst byrjar að rigna á haustin á láglendinu, þau lægri | verða hvítgriá að ofan þegar rign- ir mikið ihið neðra með kalsa, en svo bráðnar þar fljótt þegar sólin fer að skína aftur. Líka má geta þess að norðurpartur Calif., er að sjálfsögðu talsvert svalari en suður partur, einnig er sjávar- ströndin sjálf, sem er afar löng strandlengja frá norðvestri til suðausturs talsvert svalari en UPP í landinu bæði sumar og vet- ur, og er því af þeim, sem þar búa að minsta kosti, álitin að vera á- kjósanlegust til að lifa á, að minsta kosti á sumrin. En þ6 ber þess að gæta, að fyrst eru landgæði þar miklu minni og bto er sumarhitinn þar varla nógu mikill til að framlei*a margt það sem verðmætt er, og sem því ar I miklu afhaldi þar sem hitinn «r meiri, og einnig er vert að taka það til greina, að þar er helst til mikill hráslagakaldi i lofti á vetr- um, sem minna ber á lengra frá sjónum, á bak við fjöllin, sera liggja eftir endilangri ströndinni og í dölum þeim sem upp í þau skerast víðsvegar, og sem hafgol- an nær ekki eins til að fcæla eins og ströndina sjálfa. En þetta eru nú að eins smámunir, réttast er að mér virðist að leggja Cali- forniu ríkið alt á metaskálina hvað veðurlag snertir og ef það er gjört og enginn “hörmangara’ eðferð brúkuð við vigtina, þá er enginn efi á að veðurlagið hér veróur íundið líklega það allra ákjósanlegasta, sem til er á þessu meginlandi og þó víðar sé leitað eins og eg hefi áður haldið fram. Um landkosti og framleiðsu næst. — S. Thorvaldson. Frá íslanái. Frú Aðalbjörg Jónsdóttir, frá Arngerðareyri, andaðist hér í bænum aðferanótt 26. þ. m„ eftir stutta legu. Hún var mikilhæf kona. Dánarfregn.—Látin er á Landa- kots'spítala 21. þ. m. ekkjan Hólm- fríður Magnúsdóttir, sem lengi bjó í Skólastræti 5. Dánarfregn . — Látinn er á 2. í jólum (26. des.) Björn óðals- bóndi Eiríksson ií 'Svínadal í Skaftártungu, rúmlega sextugur að aldri. Hann var yngst son- ur Eiríks hreppstjóra Jónssonar 'í HTíð og Sigríðar Sveinsdóttur, læknis í Vík, Pálssonar. — Björn var 'búhöldur góður og vaskleika- maður hinn mesti, svo sem verið hafði Eiríkur faðir hans og þeir frændur fleiri, fríður sýnum og gleðimaður mikill. Hann veiktist af influensu sumarið 1921 og lá lengstum rúmfastur síðan. Bjorn var tvikvæntur og lætur eftir sig ekkju og mörg börn. — Vísir. BEADTY o* THK SKIN ©fta hörund*fegurt>, er þró. kvenna og feefit moö þvl aS nota Dr. Chase’s Olntmena. Allnkonar húðsjúkdómar, hverfa viö notkun þeraa meöala og hörundiö veröur mjúkt og fagui i Fæat hjó. öllum lyfsölum eöa frA Edmanaon. Batea & Co., Limlted, Toronto. ókeypls sýnlahorn aent, ef blaö þetta er nefnt. Or.Chase’s Oinlmcnt 'íi Bakverkur Bakverkur er bein sönnun fyrir nvrna sjúkdómi. Konur kenna oft ýmsu öðru um og draga að leita hjálpar, þangað til að örðugt er að koina reglulegri lækningu við. Brqf þetta sýnir og sannar, sem og i flestum öðrum tilfell- um, hve meðal þetta er stór- merkilegt og hve fólki þykir vænt um það. Mrs. Albert Brunet, R. R- No. 1, Ottawa, Ont., skriíar: “Eg hefi notað Dr. Chase’s Kidney-Liver Pills síðustu tvo mánuðina, með því eg þjáðist af nýrnavei'ki — Eg hafði áður reynt önnur meðöl, er ekki bættu mér það allra minata. Vin- ur ráðigði mér Dr. Chase’s Kid- ne-Liver Pills, og við aðra öskj- una fann eg á mér nokkurn mun. Hefi í alt notað sex eða átta öskjur o ger heil heilsu.” Dr- Chases Kidney-Liver Pills, ein pilla í einu, 25 cent askjan, hjá öllum lyfsölum, eða beint frá Edimanson, Bates og Co., Limited. Toronto. I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.