Lögberg - 12.04.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.04.1923, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1923. Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ombia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talximari N-6327 ofi N-632S Jón J. BQdíell, Editor • (jtanAskríft til blaSsina: THE ÍOlUHBIJt PRIS8, ttd., Box 3171, Winnipog. Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, Man. The ‘'Lögbsrr" la prlnted and publlshed by The Celumbla Pfeas, LlmMed, ln the Columbla Block, III t9 117 Bherbrooke Street, WtnnlpeK, ManLtoba , Bifreiðar. Bráðum kemur sól og sumar. Snjórinn hverfur, ísarnir þiðna og náttúran í sinnilokk- andi fegurð og friðsælukyrð blasir við augum vorum. pað eru víst fáar mannssálir svo sljóvar, að raddir þeirrar náttúru nái ekki til þeirra, eða svo kaldar, að þær vermist ekki við bros hennar. Skáldin halla sér upp að brjósti hennar og dreyma sína fegurstu drauma. Æskan fyllist nýjum lífsiþrótt og ellin verður ung í annað sinn. preytan hverfur af vanga (þeirra, sem dag hvern erfiða í hita og þunga bæja og borga, og jafn- vel sjúklingarnir, sem dauðinn sjálfur hefir sett mark sitt á, brosa við brjóst hennar. En það eru tiltölulega fáir, sem geta notið þess unaðar og endumærandi lífs, sem þar er að finna, því skyldustörfin halda mönnum föstum. — peir tiltölulega fáir, sem svo eru settir, að geta frá þeim horfið um bjargræðistámann og notið hvíldar þeirrar og hressingar, sem í skauti hennar er að finna um vor og hásumartið. Flestir þurfa að vinna baki brotnu fyrir daglegum þörfum liífsins og hafa orðið mestan 'hluta lífsins og farið þannig á mis við nautn þá sem er að finna í “blómguðu dalanna skauti.” En á síðari árum hefir þetta lagast all mik- ið. Hafið sem hefir verið á milli almúga fóiks- ins og hinnar töfrandi vor og sumamáttúru, hef- ir verið brúað með bifreiðum — þessum furðu- legu flutningstækjum, sem á svip stundu geta flutt mann langar leiðir úr svælu og hita stór- borganna út í hið frjálsa og hressandi sveita-' loft, þar sem golan kyssir kinn og menn geta teigað hinn tæra og heilnæma loft-svala. Bifreiðamar em því í huga vorum að verða samvaxnar vorinu. Bifreiðamar, þessi handhægu flutningstæki, sem flytja oss svo ó- endanlega miklu >nær því fegursta og heilnæm- asta, sem náttúran hefir að bjóða, eru að verða ó- missandi milliliður á milli hennar og mannanna, sem þurfa að lauga sig í yl hennar og angandi blíðu, og það þurfa allir að gera. En það em fleiri þarfir sem bifreiðarnar uppfyila, en sú að flytja fólk nær hinni gróandi vor og sumartíð. pær eru líka oft eina iífsvon sjúklinganna, semjþjást og líða. Eina vonin á milli' þeirra og læknanna sem í fjariægð búa. pær em og þægilegar í annatáð bændanna, þeg- ar eitthvað fer aflaga og fljótt þarf að ná til kaupstaðar — þær eru í stuttu máli ómissandi flutningstæki, sem menn geta ekki án verið und- ir ótal kringumstæðum. Saga bifreiðanna er ekki löng, en hún er eftirtektaverð, og sýnir hve erfitt er að ryðja jafnvel hinum þörfustu hugsamum mannanna og framkvæmdum braut. pað var árið 1769, að Cugnat á Frakklandi fann upp hinn fyrsta hreyfivagn, en svo var hon- um þá illa tekið, að honum varð ekkert ágengt með þá uppfyndingu. Árið 1802 lét Richard Tre- ethick, brezkur maður, búa til fyrsta sjálfs- hreifivagninn, sem knúður var áfram með gufu- Eftir árið 1824 komust þeir vagnar í nokkurt á- lit á Bretlandi og vom notaðir til flutninga, var hraði þeirra um 14 mílur á klukkustund og á þeim var hægt að flytja frá þriggja til fjögra tonna þunga. En menn þeir, sem atvinnu höfðu af því að flytja fólk og vörur á hesta-vögnum, risu þá upp1 og mótmæltu þessari flutnings aðferð harðlega, og fóm með mál sitt fyrir löggjafarþing þjóðar- innar, sem samdá lög um notkun hinna nýju vagra og voru þau svq ströng, að þeim mönnum, sem fyrir þeirri fiutnings aðferð börðust, var gjört nálega ókleift að halda henni áfram þrátt fyrir tillögur tveggja þingnefnda, sem báðar rannsök- uðu þessa nýju flutnings aðferð og mæltu með henni. Á meðal annars, sem stendur í lögum frá 1865, sem Breska þingið gaf út og leiddi í gildi stendur: “Að þrír vélmeistarar skuli ávalt vera með hverjum slíkum vagni, þegar hann sé í ferð- um. Að maður skuli fara/gangandi á undan slík- um flutningsvögnum með rautt flagg í hendi. Að slíkir vagnar megi aldrei fara harðara en fjórar mílur á klukkustund, og að síðustu, að aldrei megi hleypa gufu út um öryggispípumar þegar vagn- arnir séu á ferð, hvað mikill sem þrýstingurinn verði.” pessi lög voru nálega rothögg á viðleitni manna í þessa átt. pó héldu einstaka menn áfram og árið 1885 fann Gottlieb Daimler upp vél, sem' brendi gasolín olíu og var þá spilið mnnið. Upp frá því fór sjálfhreifivögnum sífelt fjölgandi, þá hinir fyrstu gasoliín vagnar, sem búnir voru til, mundu nú þykja Ktt gimilegir, þá samt var hnúturinn leystur og útlit og lögun vagnanna aðeins tíma spursmáí. Iðnaður þessi fór nú að taka stórframförum. Meiri framförum en nokkur önnur iðnaðargrein mannanna hefir gert á jafnstuttum tíma, og sýn- ir það best hve þörfin fyrir þessi flutningtæki var orðin brýn. Árið 1899 voru til 1672 sjálf- hreifivagnar á Frakklandi, en árið 1909 voru þeir komnir upp í 46000. Á pýzkalandi var framför í þessa átt nokk- uð minni. Árið 1907 voru þar í landi 27,026 bifreiðar, en árið 1910 voru þeir 41,941. Á Bret- landi voru framfarimar allmiklar í þessari iðn- aðargrein þó Bretar væru í þyá efni sem mörgum öðnim fremur seinir að taka á móti nýmælunum. En öðru máli var að skifta með Bandaríkjamenn, þeir voru ekki lengi að koma aiuga á tækifæri það sem hér var á ferðinni og tóku því með opnum' örmum og er öllum nú kunnugt hvað þeir hafa gert sér úr því. Árið 1899 voru 600 bifreiðar búnar til í Bandaríkjunum, sem kostuðu $1200,000. Árið 1910 voru 200,000 bifreiðar búnar þar til, sem kostuðu $225,000,000 og hefir sú atvinnugrein haldið áfrarn að vaxa þar að sama skapi síðan. Merkileg uppfynding. Á síðari árum hafa menn ^séð fátt gagnlegt eða gott við það, sem frá Rússlandi hefir komið, en nú nýlega hafa borist allmerkileg tíðindi þaðan, sem líkleg eru til þess að hafa stórkostlega þýð- ingu um víða veröld. Rússi einn að nafni M. Makhonine hefir fundið upp nýja aðferð til þess að knýja áfram járnbrautarlestir, sem er miklu ódýrari og ein- faldari en gufuaflið. » Aflvakinn, 'sem þessi maður notar til þess að knýja járnbrautalestimar áfram m€ð er jarð- lýsi (naptha), hefir vakið hina mestu undrun á meðal þeirra, er þessa uppfyndingu hafa kynt sér. Árið 1918 er sagt að Makhonine hafi verið búinn að fullgjöra þessa uppfyndingu sína, en að þá hafi erfiðleikamir hamlað framkvæmdum í þessu máli, en þá !ét Makhonine byggja vélina og nokkra flutningsvagna. í marz mánuði 1921 mætti nefnd manna, sem kjörin var til að athuga þessa uppfyndingu i Petro- grad. 1 nefnd þeirri vom nafngreindir vélafræð- ingar, sem Soviet stjómin skipaði til þess að at- huga málið. Niðurstaða þeirra var, að hér væri um veru- lega merka uppfyndingu að ræða og þeir komu sér saman um, að ráða stjóminni til að veita Mak- honine 30,000,000 rúblur til þess að fullkomna ' uppfyndingu sína. , í skýrslu þessarar nefndar er bent á suma kosti, sem þessi uppfynding hafi umfram þær sem áður eru þektar á þessu sviði. * Fyrst að þessi nýja aflvél og fkitningsvagn- ar þeir, sem henni fylgdu, þá fjórir talsins, væri miklu léttari en vanaleg eimlest af sömu stærð. Vanaleg eimlest á stærð við þá sem hér er um að ræða, segja þeir að vigti 500 tonn, og þar af Vigti gufuketillinn einn um 137 tonn, en þessi lest hr. Makhonine vigti öll saman 120 tonn. Lest sú öll sé iþví léttari en gufuketillinn einn, sem nú er mest notaður þar um'slóðir. Annað, að á milli Petregad og Moscow þurfi 16 tonn af kolum, og að fjórum sinnum verði að fylla kolageymirinn á þeirri leið. En þessi nýja lest þurfi aldrei að stansa til þess að taka elds- neyti og það taki 70 pund af jarðlýsi til þess að ferðast hverjar 400 mílur. priðja, að þessi nýja hreyfivél geti haldið áfram út í það endalaúsa án þess að stansa, því hreyfivélin sjálf framleiði aflið, ekki aðeins til þess að hreyfa lestina hddur Mka til þess að hita og lýsa hana og lestin þurfi aldrei að fá sér að drekka, því vatnsins þurfi hún ekki við. pað sama ár, árið 1921, var þessi vagnlest notuð allmikið á Rússlandi undir stjórn og um- ejón uppfyndingamannsins sjálfs, því bæði er hún miklu ferðmeiri en vanalegar eimlestir og svo kostar þrettán sinnum minna að starfrækja hana, en vanalegar eimlestir. Síðari part ársins 1921 fór heilsa M. Mak- honine að bila, fékk hann þá leyfi Sovietstjómar- innar að fara úr landi burt, og tók hann þá með sér konu sína, hina nafnkunnu söngkonu, Matalia Ermolenko og böm þeirra, einnig tók hann leynd- armál sitt með sér líka. Frá Rússlandi fór Makhónine til Frakklands og hefir aðallega verið þar síðan. Nú er hann í París og er að semja við stjómina frönsku um að kaupa af sér þessa uppfyndingu, hefir hann sagt henni að þessi fiutningslest sín geti runnið frá París til Nice án þess að stansa og farið 100 mílur á klukkutámanum. Um þessa hreifivél sína farast honum sjálf- um þannig orð: “Hreifivagn minn framleiðir rafurmagnið sjálfur, sem vér eigum jarðlýsinu að þakka, sem með sérstökum útbúnaði er látið á vélina. Jarðiýsið er það eina, sem þessi vél þarf til þess að framleiða orkuaflið. Hún þarf hvorki kol, vatn né utanaðkomandi rafstrauma, og úr henni kemur engin gufa né eldsneistar.” ,______ ' Horfurnar. Undanfarin tvö til þrjú ár, hafa verzlunar- horfur hér í Canada verið all ískyggilegar og menn hafa litið fram í tímann með allmiklum kvíða í hug og það ekki án orsaka. Eftirköst stríðsins hafa haft hin aivarleg- ustu eftirköst í för með sér um allan heim I öllu viðskiftaJífi mannanna og þá líka hér í Canada. Verð á öllum landhúnaðar afurðum féll og í mörguim tiIfeJlum niðurfyrir framleiðslu kostnað. Vörur, sem til voru að stríðinu loknu og þær sem framleiddar hafa verið siðan hafa verið í háu verði svo fólk hefir sneitt hjá vörukaupum sem mest það gat. Petta hefir kyrsett fé það, sem vanalega er í veltu þegar verzlunar viðskiftin eru óþvinguð og eðlileg. En það eru ekki aðeins verzlunarmennirnir, sem hafa fengið að kenna á þessu óeðlilega á- standi, heldur hafa verkstæðin og allar fram- kvæmdir þjóðarinnar í verklega átt, orðið að gjöra hið sama. Út af þessu ástandi komst óreiða á gjald- miðil þjóðarinnar. Verzlunarmennimir urðu að taka bráðabyrðarlán, til þess að geta mætt skuldum sánum og svo langt gekk þetta, að árið 1920 voru þau lán komin upp í 147 miljón meira en inneignj allra Canadamanna á sparisjóðum landsins nam. petta ástand í f jármálum lands- ins hafði ekki aðeins þau áhrif, að gjöra alla vetzlun landsins óábyggilega og erfiða, heldur líka veikti það f járhagslegt álit manna á lándinu út í frá og átti hvað mestan þátt í verðfalli cana- diskra peninga. Við þetta bættist aukin seðla útgáfa og þverr- andi gullforði í landinu, sem Mka átti sinn þátt í verzlunarerfiðleikunum. Gullforði landsins við enda ársins 1922, var kominn niður í 44.2% úr 70% sem hann var fyrir stráðið. Á meðan slíkt ástand átti sér stað, var óhugs- anlegt að verzlun landsins gæti komist í viðunan- legt form, eða á fastan fót og því var lífsspurs- mál að koma jafnvæginu á aftur, og ætti það að vera gleðiefni öllum þjóðræknum vinum í Can- da að verzlunarástandið í landinu er nú á fastari fótum, og lofar gQæsilegri framtíð en það hefir gjört síðan árið 1917. Hættan af ástandinu eins og það var orðið, var King-stjóminni í Ottawa ljóst, og eins þeim mönnum, sem mest hugsa um þau mál, svo sem bankastjórum landsins. Stjórnin fór að auka guMforða landsins, þegar á ibyrjun ársins 1922, og í lok ársins, eða í í janúar 1923 var sá forði! stjómarinnar kominn upp í 131,640,356 hærra en gullforði stjómarinn- ar í Canada hefir nökkum tíma verið áður. Auk þess höfðu bánkar landsins aukið sinn forða úr $167,978,000 upp í $237,233,000, eða um $69,255,000 og hefir því gullforðinn vaxið á ár- inu úr 44 upp í 61% og verður væntanlega ekki langt að bíða þess að hann verði búinn að ná sama hlutfalli og hann var á áður en stríðið byrj- aði, eðja hiærra. Um bráðabyrðar lánin er það sama að segja, þau hafa stórum minkað á árinu, sem sýnir að peningaveltan er aftur að ná jafnvæginu í við- skiftalífinu, þó var sú breyting lítil og óábyggileg þar til síðustu mánuðina af árinu 1922, en við enda þess er samt breytingin orðin svo mikil að inneign manna í sparisjóðum landsins er þá orð- in 157 miljónum meiri en bráðabyrðar lánin námu þá og er það svo stórkostlega mikil breyting til batnaðar að furðu sætir, eða sýnileg framför í fjármálum þjóðarinnar sem nemur $304,000,000 í auknu veltufé og framför sú sem orðið hefir í flestu, eða trygging gjaldmiðils þjóðarinnar með hinum aukna gullforða er óútreiknanleg. pessi breyting hefir þegar haft sýnileg áhrif til batnaðar í verzlun og viðskiftum i Austurfylkj- um landsins, og þess getur varla orðið langt að bíða, að hún fari Mka að hafa áhrif í Vesturfylkj- unum. Auk hins aukna gullforða landsins er ýms önnur öfl, seim hafa haft áhrif í þessu sambandi t. d. ’uppskera landsins síðastliðið ár. Verðið á henni var að vísu lágt síðast liðið ár, en samt var það feikilega mikið fé sem inn í landið kom fyr- ir hana. \ 1 Hyeiti uppskera Canada ein, nam 325,000,000 mæla; segjum að hver mælir hafi selst á 80 cent j, þá gerir það $260,000,000. Af þeirri uppskeru er nú búiðið að selja tvo þriðju parta, eða um 200,000,000 mæla, en einn þriðji, eða um 100,- 000,000 mæla er enn eftir óseldur og þvá með vor- inu, eða fyrripart sumars enn von á auknum auði, sem nemur að minsta kosti $80,000,000 sem hlýt- ur að auka veltufé landsins að mun, auk þess sím óhætt mun að fuílyrða að gullforði landsins haldi áfram að aukast. Frá voru sjónarmiði eru horfurnar hér í Canada betri nú en þær hafa nokkumtíma verið síðan stríðið skall á — þjóðin aftur nálega búinn að ná þeirri festu og þrótt í gjaldmiðilsmálipu se--i hún hafði áður en hið skelfilega stríð skall á, þrátát fyrir alla erfiðleika sem af því leiddi í f jármálu *. þjóðarinnar. pað er því engin ástæða fyrir Cana- damenn að vera óttaslegnir út af viðskifta ástand- inu og þeim erfiðleikum sem því hafa verið sam- fara hér hjá oss, sem öðrum þjóðum. — Morgun- dagurinn er hreinn og heiður! Alice við arineldinn. Leikur í þremur þáttum, þýddur úr ensku af séra Ragnar E. Kvaran, var leikinn í kirkju Sam- bandssafnaðar á fimtudag og föstudag á sáðustu viku. petta er Ieikur, sem grípur inn í hið hvers- dagslega líf vort á svo ákveðinn og eftirtektaverð- an hátt, að naumast getur gildi hans farið fram- hjá nokkrum hugsandi manni. Samhand for- eldra og bama er einn af sterku þáttum mann- lífsins — þáttur sem hefir gert Mfið ríkara, sam- feldara og þróttmeira fyrir það, hve sá þáttur hefir verið sterkur, en það er eins og nú sé alt að gliðna —■ bláþræðir að hlaupa á öll sambönd manna — líka Sambandið á milli foreldra og bama. Leikur þessi sýnir á aðra hlið foreldra, sem hafa verið langivistum í burtu frá bömum sánum en eru að koma heim. Hugsun þeirra snýst um það hvemig þeim muni ganga að ná hylli og ást bamanna. pau vita að vísu að þau hljóti núi að vera otðin nokkuð stálpuð, en í huga þeirra eru þau samt hugljúfu, hreinlyndu, elskulegu bömin, sem þaú skildu við þegar þau fóru til Indlands. Á hina etu bömin sem alist hafa upp við hugs- unarhátt hinnar hraðfleygu líðandi táðar sem í flestum tilfellum flytur ungmennið af æskuskeið- inu — bamsárunum, og inn á svið fullorðinsár- anna, áður en menn vara sig á og áður en mörg- um þeirra er hol/t. pannig er ástattt, þegar þessi hjón koma heim. pau hitta þar ekki börn, sem þau geta leitt og laðað, heldur veraldlega vaxin ungmenni, sem 1 krefjast réttar þess sem hin hraðfleyga tíð hef- ir heitið þeim. Foreldramir verða fyrir vonbrygðum við heimkomuna; þó einkum móðirin og henni finst að hún geti aldrei framar notið heimilissælu þeirrar ,er hún þráði. Úr þessu rætist þó nokkuð við fremur ömurlegt atvik, sem fyrir kemur í leiknum. Amy, eldri dóttirin sér ungan mann kyssa móður sína á kinnina og heyrir hann setja stefnu- mót með sér og henni að kveldidags á heimili sínu. Við það fær hún þá hugsun, að móðir sín sé í hættu stödd. Ábyrgðar tilfinningin blossar upp í sál henn- ar — ábyrgðar-tilfinningin fyrir velsæmi móður sinnar og hún leggur sjálfa sig í sölumar til þess að bjarga henni. — Móðirin í hennar hug er sú veika og ístöðulitla, en ihún sú sterka. Níu x>ersónur em í þessum leik: Grey ofursti, faðir bamanna, Edward Thor- láksson, sem fer yfirleitt vel með sitt hlutverk; frú hans er Sigrún Bjartmars. Er hlutverk henn- ar erfitt, en hún leysir það samt vel af hendi víð- ast hvar, þó þótti oss hún taka sér það helst til létt, þegar hún varð fyrir vonbrygðum við sam- fund ibamanna. Aftur í öðmm þætti á heimili Stephans Rollo á 'hún mestan þáttinn í að halda uppi leiknum. Amy, dóttir þeirra hjóna, leikur frú Kristjánsson; og gjörir því vandasama hlut- verki góð skil. Leikur hennar er yfirleitt náttúr- legur og sumstaðar bregður fyrir prýðisgóðum » tilþrifum. Cosmo, sonur hjónanna leikur ung- frú J. Olson. Hreifingar hennar voru stundum góðar og jafnvel tilsvör, en málið var henni erf- itt sem náttúrlegt var. Stephan Rollo, vin þeirra hjóna, leikur Fhilip Pétursson. Er hann lagleg- ur á leiksviði og býður góðan þokka. Eru þá aðal persónumar í þessu leikriti tald- ' ar, en auk þeirra eru: Ungfrú Dunbar, hana leikur ungfrú Björ? Anderson; barafóstran, ungfrú Guðbjörg Sigurðs- son; tvær vinnukonur, selm þær ungfrú Gerða Halldórsson og ungfrú póra Sveinsson leika og leysa þær hlutverk sín sæmilega af hendi, einkum Gerða Halldórsson og Björg Anderson. Ástœðurnar fyrir því að hugur islenzkra bænda hnegist til Canada 38. Kafli. Edmonton er höfuðborg Alberta fylkis, og telur um 60,000 íbúa. Árið 1785 var hún eitt af virkj- um Hudson’s Bay félagsins. Borg- in stendur á norðurbökkum Sask- atchewan árinnar og er lands- lagið þar eitt hið allra fegursta er hugsast getur. Gegnum norður- hverfi borgarinnar liggja tvæi’ járnbrautarbrýr og ein strætis- brauta brú. prjár megin járn- j brautarjínur tfiggtja um borgina og tengja hana við Vancouver og j Prince Rupert. Af öðruim braut- j um má nefna Edmonton, Dunveg- an og British Columíbía brautirn- ar. auðugar. Fyr meir voru þar stór nautgriparæktarbýli, en nú er þar orðið mikið um arðvænlega akur- ýrkju. Eitt af tilraunábúinu Sambandsstjórnarinnar liggur í nánd við Lethbridge. Medecine Hatt, er ein af þýð- ingarmestu iðnaðarborgum fylk- isins og liggur við aðal braulf Canadian Pacific járnbrautarfé-; lagsins. Hefir meðal annars fundist þar gas í jörðu á minna en þúsund feta dýpi. 1000' tenings- fet kosta 20c. til heimilisnota, en 5 cents til iðnreksturs. Tals- j vert er þar um kolanámur og Btór- mikil ti/mburtekja. Einnig eru þar margar og miklar verksmiðjur. Rétt fyrr vestan Medicine Hattr I ^iggur Redcliffe bær, ier telur um j átján hundruð íbúa. pað er jtoikil l leirvarningsverksmiðja, er hefir j um. 150 imanns í þjónustu sinni. , Af öðrum bæjum má nefna Red iLandið umlhiverfiis hofuðborg- „ . ... ... , . . ... ■ Deer og Wetaskivin, sem eru þý<v ína, er mjog frjosamt, framleiðir , _ , ’ í, *• ingarmDklar miðstoðvar á Calgary afarmi'kið af korni og kvikfenaði. , , ,, „ _. , ... , i—lEdmonton linu Canadian Pocif- Einnig eru margar verksmiðjur í borginni, er gefa af sér mikinn auð og veita fjölda fólks atvinnu j allan ársins hring. Skólar eru þar ihinir fullkomn j ic jámibrautarfélagsins. Peace River, seim liggur við Peace ána, er elzti bærinn í nofð- urhluta fylkisíns. Er landslag ustu, má þar til nefna háskólann f^kunina?r ^ttón, og barnasikólana. Einnig getur þar að líta margar veglegar kirkj- ur og stór og rúmgóð sjúkrahús. pegar tekið er tijllit til hinnar miklu náttúruauðlegðar uimhverf- is, má óhætt fuðlyrða, að Edm í- ton verði, er tíma líða mikil rg vegleg borg. auðlegðin því nær óþrjótandt. f Vegreville sem liggur við braut Canadian Natjonal kerfisins, eru kornhlöður miklar. Þar er og góður og fullkomínn búnaðarskóli, Aostaður af almanna fé. Drumheller er einn af mestu námatoæjum landsins, eru kol þgð- Calgary er stærsta borg fylkisins, an þjóðkunn. pá má og nefna nemur íbúatala hennar 65,000 Youngatown, sem liggur við braut eða vel það. Hún liggur á hæð- I Címadian National félagsins. um PmiJli Bow og Elbow ánna Hi«h RiVer fjörutíu míl- Borgin var stofnuð árið 1875, sem nokkurskonar vígi fyrir riddara- lögregluliðið — The North West Mounted Polioe. Jámlbraut Canadian Pacific fé- lagsins, kom þangað árið 1885 og varð Calgary þá samstundis sjálf- 'kjörin verzlunar og viðskiftaborg. sökum hinnar miklu náttúruauð- æfa, er ölll nærleggjandi héruð, áttu yfir að ráða. Þar eru korn- hlöður margar öjf xnfklar, bvö öf verksmiðjum, er hafa fjölda fólks í þjónustu sinni. Mikið er þar um íheildsölubúðir af ýmsum tegund- um. Um Cálgary liggja járn- brautir er flytja jafnt og þétt mikinn varning til Britislh Colum- bia, ennfremur með Crow’s Nest álmunum bæði til Suður- og Mið- fylkisins. Canadian Pacific Irri- gation félagið hefir þar aðsetur sitt. Þá hafa og hin sameinuðu bændafélög aðalskrifstofu sína þar í borg. Calgary borg er eink- ar smekkvísieg, að því útjlit snert- ir. Hús eru þar næsta reisuleg, bæði einstakra manna Ms og * verzlunar og skrifstofu bygging- ar. Þar er fjölfræðaskóli, kenn- araskóli og fjölda smærri skóla, auk bamaskólanna. Hinn mikli íþróttavöllur hjá Banff, er tiltölu- lega skamt frá Calgary. Letbridge er nokkurskonar tengistöð og þýðingarmesta borg- in á Crpw’s Nest umdæmi Canad- ian Pacific járbrautarfélagsine. paðan liggja forautir tijl Calgary og Sbellby á Great Northem brautinni i Montana. Kolanám- ur eru þar, sem kunnugt er afar- u'r suður af Calgary, er þar mik- um kvikfénaðarverzlun. Loks má % þar í grend nefna Olaresholm og Macleod. Cöleman, Rlairmore, Lundbreck og Taber, eru alt námabæjir við , Crows Nest brautirnar. En Pinc- her) Creek, er éitt af elstu gripa- ræktarbýlum, þar um slóðir." Raymond liggur suður af Leth- bridge og er landið umihverfis afarfrjósamt. Cardston, er falleg- ur smábær í Suðurhluta fykisins. Af öðrum miklum bæjum, má nefna Beverley, Bon Island, Brooks Caumangay, Castar, Gor- onation, Daysland, Diamond City, Didsbury, Edson, Granum, Grou- ard, IHardisty, Irvine, Ledns, Magrath, Mornville, Nanton, Oko- toks, Stavely, Bt. Albert, Stony Plain og Strathmore. Tommy Brown. ,J)rengurinn Litli sera dó.’r E. H. “Hvað heiturðu?” spurði ken»lu- konan. “Eg fheiti Tommy Brown”, svar- aði pilturinn. Hann var lítilí vexti og aumingjalegur, andllitið fölt og magurt; augun stór og sokkin, kinnarnar náblei'kar og bar alt útlitið vott um hungur og skort. Fötin sem hann var í voru auðsjáanlega af öðrum, þaa voru bætt hér O'g þar með mis- litum bótum. Skórnir voru gamlir og slitnir, það var ftíst- ingskuldi, og samt var hánn í

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.