Lögberg - 26.04.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.04.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖOBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1923. 3Togberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- mnbia Press, Ltd.,\Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. TaUiman Pi-6327 o« N-6328 Jós J. BOdfeLL, Editor Otan&skrift til blaðsins: TtfE COLUMBIA PRESS, Ltd., Box 3171, Winnlpag, Man- Utan&skrift ritstjórans: EOfTOR LOCBERC, Box 317Í Winnlpsg, M»>- The "Lögbarg" 1s prtnted and publlahed by The I Columbla Preaa, Limited, in tha Columbia Blook, St8 t> SS7 Sherbrooke 8treet. WlnnipeB, Manitoba __<------------' -■ ----------------------------- Fiskiveiðaskóli. Fiskiveiðar eru ein hin elzta atvinnugrein í • heimi. pó ipær hafi öldum saman verið stund- aðar af kappi, hefir, aldrei verið lögð við þær af hálfu þeirra er með völdin fara fyrir almenn- ing, slík rækt er skyldi. Fiskimennimir hafa ýtt snekkju sinni úr vör og róið eða siglt til tíjúp- miða, rent færinu í sjóinn, dregið það inn aftur, tekið fiskinn af önglinum, ef nökkur var, og haldið þannig áfram koll af kollf. Fiskiveið- unum hefir oft verið samfara lífshætta, en hinir hugrökku sjósóknarar hafa aldrei látið sér það fyrir! brjósti brenna, peir hafa vogað miklu, stundum fengið nokkuð í aðra hönd, en á hinn bóginn, því miður of oft, hefir siggið í lófunum, verið þeirra eina endurgjald. Stjómarvöld ýmsra ríkja, virðast oft og einatt hafa látið sér annara um flestar atvinnu- greinar, en fiskiveiðamar. pó er (þar um að ræða atvinnugrein, engu ómerkari en hveiti eða bú- peningsrækt. Fyrir þrem árum var stofnuð sérstök deild við háskóla AVashington ríkis, þar sem kendar em nýjustu aðferðir við fiskiveiðar, svo og með- ferð á fiskinum þannig, að hann geti orðið seni bezt verzlunarvara. pegar deild þessi var stofnuð, ráku margir upp stór augu og héldu að hér væri um að ræða hégómlegasta leikfang. peir höfðu heyrt nefnda sjómannaskóla, þar sem kendar væru hinar algengu siglingareglur. En að stofnaður skyldi skóli, þar sem kendar væru fiskiveiðar, þótti þeim hin aumasta fjarstæða. Flest nýmæli eiga lengi vel örðugt uppdrátt- ar og var svo með skóla þenna. pað gekk ekki greitt að sannfæra almenning um gildi hans, en þó er nú komið svo, að stofnunin nýtur eigi a5 eins traust og virðingar innan Bandaríkjanna, heldur hefir hún einnig vakið á sér eftirtekt út um allan hinn mentaða heim. Fiskiafli Bandaríkjanna, að meðtöldfi Al- aska, nemur árlega að meðaltali þrem biljónum punda, er seljast fyrir rúmar hundrað miljónir dala. Canada verður næst í röðinni, með þrjá- tíu miljón dala virði af fiski til jafnaðar á á”i. priðja í röðinni mun mega telja Newfoundland, að því er fiskiveiðar áhrærir. Fiskiveiðar heimsins námu á síðasta ári $560,000,000 og nam afli Bandaríkjanna, Canada og Newfound- lands, því nær einum jþriðja þeirrar upphæðar. Við fiskiveiðamar í Bandaríkjunun eru not- uð 8,750 skip er nema til samcns 240 000 smá- lesuim AIls hnfa atvinr’u við iðngrem iþessa, 191,000, karlar, konur og unglingar. Fiskiveiðar í Bandaríkjunum, hafa ekki gefið af sér hálfan arð við það, sem þær annars mundu hafa gert, ef nóg hefði verið af mönnum með sérþekkingu og æfingu á því sviði. Úr þvi á fiskiveiðaskólinn að bæta og mun vafalaust gera, því meir er framlíða stundir^ Við skóla þenna er fiskimannaefnum eigi að eins kendar nýjustu aðferðir við fiskiveiðar, heldur og jafn- framt hin vísindalega hlið málsins. Skólinn undirbýr menn til þess, að takast á hendur um- sjón fiskiveiða og kennir jafnframt fullkomnustu aðferðir við niðursuðu fiskjar. Hefir þetta komið áð stórmiklum notum og aukið álit á Bandaríkjafiski á heimsmarkaðinum. Nemend- um skólans eru kend grundvallarskilyrði fyrir því, hvernig gera megi fiskinn að sem arðvænlegastri verzlunarvöru, hvernig vernda skuli hinar ýmsu fiskitegundir frá tortíming o. s. frv. Enn fremur eru þeim kend meginatriði fiskiveiða löggjafar- innar. Fiskiveiða skólinn stendur á fögrum stað við strönd Washington vatnsins. Aðdýpi er þar mikið og gnægð allskonar fiskitegunda. Fara hagnýtar rannsóknir fiskiveiða þar fram á hverj- um degi. Skólinn er heimavistarskóli, en náms- timabilið fjögur ár. Ar og œska. pað eru til menn, sem í raun og veru eld- ast aldrei. Árin fá ekki á iþeim unnið sökum þess, að þeir hafa aldrei mist sjónar á æskunnar heilögu dís. Slíkir menn ganga aldrei til verks með hálfum huga. Uppg5afarhugsunin er þeim ókunn með öllu. peir ganga til verks þrátt fyr- ir árin, með eldmóð æskumannsins í sál og kunna ekki að tapa. Slíkra manna var ávalt þörf, en ekki hvað sízt nú. pað er miðaldra fólkið, sem nú er uppi, er umfram alt þarfnast frekari rrent- unar. ' Æskulýðurinn nýtur mentunar af ein- hverri tegund hvort sem er. Ekkert er éins vanrækt nú á dögum og mentun miðaldra fólks- ins. Heiminum stendur það þó hreint ekki á svo litlu, hvernig því fólki reiðir af, hvort það verðrr viðskila við æsk ir a eða lætur hana krýna hin efri ár. Kosningarnar í Ontario. pess hefir áður verið getið, að Diury stjóvn- arformaður í Ontario, hafi ákveðið að rjúfa þingið og efna til nýrra kosninga í júnímánuði næstkomandi. pingfylgi stjóraarinnar var aldrei mikið og auk þess sýnilega farið að þvena upp á sáðkastið. Tveir af leiðandi mönnum hins sameinaða bændaflokks á iþingi, sögðu skilið við stjórnina fyrir skömmu og sökuðu hana, eink- um þó yíirráðgjafann, um að hafa brugðist stefnu flokksins. Að þær ásakanir hafi haft við nokkur veruleg rök að styðjast, mun þó tæpast verða með sanni sagt. pað er nú kunnugt orðið fyrir löngu, að Mr. Drury þótti skilningur Mr. Morrison’s ritara hinna sameinuðu bændafélaga í Ontario á stefnu- skrá fiokksins, vera alt of þröngur. Lýsti stjórn- arformaður þess vegna yfir því, að hann teldi ;ii þess bera brýna nauðsyn, að svo yrði rýmkað til um stefnuskrána, að engum kjósenda, til hvuð-i flokks svo sera áður hefði talist, væri meinað að eíga heima í hinum nýju, pólitisku samtökuro bænda, ef skoðanirnar á annað borð færu saman. Kvaðst hann aldrei hafa skilið bændasamtókin þannig, að til þeirra hefði verið stofnað með það eitt fyrir augum að hlaða vígi fyrir að eins eina stétt í þjóðfélaginu, hvað svo sem öllum, hinum liði. Bændablaðið “Farmers Sun”, fylgir Morrisoni ákaft að málum, en sendir stjórnarfor- manninum að sama skapi óspart hnutur. Mr. Drury er maður persónulega vinsæll og stjóra hans mun yfirleitt hafa reynst fremur xeL En með klofning þann fyrir augum, sem áður var nefndur, mun harla vafasamt að stjórn- in vinni kosningarnar. Ekki er það líklegt talið, að íhaldsflokknum undir forystu Howard Ferguson’s, muni aukast fylgi, svo orrahríðin verður þá að líkindum aðal- lega háð milli stjóraarinnar og frjálslynda flokks- ins. Leiðtogi þess flokks, er Mr. Wellington Hay, fær maður og fylginn sér. Mi. Drury hafði ætlað sér að reyna að koma í gegnum þingið, frumvarpi um nýja kjördæma skipun og jafnvel að innieiða h’u+f.nllakosnmgar, en af hvorttveggja varð hann að láta, sökum megnar andstöðu í þinginu. U C: ■ j . H : Anœgja kenslunnar, Hin fyrstu opinberu störf, sem íslendingar tóku þátt í hér í álfu, munu hafa verið kenslu- störf og vart mun sá mentamaður nú vera með- al Vestur-fslendinga, sem eigi h;fir um ei fhvert skeið æfi sinnar haft kenslu á hendi um lengri eða skemmri táma. petta er ofur eðlilegt fyrir margra hluta sakir, en hér verður að eins rætt um kennara- starfið eitt, svo vér verðum að sleppa öllum út- úrdúrum. Eitt viljum vér þó benda á í þessu sam- bandi því þaö snertir beint máleínið, <ið frá því fyrsta að sögur fara af íslendingum haía þeir þótt fræðaþulir miklir, og ósparir á að miðla öðrum af fróöleik sínum. Strax í landnámstíð er talað um menn er lög kendu, og eigi var þjóð vor gömul er skólar höfðu verið settir á stofn, er kendu þátíðar fræðigreinar, tungumál og almenn- an kristindóm. Kennarastarfið virðist þvi vera svo samgró- ið okkur íslendingum, að eigi sé úr vegi að birta umsagnir merkra manna og skoðun þeirra á þeim, er þeirri háleitu köllun hafa sint og sinna, að vera fræðarar annara um lengri eða skemri tíma. Hinum mæta manni, Dr. Frank Crane, fav ast þannig orð í einni af ritstjórnargreinum sín- um í “Current Opinion”: “pað er litlum efa bundið meðal hugsandi manna, að kennarastarfið er mest áríðandi af öllum embættum. pað getur ekkert framhald átt sér stað í mentun eða menning, líkamlegum þroska eða and- legri atgerfi, nema því að eins, að hinni uppvax- andi kynslóð sé nákvæmlega kent það bezta serh hin næst á undan lærði. Pað er þess vegna að maður ffyllist ótta, er lesið er á blöðunum að hörgull sé á keiyiurum. og verður var við hversu margir hafa hæitt við þá stöðu og gefið sig að öðru er meira gaf í aðra hönd. . pað er ekki beinlínis hægt að lá jþeim þetta, því eins og nú stendur á, er blikksmiðnum borg- aðir tíu dollarar r. dag en kennaranum þrír.” — Fyrir nokkru síðan gekst kennarafélag eitt í Bandaríkjunum fyrir því, að verðlaun yrðu veitt jþeim kennara, er bezt svaraði “af hverju þeir elskuðu kennarastöðuna.” Svörin urðu mörg, eins og gefur að skilja, 1 og setjum vér hér eitt þeirra, en eigi er oss kunn- ugt um hvort það hlaut verðlaunin. Sá heitir John Dixon, sem svarið skrifaði, o<i er hami bapiakennari í bænum Columbus í Wisconsi i ríkinu. “Eg stunda kennarastörf því eg elska drengi og stúlkur; mér er ánægja að hafa böra í krin - um mig, tala við þau, vinna með þeim, leika m°ð þeim, ávinna mér traust þeirra og taka þátt í til- finningum þeirra og ástríðum. v Eg stunda kenslu sökum þess, að kennarinn er í loftslagi hugmyndanna, vinnur með heila og hjarta, hugmyndum og dmyndunum. Eg stunda kenslu sökum hinna mörgu fri- , stunda sem hún veitir. Henni eru samfara löng kveld, tveir frídagar í hverri viku; og þar að auk nokkrir aðrir dagar, sem undanþegnir er-’ kenslustörfum. pessar frístundir nægja vel hverjum kennara til að annast sín eigin einka- störf, jafnframt því að auðga anda sinn að nýj- um hugmyndum og skoðunum, sem beinlínis koma kenslustarfinu við. , Kensla heillar mig sökum hins mikla skyld- f leika, sem myndast með kennara og nemendum, og fyrir mitt leyti, finst mér það vera sú kendin, rem eftirsóknanærðust er í veröldinni. Kensla er aðlaðandi sökum þess að hún leggur á mann minni stritvinnu en önnur störf. Kenslutími á degi hverjum er eigi oflangur, og þeim tíma er deilt milli frímínútna og kenslu- ^reina þannig, að engum ætti að leiðast. Hver dagur hefir sína nýju dagskrá, sem oft og tíðu n er svo ólík þeirri er var daginn áður, að hún opn- ar nýjan himinn, áður ókunnann, nemendum. Kenslan er samtvinnuð vexti og skilningi. Á hverjum degi kemst kennarinn í samband við hinar beztu bækur og tímarit, sem geyma hinar göfugustu hugsjónir og hugsanir, jafnframt bendingum til forystu skilyrða bæði í félagslífi og mentun. Kennarastarfið eykur starfsviljann og hvet- ur til sjálfsvirðingar.” Vér elskum þig Canada. Vér elskum þig Canada, kjörmóðir fríð, þú kostaland sólgeislum vafið. Það ástarþel deyfir ei angur né stríð aem innst er í ihjörtu vor grafið. pó gleymist oss aldrei um æfinnar tíð vort ættland við norðurpóls-hafið. par lærðumi vér málið vort móður af vör og margskonar þjóðheilög fræði. Og þolgæði feðra við þrautafull kjör vér þektum af sögu og kvæði. Og hétum að leggja fram líf vort og fjör fyrir landið og þjóðina bæði. Og þó að oss nú hafi örlögin ýtt í útlegð af feðranna láði, þess trygðaband um oss er traustlega hnýtt sem tímanna straumur ei máði. Til styrktar því liðið vort frækið og frítt nú fylkist að drengskapar-ráði. Og hrakspárnar kæla ei huga vons glóð; vér hötumst við 'bölsýni alla. En látum vor eldheitu ættjarðarljóð af ýtrasta raddmegni gjalla, með síglöðum huga og svellandi mlóð frá sæmáli lengst upp til fjalla. Vér æpum vort heróp og hikum ei við og hraustlega sveiflum vér armS, að feðranna dæmi og drengskapar-sið; með djörfungar-geisla á hvarmi þvj stendur hér ötult og einhuga lið með eldmóð í þolreyndum harmi. Vér hefjum ei stríð oss til frægðar og fjár, né frelsinu nokkurn að svifta. En þjóðerni voru um æfinnar ár vér ei látum frá okkur rifta; því íslenzkir verðum unz bresta osu brár. Svo bílessi oss feðranna gifta. B. P. Vetur. pó kannske hinn gæflyndi gjöri ekki betur, eg get ekki hrósað þér skautanna vetur; með hrímgaðan andblæ og hjarnvanga bjarta ’ og helgrimmu slögin þíns baldjökuls-hjarta. pinn jötunfaðm leggurðu um löndin og sæinn; við lágnættið syngurðu harðnepju-braginn. Og sólína dregurðu dýpra í hafið, svo daginn þú fáir 4 húmslæðum vafið. Úr skýjanna frjódögg þú fannkyngi smiðar; í frostdróma hneppir þú lindir og hllíðar. En hrímþursar blása úr hágljúfra-koki og hvæsandi þeyta upp blindhríðar-roki. Og hreinlyndi þínu er holt ei að treysta. Með hægviðri björtu þú kánt vor að freista.; og á þann sem hugði þín áform hin beztu - þá áhlaup að gjöra með heíft þinni m(estu. En lögunum hlýturðu að hlýða sem bjóða að hörfirðu brott undan sumrinu góð. Og þó að með tregðu þú takir hvert sporið, ej tjáir að þreyta við sólina og vorið. B. V. ia Látið Peninga Yðar á óhultan stað Þér getið ekki tapaö þeim pening- um, sem vér geymum fyrir yður. Auður og festa The Royal Bank of Canada eru trygging fyrir aftur- borgun með vöxtum nær sem er. THE ROYAL BANK O F CANADA Ástœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 40. Kafli. Heilbrigði fólks í Alberta fylki hefir jafnan verið góð. Má það fyrst og fremst þakka góðu loft- slagi og eins því, jhve stjórnin hefir alla jafna látið s'ér ant um heilbrigðismálin. f fyilkisstjórn- inni situr heilbrigðismála ráð- gjafi, er hefir sér til aðstoðar vararáðgjafa. Annast stjórnar- deild sú um hald sjúkráhúsa, vel- ferðamal barna og unglinga og sér um, að skólar allir og sam- komuhús, fullnægi kröfum lög- gjafar þeirrar, er um heilbrigð- isrftálin fjallar. Stjórnin veitir árlegan styrk til fjörutíu og átta sjúkrahúsa í hin- um ýmsu borgum og bæjum og nú hefir á síðustu árum verið gerð tilraun til þess að koma á sjú'krahúsakerfi til sveita, starf- ræktu í fjárhagslegu tilliti iá svip- aðan hátt og, barnaskóilarnir. Samkvæmt The Minicipál Hios- pitals Act., skal greiddur af ihverju býli eða landeign viss skattur er gengur til sjúkrahús- þarfa. Lærðar hjúkrunarkonur, hafa sendar verið út um sveitir, bæði til þess að stunda sjúklinga í þeim héruðum, sem afskfektust eru og jafnframt 4 þeim tilgangi, að veita tilsögn í heimilishjúkr- un. Heilbrigðisráð fylkisins annast um að fyrirmæíum laga um heil- brigði og hreiníæti, eé stranglega framfylgt. Landbúnaðardeild fylkisstjórn- arinnar, má það að miklu levt; þakika, hve greiðlega að samvinnu- félögum bænda tókst að koma á fót kornhlöðum ;— elevators, með því að hún ábyrgðist að mestu fé það, er til slíkra bygginga þurfti. The United Farmers of Alberta, eða hin sameinuðu bændafélög, nefnast samtök bænda. Voru félög þessi upprunalega stofnuð í þeim til’.gangi, að greiða fyrir kaupum á ýmsum nauðsynlegustu álhöldum til landbúnaðarins, svo og sölu á afurðum bænda. Eng- um vafa er það undirtorpið, að samtök þessi hafa haft margt gott í för með <sér <og orðið bændum til hagnaðar á margvíslegan hátt. Þá Ihafa bændakonur og stofnað með sér félagsskap, sem gefið hefir sig mikið að hinum ýniSu greinum liknarstarfseminnar. The 'Women’s Institute, nefn- ist ein grein landbúnaðardeildar- innar. Er aðalhlutverk hennar það, að leiðbeina ko<num jafnt í sveitum sem borgum í ýmsu því, er að heimilisiðnaði pýtur, svo og meðferð barna.; Einnig ieru nú í flestum sveitum félög ungra Jtúlkna, er að því miða einkum, að búa stúlkur sem allra best undir hiúsmóður stöðuna. Það má nefna akuryrkjufélög- in, níutíu og þrjú að tölu, er flest stofna til árlegra sýninga. Hafa þau stöðlað mjög að því, að glæða áhuþa fyrir ihinum marg- víslegu greinum ílandbúnaðarins, einkum þó ræktun korntegunda. Landbúnaðardeildin hefir í þjón- ustu sinni sérfræðinga, er veita bændum leiðbeiningar í hinum margvíslegu viðfangsefnum akur- yrkjunnar og griparæktarinnar. Atvinna hefir iþví nær altaf ver- ið næg og iðulega Ihefir eftir- ápurnin eftir mönnum til þess, að vinna á bændabýlum, við timbur- tekju og í námum veriS svo mik- II, aS lítt kleift ihefir reynst aS fullnægja henni. Námagröftur- inn er að verða stórfeldari með hverju árinu sem líður og á eft- ir að færa út kvíarnar stórkost- iega. i Svo er mikil -eftirspurn eftlr stúikum <í vist og ráðskonum, að iðulega eru boðnir frá $25 til $50 um mánuðinn -og alt frítt. Alt útmælt land í Alberta, að undanteknu skójlalandi og land- eignum Hudson’s Bay félagsins, er opið til heimilisréttar. Skóla- lönd eru 11,o 29 sections í hverju township, en Hudson’s Bay land er 8 sections og suðurhelmingur- inn og norðvestur fjórðungurinn af sections 26 í hverju township. Sunnan North Saskatohewan ár- innar, en í'hverju fimta township á Hudson’s Bay alla 26 siection. Sérhver manneskja, átján ára að aldri, sem annaðhvort nýtur þegar bnezkra þegnréttinda <eða lýsir yfir, að sá sé vilji hans eða hennar, að innvírina sér slík rétt- indi, getur öðjlast aðgang að heim- ilisréttarlandi, gegn tíu dala borg- un. Ekkja með ófullveðja börn, r.ýtur fullra réttinda til þess, að taka heimilisréttarland. Ekkja, sem giftst hefir aftur, nýtur ekki slíkra réttinda. Stjórnarráðsákvörðun frá 14. des. 1916, mælir svo fyrir, að réttindi til þess að taka heimil- isréttarland skuli aðeins veitt þeim, er voru brezkir þegntfp í byrjun heimsófriðarins mikla, eða þegnar þjóða þeirra, er þátt tóku í stríðinu á hlið Breta svo og þegnum hlutlausra þjóða. Sækja má um heimilisréttar- land á öllum skrifstofum sam- bandsstjórnarinnar, er umsjón hafa með stjórnar eða þjóðjörðum í því og því umdæmi. Hver er sækja vill um aðgang að heimil- riséttarlandi, verður að mæta persónulega á skrifstofu stjórn- arinnar. pó má annar úr söniu fjölskyldu leggja fram umsókn- j ina, ef gildar ástæður eru fyrir hendi. Hverjum þeim, er tekið hefir heimilisréttarland, ber að dvelja j á því sex mánuði á ári í þrjú ár, j koma þar upp viðunanlegu íbúð»r- j húsi og fujilnægja fyrirmælum j laga um ræktun landsins, er eigí j má minna nema en 30 ekr- um, eftir fyrstu þrjú árin. Verð- ur hann þá að hafa sáð í tuttugu ekrur að minsta kosti. Sé landið illa fallið til korn- ■ ræktar, má ábúandi láta sér nægja j að koma þar upp gripastofni, fimm fyrsta árið, tíu annað árið og eigi færri en sextán í lok hins þriðja árs. Getur hann þá sótt um eignarbréf fyrir landinu til innanríkisráðunejrtisins. Eftirgreindan varning má inn- flytjandi hafa með sér tollfrían: Fatnað, húsgögn, bækur, land- búnaðaráhöld, verkfæri, veiðar- færi, byssur, bljóðfæri, sauma- vélar, ritvélar, búpening, reið- hjól, dráttarvélar, er eigi fam yfir $1,400 og önnur landbúnað- aráhöld, -er hann hefir notað síð- ustu sex mánuðina, áður en hann fluttist til Canada. Innflytjandi verður að sverja þess eið, að allur sá varningur, er hann hefir 4 fórum sínum^ sé hans eigin eign. Frá Jslandi. FJARMÁLIN. Ræða fjármálaráðherra er hann lagði fyrir Alþingi fjárlaga- frumvarp sitt 20. þessa mánaðar. Frumvarp það til fjárlaga fyrir árið 1924, sem háttvirt deild sú tekur til meðferðar, er að mörgu leyti svipuð fjárjöigum þeim, er þingiði síðast gekk frá, fjárlögun- um fyrir yfirstandandi ár. Er það i mjög eðlilegt, þar sem bygt er á hinum sömu tekju- og gjaldalög- um. Fjárhagsleg afkoma land® og landsmanna hefir að visu nokkuð lagfærst frá því sem var fyrir ári síðan, en þetta kemur ekki fram í tölunum, því jafn- framt .hefir peningagildið lagast þó seigt ihafi gengið, þannig, að þær krónur, sem við reiknum með nú, eru meira virði en þær sem við reiknuðum með fyrir ári síðarr Tekjurnar eru í frumvarpinu áætlaðar 7.630.00 kr. en gjöldin 7.593,000 kr., svo það er gert ráð fyrir hallalausum fjárlögum eða vel það. Eins og á sér stað um flestar áætlanir, er hér vitanlega að mörgu leyti um spádóma að ræða, og það því fremur, sem fjár- lögin eru samin óiheppilega löng- um tíma á undan þvi að þau koma til framkvæmda, og sökum þingtímans1 er við samningu frum- varpsinsi ekki einu sinni hægt að hafa yfirlit yfir afkomu sfðasta árs til hliðsjónar, því það yfirlit getur ekki legið fyrir fyr en f janúarlok, en frumvarpið má tæp- ast fullgera síðar en 4 nóvember-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.