Lögberg - 26.04.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.04.1923, Blaðsíða 6
ÍXs. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. APRÍL 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. pessi gripur hefir einu sinni verið verðlagð- ur áður”, sagði hún og lét engan bilbug á sér finna. “Eg veit, að það sem hann selst fyrir, verður ekki nóg. Einmitt iþess vegna hefi eg —” hún þagnaði skyndilega og roðnaði — í á- kafa sínum hafði hún farið nokkuð lengra en henni fanst hyggilegt. “Hvað?” spurði hirðdróttsetinn — hann laut áfram og horfði framan í hana með illgirn- islegu brosi. “Eg hefi bætt við hlut”, hélt hún áfram, “sem Úlrika selur ekki fyrir minna en fjörutíu dali.” Hún stundi um leið og hún sagði þetta og var ekki eins önug og áður. “Skoðum við tilí Og hvaða hjálpar-upp- spretta er það, sem þér eigíð ráð á, náðuga frú? Er það þetta hérna ?” Hann benti á hlutinn, sem var vafinn inn \ silkipappírinn og sem hún ósjálf- rátt hafði lagt höndina á. “pað er málverk, býst eg við?” “Já”. “Sem þér hafið málað sjálf ?” “Eg hefi málað það!” Hún þrýsti höndunum að brjósti sér eins og hún ætti erfitt með að ná andanum. Hún sá alt í einu í huganum bókina, sem móðir hennar hafði fleygt út, liggja á steinhell- unum fyrir framan hallardyrnar í Rudisdorf. “Og nú ætlið þér að selja þetta málverk?” “Já, eg er búin að segja það”. Hún leit ekki upp. Hún vissi, að hún mundi mæta leiftrandi augum, fullum af igrimmilegum sigurfögnuði. Spurningarnar höfðu verið born- ar fram með lokkandi hægð. — pað var leikur kattarins með músina. “pér eigið einhvern kaupanda vísan, býst eg við — einhvern góðan, efnaðan vin og málara, sem kemur til Rudisdorf og gerir sér það að skyldu, að kaupa þess konar lsitaverk. Hún var aftur búin að ná fullkomnu valdi yfir sjálfri sér — hún náði þeirri rósemi, sem fylgir ákveðnum ásetningi. “pess konar atvinnu, sem líkist betli, eins mikið og einn vatnsdropi Mkist öðrum, hefi eg að sjálfsögðu fyrirhtið og heldur kosið að selja verk mín, til listaverksala,” sagði hún mjög ró- lega. Hirðdróttsetinn spratt upp, eins og hann hefði verið stunginn af býflugu. “Með öðrum orðum, þér hafið unnið fyrir yðar daglega brauði með höndunum áður en þér giftust ?” “Já, að nokkru leyti. — Eg veit að eg gef mig yður á vald með því, að gera þessa játningu; eg veit, að eg geri stöðu mína hér í húsinu ennþá óþolanlegri. En eg vil heldur gera það, en að bera í brjósti nokkum leyndardóm, sem spillir sálinni. Eg vil ekki og þori heldur ekki að gera það hér, sem eg hvað eftir annað gerði heima. til þess að móðir mín ekki kæmist í of mikla geðshræringu.” “Hver skollinn! Raoul hefir svei mér látið mig fá verðmætar skaðabætur fyrir Valeríu mína, stórláta, göfuga 'bamið mitt”, hrópaði hirð- dróttsettinn og hló gremjulega um leið og hann hallað sér aftur á bak í stólnum. Hirðpresturinn var staðinn upp og vildi grípa hönd hennar, en hún færðist undan yfir í hinn enda stofunnar. “pessi frekja er yður sjálfri til ills, náðuga frú,” sagði hann í næstum auðmjúklega biðjandi róm. “pér ættuð að kannast við að þér af geð- æsingu og þráa hafið sagt það, sem þegar það er rólega íhugað, lítur alt öðru vísi út!” “Nei, það kannast eg ekki við, það væri ó- satt. Eg endurtek það alveg afdráttarlaust, að eg hefi unnið mér inn peninga með höndunum. Nú, þegar eg sé hvers konar áhrif þessi játning mín hefir, finst mér eg vera frjálsari”. Hún brosti hálf raunalega. “Eg veit, að það verður ekkert dulið fyrir hinum rannsakandi augum hirðdróttsetans. Fyr eða síðar hefði hann fengið að vita hvemig í öllu lá, og þá hefði fólk láð mér þögnina meðan eg lifi, og það hefði litið svo út sem eg skammaðist mín fyrir liðna tímann. — Guð forði mér frá því! — Hefði yður þótt betra að heyra, að eg hefði lifað af ölmusu?” sagði hún og snéri sér að hirðdróttsetanum. “pér fyrirlítið þann, sem er ættstór, fyrir að vinna, vegna þess að hann á ekki yfir erfðafé að ráða. Hvemig ættu aðrar stéttir að bera virðingu fyrir aðlinum, þegar hann sjálfur er þeirrar skoðunar, að skjaldar- merki sitt megi ekki liggja á öðru en gullnum feldi ? Er hann ekki sjálfur að eyðileggja þá hugs- un, sem hefur hann upp yfir aðrar stéttir, með þessum dans umhverfis gullkálfinn? — Guði sé lof, að á þessari öld sjáum við stéttarbræður, sem hafa of aðalsmannslegan hugsunarhátt til þess, að skammast sín fyrir að iðka listir.”' “List!” sagði hirðdróttsetinn og hló aftur. — “List, þetta kák, sem dráttlistarkennarinn í kvennaskólanum kennir hinum háættuðu ung- frúra, öllum það sama og án tilbreytingar.” Hann hafði tekið málverkið upp meðan hann var að tala og nú tók hann silkipappírinn utan af því. — Síðustu orðin, sem hann sagði, urðu að lágu hvísli. — Úar það hræðsla eða blygðun, sem kom honum til þess að roðna hvað eftir annað? Hann lét höfuðið hallast aftur og aftur að stól- bakinu og lokaði augunum, og þegar presturinn, eem var forviða, kom til hans, breiddi hann hend- ina yfir myndina, eins og hann vildi ekki láta haim sjá hana. Konan unga hafði málað það, sem hún sá í indverska húsinu, en að vísu ekki nákvæmlega eins og það kom fyrir augu. “Ivótusblómið” lá ekki í reyrrúminu, píslargrindinni, sem mátt- , leysi hennar hafði fjötrað hana við í þrettán ár Hinn grannvaxni konulíkami, sem á myndinni hafði hinn mjúka liðleik æskunnar, lá í mjúku, 'kyigiandi grasi. petta var dansmærin frá Ben- ares, eins og hún hafði verið, þegar aðahmaður- inn þýzki kom með hana yfir hafið. Hún reis upp á olnbogann og studdi hönd undir kinn. Keðjur úr gullpeningum lágu um ennið og hvirf- ilinn og héngu við hliðina á svörtum hárfléttun- um niður á brjóstið yfir gullbrydda, purpuralita silkitreyju, sem aðeins huldi axlirnar og lítið eitt af upphandleggjunum. Blöðin á feyki-stór- um bananvið köstuðu laufum skugga á konu- myndina, sem gerði hana enn fegurri en í fjar- sýn glampaði sólskinið á marmararið indverska musterisins og vatnið, sem var gárað af vindi. Myndin var gerð með vatnslitum og ekki fullger í smáatriðum, en aðaldráttirnir voru óvenjulega sterkir og ákveðnir. Höfuðið með þunglyndis- legu, dökku augum og grannleita, fagra andliðið; fætumir naktir og prýddir með gullhringum um • öklana, sem láu útréttir á grasinu, svo að sinu stráin lögðust yfir þá, beyging líkamans undir dansblæjunni — alt Iþetta var vandlega gert með óþvinguðum og sterkum dráttum, sem gerðu myndina að listaverki. Einmitt það sem hirð- dróttsetinn fyrir augnabliki ekki hafði viljað trúa. Hann náði sér furðu fljótt aftur. “pessi unga frú”, sagði hann, sem virðist vera svo af- skiftalaus um alt, hefir nóg af forvitni kvefi fólksins, til þess að róta í skjölum ættarinnar heima og snuðra upp alt, sem kitlar forvitnina hér í húsinu okkar úti í indverkska garðinum.” Rödd hans var þrungin af gremju. “pér hafið getað gert yður grein fyrir því, sem liðið er alveg meistaralega. — pað sýnir að þér hafið lagt mikið á yður að kynnast því. En einmitt þess vegna, eins og þér skiljið, getur þessi mynd aldrei farið neitt héðan. Við ættum máske að vera þau flón, að opinbera ennþá einu sinni þetta hneyksli, sem hefir átt sér stað í ætt okkar — því miður er ekki hægt að nefna það neinu öðru nafni — og það af konu, sem undir því yfir- skyni að vera góð og fórnfús dóttir, langar til að geta sér frægðarorð sem listakona! — Nei, góða mín, þetta málverk verður kyrt hér hjá mér, og eg skal senda greifafrú Trachenberg eins mikla peninga og hún vill til ferðalagsins.” “Nei, þakka yður fyrir. — Eg mótmæli því í nafni móður minna,” sagði Líana með mikilli á- kefð. “Hún verður nógu stærilát til þess að sitja heldur heima.” Hirðdróttsetinn skellihló. Hann stóð upp með miklum erfiðleikum og lauk upp einni skúff- unni í kjörgripa-skríninu og tók þaðan lítið rós- rautt pappírsblað, sem hann braut sundur og fékk henni. “Lesið þér þessar línur, náðugasta frú”, sagði hann, og þá munið þér geta sannfærst um, að kona, sem biður gamlan elskuhuga um fjög- ur þúsund dala lán, til þess að borga með leyni- legar spilaskuldir, muni ekkí vera svo hörunds- sár, að hún neiti hjálp hans, þegar hann býður henni að hjálpa henni til að komast til baðstað- ar, sem hana sárlangar að heimsækja. Hún tók þá með hjartnæmu þakklæti við þessum fjórum þúsundum, sem hún því miður, gat ekki borgað aftur vegna gjaldþotanna.” Hún greip ósjálfrátt þetta mannorðssker- andi blað og gekk hálf-reikandi yfir að gluggan- um. Hún ætlaði ekki að lesa bréfið; það var skrifað með hinni ófögru rithönd móður hennar, sem hún kannaðist svo vel við. Yfirskriftin, sem hljóðaði: “Minn kæri vniur!” særði hana eins og hnífstunga. Hún vildi aðeins draga sig eitt augnablik í hlé fyrir augnaráði beggja mann- anna, og gekk þess vegna inn í gluggaskotið, en hún hrökk við óttaslegin. Glugginn stóð opinn, en fyrir utan hann stóð barón Mainau. Hann snéri baki við húsinu og lét hendumar hvíla á steinhandriðinu og hreyfði sig ekki. Hann var ekki lengra, en sem svaraði tveimur skrefur frá henni, og hann hlaut að hafa heyrt hvert ein- asta orð, sem þau töluðu. — Hafði hann í raun- inni hlustað á aila deiluna og látið hana berjast eina á móti hinum slungna mótstöðu manni sín- um; var hann svo mikið vesalmenni ? pað var langt frá því að hún krefðist nokkurrar ástar af honum; en um vernd mætti hann ekki neita henni; hver bróðir mundi láta systur sinni hana í té. “Heyrið þér, fáið þér mér blaðið aftur, frú mín góð!” hrópaði hirðdróttsetinn til hennar —ef til vildi var hann hræddur um, að hún mundi stinga því í vasa sinn, þegar hún ósjálfrátt lét höndina síga niður. “Yður er svo gjamt til að rísa upp á móti manni, að maður verður að hafa hemil við hend- ina. — pér eruð móstöðukona, sem maður má vara sig á að gera of lítið úr. Eg hefi lært að þekkja yður í dag. Maður tekur eftir því, að þér eruð af stoltu kyni — þér hafið meiri gáfur en þér kærið yður um að sýna. — Eg bið yður um fram alt að gera svo vel og fá mér aftur þetta elskulega, litla rósrauða blað!” Hún rétti honum bréfið, og hann hrifsaði það af henni, til þess að Ioka það aftur niður í ekrínið. f sama bili kom Mainau inn í salinn. Hann hafði ekki sinn hirðuleysisblæ í þetta sinn, ekki þennan blendingarsvip af leiðindum og skyldu- kurteisi, sem vanalega var á honum, þegar hann kom inn í samkomustofu fjölskyldunnar — í þetta skifti leit hann út fyrir að vera töluvert æstur eins og hann kæmi úr útreiðarferð. Hirðdróttsetinn hrökk saman og hneig nið- ur í stólinn, þegar þessi hái maður gekk svona skyndilega inn í stofuna og kastaði frá sér dimm- um skugga, líkt og þrumuský, sem vofir yfir. Fótatak hans hafði ekki heyrst á steintröppun- um fyrir utan. “Guð minn góður, en hvað þú gerir mig hræddan, Raoul!” hrópaði hirðdróttsetinn. “Hvers vegna? Er það nokkuð óvenjulegt við það, að eg komi hér inn, til þess að taka á móti hertogafrúnni, rétt eins og þú?” sagði Mainau í hirðuleysislegum róm; en hann horfði eins og hann væri í ákafri æsingu yfir veika manninum í völtrustólnum þangað sem kona hans stóð. — Hún stóð og studdi hendinni á brúnina á skrifborðinu. pað var auðséð á því, hvernig hún skalf, að hin illgimislega fregn hirð- dróttsetans um móður hennar hafði haft alt of sterk áhrif á hana. Henni fanst að hún mundi aldrei ná sér aftur til fulls eftir þennan óhug. Samt barðist hún við að sýnast róleg. Auga- brúnirnar voru ofurlítið dregnar saman, og það var skuggalegt leiftur í gráu augunum, er hún leit fast og stöðugt framan í mann sinn; hún bjó sig undir nýja baráttu. Hann gekk fyrst að stóru borði, sem stóð í miðjum salnum og helti vatni í glas úr vatns- flösku, sem stóð þar. “Drektu ofurlítið af vatni, Júlíana,” sagði 'hann og rétti henni glasið, “þú lítur út eins og þú hefir hitasótt.” Hún færðist undan og var forviða, næstum gröm.— Hann bauð henni vatnsdropa, til þess að kæla geðshræringuna, sem hann hefði getað afstýrt með fáeinum ákveðnum orðum, töluðum til óvinar hennar. “ó, góði Raoul, láttu ekki þennan roða hræða þig!” sagði hirðdróttsetinn rólega um leið og Mainau setti glasið frá sér. “petta er bara byrjandahrollur, það er byrjandans hér í Sshönwerth-höllinni — úti í heimi listarinnar einkum í búðum listaverksal- anna, hefir greifadóttirin af Trachenberg getið sér góðan orðstýr fyrir löngu. Hvað segir þú um það. pú, sem ert svarinn óvinur allra kvenna, sem fást við listir eða ritstörf og þess konar? Sjáðu bara hvaða gáfur í þessa átt hafa slæðst hingað til Schönwerth, án þess að vera hið mtnsta feimnar við hjúskaparskilmálana. . pað er bara slæmt að kringumstæðumar neyða mig • til þess að gera þetta málverk upptækt.” Mainau hafði tékið myndina og virti hana fyrir sér. Líana fékk hjartslátt af að sjá hvem- ig hann dökknaði í framan . Hún bjóst við á hverju augnabliki að fá að heyra einhver háðs- yrði um listarkák ; en hann snéri sér að gamla manninum og sagði við hann í ísköldum róm, án þess að sleppa myndinni: — “pú gleymir því víst ekki, að rétturinn til þess að gera þetta upptækt, eða láta það vera, er eingöngu í mínum höndum. — Hvernig stend- ur á því, að þessi mynd er hér ?” “Já, hvemig ætti að standa á iþví?” sagði hirðdróttsetinn og ypti öxlum dálítið vandræða- lega. “pað er klaufaskap þjónanna að kenna, Raoul. Litli kassinn, sem það átti að sendast í, var brotinn, þegar eg tók við því.” “Hvernig þá? Eg skal rannsaka þetta vand- lega. Svona mikið hirðuleysi verðskuldar alvar- lega hegningu’”, sagði Mainau. Hann lagði frá sér myndina, án þess að segja nokkuð henni til lofs eða lasts. “Og hvað er þetta?” sagði hann og tók upp þerriblaða böggulinn, sem þurkuðu plönturnar voru í; ofan á lágu nokkur þunn skrif- uð pappírsblóð. “Lá þetta Iíka í þessum kassa, sem brotnaði?” “Já,” svaraði Líana, sem svaraði í stað hirð- dróttsetans, í óþýðum, örvæntingarfullum þrá- kelknisróm. “petta em þurkaðar plöntur, sem vaxa viltar, eins og þú sérð — nokkrar tegundir af brönugrasaættinni, sem maður finnur mjög sjaldan nálægt RudMorf. Magnús selur plönt- umar, eða plöntusöfp til Rússlands, og eg hefi ávalt hjálpað honum til þess að raða plöntunum niður. — Mér þykir mjög mikið fyrir því, ef eg hefi með þessu saklausa og smávægilega verki brotið á móti réttum siðum og skoðunarhætti Mainau-ættarinnar”. — Hún rétti fram hendina til Mainaus og brosti beizklega; hann leit yfir skrifuðu blöðin. — “pú verður að gefa mér iþann vitnisburð, að eg hafi ekki blekbletti á fingrunum og að eg hafi aldrei syndgað með því að segja svo mikið sem eitt orð, þér til leiðinda um hina margháttuðu grasafræðisþekkingu mína ’, sagði hún. “pað er klaufaskapur þjóna þinna, sem hefír komið upp um mig, og eg verð að þegja.” Hún lagði hina mjóu og liðugu fingur sína mjög mjúklega á gagnaugun, eins og hún vildi reyna að draga úr hinum áköfu æðaslögum. “Mér þykir það slæmt, að eg skuli, án þess að óska þess, hafa orðið til þess að koma þessu atviki af stað og að eg skuli hafa brotið á móti þeim reglum, sem þú settir mér, þessum — leyfðu mér einu sinni, aðeins í þetta skifti, að segja það sem mér hýr í brjósti — þessum reglum, sem eru búnar til með grimmilegri slægð, og sem miða til þess að eyðileggja alt andlegt líf. pað var ekki mér að kenna — og það skal heldur ekki koma fyrir aftur. — En það er aðeins ennþá eitt, sem eg verð að segja: eg verð algerlega að neita þeirri ásökun hirðdróttsetans, að eg hafi reynt að afla mér frægðarorðs meðal listamanna með mínum lítilfjörlegu listaverkum. pegar eg fyrst sýndi verk mín fyrir almenningi, gat eg ekki á heilli mér tekið í heila viku — ekki af hræðslu við afleiðingarnar, sem af því gætu hlotist, heldur af því, að eg skammaðist mín fyr- ir vogun mína. Eg hefi felt mörg tár yfir pen- ingunum, sem mér hafa verið borgaðir fyrir þau, vegna þess, að eg hafði selt burt nokkum hluta af sál minni, af tilfinningum mínum, og samt varð eg að gera það aftur og aftur.” Meðari á þessari leiðinlegu rannsókn stóð, sem mest líktist rannsóknarréttarprófi, hafði presturinn gengið um gólf í hinum enda salsins. Hendur hans, sem hann hélt fyrir aftan bakið, Voru kyrrar, en hið breiða brjóst hans gekk upp og niður af þungum andardrætti, eins og honum lægi við köfnun. Hefðu hinir tveir litið á hann, þá hefðu þeir getað séð, að presturinn í síðu, svörtu kápunni og með snjóhvíta, rakaða hvirf- ilblettinn átti í harðri baráttu við sjálfan sig, með að ráðast ekki á þá, eins og ert tígrisdýr. Um leið og konan sagði síðustu orðin, gekk hann að glerhurðinni og horfði með athygli, með hönd yf- ir augun á dálítinn spöl af keyrsluveginum, sem sólin skein á. “pað er sem mér heyrðist”, sagði hann og dró þungt andann, “hertogaekkjan er rétt komin hingað.” “pað er ágætt, því við vonum að verða við- kvæm,” sagði hirðdróttsetinn. Nú er best að IMmav imvnk»n-^ thnbur, fjalviður af ölkim liyjar vorubirgoir tegimdum, geirettur og al«- konar aðnr strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að 8ýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG slóra ekki.” Hann stóð upp rétti úr sér með stunu, sem hann ekki gat kæft niður. Svo gekk hann að speglinum, lagaði hvíta hálsbindið sitt, helti ilmvatni í vasaklútinn sinn og framan á frakkann og vestið, svo tök hann hattinn í hend- ina og gekk svo keipréttur, eins og veiku hnén framast leyfðu, út úr salnum. Líana lagði blöðin aftur í skrínið með hægð og reyndi að loka því aftur. “Nú-nú, háæruverðugi herra,” sagði Mainau við prestinn, sem stóð kyr eins og bjarg, og var auðsjáanlega að ibíða eftir því, að hinn færi út á undan sér, k<eruð þér búnir að gleyma því, að hertogafrúnni muni mislíka það, ef þér takið ekki á móti henni með yðar venjulegu guðræknis- legu kveðju, þegar hún stígur út úr vagninum?” Augu þeirra mættust — það var háðsleg undrun í augnaráði Mainans, en í augnaráði hins leiftraði bræði, sem hann reyndi ekki að leyna. “pér á undan herra hirðprestur, ef þér viljið gera svo vel”, sagði Mainau og gaf um leið til kynna með hendinni, að présturinn skyldi ganga út fyrst. En það var auðséð að hann sagði þetta ekki vegna þess, að hann af kurteisi vildi draga sig í hlé fyrir prestinum, sökum stöðu hans; það var kurteis skipun frá húsbóndanum, en um leið gat hann ekki varist að brosa háðslega. “Kærið yður ekki um mig — eg skal vera kominn út á réttum tíma.” Presturinn hneigði ofurlítið höfuðið og gekk út. Mainau fylgdi með augunum svarta kápu- lafinu, sem dróst hægt ofan eina tröppuna eftir aðra. Svo snéri hann sér skyndilega við og gekk hratt yfir til konu sinnar; hann rétti henni báð- ar hendur og það var kynlegur glampi í ískyggi- legu augunum. <cHvað á þetta að þýða?” sagði hún og stóð grafkyr. “Á það að vera merki um yfirlætis- fulla fyrirgefningu ? Eg bið ekki um neitt þess konar, því eg hefi ekki gert neitt rangt. Eg veit ekki til þess að eg hafi með mínu litla fræðistarfi vanrækt skyldur mínar, hvorki sem móðir Leós né húsmóðir. Plöntunum hefi eg safnað á göngu- ferðum mínum með drenginn og um leið hefi eg kent honum auðveldustu atriði grasafræðinnar. Eg hefi málað og skrifað aðeins snemma á morgn- anna, þegar enginn hefir þurft á hjálp minni að halda. — Sé það ósk þín og vilji, að eg einnig hætti þessum störfum, sem eru mest til hress- ingar, þá skal það verða. En eg verð að biðja þig að gá að því, að vilji maðurinn sriúa baki við öll- um óþægindum og leiðindum á heimilinu og eyða heilum árum í ferðalagi í öðrum löndum, þá má heldur ekki neita konunni um fáeinar frístundir, svo að hún getl, þegar hann er fjarverandi, lyft sér upp úr hversdagsstríðinu. Einnig í þessu gef eg eftir líka, eins og eg hefi sagt þér, samt ekki sem þín Mýðin og eftirlát kona, heldur sem móðir Leós. Eg hefi tekið við skyldum móður- innar og eg skal uppfylla þær — væri það ekki þess vegna, mundi eg ekki nú ganga út til þess að taka á móti hertogafrúnni, heldur heim, eins og við ætti, eftir það sem hér hefir farið fram, og hugur minn nú stendur til.” Hún greip um kjólslóðann með annari hendi og tók blómvöndinn í hina. Róleg og tignleg • ætlaði hún að ganga fram hjá honum, en hann gekk fram fyrir hana. pað lá við að hún yrði hrædd við að standa þama rétt fyrir framan hann. pað er æfinlega eitthvað óttalegt við það í augum kvennmanns, að sjá sterkan og hraust- legan karlmann fölna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.