Lögberg - 07.06.1923, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.06.1923, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN MAI 31. 1923. Lífið lítt bœrilegt sökum Dyspepsia. Heilsa og hamingja koma með “Fruit-a-tives.” Búið til úr bezta jurtasafa. “Fruit-a-tives, hið dásamlega lyf, unnið úr epla, appelsinu, fíkju og sveskju safa, þekkja engan sinn líka í þessu landi. “Fruit-a-tives hafa komið hundruðum til heilsu, er jþjáðst hafa af stýflu, magnleysi og dyspepsia. I Mr. rankFrank Hall að Wye- vale, Ont„ segir: “Eg keypti öskju af “Fruit-a-tives” og byrj- aði að nota það. Mér fór strax j að batna. Hafði eg þó lengi þjáðst af Dypepsia og stíflu.” 50c. hyikið, 6 fyrir $2,50, reynslu- skerfur 25c. Hjá öllum lyfsölum eða beint frá Fruit-a-tives Limi- ted, Ottawa, Ont. Samtýningur frá Cali- fornia. í dag er 3. sunnudagur eftir páska, ailir sunnudagar eru eins hér í California, að því leyti að þá sjást langflestir við störf í kringum heimilin, við að hlynna að grasreitunum og plöntunum; hreinsa illgreisið :úr Isáðreitnum, og jafnvel að bauka við bygging- ar eða endurbætur á húsunum sem mörg eru bygð 1 hjáverkum og á helgidögum af þeim, sem ekki hafa efni á að taka tíma á virkum dögum frá störfum þeim, sem þeir hafa á hendi til að inn- vinna sér daglegt brauð með. Ekki get eg sagt, að mér faili sem bezt þessi siður hér, sem virðst að vera mjög almennur, og sem að enginn sýnist að taka neitt hart á eða hafa á móti, því eg hefi æfinlega haft beig af að vanhelga sunnu- daginn á nokkurn hátt, og mér hefir fundist að lög og reglur , sem menn hðfðu komið sér al- ment saman um viðvíkjandi hon- um, ætti ekki að vera brotið, nema þegar meiri eða minni nauðsyn krefur, samt skal eg ekki fella neitt harðan dóm yfir þess- ari almennu sunnudaga vinnu hér„ því orsakir finnast fyrir henni eins og eg mintist á, hvað mikið gildi sem þær hafa hjá þeim sem-dómsvaldið hefur. í þessu sambandi skal eg ekki hika við að segja að eftir því >sem mér finst er siðferði og menning hér í California varla á eins háu stigi eins og búast mætti við í öðru eins gæða plássi frá nátt- úrunnar hendi, maður gæti ihald- ið að hér ætti að haldast í hendur veðursæld, velsæld, atorka, auður og öll menning á hæsta stigi, en að minsta kosti vantar hér virð- ingu fyrir helgi sunnudagsins. Kirkjur virðast líka að vera fáar í samanburði við fólksfjöldann, aftur á móti eru hreyfimyndahús og bifreiðastöðvar langtum fleiri en maður hugsar að þörf sé á, og bendir það á að fólk hér sé nokkuð veraldlega sinnað, ekki síður en viða annarstaðar í heiminum, að öðru leyti skal eg ekki dæma hart um innræti fólks hér, get jafnvel haft ástæðu til að afsaka það með því að tækifærið er hér stórum betra og freistingarnar jafnmikl- ar til að þjóna isinni eigin lur>»d eins og alment gjörist annarstað- ar, svo að ekki er nema eðlilegt þó talsvert beri á,því að “syndgað sé upp á náðina,” heldur í meira lagi. pað sem eg hefi haft við fólk hér að sælda hefir alt verið mjög ánægjulegt, viðskifti öll prettalaus og viðbúð í bezta lagi, enda eru langflestir af nábúum mínum hingað komnir víðsvegar austan úr ríkjum og við skoðum hverjir aðra eins og tengda eins- konar böndum ,þess vegna og um eitt ber okkur öllum saman al- gjörlega og það er að hér sé gott að lifa margra hluta vegna, tíð- arfarsins þó helzt af öllu og að það til'heyri ekkert fremur im> fæddum Californiu mönnum held- ur en okkur sem að komum, svo við öndum að okkur blíðviðrinu. ,'ólskininu og sjóoftinu alveg óspart eins og ef við ættum á því fu'lan rétt. Á bæjarstjórn hér í Los Ange- les og einnig á ríkisstjórn í Calif. hefi eg hið bezta álit. Blaðið sem eg les hér, sem er “The Times” segir frá gjörðum beggja þessara stjórna mjög ítarlega. Sérstak- lega er eg þó ‘skotinn’ í ríkisstjór- anum hér, Mr. Richardson einnig í ríkisþinginu í Calif. peim* S'vipar saman Richardson ríkis- stjóra hér og Nestos rikisstjóra í N. Dak., með það að báðir brúk- uðu hnífinn til að minfca útgjöld- in og skattana, þegar þingin voru búin að afgreiða lögin, sem skapa útgjöldin. Richardson sneið af útgjöldunurp svo miljónum doll- ara skifti, Nestos nokkur 'hundr- uð þúsunda. Báðir isýndu J>ar einbeittni og kjark. sem allir hljóta að taka eftir og dáðst að. Hér í Calif. er sama meinið og víðar, það, að allslags klikkur eru sífelt að reyna til að ná í almenn- ingsfé, nú til þessa og nú til hins, þingmenn skiftast upp á band þessa klikkna og endirinn verður sá, að isamkomulag fæst með því að “Ef þú klórar mér þá skal eg klóra þér,” og útgjöldin eru teygð langt fram yfir það sem ætti að vera, eða fram yfir það sem brýn þörf er á. — Langhelzt eru það skólarnir, eða öllu heldur þeir menn sem fá brauð sitt' og smjör frá almenningi í gegnum þá, sem eru heimtufrekir á al- menningsfé, hér eins og víðar. sá hópur er stór og þarfnast mik- ils, hann er dreyfður um öll rík- in og hefir því fylgi þingsins eða þinganna hvor að sínum parti, og út af því hlýst óstjórnleg eyðsla og óbærilega háir skattar á al- menningi. Hvað varðar þessa hálærðu “prófessora” um hvort skattar á almenningi eru háir eða ekki, toara * að þeir fái sem mesta peninga frá ríkinu til að menta unglingana sem flesta og sem bezt? Svo bætast við ár- lega fjöldi af nýjum “prófessor- um” og allir verða þeir að lifa upp á ríkiskostnað og fókið verður að borga meira og meira eftir því sem árin líða og eftir því sem “skóameiisturunum” og hálærðu “prófesisorunum” fjölgar, og þ*5 sem er- mjög eim.ennilegt, er að ríkisþingin sýnast ekki geta sió hvað er að gjörast, enn láta leiJ- ast ár eftir ár eða þing eftir þing til að leyfa rneiri fjárupphæðir, sem þeir ættu allir að vita að eru of háar fyrir fólkið að geta risið undir að borga í isköttum. Um þetta aimenna hnei$li mætti skrifa heila bók en til hvers væri það? pví þó ihvert orð væri þar sannleikur og þó allur þinghei í- ur kynni hana utan að eins og “faðir vor” þá að líkindum mundu þeir öllu gleyma er á þing er komið og meiri hluti mundi leyfa að gjaldið sé lagt á fólkið, það cr hvort sem er beinasti evgurinn að skatta skrílinn fyrir barfir RICH IN VITAMINES MAKE PERFECT BREAD föðurlandsins, enn einhvern snef- il hafa þeir haft af þessu Ric- hardson og Nestos og fleiri þurfa að vita að arðurinn af upphæðum þeim, sem þingin eru að veita af almenningsfé er ekfci nærri næg- ur til að auka gjaldþol al’menn- ings á sköttum nægilega svo að áfram sé hægt að halda í þessa átt mikið lengur, og margir munu vera farnir að spyrja h\’að á þetta a halda áfram lengi? Annað j málefni, sem ríkisstjórinn hefir kveðið upp er hvaða aðferð verði beitt við það fólk ,sem leyfir sér að niða niður dómstóla ríkisins opinberlega, þegar því finst að það ekki fá sínum málum fram- j gengt, eða fyrir hvaða aðrar or- j sakir sem er. Hann lætur hik- laust í Ijósi þá sannfæringu sína. að þegar farið er að brúka fyrir- litleg orð um dómstólana, þá sé fyrsta sporið stigið í áttina til að sundra, jafnvel eyðileggja stjórn yfir höfuð, og krefst þess af þing- inu að ný lög séu samin til að koma í veg fyrir að nokkrum líð- ist að ganga í berhögg við dóm- stólana, eins og hér hefir verið gjört af vissum mönnum og hald- ast það uppi. Það sér líka hver maður, að hvor sá flokikur eða hvert það rífld, sem ber ekká traust til sinna dómstóla, ætti fremur að harma sitt ástand, heldur en að níða þá niður opin- berlega, að minsta kosti ættu menn að vanda betur val þeirra. sem settir eru til að dæma í mál- um manna heldur en alent gjör- ist. Eg brá mér fyrir skömmu ^ hér utarlega í bæinn að skoða I nýja útungunarstöð, sem sonur RBmaa ■ Allar tegundir I Byggingaefnis ■ 1 Timbur, hurðir, gluggar, harðvara ■ flugnavír-hurðir og glugga, mál. * málburstar og rúðugler, o. fl. Vér afgreiðum samstundis pantanir, stórar og smáar, til l allra staða í borginni. Sitjið við þann eldinn er bezt 1 ----------------------------------- ■ brennur. Finnið oss nú þegar að máli. ■ minn hjálpaði til að byggja í vet- ur, og það er eg sá þar opnaði enn betur á mér augun I hvaða tæki- færi hér er á margan hátt. Mað- urinn sem þar býr er þýzkur og hefir 15 ekrur af landi, sem hann keypti fyrir 600 dali ekruna fyr- ir 10 árum síðan, nú virðir hann hverja ekru 1500 dali, á landinu hefur hann um 5 ekrur af appri- cotsum, 3 ekrur af baunum og um 3 ekrur af Strawberris. Þetta alt í beztu rækt og sumt að móðr.a nú, svo hefir hann 15,000' hænsni, alt innlokað og í þessu nýja húsi voru 35 útungunarvélar, sem taka frá 2001—300 egg hver í einu, og unga út á hverjum þrem vikum, hann segist hafa sö'lu fyrir alt þetta jafnótt og það er tilbúið að seljast, og þó meira væri, auk þess hefir hann 2 hesta, tvær k 1 • og öll verkfæri sem hann þarfn- ast og vinnur alt sem vinna þarf sjálfur. Varla hefði eg trúað því fyr en eg sá það, að mögulegt væri að nota 15 ekrur af landi á þenna íhátt og framleiða á þeirn svona mikið verðmæti, enn eg sannfærðist enn betur um hvaða takmarkalaus tækifæri hér eru en ónotuð, þar sem heilir stórir flákar af landi liggja hér víðs- vegar enn ónotaðir að öllu leyti, er bara haldið til að selja þá, þeim er vilja kaupa, fyrir geysi- hátt verð. Með fréttum héðan má það teljast að félag það sem um 'mörg ár hefir haft að starfi að halda uppi verði á rúsínum hér og selja þær með sem mestum hag til framleiðenda er nú upplej’st og nú verið að reyna að koma á fót öðru með sama augnamiði. Or- sökin til að þetta er svo, er sú, að í haust hrapaði verð á rúsínum hér svo mikið að félagið lenti i fjárkröggum og tapaði.líka tiltrú þeirra sem upp á það höfðu stól- að, með að selja þessa vöru fyrir arðberandi verð. Við austur frá höfum oft heyrt talað um þetta Calif, rúsínu association eins og fyrirmyndar félagsskap í sinni röð, og við höfum oft heyrt talað um, að ef svipuð aðferð kæmist á með að selja hveiti, þá mundi biyta yfir hveitiræktinni, en svona fór það nú, að verðið féll, við ekkert varð ráðið og félagið dó, allir sem fyrir því stóðu eru út, enn annað nýtt er nú í mynd- un, hvernig sem því kann að íarnast. Á mörgu fleiru má sjá að verðfall á mörgu sem fram- leitt er á landi hefir náð alla leið i vestur hingað, einkum þetta næst- liðna ár, svo að margir virðast nú að vera að mun óvissari, en árið áður, um að verðlag á afurð- um hér verði viðunanlegt í fram- tíðinni, og toýsna margt bendir á að stór hætta sé á að land geti selst fyrir það verð, sem eigend- ur hafa viljað fá fyrir það. Eg geng út frá því sem eðlilégu og sjálfsögðu að allir séu nú orðnir leiðir af “Samtíningnum” mínum ‘héðan, svo eg lofast nú til að hætta, láta þetta vera það síð- asta frá mér í Lögberg af þeirri tegund. Margir vinir okkar undrast ef til vi’ll yfir hvað eg hefi verið þögiull um heilsufars- legt ástand fconunnar minnar, sem hér er líka og hefir verið hér næstum meir en heilt ár og sem þeir vissu að var mjög þjáð af gigt áður en hingað kom. Úr þeirri þögn minni skal eg nú bæta, með að láta þá vita að þó að þetta milda loftslag sem hér er. eigi óefað mikið betur við hana en kuldinn og stormarnir í N. Dak., þá samt hefir hún ekki tekið miklum framförum hér, hvað heilsu sína snertir, en er ekki eins sárþjáð hér eins og hún var auisitur frá einkum á vetrin, 1 \ en er enn mjög ófær til verka eða annarar áreynslu og hlýtur því að verða að sætta sig við að tore- ast hér fyrir og njóta ihjálpar' og hjúkrunar dætra sinna tveggja, sem hér eru, hversu mikið sem hún saknar þess að geta ekki haft tækifæri til að koma til toaka til margra ára vina og vandafólks austur frá. — S. Thorvaldsson. MYRDAL BROS. Lundar. Man. hafa nú til sölu allar tegundir af nýtízku skófatnaði fyrir kven- fclk með Eatons og Simpson’s verði. — Einnig höfum vér “Bro- gue” Oxford fyrir karlmenn. Combination Karlm Spari Athletic $1.50 Karlm. SKYRTUR $2.00 virði Stcrkir litir, por. cale g Enskt erni, röndótt g róaótt. Stærðir t l til 18 | —úrvalsefni, n og mjög sterkt V —Máíulega Vfð. —Ijkuð klauf, rúm seta, jvel hnept —Fínir Perlu linap- par —T'eygjuborði í —Allar stierðir l>aki 34-46 um brjóstið ji Karlm Strá og Panama Karlm $2.50 Vor- I.isle "3 Suið í Combinatlons Stuttar eða langar ermar . Strðir 34 til 40. hattar Výtt líoitter lag Vanaverð $3.00 $3.3(X Söluverð ekta Panama. £ Karlm. I $1.00 SILKI SOKKAR Karlm. .Ij $2.00 HÚFUR Fallegt Tweods, Ileimaspunn Gabartlines. Fallegt lag Tvöíaldir luelar og tær. Allii litir. E Karlm r $1.00 HÁLS- BINDI Karlm. 25c. KRAGAR Harðir eða linir. HEIMSÆKIÐ MESTU SOLUNASSEMÍiÞEKST HEFIRj [I WINNIPEG-B0RG Þúsundir hygnra manna þyrpast áíþessa miklu útsölu, til þess að verða að- njótandi kjörkaupanna. Aldrei hefir slíkur mannfjöldij'sótt nokkra® útsölu. Almenningur hefir aldrei fagnað nokkurri|(sölu(|eins Þeir, sem hafa verið að svipast [eftir kjörkaupum, hafa nú loksins fengið hið langþráða tœkifæri. Almenningur hefii ennrá ný veitt búð vorri traustyfirlýsingu umhin sönnu kjörkaup. Salan er þó enn ekki búin að ná hámarki sínu / og aldrei hefir þekst í viðskiftalífinu jafn stórmerkur atburður Vér sættum ÓVENJULEGRA HLUNNINDA við Fatakaup hjá Verksmiðju einni í Au.?turlandinu, er sökum óhagstæðra tíma, gat ekki selt vörur sínar nógu snemma, og þess vegna bjóð um vér almenningi $100,000 virði af nýjum Vor- og Sumar Karlm. og Drengja Fatnaði 2.VS(5r Vörurnar seldar með hálfvirði Karlm. $25 Al-Ullar CHEVIOl FÖT pér getið enga iistæðu fengið til umkvörtunar, í sambandi við þessi föt, svo gott er efnlð og frágangurinn vandaður. Brúnir og bláir litir. einnig röridóiH og köflótt. Alíar stærðir úr að velja. pau eru engu iíkari en handsaumuð væru. $14.50 SKYRTUR KARLM Alt að $3 Virði ír ..hunudmðum að velja. Mjúkar og tvö- faldar líningar. All- ir litir og mragskonar röndótt mukistiir og önnur áferð. $1.39 KVENNA $1.50 Silki SOKKAR Svart.ir, hvítir, og brúnir KARLM. $5.00 BUXUR Góður frágangur„ úr alullar klæðL Mikið að velja úr og allar stærðir. $2.85 Karlm, $8.50 nýjasta tegund STETSON Brock og Knox HATTAR $4.95 Karlm. $35 Hand-Saumuð Sérhver fatnaður er suiðinn og saumaður samkvmt nýjustu tízku. tirvalið er ,þvf næ.r óþrjótandi. Alull, k|flótt, dropótt. röndótt Serge og Tweeeds, heimaspunnið. öviðjafnanleg og mjög fáheyrð kjörkanp. $19.80 JpillHIUIHIIIIHIIIIBIIÍIHIIIIHIIIia ■'■iun I McLEAN & GARLAND Ltd,- 1MAIN AND MARKET STREETS KARLM. $8.50 SPARI- SKóR Stærð 6 tii 7 % aðeins. $3.95 KARLM. $1 50 Silki- SOKKAR Svartir, erdvton, bláir og hvítir DiRENGJA $12 AL-ULLAR Norfolk snið, blá, brún og úr kemhingn. $5.95 WINNIPEG, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.