Lögberg - 07.06.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.06.1923, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN JÚNÍ 7. 1923 Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Hún stóð á milli hvítu blómanna í bláa her- berginu, og hið margumrædda hár hennar, sem Mainau gat þolað að sjá á eininkonu sinni, en alls eigi á konu, sem hann elskaði, hrundi í bylgjum niður á blómgaðar greinarnar, og ljósbláu augun, sem litið var á með meðliðunarbrosi, horfðu með járnharðri viljafestu beint framundan sér. Og Mainau. Fyrir skemstu hafði hann spáð því, að bréfin frá henni yrðu eins og klaufalegar stílæf- ingar ungrar skóiastúlku — nú var hann búinn að lesa bréf, sem hún hafði skrifað. Geðæsingin, sem hrukkurnar á enni hans sýndu, og það hversu hann barði óþolinmóðlega með fingrunum á rúð- una, virtust ekki bera vott um þá sálarró, sem er bezta vömin gegn svefnleysi um nætur pað var steinhljóð eftir hræðslufátið, sem kom á ungu konuna. Smáfuglarnir í fuglabúr- inu í stóru gestastofunni við hliðin á herberginu flögruðu um við og við, áður en þeir stungu höfði undir væng og fóru að sofa, og fyrir utan á steinlögðu gólfinu í súlnaganginum heyrðist stöku sinnum skóhljóð þjóna, er gengu hratt hjá. Frá bláa herberginu, þaðan sem ofurlitla glætu lagði af ljósleitu veggjunum inn í stofuna, heyrð- ist ekki hið minsta hljóð 1— skyldi Líana hafa farið burt þaðan? — Við hugsunina um það hrökk Mainau saman óttasleginn, eins og hann hefði skyndilega orðið fyrir móðgun. Hafði hann búist við því að hún mundi koma á eftir sév, vegna þess að rödd hans, sem á þessu augna- bliki hafði komið honum sjálfum til að undrast, hafði snortið hana djúpt, eins og allar, já allar aðrar konur. Hafði hann haldið, að þessi rétt- sýna, sterka sál hefði óafvitandi að geyma ein- hvern streng veiklundaðrar. konu, sem bergmál- ar hinn táldræga hljóm karlmannsraddarinnar og um síðir knýr hinn sigraða til þess að kasta sér að fótum sigurvegarans ? Fljótt og hljóðlaust nálgaðist hann dyrnar og gægðist fram á milli veggtjaldanna Hún hafði ekki farið burt úr herberginu. Hún stóð hugsandi með vinstri hendina á glugga- karminum og hin yndislega hliðmynd andlits hennar, horfði við honum. Hún snéri höfðinu við hægt, er hún heyrði hann koma inn og stóru, djúpu augun horfðu á hann fast og rólega. Hér var ekkert sálarstríð á ferðinni — hún hafði fyrir löngu komist að ákveðinni niðurstöðu með tsjálfri sér. “Leó gerir mér lífið leitt, þegar hann verð- ur að flytja sig aftur í gamla herbergið sltt”, sagði hann hálf kæruleysislega og horfði á mótj með mjög kuldalegu augnaráði. Unga konan andvarpaði þungt og augu henn- ar fyltust með tárum. “Vað verður langt þangað til þú verður var við það”, sagði hún, “þú ætlar hvort sem er í ferðlag” Hún talaði hægt og horfði niður fyrir sig. “Já, eg fer burt og í þetta skifti steypi eg mér með meiri ofsa út í lífið en eg hefi gert nokkru sinni áður. Hver getur láð mér það? Eg yfirgef hið ískalda svið hinnar sundurliðandi skynsemi og dygðadrambsins og nálgast hinu æðisgengna hringdans nautnanna. úti í heim- inum verður mér fagnað sem æfintýraprinsi, hér heima er mér sagt til syndanna og eg er athug- aður með fyrirlitningu. Hann gekk að dyrunum. ‘Er það nokkuð fleira, sem þú þarft að segja mér, Júlíana?” spurði hann og snéri sér við til hálfs. Hún hristi höfuðið neitandi, en samt þrýsti hún hendinni að hjarta sér, eins og hún sjálf gat ekki gert sér grein fyrir- “í dag erúm við tvö ein saman í síðasta skifti , sagði hann með áherzlu um leið og hann var fljotur að veita hinni undarlegu hreyfingu, sem hún gerði. / Hún gekk hratt nær honum, eins og hún hefði skyndilega afráðið eitthvað, og sagði: “Eg hefi sagt margt biturt orð við þig, án þess að hafa gert það viljandi; mér þykir fyrir því, en samt er eg ekki búin. enn — þú hefir sjálfur hvatt mig — viltu hlusta á mig?” Hann samþykti, en stóð samt hreyfingarlaus með hendina á handfanginu á hurðinni. “Eg hefi heyrt þig sjálfan segja aftur og aftur, að þú hafir ekki hið allra minsta að gera hér heima í hálft ár. — Hefir nokkur faðir, hver svo sem staða hans er, í raun og veru rétt til þcss að kasta frá sér skyldum sínum, svo að honum finnist að uppeldi barnsins síns komi sér ekkert við? Og ennfremur: f hvaða höndum skilur þú einkabarnið þitt hér eftir?__pú talar sjálfur með Iítilsvirðingu um hinar úreltu kenn- ingar, sem þín kirkja kennir enn á ný, og sem hirðpresturinn og frændi þinn halda fram með svo miklum ákafa, að þeir eru næstum sokknir niður í myrkustu hjátrú; og samt sem áður skil- ur þú kvíðalaust eftir í þeirra höndum andlega uppfræðslu sonar þíns, já, það sem meira er, þú þegir mót betri vitund.” “ó, þetta er þá refsingin fyrir það að eg var ekki á þína hlið í dag í þessu óskemtilega jjrasi um tilveru djöfulsins! Hver getur gert svo lítið úr sér, að eyða einu orði, til þess að reka aftur aðra eins vitleysu hún fellur af sjálfu sér. Leó er sonur minn, þegar til skilningsins kemur ekki síður en annars — hann katsar af sér þessari byrði, þegar hann fyr að hugsa fyrir sig sjálfur. “Svona grunnfær er hugsun margra, sem ættu að vera á verði, og aðeins þess vegna verð- ur það skiljanlegt, hvernig þessi heimskulegasta offrekja, sem nokkrum manni hefir getað í hug komið, og sem öldungurinn í Rómaborg boðar, hefir getað skotið aftur upp höfði nú á þessari öld. Ert þú fyllilega viss um a ðLeó geti stað- ist hinar andlegu árásir jafn auðveldlega og þú? Eg veit að hinar fyrstu efasemdir og sálarstríð út af trúnni skilja ekki eftir sár í sálum manna. Hví skyldum við þá vekja þær með léttúð og ef til vill gera trúarvitundinni varanlegt tjón með því ? Hvernig sem við vökum yfir barnssálinni og kynnum okkur hana, er hún og verður samt leyndardómur sjálfri sér og okkur, rétt eins og lokaður blómbikar, sem getur, án þess við vit- um það, haft visnuð og vansköpuð blöð að geyma. ]?etta hefi eg lært nú síðan eg ^fór að lifa með Leó og veita honum stöðuga eftirtekt. Eg bið Iþig iþess umfram alt að láta hann ekki lenda í höndunum á hirðprestinum ?” Hann þagði, en slepti taki á dyrahandfang- inu. “Gott og vel”, sagði hann eftir augnabliks umhugsun, “eg skal verða við þessari bón sem nokkurskonar síðustu ósk þinni áður en þú ferð héðan — ert þú ánægð með það ?” “Eg þakka þér fyrir það,” hrópaði hún í innilegum róm og rétti honum vinstri höndina. “Nei, eg kæri mig ekki um svona handslag; við erum ekki góðir vinir lengur’’, sagði hann og snéri sér við- “par að auki ert þú ekki neitt sérlega þakklát.” — Hið ólýsanlega háðslega og léttúðarfulla bros lék um varir hans. “Vinur þinn, hirðpresturinn er reiðubúinn að verja þig með framúrskarandi sjálfsafneitun. hvenær sem honum býðst tækifæri til þess, en þú situr á svikráðum við hann.” “Hann veit mikið vel að eg æski ekki ef-lr þessari hjálp frá honum”, sagði hún rólega. “Fyrsta kvöldið, sem eg var hér, nálgað' t hann mig, en eg ætla mér kki að láta snúa mér á þennan undirferlislega og lymskufulla hátt.” “Snúa!” endurtók Mainau og skellihló. “Horfðu á mig, Júlíana!” Hann greip vinstri hönd hennar og þrýsti hana með ákafa. “Er það alvara? Snúa þér — snúa iþér til kaþólskrar trúar? Eg vil fá að vita sannleik- ann — hefir hann notað sína nafnkendu mælsku á lymskulegan hátt, sá merkilegi guðsmaður? Vertu hreinskilin, Júlíana. Hafi hann nokkurn tíma vogað sér að snertá þig, iþó ekki væri nema með andardrætti sínum, þá — ” “Hvrnig?” sagði hún með þykkju og kipti um leið að sér hendinni þóttalega. “Eg skil þig ekki. Mér hefði aldrei getað komið til hugar að leyna Iþig nokkru sem er talað í þínu húsi, ef þú spyrð mig um það — og eg svara *þér þá: Hann hefir sagt mér að hér í Schönwerth sé of heitt fyrir konufætur, hvort sem þær komi frá Indlandi eða frá þýzku greifasetri — hann reyndi ennfremur að búa mig undir það að hér mundu koma slæm- ar stundir.” “Fallega byrjað! — Maður verður að kannast við að hann er gáfaður maður. Hann sér strax í byrjun það sem veikari augu sjá ekki fyr en of seint. i— Valería var fyrirtaks skriftabarn, Júlí- ana, og það er rétt af honum að óska að nýja hús- freyjan gangi sömu braut, til þess að halda uppi friði um trúmálin á heimilinul Er það ekki til- gangurinn?” “það held eg, eða réttara sagt, eg efast ekki um það eitt augnablik”, svaraði hún og horfði á hann ófeiminn. “pess vegna reyni eg, eins og eg hefi sagt þér, stöðugt að koma í veg fyrir nokk- ur afskifti frá hans hálfu.” “Vilji þinn er ef til vill, nógu staðfastur og hann getur orðið það framvegis. — Júlíana, eg vildi óska að eg hefði ekki séð eins langt ofan í hyldýpi mannfélagsins og eg hefi gjört; eg mundi þá” — hann beygði höfuðið niður að andliti henn- ar — “sverja við þessa bók hér, eins og við guð- spjöllin, en” — hann hló napurt — “já, þetta höf- uð með gullna hárskrautið mundi ekki sóma sér illa í englakór kaþólsku kirkjunnar. — það skal eg samsinna með honum þessum guðhrædda trú- boða, og það er líka indælt, að verða heilagur eins og engill; þú bara veizt það ekki ennþá, Júlíana. Nú, jæja, eg mun sjálfur hafa einhver ráð með að standa á móti þessum trúboðstilraunum — ” “Hvað á þetta að þýða?” spurði hún. pú ferö burt og eg — ” “Eg held að þú sért nú búin að segja þetta nógu oft”, greip hann fram í fyrir henni reiður og stappaði fætinum í gólfið. “pú verður þó að kannast við, að það er á mínu valdi og einskis annars, hvort eg fer eða hvenær eg fer.” Hún þagði. Hversu langt mundi þessi mað- ur láta sitt óskiljanlega skap fara með sig? Eins og hann væri ekki sjálfur búinn margsinnis fram á þennan dag, að tala um ferðalagið með tilhlökk- un yfir því hvaða skemtanir það mundi hafa að bjóða. “Kannastu bara við það, Júlíana, að hann, þessi elskuverði, óhygni og guðhræddi maður, hafi heldur ekki talað með neinni hlífð um einkasakir mínar, þegar hann var að uncjirbúa þig fyrir þess- ar slæmu stundir”, sagði hann kæruleysislega og tók um leið einn fílabeinsútskurðinn ofan af veggnum og athugaði hann nákvæmlega. “Til íþess hefði eg orðið að hlusta á hann ró- lega ’, svaraði hún gröm, en þú ætlar mér líklega þá skyldurækni, að eg mundi aldrei hafa hlustað á neitt óhæfilegt tal um þig, jafnvel þó að álit þess sem dóminn kvæði upp, kæmi heim og saman við núna sannfæringu. Sá maður, sem vogar sér að segja konu nokkuð ósæmilegt um mann hennár, hlýtur að vera búinn að fá fyrirlitningu á henni. “Hvernig skyldi Valería líta út núna, ef sálir sem héðan eru farnar, hafa ennþá blygðunartil- finningu!” hrópaði hann og skaut skurðmyndinni aftur á sinn stað. petta óvinveitta álit þitt á mér styðst þá einungis við þína eigin eftirtekt ” Hún sneri sér frá honum þegjandi. “Hvernig? — Hafa þá aðrir talað um mig í þinni áheym — ef til vill frændi minn?” — Hon- um fórst það klaufalega í Iþetta skifti að láta sem sér stæði á sama.” “Já, Mjainau. Hann kvartaði nýlega við prestinn um þetta sífelda ferðalag þitt, sem fylti hann með kvíða, Leós vegna, um að þú ferðaðist um heiminn til þess að komast hjá leiðindum, og samt væri nóg fyrir þig að gera heima í mörg ár. Eignir þínar væru að vísu sannarleg gullnáma, en ótrúar hendur kynnu rétt ejns vel og þú að draga arð af þeim, án tillits til þess sem rétt væri. Ruglingurinn í ráðsmenskunni væri meiri en svo að unt væri að lýsa hounm, og honum hrylti við í hvert skifti sem honum auðnaðist að sjá eitt- hvað ofurlítið af því.” Mainau snéri bakinu við henni skyndilega og horfði með eftirtekt, að því er virtist út um gluggann. pað var auðheyrt að hún átti erfitt með að tala um þetta — iþað var málefni, sem hún þorði ekki að blanda sér inn í, sízt af öilu nú er hún var nærri hálfskilin við hann, en hún tal- aði vegna framtíðarvelferðar Leós !— alt sem fáanlegt var fyrir drenginn varð að fást, á þessum fáu, örskömmu mínútum, er hún í síðasta skifti, var ein með manní sínum. “Uss — þú þekkir frænda minn og þessa skelfilegu hræðslu hans um að Mainau auðurinn gangi saman. Græðgi hans að raka saman er að verða alveg óþolandi. Hann ýkir karlskepnan svo að hárin gætu risið á höfðinu á manni. Eg get fullvissað þig um að eftir fáeinar vikur verður alt í bezta lagi og gengur hlykkjalaust, eins og eftir mælisnúru. Og hvað er svo meira um það ? Kanske eg ætti að fara að labba á eftir plógnum í tilbreytingarskyni, eða verða yfirumsjónarmað- ur við hirðleikhúsið, þó að eg hafi ekki snefil af hljómlistargáfu? Eða ætti eg að sækja um eitt- hvert laust ráðherraembætti ? Eg hefi kynt mér lögfræði ofurlitið hér og þar, bæði í Berlín og í Bonn, og það sem meira er um vert, eg hefi verið með í tveimum herferðum, og svo bætist við mitt góða aðalsætterni — er ekki þetta nóg?” Hann hristi höfuðuð. — “Nei, aldrei að eilífu — gefðu mér nú ráð um það, hvernig eg eigi að eyða tímanum í Schönwerth, þegar jafnvel síðari konan mín er farin frá mér.” “Hefir þú aldrei haft löngun til þess að rita?” Hann sneri sér við fljótt og starði orðlaus á hana- Vilt þú koma mér inn í rithöfundafélag- ið ?’’ spurði hann loksins með efasemdar brosi. “Ef þú hugsar eins og móðir mín og hirðdrótt- setinn”, sagði hann, “máttu ekki skilja orð mín þannig, að þau eigi við, að nokkuð, sem þú kynnis að skrifa kæmist á prent”, svaraði hún glaðlega. “pú segir skemtilega og liðugt frá — eg er viss um að þú hefir ágætan rithátt — þú ritar eflaust enn kröftugar en þú talar — ” Undarlegt var það, að hann þessi hégóma- gjarni maður, sem var spiltur orðinn af háttum og smjaðri lausungarlýðsins, skyldi roðna eins og stúlka og horfa niður fyrir sig af því að hlusta á hrós hinnar ungu og alvörugefnu konu. “Eg gæti oft á kvöldin við teborðið haft löngun til þess að skrifa það sem þú segir,” bætti hún við. “Á — hinn athugali gagnrýnir hefir þá setið við hlið méi þegjandi og án þess að eg vissi það, þegar eg hefi oft og einatt freiscað til þess að ræða um einhverja fjarstæðu. — pað var naum- ast drengilegt að láta mig leika slíkan leik — ne;, vertu róleg!” hrópaði hann, því hún hnykti til höfðinu og opnaði munninn í því skyni að láta úti eitthvert mergja ðsvar. “Hegningin var raunar alveg mátuleg. Eg verð að kannast við,” sagði hann dræmt, “að mig hefir^oft langað til þess að skrifa niður t. d. það sem eg hefi tekið eftir á ferðalögum mínum, en fyrsta varfæmislega tilraunin, sem eg gerði til þess í bréfi, sem eg sendi heim frá Lundúnum fékk svo hraksmánarlega sneypulegar viðtökur, að eg misti allan kjark, og lagði pennan frá mér fyrir fult og alt. Frændi minn skrifaði mér bréf og var bálreiður yfir þessum langdregna þvætt- ingi, þessum óteljandi, óhyggilpgu fréttum frá ýmsum útlendum, höfðingjasetrum, þar sem mér hefði verið tekið allra náðarsamlegast, án þess að eg verðskuldaði það; og hann bað mig að hætta þess konar bréfaskriftum, því að þesskonar bréf gætu lent í rangar hendur og komið honum og mér í slæmar klípur. pegar eg kom heim, fann eg brot af einu þessum leiðinda pistli, eins og hún nefndi það, hjá Valeríu — hún hafði vafið þ/í um flöskutappa.” Leó kom hlaupandi inn í stofuna rétt í þessu — Læknirinn væri hjá afa hans og sér hefði ver- ið leyft að fara og sjá mömmu sína. Hann horfði stórum augum og steinhissa á föður sinn—hvern- ig hann hefði eiginlega komist hingað, þar sem hann hefði aldrei séð hann fyr? “En hvað ert þú að gera hér í bláa herberg- inu?” spurði drengurinn, sem fram að þessu hafði verið einráður í þessum stað, bæði undrandi og afbrýðissamur- Mainau roðnaði snögglega og ýtti drengn- um frá sér þýðlega yfir til konu sinnar. “Farðu nú drengur minn og taktu um háls- inn á mömmu þinni — eg þori ekki að koma hárs- breidd nær en hún leyfir — og bið hana að hafa ofurlitla þolinmæði með þig og með mig líka pangað til við skiljum.” “En 'eg fer með henni, pabbi”, sagði dreng- urinn og vafði örmum um hana. “Mamma hefir oft lofað mér því á kvöldin, þegar eg hefi farið að sofa, að hún skyldi fara með míg með sér til Magnúsar og Úlriku, þegar hún ferðaðist til Rud- isdorf.” “Hvað? Hvernig veiztu þá strax að mamma þín ætlar til Rudisdorf ?” “Presturinn og mamma prinsanna voru að tala um það lágt sín á milli fyrir utan veiðimanns- húsið, en við heyrðum það samt, eg og1 erfðaprins- inn. — pað er satt, mamma, þú ætlar að lofa mér að fara með þér?” \f/* .. 1 • timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar. fComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co- Limíted HENRY AVE. EAST WINNH’EG RJÓMI- Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst því að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: CITY DAIRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, fjármálaritqr: Spyrjið þá er senda oss rjóma. Celestial Flora. ’Twould never seem a home-like place In H^aven, if there were no trees, To breathe, upon the trembling air, Their soul-delighting rhapsodies. ^ ( For, seas of glass and jasper walLs Or golden streets, no thought instils So full of rapture and delight As fields aflame with daffodals The daisy and the laughing rose, The tendrilled morning-glory vine, Sweet timothy. and clover ibloom, Are all bel'oved friends of mine. And other dear, delightfuil blooms, Wlhose very names are poetry: Sweet lavender, the eelandine, Forget-me-not and rosemary. I ihope the Saints have planted plots To please the souls of such as me: Saint Patrick with a shamrock patoh And Joan of Arc with fleurs-de-lis. But, Oh! perhaps there would be thorn-s To prick our feet, on streets of gold, To ’mind us of the Man Who wore A crown of thorns in days of old. Christopher Johnston.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.