Lögberg - 12.07.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.07.1923, Blaðsíða 6
/31«. 6 LÖGBERG, FIMTUDaGINN 12. JÚLl 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. Kærið þér mig nú, náðuga frú! Sá sem leit- ar eftir skjalinu hann mun einnig sakna bréfs- ins frá greifafrú Trachenbérg, og enginn mun frúa yður, er þér segið, að eg hafi brent ]?að.” Hann hélt hendinni enn fyrir framan opið á ofn- inum, enda þó að ekki væri minsta ögn af papp- írnum eftir óbrunninn. Hendur hennar féllu máttvana niður af handlegg hans, og á andliti hennar, sem bjarm- inn af eldinum féll á, var ósegjanlega hvalafullur undrunarsvipur. Hin hreina, saklausa, unga sál hennar, þótt sterk væri, gat ekki risið upp á móti hinni lævísu sál prestsins. Hún stóð þarna bein og grönn, sem viðkvæmt blóm, og horfði hjálpá- vana með skelfdum augum inn í eldinn, enni hennar studdist við öxl prestsins, án þess hún vissi það. pað virtist sem að ekki þyrfti nema eina af hans kröftugu hreyfingum til þess að hann næði valdi yfir henni — það var sem hún væri lömuð — aðeins eitt titrandi andvarp leið frá vörum hennar og straukst eins og andblær um kinn prestsins. “pað er ekki of seint enn, náðuga frú,” sagði hann. — Allur roði hafði horfið úr andliti hans um leið og hún snart hann. — “Verið mildar og miskunsamar við mig og eg skal strax fara til húsbændanna hér og gera játningu mína.” Hún vék frá honum og horfði á hann frá hvirfli til ilja. “pað kemur engum við nema yð- ur,” sagði hún. — “pér verðið að gera eins og yð- ur finst best og réttast.” 'pað var einhver níst- andi hljómur í rödd hennar. “Eg hefi af heilum hug viljað bjarga Gabríel og eg hefði, ef til vildi, jafnvel látið leiðast til •þess að falla á kné fyrir hertogaekkjunni, til þess að ná tilgangi mínum; en mér er ómögulegt að ganga í bandalag við Jesúíta. — Eg get ekki bjargað dregnum; hann verður að sæta sínum grimmilegu örlögum. — En sannarlega gera þeir rétt, sem reka þennan j esúíta-féJagsskap buTt úr löndum sínum. — J?eir gera rétt, er þeir um síðir taka sér refsivöndinn í hönd, til þess að hegna þessum óvinum ættjarðarástarinnar, and- legs þroska og trúarbragðafriðsins.— Nú hefi eg lokið máli mínu við yður, háæruverðugi herra; farið nú og notið skjalaundirferlin á móti mér — með lagi, en með óviðjafnanlegri vissu; eins og sæmir lærisveini Loyolas!” Hún snéri við honum baki og ætlaði að fara út úr stofunni, en í sama bili var opnuð hurð við hlið hennar og dróttsetinn, sem studdist við hækju sína, gægðist inn. * “Hvað er orðið af yður, minn heiðraði vin- ur!” hrópaði hann og litaðist um í stofunni. “Herra minn trúr! Er nauðsynlegt að vera allan þennan tíma að ná í einn lykil?” Líana stóð kyr, þegar hann kom inn, og horfði á hann; en presturinn stóð kyr við eldinn og rétt út hvítar hendurnar, eins og honum væri kalt. Dróttsetinn kom inn. petta kom honum svo kynlega fyrir sjónir, að hann gleymdi að láta aft- ur hurðina. “Hí, hí, og þér eruð komnar hingað, náð- uga frú?” sagoi hann og stakk hækjunni ofan í gólfið. “Eða hvað — þér hafið þó ekki getað verið hér allan þennan tíma í hálf dimmri stof- unni. Nei, það er óhugsandi, þegar maðúr gæt- ir að Jtví, að þér, eins og oddborgara er siður, not- ið hverja stund til einhverra nytsamlegrar vinnu.” Alt í einu, eins og einhver óljós grunur gripi hann, rendi hann augum til gripaskrínsins á skrifborðinu. — Skúffan var enn dregin út og það svo langt, að leit næstum út sem hún mundi detta á hverju augnabliki. Karl nam staðar. “ó! hvað er þetta, mín náðugasta — þér hafið ryslað þarna?” spurði hann með illgirnislegu brosi og ntestum þýðri rödd, líkt og dómari, sem er að yfirheyra sakbor- in og sér hans síðustu von hverfa. Hann hristi höfuðið hugsandi “Ómögulegt! — Hvað er eg að segja? J?essar göfugu hendur, sem heyra til konu, sem er svo hamingjusöm að geta kallað sig barnabarn prinsessu frá Thurgau, þær gætu alls ekki niðurlægt sig með því, að rysla í hirslum ann- ara — fyrirgefið þér náðugasta! Eg hefi leyft mér að gera að gamni mínu á ósæmilegan hátt.” Hann staulaðist yfir að borðinu og leit í skrínið, með vinstri hendinni studdi hann sig við stafinn og rótaði í blöðunum. Líana stóö með krosslagðar hendur. Hún vissi að það var von á einhverjum ósköpum. Presturinn keptist við að skara í eldinn, eins og hann hefði ekki heyrt eitt orð af því, sem var talað á bak við hann — hann var búinn að hugsa sér sína hernaðaraðferð. Dróttsetinn snéri sér við. “pér hafið líka gert að gamni yðar, mín náðugasta,” sagði hann náfölur og brosandi. “pér hafið ætlað að leika ofurlítið á rhig. J?að er ekki nema von. Eg var ofuriítið óvarkár í dag í návist hertogaekkjunnar, en eg skal verða betri í framtíðinni, pví lofa eg yður. Og nú bið eg yður eins vel og eg get, að gefa mér þetta indæla bréf mitt aftur, því þér Vitið, að eg vil ekki missa það fyrir nokkum mun. Hvað er þetta, þér færist undan? Eg þyrði að sverja að eg sjái homið á ofurlitlu rósrauðu brefi standa upp úr kjólvasa yðar. — Nei? — Eg spyr, hvar er bréfið frá greifafrú Trachenberg?” bætti hann við og breytti skyndilega um málróm. — Hann var svo reiður, að hann gleymdi scr og reiddi hækjuna til höggs. “Spyrjið hirðprestinn,” svaraði konan unga náföl í framan. “Hirðprestinn ? Er greifafrúin af Trachen- berg móðir hans? — Hm. Já, hann hefir ef til vil séð í leyni þetta dirfskufulla tiltæki, og þér leitið nú verndar hjá riddaraskap hans og kristilegri mildi en það kemur yður ekki að neinu haldi, fagra frú. Eg heimta, að þér segið sjálfar til um það, hvar bréfið sé.” Konan benti á ofninn. “J?að er brunnið,” sagði hún með hljómlausri en þó stöðugri rödd. Nú fyrst leit presturinn ofurlítið við. — Hann gaut felmtursfullum og hálf hugstola augum til hennar, sem talaði og sem ekki kom til hugar að grípa til hins eina úrræðis, sem var til — að neita. Dróttsetinn rak upp hljóð og hneig yfir sig kominn af reiði niður í næsta hægindastól; hann var of máttfarinn til þess að geta haldið sér lengur uppréttum á veikburða fótunum. “Og þér hafið verið sjónarvottur að þes.; háæruverðugi herra? J?ér hafið látið þetta sví- virðilega verk fara fram?” sagði hann með sam- anbitnum vörum. “Eg get ekk' svarað yður neinu um það, nú sem stendur, herra dróttseti. — pér verðið fyrst að jafna yður.. J?að liggur alt öðru vísi í þessu en þér að líkindum haldið,” svaraði presturinn með undanfærslu. Hann gekk burt frá ofnin- um og færði |jg nær með hljóðlausum skrefum. “Nú, það mátti nú minna vera en að þér neituðuð líka að tala. Fyllir þessi trúvillingur með rauðu hárfléttumar alla karlmenn með upp- reisnarhug? það er langt síðan eg misti alt traust á Raoul.” Hann beit sig í varirnar; síð- ustu orðin sluppu óviljandi út af vörum hans, en þau höfðu svipuð áhrif á prestinn og högg á and- litið; hann leit til Líönu með svip, sem var sam- bland af reiði og hræðslu og lyfti um leið upp hendinni, eins og hann vildi gefa gamla mannin- um bendingu um, að tala ekki óvarlega. “Eg skil yður ekki, herra dróttseti,” sagði hann í hótandi aðvörunarróm og lagði áherzlu á hvert orð. “Eg átti við hans kaþólsko trú með því, sem eg sagði,” hrópaði dróttsetinn gramur. Maðurinn, sem um var að ræða, kom rétt í þessu upp aðaldyratröppurnar. Líana stóð vi5 dyrnar, sem enn voru opnar, og þaðan gat hún séð dyratröppumar, sem voru vel lýstar, og Mainau, sem stóo við stundarkorn á efstu tröpp- unni. Hann var klæddur í dökkleita regnkápu. Kom hann ayga á konu sína ljóíklædda í stof- unni. Hann ætlaði að ganga til herbergja sinna, en nú gekk hann rakleitt inn í stofuna. “Hana, þaraa kemur hann alveg eins og kall- aður,” sagði hirðdróttsetinn og varð sýnilega feginn að heyra hröðu skrefin, sem hann kann- aðist svo vel við, færast nær. Hann reis upp í stólnum í bardagahug og néri brosandi saman mögrum og þunnum höndunum. “Herra hirðdróttseti, eg verð að biðja yður að þegja enn um stundarsakir,” sagði prestur- inn í undarlega skipandi róm; hann talaði í hálfum hljóðum en það var hræðsla í rómnum. En Mainau stóð í dyrunum. “Má eg ekki heyra það, hirðprestur góður,” sagði hann jneð sárköldum róm. — Hin næmu og grunsömu eyru hans höfðu heyrt orðin, sem voru töluð til drótt- setans. Hann leit leiftrandi rannsóknaraugum frá prestinum til konu sinnar. “Leyndarmál — leyndarmál milli prestsins og.konu minnar sem þú átt ekki að ljósta upp, frændi?” bætti hann við með áherzlu. “Eg verð að segja að mér þætti mjög gaman að heyra það. Leyndar- mál milli rétttrúaðs kaþólsks prests og trúvill- ings — það er nógu gaman! — Get eg rétt til frændi — tilraun til að ná í mikilsverðan trú- skifting?” “Láttu þér ekki detta það í hug, Raoul. Presturinn okkar er alt of skarpskygn maður til þess, að sjá ekki sjálfur, að það væri að erfiða til ónýtis. — Barónsfrúin er einu sinni ekki mót- mælendatrúar. — Nei, vinur minn, þetta er ein- göngu leyndarmál frúarinnar náðugu, og prest- urinn, sem hefir komist á snoðir um það, er nógu kurteis og nógu vel kristinn til þess að vilja ekki koma henni í vandræði. — Eg ætlaði líka að þegja — maður er þó og verður snyrti- maður gagnvart kvenþjóðinni, það veit hamingj- an — en hvað á eg nú að segja þér? Eg er orð- inn of gamall og stirður í hugsunum, til þess alt í einu að geta fundið upp eítthvað æfintýri.” “Haltu þér við efnið, frændi,” hrópaði Mainau í hryssingslegum róm. — Andlit hans var ógurlegt ásýndum með samanpressuðum vörum og glóandi augum líkt og í hitaveikissjúklingi. “Jæja, gott og vel — það er hægt að segja frá því í stuttu máli. þú skildir lykilinn eftir í gripaskríninu, einmitt í skúffunni, þar sem bréf- ið frá greifafrú Trachenberg var geymt. Eg get reyndar álasað sjálfum mér fýrir það, að hafa strítt barónsfrúnni altof oft með Jæssu lítilræði; og þess vegna hefir hún haldið, að það væri betra, að það hyrfi fyrir fult og alt einhvern góðan veðurdag. Húh var ein hér í stofunni og not- aði tækifærið til þess að kasta þessum dýrgrip mínum, fallega rósrauða miðanum, í eldinn. Nú, hvemig lízt þér á þetta? pað var bara slysalegt, að eg rétt áður tók eftir því, að mig vantaði lykilinn. — Presturinn bauðst til að sækja hann; og með þessari greiðasemi sinni varð hann ó- viljandi vitni að brunanum. pegar eg kom hér inn, eftir að mér var farið að leiðast að bíða, stóð minn háttvirti vinur við eldinn og var auðsjá- anlega agndofa og barónsfrúin gerði tilraun til að flýja frá mér, en varð of sein. — Líttu bara á! Opin hirzlan lýgur ekki.” Frúin, sem sá, að þrumuveðrið, sem var í aðsigi, mundi skella á sér, gekk eitt skref nær manni sínum; hún var náföl í framan. “Eg vil ekki hlusta á neitt,” sagði hann jm leið og hana vék sér undan og lyfti upp hægri hendinni í því skyni að bjóða henni að þegja. “Frændi minn dæmir um þetta frá sínu sjónar- miði og án sanngimi — og þú hefir ekki snert bréfið — það er eg viss um. Vei þeim, sem vog- ar að endurtaka þessa lúalegu ásökun! — Hinu undra mig á, að sjá þig hér á þessum tíma.” “Átti eg ekki von á! Við erum þá sammála,” sagði dróttsetinn kýminn. “pað er enn langur tími þangað til teið verður drukkið,” hélt Mainau áfram, án þess að svara frænda sínum — “það er ómögulegt að þú hafir getað prjónað við svona dauft ljós — eg sé hér heldur hvorki körfu þína né nokkra bók. J?ú ert líka æfinlega fyrst til þess að fara úr stofunni og1 til herbergja þinna og kemur hing- að síðust allra aftur. Eg endurtek það, að eg er, af öllum þessum ástæðum hissa á, að sjá þig núna hér, og eg geri mér grein fyrir því á þessa leið: pér hefir á einhvern hátt verið skipað að koma hingað, og þú hefir hlýtt skipuninni. Fuglinn hefir þá stungið höfðinu í snöruna, Júlí- ana, og eg tel hann glataðan, honum verður ekki bjargað.' pú ert hlekkjuð við þá hönd, sem hef- ir gert þér þann greiða að brenna bréfið, án þess að þú gæfir samþykki þitt til þess. — Að vísu ertu ekki fallin enn en þú ert glötuð. — Hvers vegna komstu hingað?” “Hvað er þetta, Rauol, hvaða þvættingur er þetta, sem þú ert að fara með?” sagði dróttset- inn steinhissa. Mainau hló háan og bitran hlátur, svo að glumdi í stofunni. “Láttu prestinn þýða það fyrir þig, frændi! — Hann er svo lengi búinn að reka stórlaxana í hið stóra fiskinet kaþólsku kirkjunnar, að maður getur varla láð honum, þó að hann vilji einu sinni veiða fyrir sjálfan sig og ná í fágætan og fallegan gullfisk í sitt eigið soð. Háæruverðugi herra, regla yðar neitar víst nú að síðustu tímum hinni margræddu grundvallar- setningu, að tilgangurinn helgi meðalið. pað er og hugsanlegt að hún hafi af eintómri varúð, aldrei verið rituð niður, en því meira gagn gerir hún sem einkunarorð, sem ekki er haft í hámæli. Eg dáist að )7ví, hvemig þér kunnið að nota þetta samkomulag við samvizkuna yður í hag einnig í einkamálum yðar — eða eiga þessær fögru var- ir þama að þylja bænir aleinar yfir talnaband- inu?” ; 1 “Eg verð að játa, að eg veit ekki við hvað þér eigið, herra ibaróii,” svaraði presturinn og var hinn rólegasti. Hann hafði haft tíma til þess að setja á sig rólegan yfirlætissvip, þótt augun, sem leiftruðu af hefndargirni og fölt andlitið bæru vott um, að honum væri ekki rótt innanbrjósts. “pvættingur — eg skil hreint ekki við hvað þú átt, Raoul,” sagði dróttsetinn og ruggaði sér óþolinmóðlega fram og aftur í stólnum. “Eg skil það, Mainau,” sagði kona hans lágt, eins og hún væri höggdofa. Svo fórnaði hún þegjandi höndum til himins. Henni fanst sem brennandi eldur læsti sig um allan líkama henn- ar, er hún skildi orð hans. “Skrípaleikur!” sagði hirðdróttsetinn með sinni venjulegu hryssingsrödd og leit reiður til hliðar, en presturinn gekk til hans með jöfnum skrifum. “Syndgið ekki, herra dróttseti,” sagði hann í skipandi aðvörunarróm. “pessi vesalings unga kona, sem verður að líða svo mikið, stendur und- ir minni verad. Eg þoli ekki að hinn himneski hreinleiki sálar hennar — ” “Ekki eitt orð meira!” hrópaði Líana æst og með leiftrandi augum. Eg veit að eg með einni einustu hreyfingu höfuðs mins hef mig upp yfir skrílinn, sem liggur í sorpinu. pér vitið, að eg er dramblátari en flestar konur af göfugum ættum, sem hafa konungsblóð í æðum sínum þetta eru sömu orðin og þér hafið notað áður, og samt vogið þér yður að heimta að eg feli sjálfa mig vemd yðar, Getið þér ekki séð það sjálfur, að greifadóttirin af Trachenberg þolir ekki að nokkur sé svo nærgöngull við hana og verður að afþakka það sem algerlega ótilhlýðileg- an átroðning? — parna stendur leikarinn, sem á engan sinn líka, herra dróttseti!” Hún rétti út hendina í áttina til prestsins. — “Gerið þér út um þetta við hann, látið hann útskýra fyrir yð- ur það, sem hefir farið fram hér í stofunni, á þann hátt, sem er þægilegastur fyrir ykkur báða. Eg skoða það til einskis gagns og fyrir neðan mig að gera svo mikið sem að opna munninn til þess að verja mig frammi fyrir yður.” Hún snéri sér við og stóð beínt fyrir fram- an mann sinn. pau horfðust í augu. “Eg fer, Mainau,” sagði hún. Rödd hennar hafði verið skýr og snjöll, en nú vottaði fyrir gráthljóði í henni. “Fyrir fáum dögum hefði eg getað yf- irgefið Schönwerth án þess að þurfa að eyða nokkrum orðum frammi fyrir þér heldur, til þess að verja heiður minn, en nú er það orðið breytt. Eftir Jrví sem eg hefi betur lært að þekkja huga þinn, hefi eg nálgast þig; eg virði þig, þrátt fyr- ir það þó að eg sé nú, mér til mikils sársauka verði að sannfærast um það, hversu veikur og blindur þú getir verið, og hversu eitraður hugs- unarháttur þinn sé, þar sem þú getur ekki leng- ur treyst Jtví, að aðrir hafi viðbjóð á syndinni. — Eg get að vísu ekki sjálf skýrt frá, hvemig í þessu Jiggur, hvorki munnlega né skriflega; en eg á systkyni, og með aðstoð þeirra, skaltu heyra sannleikann frá mér.” Hún gekk að dyrunum. “í Guðs bænum, ekkert uppistand, Raoul! pú treystir þó ekki þessari brögðóttu og slungnu manneskju? Eg særi þig við minningu föður þíns um, að láta ekki koma þér til þess að ger- ast óvinur hins trúa og reynda vinar ættar okk- ar. ó, Guð minn góður! Viljið þér ekki, vi'i- ur minn góður, aka mér héðan burt sem fyrst, inn í svefnherbergi mitt; mér líður mjög illa.” pessi orð heyrði Líana dróttsetann segja um leið og hann rak upp hátt og skerandi hræðsluóp. þegar V«-ðin lokaðist á eftir henni. \T s • .. | • v trmbur, Ifialviður af öllum Nyjar vorubirgðir tcgimdum, g«rettuf og ai»- konar adrír stríkaðir tiglar, hurÖir og gluggar. Koisáéi og sjáið vörur vorar. Vér erumœttíJ glaðii að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. --------------- Limlied ----—-------- HENRY ÁVE. EAST - WINNIFEG RJÓMI Virðingarvert nafn er bezta trygg- ingin fyrir áreiðanlegum viðskiftum — og þess vegna getið þér treyst því að fá allan hugsanlegan ágóða og fyrsta flokks afgreiðslu hjá: GiTY DAIRY Limited WINNIPEG James M. Carruthers, James W. Hillhouse forseti og framkv. stjóri, f jármálariton Spyrjið þá er senda oss rjóma. Hér var sannarlega hver leikarinn öðrum betri. Hirðdróttsetinn lét sem sér liði illa, til þess að koma í veg fyrir orðasennu milli að- stoðarmanns síns, prestsins og bróðursonar síns, sem var í mjög æstu skapi. Útlaginn. Langdræg reynist útlægs æfi, ef að sólarblikin þrjóta; hugans inni hylast snævi, er hrími stirndan jökul móta. Alt er vafið höfgu húmi, hvergi værð í dagsins rúmi. Líkt sem fanginn grýttur gleymsku, grafinn undir sektar slæðum, fjötraður af hefndar heimsku, hrakinn, firtur lífsins gæðum, fyrir glapsýn farnra tíða forherðingar smán má líða. Skyldi enginn ylur leynast undir slikum jökulbrúnum, eða kraftar kunna að treynast kuldans til að feykja rúnum; ekkert ljós, né lífsfrjótaugar lengur til, né vonar baugar? Samúð gæti glatt að nýju gróðurmagn í hugans smaugum, ísinn brætt við ylskot hlýju, endurskapað þrótt í taugum; neytt fram sól úr nætur húmi, pæga værð úr dagsins rúmi. Vonar-blómum visnum bjarggið, vetri breytt í sumars angan; urðardómsins ógnum fargað, auglýst margan slóða rangan. Samúð eflum frið og frelsi! Firrumst vanans andleg helsi! \ . J?á mun útlægs æfi batna, endurskína vordags sólin, þrauta-elfur sérhver sjatna, sveipast rósemd hugans bólin, sljófgað vakna táp í taugum, trú og von í instu smaugum. Jóhannes H. Húnfjörð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.