Lögberg - 30.08.1923, Qupperneq 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
30. ÁGÚST 1923.
Sjö ára þjáningar
Höfuðverlsur og meltingarleysi
lœknað með “Fruit-a-tives”
Heimsfrægt ávaxtalyf.
Firs O'- þúsundír annara
’oanna gera, reyndi Mr. Albert
Varner frá Buckingihaxn, P. Q.
fjölda meðala, en ekkert þeirra
sýndii t að koma að nokkru veru-
legu kaldi.
Loks ráðlagði vinur minn einn
“Frit-a-tives’ or nú ei eg orðinn
heill hcilst.
“í sjö ár þjáðist eg af hófuð-
verk og meltingarleysi. Maginn
þandist út af gasólgu og iðug-
lega fék keg velgjuköst. Loks
reyndi eg “Fruit-a-tives” og það
merka ávaxtalyf kom mér til
heilsu.”
50c. hylkið, 6 fyrir $2,50,
reynsluskerfur 25c. Fæst hjá öll-
um lyfsölum eða beint frá “Fruit-
a-tives Limited, Ottawa, Ont.
Menningin í afturför.
eftir
Wittiam Dudlev Faulke.
Námsmönnu’xn er -ieyft að velja
um námsgreinar og taka að eins
þær sem haganlegastar þykja fyr-
ir lífsstöður og hefir það oft leitt
til afturfarar í 'xnentun á fyrri
árum Nemendur velja þær
námsgreinar sem auðveldastar
eru og smeygja sér í gegnum nám-
ið á sem fyrirhafnarminstan hátt
og þá líka arðminstan fyrir þá
sjálfa. pað fyrirkomulag hefir
leitt til breytinga eða breytinga-
tiirauna eins og hinr.ar sýnilegu
•mentunar, sem mern /á með því
að horfa á myndir. Mentun sem
er fljóttekin og fyrirhafnarlaust.
I’essi aðferð hefir að vísu staðið i
hinum vanalegu námsgreinum
sem kendar eru, en sú aðferð hef-
ir það í för með sér, að.hún úti-
lokar úr mentuninni sum frum-
skilyrði, vald nemandans yfir gáf-
u'.n sínum og það er mest á ríður
— yfir viljaafli sínu. Náms-
greinunum fjölgar, en vit þeirra,
sem þær eiga að nema minkar-
Nútíðar mentun stefnir í áttina
til þess að gera skilning nemend-
anna losaralegan og kraft þeirra
reikandi.
Náskylt losi heimilis’iífsins, og
óreglu á mentamálum er trúarleg
afturför.
Herbert Spencer, se'.n sjálfur
var vantrúaður í hinum vanalega
skilningi þess orðs, hefir sýnt
fram á hve ómissandi að trúar-
brögðin eru, til þess að binda þjóð-
irnar saman bæði mannfélags og
stjórnafarslega. Trú á óbrigðul-
leik kristindómsins hefir eins
mikil áhrif eins og ótti manna við
Iögin.
Sá, sem trúir því að guð sjái,
launi, eða hegni fyrir hvert atvik
hans í lífinu hefir ósegjanlega
miklu meiri festu í lífinu fyrir :þá
trú, heldur en skynse.nistrúar-
maðurinn, sem ekki sér neitt ann-
að en vott vissra atriða, til þess
að auka ánægju, eða ógæfu inn-
an takmarkaðsstarfsviðs, þar sem
önnur tilfelli sýnast hvorki verð-
skulda umbun né straff.
Hinir fornu Rómverjar óttuð-
uát guði sína, og sá sameiginlegi
ótti, sem þeim stóð af hinum sam-
eiginlegu guðum knýtti kyn
mannflokkanna saman og gaf
þeim þrótt í hinum þjóðlegu fyrir-
tækjum þeirra síðar á tímabil-
inu sem leiddi til hinnar þverr-
andi menningar þeirra, komu upp
hjá þeim heimspekilegar stefnur
á meðal hinna gáfuðustu manna
þjóðarinnar, sem gagnstæðar voru
goðatrú þeirra. Hið sama á
sér stað í dag- Á dögum Puri-
tananna var guðsótti almennur.
Kirkjusókn og dagleg guðsþjón-
usta á heimilunum var ófrávíkj-
anlegur siður nálega um land alt.
Nú eru guðsþjónustuhús þjóð-
arinnar illa sótt og guðrækilegar
BSAH V ut IHB SKFN’
efta hörundafegurtS, er þrá kvenna og
fK*st mett því aö nota Dr. Chaae'fl
Olntmena. Allnkon&r húhajúkdómar,
bverfa vIB notkun heaea meSala
OK hörundlð vertíur mjúkt og fagurt.
F««t hjá. ÖUum lyfeölum eða fr4
Edmaneon, Batea & Co., Limited.
Toronto. ókeypls sýnlahorn sent, ef
bl&B hetta er nefnt.
iðkanir á heimilunum að ‘mestu
lagðar niður og trúleysi ihjá hin-
um gáfaðri parti þjóðarinnar víð-
tækt.
pað er máske hægt að segja að
rationalistarnir séu eins góðir
borgarar og nokkrir aðrir og er
það satt að mestu. Venjur sem
trúarbrögðin hafa skapað halda
ósjálfrátt áfram um einn eða
fleiri mannsaldra eftir að þau
hættu að vera verkandi kraftur í
lífi manna, en að síðustu verður
vöntun þeirra augljós í athöfnum
manna og losi því, sem hún hefir
á allan mannlegan félagsskap.
Afturför þjóðar vorrar.
Það er ekki einasta að andagift
þjóðarinnar hafi hnignað, með
•losi því, sem komið er á heimilis-
aga og trúarbrögð þjóðarinnar,
heldur hefir maður fy'lstu ástæðu
til þess að óttast að andlegt og
líkam’egt atgjörfi fólksins sé í
afturför sökum eftirlitsleysis og
óvarkárni í sambandi við gift-
ingar þess-
Ríkara fólkið og það sem mest-
u'.n hæfileikum er gætt á oft fátt
barna, hið fátæka og það sem
minni hæfileikum er gætt, fram
leiða stærri fjölskyldur.
Á fundi sem heilbrigðisfræði-
félagið hé'It í New York nýlega
kom það í ljós, að menningar fyr-
irkomulag þjóðarinnar væri að
ala upp ósjálfbjarga kynstofn.
Skýrslur sem þar voru lagðar
fram sýndu að hlutfall þeirra er
veiklaðir voru hefði vaxið stór-
kostlega. Árið 1890 var tala
hins úrættaða fólks í Banda-
ríkjunum 118 á hverjum hundrað
þúsundum. Árið 1920 var hún
komin upp í 220.
Ef ástand það sem skýrslurl
þessar sýna er ábyggji'Iegt, þá eru
hei'.brigðisreglurnar og hjálpar-l
stofnanirnar að hjálpa til þess að
snúa framþróunar lögmálinu við,
með því að vernda líf þess fólks
og vinna að því að það sem óhæf-
ast er haldi velli- Ef s'i'íku
heldur áfram um ótakmarkaðan
tíma, þá hlítur það að hafa eyði-
legging þjóðanna í för með sér-
Enginn fiokkur í mannfélaginu
er eins viss að aukast eins og sá
sem er andlega fatlaður.
Þau fyrirhuguðu ráð til þess að
ráða bót á þessu að deyfa getn-
aðarþrá fólks, einangra það eða
takmarka fæðingar á meðal þess
sýnast bæði vera ónóg og ófram-
'kvæmanleg og ekki heldur hefir
sú aðferð að þroska hug.sun þess
sjálfs í þessum efnum reyrfst ann-
að en draumur.
Ekki er hægt að saka hið inn-
flutta fólk um þessa afturför,
því í vissum pörtum af Nýja Eng-
lands ríkjunum, þar sem Engil-
Saxnesku kynstofnarnir" eru
hreinastir er afturför þessi auð-
sæ og eins i fjöllunum í Norður-
Carólina, Tennesee og Kentucky,
þar sem Engil-Saxneski stofninn
hefir verið óblandaður mannsald-
ur eftir mannsaldur, þar er held-
ur ekki um neina framför að
ræða.
Önnur tilhneging, sem mikið
ber á nú á dögum og sem líkist
mjög tilhnegingu í sömu átt hjá
Rómverjum rétt áður en sú þjóð
tók út datyðadóm sinn, og það er
flutningur fólks úr sveitum í bæi
og borgir. Fyrri á árum voru
það ekki nema fimtán af hundraði
af Bandaríkjaþjóðinni, sem heima
áttu í bæjum. Við vorum þá
eins og Rómverjar aðallega land-
búnaðar þjóð. Nú býr mikill
meiri hluti þjóðarinnar í bæjum
og borgum- Sjálfstæðis þrótt-
urinn og framtakssemin, sem
sveitalífið veitti er tapað, þjóðin
er að líkjast Rómverjum meir og
meir með hverjum 'Iíðandi degi —
skiftast í tvo flokka, miljónamær-
ina og verkalýð.
Auður, bylting og afturför.
Feikilegur auður í höndum
fárra manna var máske --ein af
aðalorsökunum fyrir eyðilegging
hins rómverska lýðveldis, um það
kemst Pleny svo að orði: “Latif-
undia Perdidere Italian” það er
(hinir stóru landeignamenn hafa
eyðilagt ítalíu), og það voru ekki
að eins hinar miklu landeignir
manna, aðrar eignir þeirra, svo
sem þrælar og annað ránsfé úr
fylkjum ríkisins.
í Bandaríkjunum eru í dag auð-
ugri einstaklingar heldur en
r.okkrir aðalsmenn eða konungar
voru til forna, Einstaklingar
sem geta keypt heil konungsríki
með auð sínum og háfa keypt
löggjafarþingin með þeim, stund-
um beinlínis, stundum óbeinlínis,
svo sem með fjárframlögum í
kosningasjóð, stundum með því
að hræða menn með verðfalli á
vörum og atvinnuJeysi, með þvf
að einn >eða fleiri af þeim slái sét
savnan til þess að fá toll hækkað-
an, fá einkaréttindi, eða annað
gott sem Iöggjafarnir höfðu að
selja, og hinir vildu kaupa.
Um tíma voru flestallir sena-
torarnir í Bandaríkjunum mil-
jónamæringar og stór verzlunar-
félög hafa risið, sem hafa ráðið
verði á lífsnauðsynjum manna
pað er að vísu satt, að miðstétta-
fólk þjóðarinnar hefir aldrei ver-
ið virt að vettugi eins og hjá
Ró'.nverjum í tíð Ciceros- pað
er og satt að við höfum losnað
við hið andstyggilega þrælahald,
þó hinn mikli fjöldi verkamanna,
sem vinna í stóriðnaðar verk-
smiðjum myndi sérstaka stétt sem
ekki er hættulaus.
Afleiðingarnar af auðnum í
höndum fárra og valdi því sem
honum er samfara eru byltinga
hugsjónir, sem myndast hafa, og
þeim er samfara viðleitni til þess
að ryðja úr vegi bæði lögum og
reg.Ium ásamt eignarétti manna.
Co'.nmunista kenningin hefir
náð meiri þroska í öðrum löndum
en Ameríku. Á Rússlandi hef-
ir hún leitt til einveldis, sem lýð-
urinn hefir orðið að beygja sig
fyrir með harmkvælum.
í Ameríku hefir hin svonefnda
“direct action” (beinu fram-
kvæ’.ndir) til þess að ná sérstökum
hlunnindum fyrir sérstaka mann-
flokka náð sér nokkuð niðri-
Framh.
Bragarœða
flutt í samsæti ungra skálda og
Iistamanna fyrir Guðm. Frið-
jónsson frá Sandi, í Reyk-
javík 21. júní 1918.
Kæru bræður!
Eg hefi ekki verið . jafn-lán-
samur í lífinu og heiðursgestur-
inn sem hérna situr, að eiga ljúfa
og spakvitra öm'.nu á lífi, er eg
gæti átt innhlaup til, þá er eg var
búinn að ganga niður úr sokkum
og skóm á eggjagrjóti lífsins- En
eg átti fóstru r— óbreytta alþýðu-
konu — sem var mér einkar hlý
og góð og margfróð á sína vísu.
Og hún stytti mér marga stund-
ina með sögn og sögu, þulu og
Ijóðum. Hún sagði mér söguna
af Grá'.nanni, er eg gat hlegið að.
Og hún sagði mér söguna af Grís-
hildi góðu, en henni gat eg tár-
ast yfir. Og hún þuldi mér all-
an Vinaspegil, Jóhönnuraunir og
margt fleira. — En það var þó
sérstaklega ein suðræn saga, sem
einhverveginn hafð flækst til
hennar, kerlingarhrósins, auðvit-
að öll skekt og skæld — því að
mörgu er logið á skemri leið en
frá Grikklandi og alla Ieið til ís-
lands hún festi sig í minni
minu og hana langqði mig til að
mega segja ykkur.
En af því að skáldið frá Sandi
hefir nú innleitt þann sið að hafa
formála og eftir 'mála með ræðum
sínum, þá gefið þér mér kannske
leyfi til þess-
Þegar eg virði fyrir mér þessa
undarlegu, að sumu leyti hel-
vísku tilveru, sem við lifum í, þá
á eg, þrátt fyrir alt og alt, sem
í móti mælir, bágt með að trúa
öðru en að baki hennar búi ein-
hverskonar alvera, er sé spök og
djúpúðug eins og útsærinn. Og
eg get trúað því, að- a'lhekns við-
leitni þessarar miklu alheimsveru
sé í því fólgin að lyfta öllu upp
til æðra og fegra lífs. Það er
oð trúa mín, að þessi eilífi aflvaki
í tilverunni, þessi vitaðsgjafi,
þessi undirsjór alls, sem er o?
hrærist, fái allar öldur til að
rísa á haffJeti tilverunnar, sumar
stærri og sumar minni. Nokkrar
af^þessum haföldum tilverunnar
verða svo miklar og fagrar, að
þær verða að hvítfyssandi boðum
og brautryðjendum þeirra minni
og bera þær alla leið til lands.
Pessir boðar og brautryðjendur
eru sendiboðar hinnar huldu al-
veru og hafa þeir með flestum
þjóðum verð nefndir skáld, speki-
menn og spámenn kynslóðanna.
peir hafa haft spákvistinn í
hendi sér, og hann hefir haft
þann kyngikraft, að sögn, að
hann hefir ekki einungis breytt
vatni í vín, heldur hefir hann og
breytt hégómanum og glysinu i
hina mestu konungsgersemi. Hann
hefir meira að segja getað gert
hina auðvirðilegustu skröksögu
og kerlingabók að dýpstu og dýr-
mætustu speki; og hann hefir oft
gefið oss þann gullinþráð er
leddi oss beint að uppsprettum
heilagra og áður hulinna lífs-
linda- En þetta skilja að eins
þeir, sem eru eins naskir og
Guðmundur frá Sandi á að finna
fágætið og fémætið í næfrabún-
ingnum. Jæja, þá er formálan-
um lokið. Og nú kemur sagan:
Haukur hét konungsson, sem
ættaður var úr Garðaríki, Græcíu
eða Miklagarði. Einu sinni sem
oftar fór hann í skóg og sá
feyskna, himingnæfandi eik, sem
var komin að falli. En konungs-
son fyltist meðaumkvun með
þessum fagra, laufskrúðga meiði,
sem yfirskygði alt, líkt og Askur
Iggdrasils, og riðaði.þó á rústum,
tók hann því að skjóta stoðum
undir eikina og rétta hana við,
þangað til hún stóð þar jafn
keik og í sína ungu daga. Og
þaut nú aftur svo þungt, en þó
svo unaðslega í laufinu, er hjálm-
skúfur eikurinnar gnfæði upp
yfir trjátoppana hringinn í kring-
“Haukur! Haukur!” heyrðist
konungssyni hvíslað í blænum. Og
er honum yarð litið við, ætlaði
hann ekki að trúa sínum eigin
augum. Því við fót eikurninar
stóð ung og indæl kona og bar
hún af öllu því, er hann hafði
nokkru sinni augum litið. Hann
hugði þetta vera gyðju af himn-
um ofan og ætlaði að falla henni
til fóta. En hún varnaði hon-
um þess og sagði: “Eg er að eins
sál þessa sem þú varst að hressa
við og bjarga, —eg er viðardísin!
Óska þú þér nú einhvers, sem i
minu valdi stendur og það mun
veitast þér.” — Og hún stóð þarna
alsnakin frampii fyrir honum í
allri sinni goðbornu fegurð. En
er unglingurinn leit konuna, upp-
tendraðist hann af ástarþrá og
mælti: “Veit mér ást þína eða að
minsta kosti einhverja von um
hana, þótt ekki verði það fyr en
eg er dauður”! — Dísin roðnaði
við og raunasvip brá sem snöggv-
ast fyrir á andliti hennar: —
“Þetta e ráhætta en það skal veit-
ast þér! Kom þú hingað einni
stundu fyrir sólsetur-” — Að svo
mæltu hvarf dísin sjónuvn hans,
en konungjsson hélt aftur heirn
til hallar og var hounm sem hann
hefði himininn höndum tekið.
pá er hann kom í kounngsgarðr
komu félagar hans til móts við
| hann og stofnuðu til leika. og með
| svo mikluvn áhuga tók konungs-
: sonur þátt í leikunum, að hann
gleymdi stað og stundu, hugðar-
i efni sínu og hamingjuvonum. Þá
bar hunangsflugu að eyra kon-
ungssonar, og hún suðaði fyrit
hlustum hans, en hann bandaðj
henni frá sér. Og aftur kom
flugan, en hann sinti henni að
engu. Þá kom hún loks í þriðja
sinn og stakk hann, en hann brást
j reiður við og særði hana, svo að
hún flaug sífrandi til skógar.
pá raknaði konungsson skyndi-
Iega við sér og þaut á skóginn- En
| er þangað kom, fann hann hvergi
; dísina, en heyrði hvíslað í hálf
um hljóðum eins og áður, en þó
í angurværum álösunarrómi: —
“Haukur! Haukur! Hamingju
stundin kom, og þú sintir henni
ekki. Og nú er hún liðin hjá!
Aldrei má eg birtast þér á ný. Eg
sendi þér hupangsfluguna og þú
sintir henni ekki. Eg lét hana
stinga þig eins og samviskubitið,
og samt raknaðir þú ekki við þér.
Haukur! Haukur! Hamingju-
stundin er liðin hjá!”
Þá er konungsson heyrði þetta,
barði hann sér á brjóst og barnt-
aði sér og bað dísina um að sjá
aumur á sér, þótt ekki væri nema
í þetta eina skin. En hún sagði,
sem var, að hún væri í álögu/n
og ekki gæti hún sjálf létt álög-
unum af sér. Hann hefði get-
að leyst hana úr þeim, en hefði
vanrækt það, og nú væri enkis
að vænta framar- Gjálífi hags
hefði varnað því, að hann fyndi
hamingju sína, og nú væri hún
týnd og tröllum gefin.
“Haukur! Haukur! Haukur
konungtson!”
Á þessa leið var sagan, sem
fóstra mín gamla sagði mér, og
hún hefir verið mér gott veganesti
í lífnu. — En nú kexnur eftir-
j málinn.
Eg átti að tala um skáldskap-
inn og skáldinn. En hvað
kemur þfessi saga þessu við? — Jú,
— hún kennir oss það fyrst og
fremst, að skáldin verða að fyl.l-
ast samúð með því, sem þau ætla
að gera sér að yrkisefni, rétt eins
og Haukur fyllist meðaumkvunar
með hinni hrörnandi eik, er hann
tó'k að hressa hana við. Ein-
mitt samúðarþelið opnar manni
innsýn í hlutina, svo að maður sér
I sál þeirra og insta eðli, eins og
Haukur, er hann sá hina undur-
fögru viðardís. En þá fer maður
líka að fá ást á yrkisefninu, vill
ná tökum á því og yfirskgygja það
af allri sálu sinni og öl.lu sínu
hjarta- En — æskan er gjálíf og
léttúðug. Ástin og þá ekki sízt
ást á listum og skáldskap, krefst
þess aftur ávmóti, að maður reyn-
1 ist hugsjón sinni trúr og tryggur,
sé eins og vakinn og sofinn í
henni, liggi á henni eins og
ormur á gulli, þangað til gullið
er orðið þungt og höfugt og hefir
tekið á sig mynd og gervi hug-
sjónarinnar. Þá fyrst má bera
það út í Jjósið og daginn, og þá
lýsir það jafnvel í myrkrunum, —
það er orðið að lýsigulli! Og því
háleitari 0g göfugri sem hugsjón-
j in er, því meira snildarsnið sem
á smíðisgripnum er, því meiri
í Fersemi er hann talinn- Og þvi
heldur verður hann að leiðar-
ljósi, að lýs.gul'li komandi kyr.-
| slóða.
Allir berum vér í oss einhvern
guðdómsneista, sem oss ber að
tendra og glæða. Allir höfum
vér hugboð um eitthvað, sem oss
virðist öllu fegra og unaðslegra.
Og einhverntíma birtist það oss
að líkindum, fyr eða síðar, þótt
ekki sé nema skyndisýn. pá fáum
véh ást á því, fyllumst guðmóði
til að ná fu'iluvn tökum á því og
geta við því getnað þann, er vér
hyggjum göfugastan. En þá er
undir því komið að reynast trúr
og dyggur, láta þá ekki glepjast
og gleyma ekki hinni skapandi
hamingjustund- Því að hún
kemur ef til vill aldrei aftur.
Eða hún kemur of seint, — einni
stundu fyrir sólsetur lífsins, og
þ áer of seint að iðrast og sjá að
sér.
Eg mæli þetta ekki til skálds-
ins frá Sandi, því að hann hefir
þegar sýnt það, að hann kann að
flétta gullin reipi, gullinn þráð úr
sandi hinna ih|versdagslegustu-
sagna. En eg mæli þetta til
ykkar, hinna yngri skálda, sem
eruð hér saman komnir.
Látið ókki hamingjustund hins
heilaga getnaðar líða hjá og ligg-
ið þó á hugsjónum ykkar eins og
ormur á gulli. Reynist þeim
trúi rog tryggir, þangað til þær
eru fæddar og í heiminn bornar
og orðnar að því listaverki, sem
aldrei fyrnist, orðnar — að lýsí-
gulli kynslóðanna!
pér ungu menn, eða ungi mað-
ur — eg hugsa helst að hann sé
ekki nema einn eða þá sárafáir,
því margir eru kallaðir en fáir
útvaldir —, þér sem finnið hjá
ykkur köl.lun til að verða skáld,
spekimenn og spámenn hins nýja
tíma — þér sem viljið vera boð-
berar guðs á jörðu — fyllst hei-
lagri vandvirkni og vandlætingu
yfir — sjálfum yður! Flýtið yður
ekki að láta prenta óburði yðar i
b'Iöðum og tímaritum eða að færa
í letur bláreykinn úr yðar eigin
sál- úr því verður vísast tóm
hveragufa en enginn skáldskap-
ur. En bíðið þess að, þungi yð-
ar verði svo mikill að þér fáið
hann ekki afborið; bíðið þess að
þér fy.llist heilagri hrifningu og
fæðið listaverkið fuL’burða og
fullþroska úr sál yðar. Hræðist
ekki þó fæðingarhríðarnar verði
langar og strangar; en 'Iátið yður
að eins um það' hugað, að það
verði fagurt og göfugt, sem þér
gefið heiminum.
Því að listin á að réttu lagi að
lyfta lífinu, fegra það og göfga.
Hún á að vera einskonar opin-
berun. helgra dóma. Því megum
vér ekki fara um hana gjálífum
höndum eða glæpsamlegum-
Og enn eitt: —- Munið það, að
aðeins hin æðsta og bezta heldur
velli. Hitt alt steypist fyr eða
síðar fyrir ætternisstapann, dett-
ur i gleymsku og dá. petta er
lögmál lífsins. Því að lífið sjálft
og tilveran er síbrennandi hreins-
unareldur, sem eyðir öllu hisminu,
öllu því, sem ilt er og einkisvirði,
bræðið sorann úr si.lfrinu og
gullinu, skírir það, göfgar það og
fegrar. Og komafidi kyn-
slóðir nema það eitt úr arfleifð
feðra sinna, er þeim þykir verð-
mæt eign og fágæt.
Því segi eg: — Gætið þess,
þér skáld, spekimenn og spámenn
hins nýja tíma, að gefa heiminum
að eins það bezta, er þér getið
honum í té látið. Það eitt hefir
ijokkra von um að 'lifa. Og það
mun lifa!
En það ber vel að vanda, sem
lengi a að standa. Og því skul-
uð þér gefa yður góðar stundir
til iðna.
Yðar skál!
A. H. B.
Hvað er farsæld?
Fyrir nokkru síðan lofaðist eg
ti,l þess að reyna með fáum orðum
að sýna, að andleg og jafnvel
eilíf velferð manns væri undir
tímanlegri, efnalegri velferð
komin. — Hvað er velferð eða
farsæld ? — Gömul íslenzk vísa
hljóðar svo:
“Auminginn sem ekkert á
einatt kinn má væta,
sæll er sá, sem sjálfur má
sína nauðsyn bæta.”
Já, sæll er sá, sem hefir svo
mikið af efnum, að hann getur
fætt sig og klætt- Alt svo þarf
hann þá að vera ríkur. Nei,
auður veitir ekki farsæld, þvert á
móti. — peir eru virkilega ekki
farsælir miljónamæringarnir, ef
þeir væru farsælir, væru þeir ró-
legir; en nú eru þeir ákaflega ó-
ró'legir, mitt í auð og allsnægtum,
ófarsælir, óumræðilega ófarsælir,
— á hverju sést það? TLl hvers er
allur þessi herútbúnaður — alt
af er barist, já, einlægt berast
einhverjar þjóðir á banaspjótuvn.
Alt af er verið að búast til varn-
ar, já “til varnar” segja “víga-
mennirnir. Hverjir þurfa að
verjast og hvað þurfa þeir að
verja? Það mun vera ofsagt
gavnla máltækið — “Illur á jafn-
an ills von.” En þessi órói,
þessi hræðsla hjá hinum svo-
kölluðu miklu mönnum er bein-
línis vottur, órækur vottur um
sálarástand, sálarvolæði og sam-
vizkubit. Það er voðalegt á-
stand að vit.a upp á sig skömm.
pað er því ekki farsældarvegur að
vera sér þess meðvitandi að hafa
dregið undir sig efni einstakl-
ingja, heill aþjóða, eða jafnvel
heilla kynslóða-
“Gef mér hvorki fátækt né auð-
æfi, gef snér mitt afskamtaða upp-
eldi.” Það er rétti mátinn.
Auðurinn, sem safnast í fárra
hendur verkar tvöfalda eyðilegg-
ing. — Þeir sem auðnum ná gerast
miskunarlausir okurkarlar, en hin-
ir sem öreigar gjörast vegna ok-
ursins já, allur sá aragrúi, verð-
ur undirokaður. Ritningin
segir: “óttist ekki þá, sem lík-
amann deyða, en geta ekki líflát-
ið sá’lina”. Bendir það til þes3,
að það þjóðfélags skipuJag, sem
að vísu viðheldur líkamanmn að
parti en þó í þrældómi og áþján,
og kúgun, sé og beri mönnum að
óttast. Og eitt er alveg vist,
að þeir fáu, sem á háhest þjóð-
anna komast og með óumræðileg-
um brögðum og yfirgangi sölsa
auð landanna undir sig, bera
ekki neitt meiri ábyrgð á breytni
sinni en allur fjöldinn, sem sef-
ur á kodda andvaraleysis, á-
hyggju og aðgerðalaust lætur
flá sig, 'lætur binda sig og blinda,
lætur koma sér til að trúa því að
alt þetta sé guðs ráðstöfun, sam-
kvæmt hans vilja, hann sendi
fátækt, kúgun og stríð til þess að
reyna þá, sem hann elski. pessi
villukenning hefir komið mörgum
kúgara að góðu haldi- En það
er langt fjarri því, að þetta sé
svona í raun og veru. Guði er
ekki þægð í að nokkur láti kúga
sig svo að sál og líkami þjáist.
Friðurinn er ekki svo kær eða
þetta líf svo dýrmætt að vnaður
i’áti ‘ieggja á sig járn og hneppa
sig í æfilanga áþján, til þess að
hafa frið og halda Wfi.
Hrein og óflekkuð gusðdýrkun
fyrir guði og mönnum er að
vitja munaðarlausra og ekkna i
þeirra vþrengingum og varðveita
sjálfan sig flekklausan frá heim-
inum. — Það er alls ekki nóg, að
þú sjálf gerir gott og ekki nokkr-
um neitt mein eða nokkuð rangt,
nei, þú verður líka að hafa vak-
andi auga á bróður þínum, að
hann ekki gleyvni sér (í ve'lgengn-
inni máske) og gerist yfirgangs-
samur og um of eigingjarn og
g’eymi því, sem þó alls ekki má
gleymast, — “að auðna þín er
allra heill, og sín og mín.”
petta er sönn farsæld — efna-
leg, tímanleg, andleg og eilíf far-
sæld og þetta er óaðski'ijanlegt
frá þessu andstyggilega skrímsli,
sem kallast pólitík — það er að
segja, menn sem eigin hagsmuna
vegna vildu gera stjórn lands-
ins að séreign sinni, koma fá- j
fróðum almenningi Itil að trúa
því að pólitík sé einhver óhrein í
svívírðing og sem hreinlátar j
kristilega hugsandi manneskjur
ættu hreint ekki að eiga neitt við. j
Til hvers er kristna fólkið, el I
ekki einmitt til þess að hreinsa
burtu óþverrann úr-stjórnarfari
landanna. — Heldur fólkið að það
hvíli engin ábyrgð á því — ætli |
guð segi ekki við það einhvern-
tívna: “Það sem þér gerðuð einum j
af þessum”- pá þegar þér voruð |
í Minnesota viíduð þér ekki kynnaj
yður ástæður, orsakir og afleið-
ingar, vilduð ekk.i grenslast eftir j
sannleikanum, hlustuðu alt af á!
sömu falskennendurnar, eltuð alt
af sömu mýrar'ljósin. Sáuð
eymdina aukast, ánauð og kúgun
fara dagvaxandi. “Miskunsemi
þóknast mér en ekki fórnir,” segir
drottinn. “Verið fullkomnir
eins og faðir yðar á himnum.”
Þetta snertir ekki eina eða einn,
nei, þú getur ekki komist langt
einn á nokkurri braut, en allra
sízt á fullkomnunar brautinni;
þú verður að greiða þína leið
með því að hjálpa öðrum, og ein-
mitt það er að finna vernd, þá,
1 sem guð gaf mönnunum gegn
sjálfu'm þeim. Eigingirni ber
einstaling oft ofurliði en ekkert
má við margnum. Fjöldinn á
að hafa vakandi gætur á öllum
sínum embættismönnum, þeir eru
þjónar en ekki húsbændur, og
þannig koina í veg fyrir að era-
bættismenn verði eigingjöi-num
yfirgangsseggjum að bráð. peg-
ar fó'lkið fer að vaka þannig yf-
ir velferð sinni og annara — fer
að efla sína og annara sáluhjálp,
með svoleiðis ótta og andvara —
þá og ekki fyr vitum við hvað
farsæld er-
Minnesota kona.
brigðum frá norðlægum í héruðum
í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi.
Vorið hefir verið fremur hlýtt,
grösin standa prýðilega, og verður
fröðlegt að sjá í haust, þegar upp
verður tekið.
Nýlega er látin að Fremstafelli
Rannveig Jónsdóttir móðir Jón-
asar Jónssonar alþingismanns, og
þeirra systkina. Maður hennar,
Jón Kristjánsson, er látinn fyrir
nokkrum árum. Voru þau hjón
til heimilis hjá Kristjáni syni sín-
um, eftir að þau brugðu búi,-
Rannveig var góð kona og gáfuð.
Jón Kristjánsson ilæknir á
Sauðárkróki fór til Ameríku s. 1.
ár- Þar kyntist hann sumum fræg-
ustu sjúkrahúsu'm og fremstu
snillingum í læknavísindum, Jón-
as er einn af fremstu skurðlækn-
um landsins cg hefir ábatast mjög
í þessari ferð . Einkum hefir hon-
um glöggvast sýn yfir megin-
grundvöll amerískra læknavís-
inda, en það er að byrgja brunn-
inn, áður en barnið dettur ofan
í, eða að vernda heilsuna, fremur
en lækna sjú'kdóma. Nýlega
hélt hann fyrirlestra á Sauðár-
króki og á Hóluvn ■' Hjaltadal, sem
hann nefndi: “Lifnaðarhættir og
heilsufar.” Var það mjög skörp
ádeila á mataræði íslendinga, sem
hann telur orsaka hnignandi
heilsufar. Má þar tíl telja ó-
hóflegt sykurát og kaffi, tóbaks
og vínneyslu. Einkum eru fyrir-
lestrar Jónasar og kenningar
fróðlegar og lærdómsríkar um
“sólarefnin” eða bætiefnín, sem
um hefir verið kent í nýjustu og
furðulegustu vísindagreinum.
Eins og getið hefir verið um
áður, brunnu s- 1. vetur tóvélar
þær, sem lengi hafa verið start-
ræktar á HalldórsstöðuVn í Laxár-
dal í Þingeyjarsýslu. Vélar þess-
ar voru orðnar yfir 40 ára gaml-
ar og var þó þess von, að þær
gætu enst enn um skeið. pær
voru smáar mjög og hentugar fyr-
ir heimilisiðnaðinn. Nú hafa Þing-
eyingar mikinn hug á að koma aft-
ur á fót tóvélum í sýslunni, en
ágreiningur hefir orðið um þrent:
Hversu stórt verkstæði skuli
reist Og -hvort það skuli vera rek-
ið í samvinnu eða hlutafélags-
grundvelli. í utanför sinni hef-
ir Hallgrímur Þorbergsson bóndi
á Halldórsstöðuin útvegað ti.lboð
um kaup á notuðum eða góðum
vélum fyrir lágt verð og var í gær
á fundi á Breiðumyri ákveðið að
taka tilboðinu, þó með skilyrðum,
svo óvíst er að saman gangi.
Magnús kaupmaður Sigurðsson
á Grund var 76 ára gamall 2. þ.m.
(júlíj. Gaf hann þann dag 20,000
kr. í sjóð, er verja skal til styrktar
sjúklingum á Heilsuhæli Norður-
lands, eftir að það er uppkomið, á
meðan liggja peningarnir á vöxt-
um í banka. Til þess að semja
skipulagsskrá sjóðsins valdi gef-
andinn þá séra Geir Sæmundsson,
Ragnar Ólafsson konsúl og Stein-
grím Jónsson bæjarfógeta. Ber
sjóðurinn nafnið Minningarsjóður
Magnúsar Sigurðssonar. Rausn og
myndarskapur Magnúsar á Grund
er fyrir löngu orðinn þjóðkunmir
og hér sýnir höfðingslund hans sig
í göfugmensku, sem verðskuldar
almeht þakklæti.—íslendingur.
Frá Islandi.
1 gróðrarstöðinni er nú verið að
gera tilraunir með 14 afbrigði af
gulrófum og 20 afbrigði af kart-
öflum. Hafa verið fengnar út-
s.æðiskartöflur af harðgerðustu af-
Gat ekki soíið.
En nú er öll ógleðin horfin
líkamskerfið komið í beta lag:
Sá sem þetta skrifar fær aldrei
nógsamlega þakkað meðalinu er
veitti honum heilsuna-
Mr. John WoodWard, P. T.
O., Lucan, Ont. skrifar:
“pað veldur mér ánæsju að
mæla með Dr. Chase’s meðul-
unum, einkum þó Nerve Food-
Eg þjáðist af neuritis árum
saman og ekkert sýndist gera
mér gott. Loks var tauga-
kerfið svo komið, að mér kom
tæpast blundur á brá, nótt eft-
ir nótt; verkirnir ásóttu lík-
maa minn, frá toppi til táar.
Eg hafði svo að segja gefið upp
alla von, er eg komst í kynni
fór að nota það meðal. Eftir að
hafa notað tuttugu öskjur, var
eg orðinn heill heilsu. Eg hefi
einnig ávalt við hendina Dr.
Chase’s Kidney-Liver Pills, 0g
síðastliðið ár, hefi eg aldrei
kent mér nokkurs meins ”
Dr. Chase’s Nerve Food, 50
cent askjan, hjá öllum lyfsöl--
um, eða Edmanson Bates og
Co., Limited, Toronto.