Lögberg - 25.10.1923, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.10.1923, Blaðsíða 6
ÆÍls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1923. Eg held því sem eg hef 6. Kapítuli. Við förum til Jamestown. pað /var snemma morguns er við lögðum af stað ríðandi til Jamestown. Eg reið á undan og frú Percy sat fyrir aftan mig á hnakknum. Diccon reið á eftir á brúnni hryssu. Negra- stú]kuna og vopn mín hafði eg sent með bát. Að ríða góðu mhesti gegnum græna skóga á fögrum morgni er skemtilegt. Daggardroparn- ir voru sem demantaraðir á hverjum kvisti og það rigndi *gimsteinum yfir okkur af votum lauf- unum, sem við ýttum frá okkur. Hestarnir stigu mjúklega á buskana, mosann og grasið mjúkt og grænt. Dýr stóðu álengdar og horfðu á okkur ;óteljandi fuglar sungu, íkornar tístu, bíflugur suðuðu og sólin helti gullnu geislaflóði niður í gegnum laufið fyrir ofan okkur. Frú Jocelyn Percy var kát og lék á alls oddi. pað voru nú liðnir fjórtán dagar síðan eg hafði séð hana fyrst og eg hafði orðið var við þréfalt fleiri skapbrigði hjá henni en dagarnir voru. Hún gat verið glaðleg og blíð eins og vormorgun, heiftúðug eins og þrumuveðrið, dul eins og rökkr- ið og tignarleg eins og nóttin. Hún bjó yfir ó- teljandi skapbrigðum. Og hún gat verið opin- ská eins og barn, án þess að segja manni nokkurn hlut. pað átti við skap hennar þenna morgun að vera Ijúf og þýð. Diccon stökk af baki víst tíu sinnum á klukkustund til þess að ná í blóm, sem hún benti á með hvítum vísifingrinum. Hún fléttaði krans úr blómunum og setti hann á höfuð- ið á sér; hún fylti kjöltu sína með tágum af vafningsviðinum, sem var hvarvetna á vegi okk- ar, og litaði fingur sína og varir með leginum úr berjunum, sem Diccon færði henni; hún hló að íkornunum og skógarhænunum, sem skutust yfir veginn, að kalkúnunum, sem við riðum fram á og að fiskunum, sem stukku upp úr vatninu í lækjunum; hún hló að gamla Jacob og sonum hans, sem ferjuðu okkur yfir Chickahominy ána. Hún vildi skoða byssuna, sem eg var með, og eitt sinn eer við riðum gegnum opið rjóður í skóginum og sáum örn sem sat á visnuðu furu- tré, heimtaði hún pístólu mína. Eg losaði hana frá belti mínu og fékk henni hana hlægjandi. “Eg skal borða alt sem þú drepur,” sagði eg. Hún miðaði. “Við skulum veðja,” sagði hún. “pað eru til skrautgripasalar í James- town? Ef eg hitti, verður þú að kaupa mer perluband á hattinn minn.” “Tvö,” sagði eg. Hún skaut og örninn flaug upp með grimd- arlegu öskri. Tvær eða þrjár fjaðrir komu niður. Doccon færði henni þær. Hún benti sigri hrósandi á blóðbletti, sem voru á þeim og sagði. “pú sagðir tvö!” Sólin hækkaði á Iofti og það hitnaði í veðr- inu. Hún hætti að veita eftirtekt blómskrúð- inu og dýrunum. í staðinn fyrir hlátur heyrð- um við stunu og andvörp yfir því hvað leiðin væri löng; tágarnar ultu niður úr keltu hennar og hún tók hálfvisnaða kransinn af höfðinu á sér og fleygði honum. Hún var hætt að tala og smá msaman fann eg höfuð hennar leggjast fastara og fastara á herðarnar á mér. ‘Frúin er sofnuð,” sagði Diccon fyrir aftan mig. “Já”, svaraði eg, “og hún mun reyna að leðurbrynja er ekki mjúkur koddi. Líttu eftir henni, að hún detti ekki af baki.” “Pað er þá bezt að eg gangi með hesti þínum,” sagði hann. Eg kinkaði kolli og hann fór af baki, fleygði beizlistaumnum yfir handlegg sér og gekk við hlið okkar með hendina á hnakkdynunni. Tíu mínútur liðu, og eg horfði um öxl mér helminginn af þeim tíma. Svo kallaði eg snögglega: “Diccon.” Hann hrökk við og sagði: “já, herra minn. Hann var dökkrauður í framan. “Hvernig væri að þú horfðir á mig, til að breyta um?” sagði eg. “Hvað er langt síðan Dale kom, Diccon?” “Tíu ár.” “Við fórum yfir eng nokkurt og framhjá tré, sem þar stendur, “áður en við komum til Jamestown, sagði eg.” Manstu eftir því sem skeði þar fyrir nokkrum árum?” “Já, því gleymi eg aldrei. pú bjargaðir mér frá því að verða píndur á hjóli.” “Pað var búið að binda þig á hjólið og það átti að brjóta í þér beinin fyrir drykkjuskap og aðra óreglu. Eg bað Dale að hlífa þér, sökum þess eins, að eg held, að þú hafir verið hesta- sveinn í gömlu herdeildinni minni á Niðurlöndum. En það veit guð, að líf þitt var varla þess vert að því væri bjargað.” “Eg veit það, herra.” Dale vildi ekki láta þig sleppa alveg, hann vildi selja þig í þrældóm. Og það var vegna þrábeiðni þinnar að eg keypti þig. pú hefir þjónað mér svona í meðallagi síðan; þú hefir sýnt litla iðrun yfir áður drýgðum syndum, og betrun þín hefir verið ennþá minni. * pú varst fæddur syndaselur og syndaselur verður þú til daganna enda. En við höfum lifað og veitt, barist og særst saman, og eg held að okkur sé vel, hvorum til hins, svona á okkar hátt Eg hefi látið margt fara fram hjá mér, hefi haldið hhfskildi fyrir þér, ef til vill í mörgu. En í staðinn hefi eg krafist eins af þér, og þú hefðir ekki látið það í té„ þá hefði eg komið þér í hend- umar á einhverjum öðrum, sem er líkur Dale.” “Hefi eg ekki ávalt látið það í té, húsbóndi góður ?” “Jú, til þessa. Taktu hendina af hnakk- dýnunni þaraa, réttu hana upp og hafðu eftir mér þessi orð: “pessi kona er húsmóðir mín, og mér ber að hafa hana í heiðri. Eg á hvorki að horfa á andlit hennar né kyssa á hönd hennar. Haldi eg ekki sjálfum mér hreiijum af öllu ó- sæmilegu athæfi gagnvart henni, þá sé það, sem húsbónda mínum þóknast að gera við mig, guði þóknanlegt!” Hann roðnaði f raman. Eg sá hann smá- sleppa takinu með hendinni. Seinlæti í að hlýða er skylt uppreisn,” mælti eg í ströngum róm. ”Œtlaí þú að gegna eða ætlar þú ekki að gera það?” Hann lyfti upp hendinni og endurtók orð mín. “Styddu hana nú aftur,” skipaði eg og reið áfram og hafði ekki augun af veginum fyrir framan mig. Eftir að við höfðum ferðast áfram eina mílu, hreyfði íiún sig og lyfti höfðinu frá herðunum á mér. “Erum við ekki enn komin til James- town?” stundi hún hálfsofandi. “Œ, þessi enda- lausi skógur! Mig dreymdi, að eg væri á fugla- veiðum í Windsor. Og svo alt í einu var eg orðin að fugli og var komin hér í skóginn. Og eg var ánægð af því eg var frjáls. En þá kom valur og hélt mér í klónum, og eg varð aftur eg sjáf og valurinn varð — Œ, hvað er eg að segja: eg er að tala upp úr svefninnm Wttoi- «r ag syngja?” pað var satt, út úr skóginum fyrir framan okkur, og ekki nema svo sem steinsnar í burtu, heyrðist styrk og djúp rödd sem, söng: “pað var á sælum sunnudegi, er sólin reis af næturblund í meyjahóp það sannast segi — eg svásum gekk í skógarlund.” Bráðum grisjaði fram úr trjánum fyrir fram- an okkur og við komW fram í ofurlítið rjóður, þar sem söngmaðurinn var. Hann lá á bak- inu í mjúku grasinu undir eik, með hendurnar undir hnakkanum og horfði upp í heiðblátt lofó 5 milli greinanna. Fætur hans voru krosslagðir og á hnénu sat íkorni með hnotu í klónum, en fimm eða sex aðrir léku sér utan um hann eins og kátir kettlingar. Skamt þar frá var gam- all grár hestur á beit, magur og fótaveikur; það mátti telja í honum hvert rif. Hnakkur og beizli hengu á grein á tré. Söngmaðurinn hélt áfram að syngja:— “par tók nú að grána gamanið. Hann giratist að taka hana saman við. Hún kvaðst engum karlmanni treysta. pá kvað hann: þín enginn réð freista.” “Góðan daginn séra minn!” kallaði eg. “Ertu að ærfa sálmasöng fyrir næsta sunnudag?” Séra Jeremías hristi af sér íkornana og stóð á fætur og kom til okkar ófeiminn. “petta er bara barnaleikur,” sagði hann og veifaði hendinni, hégómlegar bögur, gamlir hús- gangar, sem mér duttu í hug hérna í skóginum í góða veðrinu. Hefðuð þið komið ofuriítið fyr eða seinna, þá hefðuð þið fengið að heyra nítugasta Davíð sálm. Góðan daginn frú mín góð. Eg hlýt að hafa verið að syngja þetta vegna þess að sjálf vorhátíðar drotningin var á ferðinni.” “Ertu á leið til Jamestown?” spurði g. “Komdu og ríddu með okkur. Diccon söðlaðu hestinn prestsins.” “Söðlaðu hann ef þú vilt, vinur minn,” sagði séra Jeremías, “því við erum báðir búnir að hvíla okkur nógu lengi. En eg er hræddur um að eg geti ekki fylgst mtð þessum skyndilegu samferðamönnum. Við erum nefnilega báðir gangandi, hesturinn og eg.” "Hann endist ekki lengi eftir þetta,” sagði eg og leit á klárinn; en svo erum við ekki langt frá Jamestown og hann lifir þangað til við kom- um þangað.” “Eg keypti hann af frönskum manni, sem á heima fyrir neðan Westovér,” sagði hann. “Hann var ríðandi á honum og barði hann áfram með kylfu, því að vesalings skepnan komst 'ekkert áfram. Eg sló herra Crapand svo hann lá, og svo fórum við að semja. Hann vildi ná í peninga mína, en eg vildi fá krárinn. Síðan höfum við labbað saman, því eg gat ekki fengið af mér að setjast á bak honum. Hefir þú lesið dæmusögur Esóps, kafteinn Percy?” “Eg man eftir sögunni um manninn dreng- inn og asnann,” svaraði eg. “pað fór illa fyrir asnanum á endanum. Ení hættu nú þessu fjasi og stígðu á bak þeim gráa.” “Nei, eg geri það ekki, kafteinn Percy,” sagði hann brosandi. “pað eru mikil vandræði, að jafn smá og aumingjaleg sál og sú sem eg hef, skuli eiga heima í jafnstórum líkama og minn er. Ef eg væri lítill vexti og jafnvel þó eg væri ekki þyngri en þjónninn þinn þarna —” "Heyrðu, Diccon,” sagði eg, “láttu prestinn frá hryssuna, og farðu á bak hans hesti og láttu hann koma a eftir til bæjarins í hægðum sínum. Ef hann getur ekki borið þig þá getur þú teymt hann.” pað glaðnaði yfir séra Jeremíasi. Hann steig á bak, tók í taumana og lét þá brúnu fara á kostum um grundina af eintómri ánægju. “Farðu variega með aumingja skepnuna, vinur minn, kallaði hann til Diccons, sem vsr mjög ólundarlegur á svipinn í meira lagi “Komdu með hann í hægðjm þínam og Jrildu hann eftr- hjá Bucke, nálægt kiricjunni.” “Hvað gerir þú í Jamestown?” spurði eg um Irið og við rði m irn í mvrkai fun’skóg. “Mér v; r sagt að þ úhefðir f rið v\ Henricus, til þess að hjálpa Thorpe til þess að kristna In’dí- ánana.” “Já,” svaraði hann, “eg fór þangað. Eg var kallaður — já, eg er viss um að eg var kall- aður. Eg skoðaði sjálfan mig sem reglulegan postula heiðingjanna. Eg fór heila dagleið frá Henricus inn í óbygðirnar og hafði engan með mér nema dreng til þess að túlka fyrir mig. Eg kom í Indíánaþorp og safnaði íbúunum þar sam- an og settist niður á hól og fór að útskýra fyrir þeim fjallræðuna. iMér fanst mikið til um það hvað þeir voru alvarlegir á svip og hvað vel þeir tóku eftir því, sem eg var að segja, og eg var farinn að gera mér miklar vonir um sáluhjálp þeirra. pegar biblíulestri mínum og prédikun var lokið, stóð einn af öldungum þeirra á fætur og hélt langa ræðu. Eg skildi hana ekki vel, en eg hélt að hún gengi í þá átt að bjóða mig vel- kominn og þakka mér fyrir komu mína og friðar- og kærleiksboðskapinn, sem eg flutti. Hann bt'5 mig að bíða hjá þeim og vera viðstaddur einhverja skemtun, sem eg skildi ekki rétt vel í hverju væri falin. Eg beið og um kvöldið leiddu þeir mig með mestu viðhöfn út á völl, sem var í miðju þorpmu. par sá eg staur rekinn niður í jörð- ina og í kringum hann var hringur af logandi limi. Við staurinn var bundinn Indíáni, sem túlkurinn sagði mér að hefði verið hertekinn frá einhverjum Indíánaflokki fyrir ofan fossa, sem þeir áttu í ófriði við. Handleggir hans og fæt- ur voru bundnir með þvengjum, sem voru dregnir í gegnum skurði, sem höfðu verið skornir í gegn- um vöðvana; óteljandi furuviðarflísum var stung. ið í líkama hans, og á hverri þeirra logaði eins og smákyndli, og á hvirflinum á honum, sem var rakaður, var bundinn þunnur kopardiskur, sem var kúfaður með glóandi viðarkolum. Skamt þar frá var annar staur og annar hringur í kringum hann. Við þann staur var ekki búið að binda neinn og ekki heldur búið að kveikja í liminu. Eg skal segja þér vinur minn, að eg beið ekki eftir að sjá kveikt þare. Eg reif grein af eik og eg varð alveg eins og Samson m.. asnakjálkann. E" réðist á þessá Filistea og barði þá vægðarlaust. pað var ekk til neins að bjarga vesalingnum, en eg hefndi hans grimmilega á óvinum hans; þeír unnu fyrir gýg þegar þeir reistu upp seinni staur- inn og báru að honum lim, til þess að kynda þar sinn helvítLeld. Loksins fleygði eg mér í ána, sem þetta bölvaða þorp stóð við, og komst í burt heill á húfi. Næsta dag fór eg til Georgs Thorpes og sagði af mér prestskapnum. Eg sagði honum að okkur væri hvergi boðið, að prédika fyrir djöflum; og að næst þegar Félagið væri tilbúið að heimsækja þá með blýji og stáli, þá mættu þeir reiða sig á mig. Svo fór eg nið- ur á til Jamestown og þegar eg kom þangað, var séra Bucke fárveikur. Loksins var farið með hann upp á, til þess að vita hvort honum batnaði ekki við loftlagsbreytinguna; og, og þar sem ekki var um neinn annan að ræða, báðu þeir, landstjórinn og kafteinn Wiset mig um að vera kyr og taka að mér að þjóna hinum hirðulausa söfnuði.” “Hvar ætlar þú að dvelja í Jamestow?” “Eg veit það ekki,” svaraði eg. “Bærinn verður fullur af fólki, og gistihúsið er enn ekki fullgert.” “Hvað er á móti því, að þú komir til mín?” spurði hann. pað er enginn í prestshúsinu nema eg og húsfrú Allen, sem er ráðskona þar. pað eru fimm stór herbergi í húsínu og góður garður í kringum það; þó að reyndar trén skyggi helst til mikið á húsið. En ef þú vilt koma og lofa sólinni að skína þar — hann hneigði sig fyr- ir konu minni og brosti — þá skal eg vera þér þakklátur.” Mér geðjaðist vel að þessu ráði hans. Prests- húsið var bezta húsið í borginni, að undanteknum húsum landstjórans og West. pað var líka af- vikið, af því það stóð á stórri lóð og ekki fast við strætið og eg vildi vera út af fyrir mig. Húsfrú Allen var rólynd og laus vð forvitni og mér geðj- aðist vel að séra Jeremíasi. Eg tók því gestrisnisboði hans og þakkaði honum fyrir. Hann bandaði hendinni á móti þakklæti mínu og fór að hæla frú Percy, sem lét sér þóknast að 'vera þýð í viðmóti við okkur báða. Við vorum vel ánægð með heiminn og okkur sjálf um stundarsakir og héldum áfram gegnum sólskin og skugga, sem skiftust á, glöð eins og fuglarnir í skóginum. Fyr en okkur varði vor- um við komin á nesið og riðum yfir það. Borgin blasti við okkur. Fyrir okkar ytri sjónum var hun ekkert annað en fatæklegt þorp; en fyrir sálarsjónum okkar var hún vígi hvítra manna á vesturhveli jarðarinnar; frækornið sem stórborg- ir áttu að vaxa upp af; barnið nýfædda, sem með tímanum átti að verða jafnoki foreldra sinna að vexti, styrkleika og fegurð. pannig leit eg, á- samt nokkrum öðrum,. bæði í Virginíu og heima á húsakofana, kirkjuræfilinn og vígisgarminn. Og eg elskaði blettinn þar sem menn höfðu þolað svo margar þrautir og lifað við svo litla gleði. pessi blettur var þegar orðinn þyrnir í holdi Spánar, og það út af fyrir sig bætti upp allar þrautir og erfi iði nýbyggjarlífs okkar. En svo voru aðrir til sem að eins sáu, hvað fátækleg og snauð borgin var, sáu að einsi hvað hún var varnarlaus og á hve miklu reiki alt var þar; sáu óhollnustuna, fæð íbúanna og fjölda grafanna. peir fundu þar hvorki gull né græna skóga, en komust að raun um, að þeir yrðu að neyta brauðs síns í sveita síns andlitis. ■ Og þeir mistu kjarkinn undir eins og annað hvort dóu af eintómum ves- aldarskap, eða fóru veinandi heim aftur til Fé- lagsins með alls konar raunasögur. Warwick lávarður sá um að þessar sögur bærust til eyrna hans hátign konunginum, og það kom bæði ný- lendunni og félaginu í ónáð hjá honum. „V? Jomum að víggirðingunni og fundum hiiðin bæði galopin óg enga verði. “Hvar er fólkið?” spurði séra Jeremías undr- andi, er við riðum eftir strætinu. “Já, hvar var fólkið? Húsin stóðu opin báðumegin við % t ✓ • . 1 • timbur, fjalviðui af ölluin Nyjar vorubirgöir tegundum, ge rettur og au konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Korrið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðu að sýna þó ekkert sé keypt The Empire Sash & Door Co. -------------- Limitorl HENRY 4VE. EAST - WINNIPEG götuna, en það leit ekki nokkur lifandi mann- eskja út úr þeim og enginni stóð hinkrandi í dyr- unum. Ferhyrningurinn milli húsanna var mannlaus; það voru engar konur við brunninn, t-ngin börn að þvælast fyrir hestafótunum, eng- inn starandi hópur fyrir framan svartholið og gapastokinn, enginn vörður fyrir framan hús landstjórans — í stuttu máli, það sást ekki nokk- ur sál, hvorki há né lág, nokkurstaðar í bænum. "Hafa allir flutt sig burt?” hrópaði séra Jeremías. “Eru allir farnir til Croaton?” “peir hafa þá skilið einn eftir til að segja fr áþví,” sagði eg, “og hér kemur hann hlaup- andi.” 7. Kaítuli. Maður kom hlaupandi eftir strætinu. “Kap- teinn Ralph Percy!” hrópaði hann. “Húsbóndi minn- sagði að, það væri þinn hestur, sem væri að koma yfir nesið. Landshöfðinginn skipar þér að koma undir eins.” “Hvar er landstjórinn? Hvar er alt fólk- ið,” spurði eg. “Við vígið. pað eru allir þar, eða á árbakk- anum fyrir n-eðan. ó, herrar mínir, þetta er hörmungadagur fyrir okkur alla.” e “Hörmungadagur!” hrópaði eg. Hvað er að?” Eg þekti manninn, hann var einn af þjónum yfirforingjans og álíka hugaður og frakkneskur herbergisþjónn. Hann var alveg utan við sig af -hræðslu. “pei reru búnir að skipa sér á fallbyssurnar!” sagði! hann í skjálfandi róm. Guð komi til hvað er hægt að gera með fáeinum smáfallbyss- um á móti þeim?” “'Móti hverjum?” “peir eru að fá öllum spjót og sveðjur. Œ, æ, eg verð veikur í hvert skifti sem eg sé kalt stál.” Eg dró rýting minn úr sliðrum og brá honum fyrir framan hann. “Verðurðu veikur af því? pú skalt verða veikari, ef þú talar ekki svo að maður geti skilið þig.” ^ Hann hrökklaðist undan og það var rétt eins og augun ætluðu út úr höfðinu á honum. “pað er stórt skip,” sagði hann, “ákaflega stórt skip! pað hefir tíu stórar fallbyssur auk annara smærri og vopnaða menn og morðingja.” Eg þreif í treyjukraga hans og hristi hann þangað til hann- gat ekki staðið á fótunum. “Og það var prestur á skipinu,” stamaði hann út úr sér um leið og eg slepti honum. Á morg- un um þetta leyti verðum við allir á pínubekknum og svo verðum við settir á galeiður.” “pað eru þá Spánverjarnir loksins,” sagði eg. “Komdu!” pegar við komum niður á árbakkann fyri’ framan vígið fundum við að þar var alt í upp- námi. Hliðin á víggirðingunni voru opin og út og inn um þau streymdu ráðunautar, þingmenn og yfirmenn varðliðsins, en alþýðan stóð á bakkan- um fyrir neðan. par voru landeigendur, Smiths menn og Dales menn, leiguliðar, þjónar. konur og börn- ásamt lietlu haukunum, sem við fluttum inn árið áður, svertingjar, Paspahegh- Indíánar, frakkneskir nýlendumenn, hollenzkir viðarsagarar og ítaiskir glergerðarmenn. Allir voru á hlaupum fram og aftur, allir töluðu í einu og allir horfðu niður eftir ánni. Við og við heyrðust orð eins og “Spánverjarnir!” “rann- sóknarrétturipn!” oð “galeiðurnar!” innan um orðaskvaldrið. petta voru orðin, sem tíðast heyrðust þá, ef ókunnugt skip sást. En -hvar var spánsk-a skipið ? Á ánni fast við bakkann voru margir smðbátar og ferjur af ýmsu tagi og utar sáust sigluhrén á skipinum Iruelove, Due Retura og Tiger, sem þá voru í höfn. Af þessum skipum var Due Return stærst, áttatíu smálestaskip. Á skipunum voru hásetamir á hlaupum fram og aftur og yfirmennimir hróp- uðu skipanir sínar. En þar sást ekkert annað skip, hvorki kaup skip né herskip með þrjár rað- ir af gapandi fallbyssukjöftum og gula flaggið sem við hötuðum af heilum huga. Eg stökk af baki og skildi eftir hest minn hjá Mrs. Percy og séra Sparrow og flýtti mér til vígisins. Um leið og eg gekk inn fyrir víg- girðinguna, heyrði eg nafn mitt nefnt. Eg leit við og sá hvar herra Pery kom og beið eftir hon- um. Hann var móður og másandi og glaðlega andlitið á honum var mjög rautt, “Eg var hinumegin við nesið,” s-agði hann, “þegar eg fékk fréttirnar. Eg hljóp alla leið og er orðinn móður. Hér er ekkert gaman á ferð- um.” “pað er víst eitt gabbið enn þá,” sagði eg. Við höfum ekki svo sjaldan hrópað: “Spánverj- amir er komnir”!” “En nú er úlfurinn kominn,” svaraði hann. “Davies sendi ríðandi mann með fréttiraar frá Algemon. Hann fór fram hjá skipinu og sá að það er feykilega. pað er logninu að þakka, að það hefir ekki komið að okkur óvörum.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.