Lögberg - 21.02.1924, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.02.1924, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON Athugiö nýja staSinn. KENNEDY BL9G. 317 Portage Ave. Mót Eatoa 35. ARGANGUR Helztu heims-fréttir Canada. Búist er við að meginþorri námumanna í héruðunum um- hverfis Sidney* og Cape Breton í Nova Scotia muni taka upp vinnu innan fárra daga. Menn þessir gerðu verkfall fyrir nokkru sök- um þess, að eigendur námanna ékváðu að lækka kaup þeirra. Síðasliðinn laugardag voru sjö lögregluþjónar í Moo.se Jaw, Sask, teknir fastir og sakaðir um stór- kostlegan þjófnað úr búðum víðsvegar um bæinn mest þó frá Robinson - MoBean verslaninni. Tveir lögregluþjónar í viðbót eru grunaðir og iþykir líkl'egt, að þeir verði þá og þegar teknir 1 varð- hald. Á heimili eins lögreglu- mannsins, er Reymond nefnist, fundust ógrynnin öll af stolnum vörum, mestmegnis fatnaði. Fám mínútuvn eftir að sjömenningar þessir höfðu verið hneptir í varð- hald lét lögreg’.ustjóri Johnson í samiráði við lögreglúnefndina, kveðja til fundar við sig alla hina aðra lögregluþjóna, hvort heldur þeir voru á strætum úti eða heima hjá sér, til yfirheyrslu í sam'bandi við þetta fágæta hneykslismál, er vakið hefir þegar einsdæma um- tal og efti'rtekt um landið þvert og endi'langt. Fimm vopnaðir illræðismienn í bifreið, ruddust inn í tvær sölu- búðir í Toronto síðastliðið laug- ardagskveld og námu á hrott $200 úr annari en 75 cents úr hinni' Stukku þeir síðan upp í hifreiðina, og hefir ekkert spurst til þeirra síðan. Framkvævndastjóri þjóðeigna- brautanna — Canadian National Railways, hafa kvatt tiil fundar í Ottawa í þeim tilgangi, að ræða um og gera tillögur um eftir- launamál þeirra 'manna, er í þjón- ustu téðs járnbrautakierfis vinna. Eiga þar htlut að máli rúmar hundrað þúspndir manna. peir, ®em aðallega standa fyrir máli þessu, eru Graham A. Bell að- stoðarjárnbrautarráðgjafi, Thom- ns Moore, forseti hinna samein- uðu verkamannafélaga í Canada, 3V. D. Robb, einn af framkvæmd- anstjóiru'm iþjóðeignakerfisins, og E. D. Finlayson aðstoðarfjár- málaráðgjafi. Tillögur fundarins 1 hvaða formi og hvers efnis sem eru, verða að öðlast isamþykki sambandsþingsins áður en þær geta gengið í gildi. Netfnd sú, er fyrir hönd isam- bandsstjórnarinnar hefir ver- tð að rannsaka vinnuskilyrði og ;'aunakjör þeirra manna, er vinna hjá Britiish Empire stáliðnafélag- inu að Cape Breton, Nova Scotia hefir lo.kið starfi, og leggur til að launakjörin vterði talsveirt bætt °g vinnutíminn styttur frá því, sem nú er. Tjáir nefndin sig hlynta átta stundavinnutíma og v>n láta banna með lögum lengri vinnutíma í þessari iðngrein, en tiu stundir á dag. Hinn 16. þ. m. lcom upp eldur l Sidney námunum í Nova Scotia, er orsaikaði tvö hundruð þúsund úala eignatap. Manntjón varð þar Þó til allrar hamingju ekkert. Mál Delorme prests í Montreal, þess er sakaður er um að hafa uiyrt til fjár hálfbróður sinn Paul Paoul, kemur fyrir til nýrrar lannsóknar einhvern hinna næstu aga. Málafærslumaður verjanda Allan Germain K. C„ hefir kraf- lst þess að meiga leiða mörg ný vitni í málinu. ið, en Mr. Monte. U'mmæli blaðs- ins eru á þessa leið: „Sir Henry Thornton virðist hafa orðið fult eins vel ágengt og flestum öðrum, að því er við kemur stjórn þjóðeignabrautanna ef e’kki í raun og veru langt um betur. Hin stórkostlega breyting til hins 'betra, sem orðið hefir á fjárhag kerfisins síðastliðið ár, er auðvitað mikið að þakka hin- um auknu kornflutningum. En hinu má jafnframt ekki gi’eynia, að hin stórkostlega lækkun rekst- urskostnaðarins, er beinllnis verk Sir Henry Thornton. Vér erum þeirrar skoðunar að áður en langt um líði muni hin canadiska þjóð standa í hreint ekki .svo lítilli þakkarskuld við Sir Henry Thorn- ton.“ Bændablaðið Farmers Sun, sem gefið er út í Toronto, flutti nýlega ritstjórnargrein, þar sem það skorar á stjórnina, að útnefna sem allra fyrst sendiherra í Washington. Sextíu 'þúsund dala fjárvteiting til embœttisins, hef- ir staðið á fjárlögum sambands- stjórnarinnar undanfarandi þing. Sttörfum Manitoba þingsir.s skiíar áfram sæmilega vel og má yfirleitt heita að alt fari þar fram með friði og spekt. Um lög- gjafarnýfæli er þar tæpast að ræða, nema ef vera skýldi frum- varpið ium samsteypu búnaðar- skólans og háskóla fylkisins. J. A. Machray Ihefir verið end- urkosinn forseti Rauðakross fé- lagsskaparins í Manitoba. Hon. Herbert Greenfield stjórn arfoimaður í Alberta, hefir lýst yfir því, að þingfararkaup fylkis- þingmanna verði ekki lækkað úr því, sem er. Laun þingmanna eru $2000 um árið. Hreinn ágóði af raforkukerfi Winnipegborgar á árinu 1923 hef- ir numið $142.160. Eignir kerfis- ins eru sagðar að vera $17,681,828 22 virði. Fregnir frá Ottawa láta þess getið að vöruflutningar frá Can. hafi í síðustu tíu mánuðina auk- ist um $187,067.854, borið saman við tilsvarandi tímabi'l í fyrra. Bandaríkin. Senator Hiram Johnson Re- publican frá California og einn þeirra mörgu, er eftir forsetaút- r.efningu sækjast, hellir isér yfir Ooolidge forseta hvar sem tæki- færi geftst og notar Teapot Dome olíuhneykslið og sitt'nvað fleira að vopni. Gerist hann harð- orður mjög í garð hinna “fáu út- völdu’’ og hygst að afla sér þar með fylgis bænda og verkamanna. iEins og þegar er kunnugt þver- neitaði Coolidge að láta þá Den- by flotamálaráðgjafa og Daugher- ty dómsmálaráðgjafa segja af sér, þrátt fyrir iþað þótt nöfn þeirra beggja væru alvarlega dregin inn í olíufarganið. Slflct tiltæki forsetans telur Senator Johnson óverjandi með öllu. Því jafnvel þótt þeiir yrðu ekki í strangaf^tá lagaskilningi fundnir sekir, þá sé hitt þó víst, að þeir séu ekki stöðu -sinni vaxnir og njóti .ekki lengur trausts þjóðar- innar. Þingmenn Republicana flokks- ins, þeir er sæti eiga í fjárlaga- nefnd þjóðþingsins í Washing- ton mæla með því, að tekjuskatt- ur einstaklinga fyrir árið 1923, verði lækkaður um 25 af 'hundr- aði. Hon. Rudolf Monte, einn SUöfunum í stjórnartíð í e>ghen flutti fyrir slkömm \‘ ^lagsskap afturhaldsm °ntreal, þar sem hann úl ^amkvæmdastjórn þjó ra«tanna — Canadian N ^auways, einkum þó forse jr Ienry Thornton, er han jCÍI,fnnars í lítilsvirðingi pf-ðl. “átJending.” ávalt^w- °ttawa -Tou'ma hefir fylgt íhaildsflc - ggilega að málum og ger ,ltur nokkuð öðrum augum Senatið hefir samþykt i einu hljóði þíngsályktunartillög Sena- tor Walsh frá Montaná, er skor- ar á forsetann að fyrirskipa máls- höfðun gegn lolíukonungnum Doheny og iSinclair og fá leyfi þeirra til námaréttindanna ógilt af dómstólunum. Sama tillaga var afgreidd óbreytt frá neðri mál- stofunni. Coolidge forseti hefir skipað þá Owen J. Roberts frá Philadelph- ia og fyrrum senator Atllee frá Ohio til þess að rannsaka oliu- hneykslið alræmda fyrir stjórnar- innar hönd. Báðir eru menn þess- ir þjóðkunnir lögfræðingar. Hinn fyrnefndi Republican, en sá síð- arnefndi Demokrat. Stjórnmálaflokkur isá í Banda- ríkjunum, eir Peoples Progressive Party nefnist, hélt nýlega flokks- þing í Omaha, Nebraska, og út- nefndi þar sem forsetaefni sitt við næstu kosningar, R. R. Point- er frá Dearborn í Michiganríki en til varaforsteta Roy M. Harrop frá Omaha. Caesar Cagle, einn af röggsam- legustu eftirlitsmönnum vínbanns laganna í Williamson héraðinu, hefir nýlega *verið skotinn til dauðs, er hann var að reyna að hafa hendur í hári nokkurra al- ræmdra vínsmyglara. Þau hin amerísku herskip, er send voru nýlega til Mexico, hafa fengið skipun fná flotamálaráðu- neytinu um að dvelja í Ver.i Cruz höfn fyrst um sinn, því eigi sé örgrant ntema til þeirra þurfi að taka iþá og iþegar. Kona ein, Mrs. Helen Barret, í Rochester, iN. Y. hefir nú lok:ð við nýja þýðingu guðsjallanna úr frummálinu. Er hún fyrsta kon an sem biblíuþýðingu hefir haft vmeð höndum. Mr. Fall, fyrrum innanríkis- ritari í ráðuneyti Warren G. Hard- ings, sá er sagður er að hafa ver- ið manna mest viðriðinn Teapot Dome olíuhneykslið- í félagi við Sinclair olíufcóng, liggur veikur á sveitaheimili sínu í Texes. Eignir New York ríkis voru hinn 31. desember síðastliðinn metnar á $36,986,638.000. Hefir auðlegð ríkisims aukist um 47 af hundraði isíðan 1912. iFlotamála ráðgjafi IBandaríkj- anna, Denby, hefir neyðst til að segja af aér, út úr olíuhneykslinu. Aðstoðar ráðgjafinn, Mr. Roose- velt, efir tilkynt Coolidge foriseta, að hann einnig sé viiljugur til að láta af embætti, en undirtektir forsetans eru enn ekki heyrin- kunnar. tapað hafa heilsu, verði hækkuð það rnikið, að þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra, verði sóma- samlega borgið. Ýms brezk blöð »pá því, að verkamannastjórnin brezka muni falla áður en þingi slítur, og að kosningar rnuni fara fram í önd- verðu'm júnímánuði næstkom- andi. Herbert H. Asquith, leiðtogi frjálslynda flokksins á Bretlandi, hefir í þingræðu lýst yfir þvi fyr- ir hönd iflokks síns, að hann sé þakklátur MacDonald stjórninni fyrir að viðurkenna núverandi stjórn Rússlands. Lloyd George hefir tekið í sama streng, og telur viðurkenningu Rússlands fyrsta og þýðingarmosta sporið, stem stigið hafi verið, síðan friðar- samningarnir voru undirskrifað- ir í þá átt, að koma Evrópuþjóð- unum fjárhagslega á.laggirnar. Bretland. iprír af ráðgjöfum verkamanna- stjórnarinar á Bretladi, þeir Clynes Thomas og Henderson, hafa hlotið lávarðstign. Fregnir frá Bretlandi láta þeas getið, að Rockefeller stofnunin hafi nýlega gefið læknadeild há- skólans í Edinburgh fimtíu þús- undir dala. í síðastliðnu'm nóvembermán- uði námu innfluttar vörur til Bretlands eitt hundrað og einni miljón og fimm hundruð þúsund- um sterlingspunda. Er það 'mest- ur vöruinnflutningur síðan í janúaPmánuði 1921. Sir Horace Rumbold, fyrrum hendiherra Bretastjórnar í Con- stantinopel, hefir verið nýlega skipaður sendiherra á Spáni. Birkihenhead lávarður hefir enn á ný gert tilraun til að sameina gö'mlu þingflokkana, í þeim til- gangi að fella verkamannaráðu- neyti það, er Ramsay MacDonald veitir forstöðu. Allir þeir menn á Bxetlandi, er að uppskipun og afgreiðslu skipa vinna, hafa gert verkfall. Ástæð- an er «ú, að þeir krefjast hærra kaups og styttri vinnutíma. Ekk- ert skip, er til Bretlands hefir komið tvo síðustu sólarhringana, hefir getað fenglð afgreiðslu. Um leið og verkfallið hófst, hækkuðu vörur samstundis i verði.—Verka- manna ráðuneytið undir forystu stjórnarformannsins, Rt. Hon. Racnsay MacDonalds, hefir dreg- ið saman sjálfboðalið, það er að segja menn með flutningsbíla og önnur samgöngutæki, til þesis að útbýta vistum 'meðal þjóðarinnar, því járnbrautarþjónar hafa líka stofnað til verkfalls. “Meðan á verkfallinu stendur,” sagði stjórn- arformaðurinn í þingræðu, “verða utanríkismálin að liggja í lág- inni, því það isem þjóðinni ríður mest á, er að koma á iðnaðar og samgöngufriði heima fyrir.” — Líklegt þykir, að samningar muni takast þá og þegar, er leiði til við- unanlegra úrslita á báðar hliðar. Flotamála ráðuneyitið brezka, hefir tilkynt, að eftirlaun þeirra manna i þjónustu sjóhersins, er Hvaðanœfa. ■Hinn 15. janúar síðastliðinn andaðist norska skáldið góðkunna, Arni Garborg, sjötíu og þriggja ára að aldri. Noregur hefir veitt sovietstjórn- inni á ítússlandi fulla viðurkenn- ingu lögum samkvæmt. Látin er nýlega að Lenggvies í Bavaríu, María, fynrum stórher- togainna af Luxehbourg. Árið 1918 afsailaði hún isér völdum og fékk þau í hendur Charlotte syst- ur sinni. iFregir frá Róvnaborg hinn 15. þ. m. láta þess getið að all alvar- liegra jarðskjálftakippa hafi orð- ið vart á Dalmatíuströndinni, er orsakað hafi þó nokkuð tjón að Sebenico í Jugo-Slavíu. Stjórnarformaður Frakka Poin- care lýsti nýlega yfir því í þing- inu að svo firamarlega að pjóð- verjar greiddu ekki skaða- bótaféð, yrði stjórn sín neydd til að taka þrjátíu biljón franka lán, til iþess að geta haldið áfram að byggja upp hin niðurníddu héruð þar í .landi. Smjör og sólskin. pað hefir verið viðurkent fyr- ir löngu, að nýtt smjör gæti fljót lega skettist, ef það væri geymt innan um vörutegundir, er af sér gefa sterka 'lykt, svo .sem lauk, ost, tóbak og þvíumlíkt. Nú hefir það nýlega verið vísindalega sannað, að smjör skemmist til ’muna og tapi sínu eðlilega ljúf- fengi, ef að því kemst sólskin. pýzkur vísindamaður hefir eftir strang vísindal. rannsókn komist að þeirri niðurstöðu, að jafnvel allra besta tegund smjörs tapi míög gildi sínu, ef sólskin kemst að því, 'þó ekki væri ne*ma svo sem í tíu mínútur. í grein einni, er vísindamaður þessi ritar i blaðið Mölkerei Zeitung, ráðleggur hann almenningi að geyma smjörið á myrku'm stað og láta ekki aðra; birtu ná til þess, en dauf rauð eða: gul Ijós. Eigi vill hann að ismjör sé geymt undir gagnsæu gleri eins ogi nú eigi sér svo alment stað. Smjör-I kúpur eða diskar, sem notaðir eru á heimilum, ættu ávaílt að hafa rauðan. gulan §ða myrkgraénan lit-1 blæ, að því er mannl þessum segist frá. Smjör er svo verðmæt vöruteg- und, að ekki er ne'ma sanngjal-nt að krefjast þess að allrar varúðar sé gætt í sambandi við meðferð hennar. Dýrtíð er hér og hefir verið. Allar vörur eru enn í þessu háa verði. Húsaleiga er ennþá geysi- há, svo að fólk á erfitt með að standa í skilum og er því margur í vandræðum með húsnæði, og verður því oft að sætta sig við þau híbýli, sem eru bæði dýr og vond. Það liggur við borð að reisa hér tvö stórhýsi áður en langt um iíður. Annað þeirra er barna- skólahús hér í Reykjavík en hitt er landsspítalinn. Eg hefði fegin viljað segja að húsin ættu að vera þrjú, af því að við, ,sem er- um í Dýraverndunarfó’agi Is- lands þráum mjög að reisa starfs- stöð fyrir félagið. Starfsstöð sú ætti að vera gistihús bæði fyrir menn og skepnur og aúk þess vera hjúkrunarstöð fyrir iþær skepnur, er þurfa á sérstakri aðhlynningu ekningu að halda, elns og oft vill til hér, þar sem ferðamenn koma hingað til bæjarins langar leiðir mieð skepnur sínar. En starfsstöð þessi verður líkiega að sitja á hakanu'm, sakir fjár- skorts. Lóðin undir þetta hús hef- ir nú beðið í 9 ár eftir verka- mönnunum, verkamenni'mir hafa beðið eftir verkefni og verkefnið eftir peningum. Þetta kemur til af því, að við, sem beru'm þetta áhugamál fyrir brjósti, erum helst til snauð. Fð’agið stofnaði samskotasjóð fyrir nokkrum árum í því skyni að geta einhverntí'ma reist þetta hús. Stofnféð var 700 kr. Nefnd var kosin til að ganga fyrir aukningu sjóðsins, og eg varð svo óheppin að vera kosinn formaður nefndarinnar. Ef til vill hefir það verið rétt handa mér sakir þess að eg var meðal þeirra, er hrundu þessu máli af stað. Enda hefir mér verið ljúft að gangast fyrir iþessu áhugrmáli ■mínu, og um leið velferðarmáli þjóðar vorrar, og talið mér skylt að láta ekkert tækifæri ónotað. Hefi eg því ali’.mikið á mig lagt, og enda stundum gengið frá sjálfri mér, málefnisins vegna. Árangurinn hefir iþví 'miður eMci orðið að því skapi. Eg hefi víða leitað fyrir mér. Og þótt máli þessu hafi sumstaðar verið vel tekið, þá hefir það víða enga á- heyrn fengið. Hér á landi gengur seint að safna fé, enda er í mörg horn að líta og hart í ári oftast nær sakir dýrtíða'r og hins lága gengis krónunnar íslensku. Dálítið hefir þó safnast, þótt ennþá vanti mikið til þess að hús- ið geti komist upp. Eg hefi gerst svo djörf að leita fyrir mér um fjársöfnun vestahafs. En lítinn árangur hefir það borið, að und- anskildum merkishjónum, sem hafa gengið í Dýraverndunarfé- lagið okkar hér heima og sent mér IQO krónur til fé’.agsins. Ennfre'm ur hefir ein toona sent 20 kr. og einn maður 10 kr. Þykir okkur hér heima, siem þá andi hlýtt til okkar, er synir og dætur þjóðar okkar rétta okkur hjálparhönd, þótt langt sé milli landa. Það er ekki sáraukalaust að bcrjast fyrir mikilvægu málefni kærleikans og sjá hve því 'miðar lítið áfram, þrátt fyrir sífelda viðleytni af hálfu þeirra, er hafa kosið sér það hlutskifti að vinna að því meðan ilíf og heilsa endist. Eg var að vona að eg lifði það að sjá þessa starfsstöð rísa hér upp, áður en eg kveð þennan heim, en guð einn veit hvert slíkt verður. Eg er farin að verða vondauf um iþað, en sú von deyr þó aldrei, að almáttugur guð gefi á sínum tí'ma því kærleiksmálefni sigur, sem unnið er að í hans nafni. Og enn treysti eg því, að hann niuni jafnan vekja þessu velferð- j armáli upp hjálpar og styrktar- j menn meðal íslendinga austan ! hafs og vestan. Ingunn Einarsdóttin Bjarmalandi Reykjavík. Or bréfi. Tíðarfarið hefir verið frábæri- lega gott einkum hér á suður- landi. Síðastliðið sumar var blessunarríkt og ágæt spretta, sérstaklega á tiínurn og valillendi. Nýting var og mjög góð. Vetur- inn hefir og verið ágætur, iþað, se»m af er. Maður hefir varla orð- ið var við snjó. En öðru máli er það að gegna með sjóinn. peir, sem hafa stundað hann, hafa oft komist í hann krappan og ekki svo fáir farist, af því að stund- um hefir verið ærið stormasamt. William Butler Yeats. írska 6káldinu góðkunna, '^’illi- am Butler Yeats, hlotnaðist sá heiður á árinu liðna, að fá bók- mentalaun Nobels. Er hann fædd- ur í Sandy Mount skamt frá Dub- lin, 1865. Mun hann einna fræg- astur brezkra rithöfunda, þeirra er nú eru uppi, og þykir meistari í formi. Dulrænn blær einkenn- ir ritverk hans öll, enda mun hann hafa tekið írskar pjóðsögur sér til fyrir. mjmdar. Eitt af hans beztu verkum þykir ljóðabók isú, er “The Wind Among the Reeds” nefnist. Eru kvæði þessi í raun og veru spegill af hugsunarhætti hinnar írsku þjóðar, slípuð og héfluð eins og framast má verða. Bera þau vott um mannúð og hugsana hreinleik. Fyrir nokkr- úm árum tók Yeats að gefa sig við stjórnmálum og á nú sæti í efri málstofu hins nýja þjóðþings íra. — Hann er eldheitur ættjarðar- vinur og hefir sungið inn í þjóð- J ina manndóm og kjark. riesmaa. Þetta pláss í blaðinu fæst keypt NÚMER 8 Leikafmœli frúGuðrúnar Indriðadóttur. 1899-1924 Frú Guðrún Indriðadóttir. Mogunblaðið 15. jan 1924. í dag eru liðin 25 ár síðan er frú Guðrún Indriðadóttir kom fyrsta skiftið á leiksvið frammi fyrir almenningi. Mér eru nokkuð minnisstæðir þessir dagar fyrir 25 árurfi. Eg var þá leiðbeinari leikfélagsins, varði til þess þeim afgangstíma, se‘m eg hafði frá stöiTum mínum við Isafold. Þeir sem við leik fengust í Reykjavík, söfnuðu ekiki beinlín- is auð — ekki fremur þ£ en síðar. Leiðbeinari og helstu leikendur fengu 5 krónur fyrir leikkvöldið, og líkurnar voru heldur litlar fyrir þvi, að oftar yrði unt að sýna nokkum ileik, en 5 sinnum. Eg get þess í því skyni, að gera mönnum skiljanilegt, að fyrir held- ur litlu var að gangast fyrir þá, er ætluðu sér að ganga inn í þennan hóp. Nú stóð svo á. að leikfélagið hafði afráðið að fara að fást við amerískan leik, sem heitir, „Esmeralda". Það var í leikenda- hraki þá eins og oftar. Sérstak- lega vantaði í hlutverk ungrar stúlku. Einhver íhafði þá orð á því, að barnuing stúlka, fögur og af bestu ættum, hefði leikið í ein- hverjum smáleik í Goodtemplara- reglunni, og hefði farist það prýðii’ega. Unga stúlkan var Guðrún Indriðadóttir. Það þótti í meira lagi álitlegt, ef unt væri að fá þessa stúlku, og eg var send ur í bónorðsförina. petta bónorð sóttist nokkuð erfiðlega. Mér stendur það fyrir minni, að þegar ungfrúin að lokum batt enda á málið hei'ma hjá sér og lofaði að verða við tilmælum leikfélagsins, þá grét hún. Þetta var glæsiiiegur sigur fyr- ir hina ungu leikkonu. Allir luku upp sama munni um það, að þetta væri óvenjuleg leikbyrjun. Blóm- um rigndi yfir hana á leiksviðinu. Og þegar eg spurði hana daginn eftir, hvort hún sæi nú eftir því að hafa lagt í þetta, þá kannaðist hún við það, að það gerði hún ekki Okkur fanst stundum blöðin vera fremur gætin í lofsyrðum sínum um starf leikfélagsins. En þau voru ekki' í neinum vafa um þessa ungu stúlku. Lesendur Morgunblaðsins kunna að hafa gaman af að sjá. hvað þau sögðu. Eg set hér fyrir neðan ummæ'li þeirra. . . . Einkum er 3. þáttur leTk? þessa prýðilega leikinn, og ^kara einkúm fram úr Stefanía Guð- mundsdóttir sem oft endranær og eigi síður ungfrú Guðrún Ind- riðadóttir, er eigi hefir leikið fyr opinberiega. 'Getur eigi hjá því farið, eftir þessari byrjun, að þar sé efni 1 ágætan leikanda, sem hún er, (því hún hefir erfitt og vandasamt hlutverk, er hún leysti afbragðsvel af hendi. Voru þar ýmsir, er eigi þóttust hafa séð betur leikið erlendis en 3. þáttur i var leikinn yfirleitt, því að hinir ; leikendurnir iléku þar einnig mjög I vel." . . . | pessi voru ummæli ísafoldar I 21. jan. 1899: . . . „Esmeröldu siálfa leikur kornung stúlka (frk. Guðrún Ind- riðadóttir), er ekki hefir stígið fæti fyr á leiksvið, og tekst sýnu betur. en hér eigum vér að veni- ast af byrjendum, kann vel, leik- ur fjörlega og greinilega, og feimnislaust. (Björn Jónsson rit- aði dóminn sjái’fur) . Við vitum það allii* JReykvík- ingar, að ekki hefir framhaldið á leikstarfsemi frúarinnar staðio að baki byrjuninni. Hún hefir engum vonum brugðist. Mikill er sá sægur af hlutverk- um, sem ’nún hefir int af hendi á þessum 25 árúm. pau munu vera 60 til 70 eftir því sem hefi næst komist. Eg minni aðeins á nokk- ur þeirra: Esmeral’da í “Esmeröldu” Guð- rún og Heiðbláin í “Nýársnótt- inni“. Glory Quayle í “John Storm”. Lavender í “Lavender”. eftir Pinero. Signa í “Gjaldþroti” eftir Björnson. Rakel í "U'm megn“ eftir Björnson. Berseba í „Hrafnabjargarmærinni" eftir Wildenbruch. Ovidia í ,,Augum ástarinnar" eftir Bojer. Vita í „Hjálpinni" eftir Rosenberg. Brúðurin i „Brúðkaupsiicvöldinu" eftir Peter Nansen. Margrét í „Apanum“ eftir frú Hei'berg. Al- vilda í „Verkfallinú' eftir Edgar Höjer. Amelia í „Litla hermann- inúm“. Lára í „Æfintýri á göngu- för“. Hrafnhildu í „Höddu Pöddu’ eftir Kamban. Úilfhildur í “Skugg um“ eftir Pál Steingrímsson. Katia í „Sinnaskiftum" eftir Stepniak. Helga í “Stúlkunni frá Tungu” eftir Indriða Einarsson. Angelque í „fmyndunarveikinni", eftir Moliére. Hanna litla í „Himnaför Hönnu litlu" eftir Haupt'man. Katie í „Heidelberg, sem hún leikur í kvöld. petta eru al’t oingar istúlkur. Hún hefir líka leikið fullþrosk- aðar konur, og sum þau hlutverk af mikilli snild.*Eg minni á þess- ar: Frú Alving í “Afturgöngum" Ibsens. Hjördís í “Vikingunum á Hálogalandi” eftir Ibsen. Noi'ma í “Vér morðingjar eftir Kamban. Halla í “Fjalla Eyvindi’ eftir Jó- hann Sigurjónsson. Frú Sigríður í “Skipið sekkur” eftir Indriða Einarason. Frúin hefir sagt mér, að af þessum hutverkum hafi sér þótit vænst um að „fá að 'leika" frú Alving. pá hefir hún og leikið fáein drengjahlutverk. Eg 'minni á Spatz í “Trú og heimili” og Gvend í „Skuggasveini”, sem mér hefir ekki auðnast að sjá, en all- ir segja mér að hafi tekist með afbrigðum vel. Þá er enn eftir ein tegund hlut- verka, se'm ekki má gleyma. pað eru kerlingarnar, sem frú Guð- rún hefir sýnt okkur. Fyrsta iker- ling hennar mun hafa verið Ingi- ríður í “Lénharði fógeta“. Ingi- ríður segir ekki nema örfá orð, en eg varð gjörsamlega gagntek- inn af því, hvað þau fáu orð voru sögð af ásitríðuþrunginni list. Síðan man eg eftir að við hafa bæst af þessari tegund, Amman í „Tengdapabba" eftir Gejerstam. Snjólaug í “Lénharði fógeta" Engilráð í “Bónorði Semings” eft- ir Pál Steingrímisson, og síðast en ekki síst Þura í „Tengdamö'mmu" eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Frú Guðrún veitir nú Leikfé- laginu forstöðu. Aðstaðan er í öllum efnum afar örðug: húsnæð- isskortur, fjárskortur, leikenda- skortur — alt þetta á hún við að stríða. En hún, eins og alt þetta listelska fólk, sem ihefir verið að berjast við að halda uppi leiklisf hér í bæ síðasta aldarfjórðunginn, getur ekki til þess hugsað að alt leggist niður og starf þess renni út í sandinn, og er að vona. að einhverntíma rætist úr. Með þeim hug eyðir það meiri kröftum en flestir muni geta gert sér í hug- arlund. f kvöld þakka Reykjavíkurbúar frú 'Guðrúnu fyrir hennar mikla og góða starf, með því að fylla Iðnaðarmannahúsið. Minna geta þeir ekki gert. Einar H. Kvaran.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.