Lögberg - 27.03.1924, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.03.1924, Blaðsíða 2
Bis. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. MARZ 1924 Reyndust henni framúr- skarandi vel. Ummæli Mr8. Morneau um Dodds Kidney Pills. Quebec kona, sem þjáðst ihefir af nýrnasjúkdómi, hefir algerlega læknast við að nota Dodd’s Kidney Pills. Ste. Perpetue, P. Q, 24. marz— (einkafregnþ— Gildi Dodd's Kidney Pills, sem heimilislyfs, kemur greinilega í ljós í vitnisibuurði Mrs. Morneau, sem er velmetin kona hér. uEg hafði þjáðst af gigt, bak- j verk ‘og höfuðpínu í marga mán- j uði,” segir Mrs. Morneau. “Alls hefi eg notað átta öskjur af Dodd’s | Kidney Pills og Ihafa þær gert mér stórmikið gott. Látið sem flesta vita um gildi þeirra.” Dodd’s Kidney Pills eru notað-j ar um víða veröld og hafa alstað-1 ar reynst vel. Þær eru bezta nýrnameðalið, og lækna einnigl bakverk, gigt, sykursýki, hjarta veiklun og þvegsjúkdó’ma. Hagnýting eldfjallaorku Eftirfylgjandi greinarkorn, er lauslega þýtt úr tímaritinu Literary Digest. Vér höfum áður að nokkru lýst hagnýting eldfjallagufu á ítaliu. Aukinna framfara á þessu sviði, er nýlega lýst í blaðinu “Nature”) sem gefið er út í Lundúnaborg. Greinarhöfundur minnist hinna margítrekuðu kjörorða samtíðar- j innar, svo sem “aukið framleiðsl- j una”, ^byggið upp sveitirnar” og “látið ekki arineldinn deyja út.” Slík hvatningaryrði telur hann bergmála um Norðurálfuna, þvert og endilangt, jafnvel þó fólk sitji víða auðum höndum og hafist eigi að. f miðríkjum Norðurálf- unnar hefir hagnýting brúnkola mjög farið í vöxt, og hið sama má segja um vatnsorkuna. En í hitaibeltislöndunum hefir fram- leiðsla hinna ýmsu ávaxtategunda til fæðu, aukist á skö’mmum tíma svo furðu sætir. Tiltölulega lítið hefir þó um það verið ritað, á hvern hátt að nota mætti þann binn mikla kraft, sem falinn er í iðrum jarðarinnar og í sér hefir fólgið því nær óútreiknanlegt verðgildi, sé réttilega meðfarið. Greinarhöfundur heldur áfram og farast honum þannig orð: “Hvergi í víðri veröld nema á ítalíu hafa verið gerðar tilraunir sem nokkuð kvað að, í þá átt að hagnýta sér gufu ,þá, sem eldgosa- j héruð eiga yfir að ráða. Fólk hef- ir öldum saman kannast við gufu-l stróka og sjóðandi hveri en í fyrnd j inni hugðu margir, að þar væri' um að ræða opinberun, alt annað en vingjarnlegra afla. Buríssýra var fyrst uppgötvuð 1790, en sem hreinsuð verslunar- vara hefir verið á markaði síðan 1819. Tilraunir Ginori Conti í sam- starfi við Boracifera di Lardello stofnunina, hafa mjög leitt til aukinnar þekkingar á þessu sviði, eigi aðeins á ítalíu, heldur einnlg á meðal annara þeirra þjóða, sem eldfjöll og hveri eiga innan vé- banda sjnna til gagnk og blessun- ar, en stundum líka þv>í íniður til! hins gagnstæða. U‘m Ját hans var getið rétt nýlega í Lög- bergi. iVerður ihér bætt nokkru við þá fregn, þó langt mál verði það ekki, né íburðarmikið á einn hátt eður annan. Lárus mun fæddur í Syðra Vallholti í Skaga- firði ár og dag, sem að ofan> er greint. For- eldrar hans voru Björn bóndi Björnsson og kona hans 'Halldóra Jónsdóttir. Bjuggu þau fyrst í Syðra Vallholti, en síðan í Valadal, Skyttudal í Laxárdal í Húnavatnsisýslu, Vala- björgum í Skagafirfði og síðast á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Bjuggu þau hjón við sæmileg efni og voru vel metin af öllum. Björn faðir Lárusar var ættaður bæði úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Munu þeir hafa verið eitthvað skyldir híann og séra Arnljótur Ólafsson prestur á Bægisá og síðar í Sauða- nesi. Þó er mér ekki kunnugt um, hvernig þeirri frændsemi var háttað. En Arnljótur prestur var af hinni margmennu Löngumýrarætt í Húnavatnssýslu og líklega einhver hinn þjóð- kunnasti maður í þeim ættbálki. Bróðurbörn hans eru, ef eg tnan rétt þau Mrs. Frí'manns- son á Gimli, ekkja Benedikts eái. Frímanns- sonar, Björn B. Olson og Arnljótur B. Olson. Halldóra Jónsdóttir, tmóðir Lárusar, var dóttir Jóns Auðunnssonar, bróður Björns Auð- unnssonar Blöndals sýslumann-s í Hvammi í Vatnsdal. Faðir þeirra bræðra var séra Auð- unn Jónsson, er prestur var í Blöndudalshól- um í Húnavatnssýslu um fjórðung aldar, eða frá 1782 til 1807. Björn sýslumaður Blöndal var iþví föðurlbróðir Halldóru. Átti Halldóra enda heimili í Hvam'mi í mörg ár þegar hún var ung stúlka og fóstraði einn af ihinum mörgu somum sýslumannsins, Lárus ipórarinn, er síðar varð sýslumaður í Dalasýslu og svo í Húnavatnssýslu, og síðast amtmaður í norður og austur amti. Tók Halldóra miklu ástfóstri við drenginn, frænda sinn, og hann við hana. Hafði hún einhverju sinni orð á því við pilt-. inn, þegar hann fór að stálpast, að hún ætlaði, ef hún eignaðist einhverntíma son, að láta heita í h'öfuð honum, en samt helst bara Lárus, því að Þórarins nafnið þætti sér ekki neitt fallegt. Ekki v-eit eg hvað Lárus Blöndal hefir þá verið gamall, en sennilega hefir hann ver- ið býsna ungur, því Halldóra, sem var greind- arkona hafði gaman af isvari hans. Fyrirheitið um að láta heita í höfuðið á honum, þótti ihon- um gott, en lét frænku sína þó vita um leið, að ef hún léti nokkurntíma heita í höfuðið á honum, þá yrði drengurinn að heita tveim nöfnum Lárudi Þórarinn, því þau nöfn ætti hann bæði og skyldi þar ekkert dregið af. Varð Halldóra að Iofa því, að láta -bæði nöfnin fylgj- ast að og enti það líka. Hjá mér sevn gömlum Húnvetningi vakti það undir eins athygli mína hér á árunum, þegar Lárus á ósi sagði mér að hann héti Lárus pórarinn, að það væru ná- kvæmlega nöfn Lárusar heitins sýslumanns og hafði eitthvað orð á því. Sagði hann mér þá um tildrög nafnsin.s, -eins og hér >er frá skýrt. Er það vitanlega thárrétt. Sagt er, að menn hafi oftast eitthvað af nafni. Og víst er um það, að svo mikið er likt með þeim nöfnum, Lárusi á ósi og Lárusi sýslumanni, að þeir voru báð- ir hinir mætustu menn, þó annar væri 'bara réttur og sléttur dugandis bóndi í Vesturheimi en hinn röggsa'mlegt yfirvald og 'glæsilegur héraðshöfðingi á íslandi. Árið 1876 voru, sem kunnugt er miklir mann- flutningar af íslandi til Vesturheims. pað ár kom “stóri hópurinn”, se'm svo er nefndur. Má svo segja, að þá hefjist bygð, Nýja íslands, að- eins örfáir menn komnir til Gimli áður. Marg- ir úr “stóra hópnum” námu lönd á ibökkum ís- lendingafljóts, eða þar rétt nálægt. Eru fá- einir af þeim enn á llífi. Þeir, sem eg man nú eftir í svipinn eru Jóhann Briem, Hálfdán á Bjarkarvöllum, Jónas á Lóni (bróðir Sigtr. Jónassonar), Tó*ma-s á Engimýri, bróðir þeirra Jóhannes á Árbakka, Þorgrímur á Akri, Hans á Akri og eg held Þorvaldur pórarinsson. pó er eg ekki viss um nema hann hafi komið lítið Lárus Þórarinn Björnsson F. 19. ágúst 1844. D. 9. Febr. 1924. eitt -seinna. Flóvent Jónsson er líka enn á lífi og nam hann land (skamt fyrir norðan fljótið, um sama leyti og- hinir, en var kominn til Ontario áður, fyrir einum tveim árum, ef eg man rétt. Landnemar þessir eru nú allir, sem vænta má aldraðir menn eða jgamlir og sumir háaldraðir. Hverfa þeir sennilega bráðum af sjónarsviðinu og safnast til feðra sinna. Er þá spurning nokkur í hugum sumra, hvort vel- gengnin tiltölulega almenna með skemtanalíf- inu umsvifamikla, isem nú er orðið, muni ekki verða >of þunghent á kynslóðunum yngri, svo þeim gangi miður en hinni fyrstu og elstu, að taka hraustlega og mannlega tökum á björgum þeim og bjálkum, er sífelt þarf að ryðja úr vegi þar sem annars nokkur framsókn á að vera. “Það þarf sterk íbein til« að þola góða daga,” segir gamall málsháttur. “Góðu dagarnir” voru allir í framtíð, í voninni hjá landnemun- um fyrlstu, og komu ihjá sumum aldrei, en hjá öðrum seint og >um síðir. Kynslóðirnar, næsta, önnur og ihin þriðja, eru> nú teknar við völd- um. “Góðu dagarnir” eru þeirra ásamt öllum vanda'málum nútíðarinnar, svo feikilee’ sem þau eru. Megum vér þá síst við því, að islensk- um manndómi hafi farið aftur og að seiglan íslenska er Jón Sigursson forseti taldi vorn mesta bjargvætt, hafi minkað eða eeneið úr sér. pað er jkannske heldur ekki og þarf alls ekki að vera. Alrveg víst er það þó, að ungir menn þurfa að muna að til þess að vera til gagns nokkurs, dugir ekki að vera leiksoppur í hendi þeirra, er öllu vilja (spila út í ófæru, heldur þurfa ungir menn að vera “tímans herrar” og taka föstu'm tökum á viðfangsefn- Um samtíðarinnar ,svo að málefni þau, er góð má telja, eða jafnvel lífsnauðsynleg, séu ekki fótum troðin eða lítilsvirt, h-eld'ur að þau fái sigur og það sem fyrst, til heilla landi og lýð. Lárus Björnsson var einn þeirra, er komu í hópnum stóra 1876. Nam hann land á (suður- bökkum íslendingafljóts, skamt fyrir ofan þar sem nú er þorpið Riverton. Nefndi hann bæ sinn Fljótsbakka. Bjó hann þar all'mörg ár og farnaðist sæmilega. Elkki leið á ilöngu, þar til honum fór að leika hugur á að ná í bújörðina Ós. pótti honum þar fallegt og taldi enda jörð- ina með hinum bestu i nágrenninu. Sagði Lárus mér þetta sjálfur, svo mér er það vel kunnugt. Hugsaði hann ,sér að kaupa þá jörð, ef færi gæfist og hann yrði þess umkominn. pá bjó á Ósi Jón Bergvinsson. Yar -hann faðir þeirra bræðra iStefáns h-eitins kaupmanns í Winnipeg, Bergsveins Jónssonar, sem er eða var í San Francisco og Gunnlaugs guðfræðis- kandidats, er iheima mun eiga ,suður í Banda- ríkjum. Kannast ýmsir við þá bræður alla. Æðimörg ár liðu víst svo, að Ó-s 'var ekki til sölu, en þegar að því kom að jörðin var boð- in til kjiups, þá brá Lárus undir eins við og keypti hana. Flutti hann þá að ósi, en hafði þó Fljótsbakka með. Fór ihagur hans óðum að blómgast .Leið ekki á löngu þar til Lárus var talinn með gildustu bændum í bygðinni. Þegar Lárus kom að heiman 1876 hefir hann verið hér um bil upp á sitt hið besta, þá rétt um: það að vera 32 ára gamall. Hann var maður í hærra meðallagi, þrekinn vel og hinn karlmannlegasti. Hann var rammu-r að afli, á sínum bestu árum, að því er nákunnugur mað- ur hefir mér sagt. Hygg eg þó að fáum hafi hlotist nokkuð misjafnt þar af, því eg býst við, að Lárus hafi æfinlega verið svipaður því, sem hann var á efri árum sínum; gæfur maður og góðsamur. En 'þrekið og karlmenskan kom sér vel lí stríði og starfi landnámstíðarinnar. Mun Lárus ekki ihafa legið á liði sínu, og hinir ekki heldur, er landnámið bygðu með -honum, því skýrt var það víist í hugum allra á þeirri tíð, að annaðhvort væri nú að duga eða deyja að öðrum kosti. Og að duga vildu allir og tókst það I'íka allflestum. Kona Lárusar, Guðrún Stefánsdóttir, frábær myndarkona, er ættuð úr Skagafrði. Lifir hún mann sinn, er enda nokkrum árum yngri en hann. Eina barn þeirra hjóna er Stefania Bjarnþrúður, fædd hér vestra. Maður hennar er Jónas Magnússon sonur Magnúsar Jóns- sonar í Víði og konu hans. Guðbjargar Mar- teinsdóttur. Annar sonur þeirra hjóna er Mar- teinn póstafgreiðslumaður í Ár'borg. Þau Magnús og Guðbjörg eru ættuð af Austur- landi; sæmdarhjón mestu. Héldu Víðibygðar- búar þetm hjónum veglegt gullbrúðkaupssam- sæti síðastliðið sumar. Var þess þá min-st í Lögbergi. pau hjón Jónas Magnússon og Stefan- ía Lárusdóttir kona hans búa blómabúi á Ósi og eru mikils metin og það að verðugu, sökum ágætra mannkosta eins og þau bæði eiga ætt til. ÞauLárus og Guðrún ólu upp stúlku, Guð- rúnu að nafni dóttur Péturs heitins Árnasonar í Árskógi. skamt fyrir norðan íslendingafljót, systur Friðriku konu Páls F. Vídalíns f-rá Hvarfi í Víðidal, er nú -býr í Árskógi. Hálf- bróðir Páls var Jón heitinn Friðriksson, faðir Frank Friðrikssonar flugmanns og “hockey” kappa, -er allir kannast við. Systir Jóns og hálf- systir PáLs er Jóhanna kona Soffaniasar Þor- kelssonar í Winnipeg. Guðrún Pétursdóttir, uppeldisdóttir þeirra Lárusar er nú gift kona fyrir löngu >síðan. Maður ihennar er Stefán bóndi Johnson í grend við Mozart, Sask. Hygg eg að þau hjón búi sæmilega. Kom Mr. John- son alla leið þaðan að vestan til að v-era við- staddur útför Lárusar. Önnur uppeldisdóttir Lárusar og Guðrúnar á Ósi, að nokkru leyti, >er Jóhanna kona Sig- urðar 'bónda Þorkelssonar í Árnesbygð. Var hún víst á barnsaldri, er ihún kom þar fyrst og ólst þar upp og var þa-r til þess tíma, er hún giftist fyrir nokkrum árum. Jóhanna er dóttir Sumarliða iheitins Finnb-ogasonar og konu -hans, Guðrúnar Jónsdóttur, frá Stöpum á Vatn-snesi. Var Sumarliði biróðir Finnboga bónda á Finnbogastöðum í Árnesbygð, er margir kannast við. Bróðir Jóhönnu Samson að nafni, og yngri -en hún, dvaldi og langvist- um á Ósi á uppvaxtarárum sínum, kom þar löngu fyrir fermingaraldur og var þar þangað til ihann var orðinn fær um að hafa sjálfur ráð fyrir sér. Bræður átti Lárus sál þrjá, Andres, Björn og Björn Jón; Andrés er látinn fyrir -löngu síðan. Björn lést hjá -þeim góðfrægu hjónum, Gísla á Lóni og konu hans á Gimli, fyrir nokkr- um árum. Björn Jón er enn á lífi. Kona -hans er Ingibjörg Brynjólfsdóttir frá (Bjarna-staðar- hlíð í iSkagafjarðardölum. pau hjón eru vel metin sæmdarhjón og búa við góð efni í Bjarnastaðarihlíð í Framnesbygð. S-onur þeirra er Brynjólfur múrari Björnsson í Árborg. Einn af hinium elztu söfnuðum íslenzkrar kristni hér vestra er Bræðrasöfnuður við ís- Iiendingafljót. Er hann stofnaður haustið 1877. pá var séra Jón sál. Bjarnason, sem kunnugt er, prestur í Nýja íslandi .Frá byrjun vegar mun Lárus og fólk hans hafa heyrt til þeasum söfnuði. Átti Bræðrasöfnuður tryggan vin og öflugan stuðningsmann þar -sem Lárus var, og hélt -hann trygð 'þeirri og vináttu til æfiloka. Umtalsefni nokkurt, er fór fram milli okkar Lárusar fyirir nokkrum árum, held eg að eg verði að geta um, af því eg ibýst við, að þes-s verði ef til vill ekki getið annarstaðar. Mun eg þá ihafa verð næturgestur á ósi, sem oft kom fyrir. Var þá æfisaga Bólu-Hjálmars nýlega út komin, og höfðum við ibáðir hvor í sínu lagi lesið hana. Þótti mér mynd sú, er þar er brugð- ið upp af Hjálmari heldur lakari, en eg hafði búist við. Hafði eg orð á því við Lárus, en vissi ekki fyrri en þá, hve nákunnugur, persónulega að Lárus Ihafði verið Hjálmari. Sagði hann mér, að þegar foreldrar sínir hefðu 'búið á Starrastöðum, hefði Hjálmar verið þar 1 hús- mensku hjá þeim í þrjú ár. Fóll vel á með Hjálmari og þeim foreldrum Lárusar og son- um þeirra. Taldi hann æfisöguna mjög ósann- gjarna í garð Hjálmars. Vildi álíta hann miklu betri mann, en þar er lýst. “Mikill fyrirtaks prestur hefði Hjálmar getað orðið,” sagði Lárus við mig. Taldi hann Hjálmar hafa verið -sterktrúaðan mann og guðrækinn. Sagði hann mér, að það -hefði verið hreinasta unun að heyra Hjálmar tala um guðdóminn og eilífðar- málin. Hafði karl þá setið á rúmi sínu, strokið báðum höndum um hné og róið við. Varð hann þá stundum svo glaður í anda, að hann tók-st allur á loft og talaði u-pp úr sér um kristin- dóminn með þvílíkri andagift og orðsnild, að það varð þei'm, sem heyrðu alveg ógleymanlegt. Fanst mér! Lárus telja Hjálmar einhvern hinn stórslegnasta andans mann, er hann hefði nokkurntíma kynst. Taldi það eins og margir -hafa gert. og liggur í augum ,uppi, verið hafa ekki smáræði-s misfarnan að annar eins mað- ur og Hjálmar skyldi ekki eiga á íyngri árum kost á hæfilegrP skólamentun og að búa við þolanleg lífskjö-r, svo gáfur -hans og frábært atgjörvi hefði getað ko'.nið að þeim notum, sem það hefði þá sjálfsagt getað komið. Á síðari árum fór heilsa Láru-sar það hnign- andi að hann mátti lítið á sig reyna. Tók -hann þá það ráð, sem eg vildi að allir gamlir menn gætu beitt og tækju upp. Hann fór vel með sig og sló búsáhyggjum sem næst alveg frá sér. Það gat hann líka vel, því búsforráð voru -hin bestu -eftir sem áður. Hygg eg að þessi skyn- samlega lífsregla Lárusar á elliárunu'm hafi lengt líf hans um þó nokkur ár. -Get -eg þess hér sem góðs dæmis, gömlum mönnum til lær- dóms, því eg er sannfærður um, að margir aldraðir menn stytta líf sitt ‘með óþarfa þræl- dómi, þegar þeir eru orðnir gamlir og -hafa fullan rétt á að rnega vera að hvíla sig og njóta ellidaganna í ró og næði og nota stund- irnar til að íhressa upp á sálarlíf sitt. Heilum s-önsum og glöðu sinni hélt Lárus til æfiloka. Hann sá og allvel og gat lesið, en átti erfitt með heyrn no-kkur árin hin síðustu. Átti hann þessvegna erfitt með að fylgjast með í kirkju, nema helst ef kirkjan var troðfull og hann gat -verið sem næst fast hjá þeim, er tal- aði. Fótaferð ihafði hann fra'm undir jól í vet- ur en mun þó um mitt sumar er leið hafa verið farinn að finna til meinsemdar þei-rrar í lifr- inni, er dró -hann til dauða. Hafði hann orð á því við mig, að nú færi að styttast það, sem hann ætti eftir. Var hann glaður í -bragði að vanda og virtist vera hæstánægður með að vera á förum. Við jarðarför Lárusar, er var afarfjölmenn, sagði gömul fátæk kona ein við 'mig um leið og við vorum að fara út úr kirkjunni, að þarna misti hún bezta vininn, s-em ihún ihefði átt. “Hann hjálpaði mér oft og gaf mér peninga,” sagði -gamla konan með tárin S augunu'm. Ekki var mér kunnugt fyrri en þá, að Lárus hefði greitt fyrir þeirri gömlu, fátæku konu. En eg hygg að það hafi verið nokkuð algengt, að hann hafi lagt peninga í lófa þeirra, er ihann vissi, að voru erfiðlega staddir og að hann hafi þá ekki æfinlega -verið smátækur. Hér nrnur maður þá staðar. Línurnar eru orðnar heldur fleiri en eg -bjóst við, pví einu skal nú viðbætt, að mér fanst jarðarfarardag- inn, sem lesa mætti á andlitum þeirra, er við voru, að þeim væri fyllilega ljóst, að verið væri að skiljast við, ekki einungis ihygginda- mann og gildan bónda, h-eldur einn af -hinum mestu iheiðursmönnum bygðarinnar, umhverf- is þess er verið -hefir farsældarheimkynni 'margra og á sér viðburðaríka og merkilega sögu alla leið frá -landnám-stíð. , í&áa**! Jóh. B. in og er hún í flestum tilfellum níutíu af hundraði hrein.— Ekki mun þess langt að bíða, að víðar en í Tuscany verði farið að hagnýta sér orku eldfjalla og aðeins um að ræða tiltölulega lít- inn vatnsgeymi, er hitaður var með -hlutfallslega aflmikilli vél er br-eytti hinni upprunalegu gufu í hrein-saða eða tamda orku. Árið j 1905 knúði Conti prin-s “piston (-hvera. Er þegar verið að rann- ,.»l engine” til starfs með jarðgufu.' saka héruðin umhverfis Vesuvius valiðj^., , ., , ; TT.Í • , _ , Eolie (Lipary) eyjunum. Utan iítalíu eru samskonar rannsóknir á ferðinni í California Svæði það, sem vonui hefir verið til tilrauna þess-l TllraU11 hfnS heppn_aðlst _OT0 ve,j jEtnu ein*5 a ara, er um 2.5 fermí-lur og liggur|að árið eftir var-slík £ufa notuð frá 40 til 50 mílur í suðvestur frá : VÍð stærrÍ vélar °g tjl starfrækslu Florenee. f þessum -hluta Tusca«y jjás»fiö8yar. AriS 1912 yar ákveð- héraðsins hefir verið reist fram ; lð &ð msa 250 kllowatt turbinu leiðslustöð raforku rétt við hálsaí trainleiðslu'stöð’ starfrækta með ó- þá, eða hæðir, er að skilja Cecine' breyttri iarð^ufu- eu af ýmsum °g Cornia dalinn. Umhverfis er landið víðasthvar þurt og skræln- að, þegjndi-vottur hinna svíðandi eldtungna Gufunragnið í sínu eðlilega formi, hefir reynst ófullnægj- andi til starfrækslu iðnfyrirtækja hefir með öðrum orðum ekki ver- ið nógu þétt í sér. Til þess að bæta stæðum var fallið frá þeirri hug- mynd, meðal annars af ótta við gas það, sem s-lík gu-fa hefir inni að halda, eins og þegar hefir verið getið um. Orkustöð sú hin mikla, sem starfr-ækt hefir verið í Larderello frá því 1916, er samsett af uppguf- ara, túrbínuframleiðanda, sam- úr þessu, hafa verið grafnar eða i Wöppurum umibreyturum. Upp- boraðar frá 200 til 500 feta diún ! gufararnir voru hólkar’ eða PfPur ar holur, 16 þumlungar í þvermál! Úr þykkU aluminum’ en >ar utan og ofan í þær .s-kotið járnpípum Eft; ^ k°mU Iárn^nnuPíPur- ir þessum pípum er svo gufu'magn-j Nú hefir önnur tegund uppguf- ið leitt, verður þrýstingurinn vif ara verið fundin upp af Signor P. það margfalt 'meiri og hitinn frá I Bringh-enti og aðskilja þeir gasið 100 til 196 stig á Celsius. Upp úrjfrá hinni óhreinsuðu gufu og létta einstökum þróm hafa iðulega ver- ið dældar 59 smálestir orku á klukkustund. Magngufa þessi, sem próf-essor R. Nasini heffr sannað, að hlíti sama -starfslög- máli og radio-aldan, inniheldur 0.06 af hudraði af buríssýru og frá 4 til 6 af hundraði af gas- þunga. — Árið 1897 var gerð fyrsta til- raun til þess að hagnýta jarðhita eða hveraorku. Var í það skiftið í Bandaríkjun-um, þar sem tals- vert er af gufuhverum, svo og á Ohile og í Boliviu. Þá ættu og að vera góðar og gildar ástæður til slíkra rannsókna í Alaska, New Zealand og í Japan. En ítölum ber heiðurinn af því, að hafa fyrstir manna riðið á vaðið og reynþ að hagnýta sér þenna ó- dýra og óþrjótandi orkugjafa í stórum stíl. Yfir beinum. Hefir þegið hvíld og skjól, hlotnast ró og friður, -lúinn dregist loks í ból, lagst við plóginn niður. £CZEHU pú gerir enga til- raun út I bláinn þannig undir með samþjöppurun- j um. Hin hreina gufa, -sewi hitnarj yfir algengt mark við -hjálp hinn-j ar óbreyttu (natural) gufu, erj leidd inn i túrbínuframleiðanda, i af hinni svo nefndu Parsonj gerð. Sérh-ver eining framleiðirj þrímyndaðan orkustraum er nem-j ur 4000 vo-Jts. pá taka umbreyt-j ararnir við og hækka orkuna uppj í 16000 volts til starfrækslu hinnaj ýmsu iðnfyrirtækja í grend, semj og 32,000—38,000, sem veitt er til' Florence, Leghorn, Pio'mbino og námanna í Massa. Vatn það, sem inniheld-ur bur- I - r»T • n, *ÞvI.*a™ nota i íssýru, er þurkað upp með hinni ó- Dr. Chases Olntment vi8 Eczema I , ,, . » . „ Og öBrum húSsjúkdúmum. j>a8 j 'breyttu jarðgufu, li grunnum skal- graeSir undir eins ait þesskonar. EJn um, fóðruðu’.n að innan með blý- ment lvnnu- Þe«ar burísýsran hefir auk- nafn þessa blaðs er nefnt. 60c. askj- i»t SVO að hún er komin upp í átta an t öiium lyfjabúðum, eía frá Ed- af hundraði, er blanda þessi lát- wtanson, Mates & Co., I>td.. Toronto. , .. ' , . . , m kolna og Ihm hraa syra aðekil- Undir bak -við ellimörk, ömurlega knúinn, stóð sem nakin blaðlaus 'blóma og fegurð rúin. Krists af anda allra síst, að það stafað hafi. -Kenning mestu mannúðar meistarinn festi bestur, muni h-est í huga þar haft það sóst á flestu. Hann, sem dýrum öllum ann, aldrei þeiín hann gleymir; lampans skýra ljær þeim -hann Ijós í heim er streymir. Leit /hann sundin lokuðu, lögð á martröð svarta; hinna undirokuðu áþján snart við hjarta. Því mun stan-da þeirra máls þýðing vönd í höndum, þegar andinn flytur frjáls feigs af -strönd úr böndum. Kjörum létt er þungum þar. þeirra er plóginn drógu. en hinna frétt mun seinna svar, se’.n um bóginn slógu. Hvíli rótt þín -hnigin bein, í helgum messufriði, önnur þróttug grói grein. grædd við þessa liði. Magn. Stg. björk, Vænni forðum fífil þér fyrir árin báru, varst nú orðin búningsber, böndin -sár er iskáru. Yfir fögur árþíð vor eldfjör glóði í móði, uns í þögul þyngdi spor, þyrnum hlóð á slóðir. Bei-slatýgjum mætur með, marinn líðilfríði, oft þín hlýleiks gæddu geð gangspor þýð og prýði. En fáráðs-gapa spannaspark, spilti hreinum greinum, sárast glapa manntaks mark mörgum skein á beinu’/n. Um það handtak eitt er víst, engum vafa grafið: Sigurður Breiðfjörð. Breiðfjörð hefði á bröttum leið- um bilað móðinn hefði hann ekki heillað fljóðin, helgað þeim sín -bestu ljóðin. Þótt hann lifði langt i burt frá Ijósum konum, þeirra vegna þreyði í vonum, þar var skjól í næðingonum. Leiðindi þá læddust inn og lúðu sinni, ef sætt hann bergði Sjafnarminni. j Sól upp rann í útlegðinni. í -Bragaheimi -bar hann fljóð á •breiðum mundum engann fann þó yl frá sprundum, á hans hin-stu rökkurstundum. ! Sú ennþá hljóvnar ógnandi í eyr- um ræða, að lítil væru hans launin kvæða, i hann látinn var til heljar næða. j R. J. Davíðson. 'ngibjörg Skardal pann 7. marz síðastliðinn andaðist að -heim- ili sínu í West Selkirk, Ingibjörg Skardal, eft- ir langvarandi heilsubilun. Ingibjörg var fædd 15. ágúst 1849, í Meðal- heimi í Torfalækjarhreppi í Húnavatnssýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru þau Frímann Rúnólfsson og Guðrún Benjamínadóttir. Með foreldrum sínum ólst Ingi-björg upp til 17 ára aldurs, að -hún fór frá þeim til Valgerðar -syst- ur sinnar; þar var hún í tvö ár. pá fór hún að Skíðastöðum í Laxárdal. par giftist hún Sig- urði Ólafssyni. Byrjuðu þau bú-skap á Illuga- stöðum í sömu sveit. pau áttu þrjú börn, tvær stúlkur og einn pilt; nöfn þeirra eru: Gunnar, Sigurlaug og Guðrún, dáin fyrir nokkrum ár- u'm. Sambúð þeirra hjóna endaði eftir 8 ár; þá druknaði Sigurður á Skagafirði. Var það Ingi- björgu þungur harmur. Eftir þrjú ár fluttist Ingibjörg að Breiðstöðum í Gönguskörðum. par giftist -hún seinni manni siínum, Jóni Jóns- syni Skardál. Á Breiðstöðum bjuggu þau í sex ár. pá s-eldu þau bú sitt og fluttu til Vestur- heims 1887, ásamt börnum sínum. Settust þau að í New Jersey í Bandaríkjunum; þar fojuggu þau í sex ár. Eftir þann tíma fluttu þau sig norður yfir landa’mærin til Nýja íslands í Manito-ba. Þar bjuggu þau í mörg ár. Hafa þau eignast 7 börn, þrjá drengi og fjórar stúlk- ur; sex af þeim dóu þegar á unga aldri; ein dóttir þeirra er á lífi: Björgdiís, ,gift Runólfi Benson kaupmanni í Selkirk. öll þau ár, sem þau lifðu í Nýja Islandi, stundaði hún ljósmóð- urstörf og hjúkraði veikum víðsvegar um bygð- ina; var það hinum mestu erfiðleikum bundið fyrri árin, að 1 komast ferða sinna á lélegum flutningstækjum gegn um lítt færar vegleysur. En kjarkurinn, samfara -þjálpfýsi, var Ingi- -björgu með -skapað. Hún hafði ásett sér að líkna og græða; að því starfaði hún lengutr en kraftar leyfðu. — Ingibjöng var fríð sýnum, prúð í framgöngu, gáfuð og greið til s-vara, réttlát í orði og verki. Enda ávann hún sér hylli og virðingu hjá öllum, sem höfðu kynni af henni. Lengi mun minning Ingibjargar vara í Nýja íslandi.—Um nokkur ár höfðu Skardals- hjónin greiðasölu að Lækjarmóti í Árnesbygð. Fyrir 16 árum'fluttu þau til Sel-kirk og hafa dvalið þar síðan. Þrjú systkini hinnar látnu eru í Nýja Is- landi: Valgerður, ekkja Sigurðar heitins Nor- dal-s, í Geysis-ibygð; Frímann, ibúsettur í Breiðu- vík, og Ingibjörg, lifir á Gimli. Benedikt er dá- inn fyrir nokkrum árum. Ðörn Ingibjargar sál. eftir fyrri mann hennar, eru lí Winnipeg, Gunnar ógiftur og Mrs. G. 'W. Hart, gift hérlendum manni. Ingibjörg sáluga var ötul starfskona lút- ersku kirkjunnair til hinnar síðustu stundar, enda foáru öll hennar verk það með sér, að ihún lét stjórnast að ráði Drottins.— Með Ingibjörgu er til moldar gengin ein hin ágætasta kona úr hópi Vestur-íslendinga. Hún var manni isínum ástrík og fram úr -skarandi umhyggjusöm móðir. Ingibjörg -heitin var jarðsungin 11 marz, af séra N. Stgr. porlákasyni, sem flutti húskveðju að heimili hinnar látnu. Enn fremur flutti séra Hjörtur Leó fagra minningarræðu í íslenzka lúterska -samkomusalnum, ásamt -séra Stein- grími. Þar næst var hún lögð til ihinnar síð- ustu hvíldar í í-slenzka grafreitnum. Svo fjöl- menn var jarðarförin, að naumast hefðu rúmast fleiri í húsinu. — flún er kvödd af ástvinum sínum um stundarsakir, í von um samfundi hvar -ei þekkist harmur. íFriður -Guðs hvíli yfir legurúmi hinnar framliðnu. Móðurkveðja. Æðandi haföldur dauðans af djú.pi duna við strendur í brimþungum gný. Skal eg ei æðrast, þó aflvana krjúpi. Hjá eilífum Drotni’ er eg vöknuð á ný. Nú er eg hafin í h-æðir Guðs ljóma, ihug-sunin skýrist við þekking og mál, þar s-em að raddirnar Ihimnesku hljóma, hann bjó mér staðinn, hvar ei þekkist tál. Ástvinahópinn eg bið Guð að blessa og bægja frá þrautum og stórviðri kí-fs; nafn hans því megnar að hugga og hressa, -hann ykkur leiðir til framtíðar líf-s. IGrátið ei, ástvinir, örstutt er biðin, eilífðin megnar að græða h-vert sár. Biðjið til Drottins, þá finnið þið friðinn, í fögnuð svo breytast öll saknaðartár. Trausti G. ísfeld.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.