Lögberg - 27.03.1924, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.03.1924, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, MMTUDAGINN, 27. MAIíZ 1924 Eg held því sem eg hef Meðal þeirra voru einir tveir, sem eg hafði séð áður—læknirinn, sem hafði bundið um sár mín, og Carnal lávarður. Sá síðarnefndi sat á stól við hlið- ina á manni, sem hafði góðmannlegt og fjörlegt andlit og brúnt hrokkið hár >— það var nýi land- stjórinn, eins og eg giskaði á. Gjaldkerinn gaf varð- mönnunum tvei'mur bendingu með höfðinu um að nema staðar hjá glugganum; svo settisit hann við hina hlið lávarðsins, og eg stóð frammi fyrir land- stjóranum í Virginíu. pað var dauðaþögn í lyftingunni nokkrar mín- útur og allir ihorfðu fast á mig. Loksins mælti land- stjórinn: “Þú ættir að krjúpa á kné, herra minn. “Eg hvorki ber fram neina bón, né stend hér iðrunarfullur,” svaraði eg. “Eg sé enga ástæðu til þess að eg krjúpi, herra landstjóri." “Það er ástæða til þess,” svaraði hann, “það veit Guð, að þér ættuð að vera bæði iðrunarfullur og auð'miúkur. Sýndir þú ekki fyrir nokkrum mánuð- um þrjósku gegn skriflegri skipun konungsins og félagsins og neitaðir að biða, þegar þér var skipað það í konungsins nafni?” “Jú” Lagðir þú ekki h'endur á göfugan mann, sem nýtur sérstakrar ihylli hans hátignar, er hann vildl aftra þér á þínum ólöglega flótta, og tókst þú hann ekki með ofbeldi og fluttir hann úr ríki konungs- ins?” “Ju’. “Tældir þú ekki skjólstæðing hans hátignar, lafði Jocelyn Leigh, frá' því að gera skyldu sana gagnvart konungimu og þvingaðir hana til þess að flýja með þér?” “Nei” svaraði eg.” “Með mér var aðeins kona mín, sem af fúsum vilja fylgdi manni sínum til þess að taka hverju sem að ihöndum bæri.” lí Hann ygldi sig og lávarðurinn bölvaði á hálf- um hljóðum. “Gerðir þú ekki samfélag við sjóræningja, er þú af tilviljun rakst á skip þeirra, og gerðist þú ekki sjálfur sjóræningi?” “Að vissu leyti.” “Og gerðist foringi þeirra?” “já, vegna þess, að alls engin önnur úrræði voru fyrir höndum.” “Og tókst með þér, sem bandingja á því skipi áðurnefndan aðalsmann og konu?” “Já”. “Og þú fórst og rændir í Iöndum Spánarkonungs, sem á ekki í neinum ófriði nú við hans hátign.” “Já, á sama hátt og Drake og Raleigh,” mælti eg. Hann brosti og ygldi sig svo. “Tevnpora mutan- tur ftímarnir breytast)”, sagði hann þurlega. “Og eg hefi aldrei hevrt þess getið að Drake eða Raleigh hafi ráðist á ensk skip.” “Og eg hefi ekki heldur ráðist á enskt skip,” sagði eg. Hann hallaði sér aftur á bak í stólmum og eimblíndi á mig. “Við sáum blossann og heyrðum dunurnar, þegar; skotið var úr fallbyssum ykkar og eitt skotið lenti í reiðanum á skipi okkar. Ætlast þú til þess að eg trúi þessari siðustu staðhæfingu,” “Nei”. “Þú íhefðir þá getað sparað þér það ómak að tala, og okkur að hlusta á þá lygi.” /Gjaldkerinn hreyfði sig órólega í sæti siínu og fór að hvísla eimhverju að skrifaranum, sem sat næstur honum. Ungur maður 'með hauksnör augu og sterklega kjálka, Claybone, hinn nýi landmælinga- yfirmaður. horfði út um gluggann á skýin og sjóinn, eins og honum stæði alveg á sama um það, sem var að fara fram. Eg lét engann bilbug á mér finna og horfði framhjá 'manninum, s’em hefði getað 'bjargað mér frá þessu síðasta ávarpi landstjórans, eins og hann væri ekki til. pað voru lokaðar dyr á lyftingunni beint á móti þeim, sem eg hafði verið Ieiddur inn ium. Skyndilega heyrðist þrusk fyrir utan þær, eins og einhverjir væru þar í handalögmáli og rétt á eftir var lyklinum snúið fljótt í skránni. Hurðinni var hrundið upp og tvær konur komu inn í lyftinguna. önnur þelrra bjarthærð ung kona af góðum ætt'um auðsjáanlega, kom til okkar 'með hröðum skrefum. Hún hélt út báðum höndum og það stóðu tár í augum hennar. “Eg gerð alt, sem í mínu valdi stóð, Frank!” hrópaði hún. “Eg lokaði hurðinni jafnvel, þegar eg sá, að eg gat ekki komið vitinu fyrir hana; en hún er sterk. þótt hún hafi verið veik og ihún tók lykil- inrt af mér með valdi.” Hún horfð; á rauðan blett á hvntri hendinni á sér og tvö tár hrundu af augum hennar niður á róslitaða vangana. Landstjórinn brosti, rétti út hendina og dró hana nær og setti hana niður á skemil við hliðina á sér; svo stóð hann upp og hneigði sig fyrir hinni konunni, sem var engin önnur en konan vnín. "pú ert ekki nógu sterk enn til að fara út úr klefa þínum, eins og okkar góði yfirlæknir eflaust er fús að bera vitni um,” mælti hann. Leyfðu mér að fylgja þér þangað aftur.” Hann var reiðubúinn að ganga nær henni og var enn brosandi, en hún stöðvaði hann með því að lyfta upp hendinni. Þessi hreyfing var hvorttveggja í senn svo tignarleg og svö bænarleg, að það var sem hljóðfærasláttur hefði rofið þögnina í ly.fting- unni. i “Sir Francis Wyatt lofaðu mér að tala, ef þú ert heiðursmaður,” mælti hún. Það var sama röddin og eg hafði heyrt fyrsta kvöldið í Weyanoke, ljúf, biðjandi og angurblíð. Landstjórinn nam staðar; hann var enn bros- andi og hendur hans voru enn útréttar, þannig stóð hann eitt augnablik, svo settist hann niður. Lágt hljóð fór um allan hringinn eins og vindkul u'm skrælnuð blöð. Lávarðurinn hálfstóð upp út sæti sínu. “Hún er undir áhrifum töfra”, mælti hann með þurrum vörum. “Hún segir það, sem henni hefir verið sagt að segja. “Við ættum ekki að leyfa henni að tala, svo hún verði sér ekki til minkunar með því, sem hún segir.” Hún hafði staðið á miðju gólfinu og haldið sarnan höndum og hallað sér áfram til landstjórans, en þgar lávarðurinn talaði rétti hún sig upp eins og bogi, þegar slakað er á strengnum. “Má eg tala yðar háæruverðugheit?” spurði hún hátt og snjalt. Landstjórinn, sem hafði horft út undan sér á andlit mannsins, sem sat við hliðina á honum, hneigði sg ofurlítið og hallaði sér aftur á bak í hæg- indastólnum. Vildarmaður konungsins stökk á fætur. Hún leit á hann og mælti: “Sestu niður herra lá- varður. pessir herrar hljóta að halda að þú sért hræddur við það, sem eg, villuráfandi vesalings kona, óhlýðin konunginum, ótrú minum eigin heiðrl, fyrir skemstu leikfang á ræningjaskipi, kunni að segja eða gjöra. Sannleikurinn ætti að vera djarf- ari en það, herra lávarður.” Rödd hennar var þýð, jafnvel biðjandi, en í henni var sa'mt eitthvað, sem leynist í hreyfingum villidýrsins, sem bíður eftir bráð. Lávarðurinn settist niður. Með annari hendinnl huldi hann varirnar sem hreyfðust ákaft; hinni greip hann heljartáki utan um stólbríkina eins og hún væri handleggur á lifandi manni. 27. KAPITULI. Eg finn verjanda. Hún færði sig hægt nær hringnum af áheyr- endum, sem nú var mjög kyrlátur og eftirtektai-- sa’mur, unz hún stóð við hliðina á mér, en hún hvorki leit á mig né talaði til mín. “E stend hér frammi fyrir mönnum, sem ef til vill kannast eitthvað við mig,” mælti hún. “Sumir sem hér eru, hafa ef til vill verið við hirðina og séð mig þar. pú herra Sandys komst eitt sinn til Green- wich áður en drotningin dó, til þess að kyssa á hönd ihennar hátignar, og meðan þú beiðst í 'bið- herberginu sást þú unga hirðmey, sem var naumast komin af barnsaldrinum, sem sat undir glugga þar og var að lesa í bók. pú settist niður við 'hliðina á Henni og sagðir henni undur fallegar sögur um suðræn lönd og guði og vatnadísir. Þessi hirðmær ■ var eg. Herra Clayborne, einu sinni þegar eg var að veiða með haukum nálægt Windsor, misti eg glófann minn. Margir hlupu af baki áður en hann var kominn alla leið til jarðar, en maður, sem var ekki í okkar hóp, heldur hafði vikið hesti sínum til hliðar, svo að við gátum komist fram hjó, varð fyrri til en allir aðrir. Fanst þér þú ekki fá ríkuleg laun, er þú kystir hönd þá, sem tók við glófanum? Eg geri ráð fyrir að allir, sem hér eru, hafi heyrt nafn mitt. Hafi nokkur heyrt, að eg hafi nokkurn tíma gert nokkuð, sem geti flekkað nafn mitt, þá Ibið eg hann að segja það nú mér til minkunar fra'mmi fyr- ir öllum þessum hóp!” Clayborne spratt á fætur. “Eg man eftir þess- Xim degi í Windsor, frú!” hrópaði hann. “Maður- inn, sem eg spurði eftir nafni þínu síðar, var hirð- maður, sem ihafði versta orð á sér fyrir ólifnað, en hann lyfti hattinum, þegar hann talaði uvn þig og sagði, að þú værir hvít lilja, sem saur hirðlífsins gæti ekki snortið. Eg mun trúa öllu góðu, en engu illu um þig.” Hann setttist niður og herra Sandys sagði með mikilli alvöru: “Maður þarf ekki að hafa verið hirðmaður til þess að hafa þekt til hefðarkonu, sem er bæði auðug og af góðu'm ættum, skjólstæð- ingur konungsins, fögur og siðprúð. Hvorki eg né nokkur annar hefir, að minni hyggju nokkurn tíma heyrt nokkuð um lafði Jocelyn Leight, sem ekki æmir -hverri konu 'í hennar stétt.” Hinir, sem í kringum borðið sátu, játuðu allir. Landstjórinn hallaði sér áfram í sæti sínu og Iaut 'höfði alvarlegur. Hann hélt í Ihönd konu -sinnar, sem sat við hlið hans. “Þetta er öllum kunnugt,” mælti hann kurteislega. Hún svaraði engu; hún horfði á Iávarðinn og allir biðu þess, að hann segði með henni. “Það er á allra vitorði,” mælti lávarðurinn. Hún brosti. “Eg þakka lávarðinum fyrir þessa kurteisi,” mælti hún. Svo sneri hún máli sínu aft- ur til landstjórans. “Þetta var fyrir Iöngu, löngu síðan, herra landstjóri. pótt það skeði fyrir ekki fullu ári. Eg var þá stúlka, bæði gálaus og full af drmbi, en nú! er eg kona og eg stend hér með þeim göfugleik, sem erfiðleikar og hættur ihafa gefið mér. Eg flúði burt frá Englandi”— Hún þagnaði og leit á lávarðinn. Hún var mjög róleg, en andlit hennar og svipur allur lýsti svo mikilli gremju, fyr- irlitningu og reiðiblandinni meðaumkvun, að það var ekki að undra, þótt hann hrykki undan orðum hennar, eins og undan höggum. “Eg yfirgaf alt, sem eg þekti,” sagði hún. “Eg valdi veg, sem var dimmur og þröngur og þyrnum stráður, en það var -eini vegurinn, sem eg gat fundið, ein og án hjálpar allra manna. Þetta varð eg, Jocelyn Leigh, að gjöra, vegna þess að eg vildi ekki giftast þér, Car- nal lávarður. Hvers vegna eltir þú mig Þú viss- ir, að eg elskaði þig ekki; þú vissir, hvernig hugur minn var gagnvart þér og að eg var án allrar að- stoðar og vinalaus og þú beittir valdi þínu. Eg verð að segja þér, henb lávarður, að þú ert hvorki kurteis, vorkunnlátur né djarfur.” “Eg elskaði þig!” hrópaði hann og rétti fram hendurnar yfir borðið í áttina til hennar. Hann sá engan nema hana og talaði til hennar einnar. í rödd has og svip öllum var einhver æðisleg þrá og vonleysi, sem þá gaf hans illa æfiferli næstum sorg- legan tignarblæ. “Þú elskaðir mig,” sagði hún. “Eg hefði held- ur kosið, að þú hefðir hatað mig. Eg kom til Vir- giníu og fólk þar trúði að eg væri það, sem eg sagðist vera. Á græna vellinu'm bak við kirkjuna báðu menn mín, af því þeir héldu að eg væri í sömu stöðu og hinar stúlkurnar. peir voru marg- ir, sem gerðu það, og loksins kom maður, sem var svo ófyrirleitinn, að hann tók um hendur mínar og kysti mig, þegar eg hafði neitað honu'm og sagt hon- um að fara. Meðan eg brauzt um i höndunum á honum, kom maður, sem hratt þessu löðurmenni burt, og spurði mig svo blátt áfram, hvort eg vildi verða konan sín. í rödd hans var hvorki hlátur né ósvífni. Eg var þreytt og einmana og varnarlaus ...... Svona kyntist eg manninum mínum og gift- ist ihonum. Sama daginn sagði eg -honum nokkurn hluta af leyndarmáli mínu, og þegar Carnal lávarð- ur var kominn, sagði eg honum það alt...........Eg hafði aldrei fyr fundið jafn mikla, sanna ást, prúð- mensku, og vorkunnsemi. pegar eg sá hættuna, s-em hann var kominn í, mín vegna, sagði eg honum, að hann gæti orðið frjáls, hann gæti svarið, hvað sem þeir vildu láta hann sverja, sent mig fourt, bjargað sjálfum sér, og eg skyldi ekki segja eitt einasta orð til að álasa? honum. pað var vín á foorð- inu. Hann helti í foikar og færði mér hann og við drukku'm úr honum bæði. Við drukkum þá úr sama bikar, herra landstjóri, og enn munum við úr sama bikar drekka. Við vorum gift, en heimurinn hefir reynt að skilja okkur. Hver af ykkur, sem hér er- uð, myndi ekki vera á móti heiminum í slíkri deilu? Myndi ekki maðurinn þinn, frú Wyatt, halda þér, j þótt állur heimurinn vildi taka þig frá honum? Segðu þá eitthvað mínum manni til varnar!” “Þau -elska hvort annað, Frank,” -hrópaði frú Wyatt. “Hafi hann óhlýðnast konunginum,” hélt kon- an mín áfram, “þá gerð hann það isökum sóma okkar beggja. Hann flúði burt úr Virginíu sökum þess, að eg vildi að við gerðum það. Hefði hann verið kyr, foerra lávarður, og hefðir þú viljað elta mig aftur, þá -hefðir þú 'mátt ferðast langa leið. Hvers vegna veittir þú okkur eftirför nóttina, sem við flúðum í veðri, sem þá var. Tunglið kom fram undan skýi, og þú -stóðst þar á bryggjunni fyrir ofan okkur og hrópaðir til þeirra, sem á eftir þér voru, að flýta sér. |Við hefðum skilið þig þar eftir og farið ein niður ána, -sem var ægileg eins og dauðinn. Hvers vegna hljópst þú niður tröppurnar og réðist á prest- inn? Og -hann, sem hefði gdfað fleygt þér í ána, þar sem dauðinn var þér vís, kastaði þér í bátinn. Við óskuðum ekki eftir samfylgd þinni og við hefð- um með ánægju farið án þín. Eg vona, að þú hafir skýrt rétt frá þessu og hafir sagt þeiin, sem eru hér, að maðurinn minn hafi farið með þig í alla staði sæmilega, þótt þú værir fangi, sem hann kærði sig ekki um að ihafa. Eg þori að leggja eið út á það, að þú ha/ir gert það, herra lávarður.’- Ifún stóð þegjandi og horfði á hann. Menn- irnir hreyfðu sig í sætum sínum, og á milli þeirra brá fyrir augnaleiftri, sem var eins og glampi af brugðnu'm sverðum. “Herra lávarður,” hélt hún áfram, “Það er langt síðan að þú ávanst þér hatur frá mér; ef þú vilt ekki líka ávinna þér fyrirlitningu mína, þá tala þú sannleikann í dag.” Hann hafði ekki augun af henni, og það brá fyrir, kynlegum glamp í augum hans, er hún bar fram þes-sa djarflegu áskorun. Eg, sem hafði orð- ið að veita honum nákvæma eftirtekt, hafði lengi vitað, að hann elskaði hana með ástríðu, sem var ibæði mikil og ill. Alt í einu rak hann upp hlátur, sem lét mjög illa í eyrum. “Jú, hann fór nógu vel með mig. Fjandinn sæki sál hans! En hann er sjóræningi, góðin mín, -hann er sjóræningi, og sem sjóræningi verður -hann hengdur!” “Sjóræningi!” hrópði hún. “Hann er það ekki! pú veizt, rherra lávarður, að hann var það ekki. Herra landstjóri—” Landistjórinn gr-eip fram í fyrir henni: “Hann gerði sjálfan sig að foringja á ræningjaskipi. Hann tók spánversk skip og sökti þeim.” “Hvernig gerðist hann ræningjaforingi ?” sagði hún. “Á þann hátt, sem hinn hugaðasti maður á meðal ykkar hefði feginn viljað gerast ræningja- foringi, ef hann hefði haft kænsku og dirfsku til jafns við hann! Stormurinn, sem hrakti bátinn, sem við vorum í og öldurnar, sem ætluðu að svelgja okkur í sig, hröktu okkur upp á eyðiey, þar sem við biðum skipbrot. Þar var hvorki mat, vatn né skýli að fá. Um nóttina, meðan við sváfum, lagðist ræn- ingjaskip við eyna og u'm morguninn komu ræn- ’ingjarnir í land til þess að jarða foringja sinn. Maðurinn minn fór einn til móts við þá, barðst við þá, sem vildu verða foringjar á skipsins, hvern á fætur öðrum, og neyddi þá til þess að kjósa sig til foringja. Hann vissi vel, að -ef hann færi ekki burt af eynni sem foringi þeirra, myndi hann fara þaðan -sem fangi þeirra, og ekki hann einn. Hvað annað gat hann gert, herrar mínir? Eg bið ykkur að trúa því ekki, að hann ha.fi af fúsum vilja valið sér það líf. Sökt spánverskum skipum Já, vissu- lega; og hvað er langt síðan aðrir enskir herra- menn hafa sökt spánverskum skipm? pað er orð- in mikil breyting í heiminum, ef það er skoðaður stór glæpur að berjast við Spánverja í Vestur- Indíum, jafnvel þótt við eigum -ekki í stríði við þá heima fyrir! Hann barðist við þá á heiðarlegan hátt og hætti lífi sínu; hann gaf mönnum grið, og ræningjarnir kvöldu enga menn og svívirtu engar konur, meðan þeir kölluðu hann foringja sinn. Mundu þessi skip ekki hafa verið tekin, ef hann hefði ekki verið þar? Guð veit, að ef hann hefði ekki verið þar, þá hefði bæði skipum og bátuvn ver- ið sökt eða þau hefðu verið brend -og engir Spán- verjar, hvorki menn né konur hefðu róið í burt heil- ir í húfi, og 'beðið drengilegum óvin blessunar. Sjóræningi! Við vor*m öll fangar ræningjanna, og hann kom okkur klaklaust gegnum -hættuna. Hver hefir valið hugprúðum manni svo rangt nafn? Hefir þú gert það, lávarður?” Rödd hennar var skipandi og andlit hennar var kafrjótt af reiði. Lávarðurinn var fölur í framan og með 'hörkusvip. Hann horfði á hana, án þess að mæla orð.. “Við gætum slept spönsku skipunum,” mælti landstjórinn; “en þetta skip er enskt og fáni Eng- lands blaktir yfir því.” “Já,’ sagði hún, “og fovað um það?” Mennirnir hreyfðu sig aftur í sætum sínum. Landstjórinn slepti hönd konu sinnar og hallaði sér áfram í sætinu. “Þú verð mál þitt vel, frú,” mælti hann, “og þú gætir unnið það, ef herra Percy hefði ekki látið sér þóknast að skjóta á okkur.” Það varð dauðaþögn, er hann -hafði mælt þessi orð. Úti dró ský frá sólinni, og sólskinið streymdi inn um ferhyrnda gluggann inn í lyftinguna. Hún stóð í miðjum geislanum og var ásýndum eins og gyðja ,s-em er mönnunum reið fyrir ranglæti þeirra. Lávarðurinn stóð hægt upp úr sæti sínu, fölur í framan, og það var sem . eldur brynni úr augum hans, og þau stóðu augliti til auglitis hvort við annað. “Hefir þú ékki sagt þeim, hver skaut á þetta skip og -hver sökti ræningjaskipinu ?” spurði hún. “Hefir þú þagað vegna þess að hann er óvinur þinn? pú þykist vera riddari og heiðursmaður, Carnal lávarður, en þú ert skræfa og bleyði- menni!” “Orðið heiður hefir enga þýðingu í mínurn eyrum,” mælti hann. “Fyrir þig skyldi eg kafa niður ií dýpsta víti, sé annars n-okkuð dýpra til en það, sem eg brenn í núna dag eftir dag—Jocelyn!*’ “Fyrst þú elskar mig svona,” mælti hún, “þá gerðu nokkuð fyrir mig. Segðu þessum mönnum sannleikann, af þvií að eg ibið þig um það.” Hún færði sig nær ihonum og rétti fram hendurnar með spentum greipum. “Segðu þeim frá því, sem skeði, lávarður, og eg mun reyna að hata þig ekki. Eg skal biðja um styrk, til þess að fyrirgefa það illa, sem þú hefir gert mér. 0, láttu mig ekki biðja um þetta án þess að fá bænheyrslu. Viltu að eg krjúpi á kné fyrir þér?” ‘iEg set verð mitt sjálfur,’ mælti hann. “Eg skal gera það sem þú biður mig um, ef þú vilt leyfa mér að kyssa varir þínar.” Eg steig áfram og mér hraut blótsyrði af vör- um. Einhver greip um báða úlnliðina á 'mér að aft- TANLAC ER LANGBEZT SEGIR ALBERTA BÚI. Tanlac hefir bætt mér svo mikið, að eg lít út eins og annar mað- ur,” segir Petro. “Tanlac meðalið hefir gert mig að nýjum 'manni,” segir H. G. Petro, velmetinn borgari að Okot- oks, Alberta, Canada. “Áður en eg tók að nota Tanlac, þjáðist eg svo af meltingarleysi ofr stíflu, að mér fanst eg stund- »*"n ætla að kafna. Matarlystin var eins og gefur að -skilja undir -slík- um kringumstæðum orðin sama sem engin. Blóðrásin var í ólagi og þjáðist eg einnig iðulega af höfuðverk. Eftir að hafa lokið úr þremur fl-öskum, var eg búinn að öðlast -heilsu mína að fullu. “Eg hefi á mjög skömmum tíma þyngst svo mikið -og fitnað, að eg get ekki lengur notað sömu fötin. Tanlac er meðal, sem vert er að þekkja. Tanlac er bezta meðalið.” Tanlac fæst hjá öllum ábyggi- legu’m -lyfsölum. Varist eftirlík- ingar. Meira en 40 miljón flöskur seldar. Notið einnig Tanlac Vegetable Pills. an með heljar taki og dró mig aftur á bak. “Vertu ekki flón,” sagði Clayborne lágt í eyrað á mér. “Hnútarnir eru að rakna; ef þú lætur ekki alt vera, getur verið að -herðist á þeim!” Eg losaði hendurnar úr taki Ihans. Gjaldkerinn, sem sat næst honum, hallaði sér fram á foorðið og gaf hásetun- um tveimur, sem stóðu við gluggann, bendingu. Þeir gengu til 'mín og tóku hvor um -sinn handlegg á mér. “Gættu að þér, kafteinn Percy” mælti herra Sandys lágt. “Við viljum þé{ alt -hið bezta. Láttu hana fullkomna vörn sína fyrir þig.” “Segðu fyrst sannleikann,” mæl.ti -hún til lá- varðsins, “og komdu svo og sæktu launin, sem þú heimtar.” “Jocelyn!” hrópaði eg. “eg skipa þér” Hún leit til mín. Andlit hennar var náfölt. “Hér eftir skal eg vera þér hlýðin kona alla mina æfi,” mælti hún, “en í þetta skifti bið eg þig að af- saka mig.......Talaðu, lávarður.” Hann hló hlátri hinna fordæ'mdu, um leið og -hann -sneri ér að landstjóranum. “Sagan, sem eg skemti ykkur með daginn, sem þið -björguðuð mér, var ékkert nema heilaspuni,” sagði hann. “Kalda- -baðið í sjónum hlýtur að hafa riuglað skynsemi mína. Sá Ihunangs-sæti drykkur, -sem eg á fyrir höndum að drekka, hefir kcrnið vitinu fyrir mig aftur. Það var pppreisn á skipinu, sem sökk fyrir framan augun á ykkur, herrar mínir, og ástæðan var -sú, að skipshöfnin, sem var -sjóræningjar, og foringinn, þessi maður, sem þarna stendiur, voru ó- sammála. peir vildu ráðast á ykkur, vaða upp á skipið ræna ykkur og derpa, eins og þeirra var vani, en hann setti sig upp á móti því, og það svo kröftu- lega, að líf han-s var sama se/m tapað. Eg hel-d í sannleik, að hann hafi slept foringjastöðunni þá og sag-t þeim, að þeir skyldu fara að eins og þeir væru menn til. Hann átti engan þátt í því, að á ykkur var skotið úr fallbyssunum; r-æningjarnir gerðu það, án þes-s að spyrja leyfis. Hann hafði öðru að -sinna þá. Það var engin þörf á því, herr- ar mínir, að -skipið rækist á rifið, til þess að þeir, s-em á því voru, færust, en þið frelsuðust. Hvers vegna haldið þið, að skipið hafi snúist af réttri stefnu og brotnað í spón á klettinum, sem, til allrar hamingju, var þar í sjónum?” Mennirnir umhveríis borðið stóðu á öndinni af undrun og einn eða tveir— Til skálds. Þinn andi er orðinn annar, þín augu rauð og sljó, þú horfir út í -húmið þú hefir enga ró. Eitthvert undra-lögmál á enni þitt er skráð, þú færður ert i fjötra mér finst það nornaráð. Þó syngirðu um s-ól og sumar, það sendir engan yl, þó stuðlir þú stef um ástir, ei stuðla þá eg skil, hljóð frá úthafsöldum, eru í þínum róm, þú hefir dæmt til dauða -þín dásamlegu folóm. Eg leitaði í lundi þínum, lá þar fö-lnuð rós Eg horfði á sjafnarsali, en ,sá þar ekkert ljós,- á arninum var aska, hvar áður kynt var bál. Á ástin enga strengi inst í þinni sál? R. J. Davíðson. RJOMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl- una. Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITFD ——8—«W1 ■ I il I I II— 'milll

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.