Lögberg - 27.03.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.03.1924, Blaðsíða 4
Bls. 4 é LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MARZ 1924 i Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tal»ixnart N«6»327 og N-6328 JÓN J. BILDFELL, Fditor Utanáskríft til blaðsins: THE COIUMBIA PHESS, Itd., Box 3172. Winnlpog, Man- Utanáskrift ritstjórans: EDlTðR LOCBERC, Box 3171 Winnipeg, H|an. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Nasablástur Rögnvaldar prests. Hún er ekki tiltakanlega löng, greinin hans séra Rögnvaldar í síðustu Heimskringlu til ritstjóra Lögbergs, ekki nema hálfur fjórði dálkur í blaðinu —óvanalega stutt hjá prestinum, og héldum vér, að hann gæti ekki 'komið jafn-miklu af nasablæstri og rangfærslum fyrir í jafn-stuttu máli. Hér á árnum, þegar vér vorum að reka vitleys- urnar og lýgina ofan í ritstjóra Voraldar sáluðu, þá vorum vér satt að segja orðnir dauðþreyttir á þeim viðbjóð, því hvað oft se'm það var gert, þá ibara braut hann upp á nýjum ósannindum og nýjum skynvill- um, og héldum vér þá, að sá maður væri allra manna snjallastur í þeirri list. En nú vitum vér og allur lýður, að það er prestur hér í Ameriíku, sem stendur manni þeim langt framar í ósannindum, útúrsnún- ingum og falsi. Langt mál ritar Rögnvaldur prestur um það, hvað Gröndal heitinn hafi meint með þessum al- ræmda ritlingi sínum, og kemst að þeirri niður- stöðu. að ekkert sé að marka skilning þann, sem skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran lagði í hann og þeir aðrir, sem þá töluðu opinberlega um ritlinginn, heldur sé það á færi hans eins að skilja það mál rétt. Jæja, prestur góður, því er sízt að neita, að þér finnist þú vera á báðum buxunum. En látum oss sjá hvað það var, sem Gröndal sagði, svo þú getir étið þetta ofan í þig, eins og flestar aðrar staðhæf- ingar, sem þú hefir gert í þessari deilu. Á blaðsíðu 4-5 i ritlingnum stendur: “Hvernig er meginhluti þess fólks, sem nú fer frá íslandi til Ameríku? Bláfátækir aumingjar og sá lakasti skríll, sem vér raunar megurn verða fegnir að losast við, eins og oft hefir verið viðurkent, að slikt fólk væri landi voru einungis til byrði, og þó einstaka efnamaður hafi flækst með, þá er svo lítið um, það, að varla er nefnandi; en þó má fullyrða, að enginn merkismaður hafi farið héðan til Vesturheims . . . . enn má geta þess, að allmargir af Vesturförum eru strokumenn, sem hafa svikist frá skuldum og ráða- leysis vandræðum, sumir strokið frá konum sínum og börnum — þetta er nú ein tegund framfaranna, og sýnir það, af hvaða efnum fslendingafélagið i Ameríku er saman sett, ef félag skyldi kalla.” Finst nú séra Rögnvaldi, að rita þurfi langt mál um það, hvað með þessu sé meint? Finst hon- um ekki, að það sé viðurstygð heimsku og sjálfbyrg- ingsskapar, að ætla að reyna að telja mönnum trú uvn, að -fjöldi manns, svo sem Einar H. Kvaran, og Vestur-íslendingarnir allir, sem skutu saman um þrjú þúsund krónum og sendu Jóni heitnum Ólafs- syni, þegar hann var dæmdur í sekt fyrir að halda uppi heiðri Vestur-íslendinga á íslandi í sambandi við þetta nið, hafi ekki vitað hvað þeir voru að segja eða gjöra í því efni? Oss getur ekki annað fundist, en að sá maður, sem heldur slíku fram, eigi ekki lengur samleið með mönnum í mannlegu fé- lagi, heldur ætti að vera, eins og sagt var um mann einn, “úti á sléttum að bíta gras með öðrum naut- gripum.” —lEitt atriði er það, í sambandi við ummæli Einars Hjörleifssonar Kvaran um þenna ritling, sem Rögn- valdur prestur minnist á, sem vér getum ekki gengið þegjandi fram hjá, og það er, að Einar hafi orðið að mótmæla ritlingnum sökuvn þess, að Lögberg, sem hann var ritstjóri við, og aðal-stofnendur blaðsins, hafi haft innflutningsmálin að atvinnu. petta, eins og fle-st annað í grein prestsins er tilhæfulaust slúð- ur. Einar Hjörleifsson Kvaran lét aldrei kúska sig til slíkra hluta, enda þurfti hann þess ekki með, því hann var frjáls að skoðunum sínum við blaðið, og enginn af stofnendum Lögbergs hafði atvinnu af innflutningsmálum á þvi tímabili, sem hér er um að ræða. En það var annar maður og annað blað, sem hafði það—'blaðið Heimskringla, því í .skýrslum ak- uryrkjumála deildarinnar í Öttawa stendur, að nokk- ur þúsund hafi vérið send af því blaði ókeypis iheim til íslands árið 1887, og það var lika ritstjóri þess blaðs, Frímann B. Arngrímsson, sciu aðallega stóð fyrir innflutningsmálum, að því leyti sem þau snertu íslendinga þá. Þetta er ekki sagt ihér í neinu niðr- unarskyni fyrir F.B.A., eða neinn annan heiðarleg- an mann, heldur til þess, að sýna og sanna, að Rögn- valdur prestur fer með staðlaus ósannindi, fals og slúður tí grein sinni, til þess að leitast við að villa mönnum sjónar á sannleikanum. Mikið far gjörir presturinn sér um að telja fólki trú um, að vér, vneð því, sem vér sögðum um grein doktors Ágústs Bjarnasonar, séum að sakbera alla íslenzku þjóðina og koma ábyrgðinni á hendur henni fyrir óvildaranda þann og litilsvirðingar, sem í þeir.ri grein kemur fram í garð Vestur-íslendinga, og ávalt hefi.r borið á hjá sumum bræðrum vorum á íslandi, siðan vesturflutningat hófust. En hætt er við, að sú tilraun hans nái aldrei tilgangi sínum, því allir, sem lesið hafa orð vor, sjá og skilja, að slíkur áburð- ur er 'með öllu staðlaus, og að honum er slengt fram til þess eins, að reyna að réttlæta afstöðu sína gagn- vart Vestur-íslendingum, og koma sér lí mjúkinn hjá mönnum þeim á íslandi, sem vilja hylja sekt sína undr hjúp cdrengskapar og ósanninda, ef nokkrir eru. Öllum mönnum er fullljós afstaða vor í þessu máli—sú, að mótmæla lítilsvirðingaranda þeim, sem lýsir sér í titlum þeim og ummælum, er oss Vestur- íslendingum hafa verið valin af vissum mönnum á íslandi fyr og síðar, og nú síðast af doktor Ágúst Bjarnasyni, eins og grein vor, "Vitnisburður doktors Ágústs Bjarnasonar um Vestur-íslendinga” ber með sér. Þar stendur: “Vér erum að hugsa um, hvað ó- skammfeilnin hjá doktor Ágúst Bjarnasyni og sum- um öðrum bræðrum vorum heima á ættjörðinni, í garð Vestur-íslendinga, muni geta gengið langt, áð- ur en þeir fara að skammast sín.” Hér er ekki hin minista ástæða gefin til þess að bendla þjóðinni allri við þetta mál, né heldur á nokkrum öðrum stað í gegnum alla þessa ritdeilu. Það er að eins lævíst hrekkjabragð, sem presturinn hefir beitt til þess að draga athygli manna frá því, sem var aðal atriði í málinu, >— því, að láta þá bræður vora heima, sem um oss Vestur-íslendinga tala eða rita, vita einu sinni fyrir alt, að vér erum menn alveg eins og þeir en eng- ir fáráðlingar, sem þeir eigi rétt á að hirta eða lítils- virða eftir vild, og að þeir, sem slíkum hnútum hafi kastað að oss eða kasti, verði að hætta því, ef um nokkra samúð geti verið að ræða. En að vér höfum ætlað oss að níða alla íslenzku þjóðina í sa'mbandi við þau ummæli vor, er .sá fyrirlitlegasti, lítilmann- legasti og aulalegasti áburður, sem hægt er að láta sér detta í hug. Nei, þjóðina íslenzku höfum vér aldrei nítt, og það hefir enginn maður gert hér vestra neitt nálægt því, sem Rögnvaldur prestur sjálfur í fyrirlestrum sínum, er hann flutti hér í Winnipeg eftir hina siðustu íslandsför sína, sem hann þorði ekki að birta; og er ekki laust við, að lof hans um hana nú láti heldur illa í eyrum. Enn er séra Rögnvaldur að skeyta skapi sínu á kirkjufélaginu, sevn hann hefir verið að bisa við að sverta nú upp í um tuttugu ár, en sem, eins og allir vita, stendur í meiri blóma nú, en það stóð, er hann byrjaði það starf sitt. Margt er það, sem séra Rögnvaldur hefir fundið kirkjufélaginu til foráttu lí öll þessi ár. En hann hefir aldrei fyr, að því er oss minnir, gert drengskap kirkjufélagsmanna að um- talsefni. í siðustu grein sinni er hann að reyna að telja mönnum trú um, að um slíkt sé ekki hjá þeim að ræða, og að það sé alveg satt, sem doktor Ágúst Bjarnason segir í “Iðunni”, að .hann Rögnvaldur Pétursson beri drengskapar framkvæmdir Vestur- fslendinga á herðum sé,r — ekki að hann sé dreng- skaparmaður, heldur að hann gangist fyrir flestum drengskapar verkum á meðal Vestur fslendinga, og vesalings presturinn heldur virkilega, að þetta sé satt, að það sé sára litið um drengskap á meðal Vest- ur-íslendinga að ræða, að sér einum undanskildum,. og alls ekkert hjá fólki kirkjufélagsins lúterska. það er naumast hægt að gjöra annað en forosa að þessum barnaskap hjá prestinum, eða hver eru þessi miklu drengskaparverk hans og Únítaranna íslenzku í Vesturheimi? Þó vér séum allir af vilja gerðir, þá getum vér ekki komið auga á þau. Það eina, sem er sjáanlegt, eru fjórir kirkjuskrokkar, tveir í Winnipeg, einn á Gimli og ,sá fjórði nálægt Otto P.O., Manitoba, og hafa Ún'itararnir í Boston bygt þá alla, en þeir ekki. Ef að það eru nokkur önnur vegsummerki um, að þeir hafi verið til á meðal Vestur-íslendinga, þá höf- um vér ekki komið auga á þau. Kirkjufélagsmenn- irnir lútersku, þessir vesalingar, sem, eftir stað- hæfingu Rögnvaldar prests, eiga að vera án dreng- skapar, hafa aftur bygt kirkjur í öllum hinum stærrri sveitum Vestur-Jslendinga fyrir sitt eigið fé, og prédikað í þeim feðratrú sína í fimtíu ár: bygt gamalmenna heimili og skóla, líka fyrir sitt eigið fé, og starfrækt þær stofnanir til fleiri ára. Á ihvoru starfssviðinu hefir nú dremgskaparin3 gætt meira? Kirkjufélagið hefir beitt öllum sinum kröftum í hálfa öld til þess að halda íslendingum saman bér í dreifingunni utan um trú og tungu feðra sinna, og fúsir lagt á sig erfiðleika þá, sem því starfi hafa verið samfara. Rögnvalduri prestur og Únítarar foafa foeitt öll- um sínum kröftum til þess að sundra þeim félags- skap og leiða menn og konur í burtu frá feðratrú sinni og þeirri íslenzku menning, sem í foenni er fólgin, út í skynsemistrú, eða algjört stefnuleysi í trúmálum, með aðstoð peninga frá Boston. Ef að séra Rögnvaldur kallar slíkt drengskap, þá er hann um það. Vér köllum það hið lúalegasta lífsstarf, sem nokkur maður getur leigt sig til. Presturinn mælist til þess, að vér segjum honum og almenningi með fovaða “trúðuleik” að foann hafi farið. petta virist oss ekki ósanngjarnt, þó að oss finnist sá leikur hans sé nú orðinn foonum og al- menningi vestan foafs nokkuð ljós. En til þess að það verði ekki of langt mál, skal fljótt yfir sögu farið, og þar foyrjað, sem Rögnvaldur prestur var búinn að stýra framtíðarmálum og félagsskap Úriít- aranna íslenzku í Vesturheimi upp á iþað sker, sem þeir hefðu aldrei losnað af, ef ekki foefði verið gripið til nýrra ráða. pau ráð voru, að skifta um föt— fara úr Únítarafötunum—leggja niður Únítaranafn- ið—‘hætta að vera til, en mynda nýjan kirkjulegan félagsskap, sem stæði á sama trúargrundvelli og þjóðkirkjan á íslandi, og það er gert—Sambandsöfn- uðurinn í Winnipeg er myndaður, kirkja bygð og fólk gengur í söfnuðinn, 1 þeirri vissu, að ekki sé um neina undirihyggju að ræða, og kennimaður er fenginn heiman frá íslandi, sem óefað kom hingað í bezta tilgangi og með þeim ásetningi, að láta sem mest gott af sér leiða. Og fovað er svo að þessu? Það er það að þvi, að þegar alt er ikomið á laggirnar, þá sézt, að Únít- ararnir hafa aldrei farið úr fötunum—að þeir eru þeir sömu, og þeir áður voru Það er það að þvi, að foornsteinn félagsiskaparins er enn austur-í Boston, en ekki á íslandi pað er það að því, að Sambands- söfnuðurinn er ómyndugur—á ekki neitt. Kirkjan nýja og prestshúsið er eign Únítaranna í Boston, að kirkjueignin gamla á Sherbrooke stræti, er eign fjögra manna, Árna pórðarsonar á Gimli, Magnúsar Péturssonar í Winnipeg, Rögnvaldar prests Péturs- sonar í Winnipeg og Friðriks Sveinssonar málara, sem lika á .heima í Winnipeg; og að Sambandssöfnuð- urinn á ekki heldur hið minsta tilkall til þeirrar eignar, að því er séð verður; að bankaviðskifti Sam- bandssafnaðarins eru ekki gjörð í hans nafni, foeld- ur í nafni Fyrsta Únítara safnaðarins í Winmipeg, eins og ávísan sú, sem foér er prentuð og undirskrif- uð er af féfoirði Sambandsafnaðar, sem þá var, ber meg sér; — að það eru Únítarar, með styrk Únítara félagsims i Boston, sem þessa aðferð notar, til þess að ná foaldi á íslenzku fólki í Vesturheimi og tvístra hinum trúarlegu skoðunum þess og sundra þeim kirkjulega félagsskap, sem á meðal þeirra foefir verið og er, og að það er Úr.itarinn Rögnvaldur Pét- ursson, sem er aðal persónan í þeim ógeðslega leik, með Samibandssafnaðarnafnið fyrir peð eða agn á skákborði sínu. ipað er það sem að er. Á móti ær- legri og hreinni samkepni í trúmálum er ekkert að segja, en aðferð sú, sem Rögnvaldur prestur nú notar, er trúðuleikur af verstu og lægstu tegund. Enn ritar Rögnvaldur prestur langt mál um minningarrit íslenzkra hermanna, og gengur þar al- gjörlega fram hjá þeirri staðhæfing sinni, að Colum- bia Press prentfélagið foafi ætlað að setja konunum $5,000 meira en þær gátu gefið það (ritið) út fyrir. En í staðinn fyrir að standa við þessa staðhæfingu sína, kemur hann nú með tilboð það, sem Viking Press gjörði í það sama verk, sem þó kemur málinu ekkert við. Það sem mál þetta byggist á, er tvent: Fyrst, verðið, sem Columbia Press prentfél. bauðst til að gera verkið fyrir, sem var $12,387 fyrir 1,500 eintök. í öðru lagi: fovað konurnar þurftu að borga fyrir það sama verk, eða með öðrum orðum, fovað bókin kostaði þær fullgerð. Það foefir þegar verið takið fram, að aukakostn- aðurinn við þessi 500 eintökog myndaplöturnar, nemi $3,400, og dregst sú uppfoæð frá tilboði Columbia Press félagsins, og eru þá eftir $8,987. Enn fremur tókum vér fram í fyrri grein vorri, að verð á pappír hefði komið niður frá því að tilboðið var gert og þangað til að samið var um verkið við Viking Press. um 4 cent pundið, sem nemur $270, og sem einnig má dragast frá tilboði Columbia Press félagsins, og verða þá eftir $8,717, sem það hefði kostað Jóns Sig- urðssonar félagið að láta Columibia Press félagið Farseðla GANADIAN PACIFIC STKAMSHIPS BEINAR FERÐIR MILLI BRETLANDS OG CANADA Ef þér ætlið að flytja fjölskyldu yðar, frændur eða vini til Canada, þá skul- uð þér gæta þess vandlega að á eimskipafarseðlinum standi CANADIAN PACIFIC STEAMSIIIPS Það nafn tryggir yður beztu afgreiðslu, sem hugsast getur. Eimskip vor sigla meö fárra daga millibili frá Glasgow og Liverpool beint til Canada Frekari upplýsingar verða gefnar með ánægju án nokkurra kvaða að yðar hálfu af umboðsmönnum vorum. Einnig H. S. BARDAL, 894 Sherhrook Street, eða W. C. CASKY, (icneral AjJenl Canadian Pacific Steamships, 364 Main St., Wianipeg, Manitoba Eimskipa prenta bókina. í sambandi við verðfallið á pappírnum, segir séra Rögnvaldur, að vér förum rangt með, því Vik- ing Press foafi lagt til 120 punda pappír í foana í stað 100 punda pappírs. Rangt er það fojá prestin- um, eins og flest annað af staðfoæfingum foans. Bókin er ekki prentuð á 120 pUnda pappír, foeldur á 80 punda pappír, og var verðmunurinn á honum enn þá meiri en vér höfum reiknað. pá skal athugað, fovað Jóns Sigurðssonar félag- ið varð að borga fyrir bókina, og tökum vér tölurn- ar úr skýrslum félagsins, sem foafa verið staðfestar af löggiltum yfirskoðunarmanni og auglýstar í opin- berum blöðum. Árið 1922 borgaði J.S. félagið fyrir prentun $1,971.47; árið 1923, borgaði það fyrir prent- un $2,993.88, en árið 1924 ibera reikningarnir með sér, að það borgaði $3,315.50, sem til samans gjörir $8,280.85, auk sölulauna, sem námu $264.00-, sem er $437.00 minna heldur en Columbia Press ifélagið bauðst til að gera verkið fyrir í fyrstu, og munu fáir verða til þess að segja, að sá sparnaður sé út- gefendum hagnaður, sem kunna að meta frágang bóka. Séra Rögnvaldur segir, að frá sinni hlið sé útrætt um þenna lið málsins. Hann hefði átt að hafa vit á því í byrjun, að blanda aldrei Minningar- ritinu inn í þessar deilur, því foann hefði mátt vita, að það gat fovorki orðið ihonum sjálfum né prent- smiðju foans til sóma. Allmikið masar presturinn um þátttöku vora í fjársöfnun til skólasjóðs Vestur-íslendinga, eða réttara sagt, Minningarsjóðs Doktors Jóns Bjarna- sonar, og foneykslast átakanlega á því, að vér skul- um nefna skólann skóla Vestur-íslendinga og skóla- sjóðinn skólasjóð Vestur-íslendinga, því að Vestur- íslendingar og kirkjufélagið eigi ekki samnefnt! petta þykja oss fréttir. Vér foéldum satt að segja, að fólk kirkjufélagsins væri vestur-íslenzkt fólk; vér sjáum ekki, hvað annað það gæti verið. Máske að presturinn haldi, að hann sjálfur sé nú orðinn Vestur-íslendingar, eins og hann og doktor Ágúst Bjarnason segja, að hann sé persónugjörfing dreng- skapar þeirra! Það er ekki gott að vita hvað manni eins og foonum kann að detta í hug. Samt finst oss endilega, aði fólk kirkjufélagsins verði að kallast Vestur-íslendingar, fovað svo sem Rögnvaldur prest- ur segir. Árið 1915, þegar séra Rögnvaldur var að reyna að spilla fyrir fjár-söfnun vorri í Minningarsjóðinn, með grein, er hann ritaði 'í Heimskringlu 9. des. það ár, ber hann það á oss,að vér segjum ekki mönnum eins ‘,iskýrt frá sem skyldi” og að það væru “minni en meiri líkur til þess, að Dr. Guðmundur Finnboga- son fengist að skólanum.” Þessu svöruðum vér í Heimskringlu 23. des. 1915, og tókum fram, að ákæra prestsins væri blátt áfram “bull, sem ekki hefði einu sinni flugufót við að styðjast”. Samt segir hann í síðustu Heimskringlu, að vér höfum ekki foorið á móti ákæru sinni. Annars eru umsagnir prestsins orðnar einkennlegar í þessu máli. í des. 1915 seg- ir hann, að líkurnar séu “minni en meiri” fyrir því, að Dr. G. F. yrði vistaður að skólanum; 20. febr. 1924, að vér höfum sagt, að ,’búið væri að vista Dr. G. F., og í marz 1924 að vér hefðum sagt, að í ráði væri að dr. G.F. yrði vistaður- E,f að nokkur maður get- ur fengið samræmi eða vit í þetta, þá tökum vér of- an hattinn fyrir honum. Vér leiðum vorn hest þar frá. í niðurlagi greinar sinnar finnur Rögnvaldur prestur sárt til þess, að -hann sé búinn að segja of mikið, og að menn muni vera farnir að þreytast á rit- gjörðum foans í þessu máli, og furðum vér oss ekk- ert á því. Vér láum honum það ekki. Furðan mesta er, að hann skyldi ekki finna til þess fyrri. En samt er það gleðiefni, þó seint sé, því á me.ðan að menn finna til sinnar eigin vanvirðu, er ekki vonlaust um þá. ---------o--------- Tímaritið. Sex kvæði eru eftir stórskáldin vestur-íslenz'ku í heftinu, þá Guttorm J. Guttormsson (2), séra Jónas A. Sigurðsson (3) og Sephan G. Stephansson. Kvæði Guttorms eru frumsamin og er annað iþeirra snjalt, “Flóttinn”. Þar er þetta erindi: SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Ef þér hafið ekki þegar Sparisjóðsreikning, þá getið þér ekki breytt hyggilegar, en að leggja peninga yðar Inn á eittlivert af vor- urn næstn Ctiliúum. ]>ar Iríða þeir yðar, þegar rétti límlnn kemur til að nota þá yður til sem mcsts hagnaðar. Union Bank of Oanada hefir starfað í 58 ár og liefir á þeim tíma komið upp 345 útibúum frá strörul til strandar. Vér bjóðuin yður lipra og ábyggilega afgreiðshi, livort sem þér gerið mikil eða lítil viðskifti. Vér bjóðimi yður að lieimsirkja vort mesta ítiliú, ráðsmaðiirinn og starfsmenn hans, munu finna sér ljúft og skyit að leiðbeina yður. OTIBÚ VOK EHU A Sargent Avc. og Sherbrooke Osbomc og Corydon Ave. Portago Ave. og Arlington I ,ogan Ave og Sherbrooke 491 Portage Ave. og 9 önnur útibú í Winnipeg Aö ALSICKIFSTOFA: UNION BANK OF CANADA MAIN and W ILLIAM — — WINNIPEG ‘Geng eg út á glæran ísinn. Guð minn, sumardísin Brosir gegn um gluggann sinn! Gegn um sVellsins silfurrúður Sé eg grænan skrúður, •— Sumar undir ís eg ifinn.” Eitt af kvæðum séra Jónasar er frumort, “Hálfur Máni”, Indíána höfðingi, ,sem, eftir að vera búinn að sjá borgardýrð hvítra manna, segir: “par sem fjöll við firði blána, Fæddur er—og deyja vil. Æskuvini—Indíána, Og áa tungu—bezt eg skil.-— pað sem enginn ætti að gleyma, Eftir varð, er burt eg fór: Eftir skildi fojartað heima— Harmur að því mér er stór.” Hin tvö 'kvæðin eru Vörn Brútus- ar úr “Julius Sesar”, eftir Shake- speare, og “Breafots tfoere a man with soul so dead”, eftir Sir Wal ter Scott, og er meistaraforagur á báðum þýðingunum. pá kemur Fjallaskáldið, Steph- an G. Stephanisson, með meistara- lega þýðingu á “Bofofoy Burns”. Hér er sýnihorn: „pín tign, minn herra, aðsótt er Mitt aðals-bréf í sjálfum mér, Minn metnaður, sem bóndi eg bý En foeindu þinni sjón að því Og gestum þínum öllum að, Hivert ykkar tign nær hærra en það! En tóusprengjum herrans hjá Við foáborðið-ei sitja má— Að skemta iþeim eg væntur var, Sem veizlu-trúður gleðinnar. En að eg leiki foirðfífl hér í foúsi þínu, skjátlar iþér! Eg iðka list—-ei léleg kaup. Eg leik ei fyrir spón og staup! Og rökkur grafar reifar mig Fyr Robert Burns svo lækkar sig”. Fjögur kvæði önnur eru i heft- inu auk gamanvísu eftir Pál Ól- afsson. Eftir Jósep Schram: “Hugsað heim”, laglegt kvæði. Tvær þýðingar, eftir Tómas Ben- jamínsson: “Gull” og “Auld Lang Syne”; báðar eru iþær þýðingar misfoeipnaðar, einkum foin síðar- nefnda, því í foana vantar alt, anda, form og skilning á máli því sem frumkvæðið er ritað á. — Fjórða og mesta kvæðð í foeftinu er ihið heimsfræga kvæði eftir Thomas Gray: “Elegy written in a Country Cfouroh Yard”, í ísl. þýðingu eftir E. J. Melan. Er það feykilega mikið verk og vanda- samt, ef þýðandinn á að ná mynd- um þeim, anda og efni, sem skáld- ið foefir pnýtt frumkvæðið með. Því um þetta kvæði hefir verið s&gt, að það hafi haft álhrif á alla i ljóðagerð í Evrópu, frá Danmörku ' til ítalíu, og frá Frakklandi til Rússlands, og er af öllum talið eitt af meistaraverkunum í foeimi | ljóðlistarinnar. Um þssa þýðingu i er það að segja, að hún hefir víða j tekist vel, þó að þýðandinn nái | ekki hugsun skáldsins og anda alls staðar í kvæðinu, svo sem í annari ljóðlínu í fyrsta erindinu. par stendur í frumkvæðinu: “The lowing herd winds slowly over the lea”. Séra Melan þýðir þetta á íslenzku þannig: “og hjörðin yfir vanginn dreifir sér”, og nær það i hvergi nairri mynd þeirri, sem i Gray gefur í sinrii Ijóðlínu. “Lowing” meinar baul í kúm; j “winding slowly over the lea”— | það er, kýrnar ganga foaulandi yf- ir engjarnar til stöðuls. Fyristu tvær ljóðlínurnar hjá Gray í níunda erindinu, ihljóða svo: “The fooast of heraldry, tfbe i pomp of ,pow’r, and all tbe beauty, all that wealth ever gave.” petta er í ísl. þýðingunni: “Því öll vor dýrðin, fremd og veglegt vald, og vegsemd, þótt foún berist lengst um foöf”, j sem nær naumast mynd þeirri, er j Gray bregður upp. j í tuttugasta og áttunda erind- | ínu kemur fram meiningarvilla. Það hljóðar svo hjá Gray: i ‘One morning I miss’d foim on tfoe custom’d hill, i along the foeath and near his fav’rite tree; i anotfoer came; nor yet ibeside the rill, nor up the lawn, nor at tfoe wood was he.” ísl. þýðingin er þannig: “Og daginn einn, að sínum vana sið, eg sá foann ekki beykitrénu hjá, annar svo hvarf, og litla lækinn við, um lund og grundir enginn meir hann sá.” Gray segir ekki að eins, að maður inn hafi horfið, foeldur að annar foafi verið kominn í hans stað, eða bendir á foina sí-áfrairthaldandi mannlífskeðju — að maður komi manns í stað. En þessi óná- kvæmni, sem vér foofum bent á, er foverfandi fojá því, sem vel er gert, og sumstaðar ágætlega, eins og þetta: “En daginn eftir grafin gröf foans var, í garðinn þarna lögðu þeir foans bein.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.