Lögberg - 22.05.1924, Side 4
Bls. 4
A
LC--ÍBERG, FEVITUDAGINN 22. MAÍ. 1924.
rmr
t
lCogbcrg
Gefið út Kvern Fimtudag af Thc Col-
umbia Pres$, Ltd., tCor. Sargent Ave. &
Toronto Str.. Winnipeg, Man.
TalHÍninri N-6327 N-6328
JÓN J. BILDFELL, Editor
Utanáokríft til blaðsin*:
rnt C0lUMR!t\ PftíSS, Ltd., Box3l7í, Winnlpeg, M.ail.
U tanAskríft ritstjórano:
fDiTOR 10CBERC, Box 3172 Winnipeg, Man.
The "Lögberg” ls printed and published by
The Columbia Press, Limited. in the Columbia
Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Konungs gersemi.
Hún er reglulegt konungs gersemi ritstjórnar-
greinin í síSustu Heimskringlu um fjárhagsástandiÖ
Manitoba, sem lengi mun lifa í minnum þeirra manna,
sem nú eru uppi og hjá eftirkomendum þeirra að þeim
látnum—lifa sem hámark blekiönaÖar þeirrar sann-
leikselskandi sálar, þess bjarta ljóss, sem Vestur-
íslendingum skein viö aðkomu hins nýja og fjölfróöa
ritstjóra Heimskringlu.
Eins og sann-mentuöum, lítillátum, hógværum og
auðmjúkum þjóni sannleikans samir, er hann aö
leiöa hina villuráfandi landa sína á eyöimörkum
Ameriku í allan sannleikann, að því er fjármál Mani-
tobafylkis snertir og Canada-ríkis, og yfir þeirri gæfu
fagna náttúrlega allir góÖir menn. En í þeirri gleði
hlýtur þaÖ aÖ vekja meira en litla hugarraun aö sjá,
aÖ sjón hans hefir ekki farið minstu ‘vitund fram
síðan hann /eit grein sína um það sama efni og í það
sama virðulega blað 30. apríl síðastl, — hefir meira
að segja farið aftur, því nú sér hann ekkert með sín-
um eigin augum, heldur í gegn um hornspanga-
gleraugu annara, og vill aö allir beygi sig í lotningu
fyrir skrifum þeirra, sem hann hefir lagt blessun
síns upplýsta anda yfir. .
Jæja, látum oss þá stuttlega athuga staðhæfing-
ar þessara manna, og endurtekningar ritstjórans
bqjdærða að Heimskringlu.
Það er þá fyrst, að reikningar Manitobafylkis
og Canadaríkisins eru með öllu aöskildir. Manito-
bafylki hefir sína fjármálalöggjöf út af fyrir sig, og
þegar herra ritstjórinn, eða félagar hans tala um
skatta Manitobafylkis, þá er, samkvæmt vorum ó-
. lærða hugsunarhætti og hversdagslegu venjum, átt
við skatta þá, sem stjórn fylkisins, eða réttara sagt
löggjafarþing fylkisins, leggur á fvlkisbúa. Sama
er að segjá, jiegar rætt er um skattalöggjöf ríkisins
og rikisþingið, og eru þau skattakerfi aðskilin með
öllu.
í grein sinni um fjárhagsástandið í Manitoba,
sem lærði ritstjórinn litilláti og hógværi, reit "1 blað
sitt 30. april s.h, er. eingöngu og aö eins að tala uni
fjárhagsástandið í því fylki, um fylkisskuldina, un:
kornuppskeruna i Manitoba, og að hún hefði hrokk-
ið til þess að greiða helminginn af sköttunum, sem
hefðu verið $52,225,000. Vér verðum að játa, <.ð
vér vorum svo fávíslega einfaldir að halda, að rit-
stjórinn ætti hér við fylkisskattana, eða skatta þá,
sem fylkisbúar greiddu til fylkisþarfa árið 1923, og
oss til afsökunar í því máli er páð, að hvorki hann
né heldur nokkur annar lærður eða ólærður, lifandi
eða dauður maður, minnist með einu einasta orði a,
að um ríkisskatt væri að ræða i þeirri grein.
I grein sinni nr. 2 furðar ritstjórinn sig samt
mjög á þvi, að vér skulum rangfæra orð sín og
hugsanir svo mjög, að nefna þetta fvlkisskatta. og
brosir undur ánægjulegu brosi’ yfir þeirri spumingu
vorri, að “hvað átt sé við með uppliæð þeirri, er í
skatta framtalningu hans felst, umfram fylkisskatt-
ana og nemttr $30,968,753.91, og spyr svh með
mesta spekingssvip: “Já, hvað dettur herra aðal-
ritstjóranum helzt í hug, að hr. TJope meini með
“provincial” og “federal taxes”? ITvernig áttum vér
að fara að vita, hvað hi4: Hope meinti, þegar ekki
var með einu einasta orði minst á, í grein þeirri, sem
hér er un? að ræða, hvað hann hefði sagt, eða hvort
hann hefði sagt nokkuð ? Og satt að segja sjáum
vér ekki enn, hvað hann hefir meint með því, að
birta þessa áminstu grein, eftir að vera búnir að sjá
hrafl af henni í Hkr nema ef vera skyldi til þess,
að reyna að ögra stjórninni í Ottawa, svo hún hætti
við áform sitt með niðurfærslu á ríkissköttum, sem
þó hvorki blað þetta, sem ritstjóri Hkr. minnist á, né
heldur önnur afturhaldsblöð austurlandsins hafa get-
að, eins og kunnugt er.
Af orðum Hopes sjálfs er það ljóst, að hann
hefir ekki gjört sér neina sérlega rellu út af því, þó
grundvöllur sá, er hann hygði þessar staðhæfingar
sinar á, væri ekki sem allra ábyggilegastur. Til dæm-
is segist hann byggja staðhæfingar sínar um korp-
uppskeru í Manitoba fyrir árið 1923 á fjármálaræðu
Fieldings. En nú hefir hr. Hope hlotið að vita, að
þar var um að ræða iiætlun að eins, því Fielding
flutti ræðu síua í apríl 1923, áður en uppskera sú.
sem hér er um að ræða, var komin í jöröina og g?.t
því varla verið ábyggileg sönnunargögn fyrir hr.
Hope, né heldur neinn annan þá, og hún er það held-
ur ekki enn, og ef hr. Hope, eða hr. Halldórs, hefði
verið ant um að það sanna hefði komið fram í þessu
sambandi, þá hefðu báðir mennirnir bygt staðhæf-
ingar sinar á skýrslum hlutaðeigandi stjórna, því það
var þeim báðum innan handar. Þá er að minnast á
skattatölur1 jjieirra stallbræðranna, Hope og fHall-
dórs.
Hope segir, að skattur sá, er Manitobabúar
greiddu til Dominion stjórnarinnar árið .1923, hafi
numið $25,500,000. Sú staðhæfing er heldur ekki
bveð á opinberum skýrsluni, þó þær að sjálfsögðu
hafi þá verið fáanlegar, og verðum vér því að biðja
ritstjóra Hkr. að skýra, hvaða skattar það séu, sem
Manitobabúar hafi borgað til ríkisþarfa það ár og
nema þessari feikilegu upphæð. Oss er að vísu ljóst,
að þeir borguðu á milli fjögur og fimm miljónir doll-
ara í tekjuskatt það ár, en ekki um hina upphæðina—
aðal-upphæðina, um tuttugu og eina miljón.
Fylkisskattinn telur hr. Hope og Halldórs að
vera $7,500,000. En því ekki $10,616,567.32, eins
og útgjöld fylkisstjórnarinnar námu það ár? Hvem-
ig fór fylkisstjórnin í Manitoba að ná í mismuninn?
Sannleikurinn er sá, að þetta er alt saman slumpa-
reikningur út í bláinn hjá herrunum báðum, til þess
eins færður í letur, að sýna að bændastjórnin í Mani-
toba og frjálslynda stjórnin í Canada séu að sökkva
landinu í óbotnandi skuldir, og ekki að eins það,
heldur að þær séu að gjöra Manitobafylki gjald-
þrota og ríkisskuldina óbærilega. Hope segir þetta
meira að segja sjálfur, því hann kemst svo að orði:
“The situation is impossible for the financially em-
barrased taxpayers”. Er það svo sem ekki auðvitað,
að efnalegt ástand þess manns, fylkis, eða rikis, sem
er í slíkum kröggum og þeir Hope og Halldórs segja
að Manitoba fylkishúar séu í, er émögulegt—þegar
svo er komið, að tekjur þeirra eru að eins $26.800,-
000, en skattkvaðirnar $52,225,000, auk allra annara
útgjalda? En það er einmitt það, sem báðir þessir
menn vilja vera láta.
Þegar vér bentum á, að ef ritstjóri Hkr. vildi
telja fram þessa feikilegu skatta upphæð, þá yrði
hann líka að telja fram allar tekjur manna, til þess
að mæta þeim, þá fórnar hann upp höndunum og
segir: ,‘Sussu, sussu, nei,” eg tala ekki um neitt nema
korn, og ekkert annað kemur málinu við. Ekki vit-
um vér, hvort þetta er af partísku eða einhverjum
öðrum hvötum, en eitt er vist, að það er alveg ný
fínansfræði, þegar um' útgjaldalið er að ræða, að
þá skuli ekki mega benda á tekjulindirnar jafn-
framt.
Ritstjóri Hkr. hefir tekið sér fyrir hendur að
sverta land þetta, er nú fæðir hann, sem mest hann
má, og til þess að geta gert það á sem áhrifamestan
hátt, þá hefir hann tekið upp það ráð, að mikla erf-
iðleika þess sem mest, en stela undan því, sem því
er til málsbóta, setja svo upp spekingssvip og segjí:
“Svona á það að vera, af því að eg segi það.” Hvers
vegna að maðurinn gjörir þetta, er oss ekki ljóst, en
eitt er þð víst, að hann gjörir það ekki þessu landi
til lofs, eða þeim, sem það byggja, til gagns.
Þá minnist ritstjóri Heimskringlu á skttld
Manitobafylkis, og gefur í skyn, að vér höfum farið
með fals, þar sem vér í síðasta svari voru til hans
tókum fram að hún, samkv. fylkisreikningunum síð-
ustu, væri $67,914,094.56, og að sá hluti' hennar, sem
væri óarðberandi næmi $27,622,898.02. Og til þess
að sýna, að sú lúalega aðdróttun ritsjórans sé stað-
leysa ein, prentum vér upp part þann úr fylkisreikn-
' ingunum, sem um þetta atriði fjallar, og hljóðar svo:
2? ci &
<v V
u tí *C
"ö ’rt
3 O Q
® "2
> D
8« S
ó'S?
00
K.
CN
00
U ‘8’
co q
01
co
th
m
00
K.
OI
rn
VC
.C/5
w
>—t
H-H
S
<
HH
h4
h4
<
t—i
Dh
<
V
ci
j-i
C
o
£
b.0
c
’u
d
v
&
oi O
Q fO
vq vq
rn 00
00 o
Tj- ro
70
C
o
CQ
cn-
c
V
r-
c
c
l—
<L>
>
o
On
01
2 >,
£ -o
V <2> <U
P H -
u
O
to ^ Ph
& S S
c -.H tn
2 c ^
r\ ^
oi
O
i
Ot
01
vq
ot
01
rO
N
ro
%
rn
Vér látum svo lesendurna skera úr því, hvort
meira muni að marka dylgjur Heimskringlu ritstjór-
ans eða staðfestan reikning fjármálaráðherra fylkis-
ins.
Þeir. herrar, O’Leary og Halldórs, tala um ríkis-
skuld Canada í þessari einkennilegu áminstu grein
sinni í Hkr., og segja, að hún nemi $2,400,000,000, sem
er, eins og flest annað í þeirri makalausu grein, ósatt.
Því 31. des. 1923 nam hún $2,940,099,008.35.
En til þess að mæta henní hafði stjórnin þá í
vörzlum sínum það sem hér segir:
í viðlagasjóðum..................$ 34,924,859.55
í arðberandi innstæðum .. .. 625,704,296.88
Útistandandi hjá fylkisstjórnum 2,296,327.09
Peninga í bönkum o. fl.......... 462,744,175.91
Samtals.............$1,125,669,660.24
S4m gerir ríkisskuldina, umfram tryggingarfé það,
serri stjórnin á yfir að ráða, $1,814,429,348.11, eða sem
næst $201.60 á hvern einstakling í landinu. Og segj-
um, að sá partur fylkisskuldarinnar í Manitoba, sem
er óarðberandi, nemi um $45.00 á nef hvert, þá end-
urtökum vér það, að vér sjáum enga verulega hættu
á 'ferðum i landi, þar sem eins mikið er af náttúru-
auðlegð og verzlunarmagni og á sér stað í Canada, og
því engin ástæða fyrir ritstjóra Heimskringlu, né held-
ur neinn annan, að vera að úthrópa það fyrir örbirgð
og erfiðleika, og því ófyrirgefanlegra að vera að villa
mönnum sjónar með staðlausu slúðri til þess að geta
náð þvi lúalega takmarki.
Um þekkingu ritstjóra Lögbergs á afkomu og
hugsunarhætti vestur-íslenzkra bænda, vill hann ekki
rita langt mál eða dæma, en hann þekkir þá nógu mikið
til þess að segja, að lýsing ritstjpra Heimskringlu á
bændalýð Manitoba, þegar hann segir, að þeir hangi
á horriminni og séu að flýja land til þess að verða ekki
ölmusumenn, á ekki við þá, og mjög erum vér veik-
trúaðir á þá staðhæfingu ritstjórans í síðasta blaði
sínu, að nokkurn veginn allir íslenzkir bændur, sem
hann hafi talað við í nærfelt ár, hafi staðfest þann
sleggjudóm hans. Máske að hann vildi vera svo
góður, að opinbera nöfn nokkurra þeirra? — Að vísu
skal það játað, að hægt muni vera að finna íslenzka
bændur, sem óánægðir eru með kjör sín nú, og kannske
æfinlega—því það eru sumir menn, sem alt af eru ó-
ánægðir, — menn, sem voru mishepnaðir í sínu heima-
landi' og eru mishepnaðir hér og halda áfram að vera
það, þar til lífið er á enda, eins og Dufferin lávarður
sagði—nokkurs konar rekald á sjó mannlífsins. En
sem betur fer, gætir þeirra lítið a meðal vestur-ísl.
bænda, enn sem komið er.
Vér höfum þá lítillega drepið á flest þau atriði i
grein starfsbróður vors að Heimskringlu, sem vér
teljum nokkru máli skifta. Um hvefsnina í vorn garð,
sem mikið ber á í þessari áminstu grein, hirðum vér
ekki, því höfundurinn er auðsjáanlega með þeim ó-
sköpum fæddur og hefir ánægju af a.ð láta lærdóms-
vind sinn blása. En óneitanlega væri það ánægjulegra
fyrir hann og alla aðra, ef hann vildi reyna að talaeum
málefni þau, sem hann ræðir, með ofurlitlu viti, í stað
þess að vera að apast upp á aðra með slíkurn'remb-
ingi. .
-------o------
Sorbonne háskólinn.
Vinur vor, ritstjóri Heimskringlu, finnur ástæðu
í síðasta blaði sínu að fetta fingur út í umsögn vora
um Sorbonne stofnunina eða Sorbonne háskólann í Par-
ísarborg, og gefur i skyn, að réttara sé að nefna hann
sjálfan Parísar háskólann, eins og aðrir.
Vér erum náttúrlega þakklátir fyri’r allar leið-
réttingar, sem af góðum huga eru gerðar. En í þessu
tilfelli erum vér, því miður ekki vissir um, að leið-
réttingin sé búningsbót á staðhæfing vorri.
Sorbonne skólinn er gömul stofnun og ber nafn
sitt af manni þeim, sem lét byggja hann árið 1252,
Robert de Sorbon, sem var mjög mikilhæfur prest-
ur. SkóH þessi fékk brátt orð á sig, því til hans völd-
ust helztu úrvals námsmenn, sem höfðu ákvarðað sig
til þess að helga líf sitt kristindómsboðskapnum án
endurgjalds. Kensla öll í skólanum var ókeypis, því
kennararnir, sem voru sjö að tölu, kendu éndurgjalds-
laust. Þannig hélt þessi stofnun áfram ár fram af
ári og öld fram af öld-. Mjög kemur þessi skóli við
sögu Frakka og jafnvel fleiri þjóða, á öllum sviðum,
en þó einkanlega hvað trúfræðina snertír, því þar var
svo mikið mannval, að kirkju- og þjóðhöfðingjar
leituðu þar úrlausnar á vandaspursmálum sínum.
Og fram eftir öldum var Sorbonne skólinn einn af
allra helstu guðfræðiskólum Norðurálfunnar.
Árið 1852, eða rétt eftir miðja nítjándu öld, var
hin forna stofnun afhent Parísarborgarbúum gefins.
Var þá gamla byggingin rifin, en ný bygging og
glæsileg reist aftur á^ama stað, og er það hin al-
þekta Sorbonne stofnun, sem er ein af mörgum
byggingum, sem mynda Parísar-háskólann. , Aðrar
byggingar nafnkunnar, sem tilheyra þeim háskóla,
eru College de Pari's, Scotch College, lækna og lög-
fræða skólar, mjög glæsilegar byggingar, o. fl.
í Sorbonne byggingunni er aðal bókasafn há-
skólans og í henni eru kendar þrjár námsgreinir:
bókmentir, vísindi og guðfræði. Sorbonne skólinn
er bygging út af fyrir sig—ein af mörgum, sem
mynda háskóla Parísarborgar.
-------o------
1 kyrð og nœði.
Fyri’r nokkrum dögum sátum vér í horni á her-
bergi einu í húsi, þar sem fróðir íslendingar voru
að tala um landsins gagn og nauðsynjar, og hlustuð-
um á mál manna oss til uppbyggingar og ánægju.
f herberginu eða salnum var mannval mikiö.
Stórir menn og litlir menn, gáfaðir menn og lærðir
menn, ‘og snerist samtalið einkum um íslenzku blöð-
in, Lögberg og Heimskringlu, og bar margt á góma.
En einkanlega hneigðist það þó að hinni nýju upp-
götvun Dr. Oharles Henry, um þessar frumagnir,
eða loftagnir, sem Lögberg kallaði, en sem Heims-
kringla var að gera gys áð, og nefndi “frumeindir,”
eins og hann Dr. Ágúst Bjamason. Og fór sam-
ræðan aðallega fram á milli tveggja manna. Var
annar þeirra hár, hvatlegur og grannur, hinn stuttur.
digur og mjög íbygginn.
“Hún er merkileg, þessi uppgötvun hans Dr.
Henry í París, um hagnýting loftagnanna til orku-
afls,” sagði hái maðurinn granni.
“Þú meinar frumeindirnar”, tók litli íbyggni
maðurinn fram í.
“Er það þá vitleysa, að kalla þetta loftagnir?”
spurði sá hái og granni.
“Já, vitaskuld,” mælti hinn.
“Það er þó ekki vitlaust, að kalla það agnir, ef
loftinu er slept,” mælti hi’nn.
“Það gera engir lærðir menn,” mælti sá íbyggni,
“þeir kalla það bara frumeindir, segi eg, og eg veit
hvað eg er að segja.”
“En hvernig veiztu, að þetta séu frumeindir,
þar sem menn þykjast nú vera búnir að finna lífræn-
ar agni'r (”‘Electrons”J, sem eru enn smærri heldur
en þessar loftagnir, eg meina þetta, sem þú kallar
frumeindir en enskurinn “atoms”? sagði sá grann-
vaxni.
“Það kemur málinu ekkert við. Þegar eg segi
eitthvað, þá er það svo, og það ættuð þið græningj-
arir ykkar, að vita, og eg segi, að það hefir aldrei'
fyr i manna minnum átt sér stað, að atoms væru kall-
aðar loftagpir á íslenzku, og það er nóg.”
“Eru þessar agnir þá ekki í loftinu?” spurði sá
grannvaxni.
“Jú, vitaskuld eru þær þar,” mælti sá digri.
“Þær eru líka í borðinu þarna fyrir framan þig, í
stólnum, sem þú situr á, og í þér og mér.”
“Hvort heldur þú þá, að það séu agnirnar í loft-
inu, eða i þér, sem þessi Dr. Henry ætlar að láta
þessa vél sína sundra. Hugsið ykkur bara þá ægi-
legu ógæfu og það óbætanleea tjón fyrir menn og
málefni, 'ef helvitfs vélin skyldi nú sundra þér-*-”
mælti sá gránnvaxni.
Þegar hér var komið sögunni', leizt oss ekki á
blikuna og höfðum oss í burtu og kunnutn ekki að
segja þessa samræðu frekar.
Ritari þjóðræknisfélags IsL í
Vesturheimi.
Kæri vin!
lEf til vill ihefir Iþú heyrt þess
getið, að nokkrir menn, sem díval-
ið Ihöfðu vestan hafs, lengri eða
skemri tíma, tóku isig til .síðastl.
vetur og stofnuðu félag, er nefnt
var “Félag Vestur-íslendinga”.
Var talið sennilegt að þessir
menn Ihefðu eitt og annað sameig-
inlegt í fórum .sínum og að bæoi
gæti gagn og gaman ihlotist af, að
þeir héldu uppi félagsskap með
sér. Annað, se’m vakti fyrir mönn-
um með stofnun félagsins, var að
því mætti auðnast að stuðla ofur
lítið að auknum .skilningi og bróð-
urþeli með Austur- og Vestur-ís-
lendingum. Nefnd var kosin til að
athuga hvort ekki væri unt fyrir
félagið að gera eitthvað í þessa
átt. Er eg einn nefndarmanna og
kom okkur saman um að eg skrif.
aði þér og leitaði áliits og fullting-
is yklkar, er skipið stjórn pjóð-
ræknisfélagsins. Einkuín datt okk-
ur í ihug að við kynnum að geta
greitt eittvað fyrir mannaskift-
um með löndum vestra og hér.
Hefir verið ritað um það mál 1
ársrit ykkar, eins 0g kunnugt er.
þ lb,ráðina langar okkur til að
grenslast eftir áliti ykkar um
þetta:
1. Eru líikindi til að nokkrir séu
vestra, er vildu leita hingað til
norrænunáms við iháskólann, eða
til einhvers annars,
2. Er ylckur kunnugt um nokkurn
eða nokkra slíka menn?
3. Ef isvo væri, gætu þá menn
þessir iboðið upp á ókeypis dvalar-
stað vest»ra —lengri eða skemr!
tíma— gegn þvf að hljóta sjálfir
sömu kjör hér heima?
Okkur þykir efalaust að hér séu
menn, sem vildu sæta slíkum skift-
um, ef kostur væri á. Hitt vitum
við ekki hvort vestra eru menn, er
. vildu sæta þeim.
16 apr. ’24. Ingólfsstræti 22.
Þ Reykjavík.
1 Jakob Kristinsson.
Vorprófin.
Scholarships—
Science—Third Year;
Samson, Edw. Walter, $100.
Engineering—Fi'rst Year:
Ingimundsson, Carl, $100.
Agriculture—Fourth Year :
Anderson, H. S„ $50.
Medicine— 1
Fifth Year:
Thorlakson, Harold F„ iB.
Second Pre-Medical:
Stephenson, Earl, iB.
Thorleifsson, W. E„ 'II.
First Pre-Med.:
Peterson, Frank, iB.
Sigurdson, Ólöf, iB.
Arts—
Fourth Year:
Kristjánsson, Wilhelm, II.
Third Year:
Bildfell, Hrefna, II.
Bildfell, Jón, iB.
Peturson, Thordvaldur, iA.
Sigurdson, Stefania.
Sigurdson, Valgerður,
Stephenson, Harald Jón, iA.
Second Year:
Bildfell John A, iB.
Carson, Ohristian, iB.
Einarson, Einar, iB.
Johnson, Bergthora, II.
Melsted, Gordon, iB.
First Year:
Björnsson, Heiðmar, iB.
Jóhannsson, Thelma, II.
Jóhannson, Josephine, II.
Peturson, Margret, iB.
Sigurdson, Sigurjón, II.
Thorleifsson, Jóhann, II.
Science—
Third Year:
Samson, E. W„ iA.
Second Year:
Johnson, Helgi, iB.
First Year Science and
Medjc., Comb. Course:
Lindal, Jön, II.
Marteinsson. B.T.H., II.
Lazv—
Second Year:
Thorvaldson, G. S. ,iB.
First Year:
Johnson, J. R„ iB.
Engineering—
Fourth Year (’Civilj :
Long, G. F„ iB.
Sigurjónsson, Jón, iB.
Fourth Year (Electrical) :
Samson, J. J„ iB.
Third Year fElec.J :
Eggertsson, G„ iB.
First year ?Elect.J :
Ingimundsson, C„ iA.
Samson, S„ II.
Pre-Engineering—
Borgford, Thorstein, iB.
Mebfed. Thor„ II.
Peturson, F„ iB.
Pharmacy—
Second Year:
Hendrickson, V. J. II
Agriculture—
Fifth Year:
Olson, Björn, iA.
Fourth Year:
Anderson, H. S„ 1B.
Second Year:
Bergsteinsson, Eeifur, iB.
Thorvaldson, Thorv..
SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ
Ef þér ltafið ekki þegar Sparisjóðsreikntng, þá getið þér ekki
breytt hyggllegar, en að lcggja peninga yðar inn á eittlivert af vor-
um næstu fjtibúum. par bíða þeir yðar, þegar rétti tíminn kemur til
að nota þá yður til sem mests liagnaðar.
Union Bank of Canada hefir starfað í 58 ár og hefir á þeim tima
Jtomiíf upp 345 útibúum frá strönd til strandar.
Vér bjóðum yður Hpra og ábyggilega afgreiðslu, hvort sem þér
gerið mikil eða lítil viðskifti.
Vér bjóðum yður að heimsækja vort næsta í’tibú, ráðsmaðurinn
og starfsmenn lians, munu finna sér ljúft og skylt að leiðbeina yður.
CTIIÍÚ VOR EKU A
Sargent Ave. og Slierbrooke Osborne og Corydon Ave.
Portage Ave. og Arlington Logan Ave og Sherbrooke
401 Portago Ave. og 9 önnur útibú í IVinnipeg
Aí) ALSKRIFSTOFA:
UNION BANK OF CANADA
MAIN and WILLIAM — — WINNIPEG
SUMAR
XCURSIONS
Mai 15. til Sept. 30.
Golt <il aflnrkomu til 31. Okl:
AUOTOR GANAOA
VESTUR AD KYRRAHAFI
Páa daga í Jasper National Park—Canadian Rockies
Vér seljum farbréf til allra staða í heimi.
Alla Leið Með Brautum og Vötnum
Ef þér lrafiÖ vini í Evrópu, sem þér vilduð hjálpa til að
komast hingaÖ, þá komiÖ að sjá okkur.
TOURIST and TRAVEL BUREAU
N.W. Cor. Maln and Portage 667 Maln Street
PhoneA 5891 Phone A 6861
Margar Brautir Or að Velja Velja Með
Canadian National og Öðrum Brautum
Bccði á Sjó og Landi.
"