Lögberg - 29.05.1924, Síða 3

Lögberg - 29.05.1924, Síða 3
LöGBERG FIMTUDAGINN. 29. MAÍ. 1924. Bls. 9 Einn sunnudagsmorgun fór Kári út að Mosfelli til að iheimsækja skyldfólk sitt. Dvaldi Ihann þar til miðaftans, og reikaði sér síðan til ske'mtunar upp í fjallshlíðina. Hann geikk í hægðum sínum suður að Gljúfrá og settist á áhbakkann, rétt fyrir neðan rjúkandi fossinn. Sólskin skein á fossinn og jók það mjög á fegurð ihans. “Hivílík náttúrufegurð,” hugsaði Kári. “parna gnæfir bergbrúnin við iheiðbláann himininn, og foss- inn kemur fram af brúninni eins og stór, 'hvít kemba. Og Ihamarskútinn þarna undir miðjum fossinum,— skyldi nokkurt blóm spretta þar? Oig golgrænn hyl- urinn fyrir neðan, — skyldi nokkur lax vera að leika sér þar? Jú, iþarna kemur einn og stiklar upp fossinn, (það glampar á ihann í sólskininu, en straum- urin kastar Ihonum aftur ofan í hylinn. Og þarna kemur annar og sá þriðji, en alt fer á sömu leið. Já, svona fer oft fyrir okkur æskumönnunum, þegar við hugsum of hátt. Jæja, það er þó /betra að setja markið of 'hátt h'eldur en of lágt. Og svona fer oft fyrir mannsandanum, sem er öld eftir öld að glíma við, ihuldustu ráðgátur tilverunnar, en hann gefst ekki upp samt. ■— Nei, aldrei að eilífu komast lax- arnir upp fyrir pennan foss. Jæja, það er nú reyndár nógu gaman að ihafa alt af eitthvað til að glíma við. pað væri til dæfmis nógu gaman að klifra upp á Iham- raskútann iþarna bak við foissinn. Á eg að reyna það? Jú, eg held eg-verði að hætta á |það.” Kári tók af sér skóna, fór úr sokkunum og gekik berfættur upp að fossinum. Hann klifraði eins og köttur upp hamravegginn. Hann þreifaði fyrir sér O'g athugaði vandlega hverja ihrufu og skoru, er fyrir honum varð, og væri skoran nógu djúp, þá krækti hann ýmist berum fingrum eða berum tám í hana. Hann klifraði hærra og hærra, jþangað til Ihann var kominn á móts við ha'mraskútann. Þá varð hann að fara undir fossinn, til þess að komast inn í skútann, og skall bsljandi fosisinn á bakið á honum parna fékk eg þó einu sinni almennilegt steypi- ■bað,” hugsaði Kári. Hann skreið inn í skútann og sat þar góða stund frá sér numinn. Aldrei á æfi sinni hafði hann séð aðra ieins d(ýrð og undrafegurð. Hann starði í strauminn og sá mildan sólahbjarmann gegnu'm fosisinn. en til toeggja Ihliða ljómuðu titrandi regnbogalitir í fossúðanum. Það var eins og ótal skinandi perlur væru að ihrynja af himni ofan. Hví- lik skrautsýning! Nú varð ihann að yrkja að minsta kosti eitt kvæði meðan hann var í þessari ihrifningu. Og kvæð- ið kom óðara í huiga hans, eins og (því væri hvíslað að honum. Og nú varð hann að syngja. Hann stökk á fætur og söng iein;s hátt og hann hann hafði róm til: Einn eg sit í ha'mraskúta háum, Ihylur djúpur fyrir neðan gín, inn til mín svo Iblítt frá Ihimni bláum blessuð sólin gegnum fossinn skín, og í fossins úða ljóma, titra allir töfralitir regnbogans, ótal perlur hrynja, ihrynja, glitra, Ihvergi leit eg slíkan iðudans. Kári þagnaði. Hann íhafði varla heyrt til sjálfs sín, því að fossniðurinn dunaði í eyrum hans. Hann fór að ganga um hamraskútann og kanna ihvern krók og kima. Öðrum megin við fossinn skein sólin ó- hindruð inn í skútann, oig var þar dálítil grasrót en ekki sáust þar nokkur blóm, nema eitt blátt smá- blóm, sem gægðist upp úr grastónni. ipað var svo einmanalegt og deplaði tárvotum augum framan í sólina. Kári tók blómið upp með rótum og stakk því í vasa sinn. En nú birtist honum kærkomin sjón: Hann sá Álfaklett gegnum glitrandi úðann, og þarna var Þóra. Hún studdi sig við klettinn og starði á fossinn. Kári smeygði sér út úr skútanum, og skall þá fossinn aftur á bakið á honum. Hann stikaði með gætni niður ihamravegginn og settist á árbakkan. Hann fór í sokkana sína og lét á ,sig skóna, spratt síðan á fætur og gekk rakleiðis til Þóru. Hún stóð enn við Álfaklett. “Og þú ert komin hingað,” sagði Kári. “Ertu búin að vera hérna lengi?” “Eg er búin að standa hérna góða stund,” svar- aði Þóra. “Heyrðirðu til mín, þegr eg var að syngja bak við fossinn?” “Já, eg iheyrði óm af karlmannsröidd gegnum fossniðinp. Mér datt í hug ihvort álfarnir væru nú farnir að syngjar þarna í berginu.” “Og sástu mig þegar eg var þarna uppi í hamraskútanum ?” “Já, eg sá þig. Þú komst eins og huldumaður fram öðrum megin við fossinn. Og svo sýndist mér þú hanga í miðjum fossinum. pá greip eg höndun- um snöggvast fyrir augun. — En segðu mér eitt: Er ekki yndislegt að sjá sólina gegnum fossinn?” “Jú, eg hefi aldrei séð slíka dýrðarsjón.” “Er nokkur jurtagróður í hamraskútanum?” “Og fremur er það nú fáskrúðugur jurtagróð- ur. Það er ein lítil grastó.” "Og ekkert blóm?” “pað er ekkert blóm þar núna, því að eg tók eina blómið, sem þar var, og lét það í vasa minn.” “Er það fallegt?” “Já, það er fallegt.” “Viltu Iofa mér að sjá það?” “Já, eg skal lofa þér að sjá það, en þú verður þá að rétta fram 'hægri höndina”. Og Þóra rétti fram Ihægri höndina. “pú mátt eiga það.” sagði Kári og laumaði blóminul í Iófa hennar. “ó. — pað er gleym-mér-ei.” Þóra roðnaði og stakk blóminu í barminn. pað ar komið Ihaust og farið að grána í rót. Káldur norðangjóstur næddi yfir haf og hauður. Kári reið út með fjallinu og hafði storminn í fangið. Hann var á leiðinni í kaupstaðinn og rak tvo aburð- arklára á udan sér. Þorlákur hafði fengið bréf utan af strönd. par var munaðarlaust telpa, sem átti að fara að Hvam’mi. Það átti að senda hana inn í kaupstaðinn þennan dag, og var þorlákur beðinn að vitja Ihennar þangað. Hafði ihann því beðið Kára að taka á móti telpunni og reiða Ihana heim að Hivammi, úr því að Ihann fór í kaupstaðinn á annað borð. iNú ibeygðist vegurinn til auisturs, og Kári reið fyrir múlann á fjallinu. Blasti nú fjörðurinn við honum, og sá hann bát á sjónum, sem hjó og ruggaði mjög, því að það var farið að hvessa til muna, og aldan gnauðaði ömurlega við ströndina. “Hún er víst þarna í bátnum, litla telpan, sem eg á að sækja,” hugsaði Kári. “Elín heitir hún, ef eg man rétt.” Hann-lét hest sinn brokka niður að sjónum og svo inn með firðinum. En nú heyrði hann alt í einu barsgrát gegum stormþytinn. Það var eins og þetta kvein kæmi upp úr sjónum. Hann fór að hugsa um hafmeyjarnar, sem ginna sæfarendur með söng sán- um. Margar sögur hafði hann heyrt og lesið um þær, en lagði lítt trúnað á slíkar s’ögur. Og sv.o var þetta enginn söngur. Það var aðeins barnsgrátur. Kári stökk af ibaki og vék hestinum út af vegin- um, hljóp fram á sjávaihamrana og ihlustaði. Og nfl Iheyrði hann svo glögt, að barn var að gráta undir sjávarhö'mrunum. Hann gekk spölkorn inn með firð- inum, og varð þá fyrir honum brelkka með líðandi halla, sem náði niður í fjöru. Hann flýtti sér niður í fjöruna og aftur út með sjónum. Og nú sá hann litla stúlku, sem sat undir sjáv- arömrunum og var að gráta, og öldurnar sleiktu fjörugrjótið við fætur Ihennar með brimhvítum tungum. “Hivað heitirðu, igóSa mín?” Ispurði Kári og klappaði litlu stúlkunni á vangann. “Eg heiti Elín og er kölluð Ella.” “Og hversvegna ertu að híma ihérnal svona illa til reika?” “Eg er óhappatalan.” sagði Ella kjökrandi. “Eg var í ibátnum, en þá kom svo mikill stormur, og for- maðurinn fór að telja fólkið. Hann sagði að það væri óhappatala í bátnum.” “Nú skil eg Ihvemig í öllu liggur,” sagði Kári. “Þið hafið verið þrettán í tbátnum?” “Já”, sagð Ella snöktandi. “Og formaðurinn hefir verið ihræddur um að báturinn mundi söíkkva?” “Já” “Og áttir þú svo að ganga inn í kaupstaðinn?” “Já, en eg rata ekki. Hann pabbi minn er dáinn, og enginn er til að leiða mig.” Ella grét beisklega og skalf af kulda, enda var hún holdvot af særok- inu. “Eg skal reyna að vera pabbi þinn,” sagði Kári blíðlega. Hann tók Ellu í fengið, og hún lagði hend- urnar um hálsinn á honum. “Nú ætla eg að reiða þig fyrir framan mig inn í kaupstaðinn,” sagði Kári. “Ætlarðu þá að Ihætta að gráta?” “Já, sagði Ella og fór nú ofurlítið að glaðna yfir ihenni. Kári Ibar Ihana upp á sjávarbakkann, sömu leið og hann hafði farið niður í fjöruna. Hestarnir stóðu við veginn og settu ihömina í veðrið. Kári reiddi Ellu fyrir framan sig inn í kaupstaðinn, fór undir eins með hana inn í veitingahús, keypti mat og heita mjólk handa (henni og lét þurka fötin hennar. ,Svo fór Ihann með ihana út í /búð og sagði að ihún mætti velja sér hvaða barnagul'l sem hana langaði til að eiga. par ivoru margar brúður og allskonar glingur, en Ella leit ekki við því. “Mig langar til að eiga engilinn þarna,” sagði hún og benti á fagra engilmynd, sem Ihékk á 'búðarveggn- um. Og Kári gaf Ihenni ’myndina. Það var ko'mið niðamyrkur, þegar Kári reið heim tröðina í Hivammi með Ellu í fanginu. “Ekki veit eg hvar eg á að láta þetta ‘bam .sofa”, sagði Gróa. “Hún má sofa hjá mér,” sagði póra. Hún lét Ellu ihátta ofan í rúmið sitt, og Kári hengdi engil- myndina á þilið fyrir ofan rumið. En Ella gat ekki sofnað. Hún grét ofan í koddann sinn og fékk ákafan ekka. “Hversvegna ertu að gráta, Ella mín?” spurði póra. Hún mam'ma mín er dáin, og enginn er til að kyssa mig,” sagði Ella volandi. Eg skal reyna að vera mamma þín, elsku barnið mitt,” sagði Þóra. Hún lét Ellu lesa fagra kvöldbœn, þrýsti ihenni að brjósti sínu og bauð henni góða nótt með kossi. KRÓKUR A MÓTI BRAGÐI. Stúlkurnar ætluðu að fara að mjólka kýrnar. pær trítluðu fram göngin með 'mjólkurföturnar í Ihöndunum. Það var dálítill geigur í þeim, því að Kári ihafði verið að segja þeim svo ljóta draugasögu í rökkrinu. Máninn gægðist fram milli tveggja kol- dimmri skýja og g'lotti hæðnislega framan í þær þeg- ar þær komu út á Ihlaðið. pær óðu lausamjöllina í ökla og skálmuðu út að fjósdyrunum. Anna opnaði dyrnar og leit inn í rangalann. “Æ! æ! æ! æ!“ hljóðaði ihún og kastaði mjólk- urfötunni frá sér í snjóinn. Og Þóra gægðist með hálfum huga inn í rangal- ann. ‘ó! ó! ó! ó!” æpti hún og kastaði sinni mjólk- urfötu iíka í snjóinn. Þær snéru báðar við stukku iheim hlaðið með öndina í hálsinum. Stóð af þeim stormur mikill, og ■snljórinn gusaðist út frá fótunum á þeim. Þær þutu inn í foæjardyrnar, en komust ekki lengra, því að þar stóð Kári fyrir þeim og varnaði þeim inngöngu. Hann breiddi út faðminn á móti þeim, og þær kunnu ekki við að vera að folaupa í fangið á foonum. “Farðu frá, Kári,” sagði Þóra og brýndi raust- ina. “Við þurfum að flýta okkur inn.” “Já, farðu, farðu, farðu, fljótt, fljótt,” æpti Anna. Hún þreif í Ihægri handlegginn á Kára, en gat ekki foifað Ihonum. “Hversivegna látið þið svona óhemjulega?” spurði Kári glettinn. “Það er draugur í fjósrangalanum,” sagði Anna titrandi af hræðslu. “Draugur í Fjósrangalanum,” át Kári eftir henni. “Ekki vil eg væna ykkur um ósannindi, en þessu á eg samt foágt með að trúa.” “pað er nú sama, hvort þú trúir því eða ekki,” sagði póra sárgröm. “Við sáum 'hann foáðar með okkar eigin augu'm. Hann skældi sig framan í okkur, þegar við opnuðum fjósdyrnar.” “Nú, mér þætti gaman að sjá framan í hann.” Kári lét all-drjúglega. Hann reyndi að tala kjark í stúlkurnar og foað þær að fylgja sér út að fjósdyr- unum. “pú verður þá að ganga á undan okkur,” sagði póra og leit til Kára með augnaráði, sem lýsti full- komnu trúnaðartrausti. Jú, Kára þótti það ekki nema sanngjarnt, að foann gengi á undan þeim. Og svo skálmuðu þau öll út að fjósdyrunuöi. Tunglið varpaði daufri skímu inn í rangalann, og þarna stóð draugurinn, illúðugur og ægilegur, með skökk augu og skældan munn. Stúlkurnar tóku nú að hrína og ihörfuðu aftur á bak, en Kári stappaði í þær stálinu. - “Miklar skræfur getið iþið verið, að láta svona ólhemjulega”, sagði foann foyrstur. ‘‘Nú skuluð þið standa grafkyrrar í sömu sporum og horfa á mig meðan eg er að glíma við drauginn.” Og sivo fór hnn að tala við drauginn: “Viltu gera svo vel að foypja sig í Iburtu, þinn illi þræll. Á eg að taka í lurginn á þér? Þú skalt vita, að það er ekki mér einum að 'mæta. Hér eru tvær kvenhetjur, sem geta ihjálpað mér.” “Æ, vertu ekki að tala við ihann,” sagði Anna kjökrandi. Draugurinn var ihvergi smeykur. Hann skældi sig framan í Kára og vildi ekki víkja. Kári slcopaði nú skeið inn í rangalann og ræðst á drauginn, slær af ihoum ihausinn í einu höggi, þrífur hann því næst á loft og kastar honum hauslausum út úr fjósdyrunum. “petta Ihefir þá bara verið snjókerling,” tautaði Anna og sparkaði í snjóhrúguna, sem Kári hafði kastað út. “Takið þið nú eftir,” sagði Kári og kreisti niðri í sér hláturinn. “Nú ætla eg að segja ykkur skrítna sögu. Einu sinni þekti eg tvær stúlkur, sem stukku æpandi inn í bæ, af því að þær sáu eina pervisalega snjókerlingu í fjósrangalanum.” Og nú hljóp Kári iskellihlæjandi iheim 'hlaðið og stökk jafnfætis yfir hestasteininn. “Einhvern tíma koma kann krókur á móti foragði. — Og þetta skaltu nú hafa til að foyrja með.” póra tók ful'Iar lúkur sínar af snjó, fonoðaði snjóbolta í snatri og kastaði honum í bakið á Kára. “Og þetta líka,” sagði Anna. Hún kastaði öðrum snjóbolta í Kára. “Ha — Viljið þið koma í snjókast?” Kári snéri sér við og ibjóst til varnar. Nei, stúlkurnar vildu ekki fara í snjókast. pær tóku mjólkurföturnar upp úr snjónum og forðuðu sér inn í fjósið. Það var eitt kvöld, skömmu eftir að þessi skemti- legi atburður gerðist, að Kári gekk fram göngin og opnaði bæjardyrnar. Hann ætlaði að fara að láta í meisana og gefa kúnum. Það var þreifandi myrkur og marahláka. Kári stiklaði með bæjanhúsunum og hélt svo áfram, þangað til Ihann rak sig á fjósvegginn. Varð hann að þreifa fyrir sér til að finna fjósdymar. Og svo opnaði Ihann dyrnar, — og rak upp angistaróp. Hann snéri við og stökk eins og óður maður inn í bæjardyrnar og inn göngin. “Viltu foragða heitar pönnukökur, Kári?” kallaði Þóra til hans. Hún var að baka pönnukökur inni í eldhúsinu, og Anna stóð yfir henni. Kári smeygði sér inn í eldlhúsið til þeirra og vissi varla sitt rjúkandi ráð. “Eg er nú ekki að hugsa um neinar pönnukökur,” sagðí hann með þjósti. “Þið foeðuð átt að sjá það sem eg sá áðan. Þá hefði ykkur líklega þótt nóg um.” “Nú, fovað sástu?” spurði Anna. “Eg sá skrímsli í fjósrangalanum,” svaraði Kári. “Skrímsli í fjósrangalanum,” át póra eftir hon- um. “Það folýtur að hafa verið missýning.” “Hvað ertu að rengja, stúlka! Eg sá skrímslið með mínum eigin augum, þegar eg opnaði fjósdyrn- ar. pessi ófreskja kom másandi á móti mér og ætlaði að rjúka á mig.” “Ætli það hafi ekki verið hestur,” sagði póra og var nú æði kotroskin. “Nei, Ihestur var það ekki.” “Eða hundur?” “Nei, hundur var það ekki.” “Eða kind?” “Nei, kind var það ekki.” “Eða köttur?” “Nei, köttur var það ekki.” “Eða kálfur?” “Nei, kálfur var það ekki.” “En hivernig gastu séð það í myrkrinu?” spurði Anna með undrunanstvip. Framh. SÓLSKIN Fyrir börn og uajliaga :,::iKBIBi»liBiBBiBlBli»'®B!HSlBI®ElllEll§liB||§li§lil ra ^ w raira aiBiEiB'rat: BAK VIÐ FOSSINN. ÓHAPPATALAN. Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 218-220 MEDIOAIi ARTS BLiDG. Oor. Grahani arul Kennedj Sta. Phone: A-1834 Office tlmar: 2—3 Ileimili: 77« Vlctor St. Phone: A-7122 Winnipeg, Manitoba THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrifstofa: Room 811 McArtlmr BuUding, Portage Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6849 og A-684« DR. 0. BJORNSON 216-220 MEDIOAD ARTS BT.nn Cor. Graham anri Kennedj Sts. Phone: A-1834 Office timar: z—3 Heimill: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manltoba W. J. I.INDAL, J. H. IiINDAL B. STEFANSSON Islenzkir lögfræðlngar S Home Inveetment Bulldlng 468 Main Street. Tals.: A 4968 ?eir hafa elnnlg skrlfstofur að Lundar, Riverton, Gimli og Pinej og eru þar að hitta á eftirfylgj- andl tlmum: Lundar: annan hvern miðvlkudac Riverton: Fyrsta flmtudag. Gimllá Fyrsta mlðvlkudag Piney: þriðja föstudag 1 hverjum mánuði DR. B. H. OLSON 216-220 Mi:i)IOAI, ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedy sta. Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Hehnili: 723 Alverstone St. Winnipeg, Manltoba » ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. G&rland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ohambers Talsimi: A-2197 DR J. STEFANSSON 216-220 MEDIOAIi ARTS BLDG. Cor. Graham and Kenned j Sta. Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er aB hltta kL 10-12 f.b. og 2-5 e.h. Talsíml: A-1834. Heirnili: 373 River Ave. Tals. F-2691. A. G. EGGERTSSON LL.B. 1 fsl. lögfræð'ngur Hefir rétt til að flytja mái bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Bojd RnllrHng Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklasýki og aSra lungnasjúkdöma. Er að íinna á skrifstofunni kl. 11—12 f.h. og 2—4 e.h. Sími: A-3521. Heimili: 46 A lloway Ave. Tal- sími: B-3158. Phono: Garry 2*16 JenkinsShoeCo. | 689 Notre Dam* Avenue DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenoa tg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. S til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimili 806 Victor Str. Sími A 8180. A. S. BardaS 84» Sherbrooke 8t. Selur likkietui og annast um útfarir. Allur útbúnaftur gá bezti. Ennfrem- ur selur hann alakonar minniavarSa og legsteina. Skrlfst. UUsimi N 6.08 Heimills talsíini N fSO'j DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h- Heimili 469 Simcoe, Office A-2737. res. B-7288- EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að biða von úr viti. . viti. Vinna öll ábyrgst og leyat af henfii fljðtt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. Að baki Sarg. Fire Hal DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAL ARTS BLDG. Cor. Graham and Kennedj Sta. Talsími A 8521 Heimili: Tals, Sh.8217 Dr. AMELIA J. AXFORD Ohiropractor 516 Avenue Blk., Winnipeg Phone: Office: N-8487 House: B-3465 Hours: 11-12, 2-6 Consultation free. J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald Bt. Talsími: A-8889 Vér leggjum sérstaka álierzlu ú að sclja meðul eftir forskriftiun lækna. Ilin beztu lyf, sem Ii;»‘gt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar þér lcomið með forskrliftum til vor megið |)jer vera viss nm að fá rétt það sem lækn- irinn tekur til. OOL.CDEOGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld ralsímnr: Skrifstofa: N-6225 lleimill: A-7998 HALLDÓR SIGURDSSON General Contractor 808 Great West. Perm. Loan Bldg. 356 Main St. JOSEPH TAVLOR LÓGTAKBMAÐUR Helmilistals.: St. John 1844 Sltrlfstofu-Tals.: A «557 Tekur lögtaki bæði húsaleigtiekBld^, veðskuldlr, vlxlaekuldlr. Afgretétr »1 aem að lögum lýtur. Skritstofa 255 Matn Stw» i Munið Símanúmerið A 6483 i og pantið meSöl yðar hjá oss. : Sendið pantanir samstundis. Vér afgreiðum forskriftir með sam- : vizkusemi og vörugæði eru óyggj- ; andi, enda höfum vér magrra ára | lærdðmsrika reynslu að baki. — Allar tegundir lyfja, vindlar, Is- rjðmi, sætindl, ritföng, tðbak 0. fl. McBURNEY’S Drug Store \ Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Verkstofu Tals.: Helma Tala.: A-8383 A-9384 G. L. STEPHENSON Plumber Allskonar rnfmagnsáhöld, svo sem straujárn víra, aUar tegundlr a' glösum og aflvaka (hatlerlea) Yerkstofa: 676 Home St. Endurftýið Reiðhjólið! Látlð ekkl lijá liða að cndur- nýja reiðhjólið yðar, áðnr en mestu annimar hj*rja. Komið með það iiii þegar og látið Mr. Stebbins gefa yðiir kostnaðar áivtlun. — Vandað vork áhjrgst. (Maðurinn sem allir kannast við) S. L. STEBBINS 634 Notre Dame. Winnipcg \ (íiftinga og íi/ Jaröarfara- v\om með litlum fyrirvara Hirch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 RING 3 i

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.