Lögberg - 29.05.1924, Qupperneq 4
Bls. 4
6
LíaíBERG, í ÍMTUDAGINN 29. MAÍ. 1924.
Bölsýnismenn.
ÞaÖ leggur um mann kaldann næöingsgjóst, þeg-
ar maÖur heyrir þá tala þessa bölsýnismenn eins og
frá gegnumsmjúgandi norðanvindi af ísbreiöum norð-
ursins á vordegi, er svört ský byrgja sólu.
Oröin, sem út úr þeim koma eru eins og frosin
snjókorn og þau falla á eyru tilheyrendanna eins og
haglið i sáðakrana og skilja þar eftir auðn — von-
leysis og kvíða.
Menn þessir hafa verið til á öllum timum og um
allan heim og alstaðar hafa þeir magnað þessa svart-
sýnis kyngi sina eins og seiðskrattar mögnuðu seið
sinn til forna. En oss fi'nst aö þeir hafi aldrei verið
eins liðmargir, né heldur gjört eins mikið ilt eins og
síðan stríðinu rnikla lauk og er þaö vel skiljanlegt, þvi
svo mikið rót komst á sálarlíf manna í sambandi við
Jiað, að auðveldara var að raska andlegu jafnvægi
fólks, en ella og svo voru efnalegar kringumstæður
manna sem vonlegt var erfiðari því það hefir verið
óhjákvæmileg afleiðing allra styrjalda á öllum tímum.
Hér var því óvanalega gott tækifæri fyrir bölsýnis-
mennina að auka veldi sitt og þeir voru heldur ekki
seinir á sér að efla seiðí sína. Frá einum enda heims
til annars kveSur raust stóru bölsýnisspámannanna við
og þeir litlu endurtaka hana, hver í sínu umhverfi,
hvort heldur það er nú stórt eða smátt. Aðferðin, sem
allir þessir menn nota er aS vekja óánægju hjá fólki
út af lífskjorum þess og svo að gjöra það óánægt með
mannfélagsfyrirkomulagið alt. Vanalegast byrjar á þvi
að tala um atvinnulysi, næst um auðmenn og auðfé-
lög, sem sjúgi, rýi og nagi blóð og merg úr alþýðu
manna. Þá um stjórnir, sem um ekkert hugsi annað
en að sökkva löndunum í skuldir og efla veldi auð-
mannanna, um dýrtiðina, sem menn geti varla risið
undir og um skattana, sem séu með öllu óþolandi. Það
hægasta af öllu hægu, er aS telja fólki trú um, að þvi
líði ekki eins vel og því ætti að líða, og ekki eins vel
og þaS eigi skilið að því liði, enda hefir sú kenníng
bölsýnismannanna, þessara seiSskratta vorra tima,
magnast svo að hún er eitt það allra erfiðasta viðfangs-
efni,ef ekki það erfðasta, sem við er að etja nú.
Þessir menn hafa haldið áfram að magna seið
sinn uns að það virðist að fólk sé orðið óánægt meS
alt og veit því helst ekkert hvað það vill — hvert það
er að fara, eða hvar það lendir; það er statt í hugsana-
þoku eins svartri og gjörningaveður seiðskrattanna
fornu var. Sem dæmi’ upp á það hve tal þessara böl-
sýnismanna getur verið skaðlegt má geta þess að nú
ekki alls fyrir löngu varS að taka til sérstakra ráða,
til þess aS hérað eitt i suður- Manitoba ekki gjöreyði-
legðist út af J>essu bölsýnistali. í langa tíð, — um
þriggja ára tímabil liöfðu vissír menn í héraðinu lagt
J>að í vana sinn að útmála ástandiS sem ægilegast.
Þegar þeir áttu tal við bændurna, bentu þeir á, að bú-
skapurinn væri að verða ómögulegur að uppskeran
hefði víst ekki hlaupið fyrir útgjöldunum, og að þeir
gergSu ekkert annað en að vinna fyrir járnbrauta-,
lán- og banka- félög, að slíkt gætí ekki staðist
til lnegdar, heldur myndu þeir flosna upp og
verða að fara i burtu . Svo komu skýrslurnar og báru
með sér áð það væri satt sem ]>essir menn væru að
segja, að uppskeran í þessu héraSi hefði mishepnast
og bændur hlytu því aS eiga erfitt. Blöðin sum tóku
i sama strenginn og sögðu, að ekki væri annað að sjá
heldur en að hérað þetta myndi gereyðast. Þegar hér
var komið sögunni, fóru lánfélögin að sjá, að fé því
sem þau hefðu lánað bændunum á þessu svæði, væri
hætta búin. og hættu ekki aðeins að lána, heldur fóru
að ganga eftir útistandandi skuldum ákveðnar en þau
höfðu áður gert og með meiri’ harðneskju en ástæða var
til. Og að síðustu komu bankarnir og sögðu: Nei,
við lánum enga peninga þar, þvi fólkið er að flytja í
burtu.
Seiðurinn í þessu héraði var orðinn svo magnaður
aS enginn maður varð til J>ess að mæla því bót —
< nginn maður varð til þess að benda á, að þaS var
ekki landínu setn uin var að kenna, heldur hugsunar
hættinum, sem búiS var að afvegaleiSa — benda á
að ár fram af ári hefði sléttan, sem bændur ]>essir
bjuggu á ekki aðeins gefið þeim lifibrauð, heldur
stórfé fram yfir öll útgiöld — benda á að enn væri
loftslagið í Manitoba hið sama og aS enn ætti þesst
undursamlega slétta eftir aS berta ríkulegan ávöxt f
þúundir ára svo framarlega að menn vildu skilja að
til þess ]>yrftu þeir að sýna henni sóma, bera traust
til framtiðarinnar og breyta búskaparstefnu sinni og
aSferSum eftir kröfum þeim og þörfum, sem sam-
tíðin skapaði.
En þaS fór i því héraSi eins og æfinlega fer, þeg-
ar einhver alda hefir risið nógu hátt þá brotnar hún.
Ýmsir menn í héraðinu vöknuðu til þeirrar meSvit-
undar aS ef bölsýnin og nuddið ætti ekki að leggja hér-
aSið í eyði, þá yrðu þeir að hefjast handa og reka
hana á flótta og það gerSu þeir. Með aðstoð fylkis-
stjórnarinnar tóku þeir meS fundahöldum að sýna fram
áóhæfu þá, sem þar hefði verið drifin og benda mönn-
um á vegi til þess að þagga seiðröddina niður. Þeir
tóku allar greinar landbúnaSarins til umræðu og bentu
mönnum á hvað gera þyrfti til þess aS hann ekki að-
eins gæti boriS sig heldur líka borgaS sig vel. Þeir
sem lengst voru komnir í hinum ýmsu greinum hans
buSust til þess að veita hinum, sem styttra voru á
veg komnir ókeypis tilsögn. Sveitirnar og bæirnir í
héraSi þessu tóku saman höndum, til þess að gjöra
hreifinguna sem áhrifamesta og áhrifin hafa orðið
þau, að seiSskrattarnir hafa orðiS aS hrekjast í burtu
með hjalla sina, en eindreginfi áhugi og einbeittni rík-
ir og héraðsbúar eru eins vongóðir um bjarta og blóm-
lega framtið eins og þeir hafa nokkurn tíma veriS.
ÞaS er sannarlega kominn tími til þess að menn
vakni til meðvitundar um hættu þá og skaða, sem
sveitum, sýslum og heilum þjóðum stafar af tali seiS-
manna þessara og láta þá vita með fullri alvöru, að ef
þeir vilja ekki láta af gjörningum sínum að þá sé
betra fyrir þá, að færa sig um set, meS alla sína seið-
hjalla.
------o------
Henry Ford
Fyrir tuttugu árum síðan var Henry Ford fátæk-
ur maður. Nú er hann einn af auSugustu mönnum í
heimi. Hann er nýbúinn að skrifa bók, sem er nokkurs
konar æfisaga. Er þar sagt frá ýmsum atriðum, sem
urðu tíl þess, að hann náði takmarki þvi, sem hann er
nú kominn aS. Hann bendir líka á ástæður fyrir því
að aSrir menn ekki nái slíku takmarki. Honum farast
þannig orð um landbúnaðarfyrirkomulagið, eða land-
búnaðarfyrirkomulagsleysið:
‘,Bændurnir skifta dagsverki sínu of mjög. Mér
finst að bændur upp og ofan eyði aSeins 5% af orku
sinni á hagnýtan hátt. Ff að nokkur verksmiðju eig-
andi ræki iðn sina með sama fyrirkomulagi og gjörist
hiá bændum á búgörSum þeirra, þá yrði ekki þverfót-
að fyrir vinnufólkí í verksmiðjunum. Ófullkomnasta
verksmiðjan í Evrópu er naumast eins illa úr garði
gjörð og hesthúsin hjá bændunum.. Þeir nota vélaork-
una eins litið og þeir frekast geta, og þaS er ekki að
eins, að Jæir noti höndurnar til alls, heldur er lítiS
hugsað um hagkvæmlegt fyri'rkomulag hlutanna.
Þegar bóndinn er við gegningar, þá gengur
hann tólf sinnum upp og ofan stiga, sem varla þolir
J>yngd hans. Hann ber búpening sínum vatn í fötum
svo árum skiftir, heldur en aS fá nokkrar lengdir af
vatnspípum og leiða .vatnið til þeirra. Þegar um
eitthvert aukaverk er að ræSa, telja bændur sjálfsagt
að ráða til J>ess kaupamenn. Þeim fínst að þaS séu
aukaútgjöld, að leggja peninga í vinnusparnaðar-
fyrirtæki í sambandi viS hús sín eða bújarðir. Land-
búnaðar afurSirnar eru dýrari en þær ættu að vera
þegar verðið á þeim er lægst. ArSurinn af landbún-
aðinum, þegar landbúnaSarafurðirnar eru í hæsta
verði, er minni, en hann ætti að vera.
Á búgarði mínum í Dearborn notum viS véla-
orku til alls. Okkur hefir tekist að spara mikiS.
Samt höfum við ekki getaS, enn sem komiS er, eytt
fimm til tíu ára tíma til þess að rannsaka búnaðar-
aðferSirnar til blitar. Samt sem áður hefir það
aldrei komið fyrir, hvaS lágir sem prísarnir hafa
verið á afurðunum, að við höfum ekki grætt í bezta
lagi á búskapnum.
Þekkingarleysi á þvi, sem er að gerast og þekk-
ingarleysi á þvi, hvaS landbúnaSur í raun og veru
meinar, og á þeim hagkvæmustu aSferðum við hann,
eru ástæðurnar fyrir því, að menn halda að landbún-
aðurinn borgi sig ekki. Það er engin atvinnugrein
til, sem gæti veriS arSsöm, ef hún væri rekin á sáma
hátt og landbúnaðurinn er alment rekinn. Bænd-
umir elta lukkuna og forfeður sína. Þeir vita ekki
hvernig þeir eiga að fara að því að framleiða á hag-
kvæmastan hátt og kunna heldur ekki aÖ selja vörur
sinar. Verksmiðjueigandi, sem hvorki kynni aS
framleiða vörur sínar né heldur að selja þær, mundi
ekki endast lengi. Það, að bændurnir hafa getaö
haldið búskap sínum áfram, sannar bezt, hve undur-
semlega arðsamur Iand-búnaðurinn er.”
------o------
Verksvið og vonir mœðra.
Eftir John Francis Neylan.
Eg tala ekki til kvennanna, heldur beini eg máli
minu til karlmannanna, drengjanna og miljónanna,
sem ekki kunna að meta verk það, sem mæðurnar
leysa af hendi,—miljónanna, sem kunna ekki enn aS
meta sjálfsfórn þá og ósérplægni, sem er undirstaða
mannfélagsins.
Á kveldin, í steikjandi hita, sérðu hundruð
kvenna sitja í dyrum húsa sinna, sem standa viS ryk-
ugar og óhreinar götur bæjanna, með börnin sin í
fanginu.
Á strjálbygðu sléttunum, í afskektum bændabýl-
um, sérðu þær, þreyttar eftir langt og erfitt dags-
verk, rólegar og glaðar leggja börnin sín að hjarta
sér og hagræSa þeim í hvílu sinni.
í snjóböröum híbýlum á norSurhveli jarðar, í
tjöldum sólríkra suðurlanda, í þröngum og loftlitl-
um íbúðum borganna ,og í hinum skrautlegu íbúðar-
húsum þeirra, um miðjar nætur og árla morguns,
þegar karlmennirnir eru í fasta svefni, þá vaka þær
broshýrar og Jxilinmóðar við vöggu barnanna sinna.
ViS virðum og miklum manninn, sem af sjálfs-
elsku vinnur sjálfum sér í hag. Ef honum tekst að
ná haldi á og byggja upp einhverja volduga iönaðar-
grein, þá er lof hans á hvers manns vörum. Ef hann
leggur lífiÖ i sölurnar til þess aS víðfrægja sjálfan
sig, þá höfum vér hann í heiðri. Ef hann sýnir hug-
prýði, }>ó það sé ekki til annars en að vernda sitt
eigið líf, þá vegsama hann allir.
.Það hefir aldrei verið til svo hugprúður og ó-
eigingjarn maður, aS hann á því sviSi1 geti verið
borinn saman viS umhyggju móðurinnar fyrir barni
sínu. MóSurástin er óeigingjörn og á ekki sinn líka
hérna megin grafarinnar.
Það er máske hægt að finna einn mann af þús-
undi, sem er reiöubúinn að leggja lifið í sölurnar fyr-
ir áhugamál sitt.
Það eru þúsund mæður af hverju1 þúsundi, sem .
eru fúsar á að leggja lífið í sölurnar fyrir börnin
sín.
Alt það, sem maðurinn er og á, á hann henni
móSur sinni að þakka. Heilsu, skilning, von og sið-
ferðisþrótt, alt það bezta, sem lifið veitir og hann
nýtur í því.
Hve sorglega illa er ekki þjónusta móðurinnar
launuS?, Bæði af einstaklingum og mannfélaginu í
heild!
Einstaklingunum finst, aS þá sé verk hennar vel
launað, þegar hún hafi nægilegt fé á milli handa og
dá-litla umhyggju frá honum, sem hún fæddi, vakti
yfir og gaf æsku sína og þrótt til að þroska.
Sem betur fer, er hægt að segja, og það með
sanni, að rniklir menn kunni aS meta mæður sinar,
sem þeim voru meiri.
Napóleon var harður og kaldur i lund, afbrýS-
issamur við alla menn, öörum fremur sérgóðu", þeg-
ar hann bar sig saman við aðra. En hann bar lotn-
ingu fyrir henni móður sinni, sem lifði fyrir hann
og bar umhyggju fyrir honum alt til enda. Sjálfur
bar hann henni þennan vitnisburð:
‘‘Eg á móöur minni aS þakka velgengni mina og
alt, sem eg hefi' notið, sem einhvers viröi er—hennar
heilbrigðu sálargáfum og góöa fyrirdæmi alt að
þakka. Eg hika ekki við aÖ segja, að framtíð barns-
ins er undir móðurinni komin.
Hver einasta móði'r hefir óbilandi trú, óbilandi
von og óbilandi sannfæringu um, að ekkert af því
góða, sem lífiö hefir að bjóða, sé of gott fyrir barn-
iS sitt.
Hálsvöövarnir eru naumast nógu sterkir til þess
að hreifa litla höfuðið á koddanum. Það tekur á
móti fæðu þeirri, sem móðirin gefur því. ÞaS rennir
augum magnlitlum og getur ekki fest þau við neitt.
Þessi framtíðarvera er ekkert mei'ra en ögn fatomj i
augum hins kaldsinnaða manns, sem á hana lítur,
sem, ef hún lifir, á eftir að verða ein af þeim ara-
grúa, sem í heiminn fæðast, en fæstir vita að hafi
lifað.
í augum móðurinnar er barnið sú undursamleg-
asta vera, sem i heiminn hefir fæðst. Fyrstu orðin,
sem það myndar, eru fyrirboðí ótakmarkaðra mögu-
leika í hennar huga, ótakmarkaöur skilningsþróttur í
bliki augnanna og brosi varanna og ómælilegt and-
ans atgerfi í litla höföinu. í framtíS barnsins sins
sér móðirin valdsmanninn, sem ber ábyrgö á stjórn
fjöldans og finst hún finni til þess, að slíku atgjörfi
og slíkri fegurð hljóti að verða lotning sýnd af sam-
feröamönnum þess.
Hvert barn byrjar lífsferil sinn með fegurstu
fyrirmynd fyrir augum, sem óeígingirni og fórn-
færsla getur gefið. 1
Kærleikur móðurimiar er siöferöisstyrkur barns-
ins. Vissa og hvatning móöurinnar eykur metnaS
og hugrekki.
Árvekni’ móðurinnar verndar heilsuna og er á
verði gegn öllum veikindum.
Alvara og umhyggja móðurinnar er barninu
vernd gegn harðneskjulegum umvöndunum föðúr
þess.
Rækt manna til mæðra sinna er hinn ábyggileg-
asti prtófsteinn um það, hvern mann þei’r sjálfir hafa
að geyma—ræktarsemin til sinnar eigin móSur, og
mæSra annara manna—allra mæSra.
Sú ræktarsemi skín meS mestum ljóma hjá
Kristi á Golgata, þar sem síðustu hugsanir hans hér
í heimi voru um móður hans, og svo skín hún líka í
fari daglaunamannsins, sem miðlar móður sinni af
því litla, sem honum innheimtist. Hið fegursta í fari
allra manna, er trúfestin til mæðra þeirra, sem HSu og
unnu baki brotnu frá því aS þeir fæddust og þangað
til leiðir þeirra skildu hér á jörSu.
HeiSra skaltu föður þinn og móður. Og þú átt
að heiðra mæður annara manna. Léttið byrSi' Jæirra
með því aS gjalda mönnum þeirra, sem fyrir börn-
unum vinna, sæmilegt kaup, meS þvi aö gefa börn-
um þeirra heilbrigða alþýðumentun og með þvi að
sýna þeim tilhlýðilega virðingu.
Móðirin er ánægð, því hún skilur “'þann mikla
fögnuS, sem í því er fólginn, að elska aðra meira
en hana.”
Sýndu sjálfsvirðingu þína í því, að vera góður
sonur og sóma þinn í J>ví, að heiðra og hlynna að
öllum mæSrum.
------o-------
Málhvíld.
Tál er ritaö, “trúðu mér,
Taktu, maöur, vara á j>ér:
Heimurinn er sem hála gler”,
Hneyksli’ er margt, sem prentaS er.—
Það, sem ginti’ og gleypti’ öld,
Var gull að morgni, aska um kvöld.
Menta-flautir fylla sál,
Fjöldi semur óðarmál.
Feðra vizku, listir ljóð,
Les né metur engin þjóð.
En menn skrifa — yrkja, spá,
Andinn þeytist gandreiS á.
Alt fæst prentað — prýðisvel,
Penninn gengur eins og vél.
Þegar heilinn hugsar fátt,
Höndin á þess stærri mátt.
Eg vildi’ann DavíS væri hér,
Að vísa’ oss á hvar. málhznld er.
Því margt við bóka markaöinn
Nú minnir helzt á bandorminn.—
Og leiður finst sá löstur mér,
Hve langt oft milli spjalda er.
Jónas A. Sigurðsson.
Kvæði }>etta hið snnjalla, eftir séra Jónas A. Sig-
urSsson, sem birtist á fyrstu síðu Lögbergs í vikunni
sem leið, er birt hér aftur sökum þess, að seinasta orð
annarar línu fyrsta erindis, haföi fyrir vangá vora
breyzt frá hinu rétta,—Ritstj. 1
'lllliMBtlij
iJ 1
a /
^yÍ'r-A "fyy
■ í éMSi i;
I IJP^
Sannfœrist
áður en þér kaupið
og látið oss sýna
yður hvernig vélar
þessar vinna, hinar
nýju
MaytagGyrafoam
Aluminum þvottavél
Oruggasta og tryggasta þvottavélin
Seld gegn vægum afborgunum hjá
WlNNIPEG
MANITOBA
TALS- A-7985 - 181 MARKET AVE.
Jóns Bjarnasonar skóli.
Nýlokið er prófi við háskóla
Manitobafylkis. Jóns Bjarnasonar
skóli sendi átta nemendur til prófs,
6 í 1. bekk háskól. og 2 í fyrra hluta
undirbúnings til læknanáms. Einn
af nemendum þeim lauk prófi í
eðlisfræSi við háskólann Hekur
próf í öðrum námsgreinum í júní.
Sjö af nemendum þessum stóö-
ust prófið, þrír meS fyrstu eink-
unn, og fjórir meö annari einkunn.
Nöfn nemendanna og einkunnir
þeirra eru sem fylgir:
Heiðmar Björnsson, iB ('arts)
Josephina Jóhannsson 2, (arts).
Thelma Jóhannsson iB fartsj.
Jón Laxdal, 2 (med. entr.)
B. T. H. Marteinsseon 2, (med. e.J
Sigurjón Sigurðsson, 2, (arts).
Charlotte Olafsson (efnafr. og
eðlisfr.J, iB, (grade xii.)
Þetta er fyrsta tilraun Jóns Bjarna-
I sonar skóla á þessu starfssviöi, en
Jx>lir vel samanburð við úrslitin í
fylkinu sem heild. Öll þessi sjö
luku prófi i öllum fyrirsettum
námsgreinum og þurfa því ekki að
rita nein aukapróf.
H. J. Leo.
Skuldarfundurinn
14. Maí.
Að gefnu tilefni var Jæssi fund-
ur nokkuð margmennur, og það,
sem fram fór á prógraminu, skemt-
andi og uppbyggilegt; séra Björn B.
Jónsson flutti erindi í tilefni af
ferS þeirri, sem umboðsmaSur
stúkunnar, A. P. Jóhannsson, hef-
ir nú lagt á staS í heim til íslands,
ásamt yngra syni sínum Grettir.
Enn fremur flutti annar stúku-
bróðir kvæði þaÖ, sem hér fer á
eftir. Einnig var stúkublaðið les-
ið og svo var hljóöfærasláttur, en
síðast veitingar, um leið og um-
boðsmaður ávarpaöi félagið meS
hlýleik og góSum ráðum.
Heim.
Litla orðiS—orðið Heini,
með undur þíöan blæ og hreim,
tendra rhjartans helgu þrá, —
heim—ó, heim og fá að sjá
fööuruandsins fríða bygS
og fastar binda sonar trygS.
Það er okkar örugg von,
þá Ásmund kveðjum Jóhannsson,
aS móðurfoldin muni sjá
mög, sem aldrei trygðum brtá,—
sýnishorn úr sólarreit,
þar sona hjörtun bærast heit.
Hún mun þá sjá, aS margan á
mætan dreng hér vestur frá,
sem ann af hjarta hennar hag,
hverjum fagnar gæfu dag,
og styrkja vill það bræðra band,
sem bindur oss við þjóð og land.
BerSum vorum bræðrum heim
bróöurhug frá öllum þeim,
sem byggja sólarseturslönd,
frá St. Lawrenae að vesturströnd,
en ættland sitt og íslenzkt mál
elska þó af lífi og sál.
Verði för þín greið og góð,
til gamans þér og sæmdar þjóö.
Nota krafta, dug og dáS,
drengskap, kænsku, þrek og ráð,
viljans afl og andans mátt,
okkar þjóð að lyfta hátt.
* * *
Vér sendum þig, bindindishetjan,
heim,
iir herbúSum vestlægra þjóða,
aS kynna þér ástandið einnig hjá
þeim,
og eflaust þeir taka þér höndum
tveim,
og velkominn brður sinn bjóða.
Seg þeim, að berum vér höfuðiS
hátt,
því hetjurnar tekst ekki’ að beygja
Þótt óvinahópurinn hlakki nú dátt,
og herliðiö okkar sé stundum of
fátt,
vér samt skulum sigra’ eða deyja.
1
TjáSu J>eim samhrygöar sárindi
vor,
þær svíðandi undir oss blæða,
að ísland varð neytt þetta ógæfu
spor,
aftur aö hopa og flekka sitt þor,—
það átti víst á því aö græða.
En raunin varð önnur, þvi reynsl-
an er nú
svo ríkuleg hvarvetna fengin.
AfeiSing vínsölu ávalt er sú:
örvingla þjóðir með gjaldþrota bú,
en hagnaður auövitað enginn.
Klerkar á stangli og kaupmenn
vors lands
kendu á bannalaga árum,
SUMAR
XCUHSIONS
Mai 15. til Sept. 30.
(ioO til afturkoinu til 31. Okt:
Aö3T1H CAN
VESTUR AD KYBRAHAH
Fáa dacja í Jasper National Park—Canadian Rockics
Margar Brautir Úr að Velja Velja Með
Canadian National og Öðrum Brautum
Bccði á Sjó og Landi.
Vér seljum farbréf til allra staða í heimi.
Alla Leið Með- Brautum og Vötnum
Ef þér haíið vini í Evrópu, sem þér vilduS hjálpa til aS
komast hingað, þá komið aS sjá okkur.
TOURIST and TRAVEI, BUREAU
N.W. Cor. Maln and Portage
Phone A 5891
667 Main Street
Phone A 6861