Lögberg


Lögberg - 29.05.1924, Qupperneq 8

Lögberg - 29.05.1924, Qupperneq 8
BIs. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAÍ. 1924. Or Bænum. ‘ +•+-V4*-****-* * Unglings piltur getur fengið vist á góðu heimili í Argyle !bygð gott kaup, og fargjald borgað. Upplýsingar að 631 Victor. St. Winnipeg, Man. GuSsþjónusta með fermingu og altarisgöngu er ákveöin 'á Big Point á Hvítasunnudaginn, 8. júní á vanalegum tíma dags. Allir vel- komnir. S.S.C. Björn Metúsalemsson kaupmað- ur frá Ashern, var á ferð í bænum í vikunni. Mr. og Mrs. Gísli Gíslason frá Gilsbakka í Fljótsbygð í Nýja ís- landi komu til bæjarins fyrir nokkru síðan. Var Mrs. Gíslason að leita sér lækninga og var hún skorin upp á almenna sjúkrahúsi bæjarins í síðustu viku af Dr. B.. J. Brands- syni, og er eins hress og vænta má, ‘því skurðurinn var mikill. Mrs. Lára Salverson, skáldkon- an íslenzka, kom til bæjarins um síð- ustu helgi austan úr fylkjum. Sat hún þing, er rithöfundar Canada héldu í Borginni Montreal nýlega, og fór einnig til Quebec og Toronto í þeirri ferð. Heimleiðis hélt hún eftir miðja vikuna. Mrs. Salver- son sagði oss, að upplag bókar hennar, Viking Heart, væri alveg uppselt og félagið, sem gaf hana út, væri byrjað að prenta aðra út- gáfu af bókinni, og létu þeir þess getið, að engin bók, sem út hefði verið gefin á siðasta ári, hefði selst neitt nálægt því eins vel og saga hennar, Viking Heart. Enn frem- ur gat hún þess við oss, að útgáfu- félag í Danmörku hefði sótt um leyfi til þess að þýða bókina á dönsku. Mrs. Salverson er nýbú- in að ljúka við aðra sögu, sem væntanlega kemur fyrir almennings sjónir áður en langt líður. Landi vor Emil Walters hefir á ný vakið eftirtekt á sér fyrir list- fengi sitt í sambandi víð alþjóða myndasýningu, sem stendur yfir í Carnegie Institute of Fine Arts í Pittsburg, Pa. Eru þar sýndar myndir eftir frægustu málara frá sjö stórþjóðum, og hefir mynd sú eftir Mr. Walters, sem hann nefn- ir “Blossom Time, Canada”, hlot- ið sérstakt lof og vakið afarmikla eftirtekt, og hafa stórblöðin New York Times og Pittsburg Post sér- staklega minst hennar ásamt fleiri mehkra blaða, og er gott til þess að vita, að þessi efnilegi ungi landi vor skuli geta sér slíkan orðstir á sviði listarinnar, bæði vegna hans sjálfs og vegna sæmdarauka þess, sem þjóðinni litlu er að slíkri framkomu. Annar Canadamaður á mynd á þessari sýningu, Horati- us Wlalker frá Quebec. Nokkrar missagnir hafa komist inn í frétt þá er höfð var eftir hr. Þorsteini Johnson í Lögbergi, sem út kom 15. maí s.l. Þar stendur meðal annars, að það hafi engan veginn verið rakaloftinu í Seattle að kenna, að hann fór þaðan. Rangt kvað Mr. Johnson það vera, líka að hann hefði sagt, að íslendingar ! þeir, sem hann hefði hitt nýkomna 1 austan að, ’hefðu haft á orði við | hann að flytja austur aftur. Hann j kvað fremur hið gagnstæða hafa átt sér stað. Leikfélag Sambandssafnaðar Leikur Sjónleikinn “ T engdamamma” eftir Kristínu Sigfúsdóttur í Samkomuhúsi lút. safnaðarins í SELKIRK MÁNUDAGINN 2. JÚNÍ, kl. 8.15 sí8d. Inngangur 50c. THE LINGERIE SIIOP Slrs. S. Gunnlaugsson. Gerir Hemstiching fljðtt og vel og með lægsta verði. pegar kvenfðlkið þarfnast skrautfatnaðar, er bezt að leita til Utlu búðarinnar á Victor og Sargent. par eru allar slíkar gátur ráðnar tafarlaust. par fást fagrir og nytsamir munir fyrir hvert heimill. Munið Ijingcrio-búðina að 687 Sar gent Ave., áður en þér leitið lengra. ! Mr. Jón Einarsson frá Lundar, kom til bæjarins í vikunni sem leið, I á leið vestur til Glenovan, Sask, þar sem dóttir hans Halldóra og : tengdasonur hans, Einvarður Breckman, eiga heima. Mr. Ein- arsson dvelur þar vestar fyrst um sinn. Á laugardagsnóttina siðustu lézf snögglega að heimili sinu í Tantal- lon bóndinn Jóhannes Magnússon, maður allmjög við aldur, vel látinn og virtur. Banamein hans var hjartabilun. Hann var ættaður úr HelgafellssveÍt i Snæfellsnessýslu á íslandi. Jarðarför Jóhannesar heitins fór fram á mánudaginn var. Kristján bóndi Stefánsson frá Westfoíd, Man., var á ferð hér i bænum i vikunni sem leið. Hinn 19. þ. m. lagði Mr. Hjörtur Björn Lindal, aonur Mr. og Mrs. B. S. Lindal að 541 Lipton stræti hér í iborginni af stað suður til Minneapolis, Minn á mótorhjóli. Fyrsta daginn ferðaðist Mr. Lindal ! hundrað og sextíu mílur og má ! rdíkt kallast vel af isér vikið. Hann fór í kynnisför til systuir sinnar, Mrs Russell O’Hart, er heimili á í þeirri borg. Hygst hann að dvelja þar um tíma. ---------o--------- Hr. Jón Runólfsson skáld kom til borgarinnar fyrir part vi'kunn. ar norðan frá Riverton, þar sem hann dvaldi síðastliðinn vetur. Hefir hann nú lokið þýðingunni af Enoc Arden eftir Tennyson og þarf eigi að efa að iþar sé um meistaralega þýðingu að ræða. Jón Finnsson, bóndi frá Lonely Lake, Man., hefir dvalið hér í bæn- um nokkra daga; kom hann til bæj- arins með öldruðum manni þaðan að utan, Bjarna Sigurðssyni, sem var að leita sér Iækninga við sjón- depru. Mr. og Mrs. D. FI. Bachman frá Clarkleigh, Man., komu til bæjar- ins um síðustu helgi. Voru þau að vitja sonar sins Þórðar, sem ligg- ur þungt haldinn á almenna sjúkra- húsinu hér í bænum. Yfir 25,000 ekrur lands er njóta góÖ8 af Kinni nýju járnbraut norðan við Tyndall og Beausejour. Sambandsatjórnin hefir ný afgreitt öll þau nauðsynlegustu lög er leyfa að járnbraut verði lögð norðaustur af Selkirk til Pine Falls. Vér höfum lönd til sölu í Township 14-6, 14-7, 14-8 og 15-8, sem fljótt stíga í verði sökum þessar- ar járnbrautar og veita skjótan arð hverjum er þau kaupir. Jarðvegurinn er laus við grjót en friómagnið mikið. Allstaðar vel ræsað fram, neyzluvatn á 25 til 30 feta dýpi. Skamt til Winnipeg markaðar fyrir afurðir blandaðs búnaðar, og lægstu flutningsgjöld korns til Fort William. Mirgir Þjóðverjar. Svíar, Ruth- eníumenn og Pólverjar hafa þegar tekið sér þar bólfestu. Hentugt fyrir margt fólk sem setjast vill að í sama umhverfi. Auðveldir skilmálar til handa æski- legum kaupendum. Eignarbréf ábyrgst. Leitið upplýsinga hjá The Standard Trusts Co. 346 MAIN STREKT WINNIPEG Dr. Cecil D. McLeod TANNLÆKNIR Union Bank Bld. Sargent & Sherbrook Tals. B 6 94 Winnipeg íslenzka Bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægst verð. Pantanir afgreiddul bæði fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. ..Hrein og lipur viðskifti... Bjarnason Baking Co. 631 Sargent Avrt Simi A-5638 THE PALMER WET WASH LAUNDRY—Sími: A-9610 Vér ábyrgjumst gott verk og verkið gert innan 24 kl.stunda. Vanir verkamenn, bezta sápa 6c fyrir pundið. 1182 Garfield St., Winnipeg SIGMAR BROS. —Room 3— Home Investment Bldg. 468 Main Street, Wpg. Selja hús, lóðir 0g bújarðir. Útvega lán og eldsábyrgð. Byggja fyrir þá, sem þess óska. Phone: A-4963 Langruth Garage til sölu Lóð 50x120 byggingin 25x68, viðargólf, 38x25, notað sem samkomusalur og geymslurúm. Shed 12x25 ógólflagður. Over- land flutningsbíll. McLaughlin flutningsibfll model 35. Fair- banks Morse ljósaútbúnaður, olíugeymir og pumpa. Gasgeymír er heldur 10 harrels og puvnpa. Sögunarálhöld, 6 hestöfl, magneto dharging helix. Ford Block og pistons cranke case og fyrirliggjandi vörur. Hús (Cottage) 20x26', 4 herbergi, lóðin 100x1120, garður, r alt umgirt. R. L. Stephenson lt/* .. 1 • timbur, fja! Nyiar vorubirgmr tegu*dum, timbur, fjalviður af öllum geirettur og al*- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Korrið og sjáið vörur vorar, Vér erumætíð glaðit að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Oo. Limitarf HENRY AVE. EAST WINNIPEG EM!L JDHNSOH 03 A. THOMAS Service Electric Rafmagns Contracting — kyns rafmagnsáhöld seld og við þau gert — Seljum Moffat og McGlary Eldavélar og höfum þær til sýnis á verkstæði voru. 524 Sargent Ave. (gamla John- sons byggingin við Young St. Verkst. B-1507. Heim. A-7286 AUGLYSIÐ I LOGBERGI VICTOR ANDERSON Skósmiður Cor. Arlington og Sargent Komið með skóna yðair til við- gerða snemma í vikunni. Opið á kvöldin. Verk ábyrgst Lokað á laugardögum þar til eftir sólsetur. LANGRUTH MAN. Hjónavígslur framikviæmdar af séra Rúnólfi Marteinssyni að Iheimili hans, 493 Lipton St. miO- vikudaginn, 21. maí jþau Jáhannej August Johnson, frá Winnipeg og Bergþóra Sigurðson frá Oak View, Man., föstudaginn 23. maí þau Sigurður Jónatan Sigurðson og Pauline Gróa Björnson (bæði frá Mountain, N. Dak. og á heimili Mr. og Mrs. M. A. Hermannsaon, 655 Beverly St. þau Böðvar Júl- íuis Halldórsson og Annie tsfeld, bæði frá Sandy Hook, Man., laug- ardaginn 24. maí. Til leigu eitt eða tvö íherbergi í góðu húsi nálægt strætisbraut. Símið B4429. Fyrirlestur flytur SIGURÐUR ViLHJÁLMSSON um þjóðræknisskyldur neðri sal I Goodtemplarahúsinu á McGee Og Sargent Laugardagskveldið 31. Maí Frjálsar umræður. Inngangur ókeypis Gleymst hefir að geta þess að þ. 22. apr. síðastl. gaf séra N. Stgr. Thorláiksson saman 'í hjónaiband theima (hjá sér þau Halldór Guð- mann Einarsson frá Árnes, Man. og Clara Freda Goldhardt frá Hnausa, Man. Er torúðurin af þýskum ættum og fædd á Þýska- Iandi; en hefir lært íslensku og var fermd á íslensku af séra Jóh. Bjarnasyni. Hefir (það jþó hlotið að vera æði-mikið erfiðara fyrir hana en fyrir börn af íslenskum foreldrum. Eru ungu hjónin bú- sett á búgarði forúðgumans. •—-------o---------- Hinn 14. þ.m. lézt að heimili föður síns, Guðmundar B. Jóns- sonar, skamt frá Walhalla, N. D., Jóhannes Ágúst, 32 ára að aldri. Hlafði átt við langvarandi van- heilsu að búa. Hann var jarðsung- inn þann 20. af séra K. K. Olaf- syni, forseta kirkjufélagsins. Hinn framliðni hafði rekiö verkfæra- verzlun í félagi vi'ð Hannes bróður sinn, í Pine River, Man., um nokk- urra ára skeið. Kom Hannes til borgarinnar frá jarSarförinni ásamt föSur sínum, síðastliðinn mánudag íslenzkir bændur í Manitoba og Saskatchewan, ættu aS veita at- hygli auglýsingunni frá T. Elliott Produoe Co., Ltd., sem birtist í þessu blaSi. Kaupir hann rjóma, smjör, egg og alifugla, gegn hæzta markaðsverði'. Kirkjuþingsmóttökunefnd safn. j aðanna í Agýle mælist vinsamleg- ast til þess við .skrifara í söfnuð- um kirkjufélagsins að tilkynna undirrituðum eins fljótt og kostur er á, hvað margir erindrekar koma : frá Ihverjum söfnuði og nötfn I þeirra og hvort konur eða menn erindrekanna verða með þeim í förinni. Til fþess að alt gangi sem lið- legast og Ihægt verði að sjá öllum þingmönnum fyrir heimili í tæka tíð og ált geti orðið í góðu lagi er þingvnenn koma, er áríðandi að þessar upplýsingar fáist frá öll- um söfnuðum eins fljótt og hægt er. G. J. Oleson . . Glenboro, Man. Mr. Christian Olafsson, umboðs- maður New York Life félagsins, skrapp suður til Minneapolis í fyrri viku og sat fund þess félags- skapar, sem haldinn var þar í borg- inni. Hann kom heim aftur fyrir helgina. Islendingar í Selkirkbæ, eru beðn- ir að veita athygli auglýsingunni frá leikfélagi Sambandssafnaðar, er sýnir leikinn “Tengdamamma”, eftir Kristínu Sigfúsdóttur, mánu- dagskvöldið 2. júní næstkomandi. Leikur þessi var sýndur þrjú kvöld hér í borginni fyrir troðfullu húsi og þótti mjög tilkomumikill. ÞESS BER AÐ GETA SEM GERT ER. Þegar eg í erfiðum kringum- stæðum mínum var að missa sjón- ina fór eg til Winnipeg að leita hjálpar hjá Dr. Jóni Stefánssyni, sem gjörði uppskurð á auganu í mér 0g bætti mér sjón mína að miklum mun. Hann var og mjög sanngjarn í kröfum með toorgun un og gjörði 'mér ált til góðs, sem hann gat. Einnig heimsóttu mig margir al-ókunnir menn og sýndu mér ihluttekning með peninga- gjöfum og með viðræðum og áf- faentu mér peningaupplhæð þá, er /hér skýrir frá: Hjálparnefnd Samtoandisisafn. $ ÍO'.OO og Djákna- nefnd Fyrsta lút. safn. afihent af G. H. H. $5.00, Kvenfél. Fyrst. lút. safn. $20.00 og líknarfélagið Harpa $15.00. Hin ógleymanlega alúð þesaa fólks við mig, því al- ókunnugan og ógleymanlegu mannúð, sem eg þakka hér með af hellum Ihug, er sannur vottur lifandi vorgróðurs og kærleika. Bið ef föðurinn algóða a ðlauna því mér er jþað um megn, toeygi aðeins höfuð mitt í þögulu þakklæti. Staddur í Winnipeg 23. maí. ’24 Bjami Sigurðson. frá Lonly Lake P. O. Þegar sumarið kemur Við ár3tíðaskiftin er mjög áríðandi að vera varfærinn að því er snertir mjólk joá, er nota skal. Heitu dag- arnir valda því að mjög erfitt er að geyma mjólk, sem ekki er hreinsuð á vís- indalegan hátt. Enginn vill eiga á hættunni nokk- uð meira en hann frekast brrf. Tzgnar mæður kaupa því ávalt Crescent mjólk, hvern einasta dag ársins, þær vita að hún er ávalt jafnhrein, sæt og heilnæm. Ef bér eruð eigi rétt vel ánægðir með mjólk þá, er þér notið, skuluðþér hringja upp B IC00 og biðja einn af mjólkur- sölumönnum vorum að koma við í húsi yðar. Fyrirlestur séra Guðm. Árnason ar um gröf Tut-ank-Amens og forn-Egypta var sæmílega sóttur og þótti hinn fróðlegasti í alla staði. Þriggja herbergja Suite til leigu á Maryland stræti, frá 1. næsta mánaðar að telja. Allur húsbún- aður fylgir herbergjum þessum, svo og sími. Kallið upþ N-8925. Afar sanngjöm leíga. Langferðamenn. Um síðustu helgi lögðu þeir feðgar, Ásmundur P. Jóhannsson og Grettir Jóhannsson upp í Is- landsferð. Mr. A. P. Jóhannsson er annar af Vestur-íslendingum þeim, sem sæti á í stjórn Eimskipa- félags íslands, og situr á ársfundi þess félags, sem haldinn verður í Reykjavík i næsta mánuði. Á leið sinni áforma þeir að sækja brezku sýninguna á Englandi. — Einnig lögðu á stað til íslands seinni part síðustu viku, þau Hannes Péturs- son, Ólöf Sigurðsson og Guðný Johnson. Friðrik Kristjánsson fór áleiðis til New York, en var óráð- inn í hvort hann héldi lengra, þeg- ar að hann fór héðan. Fyrir nokkr- um dögum fóru og þeir séra Rögn- valdur Pétursson, séra E. Melan frá Gimli og Dr. Sveinn Björnsson frá Árborg til Boston og máske fleiri stórborga Bandaríkjanna. Guðfinna Þórðardóttir, 83 ára gömul, andaðist að heimili Mr. og Mrs. Jósefs Guttormssonar, Brekku í Geysisbygð í Nýja íslandi, þ. 13. maí s.l. Var ættuð úr Eyjafirði og kom til Vesturheims í “stóra hópnum” svo nefnda 1876. Hún var síðari kona Jóhanns sál. Jó- hannssonar, er lengi' bjó i Stein- nesi við fslendingafljót. Jóhann lézt í Fagradal í Geysisbygð vorið 1917. Höfðu þau Guðfinna og hann þá nýlega brugðið búi og flutt til vina sinna, Sigurðar Eriðfinns- sonar og Kristrúnar sál. konu hans, í Fagradal. Eftir lát manns síns flutti Guðfinna tíl þeirra Gutt- ormssönshjóna, þvi kona Jósefs Guttormssonar, Jóhanna Guðfinna Tónasdóttir Þorsteinssonar frá Djúpadal í Geysisbygð, var uppal- in hjá þeim hjónum og heitir í höf- uð þeim báðum. Leið Guðfinnu þar ágætlega til æfiloka. Höfðu þau Jóhann og hún eignast eitt bam, er dó í æsku. Einnig höfðu þau upp- alið pilt, er lézt um tvítugsaldur. Þau hjón voru ágætlega kynt. — Jarðarför Guðfinnu sál. fór fram þ. 19. maí. Séra Jóhann Bjarna- son jarðsöng. Til meðlima barnastúkunnar Æskan. iSökum þess að ákveðið hefir verið að leggja niður fundi yfir sumartímann, verður seinasti fundur haldinn n. k. föstudag 30. þ. m. — Byrjar kl. 7. e. 'h. Börnin eru öll beðin að koma á- samt foréldrum þeirra eða að- standendum. Aflhent verða verðlaun þau, sem heitin voru Iþeim .er kæ'mu með flesta nýja meðlimi á vetrinum Einnig dregð um dúk, sem gefinn var af G. U. T. Mrs. Josepson.— Ýmislegt til skemtunar og fróð- leiks, svo sem ræða til barnanna, séra H. J. Leo. Á eftir veitingar. Jóhann p. Beck. (G. U. T.) Eimskipa Farseðlar HARRY CREAMER Hagkvæmileg aðger® á úrum, klukkum og gullstássi. Sendið oss I pósti þatS, sem þér þurfið aC láta gera við af þessum te?undum. Vandað verk. Fljót afgrreiðsla. Og meðmæli, sé þeirra óskaS. VerS mjög samngjamt. 499 Notre Dame Ave. Slmi: N-7873 Winnipeg CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS Vér getum flutt fjölskyldu yðar og vini frá Evrópu til Canada á stuttum tíma og fyrir lágt verð. Hin 15 stórskip vor sigla með fárra daga millibili frá Liverpool og Glacgow til Can- ada. Umboðsmenn vorir mæta íslenzkum far- þegjum í Leith ogfylgja þeim til Glasgów, þar sem fullnaðar ráðstafanir eru gerðar. Leitið upplýsinga hjá næsta umboðsm. Skrifið H.S.Bardal, 894 Sherbrooke St. eða W. C. CASEY, Gen. Agent Caiadian Pacific Steanuhips, 364 Main Streef, Winnfiei, Manitoba Ár og Aldir í gegn JU. getið þér treyst á DINGWALL úrin. Þau eigaengan sinn líka að áreiðanlegleika, fegurð og gæðum. Sér- staklega tilbúin fyrir hið breytilega veðráttufar hér. Sérhverju DINGWALL úri fylgir DINGWALL trygging. Verð mjög sanngjarnt og úr miklu að velja. D. R. Dingwall, Limited PARIS BUILDING, WINNIPEG Gasoline N7477 Oils & Greases ÓKEYPIS ÞJÓNUSTA Red’s Service Station A. BERGMAN, Eigandi. Horni Maryland og Sargent Ave. Battery Service Accessories Auto Repairs Tire Service Wevel Gafe Ef það er MÁLTÍÐ sem þú þarft sem seður hungraðan maga, þá komdu inn á Wevel Café. Þar fást máltíðir á öllum tímum dags —bæði nógar og góð- ar. Kaffibolla og pönnukökur og als- konar sætindi og vindla. MRS .F. JACOBS Ghristian Jolmson Nú er rétti tíminn til að lát* endurfeera og hressa u»p á irömlu húsíröflmin osr láta pau nta ut eins og þ«u væru gersam- lega ný. Eg er eini íslendingur- inn í borginni, sem annast um fóðrun og stoppun stóla og legu- bekkja og ábyrgist vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Mun" ið staðinn og símanúmerið: — 311 Stradbrook Ave., Winnipe* Tls. FJR.7487 STÓRMERKUR ÁRANGUR aí að nota Indiana Meðalið Fræga MUS—KEE—KEE Fyrirtak við lungna, háis og magasjúkdómum, einn- ig gyUiniæð. $1.00 flask- an lijá öllum lyfsölum. Skrifið f dag eftir hók til The Macdonald Medicine Co. of Canada, Ltd. 310 Notre Notre Dame Ave., VVpg. BÓKBAND. peir, aem óska að fá bundið Tímaritið, 4 árg., í eina bó’k, geta fengið það gert hjá Columbia Press, Cor. Toronto og Sargent, fyrir $1,50 í léreftsbandi. gylt í kjöl, en fyrir $2,25 fyrir leður á kjöl og horn og bestu tegund gylilingar. — Komið hing- að með bækur yðar, sem þér þurf- iö aS iáta binda. Th. Johnson & Son Úr og Gullsmiðir 264 Main St. Selja Gullstáss, giftingaleyf- isbréf, Gleraugu o. fl. Tals.: A-4637 Brauðsöluhús Beztu kökur, tvíbökur og rúgbrauð, sem fæst í allri borginni. Einníg allskonar ávextir, svaladrykkir, ísrjómi The Home Bakery 653-655 Sargent Ave. Cor. Agnee Sími: A4153 1*1. Myndaatofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason elgandl Næ»t við Lycaum húaið 290 Portage Ave. Winnipeg. Eina litunarhúsið ísienzka í horginni Heimsækið ávalt Dnbois L.imited Lita og hreinsa allar tegundir fata, svo þau líta út sem ný. Vér erum þeir einu í borginni er lita hattfjaðrir.— Lipur af greiðsla. vönduð vinna. Eigendur: Árni Goodman, Ragnar Swanson 276 Hargrave St. Sími A3763 Winn peg Mobile, Polarine Olía Gasolin. Red’sService Station milli Furby og Langside á Sargent A. BKBQMAN. Prop. FBKB HKRVICK ON BDNWAf .CCP AN OIFFEKKNTIAI. OBCA8B The New York Tailoring Co. Er þekt um alla Winnipeg fyrir lipurð og sanngirni i viðskiftum. Vér snítium og saumum karlmanna föt og kvenmanna föt af nýjustu tizku fyrir eins lágt verð og hugs- ast getur. Einnig föt pressuð og hreinsuð og gert við alls lags loðföt 639 Sargent Ave., rétt við Good- templarahúsið. Office: Cor. King og Alexander King George TAXI Phone; A 5 7 8 O Bifreiðar við hendina dag og nótt. G. Goodman. Manager Th. Bjarnason President ‘aaKBF' tS/ gjörir við klukkur yðar og úr ef aflaga fer Einnig býr þann til og gerir við allskonar gull og silfurstáss. — Sendið að- gerðir yðar og pantanir beint á verkstofu mína og skal það afgreitt eins fljótt og unt er, og vel frá öllu gengið. — Verk- stofa mín er að: 676 Sargent Ave., Phone B’805 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life BkL WINNIPEG. Annast um fasteignir masatk Tekur að sér að ávaxta spartH fólks. Selur eldábyrgðir eg reiða ábyrgðir. Skrifleguna fyrlr spurnum svarað samstundia. Skrifstofuflími A4268 Hússimi Arni Eggertson 1101 McArthur Bldg., Winnipeg Telephone A3637 Telegraph Address: “EGGERTSON WINNIPEG” Verzla með hús, lönd og lóð- ir. Utvega peningalán, elds- ábyrgð og fleira. King George Hotel (Cor. King & Alexander) Vér höfum tekið þetta ágseta Hotel á leigu og veitum viö- skiítavinum öll nýtízku þiæg- indi. Skemtileg herbergi til leigu fyrir lengri eða skemri tíma, fyrir mjög sanngjarnt verð. petta er eina hótelið i borginni, sem fslendingar stjórna. Th. Bjamason. Mrs. Swainson, að 627 Sarjent Avenue, W.peg hefir ival fyrirliggjandi úrvalahirgði af nýtízku kvenhöttum, Hón er eim fsl. konan eem slíka verzlun rekur Winnipg. Islendingar, látið Mrs. Swain son njóta viðskifta yðar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.